Valdabarátta hjá tveggja og hálfs

noneofyourbusiness | 9. feb. '16, kl: 21:53:10 | 881 | Svara | Er.is | 0

Ég á tveggja og hálfs árs barn sem var alltaf eins og hugur manns þar til fyrir nokkru. Um leið og barnið gat klifrað upp úr rimlarúminu kom ekkert lengur til greina en að sofa í mínu rúmi, svo ég hef látið mig hafa það. 


Ég er með heilsukodda sem ég þarf að nota út af meiðslum, en barnið vill auðvitað minn kodda. Svo ég keypti barnaheilsukodda handa barninu í jólagjöf ásamt fleiru, en nei, bara minn koddi er nógu góður fyrir það. Þannig að núna sef ég með barnaheilsukoddann og barnið með minn. 


En undanfarið hefur þetta orðið enn erfiðara. Barnið vill barnakoddann þegar ég ligg á honum, en svo þegar ég skipti vill það fá hinn aftur. Sama með sængurnar, það vill mína sæng sem ég er með, en svo hina sængina ef ég skipti. Ef ég skipti ekki kostar það öskur og barnið reynir að toga af mér sængina, ýta mér út úr rúminu, sparka í mig og troða sér á koddann sem ég er með. 


Það eru líka farnar að koma auknar tiktúrur sem kosta grát í kringum alls konar hluti. Til dæmis, vill fá mjólkina í þetta glas en ekki hitt, appelsínusafann í þetta glas, vill þessa snuddu en ekki hina, og skiptir svo um skoðun eftir fimm mínútur og vill enn aðra snuddu, eða þá gömlu aftur. Ef þessu er ekki sinnt er bara lagst í gólfið og grátið. 


Ég fæ heldur ekki að horfa á fréttirnar í friði, hef samt haldið því til streitu að horfa á þær, en horfi þá á þær með stöðugum "undirleik" af grátandi barni að mótmæla. Er þetta eðlileg hegðun hjá tveggja og hálfs árs? Hvað get ég gert til að breyta þessu?

 

Orgínal | 9. feb. '16, kl: 22:02:36 | Svara | Er.is | 9

Þú verður að setja mörk!

noneofyourbusiness | 9. feb. '16, kl: 22:16:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég set mörk, en það gengur ekkert sérstaklega vel. Eins og ég set þau mörk að ég horfi á fréttir á hverjum degi, en það þýðir þá bara að ég þarf að hlusta á grenjandi barn á meðan á öllum fréttatímanum stendur. Á hverjum einasta degi, allan fréttatímann. Ég hef aldrei gefið eftir með það, en það er ekki eins og barnið sé að venjast þessu samt. 

ert | 9. feb. '16, kl: 22:17:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

fyrsta barn?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

noneofyourbusiness | 9. feb. '16, kl: 22:38:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já. 

ert | 9. feb. '16, kl: 22:47:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Sko á einhverjum punkti verður maður að byrja að aga börn. Ég myndi aldrei nenna að aga 2,5 árs út af svona. Ég myndi hins vegar nenna að aga 3,5 árs.

Þú hefur í raun í val hvort þú lítur á þetta sem þroskaskeið sem lagast en hvort þú ferð út í það að aga barnið.

Ef þú ert að aga barnið þá hlustarðu á fréttirnar með grenjandi barn þar til það lagast. Þú verður að gera þér grein fyrir því að 2,5 ára læra ekki neitt ofboðslega hratt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

noneofyourbusiness | 9. feb. '16, kl: 22:49:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef þú myndir ekki nenna að aga tveggja og hálfs árs barn út af þessu, hvað myndir þú þá gera? Ekki horfa á fréttir?


Leyfa barninu að vera með alla koddana og sængurnar? Eða?

ert | 9. feb. '16, kl: 22:54:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ég myndi leyfa barninu að vera með alla sængurar og ekki horfa á fréttirnar.

Ertu ein eða með maka?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

noneofyourbusiness | 9. feb. '16, kl: 23:05:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er ein. 


Hvernig myndir þú þá sofa?

ert | 9. feb. '16, kl: 23:10:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég og barnið mitt sváfum saman þar til það varð dónalegt þannig að þetta var aldrei vandamál.

En í þinni stöðu hefði ég sofið sængurlaus og koddalaus.

Ég er hins vegar ekki að segja að mín leið sé sú rétt. Það er bara sú leið sem hentaði mér.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 9. feb. '16, kl: 23:43:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

VIð vorum með sömu sæng og sama kodda framan af.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 10. feb. '16, kl: 02:04:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Þar sem ég gæti aldrei sofið án sængur eða kodda (trúðu mér, maðurinn minn átti það einu sinni til að taka mína sæng OG sína í svefni) myndi ég frekar hafa mína eigin sæng inni í skáp og setja hana ofan á mig þegar krakkinn er sofnaður. Og kannski aukaheilsukodda

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

ert | 10. feb. '16, kl: 09:54:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Eitt - þú kallar þetta valdabaráttu - ég sé svona sem æfingu í því að hafa vilja, ekki sem baráttu um hver á að stjórna. 2,5 árs getur ekki sett sig í spor þín og þar með getur þetta verið valdabarátta. Sú geta kemur ekki fyrr en um 3 ára.  Þess vegna lít ég ekki á þetta sem agavandamál. Aðrir líta svo á að þetta sé valdabarátta og þar með er þetta agavandamál í þeirra huga.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Zagara | 10. feb. '16, kl: 11:31:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég er með 4 sængur í rúminu mínu núna og held ég 5 kodda til þess að hafa örugglega alltaf nóg. Það er alveg hægt að leysa hlutina tímabundið með ýmsu móti án þess að gera sjálfa sig geðveika. Maður verður að velja bardagana og það var alveg góður tími í mínu lífi þar sem fréttir og tilheyrandi var ekki þess virði að leggja á sig að horfa á. En svo líður það hjá og börnin ekkert verr up alin en önnur. :)

staðalfrávik | 9. feb. '16, kl: 23:54:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

En að skoða það að kaupa stórustrákarúm handa honum? Ég var með einn á svipuðum aldri einu sinni og mig langaði að láta rúmið hans ganga til litla bróður hans. Við keyptum stækkanlegt barnarúm, flott rúmföt og teppi sem hann valdi sjálfur og hann varð rosa kátur með það. Hann komst reyndar sjálfur fram en ekkert lengra en svo að hann vekti mig og svaf bara þar frá háttatíma fram á morgun.  Ef ég væri í þessum sporum núna myndi ég skoða að setja angel care eða eitthvað vöktunartæki sem léti vita ef barnið færi framúr. Telurðu að barnið þitt réði við að fara í nýtt rúm?

Hitt með sængina og koddann ef þú kýst að hafa hann áfram hjá þér, hvernig væri þá að kaupa bara ný rúmföt eins og ég gerði, þá kannski vill barnið bara sína sæng og sinn kodda.

.

staðalfrávik | 9. feb. '16, kl: 23:56:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Finnst eins og fram hafi komið að barnið sé strákur. Ef mig misminnir má aðlaga svarið eftir því sem við á.

.

noneofyourbusiness | 9. feb. '16, kl: 23:58:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, er strákur. 


Ég var búin að plana stórustrákarúm þegar hann yrði þriggja, en kannski er bara málið að prófa það núna. 

staðalfrávik | 10. feb. '16, kl: 00:00:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Alveg endilega, barn sem er með eitt foreldri þarf það extra vel hvílt. Þú átt það líka skilið.

.

Degustelpa | 10. feb. '16, kl: 10:59:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég setti minn í stórt rúm rúmlega 1 árs þar sem hann prílaði  upp úr rimlarúminu. Gekk mjög vel

noneofyourbusiness | 9. feb. '16, kl: 23:59:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og já, þetta með flott sængurföt sem hann velur sjálfur gæti alveg verið málið til að láta hann vera ánægðan með eigin sæng og kodda. 

staðalfrávik | 10. feb. '16, kl: 00:01:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Náttföt í stíl væru sjálfsagt ekki til að skemma fyrir, mér bara datt það ekki í hug á þeim tíma.

.

fálkaorðan | 9. feb. '16, kl: 22:41:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Við hættum að horfa á fréttir. Þetta er í sarpinum eftir að barnið sofnar.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

noneofyourbusiness | 9. feb. '16, kl: 22:42:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Eru þá bara barnaþættir út í eitt, eða hvað? 


