Útlitið framundan ?

kaldbakur | 5. mar. '20, kl: 10:40:28 | 644 | Svara | Er.is | 0

Það er ekki hægt að segja að útlitið í heiminum sé mjög bjart um þessar mundir.

Hamfarahlýnun - Fólksflótti, hitabylgjur, skógareldar, fellibilir, flóð, þurrkar og hungursneiðir.
Styrjaldir - Hörmungar og gífurleg eyðilegging verðmæta.
Afleiðingar af hamfarahlýnun og styrjöldum birtast okkur í gífurlegum fólksflótta, þar sem fólk flýr heimili og hamfarasvæði í leit að betra lífi annarasstaðar.
Við bætist svo Drepsótt sem er Covin 19 veirufaraldur sem er að leggja undir sig heiminn og enginn veit hvernig endar.

Fyrirsjánlegar og þegar sýnilegar afleiðingar á heimmsvísu:

Milljónaborgir víða í Asíu eru nánast lokaðar. Fólk kyrrsett heimavið og sækir ekki vinnu né skóla.
Efnahagur ýmissa landa er í rúst. Gjaldmiðlar heimsins flökta
Miklar verðlækkanir á hlutabréfavísitölum út um allan heim og trilljónir í dollurum gufa upp.
Gjaldþrot blasir við bönkum og ýmsum stórfyrirtækjum útum allan heim.
Ferðalög almennings leggjast nánast af og túrismi á heimsvísu dregst gífurlega saman.
Flugfélög hætta ferðum til ýmissa landa, draga saman seglin innanlands og mörg fara í gjaldþrot.
OECD telur að Covin 19 veirufaraldurinn sé mesta ógn við efnahagslífið frá bankakreppunni 2008.

Ástandið á Íslandi:
Við fall WOW drógust farþegaflutningar til og frá Íslandi saman um 25% á árinu 2019.
Miklar eyðileggingar innanlands í óveðrum og snjóflóðum í des 2019 og jan/feb 2020.
Óöryggi og lýst yfir hættuástandi vegna jarðskjálfta og landsriss nærri þéttbýlasta stað landsins á Reykjanesskaga.
Verkföll í höfuðborginni Reykjavík ýmis grunnþjónusta almennings lömuð.
Yfirvofandi verkfall opinberra starfsmanna útum allt land sem mun lama nánast alla opinbera þjónustu.
Kórónuvírussmit (Covin 19 veiran af stofni L) á Íslandi eru talin með þeim mestu á heimsvísu miðað við höfðatölu.

Fyrirsjáanlegar afleiðingar þessa alls hérlendis.
Ferðamönnum til íslands mun fækka um ca. 25% annað árið í röð.
Gengisfelling Íslensku krónunnar er mjög líkleg á árinu og gæti það fall verið ca. 15 - 25%
Gjaldþrot blasir við ýmsum fyrirtækjum aðallega í ferðaþjónustu, fólksflutningum og byggingariðnaði.
Atvinnuleysi mun aukast mjög, en það er í dag um 10 þús. manns á atvinnuleysiskrá og ekki ólíklegt að sú tala tvöfalist á árinu.
Verð allra neysluvara hérlendis mun hækka og þar með kjör almennings.
Kjör þeirra lægst launuðu og aldraðra mun verða lakari og ekki síst þeirra sem flutt hafa erlendis og byggja afkomu á eftirlunum frá TR.
Uppbygging íbúðarhúsnæðis mun stöðvast.
Gjaldþrot blasir við ýmsum fjárfstingarsjóðum og jafnvel bönkum vegna hótelbygginga og fjárfestinga tengt ferðaþjónustu.

 

ert | 5. mar. '20, kl: 12:20:32 | Svara | Er.is | 1

Púff maður þetta er það svartasta í heimsögunni í meira 100 ár. Seinni heimstyrjöldin hljómar eins og sumarfrí miðað við þetta

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 5. mar. '20, kl: 12:52:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jamm við höfðum hér stjórnmálaflokk sem kallaði sig "Björt Framtíð" við vitum öll hvernig fór fyrir þeim.

spikkblue | 6. mar. '20, kl: 16:56:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er búið. Við getum öll gleypt blásýruhylkin okkar núna!

