Útlitið framundan ?

kaldbakur | 5. mar. '20, kl: 10:40:28 | 642 | Svara | Er.is | 0

Það er ekki hægt að segja að útlitið í heiminum sé mjög bjart um þessar mundir.

Hamfarahlýnun - Fólksflótti, hitabylgjur, skógareldar, fellibilir, flóð, þurrkar og hungursneiðir.
Styrjaldir - Hörmungar og gífurleg eyðilegging verðmæta.
Afleiðingar af hamfarahlýnun og styrjöldum birtast okkur í gífurlegum fólksflótta, þar sem fólk flýr heimili og hamfarasvæði í leit að betra lífi annarasstaðar.
Við bætist svo Drepsótt sem er Covin 19 veirufaraldur sem er að leggja undir sig heiminn og enginn veit hvernig endar.

Fyrirsjánlegar og þegar sýnilegar afleiðingar á heimmsvísu:

Milljónaborgir víða í Asíu eru nánast lokaðar. Fólk kyrrsett heimavið og sækir ekki vinnu né skóla.
Efnahagur ýmissa landa er í rúst. Gjaldmiðlar heimsins flökta
Miklar verðlækkanir á hlutabréfavísitölum út um allan heim og trilljónir í dollurum gufa upp.
Gjaldþrot blasir við bönkum og ýmsum stórfyrirtækjum útum allan heim.
Ferðalög almennings leggjast nánast af og túrismi á heimsvísu dregst gífurlega saman.
Flugfélög hætta ferðum til ýmissa landa, draga saman seglin innanlands og mörg fara í gjaldþrot.
OECD telur að Covin 19 veirufaraldurinn sé mesta ógn við efnahagslífið frá bankakreppunni 2008.

Ástandið á Íslandi:
Við fall WOW drógust farþegaflutningar til og frá Íslandi saman um 25% á árinu 2019.
Miklar eyðileggingar innanlands í óveðrum og snjóflóðum í des 2019 og jan/feb 2020.
Óöryggi og lýst yfir hættuástandi vegna jarðskjálfta og landsriss nærri þéttbýlasta stað landsins á Reykjanesskaga.
Verkföll í höfuðborginni Reykjavík ýmis grunnþjónusta almennings lömuð.
Yfirvofandi verkfall opinberra starfsmanna útum allt land sem mun lama nánast alla opinbera þjónustu.
Kórónuvírussmit (Covin 19 veiran af stofni L) á Íslandi eru talin með þeim mestu á heimsvísu miðað við höfðatölu.

Fyrirsjáanlegar afleiðingar þessa alls hérlendis.
Ferðamönnum til íslands mun fækka um ca. 25% annað árið í röð.
Gengisfelling Íslensku krónunnar er mjög líkleg á árinu og gæti það fall verið ca. 15 - 25%
Gjaldþrot blasir við ýmsum fyrirtækjum aðallega í ferðaþjónustu, fólksflutningum og byggingariðnaði.
Atvinnuleysi mun aukast mjög, en það er í dag um 10 þús. manns á atvinnuleysiskrá og ekki ólíklegt að sú tala tvöfalist á árinu.
Verð allra neysluvara hérlendis mun hækka og þar með kjör almennings.
Kjör þeirra lægst launuðu og aldraðra mun verða lakari og ekki síst þeirra sem flutt hafa erlendis og byggja afkomu á eftirlunum frá TR.
Uppbygging íbúðarhúsnæðis mun stöðvast.
Gjaldþrot blasir við ýmsum fjárfstingarsjóðum og jafnvel bönkum vegna hótelbygginga og fjárfestinga tengt ferðaþjónustu.

 

ert | 5. mar. '20, kl: 12:20:32 | Svara | Er.is | 1

Púff maður þetta er það svartasta í heimsögunni í meira 100 ár. Seinni heimstyrjöldin hljómar eins og sumarfrí miðað við þetta

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 5. mar. '20, kl: 12:52:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jamm við höfðum hér stjórnmálaflokk sem kallaði sig "Björt Framtíð" við vitum öll hvernig fór fyrir þeim.

spikkblue | 6. mar. '20, kl: 16:56:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er búið. Við getum öll gleypt blásýruhylkin okkar núna!

TheMadOne | 6. mar. '20, kl: 18:37:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Elítan flutt í neðanjarðarbyrgi og bíður þar þangað til restin af liðinu er dautt...

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

spikkblue | 7. mar. '20, kl: 12:27:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En hvað gerir elítan þegar hún kemur upp úr byrginu og fattar að það er enginn til að skeina á henni rassgatið?

Eruði búin að horfa á myndina Parasite?

TheMadOne | 7. mar. '20, kl: 14:16:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og peningar eru tilgangslausir þar sem þú getur ekki borðað ímyndaðar tölur á ímynduðum reikningum? Nei ég er ekki búin að sjá hana ennþá

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 12. mar. '20, kl: 10:37:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já Ert það er núna vika síðan ég lýsti útlitinu og þú og margir aðrir sögðu mig óþarflega svartsýnan.
Hlutirnar hafa nánast gengið eins og ég spáði en þó kannski mikið hraðar.
Mörg lönd eru að loka skólum og opinberum stofnunum og jafnvel eru nokkur lönd Evrópu lokað landamærum sínum.
Donald Trump forseti US hefur lokað á allt farþegaflug frá Evrópu til US
Manni sýnist samt að íslenskir ráðamenn séu enn nokkuð bjartsýnir varðandi t.d. gengið að krónan muni ekki falla að ráði.
Ég held að það sé borin von krónan verður að gefa eftir því að það er lækningin fyrir ferðamannaiðnaðinn.

ert | 12. mar. '20, kl: 10:51:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég alveg sammála. Seinni heimstyrjöldin er lítið málið miðað þennan faraldur.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 12. mar. '20, kl: 12:23:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei en það sem er breytt að nú færðu "stöffið" beint í æð, hlutirnir gerast strax.
Af því að þú ert svo mikið bundin við stríðsrekstur fyrir 70 árum þar sem Hitler, Stalín, Churschill og Rosenvelt tókust á þá er myndin svolítið önnur mín kæra. Svo ég hjálpi þér líka við að heimfæra styrjaldarmyndina þína yfir á nútímann þá var óvinurinn sýnilegri þá en nú. En það tekur þig víst einhvern tíma að heimfæra þetta milli svona langs tímabils og það er bara skiljanlegt. En svo getum við kannski líka átt von á stökkbreytts skilings hjá þér rétt eins og veirurnar stökkbreytast ?

