Uppáhalds tölvuleikir ?

Moogy | 25. feb. '15, kl: 15:59:14 | 449 | Svara | Er.is | 0

Hvaða leiki spiliði mest, þið sem spilið ?
Ég veit t.d að pabbi minn spilar mikið Donkey Kong, annars er hann alltaf í facebook leikjum eins og Candy Crush sem mér finnst óþolandi.

 

Snobbhænan
Moogy | 25. feb. '15, kl: 16:11:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Haha þá þarftu ekki að svara XD
Viltu segja mér eitthvað fleira sem þú gerir ekki ? :P

Snobbhænan | 25. feb. '15, kl: 16:13:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ekkert mál, spurðu bara að e-u og ég svara til um það hvort ég geri eða geri ekki. Annars ætlaði ég að bæta við að ofan að stundum upplifi ég mig sem hálgerða risaeðlu að spila enga tölvuleiki.

Snobbhænan | 25. feb. '15, kl: 16:13:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hálfgerða..

Moogy | 25. feb. '15, kl: 17:10:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ja ok skil þig :D Það eru sumir sem hafa látið þetta alveg eiga sig og það er bara frábært.
Svo lengi sem að þeir geymi alltaf barnið í sér og leiki sér í einhverju öðru.

Bakasana | 25. feb. '15, kl: 17:31:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ekki ég. Ég upplifi mig sem framúrstefnulega og frumlega að spila ekki tölvuleiki. Svo finnst mér ég líka vera hálfgerður frumkvöðull í því að vera ekki með húðflúr. 

Snobbhænan | 26. feb. '15, kl: 08:46:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ó guð - er líka alveg með þér í húðflúrsskorti.

Grjona | 27. feb. '15, kl: 06:51:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og ég.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Moogy | 27. feb. '15, kl: 15:12:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

það er snilld :) Vona samt að þú sért ekki ein af þeim sem leikur þér ekki af neinu öðru í staðinn :D
Því þetta er bara ein leið til að gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni t.d

Það er pointið hjá mér allavega, en ég fíla board games líka, útiveru, íþróttir etc

Moogy | 27. feb. '15, kl: 15:13:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En hef klárlega mikinn á tölvuleikjum líka, ekki spurning haha

Moogy | 27. feb. '15, kl: 15:13:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

áhuga*

Ellert0 | 25. feb. '15, kl: 16:13:09 | Svara | Er.is | 1

Með uppáhalds leikjunum mínum væru...

The Elder Scrolls
Neverwinter Nights
Ookami
Persona

Allt frábærir lekir og seríur. Seinast kláraði ég að spila Dark Souls sem var nokkuð ágætur líka og er að spila Ookamiden á 3DS tölvunni minni.

Moogy | 25. feb. '15, kl: 17:11:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nice, ég er einmitt mikið fyrir rpg leiki líka.
Hef ekki prófað þessa 2 sem þú nefndir í lokin, elska 3DS samt :D

Ellert0 | 25. feb. '15, kl: 17:39:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ookami er leikur sem kom út á PS2 og Nintendo Wii, og var líka remastered og settur á playstore fyrir playstation 3. Leikurinn gerist í ævintýralegri útgáfu af forn-Japan og leikur þú úlf sem er sólarguðinn Amaterasu sem þarf að bjarga landinu frá óvættinum Orochi með hjálp himneska burstans, pensill sem skapar hluti í heiminum þegar þú teiknar tákn með honum. Mjög skemmtilegur leikur með fallegum penslastíl og skemmtilegri spilun í gegnum burstann sem er eitthvað sem ég hef ekki sjéð í öðrum leik ennþá. Er bardagakerfið blanda af grundvallar hack-and-slash kerfi og notkun burstans.

Persona (og þá númer 3 og 4) komu út á PS2 líka og PS-vita. Leikir þar sem þú ert táningur sem gengur í skóla á daginn í bæ sem hægt er að skoða sig um og myndar maður sambönd og vináttur með skólafélögum og bæjarbúum. Hinsvegar þá gerast í báðum leikjum dularfullir atburðir sem leiða til þess að söguhetjan leisir úr læðingi innri kraft sem kallast "persóna" til að berjast gegn margskonar óvættum sem ógna tilveru bæjarbúa. Þessi leikur gerist frá degi til dags í heiminum og þarf maður að skipuleggja hvað maður vill eyða deginum í, hvort sem það er nám, vinna, sambönd vina sinna eða bardaginn við hin illu öfl leikjanna. Bardagakerfið í þessum leik dregur sterklega frá Final Fantasy en er með smávægilegar breytingar til að gera það að sínu eigin.

