Útitónleikar á Íslandi og fleira

Júlí 78 | 17. ágú. '19, kl: 07:13:35 | 111 | Svara | Er.is | 0

Núna er nýbúið að halda útitónleika með Ed Sheeran. Það hefur komið fram í fréttum að fólk hafi almennt veri ánægt með tónleikana og ég efast ekkert um það enda Ed Sheeran frábær tónlistarmaður. Ég fór ekki á þessa tónleika en hef talað við fólk sem fór á þá.  Þeirra helsta umkvörtunarefni var kuldinn þarna á tónleikunum sem nísti inn að merg og beini. Og þá fór ég að spá í af hverju þarf að hafa svona viðburð í ágúst þegar alveg er von á svona kulda? Af hverju ekki frekar í júní eða júlí? Ég gæti meira að segja trúað að það sé skárra að halda þá um miðjan maí en í ágústmánuði. Skil samt alveg að það er víst ekki hægt að fá tónlistarmanninn í öllum mánuðum því hann er bókaður fram í tímann. En er þá ekki bara hægt að sleppa því að hafa þessa tónleika í ágúst og hægt að reyna að fá hann seinna á betri tíma á árinu? Halló, við búum á Íslandi!  Frekar færi ég erlendis á útitónleika í góðu veðri heldur en að borga mig inn á tónleika ef það væri möguleiki á að veðrið yrði þannig að maður þyrfti að standa úti í kulda og trekki.


Og annað, það var miklu dýrara að fá sæti þarna skilst mér. Af hverju þurfti það fólk sem keypti sætismiða að bíða jafn lengi í röðinni eins og hinir sem keyptu miklu ódýrari miða (við að standa). Skil nú samt að það þurfi að hafa vissa öryggistékkun. En einhverjir gætu líka átt erfitt með að standa mikið er það ekki? Og þá þess vegna keypt sér sætismiða, er það þá boðlegt að það fólk þurfi að standa lengi í röð til að komast inn á svæðið?


Að lokum, ég verð að hryggja ert og fleiri, er ekki ennþá dottin út hér eins og ég var næstum búin að lofa. En mun a.m.k. velja mér betur umræður sem ég blanda mér í. Nenni nefnilega ekki að standa í því að endurtaka mig mikið hérna eða að þurfa að útskýra margsinnis það sem ég segi. Get kannski hugsað mér að blanda mér í umræður sem tengjast pólitík áfram, hef gaman að spá í hana. Núna til dæmis blasir við að þau þarna í ríkisstjórninni virðast vera ákveðin í að samþykkja þennan orkupakka 3. Einn lærði spekingurinn segir eitt um það mál og annar segir allt annað. Ef það er eitthvað vafamál hvort Ísland væri að afsala sér fullveldinu eða ekki af hverju þá að samþykkja þennan orkupakka 3? Og af hverju að samþykkja hann ef það er vafamál hvort hægt sé að gera kröfu um að leggja sæsteng eða ekki? Og af hverju þessi hræðsla við að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu? Nei, það á bara að valta yfir almenning í landinu.! Þetta fólk þarna í þessari ríkisstjórn hefur þjóðin kosið yfir sig og kýs kannski enn og aftur yfir sig. Svei attan. Er fólk almennt ekki að hræðast það að hugsanlega gæti orðið hér mikil hækkun á raforkuverði ef þetta verður samþykkt?

 

saedis88 | 17. ágú. '19, kl: 07:36:57 | Svara | Er.is | 0

"Af hverju þurfti það fólk sem keypti sætismiða að bíða jafn lengi í röðinni eins og hinir sem keyptu miklu ódýrari miða (við að standa). Skil nú samt að það þurfi að hafa vissa öryggistékkun. En einhverjir gætu líka átt erfitt með að standa mikið er það ekki? Og þá þess vegna keypt sér sætismiða, er það þá boðlegt að það fólk þurfi að standa lengi í röð til að komast inn á svæðið? "
af því að íslendingar eru kindur, íslendingar kynna sér ekki neitt. það kom skýrt fram á öllum skiltum þarna og yfirlitsmybndum hvar hvaða raðir væru hvar. fólk kom seint og sá langa röð og fór í hana í stað þess að kynna sér hvar þeirra röð var.
fólk í stúku hefði aldrei þurft að bíða neitt. gátu öll farið beint inn. 