TheMadOne | 5. mar. '20, kl: 12:58:11 | Svara | Er.is | 1

Notkun orðsins"drepsótt" er ágætis samantekt á ýkjum og hreinum skáldskap á þessum vegg af bulli.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 5. mar. '20, kl: 13:08:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

:Þetta eru nánast allt staðreyndir sem ég er að segja þarna.
Ástandið í mörgum borgum Kína er ógnvekjandi. Jafnvel Peking er lömuð.
Svipað ástand í S-Kóreu og Ítalía er nánast lömuð.
Upplýsingar fást ekki frá mörgum löndum þar sem harðstjórn og óreiða ríkir eins og í Íran og þar er ástandið talið ógnvekjandi.
Nýlegur aukin fólksflótti og hörmungar í Mið-Austurlöndum til Evrópu veldur auðvitað skelfingum.
Vonandi gengur þetta fljótt yfir - en það veit því miður enginn.
Þú ert alltaf við sama hornið að finna eiithvað aukaatriði það er ekkert nýtt.

TheMadOne | 5. mar. '20, kl: 13:22:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú ert að pakka nokkrum sannleikskornum í stórar pakkningar af bulli og ýkjum. Það er kallaður hræðsluáróður. Hræðsluáróður er að valda óþarfa ótta og vandamálum sem þú ert að lýsa á sama tíma. Niðurstaðan er sú að þú ert vandamálið (og fleiri félagar þínir) frekar en vírusinn. Hann hefur ekki tilgang en þú og vinir þínir hafa hann.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 5. mar. '20, kl: 15:02:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þú segir nokkuð kerlingin mín !
En stóra málið varðandi Ísland og efnahagsmálin verkföll og aðra vitleysu þá er staðreyndin sú "Það er löngu búið að borða brauðið" !
Já það er fyrir löngu búið að borða brauðið sem verkalýðsleiðtogarnir vilja fá.
Verkalýðurinn hefur étið þetta brauð.

TheMadOne | 5. mar. '20, kl: 15:16:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekki heil brú í þessu hjá þér.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 6. mar. '20, kl: 02:34:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Varðandi Íslenskt efnahagslíf þá má segja ýmislegt jákvætt við það og við erum sem ríki langtum betur stödd en t.d. mörg ESB ríki
Ræikiskuldir okkar hafa lækkað mikið og gjaldeyrisvarasjóðir dygrir. Alemenningur hefur greitt niður íbúðarlán í stórum stíl.

Ríki ESB í suðri eins og Grikkland, Ítalía, Spánn og Portúgal eru því mjög illa undirbúin undir augljós áföll sem bætast við lélegt efnahagsæastand ríkisskuldir og mikið atvinnuleysi. Þessi ríki hafa nánast enga möguleika til að lagfæra ástandið m.a. vegna þess að þau eru bunin í Evru. Þetta eru ríki sem byggja mikið sína afkomu á túrisma og gengisfelling væri milkil súrefnisinnspýting í efnahgslíf þeirra en þau ráða að sjáfsögðu engu um gengi Evru.

En þú að ýmsir telji mig of svartsýnan þá er ég það alls ekki, Varðandi staðreyndir sem okkur varðar og ég nefni ekki eru t.d.:
1. Loðnubrestur æi tvö ár.
2. Ískyggilegt útlit vegna raforkusölu til Álversins í Straumsvík.
3. Mikill hallarekstur Reykjavíkurborgar á löngu góðæristímabili gerir borgina illa tilbúna til að komast í gegnum næstu mögur ár.
4. Miklar launahækkanir síðustu ára eru að sliga öll fyrirtæki á Íslandi, kauplækkun með gengisfalli eina lausninin og gengisfall gæti orðið um 40%
5. Fyrirsjáanlegt mikið gengisfall krónu mun hækka vísitölu lána um kannski alltt að 25 - 35 % . Þeir sem hafa vísitölulán liggja illa í því.
6. Mikið verðfall á íbúðarhúsnæði, sem þú verður tímabundið gerir fólki erfitt fyrir til að losna við skuldsettar eignir. Eignaprósenta fólks fellur mikið.

darkstar | 6. mar. '20, kl: 10:13:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

1: skiljanlegt, of margir hvalir hérna, búnir að éta alla loðnuna, lausn hefja hvalveiðar á fullu.
2: raforkusala til álvers bara bull taktík.. rio tinto græddi 10 billjarða bandaríkjadollara á síðasta ári... fara ekki fet.
3: hallarekstur á borginni, who cares, taka lán til framtíðar, hætta kannski að mála allar götur og spara með því.
4: launahækkanir eru í hófi, gengisfelling er ekki möguleg þar sem gengið er á floti, ekki hægt að stýra handvirkt, veistu ekkert?
5: falli gengið mikið þá ríkur fferðamannaiðnaðurinn upp aftur því þá er ódýrt að ferðast hingað :)
6: mikið verðfall á húsnæði er mjög gott, það eikur fasteignarsölu já og lækkar fasteignargjöld hjá hinum.

kaldbakur | 6. mar. '20, kl: 10:55:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já Darkstar mér .þykir .þú nú frekar bjartsýnn og bláeygður.
1. Hvalveiðar skila engu - ómögulegt að selja kjötið
2. Rio Tinto er risafyrirtæki á heimsvísu og mun ekkert endilega láta tap hér ganga lengi. Álverið er til sölu og kaupandi finnst ekki.
3. Hallarekstur á borginni mun bitna illilega á þeim lakast settu sem eru á framfærslu borgarinnar.
4. Launahækkanir eru í óhófi. Atvinnuleysi eykst stöðugt og fyrirtki fara í þrot. Gengið fellur sjálfvirkt með minni gjaldeyristekjum.
5. Gengisfellingin mun auðvitað efla ferðamannaiðnaðinn og útflutning t.d. á fiski, en minnka kaupmátt almennings með hærra vöruverði.
6. Verðfall á húsnæði er bæði slæmt og gott. Kaupfæri fyrir þá sem eiga peninga. Erfitt fyrir skuldsetta með vísitölulán.

darkstar | 6. mar. '20, kl: 11:41:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

1: offjölgun í hvali, þeir éta heilu torfunar af loðnu, það er samasemmerki með offjölgun hvala og loðnubrest.
2: fer að verða álskortur því kína er basicly stopp útaf covid, álverð fer upp, veit ekki hvar rio tinto ætla að opna nýtt álver, kannski wu han?
3: breitir engu, þeir geta hvort eð er ekki fengið minna en þeir eru að fá í dag.
4: launahækkanir eru lítlar, í raun mjög lágar, verður samið og fólki fækkað til að bregðast við hærri launakostnaði, 2 í stað 3 á leikskólum.
5: dregur úr of eiðslu almennings, mjög margir eiga nóg af peningum, hætta að fara til útlanda og fjárfesta hér heima.
6: ekkert erfitt fyrir einn eða neinn, þú bara býrð í þínu húsnæði og hættir að selja og kaupa á 2-3 ára fresti.

