Útilegu spurningar

Catalyst | 7. júl. '15, kl: 12:47:15 | 293 | Svara | Er.is | 0

Þrennt sem mig vantar aðstoð/upplýsingar/hugmyndir með/um/að

1. Getiði nefnt mér tjaldsvæði einhversstaðar á vesturlandi, norðvesturlandi eða suðvesturlandi? Gott ef að það er barnvænt og ef eitthvað skemmtilegt er hægt að gera eða skoða, má vera í klst fjarlægð frá tjaldsvæðinu.

2. Hvað finnst þér alveg nauðsyn að hafa með í útileguna? þá bara hvað sem þér dettur í hug hvort sem það er tengt eldamennsku, uppvaski, fatnaði, afþreyingu...

3. Hvað er sniðugt að baka fyrir útilegu og er gott og auðvelt að hafa með sér?

 

Ígibú | 7. júl. '15, kl: 12:54:58 | Svara | Er.is | 1

1. Við tjölduðum á Hvammstanga fyrir örugglega tveimur árum og þá var það rosa fínt. Fullt hægt að skoða með því bara að keyra aðeins um svæðið, slatti af söfnum (sem stelpan mín setur sem algjört skilyrði) og bara mjög fínt.

2. Ég er með útilegu kassa, í honum er þetta helsta, tjaldljós, pottar, pönnur, borðbúnaður, eldspýtur, prímus, upptakir, dósaopnari, tannstönglar, allt til uppvöskunar, spil og eitthvað fleira (hef ekki farið yfir hann í ár). Passa mig á að gleyma heldur ekki, kaffi, te , kakói og salti.

3. Við erum ekki mikið bakstursfólk en höfum oftast með flatbrauð með silungi/hangikjöti. Hef stundum bakað muffins eða pizzasnúða sem stelpan getur gripið í. Erum frekar með nóg af grænmeti og ávöxtum.

karamellusósa | 7. júl. '15, kl: 16:37:53 | Svara | Er.is | 0

Hjónabandsdæla og skinkuhorn er frábært í nesti, Taka stóra fötu eða plastkassa og setja eldhúsáhöld í hana ( diska glös hnofapör upptakara,) og svo má nota sömu fötu til að vaska upp í eða sækja vatn í næsta læk)

..................................................................................


https://www.facebook.com/icelandcottage

Raw1 | 7. júl. '15, kl: 16:57:23 | Svara | Er.is | 0

1 - Við höfum prófað að tjalda á Hvammstanga, Dæli í Víðidal, Laugarvatni, Laugalandi, Flúðum og Galtalæk á þessum landshlutum. Ég var hrifnust af Dæli, Laugarvatni og Hvammstanga. Ég reyndar veit ekkert hvort þetta séu barnvæn svæði, þar sem við erum barnlaus, en þetta eru mjög róleg svæði (mínus Flúðir, fer aldrei aftur þangað) Mér finnst möst að það sé sturta eða sundlaug á staðnum, allir þessir staðir nema Laugaland er með sturtu, Laugaland er með sturturnar í sundlauginni.


2. Ég er alltaf með í tösku hjá mér skissubók, pennaveski, litabók, yatsí, mannaspil, uno og fleiri afþreyingu.
Það sem er í fellihýsinu mínu er ketill, pottur, panna, pottaleppar, grilltöng og spaði, 4 manna sett af diskur, glösum, hnífapörum, bollum, tertudiskum, eldfast mót fyrir grillkjötið, skæri, ruslapokar og aumingjapokar, ofnhanskar, uppþvottalögur bursti og hanskar, 5l vatnsbrúsi, viskastykki og tuskur, krydd, tannstönglar, eyrnapinnar (þoli ekki vatn í eyrunum eftir sund!) kaffikanna, vöfflujárn, eldhúsrúllur og klósettpappír, afþví ég lendi allt of oft í því að það sé pappírslaus klósettin!! og línu til þess að búa til þvottasnúru plús klemmur.

3. Ég var að bara fyrir útileguna sem ég fer í á morgun dumle-lengjur, smábitakökur, muffins og pizzasnúða, en ég hef gert pönnukökur, hafa þær bara tilbúnar upprúllaðar með sykri, bananabrauð, skinkuhorn, brauðbollur.. eiginlega allt sem er ekki með viðkvæmu kremi á :)

staðalfrávik | 7. júl. '15, kl: 17:40:36 | Svara | Er.is | 0

Ég tjalda bara á fjölskylduvænum tjaldastæðum. Mér fannst gaman t.d. á  Úlfljótsvatni, Húsafelli, Blönduósi, Búðardal og Laugum Sælingsdal (ef þú hefur áhuga á að fara svo langt vestur). Líka Þakgili sem er mjög uppáhalds vegna einstakrar fegurðar, Laugalandi og einhverjir fleiri staðir sem ég man ekki og líklega tekur því ekki að nefna.
Mér finnst gott að vera með Kubb spil, venjuleg spil, góða gönguskó, Swissmiss og te. Föt fyrir hvaða veður sem er, sjúkrakassa, pening reiðubúinn fyrir gönginn ef þau eru farinn því þá fær bíllinn stundum hraðþjónustu ef mikil umferð er. Sundföt og handklæði. Svo auðvitað fullt af öðru sem mér sýnist aðrir hafa nefnt og ég er örugglega að tvítaka eitthvað frá öðrum. Svo mikilvægast er góða skapið og góða skemmtun :)

.

saedis88 | 8. júl. '15, kl: 00:18:25 | Svara | Er.is | 0

við erum mjög hrifin af úlfljótsvatni, stelpurnar alveg elska staðinn! :) 


við erum með kassa fyrir útilegudót, það sem ekki er búið að nefna þá er ég alltaf með pönnukökupönnu með hehe. allskonar hluti til að elda með. 

Felis | 8. júl. '15, kl: 08:45:53 | Svara | Er.is | 0

tjalda.is er þægileg heimasíða til að skoða tjaldstæði og hvaða þjónusta er í boði á hverjum stað, við notum hana mikið. 


það er algerlega persónulegt hvað er nauðsynlegt að hafa með, mér finnst gott að vera með ákveðinn útilegukassa þar sem ég safna saman því sem ég vil hafa með og þá er það bara tilbúið þar. 


það er ekkert nauðsynlegt að baka fyrir útilegu, ekki nema maður vilji það. Skinkuhorn hafa reynst okkur vel, þægilegt að grípa í þau í bílnum þegar maður er alveg að verða kominn og allir orðnir svangir. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 28.3.2024 | 10:53
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 28.3.2024 | 10:51
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 22.3.2024 | 03:41
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 20.3.2024 | 13:10
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 19.3.2024 | 19:14
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 17.3.2024 | 11:21
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 17.3.2024 | 10:54
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 16.3.2024 | 14:36
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 16.3.2024 | 12:12
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Er haegt ad eyda Helloyou 28.2.2024
Síða 1 af 46360 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Kristler, Paul O'Brien, annarut123, Guddie, Hr Tölva, Bland.is, paulobrien