Júlí 78 | 17. ágú. '19, kl: 07:46:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok skil, þar sem ég fór ekki sjálf á þessa tónleika en heyrði bara af þeim þá vissi ég þetta ekki. En já skynsamlegt að koma tímanlega og líka ef ef það þarf endilega að hafa tónleikana í svona kulda og trekki að klæða sig almennilega. En íslendingar eru ekki mikið í því að hugsa um að klæða sig vel. Líta jafnvel niður á útlendinginn sem klæðir sig alveg samkvæmt íslenskri veðráttu og með húfu og alles. En það þykir víst púkó að vera kappklædd/ur nema þá um hávetgur og helst að veðrið sé þannig að það sé hálf brjálað. Eða það er a.m.k. mín tilfinning.

saedis88 | 17. ágú. '19, kl: 07:48:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er mjög heitfeng, ætlaði að fara bara í peysu sem ég er gott sem allt árið í sem útiföt. En ákvað að taka primoloft jakkann minn (það er hardcore vetrar úlpan mín) og ég var mjög ánægð að hafa gert það. var rosa kalt. ég sá stelpur í hælum, stuttbuxum og magabol. .þær voru eflaust farnar heim áður en Sheeran mætti á svið. 

Júlí 78 | 17. ágú. '19, kl: 07:51:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Flott hjá þér að sýna fyrirhyggju með þetta og taka úlpuna með. En alveg örugglega margir sem gera það ekki og koma ekki til með að gera það þegar svona útitónleikar eru haldnir. Þess vegna betra að hafa svona útitónleika í júní eða júlí.

saedis88 | 17. ágú. '19, kl: 07:52:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eða bara fólk að læra. flestir þarna voru ágætlega til fara. ég fylgist vel með skóbúnaði annara og flestir í strigaskóm. 

Júlí 78 | 17. ágú. '19, kl: 08:14:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já kannski gera þeir ekki sömu mistök aftur sem komu illa klæddir heldur læra af þessu og koma í hlýrri fatnaði ef kalt er úti. Við verðum víst að bíða eftir næstu útitónleikum til að frétta eitthvað af því hvort allir muni þá klæða sig vel ef veðrið er þá ekki eins og best verður á kosið.

Mjóna | 20. ágú. '19, kl: 23:38:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég skil ekki af hverju fólk var svona illa klætt. Ég fór í úlpu og kuldaskóm, með húfu og vettlinga.
Útbjó mig bara í sama gallann og ég er í þegar við förum í útilegu.

Kveðjur
Mjóna

Sodapop | 18. ágú. '19, kl: 12:44:31 | Svara | Er.is | 0

Þeir eru búnir að viðurkenna að þeir gerðu mistök á fyrri tónleikunum og það var lagað fyrir þá seinni. Fólk í stúku hefði líka getað sparað sér tíma með því að lesa leiðbeiningar og skoða kort, og þá getað farið í rétta röð strax.. Svo klæðist maður sig eftir veðri á Íslandi, og það þýðir að ef þú ætlar að sitja úti í marga klukkutíma, þá færðu í hlýjum fötum. Þegar fólk fer í útilegu, þá er oft hægt að vera á stuttbuxum og bol yfir daginn, en engum dettur í hug að sitja úti allt kvöldið nema að klæða sig betur. Það gildir hvort sem þú ert í Húsafelli eða Laugardalnum. Ég var á seinni tónleikunum, labbaði beint inn, var í ullarfötum og með teppi með mér. Mér varð ekki kalt

----------------------------------------------------------------------
Don't grow up. It's a trick!!

Júlí 78 | 18. ágú. '19, kl: 19:38:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er sammála því að maður klæðir sig eftir veðri á Íslandi og sérstaklega ef maður ætlar að standa eða sitja úti á marga klukkutíma. En greinilega þá gerðu það ekki allir á þessum tónleikum. Eins og ég sagði þá fór ég ekki sjálf á þessa tónleika en talaði við fólk sem fór á þá sem sögðu að þeim hefði verið mjög kalt þarna. Hefðu að sjálfsögðu átt að klæða sig betur, þau kannski passa betur upp á það næst ef þau fara á svona útitónleika. En ég er næstum viss um að það verða alltaf einhverjir sem hugsa meira um hverju þeir klæðast (þá helst það sem er í tísku) heldur en að hugsa fyrir því að fatnaðurinn sé hlýr. Þess vegna kom ég með þá tillögu að svona útitónleikar séu frekar haldnir í júní eða júlí ef það er mögulega hægt.

Sodapop | 20. ágú. '19, kl: 23:24:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er samt ekkert endilega heitara þá. Við búum á Íslandi, hér er og hefur alltaf verið allra veðra von, hvort sem það er sumar eða vetur. Fólk verður bara að sætta sig við það og klæða sig eftir veðri og tilgangi útiverunnar. Þeir sem geta ekki gert það, geta ekki kvartað undan því að þeim hafi verið kalt.

----------------------------------------------------------------------
Don't grow up. It's a trick!!

