Valdanýðsla lögreglunnar

gunnip76 | 17. maí '15, kl: 11:48:31 | 1272 | Svara | Er.is | 9

Mig langar til þess að hvetja alla til þess að vekja athygli á valdanýðslu lögreglunnar.

https://www.facebook.com/bluesice/videos/vb.651979703/10153329553604704/?type=3

https://www.facebook.com/bluesice/videos/10153329526359704/?pnref=story

Lögreglumaðurinn slær til mannsinns, ógnar honum með því að spyrjast fyrir um kennitölu og nafn þegar maðurinn stendur á náttbuxunum úti í garði heima hjá sér.

Setjum fótinn niður, látum ekki bjóða okkur svona yfirgang.
Það lagast ekkert nema við tölum um það, þarna áttaði lögreglumaðurinn sig á því að hann væri að fara út fyrir valdasvið sitt, og reyndi að koma í veg fyrir að það yrði gert opinbert

https://www.facebook.com/logreglan?fref=ts

 

kauphéðinn | 17. maí '15, kl: 11:59:54 | Svara | Er.is | 5

Ég er orðlaus, hvaða rétt telur lögreglumaðurinn sig hafa til að banna myndatöku af rútunni af manni sem stendur inn í sínum eigin garði

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

Dalía 1979 | 17. maí '15, kl: 18:10:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

lögreglann má nefnilega banna upptökur enn almenningur er búin að taka lögin i sínar hendur sést best á ungu kynslóðinni í dag 

randomnafn | 18. maí '15, kl: 03:39:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

samkv.hvaða lögum er það bannað?
Þú veist það að orð lögrelgluþjóna verða ekki sjálfkrafa að lögum?

Grjona | 17. maí '15, kl: 12:12:55 | Svara | Er.is | 0

Hvar slær lögregluþjónninn til mannsins? Og hvernig ógnar hann honum? Hins vegar skil ég ekki alveg hvers vegna maðurinn má ekki taka myndir af rútunni.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

gunnip76 | 17. maí '15, kl: 12:25:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

Fyrri linkurinn 1:40 - 1:41 augljóst að lögreglan slær í myndavélina, heyrir að lögreglan hækkar aðeins róminn, myndavélin fer í rugl og sá sem tekur upp bregður.

Það er ógandi að banna þér eitthvað, og þegar þú spyrð hversvegna hann sé að banna það biðja um fullt nafn, og alltaf þegar maðurinn reynir að spyrja hann hvað hann sé að gera rangt þá grípur hann frammí og biður um kennitölu og nafn, sem ég myndi túlka sem "þetta verður skráð kallinn minn"

Maðurinn er í garðinum heima hjá sér, og á ekki að þurfa að segja til nafns né kennitölu undir neinum kringumstæðum, nema þá að hann sé handtekinn.
Þarna er lögreglan ógnandi og biður um bæði nafn og kennitölu, af ástæðulausu, bara til þess að vera ógnandi, búinn að biðja hann að hætta að taka video og banna honum að birta það.

hann er að spila inn á hræðslu

Grjona | 17. maí '15, kl: 12:31:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í textanum undir myndbandinu segir maðurinn sjálfur að löggan hafi reynt að taka af honum símann, ekki slegið til hans. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

noldurseggur | 17. maí '15, kl: 12:36:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Lögreglu er alltaf heimilt að krefjast þess að maður geri grein fyrir nafni sínu, kennitölu og heimilisfangi, sem og sýni skilríki því til sönnunar. Þetta er óháð því hvort viðkomandi sé handtekinn.

gunnip76 | 17. maí '15, kl: 12:55:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er ekki rétt, ég þarf ekki að gefa upp mínar persónuupplýsingar frekar en ég vill.

Eini aðilinn sem getur löglega neytt eitthvað út úr mér er lögreglan, en til þess þarf hún að handtaka mig

ert | 17. maí '15, kl: 13:04:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

lögreglulög 15.gr 5. töluliður

Lögreglu er heimilt að krefjast þess að maður segi til nafns síns, kennitölu og heimilisfangs og sýni skilríki því til sönnunar.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

gunnip76
ert | 17. maí '15, kl: 13:11:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Það má vel vera að landslög séu bull og ótrúverðug og jafnvel að þau séu ekki lög.