Mér finnst að ég eigi að gera horft á fréttir. Fréttatíminn var heilög stund á meðan ég var að alast upp og bannað að tala. 

ert | 9. feb. '16, kl: 22:47:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú getur alveg komið því á en þá þarftu að þola grenjið þar til hættir.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

noneofyourbusiness | 9. feb. '16, kl: 22:49:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, spurningin er bara hvað það verður lengi og hvort ég verð komin í spennitreyju inn á geðdeild áður en það hættir. :(

Zagara | 10. feb. '16, kl: 11:37:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Er það þess virði?

fálkaorðan | 9. feb. '16, kl: 22:55:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Nei. Þau fá oft að horfa á teiknimyndir en sjónvarp er ekki eitthvað default hérna og ekki kveikt á slíku og ekkert því um líkt í lifirýminu (stofa, borðstofa,eldhús)


Fokk heilög stund og fréttatíminn. Þú ert búin að lesa allar fréttirnar á netinu yfir daginn. Það er ekki 1970 heldur 2016. Horfir á fréttir þegar barnið er sofnað. Eða sleppir því og horfir á scify sjónvarpsseríur ;)


Ss, þú velur núna hvort að fréttatíminn er ömurlegur fyrir þig og barnið eða hvort þú slekkur á sjónvarpinu og gerir eitthvað með barninu þennan erfiðasta tíma fyrir það að deginum. Þú ert fullorðniaðilinn, þú ræður.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

nefnilega | 10. feb. '16, kl: 08:53:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég á 3 ára og 1 árs og við reynum ekki að horfa á sjónvarp á meðan þau eru vakandi. Þá byrja þau bara að keppast um athygli okkar.

nóvemberpons | 10. feb. '16, kl: 16:55:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég loka mín bara inní herbergi og horfi! þau geta gefið hvort öðru athygli!

4 gullmola mamma :)

nefnilega | 11. feb. '16, kl: 11:18:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ertu að segja að ég þurfi að eignast fleiri?

Katla2010 | 10. feb. '16, kl: 12:06:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Við hættum líka að horfa á fréttir.  Hægt að nálgast fréttir hvar sem er og hvenær sem er í dag og heilagur fréttatími kl.19 ekki eitthvað sem ég nenni að eyða orku fjölskyldunnar í að viðhalda.  Það er líka bara hellingur í fréttunum sem ég kæri mig ekki um að börnin mín sjái. 

Það er ekki þar með sagt að það séu barnaþættir út í eitt.  Það er bara slökkt á sjónvarpinu á þessum tíma, mér finnst það valda óþarfa álagi á heimilið að hafa þetta sífellt í gangi, sérstaklega á hinum svokallaða úlfatíma.  Kveiki þegar þessi yngstu eru farin að sofa og við eldri krakkarnir eigum stundum gæðastund og horfum á einhverja þætti saman.

strákamamma | 10. feb. '16, kl: 20:26:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég  myndi slökkva á barnasjónvarpi að minnsta kosti hálftíma fyrir fréttirnar til að ná krakkanum úr sjónvarpinu og í eitthvað annað áður en fréttirnar byrja

strákamamman;)

askvaður | 11. feb. '16, kl: 20:54:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já börnin ráða, eða barnaþættir í þann tíma sem ég leyfi sjónvarpsgláp og svo bara slökkt á sjónvarpinu, ég er ekkert að glápa á eitthvað fullorðins á meðan börnin vaka.

Orgínal | 10. feb. '16, kl: 14:40:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Persónulega myndi ég frekar velja að setja mörk varðandi sængina mína og koddann en fréttirnar. Mér finnst ekki raunhæft að barn á þessum aldri bíði rólegt á meðan maður horfir á sjónvarpið. Mér finnst hins vegar fullkomlega raunhæft að byrja að kenna því að það fái ekki allt sem það heimtar. Skýrt nei og fjarlæging á þér og sænginni úr rúminu í nokkrar mínútur í hvert skipti sem barnið frekjast ætti að bera árangur fljótlega.

strákamamma | 10. feb. '16, kl: 20:27:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

spurning hvað það er sem er mikilvægt fyrir fólk.


sama hvað maður velur, þarf maður bara að senda skýr skilaboð og sveigja aldrei útaf

strákamamman;)

safapressa | 9. feb. '16, kl: 22:24:33 | Svara | Er.is | 9

leyfðu honum bara að öskra og frekjast og stattu föst á þínu, hann hættir að nenna þessu þegar hann fattar að þú ræður og setur mörkin. Ef hann kemst upp með allt með öskrum og grenjum þá mun hann halda áfram að nota það. 


Annars já myndi segja að þetta væri eðlilegt

noneofyourbusiness | 9. feb. '16, kl: 22:35:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hann er samt búinn að öskra og frekjast undir fréttatímanum í lengri tíma og virðist ekkert vera að hætta að nenna þessu. Annað sem hann gerir er að hatast við úlpur. Það bregst ekki að ég þarf að klæða hann undir mótmælum í úlpuna og bera hann öskrandi og sparkandi í bílinn. Á hverjum morgni og það virðist ekkert vera að breytast. 


Þannig að þetta "barnið fattar að þú ræður og hættir að nenna þessu" virðist ekki eiga við þetta ótrúlega þrjóska barn. 

safapressa | 9. feb. '16, kl: 22:41:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Hann er þá ekki búinn að greina á milli hvenær það virkar að grenja og öskra, en það virkar greinilega stundum og þess vegna heldur hann áfram. Það getur alveg tekið tíma, oft vikur/mánuði, en á meðan þú ert staðföst þá kemur þetta hjá ykkur. 

noneofyourbusiness | 9. feb. '16, kl: 22:43:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég held að ég verði orðin dauð ef þetta tekur marga mánuði. :(

safapressa | 9. feb. '16, kl: 22:44:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Uppeldi tekur a.m.k. 18 ár... ;)

noneofyourbusiness | 9. feb. '16, kl: 22:45:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, veit. En það eru ekki öll börn svona erfið. 


Ég svaf alltaf í mínu rúmi sem barn, kom kannski stundum upp í en ekki meira en það. Vinkona mín á barn sem svaf í hennar rúmi til fjögurra ára aldurs, en það var ekki þetta kodda- og sængurvesen þar, þ.e. barnið sætti sig við sína sæng og sinn kodda, og reyndi aldrei að ná sæng eða kodda af mömmu sinni. 

ert | 9. feb. '16, kl: 22:48:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

manstu mikið eftir þér 2,5 árs?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

noneofyourbusiness | 9. feb. '16, kl: 22:50:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég veit að ég svaf í mínu rúmi, hef spurt mömmu mína. :)

safapressa | 9. feb. '16, kl: 22:54:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég hef verið þarna, og er stundum enn, á líka svona barn og þekki þetta sængur/koddavesen :) maður verður bara að vera ákveðinn og velja sínar baráttur, en það er líka alveg skiljanlegt að barnið vilji það sem mamman er með, auðvitað er það best :) mér hefur reynst best í svona báráttum að semja.. t.d. leyfa honum að hafa sængina þína ef þú færð að hafa koddann í friði. Eða finna eitthvað sem hentar ykkur. 


