vaginal rejuvenation

bjork77 | 9. mar. '21, kl: 00:21:33 | 272 | Svara | Er.is | 0

Af hverju er ekki boðið upp á slíkt á Íslandi? Eldri umræður sem ég hef fundið hér um svipað efni snúast um að þetta skipti engu máli, það hljóti að vera eitthvað mikið að sjálfsálitinu hjá þeim sem eru óánægðir með píkuna sína, náttúrulegt að eldast o.s.frv. en þetta vandamál með slaka grindarbotnsvöðva er að skerða lífsgæði mín verulega og ég finn enga hjálp.

Ég er 42 ára, þriggja barna móðir, geri grindarbotnsæfingar daglega og hugsa vart um annað. Á þyngdar kúlur, jaðiegg, TENS raförvunartæki og gaf mér meira að segja þennan nýja pjölluþjálfa þar sem maður spilar tölvuleiki með pjöllunni í jólagjöf. Ekkert virkar. Ég þarf að ganga með þvaglekabindi daglega ellegar vera með blautan blett í klofinu því það lekur eitthvað við hvert hóst, hnerra, hlátur, hlaup o.s.frv. Kvensjúkdómalæknirinn minn )sem ég er nú að pæla í að skipta um) segir að ég sé ekkert með svo slaka vöðva og ætti að geta þjálfað þá upp og mælti með sjúkraþjálfa. Ég hef verið á biðlista þar í hálft ár og var sagt að biðin gæti verið ár þar sem þetta sé svo algengt vandamál og svo fáir sjúkraþjálfar sem sérhæfi sig í þessu.

Þessir vöðvar eru allir nátengdir og ég er meira að segja farin að upplifa að prump séu farin að lauma sér út (um endaþarminn, ekki píkuprump) án viðnáms og fyrirvara.

Ég upplifi einnig mikinn slaka í leggöngunum sjálfum og það var vandræðalegt moment þegar við hjónin horfðum á íslenska grínmynd um daginn og talað var um ,að henda pulsu í Hvalfjarðagöng" í sambandi við kynlíf eftir fæðingar og sauðburð, man ekki, var hálfsofandi þar til þetta atriði kom og ég veit alveg hvað maðurinn minn var að hugsa. Hann er aðeins undir meðallagi sjálfur og hvorugt er að fá eins mikið úr kynlífinu og áður með tilheyrandi hjónabandserfiðleikum þótt þetta sé ekki eina ástæðan.

Hvernig á mér að geta liðið eins og ég sé kynæsandi síprumpandi og pissandi með hlandfyllt dömubindi í nærbuxunum lyktandi eins og elliheimili hvað þá að honum finnist það. Gagnrýnin er að konur vilji gera eitthvað í þessu fyrir karlana en að láta þrengja þessa vöðva getur aukið unað beggja, lyft sjálfsálitinu hærra og ef jafn vel þótt svo væri ekki, hvað með það að vilja hreinlega gera þetta fyrir manninn sinn.

Mér skilst að það sé mjög algengt að fara í vaginal rejuvenation aðgerðir erlendis auk þess sem boðið er upp á meðferðir án skurðaðgerðar bæði með hljóðbylgjum og laser. Samkvæmt reynslusögum og auglýsingum getur slíkt hvorugtveggja aukið næmni í kynlífi og lagað væga þvagleka. Ég finn ekkert um þetta á Íslandi.