T.M.O | 6. mar. '20, kl: 18:37:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Elítan flutt í neðanjarðarbyrgi og bíður þar þangað til restin af liðinu er dautt...

spikkblue | 7. mar. '20, kl: 12:27:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En hvað gerir elítan þegar hún kemur upp úr byrginu og fattar að það er enginn til að skeina á henni rassgatið?

Eruði búin að horfa á myndina Parasite?

T.M.O | 7. mar. '20, kl: 14:16:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og peningar eru tilgangslausir þar sem þú getur ekki borðað ímyndaðar tölur á ímynduðum reikningum? Nei ég er ekki búin að sjá hana ennþá

kaldbakur | 12. mar. '20, kl: 10:37:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já Ert það er núna vika síðan ég lýsti útlitinu og þú og margir aðrir sögðu mig óþarflega svartsýnan.
Hlutirnar hafa nánast gengið eins og ég spáði en þó kannski mikið hraðar.
Mörg lönd eru að loka skólum og opinberum stofnunum og jafnvel eru nokkur lönd Evrópu lokað landamærum sínum.
Donald Trump forseti US hefur lokað á allt farþegaflug frá Evrópu til US
Manni sýnist samt að íslenskir ráðamenn séu enn nokkuð bjartsýnir varðandi t.d. gengið að krónan muni ekki falla að ráði.
Ég held að það sé borin von krónan verður að gefa eftir því að það er lækningin fyrir ferðamannaiðnaðinn.

ert | 12. mar. '20, kl: 10:51:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég alveg sammála. Seinni heimstyrjöldin er lítið málið miðað þennan faraldur.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 12. mar. '20, kl: 12:23:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei en það sem er breytt að nú færðu "stöffið" beint í æð, hlutirnir gerast strax.
Af því að þú ert svo mikið bundin við stríðsrekstur fyrir 70 árum þar sem Hitler, Stalín, Churschill og Rosenvelt tókust á þá er myndin svolítið önnur mín kæra. Svo ég hjálpi þér líka við að heimfæra styrjaldarmyndina þína yfir á nútímann þá var óvinurinn sýnilegri þá en nú. En það tekur þig víst einhvern tíma að heimfæra þetta milli svona langs tímabils og það er bara skiljanlegt. En svo getum við kannski líka átt von á stökkbreytts skilings hjá þér rétt eins og veirurnar stökkbreytast ?

T.M.O | 5. mar. '20, kl: 12:58:11 | Svara | Er.is | 1

Notkun orðsins"drepsótt" er ágætis samantekt á ýkjum og hreinum skáldskap á þessum vegg af bulli.

kaldbakur | 5. mar. '20, kl: 13:08:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

:Þetta eru nánast allt staðreyndir sem ég er að segja þarna.
Ástandið í mörgum borgum Kína er ógnvekjandi. Jafnvel Peking er lömuð.
Svipað ástand í S-Kóreu og Ítalía er nánast lömuð.
Upplýsingar fást ekki frá mörgum löndum þar sem harðstjórn og óreiða ríkir eins og í Íran og þar er ástandið talið ógnvekjandi.
Nýlegur aukin fólksflótti og hörmungar í Mið-Austurlöndum til Evrópu veldur auðvitað skelfingum.
Vonandi gengur þetta fljótt yfir - en það veit því miður enginn.
Þú ert alltaf við sama hornið að finna eiithvað aukaatriði það er ekkert nýtt.

