Uppskriftir fyrir Crock Pot / slow cooker

Hundastelpan | 13. jan. '15, kl: 20:13:23 | 860 | Svara | Er.is | 0

Hæhæ.

Mig langar svo að kaupa mér Crock Pot og var að spá hvort það væru margir sem notuðu svona potta og hvaða réttir væru vinsælastir á heimilinu. Þið sem notið Crock Pot megið endilega láta uppskriftir fylgja, sérstaklega þær barnvænu.

 

Alfa78 | 13. jan. '15, kl: 20:15:44 | Svara | Er.is | 2

ef þú ert með pinterest eða bara googlar þá er eeeeeendalaust af uppskriftum
Ég dreymi um svona apparat

Hundastelpan | 13. jan. '15, kl: 20:24:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, mig langar einmitt svo í svona pott út af því hvað ég finn brjálæðislega mikið af uppskriftum fyrir Crock Pot þegar ég gúggla uppskriftir.

Mig langaði bara svo að sjá hvaða uppskriftir eru vinsælar meðal húsmæðra á Íslandi og til hvers potturinn er helst notaður hér. Ég var líka að gúggla og fæðan heldur frekar næringargildi sínu þegar maturinn er matreiddur svona "slow"

Humdinger | 6. jan. '16, kl: 11:10:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hver er munurinn á að hafa matinn í crock pot eða bara í venjulegum pott á lágum hita og láta malla?

Ziha | 13. jan. '15, kl: 20:32:51 | Svara | Er.is | 1

Engin hjálp hér... en ég er búin að ákveða að kaupa mér svona græju.... var næstum búin að láta kaupa einn fyrir mig þegar ég tók eftir því að það var sjálfvirkur timarofi á honum... s.s. ekki hægt að setja hann á að starta eldun á einhverjum vissum tíma.  ég yrði að vera með svoleiðis til að það tæki sig fyrir mig að vera með hann.  Þannig að ég gæti sett í hann að morgni og tekið eldaðan mat út úr honum að kvöldi.... :o) Enn heitan og fínan sko..... 


En ég ætla að kaupa einn núna í apríl... eða í sumar, er að fara til Bristol í apríl og til Þýskalands í sumar..... :o)

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

stöðunni | 19. jan. '15, kl: 15:31:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er hægt að kaupa sér svoleiðis millistykki bra :)

niniel | 13. jan. '15, kl: 20:56:40 | Svara | Er.is | 2

Við eldum mikið í slowcooker og það er hægt að elda flesta kjötrétti í honum sem mega malla í 30-40 mín eða lengur. Líka afar gott að elda baunarétti, þá þarf ekki að for sjóða baunirnar :) að auki er æðislegt að elda í þessu heila kjúklinga, lærissneiðar og lambabóg eða læri.

Bara nokkur dæmi um vinsæla rétti eru kjötsósa fyrir pasta (bolognese), linsusúpa/kássa, kjötsúpa, chili, allir réttir sem nota kjúklingabita á beini, flestir gúlash réttir... Heila kjúklinga eldum við bara með því að nudda utan á þá kryddi, setja olíu, lauk, gulrætur, sellerí og eitthvað svoleiðis í botninn og gjarna smá hvítvín (eða soð) og tylla svo kjúllanum ofan á.

Eina sem mér finnst ekki hægt að elda í þessu eru fiskréttir, því fiskurinn þarf helst að eldast hratt í stuttan tíma (sem er alveg andstætt við það sem þetta gengur út á auðvitað :p)

ÓRÍ73 | 13. jan. '15, kl: 21:01:43 | Svara | Er.is | 1

Ég elska minn,nota hann mikið,nota uppskriftir af PPinterest mikið.

Mainstream | 13. jan. '15, kl: 22:27:03 | Svara | Er.is | 0

Af hverju hefur fólk frekar áhuga á slow cooker en sous vide árið 2015?

Ziha | 13. jan. '15, kl: 22:31:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað er sous vide?


(nenni ekki að gúgla það akkúrat  núna)

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Bakasana | 13. jan. '15, kl: 23:09:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

af því það nennir/vill ekki vakúmpakka máltíðinni í plast fyrir eldun? 

amarslik | 20. jan. '15, kl: 00:05:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Aumingjar ;) Jafnast ekkert á við vel róneraða nautalund

niniel | 13. jan. '15, kl: 23:16:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Jah, ég allavega elda langmest kássur og/eða mat þar sem safinn af kjötinu er uppistaða í sósu sem er höfð með matnum, sé það ekki alveg gerast í sous vide? Hef samt aldrei prófað að elda svoleiðis. En við tímastillum líka crock pottinn þannig að maturinn eldast meðan við erum að heiman og er tilbúinn passlega þegar við komum heim. Veit ekki hvort það er hægt með sous vide?