Kannski eru lög ekki lög og kannski er ég ekki ég. Það er heimspeki. Eða kannski er heimspeki ekki heimspeki?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

QI | 17. maí '15, kl: 13:34:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ólög, sagði hann með heimskuskipaðan svip sem speglaðist í tölvunni.  )

.........................................................

Dalía 1979 | 17. maí '15, kl: 18:11:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

þú ert einn af þessum 

Helvítis | 17. maí '15, kl: 18:39:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og þú ein af þessum.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Dalía 1979 | 17. maí '15, kl: 18:11:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já er það ekki máttu ekki bara gefa puttann og labba í burtu það er skilda að gefa upp nafn og persónpplysingar ef þess þarf 

Steina67 | 17. maí '15, kl: 15:13:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hvernig veit lögreglan að hann er í garðinum heima hjá sér?

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Steina67 | 17. maí '15, kl: 15:12:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú veist að það er ógnun að spyrja um kennitölu

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

evitadogg | 17. maí '15, kl: 16:09:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 15

Það er alltaf valdamunur á milli lögreglu og almennra borgara vegna þeirrar stöðu sem lögreglan gegnir. Það er því mikilvægt að lögregla átti sig á að orðalag, tónn og annað getur verið ógnandi. Það hvernig lögreglan rífur í/slær í símann og spyr svo um persónuupplýsingar eru ógnandi tilburðir að mínu mati. Það þarf ekki að endurspegla mat þjóðarinnar enda upplifum við aðstæður afar ólíkt.

gulli81 | 17. maí '15, kl: 12:40:28 | Svara | Er.is | 4

Hvernig væri að hlýða bara lögreglunni og sleppa við vesenið?

gunnip76 | 17. maí '15, kl: 12:44:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Nei, ég hlýði ekki lögreglunni frekar en öðrum ef kröfurnar standast ekki lög/skoðun

mars | 17. maí '15, kl: 13:34:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 15

Viðkomandi var að taka myndbandið til að geta sýnt tryggingafélagi ef rútan rækist í húsið. Mér finnst það sjálfsagður réttur og viðkomandi lögreglumaður hafði sjálfsagt engan  rétt til að banna það.

ert | 17. maí '15, kl: 13:38:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já, en af hverju þarf myndband þegar lögreglan er á staðnum og skrifar skýrslu um atvikið. Mun standa í skýrslunni: "Það var ekki rúta í vanda í Þingholtunum og þessi skýrsla fjallar um það"

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

mars | 17. maí '15, kl: 13:41:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Mögulega vissi hann ekki að lögregla væri á staðnum þegar hann hóf myndbandsupptöku, kannski vildi hann samt sjálfur eiga myndband af þessu. Pointið er að lögreglumaðurinn hafði ekki ástæðu til að banna honum að taka videómynd af rútunni, ég gæti þess vegna farið út og tekið myndbönd af 30 rútum  án þess að nokkur gæti bannað mér það.

ert | 17. maí '15, kl: 13:49:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Hann er ansi nálægt rútunni þegar hann tekur myndir fyrir hornið og það getur hafa truflað rútubílstjórann. Þú mátt ekki trufla umferð þegar þú tekur myndbönd.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

veg | 17. maí '15, kl: 14:46:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Og rútubílstjórinn mátti ekki keyra rútuna sína þarna

veg | 17. maí '15, kl: 14:51:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Auk þess sem hann er á gangstétt þegar hann kíkir fyrir hornið, og rútur eiga ekkert erindi upp á gangstétt.

ert | 17. maí '15, kl: 15:42:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Alveg rétt. En það er verk lögreglunnar að hjálpa bílstjóra rútunnar að koma henni út úr hverfinu án þess að skemma eignir annarra.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

neutralist | 17. maí '15, kl: 18:11:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það er rétt, en það er samt ekki hlutverk lögreglunnar að banna almennum borgunum að stunda löglegt athæfi á sinni einkalóð.

ert | 17. maí '15, kl: 18:38:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Er gangstéttin þarna einkalóð? Hann er á gangstéttinni stóran hluta af þessu myndskeiði.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

neutralist | 17. maí '15, kl: 18:48:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Myndatökur á almannafæri eru ekki ólöglegar heldur. 

ert | 17. maí '15, kl: 18:49:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

1. Lögreglu er heimilt að hafa afskipti af borgurunum til að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu eða koma í veg fyrir yfirvofandi röskun til að gæta öryggis einstaklinga eða almennings eða til að afstýra afbrotum eða stöðva þau.
2. Í þessu skyni er lögreglu m.a. heimilt að taka í sínar hendur umferðarstjórn, banna dvöl á ákveðnum svæðum, svo sem með því að girða af eða hindra umferð um þau, taka í sínar vörslur hættulega muni, vísa á brott eða fjarlægja fólk, fyrirskipa stöðvun eða breytingu á aðgerðum eða starfsemi, fara inn á svæði í einkaeign og fyrirskipa brottflutning fólks af þeim.


