Utanlandsferð með bekknum.

The Queen | 1. okt. '15, kl: 16:20:19 | 617 | Svara | Er.is | 0

Bekkur dóttur minnar er í einhvers konar prógrammi með öðrum bekk í útlöndum.  Nú eru þau að fara út til að heimsækja þessa krakka. Til stóð að tveir og tveir myndu gista saman inni á heimilum krakkanna sem þau eru að fara að hitta en núna var þetta að breytast og nokkrir krakkanna eiga að vera einir inni á þessum heimilum, þar á meðal dóttir mín.
Hún er mjög stressuð yfir þessu því hún er frekar feimin og þau hafa aldrei hitt þessa krakka áður.
Er það bara ég sem finnst pínu óeðlilegt að 14 ára stelpa sé ein inni á einhverju heimili í útlöndum hjá fólki sem ég eða hún hafa aldrei hitt. Mér fyndist mikill styrkur að þær væru tvær saman.
Einn nemandinn talaði um þetta á bekkjarfundi og kennarinn sagði bara að það væri ansi ólíklegt að ofbeldisfjölskyldur myndu taka þátt í þessu prógrammi og að aldrei hafi neitt komið upp á áður, sem mér fannst mjög skrýtið svar.
Hvað finnst ykkur um þetta?

 

Innkaupakerran | 1. okt. '15, kl: 16:40:01 | Svara | Er.is | 2

Ég myndi fara fram á að hún yrði ekki ein.

Tala nú ekki um ef hún vill það ekki.
Það á ekki að neyða hana til að gista hjá ókunnugu fólki í ókunnugu landi.

Veit ekki alveg hversu ánægð ég væri með þetta samkomulag með grunnsk.börn að þau yrðu ein hjá ókunnugri fjölskyldu erlendis.
Þegar þau vilja það ekki sjálf.

Tipzy | 1. okt. '15, kl: 17:32:11 | Svara | Er.is | 8

Ansi ólíklegt að ofbeldisfjölskyldur myndu taka þátt í þessu, hverskonar (pardon my french) fávitasvar er það? Myndi ekki taka í mál að barnið mitt 14 ára gamalt væri eitt inn á heimili og gista og allt hjá BLÁÓKUNNUGU fólki og það í útlöndum, bara ekki til umræðu. 

...................................................................

Mainstream | 1. okt. '15, kl: 17:49:46 | Svara | Er.is | 1

Fólk fær oft allskonar bullsvör á þessum vef en barnið mitt færi aldrei í svona ferð.

Degustelpa | 1. okt. '15, kl: 18:05:31 | Svara | Er.is | 1

ég fór út með skátunum þar sem var svona heimagisting. Þar er föst regla að alltaf eru 2 einstaklingar saman í heimili. Við vorum oddatala svo við enduðum 3 inni á einu heimili. Myndi aldrei taka það í mál að 14 ára verði ein inni á ókunnu heimili, sértaklega ef hún sjálf vill það ekki

The Queen | 1. okt. '15, kl: 18:23:39 | Svara | Er.is | 1

Ég er fegin að heyra að mér er ekki einni um að finnast þetta. Mér hefur fundist á flestum í kringum mig að þetta sé óþarfa paranoja í mér. Ég ætla að tala við kennarann og fara fram á að hún verði með einhverri annarri á heimili.

Brindisi | 1. okt. '15, kl: 18:52:52 | Svara | Er.is | 0

ég var 11 eða 12 þegar ég og fleiri gistum ein í viku hjá ókunnugu fólki í Tyrklandi, það tók mjög á okkur öll, allir grenjuðu allavega einu sinni, samt var fólkið yndislegt og vildi allt fyrir okkur gera en þetta var erfitt og myndi mæla með tveimur saman, gerði þetta síðan aftur 17 og 18 ára og það var auðveldara en samt pínu vandró og skrítið en það var töluvert betri reynsla enda orðin þroskaðri

Gunnýkr | 1. okt. '15, kl: 20:13:14 | Svara | Er.is | 6

af hverju ættu ofbeldismenn ekki að nýta ser svona tækifæri.... 


Ég tæki þetta ekki í mál.

The Queen | 1. okt. '15, kl: 21:22:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já nákvæmlega. Mér fannst þetta mjög undarlegt svar.

ert | 2. okt. '15, kl: 00:12:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Af því að það tekur tíma að búa til börn og ala þau upp til 14 ára.

Varstu kannski að hugsa um þessa útpældu sem eignast börn til að lokka önnur til sín og geta alveg beðið í 14 ár?

Ef menn eru svona svakalega útpældir geta þeir þá ekki aðskilið tvo börn á heimili sínu?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

LaRose | 2. okt. '15, kl: 09:54:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammala, thott thær seu 2 saman tha er tvisvar sinnum null sama sem null...thegar kemur ad thvi ad verjast ofbeldi.

 

Gunnýkr | 2. okt. '15, kl: 17:12:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei nei... ofbeldismenn eignast bara líka börn eins og aðrir.
Ég er ekkert að segja að þeir sæki í þetta. Bara að segja að það sé erfitt að útiloka að það sé ekki allt í lagi á heimilum sem taka þátt í svona.

ert | 2. okt. '15, kl: 20:49:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, það er það. Það er líka erfitt að útiloka að leikfimiskennarinn sé ekki perri eða faðir bestu vinkonunar

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 2. okt. '15, kl: 22:58:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst issjúið mikið frekar vera að stelpan hélt að hún gæti verið með vinkonu, en nú hefur það breyst, og hún þarf að vera ein, og það stressar hana

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Svala Sjana | 1. okt. '15, kl: 22:03:09 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst ekkert óeðlilegt að þau séu ein hjá sinni fjölskyldu.
Skólinn úti hefur væntanlega valið þessar fjölskyldur.