Þetta er bara viljasterkur einstaklingur sem veit hvað hann vill, erfitt oft í uppeldinu, en mikill kostur þegar hann fer út lífið :)

Katla2010 | 10. feb. '16, kl: 12:27:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Kannski hefur sonur þinn meiri þörf fyrir nánd heldur en þú sjálf sem barn og barn vinkonu þinnar.  Þess vegna sækist hann svona í rúmið þitt og þína sæng og kodda.  Efast stórkostlega um að þetta sé frekja.  
Nú á ég nokkur börn, notað sama uppeldi að mestu leiti, hef samt þurft að aðlaga ýmsar reglur og komist að því að það sama virkar ekki eins á öll börn.  Á eitt barn sem sefur alltaf í sínu rúmi, finnst það langbest, aldrei vesen og hefur alltaf verið svona.  Á síðan annað barn á svipuðum aldri og er búin að vera berjast við að koma því í sitt rúm núna í 2 ár, með góðu og illu (því miður) og við erum bara búin að gefast upp, eins og er og það fær bara að sofa upp í og að sjálfsögðu undir minni sæng og á mínum kodda.  Þetta barn mitt hefur bara alveg svakalega þörf fyrir þetta og líður mun betur eftir að við hættum þessari baráttu.      

noneofyourbusiness | 10. feb. '16, kl: 12:28:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hann er reyndar voðalegu mikill kúri og knúsidrengur, og vill alltaf vera með mér. Eltir mig herbergi úr herbergi og vill aldrei vera einn. Svo að það er kannski eitthvað. 

strákamamma | 10. feb. '16, kl: 20:29:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

hættu að klæða hann í úlpu.  


hættu að slást um hluti sem skipta ekki máli.   Ef honum verður kallt er hægt að tala um "já það er voða voða kallt, þessvegna finnst mér gott að vera í úlpu"   


Ég átti og á ennþá vona sjálfstæðispésa, hann er 6 ára í dag og er mikið skárri, en þarf en að læra hlutina á eigin skinni og hefur mjög ákveðnar skoðanir

strákamamman;)

staðalfrávik | 11. feb. '16, kl: 01:08:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Heldurðu að að hann myndi skilja þessi skilaboð svona lítill? Ég held það sé á mörkunum.

.

alboa | 11. feb. '16, kl: 12:14:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

2,5 ára barn man ekki nógu langt aftur og skilur ekki "I told you so" skilaboð. Það væri frekar að taka bara úlpuna með og spyrja barnið þegar því er orðið kalt hvort það vildi nú ekki koma í úlpuna þá og sleppa öllum slíkum skilaboðum. 


kv. alboa

strákamamma | 11. feb. '16, kl: 12:39:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

minn gerði það...  svo sumir 2.5 ára skilja það  Ef ég svo mikið sem leit á hann þegar hann kannski eftir 3 daga baráttu gerði það sem ég var búin að segja að mér þætti gott þá gerði hann það ekki.
Sum börn eru MJÖG stolt og mjög viljasterk.


við erum að tala um að minn 20 mánaða gaf sig ekki í 5 tíma strandferð með öðrum börnum þar sem allir áttu að borða eitt lítið brauð fyrst og fá svo súkkulaðikex...  hann horfði á hina borða súkkulaðikex....  svo gaf amman sig (sem var með börnin) og ætlaði bara að gefa honum súkkulaðikex þrátt fyrir ekkert brauðát eftir 3 tíma baráttu, en þá vildi hann ekki kexið frá henni...  var ekkert að kyngja stoltinu.    


Þessi ferð var í allt í 5 tíma og hann át EKKERT og neitaði að taka við nammi frá henni um kvöldið þegar hún var að reyna að kaupa hann til sín aftur.




Ef ég hefði boðið mínum 2 ára að koma í úlpuna hefði hann staðið og argað á mig "FOKKI FOKKI MAMMA!"   (þetta er í alvörunni kvót frá honum tæplega 2 ára)    Hann varð sjálfur að finna uppá því að fara í úlpuna...og skónna....og vettlinga...og húfu.   OG því meira sem ég lét hann bara um það því betur gekk það.  Um leið og ég andaði orði um þetta á einhvern hátt við hann þá gat ég gleymt útifötum alveg næstu vikuna.  


Hann er 6 ára í dag og hefur síðastliðið ár tekið stórum framförum í að taka leiðsögn...gengur ekki alltaf og þá verður hann eins og snúið roð í hund, en þetta er allt að koma.  Sumir krakkar eru bara ekki eins og skólabókarbörnin

strákamamman;)

alboa | 11. feb. '16, kl: 12:55:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég veit allt um það að börn eru ekki alltaf eftir skólabókum.. Það breytir því samt ekki hvernig heilinn á þessum börnum þroskast (nema þau séu með þroskafrávik) og hvernig þau fara í gegnum þroskastigin. Það að hann sé þrjóskur og þver breytir því ekki að þau geta ekki á þessum aldri skilið hugtakið valdabarátta því þau skilja ekki muninn á sér og öðrum (þá 2 ára). Svo er líka spurning hvort þrjóskan sé orðin að vandamáli sem er komið út fyrir eðlileg mörk, því það er í raun ekkert eðlilegt við að 2 ára barn gefi sig ekki í 5 tíma, ekki einu sinni þegar það er gefið eftir vilja þess.


Annars á ég líka svona barn. Hún hefur alltaf þurft að læra allt á eigin skinni og er núna 10 ára þrjóskupúki. En þökk sé því að hún er ekki með neina röskun varðandi þrjósku og stífum ramma þá er þetta ekki vandamál.


kv. alboa

strákamamma | 11. feb. '16, kl: 14:03:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Minn er ekki með nein frávik, en hann er þvermóðskufullur og skapstór og mjög mjög sterkur og sjálfstæður.  Hann er fjórða barnið mitt og ég hef aldrei hitt svona sterkan einstakling, bara hvorki fyrr né síðar.  (mamma segir samt að ég eigi þetta skilið því ég var víst ákveðin líka) Þessi þvermóðska og sjálfstæði er svolítið þekkt innan minnar fjölskyldu, en hann toppar samt alla okkar þrjóskupúka hingað til.  


Ég er búin að ákveða að kalla þetta seiglu ;)    En auðvitað þekkir barnið ekkert hugtakið valdabarátta...enda er það ekki það sem málið snýst um.  Barnið er bara að fatta að það geti stjórnað umhverfi sínu og gerir það ef að getur burtséð frá öllum hugtökum. við vitum bara að þetta er valdabarátta því við erum fullorðin...barátta barnsins við umhverfi sitt og skilning, sum læra mjúklega, aðrir þurfa að prófa að fara berfættir út í snjóinn í andartak


Minn gutti er líka afburðagreindur samkvæmt kennaranum hans og því vel líklegt að hann hafi hreinlega verið á undan í kollinum líka þegar hann var tveggjáringur.  

strákamamman;)

alboa | 11. feb. '16, kl: 14:35:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það að vera með háa greindavísitölu hefur ekkert endilega tengsl við að fara hraðar í gegnum þroskastigin. Það er engin sérstök fylgni þar á milli enda ekki tengt.


Þegar ég er að tala um að skilja og þekkja hugtakið þá er ég að vísa í að fara í valdabaráttu. 2 ára barn veit ekki hvað vald er og getur því ekki farið í valdabaráttu. Það hefur varla skilning á að mamma er sérstök persóna sem hægt er að stjórna öðruvísi en eigin útlim, hvað þá að það geti farið í baráttu við hana um vald yfir öllu mögulegu. Algjörlega óháð greind viðkomandi. Þetta snýst um allt annað en greind.


En annars ákvað ég fyrir löngu síðan að rökræða ekki við mæður fullkominna barna og barna sem eru sko allt öðruvísi en öll önnur börn. Sérstaklega þegar kemur að málefnum eins og að reyna skilja á milli þroska og greindar. Gangi þér vel.


kv. alboa

strákamamma | 11. feb. '16, kl: 16:53:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei en drengurinn er bráðger -, meira að segja á ölum sviðum og þannig er það, þó þú viljir rosa mikið vera ósammála mér.


Ég sé að þú skilur ekkert hvað ég sagði um valdabaráttu miðað við rantið þitt um hvað valdabarátta er eða er ekki, eða kannski lastu það hreinlega ekki...vottever.


Hefi sjaldan eða jafnvel aldrei haldið því fram að eiga fullkomin börn en skemmtilega hár hestur sem þú setur þig á. Ég á móti hef ákveðið að rökræða ekki við besservissera á netinu sem þykjast þekkja allt og skilja betur en allir aðrir einbeita sér að því að miskilja ef það er m0gulegt svo bara...ekki gangi þér vel, finnst fólk eins og þú einstaklega leiðinegt

strákamamman;)

strákamamma | 11. feb. '16, kl: 12:39:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

svaraði neðar....er að svara útfrá eigin reynslu með svona sjálfstæðisstubb

strákamamman;)

TalkingBird | 11. feb. '16, kl: 12:33:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hefur þú prófað að láta hann fara úlpulausan út. Ég hef gert það einstaka sinnum þegar þetta kemur upp og þá er hann fljótur að átta sig á að þá verður honum kalt og vill fá úlpuna?

