Ungmenni sem nenna ekki að vinna

fór | 8. jún. '12, kl: 20:10:35 | 2272 | Svara | Er.is | 0

Ég nenni ekki að vinna svo bendið mér á þráðinn um greinina sem birtist í Fréttatímanum í dag þar sem því er haldið fram að tæplega 18% atvinnuleysi í aldurshópnum 16-24 (vs. 7% atvinnuleysi yfir heildina) stafi af því að unga fólkið nenni ekki að vinna. Það hlýtur að vera búið að ræða þetta í dag.

 

Hvað er þetta svo með að skrifa "nottlega" í stað "nottla" í meintum beinum tilvitnunum í lötu ungmennin?

 

 

Svala Sjana | 8. jún. '12, kl: 23:56:12 | Svara | Er.is | 0

Heldurðu það þetta séu ekki réttar tölur?

Kv Svala

waxwork | 9. jún. '12, kl: 01:44:10 | Svara | Er.is | 9

Það er örugglega alveg til í þessari grein en að sjálfsögðu þá er líka hellingur af þrælduglegum ungmennum sem leggja sig 100% fyrir laun sem eru skömmustulega lág og eru jafnvel innan 15% hærri en atvinnuleysisbætur.

Ég var verslunarstjóri í lágvöru árið 2010 og ég var með 19 ára strák í vinnu sem hafði droppað úr menntaskóla. Mig minnir að bætur þá voru 149 þús en hann var að fá 190 þús fyrir 9-17 vinnu (fyrir skatt) hann bað mig um að segja sér upp svo hann kæmist á atvinnuleysisbætur, vinir hann hans sem voru þá sumir hverjir atvinnulausir voru þá búnir að koma þeirri flugu í hann að gæti fengið ´næstum það sama´ fyrir að vera heima og að afgreiða á kassa hjá mér.
Ég að sjálfsögðu sagði honum uppp enda ekki hægt að vera með mann í vinnu sem er með engan hvata fyrir vinna fyrir laununum. Að sjálfsögðu tiltók ég það við vinnumálstofnun að hann óskaði þess að vera sagt upp störfum þannig hann fór á alveg flatar bætur í staðin fyrir að fá tekjutenginguna.
Síðan kom í ljós að þetta var ekki eins létt og hann hægt og hann hélt því hann þurfti að mæta á virknisúrræði sem kannski voru stundum 10-15klst á viku. Endaði með því að hann bað mig um að ráða sig aftur sem ég gerði ekki.

Ég held að vinnumálastofnun sé alveg að standa sig þokkalega í því að filtera úr þessum hóp.

dieselfuel | 29. des. '14, kl: 22:22:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En hvað með þá sem að eru nógu klárir að ljúga sig í gegnum þetta og plata læknin til að gefa sér 4 ára fullar bætur án neinna krafa til að mæta á fundi eða námskeið né tillögur um starfstækifæri. Þetta virðist filterast þar frekar en eitthversstaðar annarsstaðar.

lalía | 29. des. '14, kl: 22:32:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það eru alveg til nýrri þræðir um þessi mál, einn bara frá því í dag eða gær...

dieselfuel | 30. des. '14, kl: 00:39:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

bentu mér á þá. Annars má ég bumpa gamla þræði einsog mig langar til :)

Blandpía | 30. des. '14, kl: 01:55:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvernig er það hægt?

dieselfuel | 30. des. '14, kl: 02:05:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit um tilfelli þar sem maður laug sig til um að vera bakveikur og læknirinn úrskurðaði hann óvinnuhæfan og 100% öryrkja. Hann er núna að fara að klára sín 4 ár fljótlega á fullum bótum. 8.400.000 úr vasa skattgreiðenda.

Blandpía | 30. des. '14, kl: 02:16:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hélt þig vera tala um vinnumálastofnun.

