Uppskriftir fyrir heimska :-D Allir taka þátt!!!

FireStorm | 27. okt. '05, kl: 00:42:58 | 8246 | Svara | Er.is | 1

Jæja stúlkur. Ég elska 10mínútna matarundirbúning. Sérstaklega ef uppskrifitin er virkilega einföld og þá meina ég EINFÖLD.

Komum nú og búum til:

MATREIÐSLUBÓK FYRIR HEIMSKA
unnin af barnlendingum
-í þágu vitlausra og/eða lélegra kokka-


Reglurnar eru þær að það má helst ekki taka nema 10-15 mínútur að matbúa (fyrir utan mall í potti eða mall í ofni)

Hráefnið þarf að vera í lágmarki því vitlausir eiga það til með að rugla efnum saman samanber piparkökusönginn :-D


 

*´¨´) ¸.♥´¸.♥´¨) ¸.♥*¨) (¸.♥´
(¸.♥´ .♥´ (¸.♥*♥.♥´¯`♥»

¸.♥*♥.♥´
<3 ღ <3
♡ ღ

FireStorm | 27. okt. '05, kl: 00:43:18 | Svara | Er.is | 3


Hér er mitt innlegg:

8-900g. nautahakk
2pk. LU Papriku/beikon saltkex
1pk. púrrulaukssúpa

-Nautahakk, saltkex og púrrulaukssúpu blandað vel saman, td. í hrærivél. Hnoðað í litlar bollur og steiktar á pönnu-

Sósa:
1flaska af Heinz chillisósa
1 krukka rifsberjahlaup

-Chillisósu og rifsberjahlaupi blandað í pott og suðan látin koma upp-

Fínt að bera til borðs með frönskum. Líka hægt að setja bollurnar í eldfast mót og hella sósunni yfir og baka í 15-20mín. Fer eftir smekki hvers og eins.

*´¨´) ¸.♥´¸.♥´¨) ¸.♥*¨) (¸.♥´
(¸.♥´ .♥´ (¸.♥*♥.♥´¯`♥»

¸.♥*♥.♥´
<3 ღ <3
♡ ღ

Skat | 27. okt. '05, kl: 09:15:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hakk
Bearnaisesósa í pakka eða tilbúin
franskar kartöflur
Frönskurnar settar í ofninn (eða keyptar tilbúnar)
Hakk steikt á pönnu og kryddað með season all
Sósan löguð eða hituð.

bjasoma | 27. jan. '06, kl: 13:57:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þessar bollur má líka setja td á eldfast mót og steikja í ofninum (laus við að standa við pönnusteikingu)

azona | 27. jan. '06, kl: 14:26:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað hefur maður þetta lengi inni í ofninum?

Louise Brooks | 11. nóv. '14, kl: 17:25:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ca 20-25 mín

,,That which is ideal does not exist"

hillapilla | 11. nóv. '14, kl: 21:17:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

+/- níu ár...

Louise Brooks | 11. nóv. '14, kl: 23:02:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ha ha ha 


Ég tók ekki eftir dagsetningunni fyrr en ég var komin neðar í umræðunni :/

,,That which is ideal does not exist"

hillapilla | 11. nóv. '14, kl: 23:06:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég féll fyrir þessu líka í annarri umræðu... hver er í uppstuði eiginlega?

Lilith | 27. okt. '05, kl: 00:45:36 | Svara | Er.is | 9

Soðin egg fyrir 4

4 egg
pottur
vatn

Setjið vatn í pott, setjið pottinn á helluna og kveikið undir. Þegar suðan kemur upp látið þá eggin varlega út í. Látið sjóða í ca 4 mínútur fyrir linsoðin og ca 8 mínútur fyrir harðsoðin. Að þeim tíma loknum setjið pottinn í vaskinn og látið renna kalt vant ofan í hann þar til eggin eru orðin nægilega köld til neyslu.

Blah!

lofthæna | 27. okt. '05, kl: 00:50:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bláberjagrautur

1 krukka af hrærðum bláberjum frá pabba (verða helst að vera aðalbláber)
sett í pott og krukkan fyllt af vatni sem er sett út í líka. Suðan látin koma upp, potturinn tekinn af hellunni og soðið er þykkt með kartöflumjöli hristu í köldu vatni. Ekki látið á hita aftur, grauturinn stífnar mjög fljótt.

Borðað með rjóma eða mjólk út á. Mæli með smekk á yngsta liðið!

astah | 27. okt. '05, kl: 00:55:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Pulsur og pulsubrauð
Réttur fyrir 5...
1.pakki ss pulsur
2.pokar pulsubrauð
Remúlaði sletta
Tómatsletta
sinnepsletta
Hrár Laukur
Steiktur Laukur
volla öllu gúffað í sig á met tíma og skolað niður með pepsí max...rop
fljótegt og holt:)

"Lifðu lífinu Lifandi Gæti orðið of seint á morgun"

Kaffinörd | 11. nóv. '14, kl: 23:06:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað eru pulsur ?

Fokk | 12. nóv. '14, kl: 01:27:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

9 árum síðar. Og fyrst þú ætlar að vera þessi gaur, þá er kannski best að ég láti þig vita að það eru ekki bil á undan greinarmerkjum.

Glamúrgella | 31. maí '07, kl: 17:47:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

LOL, góð uppskrift þó.

Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig.

elsdan90 | 11. nóv. '14, kl: 19:42:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skil ekki. Geturðu útskýrt aaaaðeins nánar??

Grjona | 11. nóv. '14, kl: 22:06:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eggjasuðutækið er einfaldara...

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Lilith | 13. nóv. '14, kl: 10:34:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahaha, enda á ég eggjasuðutæki. Merkilegt nokk tókst mér mjög oft að klúðra þessari gömlu uppskrift hjá mér ;)

Blah!

Grjona | 13. nóv. '14, kl: 15:00:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahaha

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Sylvia | 27. okt. '05, kl: 00:50:19 | Svara | Er.is | 2

Ég er með 2 uppskriftir...get ekki valið hvor er í meira uppáhaldi.

Sú fyrri:
Pylsur og epli
Spaghetti

Sjóða spaghetti skv leiðbeiningum (er það of flókið?) Saxa pylsur og (afhýdd) epli í bita og steikja upp úr smjöri á pönnu ásamt karrýi. Bæta spaghettiinu svo útí.

Sú seinni:
Hringja í Dominos

www.liverpool.is

*Björk* | 27. okt. '05, kl: 00:51:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Dominos.....sími 5812345

- I may be going to HELL, but at least all my friends will be there -

MissMom | 10. ágú. '09, kl: 22:50:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

bwahahaha

Napoli | 16. sep. '09, kl: 16:43:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hihihhihihihihi

Bambaló
Við leggjum okkur fram við að bjóða upp á ódýrar en góðar vörur fyrir þig og barnið! ♥
https://www.facebook.com/pages/Bambal%C3%B3/1382324582095907?fref=ts

Lilith | 27. okt. '05, kl: 00:52:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hey Sylvía, eigum við að elda saman fljótlega?

Blah!

Sylvia | 27. okt. '05, kl: 00:52:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér sýnist Björk vera nær mínum matarsmekk :Þ

www.liverpool.is

Lilith | 27. okt. '05, kl: 00:54:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hehehe, glæsikokkar ;)

Blah!

SkarpaHarpa | 27. okt. '05, kl: 00:54:30 | Svara | Er.is | 3

hér eru tvær góðar sem kærastinn minn kom með í búið:

1.
efni: frosinn fiskur í flökum og vatn

setur vatn í pott og stingur öðrum endanum á fiskinum ofan í, þegar fiskurinn dettur ofan í pottinn er hann tilbúinn, fyrir lengra komna má t.d. krydda með salti og pipar, eða jafnvel bæta kartöflum í pottinn en þá þarf að hafa þetta aðeins lengur.

2.
efni: Fiskibollur í dós og vatn

setur vatn í pott, opnar fiskibolludós og setur dósina svo í pottinn með vatninu (passa bara að vatnið fari ekki ofan í dósina) svo sýður þú dósina (og bollurnar) þangað til miðinn dettur af og: volla! tillbúnar fiskibollur!

_____________________________________
Whatever total behavior we choose, it is always our best attempt to gain effective control of our lives, which means to reduce the difference between what we want at the time and what we see is available in the real world.
William Glasser - control theory

PinkRose | 27. jan. '06, kl: 13:42:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

muhahahahahaha...

brill kokkur greinilega þar á ferð .. :D

hahahaha... þar til miðinn dettur af...

kinanda | 6. okt. '08, kl: 13:13:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þessar eru æði!

------------
Ég er hætt í þessum leik!

Maístjarna | 27. okt. '05, kl: 07:51:39 | Svara | Er.is | 0

Efni: kjúklingabringa, frosið grænmeti og tikkamasala sósa

kjúklingur skorinn niður og settur á pönnu
Grænmetinu bætt útí þegar kjúllinn er reddí
Sósunni svo helt útá og hituð

Gott að hafa hrísgrjón með en ef það er of flókið þá best að sleppa þeim :o)

LafðiGeðprúð | 27. okt. '05, kl: 08:06:00 | Svara | Er.is | 0

Breskar pulsur

Innihald:
1 pk pulsur, helst Goða
1 dós Heinz bakaðarbaunir

Aðferð:
Skerið pulsurnar niður í hæfilega stóra/litla bita, opnið dósina af bökuðu baununum og skellið þessu saman á pönnu. Hitið þangað til þetta er orðið nægilega heitt.

Meðlæti:
Það er gott að hafa ristað brauð með.

ópalið | 11. ágú. '06, kl: 19:42:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ummm mér finnst þetta einmitt svo gott, nema ég bæti við þetta rauðlauk og osti og smá slettu af súrsætri sósu, set gummsið svo á samlokubrauð.

Don´t drink and drive, take lsd and fly

steinvala | 27. okt. '05, kl: 08:27:42 | Svara | Er.is | 0

Hádegisgúmmelaði.

hálfur poki salat úr poka
1.dós túndiskur í vatni

opnið dósina og blandið saman við salatið

ef vill má hræra saman 10% sýrðan rjóma og sætt sinnep og nota sem dressingu.

steinvala | 27. okt. '05, kl: 08:28:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

túnfiskur ekki túndiskur :)))))))))))

Kata Herbalife | 27. okt. '05, kl: 09:12:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Uppáhald Barnanna

Vilko kakó súpa hrært út í 1 litra af köldu vatni ( ekki láta suðu koma upp )
hægt að þykkja með kartöflumjöli ( fínt að blanda kartöflumjölið í hristiglasi með köldu vatni
áður )


Meðlæti :

Matreislu rjómi
Tvíbökur

ÝNNEJ | 10. ágú. '09, kl: 22:54:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

kalt?? ojbara...

'•(¯`'•.¸★¸.•'´¯)•'´

laramara | 16. sep. '09, kl: 17:23:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

haha þetta er ekki borðað kalt heldur hitað að suðu, má bara ekki sjóða;)

blomid | 27. okt. '05, kl: 09:04:35 | Svara | Er.is | 0

Pylsupakki
Makkarónur (pastaskrúfur)
Ostur
Tómatsósa

Steikja pylsurnar á pönnu
Sjóða makkarónur í potti
Setja soðnar makkarónur í botnin á eldföstumóti og pylsurnar ofan á það.
Skella smávegis af tómatsósu og osti ofan á allt saman og stinga inn í ofn til að láta ostinn bráðna.

__________________________________________________________
“Beneath the makeup and behind the smile I am just a girl who wishes for the world.” Marilyn Monroe

Dingaling | 27. okt. '05, kl: 09:18:53 | Svara | Er.is | 0

HAKK OG SPAGHETTI

Kaupa 500gr af nautahakki og pakka af Bolognese dufti (fæst í flestum verslunum) og spaghetti.

Setja spaghetti í pott með vatni og smá salti, sjóða.
Steikja hakkið í potti, bæta duftinu og 5 dl af vatni út í (sjá einnig leiðbeiningar á pakka).
Láta malla í korter.