Silaqui | 6. jan. '16, kl: 12:59:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Systir mín á svoleiðis og ég bara verð að viðurkenna að tilhugunin um að borða kjöt sem hefur verið soðið í plasti klukkutímum saman krumpar á mér tunguna. Bjakk. Þó græjan sé rosalega flott og allt það.
En hún (og maðurinn hennar) eru græjufíklar. Það er maðurinn minn líka en ég er frekar skeptísk á allt svona. Finnst fólk oft vera að fara löngu (og orkufreku) leiðina að markinu.

Tipzy | 6. jan. '16, kl: 13:07:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef þú hefur fengið þér steik á veitingastað undanfarin ár þá ertu eflaust búin að borða þannig með bestu lyst :)

...................................................................

Silaqui | 6. jan. '16, kl: 13:17:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá er best að vita ekki af því. ;)
En þetta er samt ekki geðsleg hugmynd í mínum huga.

Tipzy | 6. jan. '16, kl: 14:10:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hehe mig aftur á móti dauðlangar í svona, ekki til að elda í á hverjum degi en svona stundum. Sérstaklega þegar maður er að gera fínar steikur til að fá þær fullkomnlega eldaðar.

...................................................................

Mainstream | 6. jan. '16, kl: 14:59:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að þú ert í raun bara að segja að ignorance sé bliss? :P

Silaqui | 6. jan. '16, kl: 16:37:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úff já, alveg vandræðalega oft.

Felis | 6. jan. '16, kl: 19:36:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hurru það var svona um daginn þegar þú varst veik. Þetta var alveg ágætt en ekkert betra en græjað í ofni. Td var wellingtonið sem við höfðum á aðfangadag betra

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Silaqui | 6. jan. '16, kl: 21:14:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég frétti af því. Hr. S var sammála þér.
Skil reyndar að þetta sé hentug eldundaraðferð ef það er verið að elda litla bita, en lærið sem hr. S eldar er svo djúsi að ég get bara ekki ímyndað mér að það sé hægt að ná betri eldun en gamli góði ofnpotturinn.

Felis | 6. jan. '16, kl: 21:35:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En allt þetta being said þá skil ég ekki að bera saman slow cooker og sous vide þar sem þetta eru svo ólík eldunarverkfæri. Vissulega elda bæði matinn hægt en ég held að samanburðurinn endi þar.

En já við skulum taka það fram að ég var ólétt þarna og þá smakkaðist allt frekar blahh

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Kolkrabbi | 7. jan. '16, kl: 02:50:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Soðið í plasti???

Tipzy | 7. jan. '16, kl: 04:15:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

 What Is Sous Vide?

 ...................................................................

Kolkrabbi | 7. jan. '16, kl: 21:28:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ok, það er fyrir pressure cooker en ekki slow cooker

Tipzy | 7. jan. '16, kl: 22:16:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Pressure? Það er ekkert pressure cooker í sous vide. ÞEtta er vakumpakkað og soðið í hitastýrðu vatnsbaði í þess vegna nokkra sólarhringa.

...................................................................

Silaqui | 6. jan. '16, kl: 13:01:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sorrý, gamall þráður.

Louise Brooks | 14. jan. '15, kl: 00:17:56 | Svara | Er.is | 1

Mig langar í svona en er pínu hrædd um að ég eigi ekki eftir að nota hann nógu mikið. Ég á 2 römertopf leirpotta og get í rauninni gert mjög mikið í þeim en er bara ekki nógu dugleg að nota þá á virkum dögum. Elda oft eitthvað gott í þeim um helgar. Var að splæsa í flottan emaleraðan pottjárnspott og ætla að bíða lengur með að fá mér crock pot. 

,,That which is ideal does not exist"

Hundastelpan | 16. jan. '15, kl: 19:42:29 | Svara | Er.is | 0

Ok, ég ákvað að kaupa mér Crock Pot - fékk 3,5 lítra pott í Elko sem á að duga fyrir fjóra - og byrja vonandi strax um helgina að elda. Ég er samt nánast með valkvíða vegna þess að ég veit ekki hvað ég á að elda fyrst. Súpu? Kássu? Kjúklingabita?

niniel | 16. jan. '15, kl: 20:00:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þessi er mjög góð, hægt að nota t.d. kjúklingalæri ef það er ekki pláss fyrir heilan kjúkling :)

Ég set smá hvítvín (kannski 1 dl) í botninn með grænmetinu, því það er talað um að það þurfi að vera einhver smá vökvi í pottinum (s.s. þeim sem ég á, stendur í leiðbeiningunum) og ég hef ekki þorað að sleppa því. Hugsa að vínið geri hann ekkert verri ;)

niniel | 16. jan. '15, kl: 20:00:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Glæsilegt, gleymdi linknum

 

 

Louise Brooks | 19. jan. '15, kl: 15:07:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég geri mjög svipaða uppskrift í Römertopfinum mínum. 