Mæli sterklega með báðum leikjunum, bestu leikjatölvu-leikir sem ég hef nokkurtíman spilað ef að maður tekur ekki leiki eins og Elder Scrolls með sem fóru líka á PC.

Moogy | 25. feb. '15, kl: 17:42:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nice já ég spilaði meira Final Fantasy, Kingdom Hearts og Shadow Hearts t.d.
Margir sem fíla þessa sem þú nefndir :)

Alli Nuke | 25. feb. '15, kl: 16:31:36 | Svara | Er.is | 2

Mig langar svo mikið í PS4 og spila allskonar leiki. Stefni á það þegar ég fer á eftirlaun.

Trolololol :)

Moogy | 25. feb. '15, kl: 17:11:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Goður ! haha

smusmu | 25. feb. '15, kl: 16:33:51 | Svara | Er.is | 1

Minecraft og Goat Simulator! :Þ Já og Crossy road á símanum

Moogy | 1. mar. '15, kl: 22:35:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

haha goat, eitthvað varið í það ? XD

smusmu | 2. mar. '15, kl: 08:55:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er alveg ágætis tímaeyðsla. Maður getur hlegið alveg fullt af þessu rugli

saedis88 | 25. feb. '15, kl: 17:29:29 | Svara | Er.is | 1

dreymir um borðtölvu til að spila tölvuleiki! eyði miklum tíma að horfa´a aðra spila minecraft á youtube :') mörg kvöld fara í það að horfa á aðra spila minecraft í beinni útsendingu haha :)

Alpha❤ | 26. feb. '15, kl: 18:24:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lol ég get líka endalaust horft á aðra spila tölvuleiki. Einn gaur sem eg þekki var að gefa mér hard time útaf þvi um daginn. Var svo svakalega hneykslaður á þessari geðveiki.

tjúa | 27. feb. '15, kl: 00:47:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sonur minn horfir meira á aðra spila minecraft heldur en að spila það sjálfur. Ofboðslega skil ég þetta lítið :p hvað er fúttið? 

Alpha❤ | 27. feb. '15, kl: 01:37:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

veistu ég bara eiginlega veit það ekki:O skil þetta eiginlega ekki sjálf 

Ellert0 | 27. feb. '15, kl: 01:54:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta samtal minnir mig á fyrstu tvær mínúturnar af þessum south-park þætti.

https://www.youtube.com

/watch?v=XufD5SLJ0T4

Grjona | 27. feb. '15, kl: 06:53:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu til í að láta mig vita þegar þú kemst að því? Grjónin horfa endalaust á einhver leikjavídeó (t.d. minecraft) á jútjúb :/

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

mars | 28. feb. '15, kl: 19:38:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama með minn son, ég fatta þetta ekki.

minnipokinn | 25. feb. '15, kl: 19:53:13 | Svara | Er.is | 0

Spila candy crush og stundum sims. Annars langar mig að finna leik sem ég elskaði í denn, einhver karl með gulann hjálm en man ekkert hvað hann heitir. Held hann hafi verið í fjólubláum galla og átti að komast í gegnum allskonar hindranir. Líka leikur sem hægt var að fara á svona bob sleða og gott ef ekki skíði og fleira. 

☆★

eradleita | 25. feb. '15, kl: 21:12:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu að meina Mario?

______________________________________________________________________________________________

minnipokinn | 26. feb. '15, kl: 00:06:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei. Var einu sinni búin að finna nafnið á honum inná einhverri síðu macland eða eitthvað en finn það ekki aftur. 

☆★

minnipokinn | 26. feb. '15, kl: 00:22:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Commander keen hét hann poppaði allt í einu upp í hausinn á mér. Sem minnti mig svo á annan leik. Þar var held ég kúreki sem átti að safna allskonar lyklun.. man ekki hvor þeir voru í mörgum litum til þess að opna svo einhver hólf og eitthvað. Ooooh stundum er ég haldin of mikilli fortíðarþrá. 

☆★

Bitmý | 26. feb. '15, kl: 00:20:13 | Svara | Er.is | 1

frogger auðvitað

http://www.8-bitcentral.com/images/reviews/atari2600/frogger2600Screen.jpg

Moogy | 1. mar. '15, kl: 22:34:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

haha :P classic

Kaffinörd | 26. feb. '15, kl: 00:33:29 | Svara | Er.is | 0

Spila voðalega lítið tölvuleiki en það kemur fyrir að ég prófa gamla Nintendo Nes leiki á netinu

minnipokinn | 26. feb. '15, kl: 00:34:57 | Svara | Er.is | 0

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/en/f/f7/Chip's_Challenge.png Vildi svo mikið að ég væri að spila þennan 