þeir sem missa vinnuna útaf ferðamanna dæminu eru 99% útlendingar, þeir fara bara aftur heim til sýn, veist þar sem þeir voru áður en
þeir komu hingað til að vinna við ferðamannaiðnaðinn, íslendingar gánga alltaf fyrir í alla vinnu á íslandi, hefur alltaf verið þannig
og verður alltaf þannig.

kaldbakur | 6. mar. '20, kl: 12:02:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já allavegana fínt ef Íslendingarnir halda sinni vinnu hérlendis.
Margt bara athyglisvert sem þú segir :)

kaldbakur | 5. mar. '20, kl: 13:50:32 | Svara | Er.is | 0

Fyrirsögn mín að þessum skrifum hér er "Útlitið framundan" en því miður þá eru þetta ekki bara ágiskanir um hvað er framundan heldur að mestu staðreyndir sem eru að birtast okkur á heimsvísu.
Atburðarásin er mjög hröð.

Það er margt sem hefur áhrif á að kollsteypur eins og núna eru að raungerast með svona miklum margfölunarkrafti.

Þar má nefna að samþjöppun heimsins og uppgangur Kína hefur breytt heimsmyndinni með ógnarhraða.

Kína fjölmennasta ríki veraldar var nánast lokuð landbúnaðarland.
Nixon forseti Bandaríkjanna með Kissinger utanríkisráðherra sömdu við Deng Xiao ping helsta ráðamanni Kína eftir andlát Mao um breytingu þár á.

Deng Xiao ping hæstráðandi í Kínverska kommunistaflokknum breytti Kína og þar með heimsmyndinni og þessvegna erum við á þessum stað í dag.

kaldbakur | 5. mar. '20, kl: 14:15:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það má segja að Nixon Bandaríkjaforseti þessi mikli bragðarefur en kannski líka raunsæismaður breytti heimsmyndinni mjög.
Nixon var nánast eins og "Stúlkan Með Eldspíturnar" í ævintýrinu þegar hann opnaði fyrir Kína gluggann útí veröldina.

Júlí 78 | 5. mar. '20, kl: 16:04:11 | Svara | Er.is | 0

Já og ellilífeyrir hækkaði um 3,5% um áramót. Heldurðu ekki að gamla fólkið hafi glaðst mikið yfir því? A.m.k. held ég að alþingismenn og ráðherrar hafi glaðst mikið yfir línum launahækkunum þegar þau voru ca. 45%....Og Bjarni Ben kom í sjónvarpið mjög glaður í Ísland í dag, allt fínt og flott hjá honum og hann í góðu skapi, reyndar kosningaskapi sýndist mér...þá er alltaf allt svo fullkomið hjá honum....og ekki verra fyrir okkur öll að fá að vita að konan hans er frábær kokkur! Svo fengum við að sjá hann sinna einu barninu sínu, setja á það skólatöskuna og svoleiðis minnir mig....já gott að vita að Bjarni Ben er frábær pabbi líka, hver kýs hann ekki næst? Reyndar ekki ég, er alltof jafnréttissinnuð til þess...eða eigum við ekki frekar að segja réttlætissinnuð?
https://lifdununa.is/grein/ellilifeyrir-haekkadi-um-35-um-aramot/

kaldbakur | 5. mar. '20, kl: 16:36:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú jú Júlí jafnréttis og réttlætis ollt gott um það að segja.
En heimurinn er bara svona eins og hann birtist okkur hér á Íslandi eða annarsstaðar.
Hvergi meir jöfnuður en hér og minnsti launamunur.
Þú sem hugsandi kona Júlí sérð að við erum að tala um einhverja með minnstu tekjur eftir skatt og fá um 280 þús kr. og svo þann sem er talinn með mjög góð laun um 750 þús. brutto og um 540 eftir skatt.
Kr 280 þús er sagt dauðadómur og kr 540 þús nánast lúxus ofurlaun.
Þarna er mjög lítill munur á launum rett um tvöföld.
En sá með 540 þús útborguð fær allskonar skerðingar á þjónustu og greiðir langtum hærra víðsvegar í þjóðfélaginu.
Ég held að 280 þús kr laun útborguð sem lægstu laun séu mjög góð laun miðað við heiminn allan.
Enda segja allar tölur t.d. OECD og fleiri stofnana að svo sé.
Og svo er reynslan ólýgnust því að það er mikil ásókn í að komast á laun hjá okkur - folk sækir hingað að allstaðar úr heiminum.

Júlí 78 | 5. mar. '20, kl: 17:37:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Reyndar bara útborgað um 265.900 samkvæmt reiknivélinni ef um einstakling er að ræða sem býr einn (með heimilisuppbót). Fólk í fullri vinnu á leikskóla lifir ekki á svona launum, heldurðu þá að gamlinginn geri það? Heldur ekki að margir gamlir séu t.d. ekki með miklu meiri lyfjakostnað?  Gamalt fólk þarf líka að borga ýmislegt sem snýr að þeirra húsnæði. Sumir í íbúðum aðrir í húsi og þá fylgir með mikill kostnaður vegna trjáklippinga, trjáúðunar, grassláttar og meiri viðhald á húsi heldur en á íbúð. Já satt að segja þá held ég að það myndi ekkert gleðja ríkisstjórnina meira heldur en að gamlingjarnir fækki nú tölunni (vegna kórónuveirunnar)...Það er líka von á holskeflu af miklum fjölda gamalmenna á næstu árum...

kaldbakur | 5. mar. '20, kl: 18:22:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tveir gamlingjar með um 600 þús kr útborgað og hafa komið sér þokkalega fyrir. Hugsað eitthvað um ellina en ekki eytt öllu í vitleysu eins og t.d. tattó, dýrar sumarferðir eða lúxusbíla, þeir komast bara þokkalega af. Hinir sem hafa kannski eytt peningum í að kaupa sér tattó (hehe ) eða annað afn vitlaust drasl eða eyðslu þeir verða bara að taka því. Þannig er bara lífið.

