Nú hafa íslendingar heillast af enn einni dellunni frá ameríkunni, og þá er ég að tala um Halloween. Vonandi eru kristnir einstaklingar ekki svo kjánalegir að taka þátt í svona hefðum, því þá er ekkert víst að blessanir Guðs staldri lengur við hjá þeim.
Mér finnst bara ljótt að hræða fólk og hvað þá lítil börn. Bíómyndir eru bannaðar börnum sem eru eitthvað mikið ógeðslegar en þetta má alveg og fáir segja eitthvað við því. Svo er fullorðið fólk (eins og mömmur) að lýsa því yfir í fjölmiðlum hvað það hafi nú verið skemmtilegt að hræða krakkana á þessum Halloween degi!
ert | Já og svo leggjum við jólin niður enda heiðin hátíð
Ég ætla nú ekkert að leggja niður jólin hjá mér og ætla að trúa því áfram að Jesús hafi fæðst á aðfangadag. En það skiptir svo sem ekki höfuðmáli hvort það sé alveg rétt að hann hafi fæðst á aðfangadag, frekar það að trúa á Jesú og hans kærleiksboðskap. En það má nú alveg minnka þetta kapphlaup fyrir jólin því vissulega er þetta orðið verslunarhátíð kaupmanna og fólk eyðir alveg rosalega miklu í gjafir oft á tíðum. Mér finnst nú samt gjafir tilheyra jólunum en það þarf kannski ekki endilega að kaupa það allra dýrasta og flottasta í gjafir. A.m.k. ef fólk hefur efni á því þá má það alveg hugsa til barnanna þarna í Afganistan sem nú svelta heilu hungri og gefa pening líka í einhverja söfnun til hjálpar börnunum.