Splæs | 9. feb. '16, kl: 22:29:31 | Svara | Er.is | 2

Þitt rúm, þínar reglur. Ef barnið fær að sofa í þinu rúmi þá hafi það sinn kodda og sæng. Annað er ekki í boði. Annars sefur það í sínu rúmi - auðvitað með sína sæng og kodda þá líka. Barnið fær þá í raun velja í hvoru rúminu það sefur en ekki með hvað sæng og kodda.

Ég kalla það ekki að setja mörk að þú horfir á fréttirnar. Mörkin felast í því að barnið leiki sér í stað þess að trufla fréttatímann.

noneofyourbusiness | 9. feb. '16, kl: 22:34:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég get ekki látið barnið sofa í sínu rúmi þegar það fer strax upp úr því. 

fálkaorðan | 9. feb. '16, kl: 22:41:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Lok?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

noneofyourbusiness | 9. feb. '16, kl: 22:44:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Bwahahahahahaha. 


Ég gæti alveg sætt mig við að barnið sofi í mínu rúmi, ef ég fengi að vera í friði í rúminu og það væri ekki alltaf verið að reyna að stela af mér sænginni og koddanum, og sparka mér út úr rúminu bókstaflega. 

fálkaorðan | 9. feb. '16, kl: 22:56:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég á þrjú. Ég sef flestar nætur í sófanum.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

noneofyourbusiness | 9. feb. '16, kl: 23:07:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Úff ég myndi deyja líkamlega ef ég yrði að sofa í sófanum. 


Ég er frekar krambúleruð eftir tvö bílslys og þarf heilsukodda og gott rúm. Þær nætur sem ég sofna óvart í sófanum er ég frekar slæm í bakinu daginn eftir. 

fálkaorðan | 9. feb. '16, kl: 23:30:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, ég er öryrki með svefnvandamál, slit í baki eftir bílslys og sef ekki vel á sófanum svona til dæmis.


Ég er samt ekki að fara í tapað stríð um rúmið við börnin. Þetta tekur enda.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

donaldduck | 9. feb. '16, kl: 22:46:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

beysli

noneofyourbusiness | 9. feb. '16, kl: 22:50:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Meinarðu að binda barnið í rúmið? Er það einu sinni löglegt? Myndi það ekki teljast ofbeldi gagnvart barninu?

Frökeninn | 10. feb. '16, kl: 09:30:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Held að það sé betra að leyfa því að sofa í þínu rúmi en setja þá mörkin að það fái ekki þinn kodda eða þína sæng. Barnið er að reyna testa þig. Því það vill stjórna.

noneofyourbusiness | 10. feb. '16, kl: 12:16:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nú vilja sumir meina að barn á þessum aldri sé ekki komið með þann þroska að "testa" foreldrana eða reyna að stjórna. Það sé eingöngu að æfa eigin vilja. 

staðalfrávik | 10. feb. '16, kl: 12:23:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er samt próf þó barnið viti það ekki :)

.

strákamamma | 10. feb. '16, kl: 20:32:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

æfing í eigin vilja er mikilvægt þroskastig...og það er líka mjög mikilvægt að við kennum börnunum okkar hvað það er sem þau mega stjórna og hvað ekki.


Þau meg atd stjórna því hvort þau fara í úlpu.....en ekki hvort mamma fær að hafa sína sæng..   

strákamamman;)

alboa | 11. feb. '16, kl: 12:17:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Barnið þarf að læra að virða mörk þó það hafi ekki alveg þann þroska sem sumir hér vilja gefa rúmlega 2 ára börnum. Það þarf að læra að "nei" hjá þér þýðir "nei". Ef það vill vera í þínu rúmi þá verður það að vera með sinn kodda og sína sæng. Annars er mömmu rúm ekki í boði. Barnið er ekki meðvitað að testa mörk eða að reyna ná stjórn. Barnið er bara að uppgvöta eigin vilja, að það hafi áhrif á umhverfi sitt og er að prufa sig áfram í lífinu. Það hefur hins vegar engan skilning á því að þú sért önnur persóna með eigin vilja, að það geti ráðið yfir þér og hugtakið valdabarátta er langt fyrir ofan skilning þess.


kv. alboa

strákamamma | 10. feb. '16, kl: 20:31:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

taka rimlana af eða kaupa rúm fyrir stærri börn.  Og svo bara fara með hann í rúmið sitt þúsund og tíu sinnum þar til hann fattar að það skilar engu að koma fram

strákamamman;)

Catalyst | 11. feb. '16, kl: 12:00:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég varð að kenna mínum aftur að sofna í sínu rúmi eftr að hann fattaði að fara sjálfur upp úr rúminu sínu.
Ég fór bara í það að vera við rúmið fyrst og sussa og segja honum að leggjast, siðan færði ég mig alltaf nær dyrunum. Endaði á aðstanda fyrir framan hebergið og svo endaði ég á að geta aftur bara lagt hann upp í rúm, breitt yfir og kyssa góða nótt. Hann var einmitt um 2ja ára minnir mig þegar hann fór í stærra rúm. Komu dagar þar sem hann var ekkert sáttur og grét, þá tók ég hann í fangið í smá tíma þar til hann róaðist og lét hann aftur upp í og sagði honum að vera kjurr og fara að sofa. Tók stundum nokkur skipti. En þetta leið hjá. Var líka svipað tímabil hjá eldri nema þá var hann ennþá í rimlarúmi og vildi allt í einu ekki sofna sjálfur, grét mikið og svona. En Svona tímabil eru bara það, tímabil.

Þetta með kodda og sængurvesenið.. úff ég gæti ekki gert þetta, hvorki ein né ekki ein með barn. Ég þarf minn svefn, ég er ekkert góð mamma ef ég er illa sofin. Nú eru mínir nokkuð til friðs, eru plássfrekiro g ég einhvern veginn lúffa mikið í svefni og færist úr á brún og enda oft í fáranlegri stellingu að ég get ekki sofið eða vakna og er að drepast í skrokknum.. svo að vera í slagsmálum um sæng og kodda... kæmi ekki til greina. Minn yngri kemur núna af og til upp í (4 ára) og ég bíð oftast bara eftira ð hann sofni (Sem tekur enga stund) og færi hann svo yfir í sitt rúm aftur. gerir þetta í nokkra daga og sefur svo næstu nætur alla nóttina í sínu rúmi. Vildi stundum óska ég gæti sofið með þá upp í og sofið vel, svo gott að kúra.. en um leið og ég ætla að sofa þá bara get ég það ekki með góðu móti :s vorkenni upphafsinnleggi að vera í baráttu um sæng og kodda, svefn er svo mikilvægur.

túss | 9. feb. '16, kl: 22:30:59 | Svara | Er.is | 10

Þú þarft að setja barninu mörk, ef þú vilt að það sofi í sinu rúmi eða noti sinn kodda er það þannig og barnið ræður því ekki né öðru. Ef þú tekur ekki á þessu núna verður það mun erfiðara eftir manuð eða ár. lítil börn lítil vandamál,stór börn stór vandamál ;)

gruffalo | 9. feb. '16, kl: 22:34:37 | Svara | Er.is | 2

Mjög eðlilegt, þarft bara að vera aðeins ákveðnari. 

noneofyourbusiness | 9. feb. '16, kl: 22:40:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvernig á ég að vera ákveðnari, t.d. varðandi það að fá að horfa á fréttir? Á ég að loka barnið inni þegar ég horfi á fréttir? Ekki held ég fyrir munninn á barninu á meðan? Í alvöru, ég er ráðalaus þar sem barnið brjálast bara og heldur því áfram á meðan á fréttatímanum stendur. 


Og varðandi svefninn, þá langar mig líka að sofa á nóttunni. Barnið hefur ótrúlega mikið úthald í að gráta og láta öllum illum látum, og ég get ekki haldið því í rúmi sem það kemst upp úr.

gruffalo | 9. feb. '16, kl: 22:46:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Beina athyglina að einhverju sem það gæti einbeitt sér að á meðan þú horfir á fréttir, halda það út þegar þú ætlar að sofa með koddann þinn, reyna að þrauka gráturinn... barnið hlýtur að hætta eftir einhver kvöld. 