T.M.O | 5. mar. '20, kl: 13:22:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú ert að pakka nokkrum sannleikskornum í stórar pakkningar af bulli og ýkjum. Það er kallaður hræðsluáróður. Hræðsluáróður er að valda óþarfa ótta og vandamálum sem þú ert að lýsa á sama tíma. Niðurstaðan er sú að þú ert vandamálið (og fleiri félagar þínir) frekar en vírusinn. Hann hefur ekki tilgang en þú og vinir þínir hafa hann.

kaldbakur | 5. mar. '20, kl: 15:02:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þú segir nokkuð kerlingin mín !
En stóra málið varðandi Ísland og efnahagsmálin verkföll og aðra vitleysu þá er staðreyndin sú "Það er löngu búið að borða brauðið" !
Já það er fyrir löngu búið að borða brauðið sem verkalýðsleiðtogarnir vilja fá.
Verkalýðurinn hefur étið þetta brauð.

T.M.O | 5. mar. '20, kl: 15:16:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekki heil brú í þessu hjá þér.

kaldbakur | 6. mar. '20, kl: 02:34:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Varðandi Íslenskt efnahagslíf þá má segja ýmislegt jákvætt við það og við erum sem ríki langtum betur stödd en t.d. mörg ESB ríki
Ræikiskuldir okkar hafa lækkað mikið og gjaldeyrisvarasjóðir dygrir. Alemenningur hefur greitt niður íbúðarlán í stórum stíl.

Ríki ESB í suðri eins og Grikkland, Ítalía, Spánn og Portúgal eru því mjög illa undirbúin undir augljós áföll sem bætast við lélegt efnahagsæastand ríkisskuldir og mikið atvinnuleysi. Þessi ríki hafa nánast enga möguleika til að lagfæra ástandið m.a. vegna þess að þau eru bunin í Evru. Þetta eru ríki sem byggja mikið sína afkomu á túrisma og gengisfelling væri milkil súrefnisinnspýting í efnahgslíf þeirra en þau ráða að sjáfsögðu engu um gengi Evru.

En þú að ýmsir telji mig of svartsýnan þá er ég það alls ekki, Varðandi staðreyndir sem okkur varðar og ég nefni ekki eru t.d.:
1. Loðnubrestur æi tvö ár.
2. Ískyggilegt útlit vegna raforkusölu til Álversins í Straumsvík.
3. Mikill hallarekstur Reykjavíkurborgar á löngu góðæristímabili gerir borgina illa tilbúna til að komast í gegnum næstu mögur ár.
4. Miklar launahækkanir síðustu ára eru að sliga öll fyrirtæki á Íslandi, kauplækkun með gengisfalli eina lausninin og gengisfall gæti orðið um 40%
5. Fyrirsjáanlegt mikið gengisfall krónu mun hækka vísitölu lána um kannski alltt að 25 - 35 % . Þeir sem hafa vísitölulán liggja illa í því.
6. Mikið verðfall á íbúðarhúsnæði, sem þú verður tímabundið gerir fólki erfitt fyrir til að losna við skuldsettar eignir. Eignaprósenta fólks fellur mikið.

darkstar | 6. mar. '20, kl: 10:13:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

1: skiljanlegt, of margir hvalir hérna, búnir að éta alla loðnuna, lausn hefja hvalveiðar á fullu.
2: raforkusala til álvers bara bull taktík.. rio tinto græddi 10 billjarða bandaríkjadollara á síðasta ári... fara ekki fet.
3: hallarekstur á borginni, who cares, taka lán til framtíðar, hætta kannski að mála allar götur og spara með því.
4: launahækkanir eru í hófi, gengisfelling er ekki möguleg þar sem gengið er á floti, ekki hægt að stýra handvirkt, veistu ekkert?
5: falli gengið mikið þá ríkur fferðamannaiðnaðurinn upp aftur því þá er ódýrt að ferðast hingað :)
6: mikið verðfall á húsnæði er mjög gott, það eikur fasteignarsölu já og lækkar fasteignargjöld hjá hinum.