Júlí 78 | 5. mar. '20, kl: 17:43:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Svo ef við eigum að bera okkur saman við önnur lönd þá verðum við líka að tala um hvað allt er dýrt hér á landi.
Í þessari grein segir:
„Afraksturinn er sá að stór hluti íslensku þjóðarinnar getur ekki verið heima hjá sér, af því föðurland þess, móðurjörð þess, er dýrasti staður á jarðkringlunni. Fyrir ungt fólk getur það kannski á vissan hátt verið spennandi að flýja, en að hrekja eldri borgara úr landi, er viðbjóðslegt og óafsakanlegt. Ætlar virkilega enginn að verja hagsmuni þessa fólks?“


https://www.dv.is/frettir/2020/01/30/halldor-island-er-oafsakanlega-dyrt-land-eg-thekki-heilan-mokk-af-ungu-folki-sem-hefur-fluid-island/
kaldbakur | 5. mar. '20, kl: 18:07:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já já það vita allir að Ísland er dýrt land en kaupmátturinn er mikill miðað við laun.
Og það sem ég var að segja um 280 þús útborguð lágmarkslaun og 540 þús útborguð laun (750 þús brutto) sem eru sögð mjög há er ekki mikill.
Langtum meiri launamunur víðast erlendis. Lágmarkslaunin hér eu langtum hærri en víðast í Evrópu þar sem lágmarkslaun eru kannski um 100 þús kr. og þá er búið að leiðrétta gagnvart kaupgetu.
Það er hvergi betra að lifa á lágmarkslaunum en hérlendis ef allt er tekið með - allskonar bætur og afslættir sem öðrum tekjuhærri býðst ekki.
Hitt er bara rugl. Ellilífeyrisþegar með um 250-280 þús útborgað eftir skatt hér og fara til Spánar eru að segja að þeir lifi eins og greifar á Spáni.
Já gamalt folk á Spáni er ekki með eins góð eftirlaun frá sínu landi. Eftirlaunaþegar á Spáni eru bara langtum verr staddir en eftirlaunaþegar sem koma frá Íslandi til Spánar. Segir það þér ekki eitthvað Júlí ?

Júlí 78 | 5. mar. '20, kl: 21:08:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú hlýtur að skilja kaldbakur að fólk sem er kannski að fá 260 þús. útborgað er ekkert að eyða peningum hægri vinstri, frekar að það eigi engan afgang og jafnvel frekar skuldir heldur en hitt. Eða heldurðu að þú myndir safna þér fyrir einhverju með þær tekjur, eða heldurðu að þú myndir segja að kaupmátturinn hjá þér væri þá mikill? Væri hann þá ekki frekar enginn?

kaldbakur | 5. mar. '20, kl: 23:59:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég geri mér alveg grein fyrir að folk sem situr neðst á botni launastigans er ekki í bestri stöðu til að lifa góðu lífi.
Það er bara mjög eðlilegt að sá sem er í þeirri st-öðu sé ekkert yfir sig hrifinn, þannig á það líka að vera.
Flestir sem sitja eftir á botninum þegar komnir langt yfir miðjan aldur og hafa ekki undirbúið sig undir tekjuminni ár síðar á æfinni geta sjálfum sér um kennt og þannig á kerfið akkurat að virka til að þessi staða sé ekki eftirsóknarverð.
Það er verra með þá sem hafa misst heilsu eða bara fæddir með skerta getu til að takast á við lífið.
Þannig folk á að fá sem besta aðstoð samfélagsins í raun væri best að sameiginlegt "tryggingarkerfi" gripi þar inní og llyfti þeim einstaklingum skör ofar en þeir lægstu hafa.
Allt lífið verður í raun og veru að hafa hvata til að gera vel og hvetja til sjálfsbjargar.
Þetta er rétt eins og í trúarbrögðunum að folk sem breytir rétt til góðs í anda trúarinnar (þeirra trúarbragða sem hvetja fólk til góðra verka) er sgt munu upp skera vel í sálu sinni og jafnvel eftir dauðann.
Hinir illu og þeir sem aðhillast slæma siði eigi sér vísan stað hið neðra í helvíti.
Boðskapurinn getur vart verið augljósari.

Júlí 78 | 6. mar. '20, kl: 02:22:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú veist það nú að í gamla daga þótti það nú sjálfsagt mál að konur væru mikið heimavinnandi með sínum börnum. Ekki í einhverri leti heldur auk þess að gæta barnanna og hugsa um þau þá prjónuðu þær á alla fjölskylduna, bökuðu jafnvel í hverri vikku, saumuðu fötin á krakkana sína og svo framvegis. Þannig að ég neita því að láta eins og þær hefðu ekki verið með einhverja fyrirhyggju, þær voru sjálfsagt bestu húsmæðurinar! En svo voru líka til konur sem að gerðu flest af þessu öllu en unnu heilmikið úti og það í alls konar störfum. Ég veit um eina þannig og hún fær ekki krónu frá Tryggingastofnun, fær bara út úr lífeyrissjóði og ég get sagt þér að hún hefur það ekki betra en hin sem borgaði í engan lífeyrissjóð. Ég get alveg fullyrt að konur í báðum þessum hópum sem ég nefni hér ættu að vera á góðum eftirlaunum en eru það ekki, sanngirni og réttlæti, nei - langt frá því.

kaldbakur | 6. mar. '20, kl: 06:16:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég er alveg sammála þér. Konur áður fyrr unnu heima við uppeldi barna saumaskap og allskonar heimilisstörf.
Þessi kynslóð kvenna fæddar uppúr aldamótum 1900 til kannski 1950 eru auðvitað færri lifandi í dag, en voru ekki að fá neitt úr Tryggingastofnun eða lífeyrissjóðum.

Óréttlætið sem þú nefnir um konu sem fær væntanlega yfir 500 þús kr brúttó úr lífeyrissjóði en er ekki að fá neitt úr TR er þekkt dæmi.
Fólki er nánast refsað fyrir að hafa byggt upp þokkaleg kjör til að njóta á efri árum.
Hinir sem jafnvel hafa ekki hirt um að greiða í lífeyrissjóði eru að uppskera álíka mikið.
Þarna eru þessar skelfilegu skerðingar að verki.