Þetta ætti að vera tilbúið á svipuðum tíma.
Gott er að henda hvítlauksbrauði í ofninn í upphafi.

Mér finnst gott að bjóða upp á tómatsósu með þessu fyrir þá sem vilja.

---------------------------------------------------------------------------

Mai | 27. okt. '05, kl: 09:34:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Pulsur eða kjúklingur
paprika niður söxuð rauð
og sveppir niður skornir
Alfredo pastasósa eða bræða pipasost í potti með rjóma og mjólk búa til sósu.
pasta

Sjóða pasta

Steikja á pönnu pulsur, papriku og sveppi eða Kjúklinginn papriku og sveppi
Þegar það er full steikt þá bæta sósu úta, hræra saman og hita.

Bera framm með salati og pasta jafnvel hvítlauksbrauð

sj30 | 27. okt. '05, kl: 09:36:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tilbúið pasta eina sem þarfa að bæta útí er mjólk og vatn.......og volla tilbúið pasta með sósu

444 | 27. okt. '05, kl: 13:12:46 | Svara | Er.is | 0

1 pakki pylsur
1 krukka súrsæt sósa
pylsur skornar í bita og steiktar á pönnu,sósunni hellt yfir og látið hitna. Tilbúið.

Yrpa | 27. okt. '05, kl: 13:16:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessi er æði og maður þarf ekki að vaska upp heldur

Setja álpappír á helluna
1 stk tortilla pönnukaka
setja salsasósu og ost á hana og brjóta saman.
Hita þangað til osturinn er bráðsnaður
Borða
Henda álpappírnum.
Slökkva á hellunni.

Mugison | 27. jan. '06, kl: 20:43:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þar sem ég er greinilega ekki heimsk *hóst* þá myndi ég slökkva fyrst á hellunni áður en ég færi að borða ;o)

Annars er mín uppskrift svona:

1 dl. haframjöl
2 dl. vatn

Sett í pott, yfir hellu og hrært í þar til grautrinn er orðinn þykkur og byrjaður að krauma.
Stráðið sykri yfir og hellið smá mjólk yfir til að kæla.

Franny | 25. apr. '06, kl: 12:06:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Smyrja kjötfarsi á báðar hliðarnar á franskbrauði
steikja á pönnu.
Volla!Komin með
Rónasteik;-)

.................................................................................................................................

Litla sæta ljúfan góða.

krullugrallari | 15. sep. '06, kl: 14:11:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

gu þá er ég oft með R'ONASTEIK fyrir börnin mín hahahahaha....þeim finnst þetta æði

Love is a butterfly.. you chrush it if your not careful..

illy | 4. júl. '06, kl: 17:27:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

lol - snilld!

Mianna | 12. sep. '08, kl: 13:17:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

með því besta sem ég fæ =)

kvendjofull | 27. okt. '05, kl: 13:28:48 | Svara | Er.is | 0

Grjónagrautur frá Toro

eða

1944 réttirnir

ein111 | 27. okt. '05, kl: 13:30:20 | Svara | Er.is | 0

líst vel á svoleiðis uppskriftabók

fridalara | 27. okt. '05, kl: 13:43:29 | Svara | Er.is | 0

Pulsupasta

Einn pulsupakki
Pastaskrúfur
Eitt bréf Toro spaghettisaus
Ostur

Síður pastað.
Skerð pulsurnar í litla bita og steikir á pönnu. Útbýrð sósuna í potti eftir leiðbeiningum á pakka.
Öllu blandað saman í eldföstu móti og hellingur af osti settur yfir.
Hitað í ofni við 200°c þar til osturinn er bráðinn.

Fyrir þá sem það vilja þá er gott að steikja papriku og sveppi uppúr smjörlíki og bæta útí.

Eins er mjög gott að setja smá ost útí sósuna.

ef að | 27. okt. '05, kl: 13:46:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Jólaglögg :

1 líter vodka,
ein rúsína,
skreytt með greni.

Hadda Guðfinns | 27. okt. '05, kl: 13:49:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

LOL Aniston frábær uppskrift hún er sko komin í minnið!!!

FireStorm | 27. jan. '06, kl: 12:57:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Verð að endurvekja þessa umræðu. Hún er frábær :-D

*´¨´) ¸.♥´¸.♥´¨) ¸.♥*¨) (¸.♥´
(¸.♥´ .♥´ (¸.♥*♥.♥´¯`♥»

¸.♥*♥.♥´
<3 ღ <3
♡ ღ

AnnaMagga | 27. jan. '06, kl: 13:02:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Pulsur í bitum
Ost og brokkolí sósa frá Bla Band
Pasta og brauð.

Nemea | 27. jan. '06, kl: 13:07:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Krakkapizza

Setur pizzusósu á 2 tortilla pönnukökur, setur skinku og ost afan á aðra og leggur þær svo saman. Skellir inn í örbylgjuofn og borðar með bestu list.

Dama | 27. jan. '06, kl: 13:38:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kjúklingabringur
Satai sósa í krukku

Kjúklingabringur setta í edfast mót og sósan ofan á. Bakað í ofni þar til tilbúið

Hrísgrjón
Vatn
Grjónin soðin í vatninu og etin með bringum og sósu.

444 | 27. mar. '08, kl: 19:18:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Aniston?

Ráðalítil | 28. mar. '08, kl: 04:55:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ef ad.

Leikstjórinn | 27. jan. '06, kl: 13:57:51 | Svara | Er.is | 0

Smyrja eldfast, krydda ýsuflök með fiskikryddi frá Knorr og raða í það, grænmeti (t.d. lauk og papriku) tómatsósu svo annað lag af fiski og tómatsósu og ost ofna á allt saman. Inn í ofn í 30 mín við 200. Bera fram með góðu salati.

biðillinn | 27. jan. '06, kl: 13:59:06 | Svara | Er.is | 0

Ég er núna að sjóða egg og veit ég ekki hvernig það á eftir að ganga...

En gætuði kannski sagt mér nokkrar einfaldar uppskriftir sem einhver nýliði í eldamennsku eins og ég gæti nýtt sér? Kannski einfaldar uppskriftir á netinu eða e-ð, öll svör vel metin, nema skítköst.
Væri líka geggjað ef þetta væru hollar máltíðir...

En hvað á maður að sjóða hrísgrjón lengi?
Og á maður ekki að sjóða egg í ca. 5 mín eftir að það byrjar að bulla í vatninu?

* Ekki fresta hlutum til morguns sem þú getur frestað lengur *

sílið | 27. jan. '06, kl: 14:10:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tilbúin Kjúklingur ásamt meðlæti frá Nóatúni.....
Tekur 5. mín..... ( ég bý sko rétt hjá )

Þessi umræða er snilld.... verður sko vel merkt....

Sílið sem syndir í hringi........

Kaffinörd | 11. nóv. '14, kl: 23:08:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kjúklingurinn í Nóatúni er verulega vondur. Þurr og allur í fitu.

Sunbeam | 28. maí '07, kl: 14:34:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hrísgrjón eru mismunandi- best að fara bara eftir leiðbeiningum á pakkanum. Ég sýð alltaf egg í 10 mín svo þau verði harðsoðin, veit ekki hvort það er of lengi :)

Golíat | 27. jan. '06, kl: 14:14:37 | Svara | Er.is | 0

Pylsuréttur

Þú sýður hrísgrjón
Skerð niður lauk og steikir hann létt á pönnu þangað til hann er mjúkur.
Skerð pylsur í bita eftir smekk og hendir á pönnuna.
Opnar dós af maísbaunum og bætir útí (eftir smekk)
Blandar soðnu hrísgrjónunum við allt saman og kryddar t.d. m/ season all
Gott að borða með brauði, smjöri og hvítlauksdufti :)

Ormasímalína | 27. jan. '06, kl: 14:18:53 | Svara | Er.is | 0

hér eru tvær:

1. endasoðin ýsa með kartöflum

tekur kartöflur og gaddfreðna ýsu og setur í pott með köldu vatni, setur svo á mesta hita á eldavélarhellunni og þegar endinn á ýsunni dettur ofan í pottinn er hún tilbúin og kartöflurnar líka

2. fiskibollur

tekur ora fiskibolludós, opnar hana og setur hana í pott með köldu vatni, setur svo á mesta hita á eldavélarhellunni og sýður dósina (með innihaldinu í) þangað til miðinn dettur af henni, þá eru bollurnar orðnar heitar í gegn.

kisa heitir Mía

er ekki | 28. mar. '08, kl: 04:29:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Jaaaaúúú? Nákvæmlega sömu uppskriftir og kærastinn hennar Skörpuhörpu kom með í búið?

vertu | 27. jan. '06, kl: 14:25:21 | Svara | Er.is | 0

Uppskrift frá litlu systur, kemur á óvart

Glænýtt franskbrauð
Mæjónessalat

Tekur tvær brauðsneiðar, smyrð salati á aðra sneiðina leggur hina sneiðina yfir.
Verði ykkur að góðu.

Fíbbla | 27. jan. '06, kl: 18:11:39 | Svara | Er.is | 0

Núna er ég með heimilisréttinn minn í ofninum:

Sólkjarnabrauð eða maltbrauð (Bæjara frá Samsölubakaríi, fæst í Bónus)
Rjómaostur/smjör
Kotasæla
Tómatar
Mozzarella
oregano
sítrónupipar (eða salt og pipar)

Brauðið smurt með rjómaosti eða smjerinu. Svo kotasælan, svo tómatar, kryddað með oregano og sítrónupiparnum, efst lag af mozzarella.

Örbylgjuofn, ca. 2 mín
Bakaraofn ca. 10 mín á 200°

Dominos, my ass. Stenst engan samanburð við þessa heimagerðu pizzu á 5-10 mínútum.

Blesen | 27. jan. '06, kl: 18:14:14 | Svara | Er.is | 0

skóða spegettí, bíða meðan það er að sjóða...britja pulsur skella pulsum og spagettíi á pönnu...krydda með season all tómatsósu helt yfir...tarammm tilbúiið :)

Happy happy ;O)

Franny | 27. jan. '06, kl: 18:20:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

bara eitt svar við þessu.Rónasteik!
Smyrjið kjötfarsi á brauðsneið og steikið
gott að nota tómatsósu með,og vatn
volla!

.................................................................................................................................

Litla sæta ljúfan góða.

Franny | 25. apr. '06, kl: 12:09:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bíddu?Þetta er frá janúar.Búin að steingleyma þessu hahahahahhaa

.................................................................................................................................

Litla sæta ljúfan góða.

Tranquility | 27. jan. '06, kl: 18:15:38 | Svara | Er.is | 0

Chilli cheese nachos sósa, blómkál, brokkolí, gular baunir, aspas, sveppir (bara það grænmeti sem þér finnst gott)...allt blandað saman í eldfast, ostur yfir, inní ofn...bara eins lengi og þú vilt og verði þér að góðu:)

********************

Powerball | 27. jan. '06, kl: 18:19:23 | Svara | Er.is | 0

Eggjakaka:

Skera niður paprikur, skinku, tómata og bara það sem þú átt til, krydda með karrý, setja egg yfir þetta og hræra í þessu aðeins og þá er komin rosa góð eggjakaka, gott að rista brau með þessu og setja á það smjör og hvítlaukskrydd.

Pastasalat:
Pasta, paprikur, grælnmeti, ananas, kjúlli(það á að vera kalt)
sósa: sætt sinnep, sýrður rjómi, ananassafinn, karrý, sítrónusafi.
Voða gott:D enjoy!!

Golda Meir | 27. jan. '06, kl: 20:29:44 | Svara | Er.is | 0

Merkt!!!

_____________________________________________________________
Don't be humble, you're not that great.

Kobbalína | 27. jan. '06, kl: 20:34:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ROFL! Þið eruð alveg frábærar! hehehe! Flott umræða sem kemur mörgum að góðum notum!

Kveðja,

Kobbalína.