,,That which is ideal does not exist"

tennisolnbogi | 6. jan. '16, kl: 10:40:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ok ársgamall þráður, en kannski sérðu þetta ;) hvað er þetta að taka langan tíma að eldast? Ég er að reikna með alveg 8 tímum a low, þó það standi 4-6 tímar... Kjúllinn nær alveg upp í lok sko!

hanastél | 20. jan. '15, kl: 09:57:06 | Svara | Er.is | 0

Hvaða stærð er sniðug fyrir svona potta? Hef séð 3,5 ltr., er það ekki allt of lítuð fyrir t.d. 4 manna fjölskyldu?

--------------------------
Let them eat cake.

Anímóna | 6. jan. '16, kl: 12:24:49 | Svara | Er.is | 0

Ég tek flestar crock pot uppskriftir og aðlaga þær að pottjárnspotti með loki sem ég þá skelli í ofninn í nokkra tíma (það eru til töflur yfir hitastig og tima og magn af vökva). Það er líka option.

tennisolnbogi | 6. jan. '16, kl: 15:41:18 | Svara | Er.is | 0

Jæja, er ekki einhver hérna sem er sérfræðingur í notkun svona slow cookers? Ég er að prófa þetta tæki í fyrsta skipti og ákvað að elda heilan kjúkling, með grænmeti og smá vatni í botninum. Vil svo vel til að ég er heima þannig að ég get fylgst aðeins með þessu. Nú er kvikindið búið að vera í 5 tíma á low og þegar ég kíkti þá var bara soðið komið upp á hálfan kjúllann. Þar sem planið var nú ekki að sjóða hann, ákvað ég að hella aðeins soðinu af! Gekk reyndar ekki betur en svo að megnið fór á mig, bekkinn, skápana og gólfið en anyways... kannast einhver við þetta mikla vökvamagn og haldið þið að þetta sé ennþá allt í góðu hjá mér? :D

everything is doable | 6. jan. '16, kl: 16:41:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég þekki ekki slow cooker en þegar ég set kjúkling í ofn þá kemur svakalega mikið vatnsmagn í eldfasta mótið svo ég gæti alveg trúað því að ef þú ert með þetta í potti að það nái uppá hálfan kjúllan 

Mainstream | 6. jan. '16, kl: 18:38:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Af hverju settirðu kjúkling í slow cooker? Finnst þér soðinn kjúklingur betri en steiktur?

Kolkrabbi | 7. jan. '16, kl: 02:52:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta getur kannski hjálpað http://eddaosk.com/haegeldun-nokkur-rad/

Grjona | 7. jan. '16, kl: 22:32:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég myndi aldrei setja eitthvað sem ég ætlaði ekki að sjóða í svona pott.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Kolkrabbi | 7. jan. '16, kl: 02:54:29 | Svara | Er.is | 0

Ég keypti mér svona nýlega og finnst þetta mjög hentugt. Maturinn er tilbúin þegar ég kem heim úr vinnunni :) Elska að gera súpur og chili í þessu, og allskonar rétti bara.

Samuel Levesque | 24. nóv. '22, kl: 04:11:46 | Svara | Er.is | 0

Er til eitthvad uppskrift fyrir rúgbraud í svona græjur?