Alpha❤ | 30. des. '14, kl: 03:45:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hvernig er hægt að ljúga um að vera bakveikur og fara framhjá svona svakalega ströngu kerfi?

veg | 30. des. '14, kl: 17:48:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fjögur ár?  um síðustu áramót styttist bótatímabilið í þrjú ár og núna um áramótin í tvö og hálft.  svo það er alveg útilokað að hann sé að klára fjögura ára bótatímabil núna.

veg | 30. des. '14, kl: 17:50:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sorrý, hélt að þú værir að tala um atvinnleysisbætur, en maðurinn er náttúrulega á örorkubótum og hann klárar þær varla fyrr en hann fer á lífeyri.

Fargmöldun | 30. des. '14, kl: 02:22:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Læknir gerir ekkert svo þú getir verið óáreittur á atvinnuleysisbótum í 4 ár. Ertu ekki að rugla þessu saman við örorkubætur?

dieselfuel | 30. des. '14, kl: 03:34:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú getur farið til læknis og fengið vottorð um þetta ef þú ert nógu góður að ljúga og ert góður að leika og hefur vit á bakveiki og hvernig hún virkar. Svo fer viðkomandi með vottorðið til vmst og þeir sjá að þú ert ófær um að vinna og veita þér bætur.

Alpha❤ | 30. des. '14, kl: 03:46:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Vitleysan sem vellur upp úr þér. Ekki hægt að taka mark á þér þegar þú hefur ekki hugmynd um hvað þú ert að segja. VMST greiðir ekki bætur til óvinnurfærs fólks.

dieselfuel | 30. des. '14, kl: 03:52:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá hafa þetta verið örorkubætur. Hann náði samt sem áður að ljúga þessu uppá lækninn.

Alpha❤ | 30. des. '14, kl: 03:54:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er ekki bara hægt að ljúga sísvona að lækna og fá örorkubætur. Þú greinilega hefur enga þekkingu á þessu ferli. 

dieselfuel | 30. des. '14, kl: 03:57:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann fékk bætur í 4 ár frá íslenska ríkinu og það er nú að taka enda. Hann er full hraustur og í góður formi.

Alpha❤ | 30. des. '14, kl: 04:01:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvernig veistu að hann er það?

dieselfuel | 30. des. '14, kl: 04:22:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit það bara. Ertu að ásaka mig um að ljúga?

daggz | 30. des. '14, kl: 13:38:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú varst að ásaka þennan mann um að ljúga, afhverju er það þá ekki ásættanlegt að orð þín eru dregin í efa?

Það er alveg til fólk sem kemst á bætur þrátt fyrir að geta verið í vinnu EN það er langt frá því að vera auðvelt og það þarf án efa eitthvað að liggja á bakvið það.

Ef þú hittir mig úti í búð, þar sem ég er brosandi og sæl þá sérðu nú ekki neitt að mér. Staðreyndin er samt allt önnur. Örugglega margir sem ekki þekkja til mín sem efast um réttmæti þess að ég sé á bótum, sérstaklega í ljósi þess að ég hef alltaf reynt að vera eins dugleg og ég get og gerði oftast meira en ég gat.. Málið er bara að nú er ég að gjalda þess (líkaminn miklu verri).

Ég samt kann ekki einu sinni að væla fyrir framan lækna, hvað þá bara eitthvað fólk. Nei ég brosi, hlæ og reynda að dreifa huganum frá verkjunum. Sem er oftast ekkert svo flókið þar sem ég er orðinn meistari í því.

Þannig ég segi - ekki dæma neitt nema vita alla söguna, það sem gerist bakvið tjöldin líka. 

--------------------------------

dieselfuel | 30. des. '14, kl: 04:00:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og hann þurfti ekki að svara fyrir það í öll þessi 4 ár með námskeiðum eða tækifæri á að koma sér út á vinnumarkaðinn aftur.