Honey Bee | 27. jan. '06, kl: 21:03:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

uppáhaldið hja kallinum min og vinum sem laumast í heimsók á matmálstíma:

tómatpúrra eftir smekk
rjómi 1peli
1-2pk beikon kurl frá ali
soðið pasta

rjominn og tomatpurran pískuð samann
beikonið steikt (ekki of mikið)
pastað soðið

öllu blandað samann í pott og látið malla í 5-10 min og gott að krydda örlítið með season all.. geggjað gott

einnig er hægt að gera sömu uppskrift en nota þá minna beikon og setja pinu skinku,pepperoni svinagullas í staðinn.. og öruglega gott að blanda lauk og papriku líka við...

nota þessa uppskrift oft ef beikonið eða skinkann er að verða utrunninn:)

*******************

Mukarukaka | 27. jan. '06, kl: 21:00:20 | Svara | Er.is | 0

Indverskur kjúklingur:

Skera kjúklingabringur í bita og brúna á pönnu.
Hella Tilda Tikka masala sósu út á og láta malla í smástund.
Hita örbylgjuhrísgrjón í 2 mínútur.
Hita Naanbrauð í augnablik.

Voila.
Ógeðslega dugleg að elda!

_________________________________________

djöfull | 27. jan. '06, kl: 21:35:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

stór skál af serjós

Hadda Guðfinns | 27. jan. '06, kl: 21:54:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sonna er mín

spaghetti soðið í potti

1-2 lauf af hvítlauk
4 tómatar
saxað í mauk ;)
skella hvítlauk á pönnu og aðeins að hita hann og svo tómatinn út á skella út á og láta malla í smá stund skella svo 1-2 grænmetiskrafts teningum út í , setja svo 1 glas af vatni út á og malla í 5 min taka spaghetti úr potti og hella svo gumsinu yfir ;) ekki slæmt að eiga ferska basiliku til að setja saman við og mozzarella ost ferska í bland ;)
tekur ekki nema 10 min og alveg ofsalega ferskt og hriklalega hollt......... ; )

Frú Dinda | 27. jan. '06, kl: 22:05:14 | Svara | Er.is | 0

Skerðu lauk í bita. Fyrir 2 myndi ég hafa heilan lauk. 4-6 egg. Eggin brotin (og skurninni hent í ruslið) á pönnu, lauknum blandað saman við og hrært. Steikt þar til eggin eru aðeins farin að brúnast. Kryddað með svörtum pipar og borið fram með salati og/eða ristuðu brauði.

Svo má flækja þessa uppskrift með því að bæta við grænmeti, setja: sveppi, tómata, papriku, kartöflur ofl....

Önnur góð:

Sjóða hrísgrjón í potti.
Setja í annan pott: rjómaost, lauk (rauðlauk, lauk eða blaðlauk eftir smekk) og mjólk eða rjóma.
Smyrja eldfast mót
Setja soðin grjónin í botnin.
frosið grænmeti úr poka.
ýsaflök skorin í bita
hella sósunni yfir
rifin ost á toppinn

Bakað í ofni við 180° í 45 mín -klst (tilvalið að gera þetta ready og taka til, þrífa, læra með krökkunum eða eitthvað á meðan þetta eldast) borið fram með salati og etv brauði.

Frú Dinda | 27. jan. '06, kl: 22:08:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einföldust:

Settu kartöflur í pott og á hæsta hita, þegar suðan kemur upp minnkaru niður í 1/3 og lætur malla í 15-20 mín.
Vatn í annan pott og á hæsta hita.
Skerðu fisk (ýsu með roðinu t.d.) í hæfilega bita.
Þegar Suðan kemur upp í seinni pottinum setur fiskinn í, lokar slekkur og bíður í 10 mínútur.

Borðist með rúgbrauði og smjöri!

Saffran1 | 20. feb. '06, kl: 14:39:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

langaði bara að henda þessu upp einu sinni enn :D
snilldar umræða

Gullie | 20. feb. '06, kl: 14:43:46 | Svara | Er.is | 0

1 dós kókosmjólk
1 dós wrap salsa eða chunky salsa
kjúklingabringur

Steikir bringurnar aðeins á pönnu og skellir þeim svo inní ofn
Setur kókosmjólkina og salsað saman í pott og lætur malla þar.

Berð fram kjúklinginn og setur sósuna yfir.

Ef þú ert í stuði til að "flækja" matreiðsluna aðeins þá er mjög gott að hafa ferskt tortellini pasta með þessu.

Hrikalega einfalt og sjúklega gott.

______________________________________________________________________
Ég áskil mér rétt til þess að skipta um skoðun án fyrirvara.

Handavinnan mín: www.tvinni.blogspot.com

444 | 20. feb. '06, kl: 16:53:59 | Svara | Er.is | 0

Setja 1 piparost í pott með 1/2 lítra af rjóma eða matreiðslurjóma,og láta ostin bráðna á hægum hita,hræra vel í.

Gott er að blanda brytjuðu pepperóni,eða skinku saman við. Steiktir pylsubitar eða beikon virkar líka þrusuvel.

Sjóða pasta í öðrum potti.

Blanda svo öllu saman í skál.
Brauð og ferskt salat með ,klikkar ekki :)

rrós | 20. feb. '06, kl: 17:07:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sjávarréttasúpa

Eitt bréf að kjúklingasúpu sett í pott og vatn út í
skerið niður kartöflur og setjið út í ásamt pasta
Þegar pastað og kartöflurnar eru soðnar setjið út í fiskibollur í dós og látið suðuna koma upp.
Að lokum setjið rækjur út í og smá rjóma slettu.

Vinsæl súpa hjá smáfólkinu á mínu heimili.

rrós | 20. feb. '06, kl: 17:12:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Pylsusúpa

Einn pakki tómatsúpa sett í pott ásamt vatni
Kartöflur og pasta sett í pott og soðið
pylsur brytjaðar og soðnar með

Mjög gott með ristuðu brauði

Borðist

Honey Bee | 25. apr. '06, kl: 07:50:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég fann etta undir merktum umræðum hjá mér... geri bara UPP hehe

*******************

RakelÞA | 25. apr. '06, kl: 08:18:29 | Svara | Er.is | 0

Hakk og spaghetti alla systa.

sjóða spaghetti

Steikja hakk á pönnu, krydda með góðu kryddi, skella niðursoðnu tómatsósumauki yfir og malla í smá stund, smakka til og ef vantar bragð skella grænmetistening út í.

Þetta getur ekki tekið langan tíma, en okkur systrum finnst rosa gott að láta hakkið og sósuna malla í 20 -30 mín á lágum hita. :D

monsuskott | 25. apr. '06, kl: 08:47:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hakk og spaghetti með eggjum
Brítur 4-5 egg á ponnu og hræri þau í klessu þegar þau eru steikt eftir smekk henda þeim á disk, hakk á pönnuna steikja það vel og krydda opna tvær dósir af spaghetti í dós og henda út á láta malla við minnsta hita í 5 mín.
Henda pappadiskum á borðið og einnota göflum (frá því að keypt var heim KFC síðast) einnota glös (frá því í síðast barnaafmæli) Svo núna þarf bara að þvo pönnuna ;O)

Elska þennan mat ;O)) og krakkarnir líka ;O))

snsl | 15. sep. '06, kl: 14:06:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

spaghetti í dós?

Sunbeam | 28. maí '07, kl: 14:39:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Frá Heinz.. viðbjóðslega gott

444 | 27. mar. '08, kl: 19:19:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hrollur

Kittýbimbam | 25. apr. '06, kl: 10:45:09 | Svara | Er.is | 0

Pylsugrýta:


1 pylsupakki
Mexikansk grýta
hvítlauksbrauð

Skerð pylsurnar í bita og steikir á pönnu
lætur grýtuna malla í 15-20 mín og blandar svo pylsunum samanvið:)

einstaklega gott með hvítlauksbrauði:)




Ofnbakaður "bónus fiskur"

1 dós af "ýsu í okkar sósu" (selt í bónus, framleitt af fiskbúðinni okkar í kóp.)
Smá hrísgrjón
gratínostur

Hrísgrjónin soðin í 10-15 mín
setja fiskiréttinn + hrísgrjónin í eldfast mót og ost yfir
Ofnbakað í sirka 20-25 mín.

Einfaldast í heimi og rosalega gott!




Pylsupasta með beikonsósu

1 pakki pylsur
slatti af pasta
1 pakki beikonostur
smá mjólk

Sýður pastað og steikir pylsurnar (í bitum)
þegar það er tilbúið seturu beikonostinn í pott og smá mjólk með (kannski hálfur dl) og hleypir upp hitanum (alls ekki láta sjóða!!)
svo er bara öllu blandað saman:)









Frábær umræða!!!

Kittýbimbam | 25. apr. '06, kl: 12:02:15 | Svara | Er.is | 0

upp

Reiðríður Reddari | 4. júl. '06, kl: 17:24:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

upp :O)

--------------------------------------------------------------------------------
" það besta sem foreldrar geta gert fyrir börnin sín er að vera góð við hvort annað"
--------------------------------------------------------------------------------

*´¨)
¸.•´¸.•*´¨) ¸.•*¨)
(¸.•´ (¸.•´ HAMALA

Golsa | 4. júl. '06, kl: 17:29:07 | Svara | Er.is | 0

steikja pulsur á pönnu henda dós af bökuðum baunum út á borið fram með kartöflumús og sinnepi;)

********************************************************************************
R.I.P - "Ráðvillt illkvittin píka" Anteros ** "þú misvitri flóaberinn þinn". Kjartan galdrakarl

**drusla! **
*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspainthyst*

TJ108 | 4. júl. '06, kl: 17:29:43 | Svara | Er.is | 0

Hráefni: Pylsur að eigin vali, pylsubrauð að eigin vali, tómatsósa, sinnep og annað að eigin vali.

Setur pylsurnar í örbylgjuofn þar til þær fara að syngja... en þá eru þær alveg að springa. Setja pylsubrauðin í örbylgjuofn í nokkrar sekúntur (eftir smekk). Setja svo tómatsósu í brauðið og allt annað sem ykkur dettur í hug (t.d. steiktan lauk, remúlaði, hráan lauk, súrar gúrkur, hrásalat...). Í lokin er pylsan sett í brauðið og sinnep ofaná pylsuna.

Verði ykkur að góðu.

dullajons | 4. júl. '06, kl: 17:52:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eggjanúðlur

1 pakki eggjanúðlur
1 laukur
nokkrar gulrætur
hvítkál
3-4 egg

vatn soðið í potti, núðlurnar settar útí og hrært þangað til suðan kemur upp aftur, þá slökkt og þær látnar standa í 2 mín alls ekki meira, laukurinn saxaður, gulræturnar sneiddar með ostakera eða rifjárni og kálið skorið í strimla, grænmetið svo steikt uppúr olíu í smástund, eggjunum skellt útí og þau steikt með, svo er núðlunum bætt útí þegar búið er að sigta þær, allt steikt saman í smástund og kryddað með salti og sykri, ótrúlega einfalt og fljótlegt, tekur mestalagi 10 mín

zkitster | 4. júl. '06, kl: 17:34:21 | Svara | Er.is | 0

Pasta með ólífum og hnetum:
Fyrir 2
Einn bolli jarðhnetur skellt í poka og barið veið eldhús bekkinn.
1 krukka svartar ólífur grófsaxaðar.
2 hvítlauksgeirar pressaðir.
1 msk ólífuolía

Olía og ólífum skellt á pönnu, steikt í c.a mín. Hnetur útí og steikt í c.a mín, hrært vel svo ekki brenni.
Hvítlaukur úrí og steikt í ca mín.

Skellt útá nýsoðið pasta eftir smekk.

Salat með og rauðvín.

Flottheit. ;)

-----------------------------------------------------------------------------------------

Friendship is like peeing in your pants, everyone can see it but only you can feel the warmth.

http://krakkamatur.blogspot.com/

Glúten, mjólkur og reyrsykurlaus matur, einnig laus við ýmsa aðra ofnæmisvalda.