kaldbakur | 6. mar. '20, kl: 10:55:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já Darkstar mér .þykir .þú nú frekar bjartsýnn og bláeygður.
1. Hvalveiðar skila engu - ómögulegt að selja kjötið
2. Rio Tinto er risafyrirtæki á heimsvísu og mun ekkert endilega láta tap hér ganga lengi. Álverið er til sölu og kaupandi finnst ekki.
3. Hallarekstur á borginni mun bitna illilega á þeim lakast settu sem eru á framfærslu borgarinnar.
4. Launahækkanir eru í óhófi. Atvinnuleysi eykst stöðugt og fyrirtki fara í þrot. Gengið fellur sjálfvirkt með minni gjaldeyristekjum.
5. Gengisfellingin mun auðvitað efla ferðamannaiðnaðinn og útflutning t.d. á fiski, en minnka kaupmátt almennings með hærra vöruverði.
6. Verðfall á húsnæði er bæði slæmt og gott. Kaupfæri fyrir þá sem eiga peninga. Erfitt fyrir skuldsetta með vísitölulán.

darkstar | 6. mar. '20, kl: 11:41:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

1: offjölgun í hvali, þeir éta heilu torfunar af loðnu, það er samasemmerki með offjölgun hvala og loðnubrest.
2: fer að verða álskortur því kína er basicly stopp útaf covid, álverð fer upp, veit ekki hvar rio tinto ætla að opna nýtt álver, kannski wu han?
3: breitir engu, þeir geta hvort eð er ekki fengið minna en þeir eru að fá í dag.
4: launahækkanir eru lítlar, í raun mjög lágar, verður samið og fólki fækkað til að bregðast við hærri launakostnaði, 2 í stað 3 á leikskólum.
5: dregur úr of eiðslu almennings, mjög margir eiga nóg af peningum, hætta að fara til útlanda og fjárfesta hér heima.
6: ekkert erfitt fyrir einn eða neinn, þú bara býrð í þínu húsnæði og hættir að selja og kaupa á 2-3 ára fresti.

þeir sem missa vinnuna útaf ferðamanna dæminu eru 99% útlendingar, þeir fara bara aftur heim til sýn, veist þar sem þeir voru áður en
þeir komu hingað til að vinna við ferðamannaiðnaðinn, íslendingar gánga alltaf fyrir í alla vinnu á íslandi, hefur alltaf verið þannig
og verður alltaf þannig.

kaldbakur | 6. mar. '20, kl: 12:02:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já allavegana fínt ef Íslendingarnir halda sinni vinnu hérlendis.
Margt bara athyglisvert sem þú segir :)

kaldbakur | 5. mar. '20, kl: 13:50:32 | Svara | Er.is | 0

Fyrirsögn mín að þessum skrifum hér er "Útlitið framundan" en því miður þá eru þetta ekki bara ágiskanir um hvað er framundan heldur að mestu staðreyndir sem eru að birtast okkur á heimsvísu.
Atburðarásin er mjög hröð.

Það er margt sem hefur áhrif á að kollsteypur eins og núna eru að raungerast með svona miklum margfölunarkrafti.

Þar má nefna að samþjöppun heimsins og uppgangur Kína hefur breytt heimsmyndinni með ógnarhraða.

Kína fjölmennasta ríki veraldar var nánast lokuð landbúnaðarland.
Nixon forseti Bandaríkjanna með Kissinger utanríkisráðherra sömdu við Deng Xiao ping helsta ráðamanni Kína eftir andlát Mao um breytingu þár á.

Deng Xiao ping hæstráðandi í Kínverska kommunistaflokknum breytti Kína og þar með heimsmyndinni og þessvegna erum við á þessum stað í dag.

kaldbakur | 5. mar. '20, kl: 14:15:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það má segja að Nixon Bandaríkjaforseti þessi mikli bragðarefur en kannski líka raunsæismaður breytti heimsmyndinni mjög.
Nixon var nánast eins og "Stúlkan Með Eldspíturnar" í ævintýrinu þegar hann opnaði fyrir Kína gluggann útí veröldina.