Kv Svala

UngaDaman | 1. okt. '15, kl: 22:10:19 | Svara | Er.is | 3

Hvað mér finnst um þetta...hm mér finnst að þó svo að þetta væri hér á Íslandi þá myndi ég aldrei samþykkja þetta. Ætla ekki einu sinni að fara úti þá sálma að um útlönd er að ræða.


Útrætt mál.


Stattu föst á þínu og þó svo að einhverjum finnist þú vera paranojuð eða hvað eina, þá má þeim finnst það, allt í góðu.

bogi | 1. okt. '15, kl: 23:36:54 | Svara | Er.is | 3

Fór sjálf í svona ferð og myndi því ekki þykja neitt athugavert við þetta fyrirkomulag.

ananas14 | 1. okt. '15, kl: 23:45:05 | Svara | Er.is | 2

For i svona ferð og var ein inna heimili var ekkert mal var hja yndislegu fólki
Þetta var þannig hja okkur að þau komu til okkar og voru hja okkur i 2 vikur og svo öfugt

bogi | 2. okt. '15, kl: 09:49:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já fór einmitt líka í þannig, með CISV - rosalega gaman og mikil upplifun.

Síðan fór grunnskólinn sem ég var í alltaf til Danmerkur og þá var einmitt gist inni á heimilum hluta af ferðinni. Þetta var gert í mörg mörg ár, man ekki eftir neinum teljanlegum vandræðum eða að eitthvað ofbeldismál hafi komið upp. Hins vegar má það vera, að við hefðum bara aldrei heyrt af því. Finnst samt skrítið að halda áfram með prógram ef börn væru oft að lenda í einhverjum ofbeldismönnum.

Kentár | 2. okt. '15, kl: 17:16:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega mín reynsla líka og margra í kringum mig.

Svo vil ég líka bæta við að ef þessi ferð snýst um að læra tungumál þá fær maður miklu betri æfingu ef maður er einn og ekki með vinkonu með sér.

LaRose | 2. okt. '15, kl: 09:53:09 | Svara | Er.is | 3

Eg gerdi thetta 14 ara. Forum til DK og heimsottum bekk.

Eg bjo ein hja fjolskyldu og dottirin thar kom svo til okkar nokkrum manudum seinna.

Thott madur se einn tha er bekkurinn saman i utlondum, væntanlega med kennara og odrum sem fara fyrir hopnum? Verdur stelpan ekki med sima og kennarinn med sima ef eitthvad ovænt gerist?

Kannski otharfi ad ganga ut fra thvi ad madur lendi alltaf i ofbeldi, mer finnst thetta allavega i lagi svo framarlega sem hun getur alltaf nad sambandi vid kennarann sinn og adra forradamenn.

Væri annad ef hun væri ad fara ein sem skiptinemi 14 ara an oryggisnets i sama hverfi.

Ef hun hinsvegar thorir ekki ad fara tha er spurning hvad thu gerir.

Kentár | 2. okt. '15, kl: 17:20:06 | Svara | Er.is | 2

Tölfræðilega séð eru meiri líkur á að hún lenti í misnotkun ef hún gistir hjá ættingjum.

Ég fór í nokkrar svona ferðir og gisti hjá ókunnugum í útlöndum og þetta var alltaf æðisleg lífsreynsla sem ég bý enn að. Hjálpaði líka með tungumálin. Um að gera að hvetja hana til að fara!

fálkaorðan | 2. okt. '15, kl: 17:30:51 | Svara | Er.is | 0

Ég fór í svipað, vorum tvær saman hefði ekki viðjað hafa það öðruvísi. :/

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

kanina2 | 3. okt. '15, kl: 11:04:12 | Svara | Er.is | 0

Ég er að fara í svona svona verkefni núna í Nóvember. Við erum að vinna með krökkum í öðru landi og við verðum pöruð saman tvö og tvö, sem sagt einn úr okkar bekk og einn útlendingur og við munum gista heima hjá þeim. Að vísu erum við aðeins eldri, 17-19 ára en ég er alveg soldið kvíðin fyrir að lenda kannski með geðveikt ömurlegri fjölskyldu

evitadogg | 3. okt. '15, kl: 11:43:18 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst óöryggi stelpunnar aðalmálið hérna, ekki að foreldrar séu mögulega kannski ofbeldismenn. Eg fór í svona ferðir sem unglingur og skemmti mer vel en það er ekki þar með sagt að öll börn myndu upplifa þessar aðstæður eina. Ég myndi krefjast þess að stelpan fengi að vera með öðru barni á heimili af þvi að hún er óörugg, finnat þetta i raun ekki floknara en það.

saedis88 | 3. okt. '15, kl: 12:05:48 | Svara | Er.is | 1

mér þykir þetta óþarfa paranoja :/ hélt að þetta væri "normið"  en auðvitað ef barnið er óöruggt með fyrirkomulagið þá þarf að skoða það. en ´mer finnst þetta ekkert hræðilegt fyrirkomulag. En ég er svosem ekkert paranojuð yfir ókunnugum og ofbeldi. Enda mesta ofbeldi gegn börnum gerð af einhverjum sem barnið þekkir. 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Beinverkir Gunsmoke 17.9.2023 17.9.2023 | 08:15
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Síða 8 af 47942 síðum
 

Umræðustjórar: annarut123, paulobrien, Hr Tölva, tinnzy123, Kristler, Bland.is, Paul O'Brien, Guddie