*Spain* | 4. júl. '06, kl: 17:35:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Allt of flókið !
Sjóða bara hrísgrjón og vola fínt fyrir mig.

úlfinja í sauðagæru | 4. júl. '06, kl: 17:46:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eitt egg matreiðsla eftir getu hvess og eins

sjúkk | 4. júl. '06, kl: 18:02:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Snilld þessi er sko merkt og svo kemur hér ein mjög svo flókin uppskrift
1 egg
1 brauðsneið
tómatsósa
smjörlíki
og panna.

smyrð brauðið með tómatsósu báðum megin,skerð gat á brauðið (lítið)
setur brauðið á smurða pönnu sem þú setur á eldavélina og kveikir á hellunni og skellir svo eggi (ekki með skurninum á ) í gatið og steikir svo brauðið báðum megin og búmm komið fínt steikt brauð ;)




bee | 4. júl. '06, kl: 18:13:36 | Svara | Er.is | 0

Sterkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn

þessi réttur er mjög einfaldur en matargestir halda að hann hafi kostað svita og tár!!!

1-2 kjúklingur brytjaður eða álíka magn af öðrum kjúklinga bitum
3 dl. tómatsósa (Heinz best en ekki nauðsyn)
3 tsk. karrý
3 tsk. pipar
3 dl. rjómi (eða matreiðslurjómi, ekkert verri)

Tómatsósunni, karrýinu og piparnum er blandað saman. Kjúklingabitunum velt upp úr (notið alla tómatsósuna) og sett í steikarfat. Inn í ofn á 200 gráður í 45 mínútur. Eftir þann tíma er rjómanum helt saman við, hrærið aðeins í sósunni. 45 mínútur aftur í ofninum. Hrærið í og sigtið sósuna og berið fram með snittubrauði (gott að dýfa í sósuna) og salati.

Ég hvet alla til að prófa því þessi er geggjuð.

kv. Bee

Kveikja | 4. júl. '06, kl: 18:22:30 | Svara | Er.is | 0

sjóða kartöflur
skera niður pylsur og steikja
skera niður hálfan lauk og steikja
skera kartöflur í tvennt og henda út í
hrista saman tómatsósu og mjólk til helminga
hella út á og hræra

Ráðalítil | 4. júl. '06, kl: 18:25:36 | Svara | Er.is | 0

Taco!

Taco skeljar
hakk, steikja á pönnu í 10 min.
skera niður kál, tómata, agúrku, lauk og fl. eftir smekk
rifin ost
vera með sýrðan rjóma og salsa sósu svo bara gúffa þessu öllu í skeljarnar :)

og pasta salat
sjóða pasta
kæla það niður með köldu vatni þangað til að það er orðið kalt
búa svo bara til venjulegt salat
kál, tómata, agúrkur, papríku og fl eftir smekk
setja kannski smá skinku eða beikon bita útí
svo bara hella hálfa krukku feta ost ofaní, hafa samt meiri olíu !
Og þá er það komið ;D

444 | 11. ágú. '06, kl: 18:16:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

upp

hljóðkútur | 11. ágú. '06, kl: 18:28:31 | Svara | Er.is | 0

Morzarella salat fyrir einn.

Ein morzarella kúla (helst tvær).
3-4 tómatar
ólífuolía
Baselíka (fersk eða þurrkuð)
smá salt, pipar
Ein krukka af ólífum


Tómatar og morsarella er sneitt niður á disk, ólífuolíu er sullað yfir, smá salt og pipar, og mikið af baselíku. Borðað með einni stórri krukku af ólífum. það er ekki verra að hafa eitthvað grænt salat með..jafnvel rauðlauk.



Er MJÖG FLJÓTLEGT


------------

****

Theo.. | 11. ágú. '06, kl: 18:40:23 | Svara | Er.is | 0

Geri þessa uppskrift oft og er ekki nema 5 mínútur að því..

Setja rautt eða grænt pestó í eldfastmót
Krydda kjúklingabringur með kjúklingakryddi og raða þeim ofan á pestóið
Skera litla Cherry tómata í tvennt og raða yfir kjúklingabringurnar
Skella slatta af fetaosti yfir og inn í ofn í cirka 30-40 mín á 180°..
Mjög gott að hafa hvítlauksbrauð með og jafnvel ferskt salat

Ótrúlega gott og ótrúlega einfalt..

Dharma AMMA | 11. ágú. '06, kl: 18:45:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hér er ein mjög góð og fljót :
Steikja hvítlauk í olíu í potti, setja svo hrísgrjón útí og steikja smá. Hella svo vatni yfir og láta sjóða, salta...Sigta þegar grjónin eru soðin, setjá á diska. Steikja egg á pönnu og skella einu á hvern disk. Borið fram með tómatsósu í dós, kaldri og snittubrauði. Volá ;)

444 | 11. ágú. '06, kl: 18:49:29 | Svara | Er.is | 0

4 hamborgar með brauði
hamborgarasósa
kál/tómatar
Hamboragr steiktir á þurri pönnu eða grillaðir á grillpönnu.Brauðið hitað í örbylgjuofni, sósa sett á báða brauð helmingana,kjöti og grænmeti raðað á milli og etið :)
very simple :)

EiDóttir | 11. ágú. '06, kl: 18:55:46 | Svara | Er.is | 0

Haha snilld..eins gott að það komi eitthvað sniðugt hingað inn. Ég er agaleg í eldhúsinu :P ætla að merkja þessa ;)

hjartamús | 11. ágú. '06, kl: 19:00:23 | Svara | Er.is | 0

sjónvarpsmatur...eitt stykki 1944 rétt..styngið gat á filmuna
og setjið í örbylgjuna í nokkrar mínútur..bíðið þar til ofninn
pípir og þá er rétturinn tilbúinn ;)

Kruzlan | 11. ágú. '06, kl: 19:50:34 | Svara | Er.is | 0

hita smá olíu á pönnu brytja niður pylsur setja smá slettu af tómatsósu og tvær matskeiðar af púðursykri, steikja þetta saman og hafa soðnar pastaslaufur með....hálvitahelt og bragðgott

******************************
DÆGURLJÓÐSKÁLD ÁRSINS 2006
*****************************
http://www.barnaland.is/album/img/8354/20061026142939_0.jpg
gildur limur á beibílend

campari | 30. ágú. '06, kl: 23:23:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er snildar umræða.

Þjóðarblómið | 30. ágú. '06, kl: 23:27:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úfffff það er tómatsósa og grænt í ÖLLU!!!! :)

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Ziha | 30. ágú. '06, kl: 23:31:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hm... sjóða spagettí... setja spagettíið á pönnu með smá olíu á (verður að vera djúp panna...) eða bara hella vatninu af spagettíinu í pottinum....og hella smá olíu útá. Setja svo 2-5 egg út í... og hræra vel, svo ost ... mm... nógu mikið af osti... og hræra í þangað til eggin eru elduð og osturinn bráðinn. Fljótlegt og gott...

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

StefaníaErlaJónsdóttir | 31. ágú. '06, kl: 00:27:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hér er mín: sími:5812345 panta eina dominos special....tekur korter

----------

bla bla bla bla...

Þjóðarblómið | 31. ágú. '06, kl: 00:28:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Snilld :)

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Reiðríður Reddari | 15. sep. '06, kl: 14:17:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Setja ólíu á pönnu, kveikja undir og setja pönnuna á. Setja 1 egg í skál og hræra saman gott að setja soldið krydd eða jafnvel pipar. taka svo 2 brauðsneiðar og velta þeim upp úr eggjunum, setjið svo brauðið á pönuna og steikjið þangað til brauðið verður svo stökkt. borðist með hnífi gaffli og tómatsósu.

--------------------------------------------------------------------------------
" það besta sem foreldrar geta gert fyrir börnin sín er að vera góð við hvort annað"
--------------------------------------------------------------------------------

*´¨)
¸.•´¸.•*´¨) ¸.•*¨)
(¸.•´ (¸.•´ HAMALA

LindaDJ | 14. ágú. '07, kl: 18:02:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nammmm ja og tad er ennta betra ad stra kanilsykri yfir..nammm=)

****************************************************

ef að | 15. sep. '06, kl: 14:16:21 | Svara | Er.is | 0

Jólaglögg :

1 líter vodka
1 rúsína

Skreytt með greni.

laramara | 15. sep. '06, kl: 14:32:48 | Svara | Er.is | 0

Ég á eina góða...

Steikja hakk og krydda eins og hver vill.

Á meðan hakkið steikist blandar maður saman 1 krukku af salsa sósu og einum pakka af rjómaosti. Setur í örbylgjuna í pínu stund svo osturinn linist og hræra svo vel saman. Skella hakkinu útí sósuna. Setja svo hakksósuna og tortillakökur til skiptis í eldfast mót eins og lasagne. Byrja og enda á hakksósu. Setja ost yfir og inní ofn í 20 mínútur.
Gott að borða franskar með, eða bara brauð og salat.

gallabuxnastelpa | 11. okt. '06, kl: 19:44:01 | Svara | Er.is | 0

upp

† Ásta Lovísa †

gallabuxnastelpa | 1. mar. '07, kl: 17:48:25 | Svara | Er.is | 0

upp

† Ásta Lovísa †

Honey Bee | 1. mar. '07, kl: 18:31:50 | Svara | Er.is | 0

steikja pulsur á pönnu sjóða pasta og hella rjóma pg tómatsósu yfir og smá lauk og leyfa að malla á pönnuni sma stund

*******************

Flehfeld | 1. mar. '07, kl: 18:35:06 | Svara | Er.is | 0

sjóða pasta, hella vatninu af, skella pestói útá í svona 2-3 mínútur, setja á disk, rífa ost yfir og borða :)

campari | 10. mar. '07, kl: 10:43:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

upp.

snsl | 10. mar. '07, kl: 10:52:20 | Svara | Er.is | 0

Tekur kjúklingabringur, skerð í þær vasa (semsagt næstumþví í tvennt svo þær opnist eins og bók). Öðru megin smyrð þú rjómaosti með sólþurrkuðum tómötum, hinu megin rauðu pestói. Lokar bringunni, kryddar með kjúklingakryddi og skellir inn í ofn í 40 mín við 200°

Meðlæti getur verið hvað sem er, pokasalat, hrísgrjón, maís (sjálf blanda ég hrísgrjónum og maís saman)

Svo er hægt að hafa bæði pestó og rjómaost við matarborðið og bæta við ef ykkur finnst ekk nægilega mikið af gumsi

campari | 23. apr. '07, kl: 19:09:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

upp

boxari | 23. apr. '07, kl: 19:21:05 | Svara | Er.is | 0

Steiktar pylsur á pönnu.
Blanað heins spagettí í dós saman við.
Og borða þetta með kartöflumús í pakka.

Gott að hafa brauð með.

Atla | 23. apr. '07, kl: 19:34:19 | Svara | Er.is | 3

1 kíló humar í skel,
500 gr. risarækjur,
hvítvín ca 1 flaska,
Toro tómatsúpa.

Aðferð,
Setja humarinn og rækjurnar í frystinn.
Henda Toro súpunni í ruslið,
Kæla hvítvínið og drekka.

Verðykkur að góðu.

Gott að hafa smá lauk með líka og henda honum í ruslið með súpunni.

LitlaSkvís | 23. apr. '07, kl: 19:48:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

LOL!

--------------------------
Ég vill bara ýtdreka nótabeðnina sem að veit ekki hvað hún á til taks að gera.

Golsa | 23. apr. '07, kl: 19:49:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

LOL þessi er góð

********************************************************************************
R.I.P - "Ráðvillt illkvittin píka" Anteros ** "þú misvitri flóaberinn þinn". Kjartan galdrakarl

**drusla! **
*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspainthyst*

*Spain* | 23. apr. '07, kl: 19:49:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

HAHAHA!!

