V. Uppgjöf á brjóstagjöf - skipta yfir í pela?

bolikoli | 25. júl. '15, kl: 20:01:22 | 309 | Svara | Er.is | 0

Sælar mæður, núna á ég að verða mánaðargamla stelpu og er hún mitt fyrsta barn. Hinsvegar er ég alveg að gefast upp á brjóstagjöfinni. Er með sár á annarri geirvörtunni sem virðist ekki ætla að gróa og er með stór brjóst sem mér finnst oft bara vera fyrir og mér finnst brjóstagjöfin frekar veita mér vanlíða heldur en gleði og ánægju. Hef aðeins verið að hugsa um að vera bara með hana á pela en það er ekki eins gott og brjóstamjólkin og ég fæ samviskubit bara á því að hugsa um að setja hana kannski á pela. Hefur einhver lent í þessu ? Á ég að halda þetta út eða ?

 

nefnilega | 25. júl. '15, kl: 21:00:57 | Svara | Er.is | 2

Ég reyndi brjóstagjöf í 6 vikur með eldra barnið, hún gekk ekkert og mér leið hræðilega illa. Eftir að ég hætti fór mér og barninu að líða betur, barnið braggaðist og við mynduðum tengsl. Með yngra barnið ákvað ég að hafa bara pela og það var dásamlegt. Bæði börnin mín eru hraust og dafna vel.

gruffalo | 25. júl. '15, kl: 21:02:10 | Svara | Er.is | 1

Geðheilsa > Brjóstagjöf. allllllltaf

soolh | 26. júl. '15, kl: 13:45:42 | Svara | Er.is | 2

Mér leið hrikalega með mína á brjósti, sár, sársauki og mikil vanlíðan, fékk kvíðakast við að þurfa gefa henni að drekka og grét endalaust. Svo ég tók þá ákvörðun að hætta og það er það besta sem ég hef gert og vá hvað mér leið miklu betur um leið og ég tók þessa ákvörðun og dóttur minni. Dóttir mín hefur 2x orðið veik á 13 mánuðum annars er hún mjög hraust, klár og flott eintak.

Ef ég mun eignast annað barn þá mun það barn bara fá pela :) Peli er bara frábær og alls ekki verri kostur en brjóst.

Ég segi ef brjóstagjöf veitir vanlíðan þá bara þurrka sig upp og skelli í pela. Ekki þess virði að líða illa og velta sér uppúr brjóstagjöf þegar það er annar kostur í stöðunni.

plús þá fannst mér voða gott að pabbinn, amman gátu líka gefið pela, þó ég sá um pelann fyrst um sinn til að tengjast betur og svona og svo áttum mjög góðar og notalegar stundir með pelann alveg okkar stund.

Gangi þér ótrúlega vel og ekki láta neinn segja þér að brjóstagjöf sé það eina í stöðunni því við vitum betur ;)

bolikoli | 26. júl. '15, kl: 20:01:29 | Svara | Er.is | 3

Æææ takk fyrir þessi svör, hef ákveðið að setja hana bara á pela. Hún er fyrir voða vær og góð, mun það nokkuð breytast við skiptinguna ?

nefnilega | 26. júl. '15, kl: 21:07:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei hún á ekkert að breytast. Ef hún verður óvær geturðu skipt um þurrmjólkurtegund. Gangi þér rosa vel :)

sellofan | 26. júl. '15, kl: 21:13:40 | Svara | Er.is | 0

Við barnið grétum saman í mánuð áður en ég ákvað að senda kallinn út í búð til að kaupa pela og þurrmjólk. Geðheilsan skiptir mun meira máli en hvaðan næringin kemur! Næring er svo bara næring, alveg sama hvaðan hún kemur! Þurrmjólk er alls ekki verri en brjóstamjólk :) 

bolikoli | 27. júl. '15, kl: 17:12:42 | Svara | Er.is | 0

Keypti pela og þurrmjólk í dag og aldrei liðið jafn vel að gefa barninu mínu að drekka :) en ekki eru þið með ráðleggingar um hvernig er best að þurrka sig upp? Ekkert um það á netinu

sellofan | 27. júl. '15, kl: 18:44:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki mjólka þig allavega, þá heldur þú framleiðslunni við. Sumar fá þurrktöflur hjá lækni en aðrar harka af sér. Vont þegar brjóstin verða yfirfull en þau fatta svo mjög fljótt að ef enginn drekkur að þá er ekki til neins að framleiða. Ég allavega bara harkaði þetta af mér, var í þröngum íþróttatopp í nokkra daga og svo var þetta búið. 

Villikrydd | 28. júl. '15, kl: 11:16:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Talaðu við ljósu/læknir, Ég ætlaði að taka þetta á hörkunni og fékk slæma sýkingu afþví ég fylltist af mjólk :( Var í mjög þéttum topp og fékk þurrktöflur.

soolh | 7. ágú. '15, kl: 15:58:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það hentaði mér að tæma brjóstin alveg (galtóm) og svo létta á þeim eins lítið og ég mögulega gat 2 - 4 x á dag og svo fór það minnkandi. Mjög þröngur toppur og ég var líka með breytt sárabindi vafið um mig 24/7. Tæmdist alveg á 14 dögum :)

Til hamingju með pelann ;) hann er æði! Njótið ykkar vel núna.

ursuley | 29. júl. '15, kl: 17:29:17 | Svara | Er.is | 0

Ég myndi byrja á að þurrka mig upp með að gefa fyrst um sig barninu að drekka brjóst kvölds og morgna í viku til að trappa niðuf framleiðsluna og svo bara annað hvort kvöldin eða morgnana í viku og svo ekkert tekur samsagt tvær vikur í allt

litlaF | 5. ágú. '15, kl: 15:43:26 | Svara | Er.is | 0

Elskan gerðu það sem þér líður best með. Minn var bara á brjósti í viku, þá fékk ég svo slæma sýkingu í brjóstið að ég varð fárveik, þurfti að hætta með hann á brjósti á meðan ég var á sterkum sýklalyfjum. Hann tók brjóstið aftur en framleiðslan náðist ekki almennilega upp aftur, svo hann var á brjósti með pela til ca. 4ra mánaða(fékk s.s. bara brjóst á morgnanna og kvöldin), þá var hann alveg á pela þangað til hann byrjaði að borða.

Minn er svo heilsuhraustur, fínn og pattaralegur. Hefur orðið veikur 1 sinni á þessu ári, við næsta barn mun ég ekki hika við að skipta í pela ef brjóstagjöfin gengur illa.

bolikoli | 5. ágú. '15, kl: 16:19:38 | Svara | Er.is | 3

Sælar, vildi láta ykkur vita að daman er komin alfarið á pela. Ræddi við hjúkrunarfræðing i ungbarnavernd og fékk þurrktöflur. Gekk vel og mer er farið að liða miklu betur, get ekki list muninum :) takk fyrir svörin ykkar, hjálpaði mer mikið.

nefnilega | 5. ágú. '15, kl: 21:40:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Frábært :) Gangi ykkur mæðgum vel!

lofthæna | 5. ágú. '15, kl: 23:51:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gott að ykkur líður betur :) 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 28.3.2024 | 10:53
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 28.3.2024 | 10:51
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 22.3.2024 | 03:41
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 20.3.2024 | 13:10
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 19.3.2024 | 19:14
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 17.3.2024 | 11:21
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 17.3.2024 | 10:54
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 16.3.2024 | 14:36
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 16.3.2024 | 12:12
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Er haegt ad eyda Helloyou 28.2.2024
Síða 1 af 46384 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Guddie, annarut123, paulobrien, Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, Paul O'Brien