☆★

KellingaGarmur | 26. feb. '15, kl: 00:39:21 | Svara | Er.is | 0

Ég er að spila Stranded deep núna, hann er enþá early access en hann lítur geðveikt vel út. 
Önnur uppáhöld eru Banjo&Kazooie, Minecraft, gömlu Harry potter PC leikirnir ogTerraria

*************************************************************************************************
Skoðanir mínar koma frá persónulegri reynslu, þær eru síbreitilegar, oft eigingjarnar og alls ekki heilagur sannleikur. Þær endurspegla ekki viðhorf neins nema mín sjálfs.

dreamcathcer | 26. feb. '15, kl: 00:58:07 | Svara | Er.is | 1

Sims fæ ég aldrei ógeð af , elska gera hús haha mun eflaust aldrei þroskast uppúr því . 
COD er í uppáhaldi
Svo elska ég Skyrim ! Spilaði líka God of War leikina  klaraði a nokkrum dögum haha 

I may have alzheimer's but at least I dont have alzheimer's

.dreamcathcer

T.M.O | 26. feb. '15, kl: 01:12:36 | Svara | Er.is | 1

EVE, Mass Effect, Civilization, Skyrim, Spore

Moogy | 1. mar. '15, kl: 22:35:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nice hef spilað ME seríuna og civi 5, decent titles :)

GuardianAngel | 26. feb. '15, kl: 01:42:52 | Svara | Er.is | 2

Call of duty :D

-----------------------------------------------------------------
Skilaboðin mín eru í rugli, ef þú sendir mér skiló láttu mig þá vita á spjallborðinu, þarf að leita þau sérstaklega uppi.

Moogy | 26. feb. '15, kl: 05:19:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já hef gaman af þeim, sérstaklega aw á ps4 og bo2 á ps3

GuardianAngel | 26. feb. '15, kl: 12:15:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já spila lika bo2 á ps3 

-----------------------------------------------------------------
Skilaboðin mín eru í rugli, ef þú sendir mér skiló láttu mig þá vita á spjallborðinu, þarf að leita þau sérstaklega uppi.

Kattarskott | 26. feb. '15, kl: 15:27:56 | Svara | Er.is | 1

Mass Effect, Minecraft, Crysis, DayZ standalone, Interstellar Marines, PoolNation og QuisUp svo eitthvað sé nefnt

QI | 26. feb. '15, kl: 16:10:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

2 steel án þess að þjóðinn fatti ,er leiikur sem sdg og bb leika með góðum árangri..  :) (að mínu áliti  :)

level 1,,,,   veldu mann úr fjölskyldu til að ná völdum.
level 2....  fáðu hann til að sjá um að þú fáir eigur ríkisins (þjóðarinnar) án útboðs.. 

:)


.........................................................

Moogy | 1. mar. '15, kl: 22:34:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

nice, góðir leikir :)

Nagini | 26. feb. '15, kl: 17:43:00 | Svara | Er.is | 0

Ég spila mest WoW, FFVII, Dungeon Keeper og svo miiiiljón facebook leiki. Ef ég gæti myndi ég vinna við að spila leiki :)

Óska eftir Nintendo NES tölvu og Tetris leiknum í hana!!!

Moogy | 26. feb. '15, kl: 19:59:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

FFVII er klárlega langbestur, þú valdir allavega einn almennilegan þar :D

Hauksinn | 26. feb. '15, kl: 21:14:15 | Svara | Er.is | 1

Hvaða tölvur áttu? Ég mæli með þessum

Retro leikir:
Zelda A Link to the Past
Super Mario All-Stars + Super Mario World
Mega Man X
Earthbound

PC leikir:
Half-Life
Chivalry Medieval Warfare
Far Cry 3 Blood Dragon

Moogy | 26. feb. '15, kl: 22:03:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég á PS3,PC og 3DS :P

Er sjálfur mjög hrifinn af Zelda og fótboltaleikjum t.d :)
Ætla klárlega að fá mér Luigi's Mansion 2 og Majora's Mask á 3DS.

Moogy | 27. feb. '15, kl: 15:14:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og já geggjaðir leikir sem þú mælir með, er alltaf á leiðinni að byrja að spila Chivalry, geri það núna fyrst þú mælir með honum.
Annars LttP, Mario og Megaman algjör snilld :D

lillion | 26. feb. '15, kl: 21:35:12 | Svara | Er.is | 0

ég spila stundum cod bo zombies en bara kino der toten finnst hin borðin leiðinleg.