--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

neutralist | 17. maí '15, kl: 18:51:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Myndataka af bíl truflar hvorki almannafrið né allsherjarreglu. Myndavél er heldur ekki hættulegur hlutur. 

ert | 17. maí '15, kl: 18:52:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það verður að vera mat lögreglu, ekki þitt. Sé fólk ósátt við mat lögreglu getur það kært eftir á.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

neutralist | 17. maí '15, kl: 18:53:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Nei. Lögreglan hefur ekki óheftar lagaeheimildir. Maður sem stendur að taka mynd er ekki að ógna neinum. 


Ég skora á þig að finna þó ekki væri nema einn dóm þar sem dæmt er að maður með myndavél að taka upp á almannafæri sé að brjóta lög. Ég efast um að hann finnist. 

ert | 17. maí '15, kl: 18:55:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Lögreglan verður að taka ákvörðun  á staðnum. Hún getur ekki beðið í 2 ár eftir dómi til að ákveða hvort maðurinn er að trufla störf hennar eða ekki. Maðurinn getur kært lögregluna ef hann er ósáttur. Þannig virkar þetta.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Helvítis | 17. maí '15, kl: 19:14:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hahahah!

Nema lafhrædda lögruglulufsan verði fyrri til.

Lufsan sem olnbogabraut mig fyrir engar sakir reyndi að kæra mig fyrir brot gegn valdstrjórninni, sem auðvitað var rakið kjaftæði og afgreitt í einu símtali.

Ef þetta hefði hinsvegar náðst á myndand væri hann ekki lengur með vinnu og ekki félagi hans heldur.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

ert | 17. maí '15, kl: 19:15:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já, já hver veit kannski kærir löggann manninn fyrir morðtilraun.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Helvítis | 17. maí '15, kl: 19:21:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þrælslundin í þegnum landsins er sterk, ekki í borgurum lýðveldisins hinsvegar.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

neutralist | 17. maí '15, kl: 19:17:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Maður sem stendur kyrr að mynda er ekki að "trufla störf lögreglunnar". Punktur. Ef lögreglan truflast af því að einhver standi og virði umhverfið fyrir sér, þarf hann að finna sér annað starf. 

ert | 17. maí '15, kl: 19:19:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þannig að það skiptir engu máli hvar þú stendur. Ef þú stendur kyrr þá ertu ekki trufla störf lögreglunnar. Flott að vita það.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

neutralist | 17. maí '15, kl: 19:21:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Hann stóð hvorki fyrir framan eða aftan rútuna. Hann stóð ekki úti á götu. Hann var ekki að trufla umferð. 


Ég veit að þér finnst gaman að rífast eða rökræða, en þetta mál er ekki hægt að verja. 

ert | 17. maí '15, kl: 19:22:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Mér sýnist hann nú hafa fært sig ansi mikið til.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

 
Allegro | 17. maí '15, kl: 19:29:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég sé ekki betur en að hann sé ansi nálægt. Í raun óþarfa nálægt. 

ert | 17. maí '15, kl: 19:30:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lögreglumaðurinn gengur til hans þegar hann er mjög nálægt rútunni sem er að reyna að losa sig. Nú þekki ég til á þessu svæði og hann var ekki inn á neinni einkalóð þá.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Nói22 | 17. maí '15, kl: 19:48:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Þá hefði hann alveg getað bara beðið hann um að færa sig frá. Það að skipa honum að hætta að mynda, það að taka niður kennitöluna hans og bara beisíkallí að hreyta svona í hann, þar fór lögreglumaðurinn yfir strikið.

Helvítis | 17. maí '15, kl: 19:53:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og ekki gleyma hótuninni þegar hann hélt svo sína leið.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Nói22 | 17. maí '15, kl: 19:57:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hver var hún? Ég hef ekki heyrt hana.