Alpha❤ | 30. des. '14, kl: 04:09:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

öryrkjar eru óvinnufærir og því er ekki verið að skylda þa a namskeið eða að koma sér út á vinnumarkaðinn..

Bitmý | 30. des. '14, kl: 04:45:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta var slæmt 8 júní 2012 en aumingjavæðingin er enþá verri í dag en þú lýgur þig ekki í gegnum kerfið í dag ég þekki eina sem er gjörsamlega óvinnufær og búin að vera það frá hruni og það er ekki séns í hellvíti að hún komist á örörkubætur það er væntanlega bara ekki hægt nema þú sért í hjólastól

dieselfuel | 30. des. '14, kl: 04:52:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Kerfið virðist verðlauna lygið og tilfinningalaust fólk.

Gunnýkr | 29. des. '14, kl: 23:01:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ef hann hefur verið valdur að uppsögn þa hefur hann væntanlega farið á tveggja mánaðar bið. Ekki flatar atvinnuleysisbætur.

fedmule | 9. jún. '12, kl: 02:16:01 | Svara | Er.is | 13

Í dag eins og í gamladaga þá er alltaf til fólk sem ekki nennir að vinna.  Ég persónulega þoli ekki þannig fólk.  En þegar hvatinn fyrir því að vinna er ekki meiri en hann er í dag með bætur svona háar þá er það skiljanlegt. 
Ef þú ert atvinnulaus í meira en 6 mánuði þá eru:  Kröfur þínar of háar, þú of latur. starfið fyrir neðan þína virðingu eða þú ert að bíða eftir starfi þar sem þú þarft ekki að vinna heldur bara fá laun. 
En svona til að móðga ekki einn hóp þá getur verið að fólk sé að glíma við veikindi eða aðra heilsu kvilla og getur ekki unnið. 
Og svo til að bæta aðeins bensíni á eldinn þá eru til of margir öryrkjar sem eru ekki öryrkjar. 

-----------------------------------------------------------------
If it can go wrong, it will. - Murphy´s law

órasteinn | 9. jún. '12, kl: 03:23:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þeir vilja ekki vinna því þið vinnandi fólkið eru svo leiðinleg við þau

theonlysunny❤ | 9. jún. '12, kl: 13:31:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er líka góð ástæða fyrir því. Þetta er svipað og að haga sér eins og fífl for no reason og búast við að fólk sé bara happý og húrra í kringum það.

________________________
Do not read the next sentence.
You little rebel.. I like you.

órasteinn | 9. jún. '12, kl: 23:36:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta var óskýrt hjá þér , ég held þú sért að meina að það að vinna ekki sé eins og að fíflast, og þessvegna sé tekið illa á móti þeim sem vilja byrja að vinna

theonlysunny❤ | 9. jún. '12, kl: 23:59:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já æ - það sem ég meina er að fólk sem nennir ekki að vinna og hangir bara á bótum tilgangslaust, sem aðrir borga fyrir, getur ekki búist við góðum viðbrögðum frá fólki. Finnst það bara segja sig sjálft. Kannski asnaleg myndlíking sem ég notaði, en finnst svona 'tilgangslaust atvinnuleysi' bara hálfpartinn flokkast undir að 'fíflast', eða þú veist :) (vona ég haha)    (Þá finnst mér tilgangslaust atvinnuleysi vera þegar fólk sem er fullfært til að vinna, nennir því ekki. Vill frekar bara fá pening fyrir að gera ekki neitt. Engir geðsjúkdómaröskun eða hreyfihömlun eða whatnot :) )

________________________
Do not read the next sentence.
You little rebel.. I like you.

órasteinn | 10. jún. '12, kl: 05:53:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta var mjög alúðlegt og vandað svar hjá þér, hvað þýðir annars alúðlegt , alveg samúðarlegt kannski. en þú veist að í flestum löndum evrópu er mikið atvinnuleysi , td hvað 20 eða 40 % á spáni, það er bara miklu fleyra fólk en þarf í vinnur .