Golsa | 23. apr. '07, kl: 19:49:26 | Svara | Er.is | 0

ég kann uppskrif af bollu fyrir heimska

1 l vodki
1 rúsína

blandið vel saman og drekkið í hófi

********************************************************************************
R.I.P - "Ráðvillt illkvittin píka" Anteros ** "þú misvitri flóaberinn þinn". Kjartan galdrakarl

**drusla! **
*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspainthyst*

LO | 28. maí '07, kl: 14:22:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

soðinn/steiktur fiskur og grænmeti:-) klikkar aldrei. eða bara góður eggjaréttur.

Mae West | 28. maí '07, kl: 14:36:30 | Svara | Er.is | 0

Loksins uppskrifta umræða sem ég merki :)

hulka | 28. maí '07, kl: 14:36:47 | Svara | Er.is | 0

kjúklingabringur settar i eldfast mót, mango chutney úr krukku sett ofaná og allt í kring og inn í ofn í 25 mín.
skellir frönskum inn 5 mín síðar
komin veislumáltið

ღ--------------------ღ

Sunbeam | 28. maí '07, kl: 14:45:44 | Svara | Er.is | 0


Kjúklingabringur eða fille smátt skorin í bita
Einn laukur smátt skorinn
Nokkrir sveppir, skornir
Paprika, smátt skorin

Öllu hent á pönnu og steikt, 1 dós af sterkri salsa hent út í sama magni af BBQ sósu. Mallað í smá stund. Borðað í tortillaköku með sýrðum rjóma og grænmeti.

Svo er gullið...

1 lítill pakki pyslur
2 dósir niðursoðið spaghetti

Steiktar pylsur á pönnu í litlum bitum, spaghettíið sett út í og látið malla þar til verður heitt. Borðað með kartöflumús

Amadeus | 28. maí '07, kl: 14:48:09 | Svara | Er.is | 0

nokkur egg, smá rjómi, pínu sallt, allt hrært saman og velt brauði uppúr svo steikt á pönnu og étið með tómatsósu ,,!!

'

Queen of England | 28. maí '07, kl: 14:57:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jesús minn! Ekki myndi ég vilja vera í fæði hjá ykkur :/

__________________________________________
Ein af snyrtiskyttunum þremur..

Flehfeld | 14. ágú. '07, kl: 17:49:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mmmmmmmm þetta er svo gott..... var hooked á þessu á tímabili

Þönderkats | 28. maí '07, kl: 17:02:40 | Svara | Er.is | 0

Þetta er algjör snilld.

Mínar 2 uppáhalds einföldu uppskriftir eru:

Kjúlli og núðlur í ostrúsósu.

Síður pastað.
Steikir kjúklingastrimla á pönnu (hægt að kaupa kjúllastrimla eða bara skera niður bringur.)
Setur ostrusósuna útá kjúklinginn og setur svo núðlurnar útá líka og slettir aðeins meiri sósu á og lætur krauma aðeins. Kryddið eftir smekk og smakkið til.
Mjög gott að bera fram með muldum hnetum.
Einnig er gott að bæta pínu sweetchilli sósu úta til að gera þetta sterkara.
Svo er hægt að nota eiginlega allar þessar asísku sósum í staðinn fyrir ostrusósu, hoy sin er mjög góð.

Pylsuréttur kjánans. Mjög einföld.
Skera niður kartöflur í litla bita og steikir á pönnu (sjóða þær fyrst ef vill)
Pylsur skornar niður í bita og bætt við á pönnuna. Kryddið eftir smekk.
Berið það fram með sósu að ykkar vali. sweetchilli, tómatsósu eða vot ever.

Reiðríður Reddari | 31. maí '07, kl: 17:16:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

upp:)

--------------------------------------------------------------------------------
" það besta sem foreldrar geta gert fyrir börnin sín er að vera góð við hvort annað"
--------------------------------------------------------------------------------

*´¨)
¸.•´¸.•*´¨) ¸.•*¨)
(¸.•´ (¸.•´ HAMALA

My Melody | 31. maí '07, kl: 17:31:49 | Svara | Er.is | 0

Eggjapasta
Pasta soðið. Hvítlaukur settur á pönnu í olíu. Egg hrærð saman með smá salti og pipar, og því svo skellt á pönnuna. Skinku og sveppum bætt við og pastanu hellt yfir.
Gott að hafa með hvítlauksbrauð
Alltaf jafn gott

__________________________________________________

arabian horse | 21. jún. '07, kl: 08:44:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Aulaspurning, hvað notaru mörg egg ef þú miðar uppskriftina fyrir 4.

Askepot | 31. maí '07, kl: 17:39:58 | Svara | Er.is | 0

Hahaha - snilldar umræða :D

*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Munurinn á snilld og heimsku er sá
að snilldin er takmörkuð." A.Ein.
*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Miðaldra kelling í lögfræðinámi" Mae West.

SillyLitla | 31. maí '07, kl: 17:43:34 | Svara | Er.is | 0

Þessi var nú bara strax merkt ;)

klóglingur | 31. maí '07, kl: 17:53:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

kaupir tilbúið pizza deig, kaupir pulsupakka, skerð pulsurnar til helminga, vefur deigi utan um hverja og eina, passa að loka vel, gott er að setja ostasneið inn í líka, bakar þar til deigið verður gull-litað. Hendir svo tómatsósu og því dóti á disk, og dýfir í. GEGGJAÐ gott og algjörlega mín uppfinning... he he allavega á mínu heimili!!

** Stolt þriggja stráka mamma **

Glamúrgella | 31. maí '07, kl: 18:24:04 | Svara | Er.is | 0

kjúklingastrimlar settir á pönnu, súrsætrisósu úr krukku helt yfir... hitað... gætir þess vegna hent í örbylgju.

Svo er náttúrulega fjöldinn allur af 1944 réttum til... verrí simpúl.

pylsur skornar í bita steiktar á pönnu & kartöflumús ( til tilbúin líka sem þú hitar bara í ofni,örbylgju eða potti, svona ef þú ert alveg á hlaupum).

Sallat, tómatar,gúrkur,sveppir, allt skorið niður & hent í skál. svo er mjög gott að henda smá fetaosti út á þetta.

Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig.

AnnaLóa | 31. maí '07, kl: 18:47:41 | Svara | Er.is | 0

Roðflett og beinhreinsuð fiskflök sett á olíuborna pönnu. Tómatar og laukur (eða það grænmeti sem er við höndina) skorið í sneiðar og sett ofan á og í kringum flökin. Salt, pipar og ostur ofan á allt saman. Soðið/steikt við vægan hita undir loki á pönnunni þar til fiskurinn er hvítur og osturinn bráðinn. Klikkar ekki og endalaust veinsælt á okkar bæ.

^__^
(oo)______
(__) )\/\
||----w |
|| ||

Bella B | 21. jún. '07, kl: 06:50:30 | Svara | Er.is | 0

Verð að uppa þetta, merkti þetta einu sinni og finna þetta algjör snilld. Sérstaklega ef maður hefur ekki mikinn tíma :)

Rottu hundurinn | 21. jún. '07, kl: 07:59:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

500 g ýsa
5 pylsur

hakkið saman búið til bollur og sjóðið í vatni í 5 min
berið fram með mjólkurkexi

xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx

Stormur í vatnsglasi | 21. jún. '07, kl: 09:12:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jakk

Tyran | 21. jún. '07, kl: 08:09:57 | Svara | Er.is | 1

Þessi er að sjálfsögðu alltaf í miklu uppáhaldi.
Uppskrift af einfaldri Jólaköku;

1 bolli vatn
1 bolli sykur
4 stór egg
2 bollar þurrkaðir ávextir
1 teskeið bökunarsódi
1 teskeið salt
1 bolli púðursykur
1 bolli sítrónusafi
1 bolli hnetur
1 FULL flaska af Grand

Smakkið Grandið til að vera viss um að það sé ekki skemmt. Takið stóra skál.
Athugið Grandið aftur til að vera alveg viss um að það sé ekki skemmt.
Hellið í einn bolla og drekkið.
Endurtakið.
Kveikið á hrærivélinni, hrærið 1 bolla af smjöri í stóra, mjúka skál.
Bætið 1 teskeið útí og hrærið aftur. Athugið hvort Grandið sé nokkuð farið að skemmast, fáið ykkur annan bolla.
Slökkvið á hrærivélinni.
Brjótið tvær skurnir og bætið í skálina og hendið út í bollanum af þurrkuðu ávöxtunum. Hrærið á kveikivélinni.
Ef þurrkuðu ávextirnir festast við hrærararrarna losið þá þá af með rúfskjárni. Bragðið á Grandinu til að athuga magnið. Næst, sigtið 2 bolla af salti.
Eða einhverju. Hverjum er ekki sama.
Athugið Grandið. Sigtið sítrónusafann og teygið hneturnar.
Bætið einu borði. Skeið. Af sykri eða eitthvað. Hvað sem þú finnur nálægt.
Smyrjið ofninn. Stillið kökuformið á 250°. Gleymið ekki að hræra í stillaranum.
Hendið skálinni út um gluggann.
Athugið Grandið aftur.
Farið að sofa.

***~Life is hard, no one makes it out alive~***

berjamó | 21. jún. '07, kl: 08:39:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahahahaha

þessi er alltaf jafngóð;)

****************************

SillyLitla | 14. ágú. '07, kl: 15:53:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála ;)

Hvar hefur Berjamó annars verið? :(

diskodis | 14. ágú. '07, kl: 16:20:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún tók sér helgarfrí frá bl fyrir ca 3 vikum og hefur held ég bara ekki sést síðan:(

diskodis | 14. ágú. '07, kl: 16:34:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úbbosí ætlaði nú að láta uppskrift fylgja.
Núðlur og grænmeti:
* setja núðlur (t.d. mjög góðar frá Thai choice) í stóra skál
* sjóða vatn í hraðsuðukatli og hella yfir og setja disk yfir sem lok
*Steikja síðan frosið grænmeti (t.d. wok blöndu) og egg á pönnu
* þegar grænmeti og egg er tilbúið, er vatninu hellt af núðlunum og öllu blandað saman í stóra skál
og borðað með bestu lyst með Thai sweet chili sósu namminamm:)

snsl | 14. ágú. '07, kl: 15:58:48 | Svara | Er.is | 0

ommulettan mín er málið

hráefni:
kartöflur/sætar kartöflur, laukur (allar tegundir), sveppir, skinka, pepperoni, paprika og bara eiginlega allt annað sem þú finnur í ísskápnum

skerð kartöflurnar í þunnar sneiðar, kryddar og steikir. þegar þær eru tilbúnar (potar í með gaffli bara) skellir þú skinku, sveppum og lauk (og bara því sem þér dettur í hug) út á og steikir í smá stund. helltu eggjum yfir, raðaðu tómötum og papriku ofan á ommulettuna og stráðu osti yfir.

addags | 14. ágú. '07, kl: 16:54:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ferð út í búð og kaupir tilbúinn kjúlla og franskar, hendir diskum á borð og tómatsósu. Tilbúið.

mömmukossar | 14. ágú. '07, kl: 17:25:31 | Svara | Er.is | 0

fiskibollur í karrýsósu í dós
setur þetta í pott og hitar kartöflurnar eru innifaldar

takkos steikir hakk og hendir skeljonum í ofn í sma stund og hefur með þessu það sem að u vilt semsagt eg hef salsasósu ostasósu sírðan rjóma og ostasneiðar mjög gott

eða fahitas steikir kjúklinga strimla og hitar pönnukökurnar í örbilgju hefur með það sem að u vilt eða á mínu heimili er það sama og takkos nema bæta doritos við það borðar einginn kál á þetta

06.10.07 kom prakkarinn í heiminn
23.10.10 kom prinsessan í heiminn
25.10.14 kom ofur prakkari í heiminn

mömmukossar | 14. ágú. '07, kl: 17:27:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ohh ég gleimdi sjóða pasta gera ostasósu ég kaupi persónulega tilbúna í pökkum og bæti út í hana ostasneiðum og rjómaosti bara gott líka gott að steikja nokkrar pulsur sem að er buið að skera í bita og setja útí

06.10.07 kom prakkarinn í heiminn
23.10.10 kom prinsessan í heiminn
25.10.14 kom ofur prakkari í heiminn

vellidan | 14. ágú. '07, kl: 17:29:11 | Svara | Er.is | 0

ég veit það kemur málinu ekkert við, en ég var að lesa gullkornin í undirskriftinni hjá þér og ég er nett búin að hlæja mig vitlausa ;D

mömmukossar | 14. ágú. '07, kl: 17:31:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hjá mér?? hvað

06.10.07 kom prakkarinn í heiminn
23.10.10 kom prinsessan í heiminn
25.10.14 kom ofur prakkari í heiminn

vellidan | 14. ágú. '07, kl: 17:32:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei, hjá því sem ég setti snarsvarið við. S.s. upphafsinnlegginu.

bbbbbbbbbbbbbbb | 14. ágú. '07, kl: 17:29:27 | Svara | Er.is | 0

Haframjöl í pott, vatn og smá salt út á. Hræra þar til suða kemur upp, lækka og hræra í smá stund í vibót. Éta.