Helvítis | 17. maí '15, kl: 19:59:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er í neðra myndbandinu.

,,Og mundu það sem ég sagði við þig..."

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Nói22 | 17. maí '15, kl: 20:02:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Vá ég var ekki búin að sjá þetta myndband. Sjitturinn hvað þessi lögga var í miklu rugli. Og hvernig dettur fólki hérna í alvörunni í hug að vera að réttlæta þetta? Lögreglumaðurinn fór algjörlega yfir strikið. 

Helvítis | 17. maí '15, kl: 20:05:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Algjörlega, og er víst þekktur fyrir slíkt.

Sjá komment:

http://www.visir.is/bloskrar-vidbrogd-logreglu---rututhjaningar-ibua-i-101-halda-afram-/article/2015150519223

Stefán Ágúst Sigurðsson Þessi
tiltekni lögreglumaður heitir Aðalsteinn Guðmundsson og er þekktur
fyrir valdhroka og almenn leiðindi. Starfaði áður sem tollvörður
algjörlega ómenntaður þegar hann byrjaði en komst í Tollinn út á mömmu
sína sem var í sambandi við deildarstjóra þar. Á engann veginn heima í
lögreglunni Like · Reply · 7 · 5 hrs

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Nói22 | 17. maí '15, kl: 20:08:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já Jón Þór Pírati birtir á facebookin sínu gamla frétt þar sem þessi lögreglumaður var að reyna að koma í veg fyrir störf blaðamanna:


https://www.facebook.com/jonthorolafsson?fref=nf&pnref=story

Nói22 | 17. maí '15, kl: 20:09:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessi maður á því greinilega einhverja sögu um svona.

Helvítis | 17. maí '15, kl: 20:13:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er alveg greinilegt.

Alltaf gaman að vita af stóru, úldnu, rotnu epli sem enginn fjarlægir.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

randomnafn | 18. maí '15, kl: 03:50:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Undir hvaða kringumstæðum getur myndbandsupptaka ógnað öryggis umhverfisins?
Ef að maðurinn stendur ekki fyrir rútunni eða lögreglunni (stendur á einkalóð) hvernig ógnar það áhrifunum?

Það er auðvitað lögreglunnar að meta eins og þú segjir en það er fjarri því að það sé alltaf rétt mat og við verðum að treysta þeirra orðum eins og heilög séu.

gunnip76 | 17. maí '15, kl: 14:24:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Miðað við þær röngu upplýsingar og þann "þokka" sem lögreglan gaf og sýndi í þessu myndbandi, þá myndi ég ennþá frekar vilja eiga myndband af atburðinum.

Á þessu myndbandi er hægt að sjá lögreglumanninn ljúga, oft, upp í opið geðið á manninum, fyrir utan það að hann sýnir hroka og virðist agressívur.

Á ég í alvöru að treysta honum til þess að skrifa skýrslu sem er rétt?
Væri ekki eðlilegra, miðað við vitleysuna sem vellur upp úr lögreglumanninum, að einmitt treysta honum ekki?

Allegro | 17. maí '15, kl: 16:40:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

kannski er hann pirraður en ekki agressívur. 
Á hvorn vegin sem er þá sé ég ekki mikilvægi þess að halda áfram að mynda.

Triangle | 17. maí '15, kl: 14:26:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

"Já, en af hverju þarf myndband"



Af því að hann vildi gera myndband.

ert | 17. maí '15, kl: 15:43:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þannig að myndbandið var ekki til að tryggja rétt hans heldur af því að hann vildi taka myndir. OK.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Triangle | 17. maí '15, kl: 15:43:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Jább. Alveg fullkomin ástæða.

ert | 17. maí '15, kl: 15:44:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já en þá á að gefa hana upp ekki skálda upp aðrar ástæður.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Triangle | 17. maí '15, kl: 16:07:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Þú misskilur. Pointið er að það á ekki að þurfa neina ástæðu aðra en að hann kjósi það.


Og ofan á það, þá kemur sú ástæða þessari löggu ekkert við.

ert | 17. maí '15, kl: 16:09:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei en lögregla hefur heimild til að

1. Lögreglu er heimilt að hafa afskipti af borgurunum til að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu eða koma í veg fyrir yfirvofandi röskun til að gæta öryggis einstaklinga eða almennings eða til að afstýra afbrotum eða stöðva þau.
2. Í þessu skyni er lögreglu m.a. heimilt að taka í sínar hendur umferðarstjórn, banna dvöl á ákveðnum svæðum, svo sem með því að girða af eða hindra umferð um þau, taka í sínar vörslur hættulega muni, vísa á brott eða fjarlægja fólk, fyrirskipa stöðvun eða breytingu á aðgerðum eða starfsemi, fara inn á svæði í einkaeign og fyrirskipa brottflutning fólks af þeim.