Júlí 78 | 6. mar. '20, kl: 02:26:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ég þekki konur í báðum þessum hópum sem ég nefni. Góðar konur sem voru ekkert að aðhylllast slæma siði og þegar þær falla frá þá ætla ég rétt að vona að Jesú taki á móti þeim með gleði í hjarta. Það væri þá a.m.k. sönnun þess að þær stóðu sig vel og einhver kunni að meta þær.

kaldbakur | 6. mar. '20, kl: 13:18:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Júlí mín ég veit mjög lítið um Jesús okkar.
Ég var fermdur og lærði utanbókar helling af fallegum sálmum og ljóðum.
Ég held að ég sé búinn að gleyma yfir 95% af þessum ljóðalærdómi öllum en held Faðirvorinu nokkurn vegin
En ég man best ljóðin sem móðir mín kenndi mér fyrir svefninn.
En það stendur þó éiithvað eftir af þessari snertingu við kikjuna.
Mér þikir vænt um kirkjuna okkar.

Júlí 78 | 6. mar. '20, kl: 02:54:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Svo er ég ekkert viss um að konur hafi almennt getað komið börnum sínum fyrir á leiksskóla á meðan þær unnu úti í gamla daga. Voru leikskólar þá eitthvað við lýði? Ég hef a.m.k. bara heyrt af einu dagheimili (börn voru þar allan daginn) í gamla daga þar sem engir giftir eða í sambúð gátu komið börnum sínum fyrir þar. Bara einstæðar mæður og svo fólk sem var í námi gátu komið sínum börnum fyrir þar.

kaldbakur | 5. mar. '20, kl: 18:27:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eg nefni þessi tattó af því að ég var að sjá konu grenja yfir sínum kjörum. Með tattó útum allt …. segir bara hverjar áherslurnar hafa verið.

TheMadOne | 5. mar. '20, kl: 19:27:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veistu hvað svona tattoo kosta? Veistu hvaða tekjur konan hafði og hvað hún sleppti að leyfa sér þegar hún fékk þau? Þú er John Snow.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 5. mar. '20, kl: 19:46:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sorry þoli bara ekki tattó :)

TheMadOne | 5. mar. '20, kl: 20:13:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þoli ekki fordómafullt kjaftæði, það þurfa ekki allir að vera eins og þú

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 5. mar. '20, kl: 20:23:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hehe...

kaldbakur | 7. mar. '20, kl: 15:30:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég vissi það auðvitað að persona eins og þú hefur hlaðið á sig tattó af öllu tagi.
Flett í myndaalbúmi og valið sér skípamynd eða annað krot.
Skil vel að þér líkar ekki að ég sé hrifin af þessu hehe …

TheMadOne | 7. mar. '20, kl: 15:53:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

"Þér líkar ekki að ég sé hrifin af þessu..." freudian slip? Ég er ekki mikið í skrípamyndum og það er augljóst að þú hefur ekkert vit á þessu. Það er líka allt í lagi. Samt betra fyrir þig upp á að fólk taki mark á þér að þú vitir eitthvað um það sem þú talar um. Þú mátt að sjálfsögðu hafa skoðun á öllu en að gera lítið úr því sem þú skilur ekki og reyna að hamra á því eins og þú getur og verða ljótari í orðum ef þú heldur að þú sért að ná að særa fólk er það sem lætur þér vera hent hérna út.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 7. mar. '20, kl: 16:53:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já já auðvitað eru þetta bara skrípamyndir.
Þú þarft samt ekki að verða reið útaf því.
Maður hafði í den gaman að "skrípó" allskonar teiknimyndir.
Þú þarft enga minnimáttarkend að hafa að því ef þér finnst "skrípó" fallegt.

TheMadOne | 7. mar. '20, kl: 17:11:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað kallar þú skrípamyndir? Ég hef alveg séð húðflúr í þeim stíl sem ég myndi kalla eitthvað slíkt en ég er ekki með neitt þannig. Hefur þér fundist ég hafa minnimáttarkennd gagnvart þvælunni sem þú hefur reynt að klína á mig?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 7. mar. '20, kl: 17:20:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hehe nei nei elskan mín ég skil þig vel.
Þetta er þér erfitt að ég skuli ekki hafa meira álit á þessari tattó vitleysu.
En bara sorry þetta er bara fyrir mer algjört "Off".

TheMadOne | 7. mar. '20, kl: 17:40:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eins og þú veist vel er mér nákvæmlega sama hvað þér finnst, mér finnst aftur frekar leiðinleg þessi þörf þín til að gera lítið úr fólki sem er öðruvísi en þú og vera þér til minnkunar og skaða. Tilraunir til að láta hljóma eins og þú sért mikilvægur eru frekar barnalegar en við vitum hvernig þú lætur.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 7. mar. '20, kl: 19:42:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er bara ekkert að flíka smekk mínum á tattó umfram annað. Ég hef t.d. tekið undir með þeim sem finnst "Hafnartorgið" og steinsteypu og blikk kumbaldarnir þar ljótir. Þarna er ég að tala um húsin sem H&M eru. Eins finnst mér fyrirhugaður steinkumbaldi við stjórnarráðið alveg útrúlega ljótur arkitektúr. Evróvision keppnina horfi ég ekki á, alveg og flestir sem frá RUV koma varðandi þá keppni eru hreint út sagt hræðilegir. Felix Bergsson og þetta Eurovision rugl er einhver mesta smekkleysa sem ég get hugsað mér. Þetta eru bara allt saman skoðanir mínar.

Mér kemur svo ekkert við þó þú sért með tattó um allan kroppinn það er bara þitt mál. Allavegana máttu vera þannig mín vegna. Ég myndi samt setja þig skör lægra í áliti en annað fólk ef ég sæi þig eða þekkti.
Það hefði þó ekki eins mikil áhrif á mig þó þú værir t.d. á ljótum bíl eða hefðir valið ósmekklegustu físar landsins á baðherbergið þitt eða værir í forljótri kápu. Það myndi ekki setja þig neitt neðar í huga mér sem persónu.