Veit ekki um neina kvensjúkdómalækna eða lýtalækna sem framkvæma þessar aðgerðir, veit ekki hvað þær myndu kallast á íslensku (leggangaþrenging?) og engar snyrtistofur sem eiga þessi hljóðbylgjutæki. Ég myndi glöð eyða öllum mínum sparnaði í þetta en finn ekkert. Gæti farið erlendis en það verður löng bið vegna covid auk þess sem það þarf að endurtaka t.d. hljóðbylgjumeðferirnar á þriggja vikna fresti í fjögur skipti. Það er svo vandræðalegt að tala um þetta að ég varð bara að venta hér og vona auk þess að einhver hér viti um einhvern sem sérhæfir sig í þessu sem ég hef ekki fundið. Ef ég ber mig illa gæti vel verið að ég kæmist á biðlista eftir einhverri þvaglekaaðgerð á Landspítalanum með lista af hættulegum mögulegum aukaverkunum en ég efast um að þau tækju vel í leggangaþrengingu í leiðinni. Svo er ég auk þess með hnúð rétt innan við leggangaropið vegna lélegs saumagangs eftir rif í fæðingu sem ég myndi gjarnan vilja láta fjarlægja eða sauma niður eða eitthvað. Líður eins og ég sé með krabbameinsæxli þegar ég kem við þetta og það er bara ekkert gaman að vera puttaður og líða eins og einhver sé að gera manni greiða á líknardeildinni

HJÁLP!

 

ert | 9. mar. '21, kl: 10:16:30 | Svara | Er.is | 0


Það er alvg boðið upp á aðgerðir til laga þvagleka ef allt annað bregst. Er búið að prófa lyf? Þeir vilja örugglega prófa lyf áður en farið út í aðgerðir.
Ég skil ekki hvað leggangaþrenging kemur þvagleka við. Og það er fullt af hættulegum aukaverkunum við leggangaþrengingu.  
Þvagleki - doktor.is (frettabladid.is)

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

leonóra | 10. mar. '21, kl: 12:15:20 | Svara | Er.is | 1

 Vandamálið þitt er að þú þarft að komast í þvaglekaaðgerð og þá færð þú aukin lífsgæði og láttu taka hnútinn í leiðinni.  Læknirinn segir þig ekkert með svo slaka vöðva - hann veit það ofur vel.  Afgangurinn af vandamálinu þ.e. samlífið er vandamál ykkar beggja.  Afhverju ættir þú að leggjast undir hnifinn fyrir manninn þinn ef hjálpartæki ástarlífsins mundu auka unað þinn?  Við erum öll misjafnlega vaxin allsstaðar og getur hann ekki alveg eins gert eitthvað til að stækka vininn og auka gleði þína ?  Burt frá þvaglekanum - er hann ekki hluti af vandamálinu ?  Mér finnst vont að lesa hvað þú talar þig niður.  Reyndu að hugsa um þig sem nóg.  Kannski mundir þú njóta kynlífs mikið betur með öðrum manni sem líka fyndist þú æðisleg eins og þú ert.  Þannif sé ég það.  Þið þurfið að mætast á miðri leið.

bigga777 | 11. mar. '21, kl: 10:14:55 | Svara | Er.is | 0

Tjékkaðu á The Ward.

loaja | 18. mar. '21, kl: 18:07:42 | Svara | Er.is | 0

Ég myndi skoða Kvennastyrk, skilst að þar séu góðir þjálfarar sem vinna mikið með svona vandamál.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Að mála götur og flagga fyrir venjulegu fólki ? jaðraka 10.8.2023 14.8.2023 | 03:50
Stórnendu Strætó kom á óvart að fjöldi fólks myndi sækja miðborgina vegna gelðigöngu. jaðraka 13.8.2023
vantar saumakonu ? looo 27.6.2023 12.8.2023 | 09:16
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 12.8.2023 | 08:04
sterar? drjóli 20.9.2010 11.8.2023 | 20:38
Bumbuhópur fyrir janúar 2022 krullukjúkklingurogsósa 31.5.2021 11.8.2023 | 02:36
Kratom Daviid 23.2.2022 10.8.2023 | 14:52
Haha.. skrýtið að sjá Magna með hár!! ZENSITIVE 3.9.2006 10.8.2023 | 11:22
Letromazol sigva 2.8.2023 8.8.2023 | 14:38
Hvað er coronary vasospasm á Íslensku? (hjartavandamál) Splattenburgers 31.7.2023 7.8.2023 | 23:11
Síða 8 af 47548 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, tinnzy123, paulobrien, Bland.is, Hr Tölva, annarut123, Paul O'Brien, Guddie