Það má alveg halda því fram að þarna hafi verið ástand sem ógnar öryggi

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Triangle | 17. maí '15, kl: 16:18:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já, ef maður er svolítið kúkú í höfðinu, eins og þessi blessaði lögreglumaður.

ert | 17. maí '15, kl: 16:21:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já venjulegu fólki finnst það alveg í lagi að hafa fastar rútur sem geta verið að klessa utan í hús. verst að myndatökumaður er þá ekki alveg eðlilegur.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Triangle | 17. maí '15, kl: 16:23:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hérna er myndband af lögreglumönnum sem eru ekki klikk í höfðinu, að stýra samskonar atviki.


Einhverra hluta vegna þá virðist myndatakan hvorki kalla á ofbeldi né hótanir. Spes.


 

 

ert | 17. maí '15, kl: 16:24:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég sé ekki alveg utan í hvaða hús þessi bíl er að rekast. Geturðu sagt mér það?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Triangle | 17. maí '15, kl: 16:25:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ó, meiða hús sig meira en önnur mannvirki?

ert | 17. maí '15, kl: 16:27:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ó ég skil ruslutunnur og hús eru jafngild. segðu íslenska myndatökumanninum það sem hafði áhyggjur af húsinu sínu.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Triangle | 17. maí '15, kl: 16:33:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þú s.s. meinar að ef að þetta hefði verið hús þarna á horninu, en ekki gegnheilir vegatálmar, að þá hefði lögreglan verið smalandi fólki burt, og lemjandi í alla síma?


Aha, mhm. Meikar (ekkert) sense.

ert | 17. maí '15, kl: 16:38:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég er að meina að ef aðstæður hefðu verið svipaðar, þröngar götur þar sem gangstéttar eru mjóar og liggja að húsunum (þannig að auðvelt er að keyra á húsin) og óvanur bílstjóri og fólk mjög nálægt rútunni að taka myndir þá hefði fólki  verið vísað í meiri fjarlægð. Hvort lögreglumaðurinn fór heppilega leið að þessu er svo annað mál.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Helvítis | 17. maí '15, kl: 18:06:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Veistu það að þessir rútubílstjórar pæla ekki í nokkru í kringum sig nema sér og rútunni sinni, eitt sinn lagði ég bílnum mínum á Rauðarárstíg og fór í heimsókn, þegar ég kom út aftur var risa dæld á frambrettinu á bílnum og enginn nálægt, enginn miði, ekki neitt.

Ég hringdi í lögrugluna sem gat ekkert gert. Ég fór þá inn í móttökuna á næsta hóteli og talaði þar við mann sem sagðist ekkert hafa séð en þarna hefði komið að rúta til að pikka upp túrista og gaf mér upp nafnið á fyrirtækinu.

Ég keyri þangað og konfronta mann þar og segi að maðurinn í móttökunni hefði séð þetta og væri því vitni - sem nota bene var lygi - hann viðurkenndi þetta strax bílstjórahelvítið sem betur fer og tjónaskýrsla var gerð. Þetta reyndist vera eigandi fyrirtækisins og laug hann því að hann hefði spurt farþega hvort hann hefði rekist í bílinn en þeir hafi sagt að bara spegillinn hafi beyglast inn á við.

Málið er, að það er kostnaðarsamt fyrir þessi fyrirtæki að lenda í tjónum, alveg sama af hvaða kalíberi tjónið er, svo upptaka af þessari fáránlegu háttsemi bílstjórans var akkúrat það sem maðurinn átti að gera. Og að eitthvað *núætlaégaðhefnamínfyrireineltiðíæskuoggerastlögga* lögruglufáviti hafi komið að með valdasýki sína og stæla gerir þetta vidjó bara frábært og gjörsamlega og algjörega ómissandi!

Það er sjaldan sem það næst á myndband hvernig þessir andskotans ruddar haga sér!