TheMadOne | 7. mar. '20, kl: 20:47:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

"Allaveganna máttu vera þannig mín vegna" taaaaaakk... eða þannig... Hvernig þú setur fólk "skör lægra í áliti" er svo fullt af fordómum og ástæðurnar sem þú notar sem afsakanir til að tala niður til fólks eru byggðar á svo miklu bulli að skoðun þín er minna en einskis virði í mínum huga. Bara mín skoðun.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 7. mar. '20, kl: 21:08:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er bara fínt við erum þá kvitt :)

ert | 7. mar. '20, kl: 17:43:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1


ég skil ekki alveg - mér finnast tattó ljót og algjör vitleysa, alveg eins svört og grá eldhús.
En annað fólk hefur annan smekk og þess vegna skipti ég mér ekki af þessu. þetta er bara smekkur fólks.
Af hverju finnst svona mikilvægt að tjá þig um smekk þinn og sannfæra aðra um að þinn smekkur sé réttur?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 7. mar. '20, kl: 19:48:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er bara alveg sammála þér Ert um
að tattó séu ljót. Hversvegna ertu að upplýsa okkur um þessa skoðun þína, ef þér finnst óþarfi að aðrir geri það ? ???

ert | 7. mar. '20, kl: 20:55:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Þú varst ekki að tala um smekk þinn. Þú ritaðir: " Eg nefni þessi tattó af því að ég var að sjá konu grenja yfir sínum kjörum. Með tattó útum allt …. segir bara hverjar áherslurnar hafa verið."
Þarna er gildisdómur yfir konu með tattó. Ég lít ekki niður á fólk með annan smekk en ég. Af hverju gerir þú það?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 7. mar. '20, kl: 21:33:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var ekkert að segja annað en .að að það væri gáfulegra fyrir fólk sem er blankt að eyða aurun í eitthvað þarfara en tattó. Þú hlýtur að vera sammála mér í því ?
Þetta er bara rétt eins og að það væri betra að spara og leggja fyrir í stað þess að reykja ekki satt ?

TheMadOne | 7. mar. '20, kl: 21:42:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú veist ekkert um hvort konan var blönk þegar hún fékk tattooin eða hvort hún fékk þau að gjöf. Þú gætir alveg eins sett út á að fötin hennar væru of fín til að hún væri blönk.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 7. mar. '20, kl: 21:58:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú veist bara ekkert um hvaða konu ég var að meina heheh

kaldbakur | 7. mar. '20, kl: 22:09:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún hefur kannski bara fæðst með tattó ?

TheMadOne | 7. mar. '20, kl: 22:22:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað meinarðu? Þú sérð stutt viðtal við manneskju og þú þykist vita allt um hennar líf og vera í aðsöðu til að dæma hana?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

ert | 7. mar. '20, kl: 21:59:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


TheMadOne hefur að mestu svarað þessu.
En svo viðurkennirðu að líta lítur niður á fólk með tattó.
"Ég myndi samt setja þig skör lægra í áliti en annað fólk ef ég sæi þig eða þekkti.
Það hefði þó ekki eins mikil áhrif á mig þó þú værir t.d. á ljótum bíl eða hefðir valið ósmekklegustu físar landsins á baðherbergið þitt eða værir í forljótri kápu. Það myndi ekki setja þig neitt neðar í huga mér sem persónu." 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 9. mar. '20, kl: 01:02:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að þú skiljir ekki þetta sem ég segi

Þó ég hafi minna álit á einhverjum sem er með tattú en hinum sem hefur hreina húð, þá merkir það ekki endilega að ég sé að líta niður á þann með tattú.

Sem dæmi þá get ég haft meira álit á t.d. Bjarna Ben en þér og er því að setja þig skör lægra en Bjarna í mínu áliti. Það þýðir ekki að ég sé að líta niður á þig.

Þú verður að fara að tileinka þér betri skilning á málinu okkar :)

ert | 9. mar. '20, kl: 09:11:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það að þú setjir fólk skör lægra þýðir að þú lítur á það eins og hvern annan. Ók

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 9. mar. '20, kl: 10:00:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei nei bara eins og ég sagði. Þessi með tattó er bara í minna áliti hjá mér ekkert annað :)

 
ert | 9. mar. '20, kl: 10:35:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já maður getur haft ekkert álit á fólki og jafnvel fyrirlitið það en maður lítur samt á það sem jafningja.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 9. mar. '20, kl: 11:22:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er auðvitað bara þitt mál.

TheMadOne | 5. mar. '20, kl: 20:15:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Btw hvað kemur þér við hvernig húðin á öðrum er?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 6. mar. '20, kl: 00:11:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég get alveg haft skoðun á því hvernig fólk fer með líkamann sinn.
Mér finnst það bara skipta okkur öll máli bara eins og reykingar eða annað, sem reynt er að stýra fólki frá.
Það má líkja þessu við hernig borgin okkar upp byggð af byggingum og öðru sem við höfum daglega fyrir augunum, fólk á að hafa skoðun.
Hræðilegt að sjá hvernig sumt fólk hefur farið með líkamann sinn með allskonar skrípamyndum og kroti..
Það er nú hægt að skoða forsíðu Fréttablaðsins í morgun til að sjá þetta með eigin augum.

TheMadOne | 6. mar. '20, kl: 00:36:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ertu að bera saman húðflúr og reykingar? Maður drepur sjálfan sig og mengar fyrir öðrum, skilur eftir óþverra á veggjum og þráláta lykt í húsnæði sem hefur verið reykt í en húðflúr er bara eitthvað sem fólk velur að setja á húðina á sér engum öðrum til ama. Hefurðu jafn miklar skoðanir á fötum sem fólk er í og hvernig hárið á því er? Bílar sem fólk á? Finnst þér það koma þér við?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 6. mar. '20, kl: 01:47:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er eingöngu að lýsa skoðun minni á þessu rugli sem tattó er komið í.
Hræðilegt að fara í sund eða á líkamsræktarstöð og sjá þetta fólk.
Þetta er aðallega smekkleysa og maður fyllist jafnvel vorkunnsemi að sjá þennan hrylling á fólki.
Ég álít að það sé svosem engin ástæða að banna fólki að vera svona ósmekklegt þó að það væri kannski athugandi.

En hér sérðu gott dæmi um hryllinginn:
https://frettabladid.overcastcdn.com/documents/200305.pdf

TheMadOne | 6. mar. '20, kl: 01:58:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þér er vorkunn. Þú þolir engan fjölbreytileika, allir eiga að vera eins. Mikið hlýtur lífið að vera leiðinlegt hjá þér. Ég get lofað þér að enginn með húðflúr hefur nokkurn áhuga á vorkunn frá þér, þeim er líka örugglega nákvæmlega sama hvernig þú líkur út. Hvernig í ósköpunum ætlarðu að rökstyðja bann á húðflúrum? Eyrnalokkar bannaðir líka? Bannað að plokka augnabrýr? Kannski banna andlitsfarða? Banna háhælaða skó?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 6. mar. '20, kl: 21:23:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hehe … ég var bara að segja að mér líkar ekki tattú.
Finnst það líka bara ósmekklegt og ljótt.
Það fer alveg hræðilega í taugarnar á þér að ég skuli hafa þessa skoðun … bara gaman að því.
En þú mættir aðeins hemja þig … þetta hlýtur að trufla þig í lífinu ?
Ertu mjög pirruð og fljót upp yfirleitt ?