Myken | 10. jún. '12, kl: 09:09:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

alúðlegur lo 1 vera alúðlegur vera alúðlegur við <hann, hana> forstjórinn er alúðlegur við starfsfólkið vera alúðlegur í garð <hans, hennar> vera alúðlegur í viðmóti 2 alúðlegt viðmót alúðleg framkoma

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

fedmule | 10. jún. '12, kl: 04:49:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bara til til að koma meir bensíni á eldin þá gat ég á sínum tíma fengið feitan tékka og hætt að vinna eftir slys.  En ég var ekki tilbúinn að sættast á að ég væri ekki vinnu fær, og hélt áfram. Sé ekki eftir því í dag þó svo að ég hefði fengið marga millur fyrir að hætta að vinna.

-----------------------------------------------------------------
If it can go wrong, it will. - Murphy´s law

órasteinn | 10. jún. '12, kl: 05:55:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

feitimúli hefur fórnað sé í þágu þjóðfélagsins og fær hér með hetjuverðlaun bland.is

ledom | 10. jún. '12, kl: 00:03:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

amen.. feitur plús á þig :)

flögri | 10. jún. '12, kl: 00:18:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ég var atvinnulaus lengur en 6 mánuði og það var ekki útaf þessum ástæðum sem þú taldir upp, ég fann bara ekki vinnu sem ég gat unnið. En tók alla tímabundna vinnu sem hentað mér því ég virkilega vildi vinna og tímabundin vinna er betri en engin vinna. Ef ég hefði getað unnið í ryki og drullu og á 12 tíma vöktum þá hefði ég tekið þá vinnu og ekki þurft að vera atvinnulaus jafn lengi og ég var, en ég gat það bara ekki. Það eru ekkert allir sem geta tekið hvaða vinnu sem er og tengist það ekkert alltaf þessum ástæðum sem þú telur upp.

Myken | 10. jún. '12, kl: 09:07:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

hvatinn fyrir því að vinna er ekki meiri en hann er í dag með bætur svona háar þá er það skiljanlegt.
Ættir frekar að orða þetta hvatinn fyrir því að vinna er ekki meiri en hann er í dag meðan lækstu laun eru ekki hærri þá er það skiljanlegt.

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Felis | 10. jún. '12, kl: 09:21:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

nákvæmlega, atvinnuleysisbætur ættu að vera nógu háar til að fólk geti lifað. Ekki endilega góðu lífi en það ætti amk að vera fræðilegur möguleiki fyrir fólk að geta lifað. Á sama tíma ættu lægstu laun að vera nógu mikið hærri til að það borgi sig.

Sjálf á ég ekkert erfitt með að sjá af hverju einhver myndi frekar velja atvinnuleysisbætur og hafa td. tíma fyrir börnin sín frekar en láglauna erfiðiðis vinnu sem í fyrsta lagi tekur meiri tíma frá börnunum, og í öðru lagi skilur mann eftir andlega og líkamlega tómann öll kvöld. (btw. ég er bara að hugsa út frá sjálfri mér, ég er ekki 16-24 ára) 

Mér finnst reyndar að atvinnuleysi í þessum aldurshóp ætti ekki að leysa með því endilega að reyna að finna vinnur fyrir þetta fólk heldur frekar með því að hjálpa þeim að finna hvað þau vilja gera með lífið og hjálpa þeim að finna viðeigandi nám sem passar við það (og já ég gef mér að atvinnulausir á þessum aldrei séu að megninu til ó- eða illa menntaðir) 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Myken | 10. jún. '12, kl: 09:29:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama hér