Hauksen | 7. mar. '20, kl: 00:49:11 | Svara | Er.is | 0

þú ert nú ekki sá bjartsýnasti verð ég að segja

Framsóknarflokkurinn keypti DV í nóvember 2014.

kaldbakur | 7. mar. '20, kl: 08:09:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já Hauksen þú telur mig ekki sérlega bjartsýnan vegna þessa Kórónuvesens.

Þetta sem ég hef sagt hér um áhrif Covin_19 er nú eingöngu vegna efnahagslegra áhrifa, ég hef sleppt að nefna áætluð og hugsanleg dauðsföll sem er jú kannski það sem gæti verið verstu afleiðingar kórónu veirunnar ?

Annars er mest af þessu sem ég hef sagt hér gripið upp af netinu og atburðir sem hafa skeð eða eru nánast borðliggjandi.

Það má kannski segja að ég hafi ekki verið að útlista mikið um að mögulega muni þessi faraldur geysa skamman tíma og ganga yfir eins og venjuleg innfluensa á kannski 3 - 4 mánuðum. Það finnst mér eiginlega það besta sem maður gæti vonað að gerist úr því sem komið er.

Það er alveg hugsanlegt eins og læknar og vísindamenn segja að faraldurinn geysi hér bara eins og venjuleg innflúensa. Nokkur fjöldi veikist og þá mjög vægt og að við getum varið þá veikustu sem er eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma, sem er talin mest hætta af veirunni. Fyrirbyggjandi aðgerðir upplýsingagjöf og varfærni sérstaklega .þessa hóps sem er í mesta áhættu, eldra folk 70 ára og eldra og svo sjúklingar.
Þetta er það sem er hægt væri að nefna og gæti taliist til jákvæðni eða bjartsýni.
Ég ætla hér með að leyfa mér að vona að svo fari og tel töluverðar líkur á að svo verði.

Ef maður ætti að reyna að finna jákvæðari hlut vegna þess efnahagslega skaða sem veirufaraldurinn hefur og mun augljóslega valda þá er það
svipað atriði eins og ég nefni hér að ofan. Helsta vonin og það sem mun hugsanlega draga verulega úr skaðanum er að faraldurinn renni yfir á ekki lengri tíma en 3 - 4 mánuðum.

kaldbakur | 7. mar. '20, kl: 09:59:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Margir kvarta yfir svartsýni.
Reykjavíkurbréf MBL í dag bendir á jákvæðan punkt:
https://www.mbl.is/bladid-pdf/2020-03-07/2020-03-07-all.pdf?_t=1583569884.5269346

"Nú vill svo einkennilega til að ekkert eitt hefur gert
annað eins átak í loftslagsaðgerðum og kórónuveiran
ein hefur gert á örfáum vikum. Mjög hefur dregið úr
öllum óþarfa ferðalögum. Meira að segja vinsælustu
alþjóðlegu ráðstefnurnar um baráttuna gegn loftslagsvánni,
sem hafa reynst einkaþotnavænstu fyrirbæri seinustu ára, eru nú mun færri en vant er. "