TheMadOne | 6. mar. '20, kl: 21:55:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef enga ástæðu til að hemja mig og skipti ekki skapi fyrir nettröll eins og þig frekar en ég pirra mig á sudoku í tölvunni, reyndar held ég að ég pirri mig meira á erfiðri sudoku.Ég tikka í svo mörg box yfir það sem þú þolir ekki að það er bara fyndið. Er að spá að ganga með slæðu bara fyrir þig... Þú missir þig alltaf í lýsingum á því sem þér mislíkar sem hefur endað með straffi oftar en einu sinni svo að the joke is on you...

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 7. mar. '20, kl: 14:35:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er þetta nú ekki bara komið gott hjá þér í bili ? :)

TheMadOne | 7. mar. '20, kl: 14:49:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú veist að þú getur bara stjórnað sjálfum þér, ekki öðrum? Ef þú ert eitthvað þreyttur á fólki á netinu getur þú alltaf lokað því og gert eitthvað annað.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 7. mar. '20, kl: 15:02:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já bara gaman að þessu mín kæra.
Ertu nokkuð farin að spá í sumarið ?

kaldbakur | 7. mar. '20, kl: 15:13:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veistu TheMadOne það er okkur mjög dýrmætt að fá svona góða punkta frá þér.
Endilega haltu áfram á sömu braut.

kaldbakur | 9. mar. '20, kl: 07:15:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Halldór þessi sem ú ert að visa til og kallar sig rithöfund bullar allstaðar og sér allt í einhverju rugli.
Hann dásamar strendur og veður Ítaliu og segir svo hvað Ítalir eru óhamingjusamir (sennilega óhamingjusamari en Íslendingar eftir lýsingum hanns) æi Facebook síðu sinni :
"...… En þrátt fyrir þetta er lífið á Ítalíu ekki paradís. Næstum því annar hver Ítali er þjakaður af djúpstæðri óhamingju. Þetta hlutfall gerir Ítali hvorki meira né minna en að óhamingjusamasta fólki í Evrópu, takk fyrir túkall. Sömuleiðis eru næstum því tvöfalt fleiri einmana og líður eins og þeir séu algjörlega látnir afskiptir á Ítalíu heldur en almennt tíðkast á evrusvæðinu. Tveir þriðju óttast að missa vinnuna.
Hvernig stendur á því að þetta fólk er svona óhamingjusamt? Walter Mayr, blaðamaður Der Spiegel á Ítalíu, leitar að svarinu við þessu í nýrri grein í tímaritinu. Hann ferðast milli Feneyja, Sikileyjar og Rómar og talar þar við íbúa um hvað veldur þessari gegndarlausu bölsýni. Niðurstaðan er einna helst sú að Ítalir fyrirlíta ríkið og sjá það sem yfirgengilega gráðugt batterí sem gerir ekkert annað en að þjónusta sig sjálft, en ekki fólkið í landinu. Þetta er viðhorf sem hefur farið mjög vaxandi eftir efnahagskreppuna þar árið 2011. …… "

kaldbakur | 9. mar. '20, kl: 07:05:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessi Halldór Armand Ásgeirsson er ungur drengur, dæmigerður bullari sem telur upp allskonar rugl varðandi Ísland.
Hann er að útlista hvað allt sé hér vont hátt verðlag, fasteigna og leiguverð,
Ekkert nema vinna og skuldir segir drengurinn. Hann fer líka að nefna gular viðvaranir vegan veðurs, hætta á eldgosum og öðru álíka.
Halldór þessi heldur að Íslendingar eigi einhver heimsmet í landflótta ! Hvað sjáum við allt í kringum okkur milljónir og hundurð milljóna flóttamanna allslausir útúm allan heim. Hungursneiðir og hörmungar.
Þessi Halldór Armand Ásgeirsson sem Dv kallar rithöfund og útvarpsmann, ætti nú að líta betur í kringum sig og hugsa eitthvað í stað þess að bulla svona.

Það er rétt að hér er hátt verðlag en á móti kemur að launin eru einhver þau hæstu í heiminum.
Þegar hátt verðlag og há laun eru heimfærð í kaupgetu og leiðrétt gagnvart gengi þá verður útkoman sú að Ísland er með einhver bestu lífskilyrði á heimsvísu hvað þetta varðar. Svo bætist við að Ísland er tiltölulega friðsælt og þróað ríki með ágætis heilbrigðiskerfi miðað við flest lönd. Þó að ýmislegt megi bæta hér þá er Ísland almennt séð á svipuðu róli og þau lönd í Efrópu þar sem lífskjör og öryggi almennings er hvað best.

Hauksen | 7. mar. '20, kl: 00:49:11 | Svara | Er.is | 0

þú ert nú ekki sá bjartsýnasti verð ég að segja

Framsóknarflokkurinn keypti DV í nóvember 2014.

kaldbakur | 7. mar. '20, kl: 08:09:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já Hauksen þú telur mig ekki sérlega bjartsýnan vegna þessa Kórónuvesens.

Þetta sem ég hef sagt hér um áhrif Covin_19 er nú eingöngu vegna efnahagslegra áhrifa, ég hef sleppt að nefna áætluð og hugsanleg dauðsföll sem er jú kannski það sem gæti verið verstu afleiðingar kórónu veirunnar ?

Annars er mest af þessu sem ég hef sagt hér gripið upp af netinu og atburðir sem hafa skeð eða eru nánast borðliggjandi.

Það má kannski segja að ég hafi ekki verið að útlista mikið um að mögulega muni þessi faraldur geysa skamman tíma og ganga yfir eins og venjuleg innfluensa á kannski 3 - 4 mánuðum. Það finnst mér eiginlega það besta sem maður gæti vonað að gerist úr því sem komið er.

Það er alveg hugsanlegt eins og læknar og vísindamenn segja að faraldurinn geysi hér bara eins og venjuleg innflúensa. Nokkur fjöldi veikist og þá mjög vægt og að við getum varið þá veikustu sem er eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma, sem er talin mest hætta af veirunni. Fyrirbyggjandi aðgerðir upplýsingagjöf og varfærni sérstaklega .þessa hóps sem er í mesta áhættu, eldra folk 70 ára og eldra og svo sjúklingar.
Þetta er það sem er hægt væri að nefna og gæti taliist til jákvæðni eða bjartsýni.
Ég ætla hér með að leyfa mér að vona að svo fari og tel töluverðar líkur á að svo verði.