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Kaffinörd | 17. maí '15, kl: 19:44:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mynbandið byrjar á því að rútan er alveg upp við stofugluggan hjá Halldóri

ert | 17. maí '15, kl: 19:51:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er að tala um breska myndbandið.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Kaffinörd | 17. maí '15, kl: 19:52:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða breska myndband ?

ert | 17. maí '15, kl: 19:53:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ýttu  á fyrri færsla þar þú lendir á



ert | 17. maí '15, kl: 16:21:13 | Svara | Fyrri færsla | www.ER.is | 0

Já venjulegu fólki finnst það alveg í lagi að hafa fastar rútur sem geta verið að klessa utan í hús. verst að myndatökumaður er þá ekki alveg eðlilegur.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Triangle | Hérna er myndband af lögreglumönnum sem eru ekki klikk í höfðinu, að stýra s...

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Kaffinörd | 17. maí '15, kl: 19:56:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok takk fann þetta fyrir rest :)

neutralist | 17. maí '15, kl: 18:11:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þú truflar ekki almannafrið eða allsherjarreglu með þvi að taka upp myndband af umferð, standandi inni á þinni eigin lóð. Engan veginn.

randomnafn | 18. maí '15, kl: 03:58:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvorki myndavél mannsins né viðvera hans ógnaði öryggi þar sem hann stóð megnið af tímanum á einkalóð.

Allegro | 17. maí '15, kl: 16:31:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Finnst sorglegt að fólk geti ekki tekið smá tillit til annara.


Ég er sjálf með myndadellu og tek myndavélina með mér út um allt. Ég reyni samt að vera meðvituð um hvað ég er að mynda og til hvers. Ég tel mig ekki hafa sjálfsagðan rétt á að mynda hvað og hverja sem er þó svo að það séu ekki til lög sem banna það. Ég hef margoft orðið vör við að fólk biðji manneskju sem er að mynda um að taka ekki myndir af sér eða t.d börnunum sínum. Persónulega finnst mér ókurteisi þegar ókunnugir eru að mynda mig og meira að segja hundinn minn án þess að fá leyfi. 

Triangle | 17. maí '15, kl: 16:40:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Við skulum nú aðeins slaka á í dramatíkinni.


Það að vilja kvikmynda ofvaxinn langferðabíl sem er við það að sleikja húsið hjá manni er ekki sambærilegt því að vera kríp sem tekur ítrekað myndir af ókunnugum börnum.

Allegro | 17. maí '15, kl: 16:45:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég sé ekki að ég sé með dramatík.  Ekki hef ég verið að kalla fólk ljótum nöfnum.


Það er ekki verið að mynda mannlausan langferðabíl eða staur þarna. Því að mynda aðstæður ef fólkið sem er í þeim finnst það truflandi. Ég get ekki séð að þetta video sé eitthvað þarft upp á öryggi. 

Triangle | 17. maí '15, kl: 16:47:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Hagsmunir hans eru slíkir að það ætti að vega þyngra.

Allegro | 17. maí '15, kl: 16:48:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þá ætti hann kannski að hætta að trufla þá sem eru að reyna að koma í veg fyrir að tjón verði af.

Triangle | 17. maí '15, kl: 16:49:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Nei? Og sitja uppi bótalaus?

ert | 17. maí '15, kl: 16:50:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hann situr uppi bótalaus núna.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Triangle | 17. maí '15, kl: 16:52:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Missti ég af einhverjum skemmdum? Eða hvað er pointið þitt?

ert | 17. maí '15, kl: 16:53:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú þú varst að benda á það yrði að taka myndir svo maður fengi bætur. Það væri  mikilvægara að taka myndir en að koma í veg fyrir tjón af því að ef það væru myndir þá fengi maður bætur.

Ég var bara að benda á að myndataka tryggði ekki bætur.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Triangle | 17. maí '15, kl: 17:00:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Já og fallhlíf tryggir ekki að þú lifir fall úr flugvél.


Viskumolarnir sko.

ert | 17. maí '15, kl: 17:00:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

einmitt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Allegro | 17. maí '15, kl: 16:52:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já pott þétt. Hver mundi trúa honum og auðvita mundi löggan, rútubílstjórinn og önnur vitni aldrei viðurkenna að rútan hafi verið þarna. Rútan mundi líklega sleppa við tjón þó svo að það mundi stór sjá á húsinu.

Triangle | 17. maí '15, kl: 16:56:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það þyrfti ekki að "stór sjá" á húsinu.