Charmed | 9. feb. '16, kl: 23:38:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hafðu barnið í fanginu á meðan þú horfir á fréttir og spjallaðu við það um fréttirnar. Virkaði ágætlega með mínar stelpur þegar þær voru á þessum aldri , elsta er og hefur lengi verið frétta sjúk (11 ára ) og hinar láta sig hverfa inn í herbergi þegar fréttir eru.
Með koddann og sængina prófaðu samstæð sængurföt. Vertu ákveðin í að þetta er mömmu koddi /sæng og leyfðu krílinu að vera upp í hjá þér þar til það er komið í gegn svo er hægt að taka á því að barnið sofi í sínu rúmi.
Með elsta barnið mitt leysti ég að klæða í málin með því að leyfa henni að velja sjálf fötin sín og klæða sig sjálf. Tók lengri tíma en kom henni þannig í viðeigandi útifatnað.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

strákamamma | 10. feb. '16, kl: 20:33:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú verður að skuldbinda þig til svenflausra nátta fyrst í stað...eða taka ekki þessa baráttu  það eru engar skyndiausnir í boði

strákamamman;)

fálkaorðan | 9. feb. '16, kl: 22:40:19 | Svara | Er.is | 2

Þetta er mjög eðlilegt. Ég á bara eitt ráð og það er þolinmæði.


Jú og annað. Bíður eftir að barnið sofni og svissar koddum ;)

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

noneofyourbusiness | 9. feb. '16, kl: 22:41:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þolinmæði mín er samt stundum alveg á þrotum þegar ég er dauðþreytt og það byrjar söngurinn um að fá aðra duddu eða annan kodda.


Og krakkakvikindið vaknar og brjálast ef ég reyni að svissa koddum. :) Hef reynt. 


En í alvöru væri mér sama að sofa með barnakoddann, hann er ekki það mikið verri, ef ég fengi bara að hafa hann í friði. En það virðist allt vera meira spennandi þegar ég er með það. 

fálkaorðan | 9. feb. '16, kl: 22:48:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Jebb. Full samúð hérnamegin.


Ég flý í sófann flestar nætur (þær sem ég geri það ekki flýr riddarakrossnn), ég vakna samt yfirleitt með öll börnin í hrúgu á mér svo í sófanum.


Mitt ráð er að fækka ágreiningsefnunum. Fréttatíminn er erfiðasti tíminn þreitulega fyrir barnið. Hentu honum. Kauptu annan fullorðins kodda, eða eitthvað, ég get sjálf bara gripið hvaða kodda sem er og við erum með tvo þrjá auka kodda í svefnherberginu og tvær auka sængur. Ég þarf að sækja sæng og kodda allar nætur (nema ég sofi fyrir innan og láti riddarakrossinn um börnin).


Svo pústa á barnalandi. Það virkar.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

noneofyourbusiness | 9. feb. '16, kl: 22:52:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég hef verið að spá í að kaupa annan fullorðinskodda. Þeir kosta reyndar nærri 20 þúsund og það er frekar blóðugt að þurfa að gera það. En ég myndi gera það ef ég héldi að það myndi duga. 


En eins og hann lætur núna, með að heimta barnakoddann af mér þegar ég er með hann, og vill svo fá hinn koddann aftur eftir fimm mínútur, veit ég ekki hvort það myndi nokkuð duga þó að við værum með tvo eins kodda. Koddinn sem ég væri með væri alltaf meira spennandi. 

fálkaorðan | 9. feb. '16, kl: 22:58:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Kaupa langan kodda sem þið sofið með saman. Sorrí á ekkert betra ráð.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

ert | 9. feb. '16, kl: 22:48:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

"En það virðist allt vera meira spennandi þegar ég er með það."

Að sjálfsögðu.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

tjúa litla | 9. feb. '16, kl: 23:35:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Bókin hennar Möggu Pálu er gull ;),,,svo hef ég allavega séð í blöðum að hægt sé að fá ráð hjá henni þar.

Brindisi | 10. feb. '16, kl: 10:20:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég myndi bara segja því að grjóthalda kjafti og slá það utan undir, úff hvað ég er fegin að þurfa ekki að standa í svona veseni

noneofyourbusiness | 10. feb. '16, kl: 12:17:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Myndirðu slá tveggja og hálfs árs gamalt barn utan undir? :o Ég vona að þú sért að grínast. 

Brindisi | 10. feb. '16, kl: 12:25:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

nei en mig mundi langa það :) þoli ekki frek og leiðinleg börn

Zjuver | 10. feb. '16, kl: 16:05:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ohh hvað ég er sammála!

________________________________________________________________________
..En það er ekkert að marka mig svosem

noneofyourbusiness | 10. feb. '16, kl: 19:38:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Barnið mitt er sko ekki frekt eða leiðinlegt.  Barnið er yndislegt. Bara stundum að æfa frjálsa viljann sinn. :)

Brindisi | 10. feb. '16, kl: 19:44:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já það er ekkert að marka mig, ég þoli yfirhöfuð ekki börn, leiðast þau allavega og kann ekki samskipti við þau, nema mitt eintak sem er orðið stórt

strákamamma | 10. feb. '16, kl: 20:34:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Láttu hann hafa allar duddurnar...þessar duddur skipta engu máli. 


En þú veðrur að stoppa barnið eða sætta þig við að hann ræður

strákamamman;)

tóin | 9. feb. '16, kl: 23:19:59 | Svara | Er.is | 2

Hafa rútínu á hlutunum skiptir held ég öllu máli - fer ekki barnið að sofa á undan þér? Ef barnið fer að sofa klukkan 20:00 þá ætti að vera hægt að færa það yfir í sitt rúm þegar það er sofnað (ef það er ekki svæft í sínu rúmi til að byrja með) og barátta um koddana er þá ekki issue fyrr en barnið skríður upp í þitt rúm undir morgunn.

Þetta er annars einmitt sá aldur sem að börn vilja fara að stjórna öllu mögulegu og ómögulegu, eðlilegur partur af þroskaferli, og mikilvægt að gefa þeim færi á að velja sumt (hvora peysuna, hvort snuðið, hvaða bók er lesin etc.) en jafnframt mikilvægt að þau finni hver mörkin séu - að maður hafi val stundum og að maður hafi stundum ekki val.

staðalfrávik | 9. feb. '16, kl: 23:45:54 | Svara | Er.is | 4

Ó elskan mín, þú ert í prófi. Gangi þér vel.

.

noneofyourbusiness | 9. feb. '16, kl: 23:56:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já, og það sorglega er að þetta er barn sem svaf alla nóttina frá tveggja mánaða aldri, það var aldrei neitt mál að svæfa og leggja í vöggu, og barnið borðaði allt… þar til allt í einu tveggja ára og svona fjögurra mánaða fór þetta allt og nú er komin matvendni, vesen með útiföt, vesen með glös og snuddur, vesen með sængur og kodda og svo framvegis. 


Ég var algerlega óundirbúin. :(

staðalfrávik | 9. feb. '16, kl: 23:57:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Má ég spurja hvort það hafi orðið einhverjar breytingar hjá honum/henni/ykkur?

.

noneofyourbusiness | 9. feb. '16, kl: 23:59:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei, engar breytingar. Bara fann allt í einu eigin vilja. 


Fékk kannski að horfa meira á barnamyndir í jólafríinu, en koddavesenið var byrjað fyrir þann tíma. 

staðalfrávik | 10. feb. '16, kl: 00:06:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þá myndi ég bara segja að þetta sé stig í þroskanum hjá honum, vel flest börn taka eitthvað svona á þessum aldri, sum umturnast meðan önnur sýna einhverja minniháttar óþekkt.  Eftir 4 börn er mitt ráð til þín að reyna ekki að ala þetta úr honum heldur komast til móts við hann. Það eykur frekar traust hans á þér sem er gott mál þegar þarf að fara að aga. Terrible two's er engin þjóðsaga, síður en svo. Hefur hann áhuga á litabókum og litum? Þið getið litað meðan fréttirnar eru, eða hann litar meðan þú horfir og doodlar með. Haft kubbakassann á milli ykkar á gólfinu, ég gerði það meðan ekkert annað var í boði en línuleg dagskrá og þá var ég líka ein. Bara að vera nálægt og svona til staðar hefur reynst mér sem foreldri rosalega vel.