Ef maður ætti að reyna að finna jákvæðari hlut vegna þess efnahagslega skaða sem veirufaraldurinn hefur og mun augljóslega valda þá er það
svipað atriði eins og ég nefni hér að ofan. Helsta vonin og það sem mun hugsanlega draga verulega úr skaðanum er að faraldurinn renni yfir á ekki lengri tíma en 3 - 4 mánuðum.

kaldbakur | 7. mar. '20, kl: 09:59:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Margir kvarta yfir svartsýni.
Reykjavíkurbréf MBL í dag bendir á jákvæðan punkt:
https://www.mbl.is/bladid-pdf/2020-03-07/2020-03-07-all.pdf?_t=1583569884.5269346

"Nú vill svo einkennilega til að ekkert eitt hefur gert
annað eins átak í loftslagsaðgerðum og kórónuveiran
ein hefur gert á örfáum vikum. Mjög hefur dregið úr
öllum óþarfa ferðalögum. Meira að segja vinsælustu
alþjóðlegu ráðstefnurnar um baráttuna gegn loftslagsvánni,
sem hafa reynst einkaþotnavænstu fyrirbæri seinustu ára, eru nú mun færri en vant er. "

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Gengisvísitalan lækkar aftur? amina5 8.5.2020 9.5.2020 | 17:46
Gæsin er mætt aftur Sessaja 6.5.2020 9.5.2020 | 17:41
Enn ein mistökin ! Flactuz 5.5.2020 9.5.2020 | 02:38
Hjalp er endalaust að blæða ur leghálsinu Loufugl 7.1.2020 9.5.2020 | 02:31
Hvar get ég keypt Melstonin hérlendis? elskum dýrin 8.5.2020 8.5.2020 | 20:40
Rannsóknarverkefni Missoverkefni2020 8.5.2020
Nýjustu skoðanakannarnirnar Júlí 78 6.5.2020 7.5.2020 | 23:04
Kefir - fæst svoleiðis á Íslandi? goge70 24.2.2016 7.5.2020 | 16:26
Afmælisdagurinn hennar serjin 3.5.2020 7.5.2020 | 16:06
svæfing og hálsbólga lebba 5.5.2020 7.5.2020 | 13:48
Tryggingastofnun bergma 6.5.2020 7.5.2020 | 13:12
Mótefnamælingar hjá Heilsugæslu Gormagleypir 7.5.2020
Tími til að banna egg? Hr85 2.5.2020 7.5.2020 | 11:55
Næsta framtíð - þessi öld sem við lifum á. kaldbakur 7.5.2020 7.5.2020 | 05:42
Peningar Blómabeð 4.5.2020 6.5.2020 | 20:08
Endurfjármögnun? loveva 3.5.2020 6.5.2020 | 17:33
Gólfmottur looo 30.4.2020 6.5.2020 | 16:30
Danskin sokkabuxur unadis99 6.5.2020
Gömul matar og kaffistell kolbrun93 6.5.2020 6.5.2020 | 09:52
Efling og verkfallsgleðin kaldbakur 5.5.2020 6.5.2020 | 02:14
Fá úr tryggingum hjá Sjóvá? GelleG 5.5.2020 5.5.2020 | 22:21
M e r k i l e g t ? Kristland 5.5.2020 5.5.2020 | 20:47
Kaffivélar seppalina 4.5.2020 5.5.2020 | 19:51
ramagnsvespa thomas2 5.5.2020
Rafmagnsreiðhjól!! kirivara 5.5.2020 5.5.2020 | 16:19
permanent se 5.5.2020
Krónu Krakkar clanki 31.3.2020 5.5.2020 | 10:27
Hefur einhver hérna farið nokkrum sinnum í Covid-19 prufu? Hr85 3.5.2020 4.5.2020 | 23:34
Hvað heitir þetta lag með Bubba ??? silungur 25.2.2007 4.5.2020 | 19:52
Setja mynd á kodda? Sessaja 4.5.2020
Hvað á heimurinn að gera við Kína ? kaldbakur 2.5.2020 4.5.2020 | 17:42
Icelandair Voucher Alisabet 1.5.2020 4.5.2020 | 16:20
Kettlingur með umbilical hernia Loufugl 4.5.2020 4.5.2020 | 14:09
uppsögn á leigu tove 30.4.2020 4.5.2020 | 12:56
Bílar bakkynjur 1.5.2020 3.5.2020 | 22:52
Borga féló á mánudaginn ?? iconic 1.5.2020 3.5.2020 | 21:02
Stærð á hjóli fyrir 6 ára neutralist 23.4.2020 3.5.2020 | 00:04
Grunnskólar á Akureyri, Oddeyrarskóli vs. Glerár?? mækúldjakkson 28.4.2020 2.5.2020 | 21:59
Hver er hin efnahagslega staða Íslands og þjóðfélagsins ? kaldbakur 30.4.2020 2.5.2020 | 00:38
Hvaða Apótek í Reykjavík eru opin í dag? bergflétta104 1.5.2020 1.5.2020 | 15:14
Fjarnám lonelybee 30.4.2020 1.5.2020 | 15:06
Brúðkaupsleikur bkbhg 18.7.2014 1.5.2020 | 12:58
john lennon er snúinn aftur Twitters 30.4.2020 1.5.2020 | 12:44
Íbúð í ólagi etir kaup - hver er mín réttindi? megagells 28.4.2020 30.4.2020 | 21:35
Rafmagnshjól eða rafmagnshlaupahjól ?? Helga31 30.4.2020 30.4.2020 | 17:15
Gísli Marteinn Hr85 10.5.2018 30.4.2020 | 15:40
Trampólín - hvar er best að kaupa þessi flykki? pælari 5.5.2008 30.4.2020 | 08:32
Íslenskt kvennaríki ? Flactuz 27.4.2020 29.4.2020 | 15:55
Miðlar meðmæli? Smurfer21 9.4.2020 29.4.2020 | 15:47
Við erum laus við Evrovision en ekki hitt ! kaldbakur 23.4.2020 29.4.2020 | 15:46
Síða 3 af 24447 síðum
 

Umræðustjórar: joga80, krulla27, aronbj, Gabríella S, MagnaAron, tinnzy123, superman2, Bland.is, Krani8, Coco LaDiva, vkg, TheMadOne, anon, mentonised, ingig, rockybland, flippkisi