Moogy | 28. feb. '15, kl: 19:28:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já ok hef ekki komist í zombies fíling haha en nýja advanced warfare zombies var að koma út í gær. Spá í að prófa það

lillion | 2. mar. '15, kl: 04:02:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kíkti aðeins á hann á youtube áðan og hann var ekki beint að heilla mig. Ég fíla ekki svona framtíðarumhverfi og virðast leiðinlega pirrandi þessir rafmagns zombies sem fucka exo suit skills.
Finnst það dissapointing hefði alveg verið til í nýjan góðan cod zombies.

mars | 28. feb. '15, kl: 19:38:07 | Svara | Er.is | 0

Ég nenni bara að spila leiki sem auðvelt er að grípa í svona í smástund t.d. candy crush, plants vs zombies og bubbleshooter.
Hef hins vegar gaman af lengri spilum t.d. borðspilum, roleplaying og slíku.
Hef aldrei nennt að spila leiki í tölvu sem taka langan tíma, vil frekar gera slíkt face to face með fjölskyldu og vinum.

Moogy | 28. feb. '15, kl: 21:17:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hehe ef þú ert eina persónan sem spilar Candy Crush og eyðir ekki miklum tíma í hann, þá er það snilld :D
Tímafrekasti leikur á jarðríki hef ég heyrt

Moogy | 28. feb. '15, kl: 21:18:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En annars innilega sammála að spila með fjölskyldu og vinum, wii t.d er algjör snilld eða einmitt borðspil

mars | 28. feb. '15, kl: 22:43:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Við spilum Catan, Trivial og fleira. Erum samt meira í roleplaying.

Moogy | 1. mar. '15, kl: 11:58:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nice :) Elska Catan spilið.
Rpg þá spila leiki eða svona eins og í Astrópía ? :P

mars | 1. mar. '15, kl: 15:24:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hmmm við lifum okkur nú ekki alveg eins mikið í það og í Astrópíu ;)
Notum aldrei kalla nema stórir bardagar séu annars byggist þetta á teningaköstum og samtölum. Mjög gaman, hvert session stendur yfirleitt í ca 8-10 klst.
Ég hef spilað ólétt, með mjög nýlega fædd börn og við ýmsar aðstæður;)

Moogy | 1. mar. '15, kl: 19:49:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ok haha það er awesome :)
Hljómar mjög skemmtilega

Moogy | 1. mar. '15, kl: 19:50:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvað varstu þá kasólétt eða ? haha. Gaman að leika sér með ýminduraflið, love it :)

mars | 1. mar. '15, kl: 19:52:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Jájá tók 8-10 tíma spilasession komin um 39 vikur á leið ;) Aftur þegar barnið var ca 1-2 mánaða.

Moogy | 1. mar. '15, kl: 21:30:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Vá það er geggjað :D Er þá eitthvað video á youtube eða eikka ?

mars | 1. mar. '15, kl: 23:13:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

?

Moogy | 1. mar. '15, kl: 23:18:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

haha af rpg hjá ykkur? Þetta er kannski ekki eins vel útfært eins og Astrópía haha. Eruð þið mörg í þessu ?

Ellert0 | 1. mar. '15, kl: 23:20:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Verið að tala um hlutverkaspil með blaði, penna og teningum býst ég við. Ekkert sem færi á youtube.

mars | 1. mar. '15, kl: 23:20:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hahaha nei en við eigum nær öll session skrifuð niður fyrir utan það allra fyrsta held ég. Erum  7-8, hópurinn hefur pínu breyst síðan við byrjuðum fyrir um 7-8 árum en grunnkjarninn er alltaf sá sami, sambýlusmaðurinn sem er stjórnandi, ég, dóttirin, tengdasonur (fyrrverandi tengdasonur var líka), besta vinkona dóttur, besti vinur okkar og 2 frændur;)

Moogy | 1. mar. '15, kl: 23:35:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já ok hehe skil :D

arnahe | 28. feb. '15, kl: 20:10:23 | Svara | Er.is | 1

Cultures, settlers, Sims 4 og einhvern veginn fíla ég svo lego leikina :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Tinder olla2 23.3.2024 25.3.2024 | 21:49
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 22.3.2024 | 03:41
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 20.3.2024 | 13:10
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 19.3.2024 | 19:14
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 17.3.2024 | 11:21
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 17.3.2024 | 10:54
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 16.3.2024 | 14:36
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 16.3.2024 | 12:12
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 14.3.2024 | 19:56
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 8.3.2024 | 23:30
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Er haegt ad eyda Helloyou 28.2.2024
Síða 1 af 46330 síðum
 

Umræðustjórar: annarut123, Paul O'Brien, paulobrien, tinnzy123, Kristler, Bland.is, Guddie, Hr Tölva