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

fór | 9. jún. '12, kl: 13:15:12 | Svara | Er.is | 1

Ég bjóst svona eiginlega við því að um þetta myndu spinnast harðar umræður hér. Mér finnst þetta rosalega harður dómur yfir unga fólkinu okkar og í atvinnuleysi þá finnst mér ekkert órökrétt að þeir sem eru yngstir, með minnsta menntun og styttstu ferilskrána komi verst út. Greinin klikkir út með því að tala um atvinnuleysi sem gangi í erfðir og með morgunkaffinu þá sá ég fyrir mér að greinarhöfundar/höfundar rannsóknarinnar teldu að hér væru að spretta upp Vickyar út um allan bæ (shutup!). Svo þegar ég var búin að hiksta þá hugsaði ég með mér að nei, fjandinn hafi að, þetta hjómar eiginlega meira svona eins og tilraun til að skapa siðferðisuppþot/moral panic, sjá kenningar Stanleys og Crichters:  

Moral panic - Wikipedia, the free encyclopedia
 Þess má geta að ég þekki tvær manneskjur sem eru að fíla það í botn að tjilla á bótum, nenna ekki að vinna, leggja sig ekki eftir því að leita eftir vinnu, taka því illa þegar nákomnir benda þeim á atvinnuauglýsingar sem henti þeim og þeirra menntun. Nýlega fékk önnur þeirra vinnu og þar sem það var í gegnum vinnumálastofnun og hún búin að vera á bótum í nærri 4 ár taldi hún sér ekki stætt á því að segja nei. Og það var sem henni hefði verið tilkynnt um krabbamein, svo ömurlegt fannst henni að þurfa að fara að vinna. Mjög þægilega og áhugaverða vinnu á safni nótabeiðni.



Allt það sem sagt var um hina ónýtu æsku landsins í greininni, allar tilvitnanirnar í þau, eiga við þessar tvær manneskjur sem ég þekki. Þær eru hinsvegar ekki ungmenni heldur á fertugs og sextugsaldri.


Ellert0 | 30. des. '14, kl: 01:49:19 | Svara | Er.is | 1

Láglaunafólk sem leigir getur vel verið að borga um 60% af mánaðartekjunum sínum eftir skatt í leigu. Bættu við matarkostnaði, neti, menntun og öðrum almennum kostnaði og ég get vel séð af hverju mikið af ungmennum fara á atvinnuleysisbætur og vinna svo svart með. Kolólöglegt og hræðilegt fyrir kerfið en kerfið er ekki að gera þeim neinn greiða eins og er.

dieselfuel | 30. des. '14, kl: 05:02:25 | Svara | Er.is | 0

Þetta með nottlega er að reyna að sverta ungmennin og láta líta út fyrir að þau eru ekki við stjórn eigin hugsana og gjörða. Margir ungir krakka sem ég hef hitt sem hugsa mun skýrar en margt fullorðið fólk sem ég þekki. Sorgleg staðreynd en hún er sönn.

óskin10 | 30. des. '14, kl: 16:21:23 | Svara | Er.is | 2

ég skal koma með svakalega játningu. Ég var á bótum og sótti um fullt af vinnum sem hentuðu minni menntun. Ég vildi frekar vera á bótum en fara að vinna láglaunavinnu sem krafðist engrar menntunar. Kláraði mín 2 ár á bótum og fór svo að vinna vinnu sem krafðist engrar menntunnar. Ráðgjafar hjá stéttarfélaginu mínu vildu reyna að koma mér inn á örorku og koma mér þannig í vinnu í gegnum endurhæfingu. Ég kaus að fá mér frekar vinnu sem borgar jafn lítið og atvinnuleysisbætur. hugsa að ég fari í fjarnám með þessari vinnu og fái mér menntun sem gefur mér meiri líkur á að fá almennilega menntun en þessi gráða sem ég er með og var ávísun á flott starf fyrir hrun

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------

bellwiig | 22. apr. '15, kl: 03:10:37 | Svara | Er.is | 0

troll

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Síða 1 af 47954 síðum
 

Umræðustjórar: annarut123, paulobrien, Kristler, Paul O'Brien, Hr Tölva, Bland.is, tinnzy123, Guddie