-------------------------------------------------------------------------

♥ Simmsalabimm ♥

the muppets | 14. ágú. '07, kl: 18:36:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessi er fyrsta sem mér var kennt í barnaskóla líklega.
brauðsneið smurð með tómatsósu
skinka og ostur lagt ofaná (brauðið sem sagt)
Inn í ofn í c.a. 10-15 mín

Fæ aldrei leið á þessu ;)

norberg | 14. ágú. '07, kl: 17:38:59 | Svara | Er.is | 0

salat í poka ,kisuberjatómatar ,tilbúin kjúklingastrimlar eldaðir man ekki frá hverjum ristaðar furuhnetur fetaostur og fetaostaolía allt blandað í skál geggjað gott með góðu brauði

Fresita | 14. ágú. '07, kl: 18:18:43 | Svara | Er.is | 0

Pítubrauð (helst frosið Hatting, hitað í ofni í 3 mínútur)
1 grillaður kjúlli
pítusósa
tómatur
gúrka
iceberg

Allt skorið í bita (nema pítubrauðið og sósan ;) og sett í brauðið - alls ekki reyna að troða heilum kjúlla ofaní það.

Ég skora síðan á Rósmary að koma fram - hvar er konan á meðan hér er talað um mat.

444 | 27. mar. '08, kl: 19:11:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ha?

irroravle | 14. ágú. '07, kl: 18:23:04 | Svara | Er.is | 0

pylsupakki skorin í bita og steikt á pönnu, heinz spagetti í dós útá pönnuna, hitað í smá stund, borðað með kartöflusalati....veit hljómar EKKI vel en þetta er bara skrambi gott og tekur um 5 mín

islandssol | 14. ágú. '07, kl: 18:27:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er líka með pylsurétt handa ykkur.Pylsur skornar í þunna bita, soðin hrísgrjón, magn eftir smekk, meiri grjón=meira magn. Pylsur steiktar á pönnu, hrísgrjón sett yfir og 2 dósir af bökuðum baunum. Kryddið vel með season-all og karrí og svo er ómissandi að hafa ristað brauð með. Gengur vel í alla aldurshópa.

Golda Meir | 14. ágú. '07, kl: 18:28:26 | Svara | Er.is | 0

Uppáhalds þessa dagana og ég kann alls ekki að elda:

Hráefni fyrir 1:

1 laxabiti (kaupi þá frosna í pokum í Bónus)
Salt
Dill
Hrúga af grænmeti

Salta bitann vel og set gommu af dilli ofan á, pakka honum snyrtilega inní álpappír og ofan í eldfast mót. Inn í ofn í 20 mín á ca. 200°.

Sker niður grænmeti í fallegum litum, helli út á það olíu og herbamare og blanda vel.

_____________________________________________________________
Don't be humble, you're not that great.

sagahlíf | 14. ágú. '07, kl: 18:35:30 | Svara | Er.is | 0

Ég gerði einfaldan fiskrétt áðan.
Sauð hýðishrisgrjón og á meðan steikti ég það grænmeti sem ég átti til þ.e. lauk papriku og zukuni á pönnu í smástund. Hrærði saman á meðan 2 dósir hreinni jógúrt setti saman við hana 3 msk tandori kryddi, 1 msk soyjasósu, 2 msk sítrónusafa og engiferrót .c.a 1 1/2 cm sem ég raspaði niður í jógúrtsósuna. Grænmetið sett í eldfast mót fiskurinn settur ofan á kryddað með salt pipar og sjávarréttakryddi.. Jógúrt tandori sósunni hellt yfir og smá ost ef þið viljið

brauð með og hýðishrísgrjón hollt og ógó gott
kv sagahlíf

campari | 27. mar. '08, kl: 18:30:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

upp

Napoli | 27. mar. '08, kl: 18:36:09 | Svara | Er.is | 0

LOL snilld!
okey ég er memm


Hráefni:

Kjúklingastrimlar
Doritos eða Tortilla snakk
Salsa sósa
Rjómaostur
ostur
Sýrður rjómi


Aðferð:

Hrærðu salsasósunni og rjómaostinum létt saman, mega vera kögglar bara gott.
Blandaðu kjúklingastrimlunum útí og helltu í elfast mót, brytjaðu snakkið ofan í og stingdu því aðeins ofaní og dreifðu vel, settu ost ofan á og stingdu inní ofn.
Ég veit ekkert hvað þú átt að hafa þetta lengi eða við hvað mikinn hita, segi bara yfir og undir hita til aðð þetta verði stökkt, 150-200°C þar til ostur bráðnar :D Enjoy!

Bambaló
Við leggjum okkur fram við að bjóða upp á ódýrar en góðar vörur fyrir þig og barnið! ♥
https://www.facebook.com/pages/Bambal%C3%B3/1382324582095907?fref=ts

eitthvad annad | 27. mar. '08, kl: 18:47:16 | Svara | Er.is | 0

þetta er geðveikt auðvellt, systir min lét mig fá þessa uppskrift....
Ofnbökuð Tortilla með kjúkling:
fyrir 2: (2 rúllur)
þú þart:
2 Stórar tortillu pönnukökur.
Lauk (ekki möst, ég nota það ekki)
Papriku
1 kjúklingarbringu
Nýrnarbaunir
Ost
Jalepenjó ... (ef u villt)
tackó kridd.
Takckó sósa

Þú skerð kjúklingin í teninga og steikir á pönnu.
þegar að það er tilbúið þá blandaru saman tackó kriddinu í vatn , þannig að þetta verði eins og þikk sósa.
svo læturu kjúklinin liggja í því í smá stund.
síðan skerðu niður paprikuna og laukinn í smáa bita.

þú lætur tackó sósunna á pönnukökunna síðan kjuklininn, papriku, nyrnarbaunir, lauk, Rifinn ost og jalepenjó
og lokar síðan pönnukökunni.
síðan læturu pönnukökunar með smá rifnum osti ofaná i eldfast mót og eldar a 220 gráður í ca 15 minutur ( þú serð þegar að það er tiluið.

nammm....


klóglingur | 27. mar. '08, kl: 18:49:17 | Svara | Er.is | 0

Egg-steikt baicon-puslubitar-bitað brauð-mjólkurdreitill skellt á pönnu og borðað með tómatsósu og ískaldri mjólk!!

** Stolt þriggja stráka mamma **

Napoli | 27. mar. '08, kl: 18:51:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMM!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Bambaló
Við leggjum okkur fram við að bjóða upp á ódýrar en góðar vörur fyrir þig og barnið! ♥
https://www.facebook.com/pages/Bambal%C3%B3/1382324582095907?fref=ts

klóglingur | 27. mar. '08, kl: 18:52:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

NKL!!!!

** Stolt þriggja stráka mamma **

4rassálfar. | 27. mar. '08, kl: 19:10:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ójá mmm

teaj | 27. mar. '08, kl: 18:53:57 | Svara | Er.is | 0

1stk. Kristjáns pizzabotn
pizza sósa
álegg sem þú villt
1-2 bréf pizza ostur
smá pizzakrydd yfir tekur 10 -20 mín að redda sér svona:D

**Jóhann Einar 05.10.08**
**15 merkur og 50 cm**

kariuz | 27. mar. '08, kl: 19:12:26 | Svara | Er.is | 0

spaghettí,,beikon steikt á pönnu og tekið frá, hræra egg við smá mjólk, hella út á spaghettíið og blanda vel, krydda með pepperblend og setja svo rifinn ost út á og blanda vel og henda beikoniu útí.

** Á flottustu stráka í heimi **

Medúlla | 27. mar. '08, kl: 19:15:29 | Svara | Er.is | 0

Þeir sem eru undir 70 geta varla klúðrað þessu.
http://www.thepioneerwomancooks.com/2007/06/the_best_lasagn.html

Tölur til sölu
http://barnaland.is/barn/22422/

MrsMum | 27. mar. '08, kl: 19:16:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mín er rjómapasta.

steiki lauk og hvaða grænmeti sem ég á í smá olíu. Hendi svo annað hvort beikoni eða skinku útí, sveppum og álíka. Set svo saman við þetta, þegar allt er léttsteikt soðið pasta, fullt af rifnum osti og rjóma. Krydda svo með season all salti og pipari.
algjör imba uppskrift ég veit en rosa góð og gott að henda þessu saman þegar að lítið er um hugmyndir :)

*Líf | 27. mar. '08, kl: 19:44:15 | Svara | Er.is | 0

Mango chutney kjúlli. (fyrir 4-5)

4 kjúklingabringur
1 krukka sweet mango chutney
1 peli rjómi
1 tsk karrý
1 tsk garam masala (má sleppa)

Skera hverja bringu í 4 bita, setja í eldfast mót.
Blanda saman í skál Mango chutney, rjóma og kryddi, hella yfir kjúllan.
Eldað í 30 mín. við 180-200°

Hrígjrón með, eplasalat (epli, sýrður rjómi, vínber smá salt og sykur)og brauð.

Annars er líka frábært að fá stundum bara skyr og brauð, hægt að hafa ýmis góð álegg ofan á brauð.
t.d soðinn egg, parmaskinka, malakoff, ferskt grænmeti, ost, mozzarella og margt fleira.

saedus | 27. mar. '08, kl: 20:19:41 | Svara | Er.is | 0

Karrý pylsuréttur
sjóða einn poka af grjónum
steikja pylsubita
setja síðan grjónin á pönnuna og smá slurk af tómatsósu, karrý og aromat
gott að setja ofan á ristað brauð með tómatsósu
nammi gott

er ekki | 28. mar. '08, kl: 04:37:56 | Svara | Er.is | 0

"Kartöflur og dósir."

Steikja smá karrý í olíu á pönnu
Bæta lauk og hvítlauk útí
Bæta út í soðnum kartöflum frá í gær
Henda út í bara einhverju sem er til í dós eða frosið, t.d. grænar baunir, nýrnabaunir, maís, whatever.

Hita í gegn. Finna einhverja sósu í ísskápnum og hræra saman við. T.d. hnetusósu, teriyaki sósu, chillisósu, skiptir ekki öllu máli.

Verði ykkur að góðu.

komaso | 28. mar. '08, kl: 04:40:01 | Svara | Er.is | 0

sjóða spagetti setja í skál með pulsubitum og smá ost
í örrarann og tómatsósa yfir
namm

35v
________________________________________________

er ekki | 28. mar. '08, kl: 04:54:08 | Svara | Er.is | 0

Hér er önnur.

Soðin hrísgrjón frá í gær.
Frosin grænmetisblanda.
Skellt á pönnu, slumpa einhverri svona asískri sósu út á.

er ekki | 28. mar. '08, kl: 04:58:31 | Svara | Er.is | 0

Og ein enn:

Instant núðlur, eldaðar skv. leiðbeiningum
Rifnar gulrætur, steiktar á pönnu í sesamolíu með smá salti
Harðsoðin egg, sneidd

Gulræturnar settar út í núðlurnar, eggjum raðað ofan á.