Miðað við hvernig þessi lögga lét, þá þætti mér vel líklegt að smá skrap og risp sem væri kannski ekki neitt annað en yfirborðstjón, yrði gleymt og grafið hvað hann varðar.


Hann virkar akkurat týpan sem myndi ekki nenna standa í svoleiðis. Tala nú ekki um ef að eigandinn hefði kannsti dirfst að yrða á hann á einhvern hátt sem honum mislíkar.

ert | 17. maí '15, kl: 16:57:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já og hann myndi segja að það hefði ekki verið nein rúta þarna.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Triangle | 17. maí '15, kl: 16:58:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Já og það hefði sko verið í fyrsta skipti sem lögreglumaður brýtur af sér og segir ósatt.

ert | 17. maí '15, kl: 17:00:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Svo myndi hann segja að þessur rispur hefði verið fyrir. Hann hefði sko átt leið þarna um með stiga og hann hefði ástandsskoðað þetta horn á húsinu einmitt þennan dag og þá hefðu þessar rispur verið.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Allegro | 17. maí '15, kl: 17:05:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Talandi um dramatík.

Triangle | 17. maí '15, kl: 17:06:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Að hvað?  Treysta ekki lögreglumanni sem slær frá sér að ástæðulausu, og lýgur að borgara?


Ég eiginlega gapi yfir þessu viðhorfi hjá þér.

Allegro
Triangle | 17. maí '15, kl: 17:13:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Alveg brenglað að þú sért að verja það hvernig hann hagaði sér.

Allegro | 17. maí '15, kl: 18:02:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Veistu mér er í raun ekkert umhugað að verja hann. 


Ég er meira að setja spurningu við tilganginn hjá fólki að mynda allt og alla, sama hvað. Nenni heldur ekki að fara í það að gefa mér það að eini tilgangur lögreglumannsins hafi verið að vera með stæla og yfirgang. Kannski að þeir hafi báðir mátt hagað sér öðruvísi, sýna aðstæðum hvors annars smá virðingu.

neutralist | 17. maí '15, kl: 18:14:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það þarf ekki að vera neinn tilgangur.

Þú skilur kannski ekki tilganginn í því t.d. að vera í sólbaði, en ef ég er í sólbaði inni á minni lóð og trufla ekki almannafrið, þá kemur þér það ekki við.

Alveg eins og það kemur hvorki þér né lögreglunni við hvað ég mynda inni á minni einkalóð, ef ég er ekki að brjóta nein lög.

Allegro | 17. maí '15, kl: 18:24:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta viðhorf er sorglegt. 


Ef lögregla metur það svo að einhver háttsemi algjörlega óviðkomandi aðila trufli starf þeirra þá finnst mér meira en sjálfsagt að þeir biðji fók að viíkja, hætta að mynda o.s.f.v. Eins ber þeim skylda að verja hagsmuni skjóstæðinga sinna. 
Ef ég mundi lenda í einhverju t.d  óhappi, slysi eða handtöku þá þætti mér líklega vænt um ef lögreglan mundi biðja fólk sem hefur enga hagsmuni að gæta að vera ekki að mynda.
En auðvita þarf tilgangur lögreglu til að biðja um það að vera einhver. 

neutralist | 17. maí '15, kl: 18:50:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þitt viðhorf er kjánalegt. 


Íslenska lögreglan hefur sýnt það m.a. með lögregluofbeldi að henni er ekki treystandi til þess að "meta" hvenær borgaraleg réttindi eiga við og hvenær ekki. Maður standandi á gangstétt eða á eigin lóð truflar engan. 

Allegro | 17. maí '15, kl: 18:55:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þér má alveg finnast mitt viðhorf kjánalegt. Virði þínar skoðanir en er alls ekki sammála þér.



neutralist | 17. maí '15, kl: 19:19:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Mér finnst bara merkilegt að fólk geti enn verið með svona blinda trú á lögregluna eftir ítrekuð tilvik þar sem hún hefur misbeitt valdi sínu, t.d. í frægu máli þar sem lögreglumaður slengdi drukkinni konu utan í bekk.