.

staðalfrávik | 10. feb. '16, kl: 00:19:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eftir á að hyggja gæti þessi nærvera jafnvel hafa orðið til þess að þeir urðu hálfleiðir á mér fyrir rest og fóru að dunda sér meira sjálfur eða með bræðrum sínum.

.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 10. feb. '16, kl: 02:09:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Sorglega??? Vertu þakklát fyrir að þetta sé ekki að gerast núna eftir 2,5 ár af vakni 4 sinnum á nóttu eins og hjá sumum :P

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

fálkaorðan | 11. feb. '16, kl: 19:44:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fjórum sinnum, það var lágmark 8 skipti á nóttu hvort með mína elstu þar til ég fattaði að það var óeðlilegt og hún fekk lyf. Þá fór þetta niður í svona 4 sinnum á nóttu samtals. Þá var að sjálfsögðu komið annað barn og húllumhæðið byrjað upp á nýtt. Víí.


Láttu þig hlakka til :P

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 12. feb. '16, kl: 02:13:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hlakka voðalega til :) alveg grínlaust

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

fálkaorðan | 12. feb. '16, kl: 15:17:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Auðvitað. Það er alls þessa virði :)

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Abba hin | 12. feb. '16, kl: 16:15:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Trúi þér ekki.

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

fálkaorðan | 12. feb. '16, kl: 17:58:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ha ha, þetta á eftir að hellast yfir þig einn daginn. Annað hvort kalkúlerað og út pælt eða úbbó sí, tvær bleikar línur eftir að þú gleymdir að taka pilluna með á Tene og eftir nokkrar sangríur þá var þér alveg sama.


Nú eða ekki.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Abba hin | 12. feb. '16, kl: 18:00:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ugh. Börn.

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

fálkaorðan | 12. feb. '16, kl: 17:58:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fróði varð til í einhverju sem hljómar eins og sangríu sagan.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

passoa | 10. feb. '16, kl: 12:45:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ó þessi yndislega sjálfstæðisbarátta!! 


Hef því miður engin ráð fyrir þig :/ Nota töluvert 1,2,3 á mína, og minn er aðeins farinn að kynnast skammakróknum (2 og hálfs) og svo um nóttina, ef það er eitthvað vesen, þá hótar mamman bara að taka snudduna í staðinn og þá er hann voða góður :p Eflaust margar sem myndu segja að ég sé slæm móður :p


Spurning hvort þú getur leyft honum að vera í einhverjum leikjum í spjaldtölvu/síma á meðan fréttirnar eru, þú ert jú að fá að horfa á eitthvað sem þú vilt gera, af hverju ætti hann ekki að fá að gera eitthvað skemmtilegt sem hann vill gera líka á meðan? Stundum bara nauðsynlegt fyrir smá pásur

noneofyourbusiness | 10. feb. '16, kl: 13:03:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég hef ekki viljað leyfa honum að vera í spjaldtölvu, því hann fékk aðeins að vera í spjaldtölvu í fyrra þegar hann var lasinn og hann varð svo fljótt háður henni að hún varð að hverfa. Við erum að tala um að það var öskrað og grenjað stanslaust á spjaldtölvuna. Hún hvarf í marga mánuði og ennþá nota ég hana lítið, því ég vil ekki ala upp tölvusjúkling. 


Ég þarf kannski að endurskoða þetta með fréttirnar. Málið er að mér finnst mjög gaman að horfa á fréttatíma, þó að ég hafi lesið fréttirnar á vefmiðlunum fyrr um daginn. Og reyndar er ég í þannig vinnu að ég kemst lítið í vefmiðla og svoleiðis yfir daginn. 

alboa | 11. feb. '16, kl: 12:20:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú ert með tölvu eða aðgang að tímaflakki, notaðu það frekar á meðan þessi barátta er. 


kv. alboa

JungleDrum | 11. feb. '16, kl: 12:24:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Börnin mín eru 4 og 6 ára. Við erum löngu hætt að reyna að horfa á fréttir. Myndi hiklaust sleppa þeirri baráttu!

strákamamma | 10. feb. '16, kl: 20:36:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta er ekki matvendni og vesen.... þetta er þroskastökk sem barnið er að taka.  ráðlegg þér að gera mat ekki að umræðuefni við svona lítið barn.  bara skamta á diska og ef það er ekki borðað þá er ekki borðað og só bí it. 

strákamamman;)

Steina67 | 9. feb. '16, kl: 23:51:24 | Svara | Er.is | 9

Hætta að elta krakkann og standa á þínu. Þú átt þetta en krakkinn sitt.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

daggz | 10. feb. '16, kl: 08:27:46 | Svara | Er.is | 3

Ráðið sem ég hef er: Pick your battles.


Fréttatíminn er á klassíska úlfatímanum, þ.e.versta tímanum fyrir barnið, á þeim tíma sem barnið þarf mestu og bestu athyglina. Þannig ég segi að það væri ekki vitlaust að minnka áhersluna á þennan frið sem þú vilt hafa á þessum tíma. Hafðu þá frekar barnið hjá þér, segðu honum frá hvað er að gerast eða dundaðu þér með honum og horfðu með öðru auga á fréttirnar. Eða bara einfaldlega nýta tímann eftir að barnið er sofnað til að horfa á fréttirnar í næði.


Ég á nú maka núna en það er bara ekki séns í helvíti að það sé algjör friður á þessum tíma, hviorki til að horfa á þætti né fréttir og það var enn verra þegar ég var bara ein með einn svona lítinn.


Varðandi koddann og sængina þá væri það klárlega barátta sem ég myndi fara í. Barnið verður að læra að það stjórni ekki öllu, það séu hlutir sem mamma á og það séu hlutir sem hann á. Ég er með eina MJÖG ákveðna dömu sem verður 3 ára í maí og þetta er eitthvað sem maður verður að vera rosalega staðfastur í. Um leið og pabbi hennar byrjar að gefa eftir þá er hún fljót að grípa það. Trickið er enn og aftur að velja sér baráttur og gefa barninu val um þá hluti sem hægt er. T.d. hérna er blátt glas og bleikt glas - þú mátt velja annað hvort. Stundum virkar það, stundum ekki.
Þá daga sem ég sjálf er hressari þá er þetta auðveldara og um leið og ég áttaði mig á að þetta snýst alls ekki bara um börnin heldur mjög mikið um mig sjálfa, þ.e. hvernig ég er upplögð og hvernig ég tek á hlutunum í byrjun, þá varð þetta miklu auðveldara.
Þú þarft nefnilega líka að gefa þér tíma í að hlaða batteríin og hugsa um sjálfa þig, ég sá það eftir á að það skipti alveg ótrúlega miklu máli fyrri mig. Sérstaklega þegar ég var einstæð.

--------------------------------

noneofyourbusiness | 10. feb. '16, kl: 12:19:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það hjálpar auðvitað ekki að ég er búin að vera veik undanfarið og barnið er líka búið að vera veikt, svo það er kannski extra krefjandi og ég ekki alltaf mjög upplögð til að vera í mikilli baráttu. En við erum bæði á batavegi núna sem betur fer. 

daggz | 10. feb. '16, kl: 15:49:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ónei, það hjálpar sko ekki. Það er nefnilega ótrúlegt hve slíkir hlutir geta haft mikil áhrif.

--------------------------------

Tíbrá Dögun | 10. feb. '16, kl: 08:28:25 | Svara | Er.is | 6

Mjög einfalt.

Ég persónulega myndi venja barnið á að sofa í eigið rúmi en ef þið eruð bara tvö þá er voða notalegt að vera saman í mömmurúmi, en þá verðurðu að vera ákveðin við hann, að hann fær að sofa uppí með sinn kodda og sína sæng, og það er ekki í boði að hafa mömmu sæng og kodda. Ef hann mótmælir því, sem hann gerir, þá hunsarðu hann EÐA gefur honum viðvörun að hætta, annars fer hann uppí sitt rúm aftur. Þetta verður andskoti erfitt í nokkra daga en svo að lokum lærir hann að þú gefur ekki undan. Sama hvað.

Með fréttir, þá eru 3 ráð, horfa á fréttirnar og púsla með honum á sama tíma, horfa á fréttir og hunsa gráturinn eða bíða þar til hann er sofnaður og horfa þá á fréttirnar.