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Þjónusta ríkisstofnana - hrein skelfing. kaldbakur 17.9.2019 18.9.2019 | 21:00
The gay church ? Dehli 18.9.2019
Reynsla af gjaldþroti eftir ný lög Afrodita14 18.9.2019 18.9.2019 | 20:03
Skóstærð 9 catsdogs 17.9.2019 18.9.2019 | 19:51
NOVA-DÓNASKAPUR OG RANGAR UPPL Shjana 12.9.2019 18.9.2019 | 18:47
Hárgreiðslustofa - kópavogur sunna1 18.9.2019
hjálp með bíl syrta 18.9.2019
Colour B4 - reynslusögur óskast Jabbahut 2.9.2013 18.9.2019 | 09:01
Flota golf BrowNiE8 13.9.2019 17.9.2019 | 20:50
Hvað er Apple tv og hvað er svona merkilegt við það? GullaHauks 16.9.2019 17.9.2019 | 18:43
Nú fer að hausta og það þarf að hugsa um kisu sem hefur ekki lengur fugla til að borða. kaldbakur 14.9.2019 17.9.2019 | 14:04
stigagjöf í Rommý??? depend 4.8.2011 17.9.2019 | 13:29
Farið að hitna verulega í samskiptum risaveldanna Bandaríkjanna og Kína. kaldbakur 17.9.2019 17.9.2019 | 10:18
Sölumaður Lanke51 15.9.2019 17.9.2019 | 07:33
Hvað get eg gert?? Daisy999 16.9.2019 16.9.2019 | 20:40
Pin up ljósmyndari Biggaboo 11.9.2019 16.9.2019 | 11:51
Selja erlenda mynt baldurjohanness 11.9.2019 16.9.2019 | 09:24
Iphone 6s Gabriela4 15.9.2019
Barnabætur export 15.9.2019 15.9.2019 | 15:39
Landsréttarmálið fær nýja umfjöllun hjá Evrópudómstólnum. kaldbakur 9.9.2019 15.9.2019 | 13:29
Hugarórar olla2 27.8.2019 15.9.2019 | 09:42
Er strætó mesta draslfyrirtæki landsins? Hr85 12.9.2019 15.9.2019 | 09:18
Mömmuhópur á FB 2019 bumblebee 15.9.2019
Singapúr skorogfatnadur 14.8.2019 13.9.2019 | 22:49
Skóli fyrir einhverfa-unglingur Einhverheima 9.9.2019 13.9.2019 | 19:06
Breyta 54FM Bílskúr í íbúð BrowNiE8 5.9.2019 13.9.2019 | 16:27
Einangra og klæða bílskúr að utan BrowNiE8 13.9.2019
hryllingsmyndir fyrir 13 og eldri? gudrunmaria2222 11.9.2019 13.9.2019 | 15:09
Höfuðnudd? Rannsý 22.10.2007 13.9.2019 | 13:21
Tilvistarkrísa Gurragrísla 13.9.2019
sogskálar á spegil RauðaPerlan 11.9.2019 12.9.2019 | 22:49
Leki frá þvottavél Nornaveisla 12.9.2019 12.9.2019 | 11:57
Axlarspeglun RiceAndCurry 15.3.2018 12.9.2019 | 01:05
Tannréttingat Flower 9.9.2019 12.9.2019 | 00:39
Hjúkrunarheimili bakkynjur 5.9.2019 12.9.2019 | 00:13
Karlmannsígildi. kaldbakur 8.9.2019 11.9.2019 | 21:03
Mesta viaþjóð Íslendinga Bandaríkin senda æöstu embættismenn sína ti Ílslands. kaldbakur 3.9.2019 11.9.2019 | 18:05
Hvar fæ ég almennilegt karrý Twitters 10.9.2019 11.9.2019 | 17:39
Ættartré siggathora 8.9.2019 11.9.2019 | 15:26
Spurning tengd Mike Pence gummi93 30.8.2019 11.9.2019 | 08:41
buy sleeping pills/buy sleeping pills online/where to buy sleeping pills/insomnia treatment Healthmedsdispensary 10.9.2019
Umgengni 50/50 þeas vika vika. Missoverlander 16.8.2019 10.9.2019 | 09:40
Salir fyrir brúðkaup(Vesturlandi) aarondan 9.9.2019
Volvo xc90 2015 hlúnkur 7.9.2019 9.9.2019 | 20:32
Fróðleikur tengdur orkupakkanum Kingsgard 9.9.2019
er einhver hér vakandi Twitters 8.9.2019 9.9.2019 | 14:58
Lág í járni - ráð ???? Ljónsgyðja 9.9.2019
Bráðamóttaka LSH og ríkisstjórnin Júlí 78 8.9.2019 9.9.2019 | 13:58
þekkir einhver góða spákonu eims og amý Engilberts í gamladaga looo 8.9.2019 8.9.2019 | 23:16
Býrðu í öruggu umhverfi ? Dehli 8.9.2019
Síða 1 af 19710 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, TheMadOne, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, anon, MagnaAron