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Kulnun janefox 22.10.2022 2.2.2024 | 21:13
Að gefa úr læðingi kraftinn í ChatGPT: Nýstárlegar vinnuaðferðir ElysiaElysia 19.1.2024 2.2.2024 | 20:50
Reglur fyrir Verðbréfaspilið! nar0z 31.1.2012 2.2.2024 | 15:26
Borgarlínan og gjaldþrota bogarsjóður Reykjavíkur _Svartbakur 1.2.2024 2.2.2024 | 02:23
Hitastig snjóbræðslu Begónía 1.2.2024
Veit einhver um góða saumakonu??? Nottin 7.11.2009 31.1.2024 | 07:15
Gátur Sætúnið 30.1.2024
Könnun fyrir háskólann, vantar KK AlexandraEFox 30.1.2024
Ávaxtaflugur ThorunnElla 24.8.2011 29.1.2024 | 09:52
Sjóngler atv2000 10.11.2023 29.1.2024 | 08:55
Viðgerð á bílskúrshurð 141414 28.1.2024
Hvað er um að ske ? Zjonni71 25.1.2024 27.1.2024 | 21:17
Tannlækningar í Búdapest Bella2397 12.1.2022 27.1.2024 | 09:42
Ég er að verða svo þreytt, barnið mitt er alltaf pirrað gosdrykkur 26.3.2012 26.1.2024 | 18:31
Berjast við félagsbústaði vegna leiganda Norðlenska mærin 25.1.2024 26.1.2024 | 16:13
Clear Eyes augndropar! Kastalavesen 26.1.2024
Danska - Hvar finnur maður dönskukennara? ingimarrag 7.6.2023 26.1.2024 | 08:20
hvað heitir lagið? Jónbóndi3 26.1.2024
Rafvirki oliorn1 25.1.2024
Hliðra til rafmagnstöflu oliorn1 25.1.2024
elda hafragraut aquamilk 3.6.2010 25.1.2024 | 21:19
Tjaldbúðir á Austurvelli _Svartbakur 9.1.2024 25.1.2024 | 00:14
Alþingi og flokkarnir þar. _Svartbakur 23.1.2024
upper/lower secondary school 22sept2009 10.11.2010 23.1.2024 | 10:45
Sorg áin 22.1.2024 22.1.2024 | 14:59
Húsnæðislausir Íslendingar gista sumir í Laugardal í húsbílum _Svartbakur 17.1.2024 21.1.2024 | 23:19
boðskort í fermingu... heimatilbúin lifebook 10.1.2006 20.1.2024 | 02:04
Boðskort í afmæli Sauma Konan 10.10.2004 20.1.2024 | 02:02
Hress heilsurækt vor156 30.12.2023 19.1.2024 | 13:40
Útleiga íbúðarhúsnæðis _Svartbakur 18.1.2024
Stutt klipping hugmyndir mamma Málfríðar 17.1.2024
Rjómasalat Mouse 23.12.2010 17.1.2024 | 07:44
Tannréttingar Litli maðurinn 15.1.2024 16.1.2024 | 22:41
Grindavík flekahreyfingar _Svartbakur 13.1.2024 16.1.2024 | 19:23
Aumustu fyrirtæki landsins Sorpa og Strætó eru enn einu sinni búin að skíta uppá bak. _Svartbakur 4.1.2024 16.1.2024 | 14:47
Ömurlegt comment frá Páli Óskari Vínberið 21.1.2005 16.1.2024 | 01:55
Míron Smelt Aerie 26.10.2011 16.1.2024 | 00:35
Rússland Putins og Ukranie - stærsta orrustan um Kherson við Dnipro River. _Svartbakur 23.10.2022 15.1.2024 | 04:29
brotinn framstuðari á bíl Degustelpa 23.3.2015 13.1.2024 | 22:33
Auka vinna HM000 12.1.2024 13.1.2024 | 22:31
adhd greining steini91 9.1.2024 13.1.2024 | 20:09
vantar alit (trigger warning) johnsg 13.1.2024
Fúkkalygt Helgi Helgason 10.1.2024 11.1.2024 | 15:46
Hvar fær maður þvottaefni arial i dufti kolmar 12.11.2023 11.1.2024 | 10:06
Barnateppi - hjálp firstbaby 4.7.2009 10.1.2024 | 03:59
barnateppi rúmsí 19.8.2005 10.1.2024 | 03:55
Barnateppi 2169 18.9.2012 10.1.2024 | 03:53
Hafnarfjarðarbrandarar silfurskuggi 12.7.2004 10.1.2024 | 03:49
saltkeramik ups3 9.12.2008 10.1.2024 | 03:49
skyldmenni Jackie O 28.4.2004 10.1.2024 | 03:48
Síða 4 af 47930 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Hr Tölva, Bland.is, Paul O'Brien, Kristler, annarut123, paulobrien, Guddie