2 1/2 árs á aldrei að stjórna mömmu sinni.

Ziha | 10. feb. '16, kl: 09:22:17 | Svara | Er.is | 0

Ég myndi segja alveg eins kodda og sængur...eða einn stóran kodda og tvöfalda sæng.... Sækja svó fréttatímann eftirà...Ég het því snemma að frettirnar hjà mér yrdu ekki heilagar og að börnin min myndu ekki líða fyrir þær. I dag horfi ég yfirleitt ekkert a þær...les allt bará a netinu. En með ülpuna spurning hvort þad borgi Sig ad profa að kaupa nyja....kannski vill barnid ekki þessa úlpu.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

noneofyourbusiness | 10. feb. '16, kl: 12:20:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Barnið á þrjár úlpur og hatar þær allar. Það er bara eitthvað við úlpur sem pirrar hann. En úlpuvesenið hefur aðeins verið að skána. Jú, það er grátið og ég þarf enn að halda á honum í bílinn, en kannski minni læti og minna sparkað í mig en áður. 

ert | 10. feb. '16, kl: 12:23:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Úlpur eru mjög þvingandi fatnaður og þess vegna finnst honum þær óþægilegar. Það á að lagast með aldrinum.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

noneofyourbusiness | 10. feb. '16, kl: 12:29:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já, þær eru það svosem. En það er bara svo kalt að ég get ekki látið barnið vera í engri úlpu. 

Ynda | 10. feb. '16, kl: 12:58:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Minn drengur sem er að verða 13 ára hefur aldrei viljað vera í úlpu eða með vettlinga,ég gafst upp á þeirri baráttu við hann þegar hann var þriggja ára.
Honum er aldrei kalt virðist vera

noneofyourbusiness | 10. feb. '16, kl: 13:04:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ok, skil. Ég er samt með barn sem fær ítrekað eyrnabólgur og bronkítis, svo ég vil ekki að honum verði kalt. 

Rauði steininn | 10. feb. '16, kl: 21:06:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég spurði einu sinni barnalækni hvort það væri alveg bráðnauðsynleg í öllum tilfellum að barnið væri í úlpu og hann sagði að það væri ekki upp á veikindi að gera.
Ég nennti ekki þessum úlpu slag.

strákamamma | 10. feb. '16, kl: 20:39:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

afhverju ekki?   taktu úlpuna bara með...leyfðu honum að finna hvað kuldi er...  ef honum verður nógu kalt mun hann velja að fara í úlpu...sérstakega ef þú nýrð því ekki inn að þú hafir haft rétt fyrir þér...  leyfa honum bara að læra þetta á eigin skinni, innan skynsamlegra marka auðvitað

strákamamman;)

asidzeta | 10. feb. '16, kl: 14:53:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú veit ég ekki hvort þú ert á bíl eða ekki en ég er með 2 lítil börn sem nota aldrei úlpur nema á leikskóla og/eða í göngutúrum hjá mér.

Við notum alltaf lopapeysur á milli staða og mér finnst það mun hentugra upp á bílstólana :)

Mín börn t.d. harðneita að fara í úlpunum í bílinn því þeim finnst óþægilegt að sitja í stólunum í þeim en að öðru leiti ekkert vesen að vera í úlpu ef það er til að leika sér í úti.

asidzeta | 10. feb. '16, kl: 14:53:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Díses og svo sé ég að þú segir „halda á honum í bílinn“ :)

noneofyourbusiness | 10. feb. '16, kl: 15:40:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eg var alltaf með hann í flíspeysu í bílinn en svo var mér bent á að það væri ekki nógu hlýtt, og þar sem ég er með barn sem verður oft veikt þori ég ekki annað en að klæða hann í úlpu. Hann á engar lopapeysur. 

strákamamma | 10. feb. '16, kl: 20:40:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hafðu hann frekar með ullarkraga eða í ullartreyju innanundir stuttermabolnum ef hann á til að vera veikur.

strákamamman;)

strákamamma | 10. feb. '16, kl: 20:38:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

settu han bara í flíspeysu eða lopapeysu...úlpur eru heldur ekki sniðugar undir bílbelti

strákamamman;)

Ziha | 10. feb. '16, kl: 09:24:29 | Svara | Er.is | 0

Annars er alltaf gód regla að athuga hvort ed líkamlegt sé að barninu þegar thad breytist svona allt í einu. T.d. Ofnæmi, eyrnarbolga eda njalgur.....

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

litlaF | 10. feb. '16, kl: 14:21:28 | Svara | Er.is | 1

Segi það sama og margar hérna, pick your battles en stattu samt hörð á þínu.

Er líka með fyrsta barn á sama aldri.
Minn stubbur var með svefnvesen sem hætti nánast um leið og hann komst í stóru-strákarúm og sérherbergi, það var núna seinasta sumar fyrir 2ja ára afmælið. Núna vill hann helst ekki sjá að koma upp í hjónarúm nema hann sé lasinn eða dreymi illa.

Með að vilja þetta en ekki hitt er held ég bara pjúra sjálfstæðisbarátta, minn er svona líka. Þetta er eitt af því sem ég læt bara eftir honum, ef hann vill blátt glas en svo ekki og er með vesen þá lyfti ég honum bara upp í skáp og leyfi honum að velja sér sjálfur. Hann endar kannski stundum með spariglas eða disk, en þá er það bara þannig. Ekki stríð sem ég nenni í :)
Minn er algjör terror þegar það kemur að því að klæða sig í föt, vill BARA strigaskóna eða BARA þessa peysu. Ef hann er ekki að fara að vera úti lengi fær hann bara að ráða þessu, hef oft úlpuna bara með og þegar hann finnur að honum er kalt biður hann um hana.

Ef hann vill ekki dunda sér og það er eitthvað í sjónvarpinu sem mig langar að horfa á fær hann oft að velja sér mynd að horfa á í fartölvunni við hliðina á mér. Eins fær hann stundum spjaldtölvuna en hann skilur alveg að þegar ég segi að nú sé ipadinn búinn, þá sættir hann sig yfirleitt við það. Auðvitað er það ekki algilt en hann er alveg farin að þekkja mörkin hjá okkur.

Það eru nánast dagleg slagsmál að fá barnið til að borða kvöldmat, hann borðaði ALLT áður fyrr og gat borðað endalaust. Núna er allt bara "nei,nei ekki svona". Fyrst var ég að reyna að láta hann sitja með okkur og pína eitthvað ofan í hann en ég gafst alveg upp á því, það bjó bara til pirring hjá öllum. Ég veit að hann borðar í leikskólanum og býð honum alltaf að koma að borða með okkur, yfirleitt fær hann að leggja á borð og hjálpa til við að elda og þá er voða sport að setjast niður með okkur. En ef hann vill ekki matinn þá gef ég honum bara eitthvað sem ég veit að hann borðar, brauð með kæfu, seríjós eða hafragraut. Er búin að gera það í nokkra mánuði og um daginn settist hann við borðið og bað um kjöt, eitthvað sem hann hefur ekki viljað síðan seinasta sumar.

Ég er líka farin að sjá hvort þetta sé frekjukast eða kast af því að honum líður eitthvað illa, nota mismunandi aðferðir við að tækla þetta. Frekjuna hunsa ég helst, þegar hann kemur svo til mín tölum við rólega saman. Ef þetta er út af vanlíðan þá tek ég hann í fangið og reyni að dreifa athyglinni og skilja hvað er að angra hann. Finn líka að hann er extra erfiður ef ég er sjálf illa upp lögð(sem er kannski oftar núna enda er ég komin 7 mánuði á leið með barn nr.2), en þá reyni ég að breyta mínu eigin fasi og gera eitthvað skemmtilegt með honum.

Ég er engan veginn fullkominn og þetta virkar ekkert alltaf, stundum er maður bara að gefast upp og langar mest að labba út. En togstreytan hefur minnkað eftir að ég fór að leyfa honum að stjórna einhverju sjálfur :)

noneofyourbusiness | 10. feb. '16, kl: 15:43:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, ég leyfi honum að ráða þessu með glösin. Hann á plastglös sem hann heldur mest upp á og ég vaska þau bara oftar upp, frekar en að setja þau í uppþvottavélina. Þau eru með eins plastglös á leikskólanum og þetta er það sem hann vill. Hann vill t.d. alltaf nota appelsínugula glasið til að drekka appelsínusafa og þá er það bara þannig. 