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Nú er öllum orðið ljóst að Reykjavíkurborg hefur verið mjög illa rekin - Borgin er á hausnum. _Svartbakur 3.12.2022
Jón Baldvin Hannibalsson og væntumþykja kvenlíkama ! _Svartbakur 2.12.2022 3.12.2022 | 11:16
Friðjón Valtýr Sigurðsson Fordfocustilsolu 3.12.2022
Hreindýrakjöt siggathora 2.12.2022 2.12.2022 | 23:42
Karmastigasöfnun EldAuga 28.12.2012 2.12.2022 | 09:25
Fellihýsi óskast holgeir 6.7.2010 2.12.2022 | 09:23
Barn fætt í viku 31 Skottalitla 24.4.2005 2.12.2022 | 03:44
sjampó-hárnæring í skylagoon? Selja2012 20.11.2022 2.12.2022 | 00:07
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 1.12.2022 | 11:55
Sjampo fyrir Samfylkingarfólk ? jaðraka 30.11.2022
Áfram Ísland! (Remix) Pedro Ebeling de Carvalho 30.11.2022
Hávaði í fjölbýlishúsi colada 27.11.2022 30.11.2022 | 08:24
Árásin á Bankastræti Club _Svartbakur 18.11.2022 30.11.2022 | 05:03
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 30.11.2022 | 04:20
Borgarstjórinn Dagur B Eggertsson gerir hann sé ekki grein fyrir að Borgi er á hausnum ? _Svartbakur 29.11.2022
Móðir í fjárhagsvanda villimey123 29.11.2022
Comment á dv SantanaSmythe 29.1.2015 29.11.2022 | 02:30
Hja Dóra Moogy 28.11.2022 28.11.2022 | 18:06
Hjálp! HM000 26.11.2022 28.11.2022 | 15:03
Hvar Er Best að Kaupa Hrillingsmyndir Fyrir VHS? MostlyRetroShit 21.11.2022 28.11.2022 | 12:15
Hvernig eru fríðindastig icelandair reiknuð Rakindel 2.11.2022 28.11.2022 | 02:42
2 miðar á Aron Can afmælistónleika bigga777 14.11.2022 28.11.2022 | 02:23
Er eitthvað sem bannar manni að koma með gæludýr eins og hund með sér í sundlaugar í Reykjavík _Svartbakur 25.11.2022 28.11.2022 | 01:19
Er hægt að versla í Elko fríhöfninni við heimkomu? oregano 17.9.2022 28.11.2022 | 01:18
Hjólbarðar bergma70 27.11.2022 27.11.2022 | 19:32
Jónas og fjölskylda. LadyMacbeth 6.8.2007 27.11.2022 | 15:56
Ást myndar ást Pedro Ebeling de Carvalho 27.11.2022
Bland.is - HAFIÐ SAMBAND! gullisnorra 26.11.2022
Opna óvart scam póst :( Tryllingur 26.11.2022
Má maður koma með eigið nammi í bíó lillion 24.11.2022 25.11.2022 | 20:46
Strætó og nýja Klapp kerfið sem átti að bjarga öllu er nú ónýtt ! ! _Svartbakur 24.11.2022 25.11.2022 | 18:18
Ungabarn,Barn,unglingur,ungmenni,fullorðinn Tryllingur 24.11.2022
búningaleiga hvellur 28.12.2006 24.11.2022 | 10:18
Ekki leyfa comment á facebook??? er það hægt?? diploma 5.11.2012 24.11.2022 | 10:15
Uppskriftir fyrir Crock Pot / slow cooker Hundastelpan 13.1.2015 24.11.2022 | 04:11
Bílapartasölur - kaupa þær af manni bíl? chichirivichi 5.5.2007 24.11.2022 | 04:04
Ísland þriðja besta landið til að setjast í helgan stein jaðraka 23.11.2022 24.11.2022 | 01:55
Halda á sér hita í úkraínu Tryllingur 24.11.2022 24.11.2022 | 01:14
Hey Fribbi wazzup? Fordfocustilsolu 23.11.2022
Pedro Hill - Pottþétt Pedro: Bestu augnablik ferilsins Pedro Ebeling de Carvalho 23.11.2022
Langar að kíkja til spákonu/miðils, plís ekki koma með ljót comment,vitið þið um einhverjar stúlkan sem starir á hafið 18.7.2017 22.11.2022 | 22:27
Ísland friðasta landið í heiminum Tryllingur 20.11.2022 22.11.2022 | 21:43
Rósakál? Ráðalítil 18.9.2007 22.11.2022 | 09:14
rósakál með jólamatnum? kurekastelpa 23.12.2007 22.11.2022 | 09:13
Tannplantar - verð? FmLísa 16.11.2022 22.11.2022 | 07:45
Djúphreinsun á Teppum - Skúfur skufurteppahreinsun 21.11.2022
Róleg tónlist spiluð á píanó - Sonur minn Pedro Ebeling de Carvalho 20.11.2022
ÓE miða á Aron Can gudrunia 19.11.2022
My trendy phone.is HUGME 18.10.2021 17.11.2022 | 12:32
Ekki fara þangað til Raufarhafnar i ferðalag Hollaweber 14.8.2022 17.11.2022 | 12:03
Síða 1 af 27332 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, joga80, karenfridriks, barker19404, Anitarafns1, tinnzy123, superman2, rockybland, Óskar24, MagnaAron, aronbj, tj7, Bland.is, Gabríella S, Atli Bergthor, Guddie, krulla27, mentonised, RakelGunnars