Ugluskott | 28. mar. '08, kl: 07:55:46 | Svara | Er.is | 0

Merkt umræða, ég er með lélegustu kokkum í heimi og þetta er gott að eiga merkt hahahha...

------------------------------------------------
Heyrðu!
------------------------------------------------

campari | 25. ágú. '08, kl: 20:19:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Upp!!

444 | 12. sep. '08, kl: 12:11:43 | Svara | Er.is | 0

upp

órækjan | 12. sep. '08, kl: 12:23:06 | Svara | Er.is | 0

Rússnesk bolla:

1 lítri vodki
1 rúsína
lítil grein af myntu (má sleppa)

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
ertu humar? eða ertu rækja?

Anídras | 12. sep. '08, kl: 12:24:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahahah

--
fálkaorðan | 14. nóv. '13
Leiðin til helvítis er vörðuð af rómantískum uppástungum og hvítvínsglösum

fuckmesideways | 12. sep. '08, kl: 13:05:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jiii takk fyrir þessa! Ætla að bjóða uppá hana í afmælinu mínu.

Abbagirl | 12. sep. '08, kl: 13:06:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú gætir líka breytt henni í jólaglögg í desember með því að setja í hana grenigrein í staðin fyrir myntuna.

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

fuckmesideways | 12. sep. '08, kl: 13:44:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Heyrðu já. Svo er spurning hvort ég splæsi ekki í einn negulnagla og smá appelsínubörk í tilefni hátíðar ljóss og friðar.

Abbagirl | 12. sep. '08, kl: 13:45:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannski óþarfi að fara út eitthvað svaka fansí.

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

fuckmesideways | 12. sep. '08, kl: 13:46:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er rétt.

Viviana | 12. sep. '08, kl: 13:04:28 | Svara | Er.is | 0

Þessi er einföld en samt nógu flókin til að vera komin inn á uppskriftarsíðu..
Vona að þið ráðið við þetta....

http://www.eldhus.is/eldhus.php?func=birtauppskrift&id=121

silungur | 12. sep. '08, kl: 22:05:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahahaa

Dularfull | 12. sep. '08, kl: 13:10:43 | Svara | Er.is | 0

PULL

burrito bökur
paprikusmurost
pizzaost
skinku
pepperone
sveppi

smyrjið aðra hliðina á öllum burrito bökunum með paprikuosti og stráið smá pizzost yfir, setjið skinku pepperone og sveppi yfir g smá pizzaost aftur og setjið aðra böku yfir þannig úr verði hálfgerð samloka

setjið á þurra heita pönnu og snúið við frekar ört, svo það brenni ekki, þangað til osturinn er bráðinn

þetta er ógeðslega gott og stelpan kallar þetta PULL

parís666 | 12. sep. '08, kl: 13:18:01 | Svara | Er.is | 0

Kjúklingasalat

1 salatpoki
1 rauð paprika
1 gul paprika
2 pakkar af tilbúnum kjúkling sem þarf að hita. Steikja á pönnu og krydda með kjúklingakryddi
1/2 dós af fetaosti
Doritos ostasnakk eftir smekk

Planta salati og papriku saman. Sitja heitan kjúkling út í ásamt fetaost. Milja svo snakkið yfir. Gott að hafa balsamik sósu með sem dressingu.
Borið á borð með baquett brauði sem er hitað í 5-10 mín í ofni.

Geggjað gott, fljólegt og hollt :)

Mr Handsome | 12. sep. '08, kl: 13:41:23 | Svara | Er.is | 0

pulsupakki (pulsurnar skornar í bita)
bakaðar baunir
spaghetti í dós
laukur
og Mc Cormick italian seasoning (græna kryddið)



allt sett á pönnuna þar til orðið vel heitt og borðað með bestu lyst

trilla77 | 12. sep. '08, kl: 13:42:59 | Svara | Er.is | 0

Mæli með að þú kaupir bókina "Eldað í dagsins önn" - þar eru svona idjót-prúf uppskriftir

Ammlúði | 12. sep. '08, kl: 22:15:14 | Svara | Er.is | 0

Saxbauti í dós og kartöflustrá.

stomur | 12. sep. '08, kl: 22:18:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það sem þarf er
pestó
fetaost
hrísgrjón
kjúkling eða fisk

pestó sett í eldfastmót
kjúlli/fiskur sett í eldfastmót kriddað með salt og pipar
fetaostur seur ofan á

hrísgrjón soðin
og ef folk vill þá grænmeti
:)

magzterinn | 6. okt. '08, kl: 13:13:20 | Svara | Er.is | 0

namminamm

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Mehh

Ingz86 | 6. okt. '08, kl: 15:24:01 | Svara | Er.is | 0

hahaha, þetta er einhvað fyrir mig, ég get eldað það sem er hægt að elda í örbylgjuonfi. reyndi einusinni við bachelor dósa súpu, minnir að það þurfi bara að bæta vatni við það sem er í dósinni og hræra í pottinum. en... mér tókst að mistakast hræðilega. sósan varð öll í kekkjum, og brennd á botninum. þó ég hafi hrært allann tímann, og fór nákvæmlega eftir uppskriftinni á dósinni.
mínir eldunarhæfileikar eru cursed.

Bannsett Drusla | 6. okt. '08, kl: 15:31:27 | Svara | Er.is | 0

Baunakássa lyklabarnsins

Hálfdós af bökuðum baunum
Nokkrar sneiðar af osti
1/4 tsk eða bara smá hvítlauksduft
þrjár brauðsneiðar rifnar í rusl

Þessu er hrært saman í litlum skaftpotti og hitað þar til osturinn er bráðinn. Þetta má svo borða annað hvort með skeið eða gaffli og munið að blása áður!

Þetta ______________ er . sem fór í göngutúr!

campari | 10. ágú. '09, kl: 21:17:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

upp

amia | 10. ágú. '09, kl: 21:25:40 | Svara | Er.is | 0

Fyllt pasta í piparostasósu

Er einstaklega lélegur kokkur en þessu get ég ekki klúðrað :)

Fyllt pasta (nota alltaf spínatpasta sjálf)
1 piparostur
Matreiðslurjómi
Rifinn ostur

Bræðir piparostinn saman við rjómann
Sýður pastað
Sullar öllu í eldfast mót, ostinn yfir og inn í ofn :)

Mjööög gott samt sem áður að hafa með þessu hvítlauksbrauð :)

Lísa skvísa í Undralandi | 10. ágú. '09, kl: 22:22:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rúgbrauð, eða eitthvað gróft brauð
Hangikjöt
Lauk
Egg
Olía

Steikja allt á pönnu eða í ofnföstu móti, gæti ekki verið einfaldara!
Nammi nammi namm!!!!

MissMom | 10. ágú. '09, kl: 22:57:22 | Svara | Er.is | 0

"Pasta a la leti"
Pasta (skrúfur, slaufur eða bara það sem hver vill)
2 dósir Cambells eða Bachelor súpa
Rjómi eða mjólk til þynningar á súpunni
Skinka eða pylsubitar (ekki nauðsyn)

Sjóða pastað og setja súpuna á pönnu (krydda að vild)
Blanda mjólk í súpuna til að þynna hana aðeins.
Blanda pastanu úti og hræra saman.
Gott að setja skinkubita eða pylsubita líka en alls ekki nauðsyn.

spotta | 16. sep. '09, kl: 16:34:43 | Svara | Er.is | 0

ætla uppa þessa hún er skemmtileg þessi umræða :D

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

The definition of insanity is doing the same thing over and over and expecting different results. - Albert Einstein

Simbad | 16. sep. '09, kl: 16:42:16 | Svara | Er.is | 0

1 pakki ýsa eða 450gr.
3msk rúgmjöl/heilhveiti
1 egg
1/2 dl. mjólk
Salt, pipar og karrý.

Mixa í matvinnsluvél, með töfrasprota eða í hrærivélinni.

Búa til kúlur og setja á bökunarpappír og baka á 200°c í svona 20mín.

----------------------------------------------------------------------
Túlkun og tjáning fremur en rökvís skilaboð.
Gift og frjóvguð

Simbad | 16. sep. '09, kl: 16:44:28 | Svara | Er.is | 0

1 dós tómatar (í mauki eða molum)
4 pylsur
1 laukur
spaghetti.

Pylsur bútaðar og steiktar með lauknum, tómatarnir útá og látið bulla á meðan þú sýður pastað. Klesst saman og étið.

----------------------------------------------------------------------
Túlkun og tjáning fremur en rökvís skilaboð.
Gift og frjóvguð

Simbad | 16. sep. '09, kl: 16:46:13 | Svara | Er.is | 0

Medister pylsa
kartöflur
bakaðar baunir
egg

Kartöflur soðnar í potti.
Medister pylsa skorin í sneiðar og sett á bökunarpappír, bökuð við 200°c í 10mín. Kartöflurnar bútaðar í bita og settar með í ofninn og bakað í 10 mín.
Steikja egg og sjóða baunir. Borðað með brauði ef vill.

----------------------------------------------------------------------
Túlkun og tjáning fremur en rökvís skilaboð.
Gift og frjóvguð

slísí | 16. sep. '09, kl: 16:46:37 | Svara | Er.is | 0

Sýður núðlur án þess að setja kryddið út í. Steikir beikon á meðan(4 sneiðar fyrir hvern pakka) og gerir það krönnsí. Hellir núðlunum í sigti og hristir mesta vatnið. Slengir á pönnuna með beinkonfituni, hellir kryddinu sem fylgdu með núðlunum og hrærir vel saman, brýtur egg(1 fyrir hvern pakka) yfir og hrærir þessu vel saman og snýrð þessu og hrærir í svona 3 mín. Setur í skál og beikon með.

Geggjað gott, auðvelt, ódýrt og tekur engan tíma.

-----------------------------------------------------------------------

laramara | 16. sep. '09, kl: 17:27:39 | Svara | Er.is | 0

Kjúklingabitar eða bringur steikt aðeins á pönnu, hræra saman 1 pela rjóma eða matreiðslurjóma og 1-2 dl tómatsósu eftir smekk. Krydda með 1-2 tsk karrý, 1 tsk salt og svörtum pipar og hella yfir kjúllann. Láta malla í hálftíma eða svo.
Geggjað með hrísgrjónum og hvítlauksbrauði eða bara frönskum.

Enn auðveldara er að hræra saman BBQ sósu og rjóma og hella yfir kjúlla.

campari | 11. nóv. '14, kl: 16:12:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Upp

DarKhaireDwomAn | 11. nóv. '14, kl: 16:16:36 | Svara | Er.is | 0

sjóða pasta í potti og í lokin henda smurosti út í , voila ostapasta á 10 mín :D

Mrsbrunette | 11. nóv. '14, kl: 16:44:10 | Svara | Er.is | 0

Ég verð með þessa í kvöld, og þetta er svo auðvelt og lítill tími sem fer í þetta.


 

Sveppasúpa
 

Ananus | 11. nóv. '14, kl: 17:02:00 | Svara | Er.is | 4

Júmbó Tartare: 


-krumpaður 500 kall
-strigaskór


Gangið út í næstu 10-11 (má líka nota bensínstöð)
Takið hangikjötssamloku úr kælinum. Greiðið fyrir hana og afþakkið poka.
Borðist við kertaljós. 

icegirl73 | 11. nóv. '14, kl: 18:12:48 | Svara | Er.is | 0

500-1000g kjötfars
1 bréf beikon
1 stór dós sveppir + soð.
Helmingurinn af farsinu sett í eldfast mót. Beikonsneiðar settar ofan á og því næst sveppir + soð. Rest af beikoni sett ofan á sveppina og afgangurinn af farsinu þar ofan á. Bakað í ofni í ca klst. Borið fram með kartöflum og tómatsósu. 