En ég vil hafa kossa og sæng, og fá að sofa í rúminu mínu. Það getur meira en verið að við förum hreinlega að skoða rúm og rúmföt um næstu helgi. 

Smákökudrottning | 10. feb. '16, kl: 19:35:10 | Svara | Er.is | 1

Pick your battles eins og margar hafa sagt :) 


Ég varð að hætta að horfa á fréttatímann þegar mið barnið var á álíka aldri. En það var því hún varð svo hrædd. Kannski er þinn hræddur, því hann sér og heyrir margt sem hann skilur ekki. 


Úlpu vesenið, taktu úlpuna með út í bíl. Settu frekar teppi yfir hann ef þú hefur áhyggjur að honum sé kallt í bílnum. 


Eigið rúm, þetta væri algjörlega battle sem ég mundi taka upp. Koddinn er minn og sængin mín er mín! En ég held að það væri fínt að gera það á jákvæðan hátt. t.d. velja með honum flott sængurver og leyfa honum að borga. En þetta atriðið er ekki til að semja um í mínum huga. Mitt rúm, mín sæng og minn koddi. Ef þú vilt ekki sofa með þína sæng og þinn kodda í mínu rúmi, ferðu í þitt rúm.


En allar þessar tiktúrur, það er kannski of mikið af vali. Miðjan mín varð hreinlega ómögleg ef hún fékk að velja of mikið. Svo hún fékk takmarkaðan valmöguleika frá tveggja ára og alveg fram yfir skóla aldur. Það var bara tvennt að velja um. Athugaðu hversu mikið þú getur takmarkað valið og hvort það lagist eitthvað. 


Ég þurfti líka að læra að standa við það sem ég sagði. Þannig að mið krakkinn aldi mig upp af því leytinu til. :) Elsta krúttið var allt önnur gerð og þurfti mun minna til að ala hana upp. 

Rauði steininn | 10. feb. '16, kl: 20:18:18 | Svara | Er.is | 1

Þegar mín var a þessum aldri vildi hún aldrei vera ein og varð voða pirruð ef við ætluðum að gera eitthvað annað en að veita henni 110% athygli.

Við tækluðum það þannig að annað okkar var bara hjá henni inní herbergi meðan hitt græjaði matinn, svo svæfðum við hana í okkar rúmi í fanginu okkar.

Þegar við vorum ein með hana eða mikið að gera vorum við með hana í manduca-poka á bakinu á meðan við vorum að sinna heimilisstörfunum, elda og svoleiðis.

Eftir smá stund þá minnkaði þetta hjá henni og hún er 4ra árs í dag mjög sjálfstæð og örugg.

Ég upplifði hana eins og hun þyrfti að prófa sín mörk en ekki okkar og þurfti smá auka stuðning og umhyggju.

strákamamma | 10. feb. '16, kl: 20:22:49 | Svara | Er.is | 1

Þetta er voða eðlilegt já fyrir barn sem ekki finnur hvar mörkin eru.


Börnum líður best þegar þau vita hvar mörkin liggja en ef barnið getur fært mörkin fyllist það óöryggi og heldur áfram að ýta og ýta þar til það er stoppað.


Ég myndi velja mér eitthvað eitt...  eins og td að þinn koddi er þinn, og barnakoddinn er barnsins.  ALLTAF, ef það kostar grátur, þá kostar það grátur, ef það kostar öskur þá kostar að öskur...annað hvort fær barnið sinn kodda eða engan kodda.. ALLTAF.  um leið og þú gefur eftir einusinni er aftur komin óvissa um mörkin og þú færð að byrja uppá nýtt.




í sambandi við duddur, myndi ég ekki skipta mér af því hvaða duddu barnið er með, hafðu þau bara í plastskál þar sem barnið nær til og leyfðu því að stórna þessu sjálft...þetta er eitthvað sem þarf ekki að rífast um við 2,5 ára sjálfstæðissinna ;) 


Glös myndi ég leyfa barninu að velja, og það er ekki hægt að skipta um skoðun eftirá.  Ef maður hendir sér í gólfið og grætur og öskrar þá bara gerir maður það og allir sem eru fullorðnir passa sig að horfa ekki á barnið a´meðan en spyrja af og til "ertu tilbúin að koma og drekka ástin mín" í vinalegum tóni. 






Þessi tveggjáringur er vanur því að stjórna þér, og hann vill líklega alla þína athygli alltaf, líka þegar þú horfir á fréttir.  Ég myndi halda áfram að horfa á fréttir, taka jafnvel barnið í fangið og segja glaðlega "nú ætlum við að horfa á fréttirnar og þá ætlum við að þegja"   ef barnið vill ekki þegja (sem ég býst ekki við) þá myndi ég taka barnið og setja fram úr stofunni og segja "komdu til mín þegar þú ert tilbúin"   aftur g aftur og aftur.....og ef þið eruð tvö þá ætti pabbinn að gera þetta á meðan þú situr og horfir......  en vera viss um að barnið megi koma til þín og sitja um leið og það er tilbúið að sitja bara og kúra smá í rólegheitum. 




Ef þið eruð tvö verðið þið að vera saman í liði og gera nkl það sama.    veldu þínar baráttur mjög vel...ekki rífast við tveggja ára um hvort maður eigi að fara í stígvél eða strigaskó eða eitthvað álíka ómerkilegt....  leyfðu barninu að ráða því sem það getur ráðið svo að það fái líka útrás fyrir sitt aukna sjálfstæði. 



strákamamman;)

noneofyourbusiness | 10. feb. '16, kl: 23:44:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Málið með duddurnar er að barnið vill að ég nái í þær, og hann hendir duddunni sem hann vill ekki í gólfið og liggur svo og gólar eftir duddu. Það er rosalega auðvelt að segja að barnið eigi þá bara að góla, en erfitt þegar maður er svefnvana og þarf að sofa. 

strákamamma | 11. feb. '16, kl: 00:41:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

málið er að ef þú gerir ekkert í þessu þá muntu vera svefnvana áfram og ekkert mun breytast.


Ég myndi bara prófa að láta hann hafa allar snuddurnar í hrúgu í rúmið hans og segja honum "núna passar þú duddurnar kallinn minn, mamma ætlar ekki að sækja"  í fallegum tóni og láta þar við sitja.  


Svo prófar hann að henda einni...og svo annarri...og argar og grenjar og það eina sem þú ættir þá að gera er að segja "þú passar dúddurnar vinur minn, mamma ætlar ekki að sækja"   aftur og aftur....ef han kastar þeim öllum þá er hann duddulaus nema hann fari og sæki það sem hann henti.   


Hann mun fljótt læra þetta ef þú gefur ekki þumlung eftir og heldur ró þinni. duddur eru mikilvægar þegar maður er 2.5 ára, maður fórnar þeim líklega ekki mjög lengi. 




Ég skil þig vel og hef verið í þínum sporum. ég á sjálf 6 stráka sem eru mjög misákveðnir en allir hafa þeir þurft að eiga sínar baráttur, þannig er það bara

strákamamman;)

Bragðlaukur | 11. feb. '16, kl: 13:17:13 | Svara | Er.is | 2

Þú verður að setja barninu skýr mörk. Það ert ÞÚ sem ákveður og setur reglurnar. Ekki barnið! Annars verður barnið mjög óöruggt - því það hefur ekki aldur né bolmagn til setja sér sjálfu reglurnar og fara eftir þeim.

askvaður | 11. feb. '16, kl: 20:50:14 | Svara | Er.is | 0

Myndi hafa minn kodda og mína sæng og segja barninu að hafa sitt eða sleppa því, eins með glas t.d. ef það.velur eitt glas þá er ekkert hægt að.skipta ð, annaðhvort notar það glasið,sem var valið fyrst eða bara ekkert glas.
þessi aldur reynir á öll mörk, reynir að komast eins langt og það getur og það sér greynilega að það kemst langt því mamma gefst alltaf upp og lætur undan.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 18.4.2024 | 16:32
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Síða 1 af 47588 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Bland.is, Hr Tölva, annarut123, paulobrien, Kristler, Guddie, Paul O'Brien