Strákamamma á Norðurlandi

dumbo87 | 11. nóv. '14, kl: 18:37:48 | Svara | Er.is | 0

fyrir 2


5 pylsur
1 pakki beikon
1 dl rjómi
1/2 dl sýrður rjómi
1-2 msk sweet chili sósa (eftir smekk)


2 dl hrísgrjón


Setur hrísgrjónin í pott og 4 dl vatni með. nærð upp suðu og slekkur svo undir pottinum og lætur malla með lokið á í ca. 15-20 mínútur.


á meðan hrísgrjónin sjóða þá skerðu pylsur og beikon í sneiðar steikir svo á pönnu, þegar kjötið er orðið eins steikt og þú vilt hafa það bætiru restinni af hráefnunum út í og lætur malla þar til hrísgrjónin eru ready.


getur haft salat eða hitað hvítlauksbrauð með þessu ef þú vilt og nennir en sumum finnst það óþarfa pjatt.

------------------------------------------------------------------------------------------------
Er í Pollýönnuleik allan daginn, 7 daga vikunar, 52 vikur á ári.

Blandverjapepp og blandverjaknús eru æðisleg :)

Orgínal | 11. nóv. '14, kl: 19:36:00 | Svara | Er.is | 0

Spagettí soðið samkvæmt leiðbeiningunum á pakkanum.
Vatninu hellt af. 
Tilbúinni pastasósu bætt út í ásamt rifnum osti og kotasælu.
Hitað þar til osturinn bráðnar. 
Salt og pipar ef vill, annars sleppa því.


Voila-tilbúið.

Tipzy | 11. nóv. '14, kl: 19:48:38 | Svara | Er.is | 0

500gr nautahakk
1 dós maukaðir tómatar
1 dós cilli bakaðar baunir


Steikja hakkið, hella dósunum út á og látið malla þartil passlega þykkt.

...................................................................

Humdinger | 11. nóv. '14, kl: 19:59:46 | Svara | Er.is | 0

Skera niður kjúklingabringur og gluða bitunum ásamt fetaosti, rauðu pestói og döðlum í eldfast mót. Inn í ofn og voila!

Degustelpa | 11. nóv. '14, kl: 20:06:41 | Svara | Er.is | 0

2 dósir af Hunts tómötum með hvítlauk
1 dolla grænt pestó, blandað saman
Kjúklingabringur skornar í 2. (eða munnbita)


Allt sett í eldfast mót og á 200. Eldunartími fer eftir stærð bita.


Hægt er að setja salt og pipar og fetaost yfir en ég geri það ekki :D

Maluettan | 11. nóv. '14, kl: 21:58:45 | Svara | Er.is | 0

- Sjóða fisk og kartöflur og stappa með smjéri
- Steikja lauk og pylsubita á pönnu, bæta við tómatsósu, rjóma og kjötkrafti. Borið fram með Tagliatelle pasta.
- Sjóða kartöflur, flysja og stappa með smjöri og sykri, steikja hakk með grænmeti ásamt tómötum í dós (eða chilli tómatsósu), hakk jukkið í eldfast mót, kartöflumúsin yfir og inní ofn í smá stund. 
- Blanda muldu ritz kexi og púrrulaukssúpudufti við nautahakk, móta bollur og inní ofn.(Bæta við eggi ef þetta er of þurrt). Hella Heinz chilli sósu og bláberjasultu í pott og hita í nokkrar mínútur. 
- Skera hvítkál í þunnar sneiðar, sjóða í svona 20 mín með súputening, henda svo kjötfarsbollum útí og sjóða aðeins lengur. Borið fram með smjöri og kartöflum (jafnvel henda frosnu grænmeti á pönnu og hita) 

nerdofnature | 11. nóv. '14, kl: 22:03:10 | Svara | Er.is | 0

Kjúllinn:

- skera kjúklingabringur í tvennt og velta upp úr olíu og kjúllakryddi.
- Raða bringunum í eldfast mót
- Helling af spínati yfir
- Sólþurrkaðir tómatar og fetaostur yfir (nota hluta af olíunum til að bleyta spínatið)


Hrísgrjónin:
- 5 mín cooking grjón í poke og fylgja leiðbeiningum

Fokk | 12. nóv. '14, kl: 02:00:17 | Svara | Er.is | 0

Ég trúi því ekki að ég, manneskjan sem elskar að elda og eyðir jafnvel klukkutímum í eldhúsinu, hafi í alvöru lesið allan þennan þráð.

LSP | 12. nóv. '14, kl: 13:20:35 | Svara | Er.is | 0

Beikonvafið pylsubrauð:


3-4 bbeikonsneiðar
Pylsubrauð
Smurostur að eigin vali


Stilla ofninn á 225°. Smyrð pylsubrauðið að innan með smurostinum og lokar því og vefur þá beikonsneiðunum utan  um brauðið. Á plötu og inn í ofn í ca. 15 mín eða þar til beikonið er tilbúið.


Letipizza:


Tortilla vefja (má líka nota pítubrauð)
Pizzasósa
Rifinn ostur
Álegg að eigin vali


Tortilla vefjan notuð sem botn, setur pizzasósu og krydd á. Raðar svo álegginu á og stráir ostinum yfir. Inn í ofn í ca. 10 mín. við 200° eða þar til osturinn er bráðnaður.


Steiktar pylsur:
(Ég hata soðnar pylsur, a.m.k. heima hjá mér)


Pylsur og pylsubraup eftir fjölda sem er í mat
Sósur að eigin vali (tómatsósa, remolaði, sinnep...)
Steiktur laukur
Hár laukur smátt skortinn, má sleppa


Pylsurnar steiktar á pönnu þar til þær eru orðnar fallega röndóttar. Hægt að hita brauðið örstutt í ofni eða örbylgju ef vill. Sósur og laukur sett í brauðið og pylsunni sí'an komið fyrir. Voila.


Tortilla vefjur:


Hakk
Tortilla vefjur
Grænmeti að eigin vali
Spicy taco mix (eða annað gott krydd)
Salsasósa


Hakkið sett á pönnu og kryddað og síðan steikt þar til það er orðið fallega brúnt og ekkert bleikt í því. Grænmetið skorið niður í þægilegar einingar. Salsa sósa, hakk og grænmtei síðan raðað á tortilla vefjuna og hún síðan brotin saman.


Þá eru my skills í eldhúsinu eiginlea upptalin, en hvort þetta nægi til að gera mig heimska má hver dæma um sig. Eða sleppa því.

*******************
Oh my Glob!

Gruggi | 13. nóv. '14, kl: 05:50:11 | Svara | Er.is | 0

Grjónagrautir... grjón með smá vatni láta vatnið sjóða úr bæta mjólk í upp að suðu setja svo pottinn inní ofn á 100 gráður í 90 min og hanga á facebook... Taka úr ofninum (með pottaleppum) hræra smá rjóma útí ásamt dass af vanilludropum...

++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++
SAME SHIT-DIFFERENT TOILET!

campari | 2. jan. '19, kl: 19:26:55 | Svara | Er.is | 0

Snilld :)

Beta6mussa | 3. jan. '19, kl: 01:50:08 | Svara | Er.is | 0

Einfalt kjúllapasta.. Grillaður kjúlli ( tættur ) eða kjullastrimlar. Pastaskrufur ( magn eftir hve margir borða ) Rautt pestó Fetaostur. Sjóða pastað bara eftir leiðbeiningum. Henda í skál.. Setja tætta kjúllann útí, pestóið og fetaostinn með olíunni og blanda saman. Tada og tilbúið :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Krullurnar og úfið hár eru að gera mig.......... Teralee 21.10.2023
Fermingakjólar sveitastelpa 15.2.2016 19.10.2023 | 07:13
Að mótmæla sektarboði?? ís í boxi 25.4.2005 18.10.2023 | 20:45
Ríkisstjórnin fundar á Þingvöllum jaðraka 13.10.2023 16.10.2023 | 13:19
Hjálp vanjtar pípara núna prompto! Butcer 14.10.2023
Hvað heita vinsæl vikublöð um land allt... EstHer 7.2.2008 13.10.2023 | 21:23
Svart gegnsætt plast Inngangur 13.10.2023
barnateppi hvað stórt? fragola 14.11.2011 13.10.2023 | 07:15
Föstudaginn 13 boðar hamas alþjóðlegan jihad dag Eagleson 12.10.2023
Turnitin jak 3 12.9.2023 11.10.2023 | 22:14
Loan. Lukaski 13.9.2023 11.10.2023 | 15:32
Ungbarnasængurver 80x100 ellefan11 10.10.2023 10.10.2023 | 10:24
Nursing Papers LidiyaMartin 23.3.2023 10.10.2023 | 08:16
Hvernig gerir maður danskt Ö á íslenskt lyklaborð heimasalan 7.4.2009 9.10.2023 | 18:12
Lím eftir flísar disskvis 8.10.2023 9.10.2023 | 12:55
Ávaxtaflugur icyspicy 20.8.2010 9.10.2023 | 08:17
Moka út rafbílum - "aprilgabb" - engin gjaldskrárbreyting um áramót :) jaðraka 6.10.2023 6.10.2023 | 06:47
Opna comment í umræðum? GuardianAngel 4.4.2011 5.10.2023 | 02:09
Fjárhagsaðstoð Félagsþjónustan bergma70 4.10.2023
Húðlæknir? Dísar 22.9.2023 4.10.2023 | 18:24
Ódýrt Dekkjaverkstæði mæli með (Autostart) Kriause73 4.10.2023
versla í gegnum shop usa galdranornin 23.10.2005 2.10.2023 | 13:40
Langar að koma kærustunni á óvart Nonnabiti1 27.9.2023 1.10.2023 | 13:52
Maí bumbuhópur fyrir 2024 kaninustelpa 21.9.2023 29.9.2023 | 14:52
automatic reply? *vonin* 23.4.2014 29.9.2023 | 10:53
Rifbeinsbrot gróið og myndartaka? Hjartahrein 27.1.2012 29.9.2023 | 08:00
Rifbeinsbrot? pink martini 22.1.2010 29.9.2023 | 07:59
Aukatímar fyrir framhaldsskólanema túss 27.9.2023 28.9.2023 | 21:52
MEÐLAG AFTUR:) dov 3.5.2005 28.9.2023 | 21:32
Leit að þátttakendum í rannsókn um Hjallastefnuna dagbjortosp 26.9.2023
Tófúpressa Unnsa6 21.8.2023 26.9.2023 | 04:06
Kamína til sölu? Gefins? Erla Jóhannsdóttir 21.9.2023 26.9.2023 | 04:05
Kava Te spear 27.8.2023 26.9.2023 | 03:30
Að læra nudd koddinn 23.9.2023
Skipta gjaldeyri batomi 22.9.2023 22.9.2023 | 17:30
Vantar hjálp, Facebook+þýðing. Dsfaló 23.11.2012 22.9.2023 | 07:16
Einhverjir sem eru að panta reborn dúkku börn og mála? Vantar ráð 🙂 mánaskin 21.9.2023
Hundabit Virkar 9.4.2008 21.9.2023 | 09:44
Turnitin minnipokinn 1.6.2016 21.9.2023 | 09:41
Ættarmót. Hvar? Kazza 25.7.2020 20.9.2023 | 21:45
Sky áskrift hdfatboy 8.4.2023 20.9.2023 | 07:18
Thierry Mugler demantar 19.9.2023
Stílar Ormar 28.9.2004 19.9.2023 | 09:40
Rifbeinsbrot FMH91 3.2.2011 19.9.2023 | 06:43
Rifbeinsbrot LíNa LaNgSoKk 17.1.2006 19.9.2023 | 04:03
Gamalt ósungið dægurlag spilað á píanó Pedro Ebeling de Carvalho 29.10.2022 18.9.2023 | 23:31
Blóðflokkur mikkan 22.8.2015 18.9.2023 | 04:39
Borgarlínan vanhugsuð og óraunhæf. _Svartbakur 17.9.2023 17.9.2023 | 18:10
að flytja til Spánar seppalina 26.6.2023 17.9.2023 | 12:08
Beinverkir Gunsmoke 17.9.2023 17.9.2023 | 08:15
Síða 7 af 47923 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, annarut123, Kristler, Bland.is, Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, paulobrien