Ef það atvik hefði ekki verið tekið upp á myndband væri sá lögreglumaður eflaust enn ódæmdur og starfandi í löggunni. Og jafnvel með þvi ógeði sem myndbandið sýndi reyndi formaður landssambands lögreglumanna að verja ofbeldið. 

ert | 17. maí '15, kl: 19:23:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta er þá unnið málið fyrir mannin sem tók myndbandið og það er gott mál.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Helvítis | 17. maí '15, kl: 19:29:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Verst að afleiðingarnar verða sennilega engar, skilur þú virkilega ekki hversu háalvarlegt það er?!

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

ert | 17. maí '15, kl: 19:33:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Bíddu það er hverjum vitibornum manni augljóst af myndbandinu að gróflega var brotið á rétti mannsins. Það er einnig vitað að lögreglumenn hafa verið dæmdir fyrir brot í starf m.a. vegna myndbanda.

Af hverju ætti ekki sama að gilda um þetta augljósa ofbeldi og annað ofbeldi lögreglu sem hefur verið fest á myndband. Ofbeldið er hverjum vitibornum manni augljóst.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Helvítis | 17. maí '15, kl: 19:35:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hvað í fjandanum ertu þá að tuða hérna niður allan þráðinn?

Og nei, maðurinn fær sennilega ekki einu sinni áminningu.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

ert | 17. maí '15, kl: 19:36:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei, hann verður dæmdur úr því að þetta er mál er svona bókað.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Helvítis | 17. maí '15, kl: 19:39:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú hefur ofurtrú á íslenska réttarkerfinu og valdníðslustéttinni eins og hún leggr sig sé ég.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

ert | 17. maí '15, kl: 19:42:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig þú vilt meina að lögreglumenn sé ekki dæmdir fyrir augljós ofbeldisbrot sem sannast á myndböndum?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Helvítis | 17. maí '15, kl: 19:46:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, starfsstétt sem rannsakar og dæmir sjálfa sig er ekki til þess fallin að vega og meta hlutina rétt og óháð.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

ert | 17. maí '15, kl: 19:47:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

OK. Þannig að fjölmiðlar og dómstólar skálduðu upp dóminn  yfir lgöreglumanninum á Laugaveginum. Þetta er svolítið stórt samsæri

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

 
Helvítis | 17. maí '15, kl: 19:49:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, þar fór saman algjör tilviljun, tækni og hneyksli.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

ert | 17. maí '15, kl: 19:50:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að það var tilviljun að lögreglumaðurinn var ákærður? Það eru  sem sagt fullt af dæmum af myndbandsupptökum af löggum að handataka fólk á sama hátt en ríkissaksóknara finnst bara ekki ástæða til ákæra. Geturðu bent mér á linka á þessi myndbönd?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Helvítis | 17. maí '15, kl: 19:57:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Nei.

Tilviljunin var sú að manneskjan sem náði þessu á myndband hafi náð þessu á myndband.

Deildi því á fésið og þaðan fór það eins og eldur í sinu út um allt internetið, og seint fyrir nokkurn að stoppa það af, þar kemur tæknin inn.

Fólk sem hafði aldrei séð svona áður af hendi íslensku lögreglunni sem gerði sig að svo miklum pjúrítönum í kringum mótmælin og gera enn á facebook síðu sinni og instagram, varð svo hneykslað að ekki var komist hjá því að gera eitthvað í málunum - svona til að róa æstan múginn.

Þú skilur þetta vel og finndu einhvern annan til að orðasalatast í.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Helvítis | 17. maí '15, kl: 20:00:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

íslensku lögreglunnar*

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

ert | 17. maí '15, kl: 20:00:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En þarna er það sama í gangi. Myndband sem sýnir ofbeldi.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Kaffinörd | 17. maí '15, kl: 19:39:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ert má alveg tjá sig um þetta og ótrúlegt þetta sjálfskipaða lið hérna sem vill stjórna því hvað fólk segir.

Helvítis | 17. maí '15, kl: 19:40:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ómæ, byrjar þú.

Viljið þið tvö ekki bara þrasa, eruð góð saman.

Takkogbless!

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Kaffinörd | 17. maí '15, kl: 19:42:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú þarft að læra að sleppa því að lesa það sem þér líkar ekki hérna og einbeita þér að því sem þér finnst jákvætt í stað þess að reyna að stjórna fólki sem þú náttúrulega getur ekki gert.

Helvítis | 17. maí '15, kl: 19:44:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það var bara enginn að yrða á þig vinur, farðu og taktu myndir af kaffibaunum og póstaðu á fésið og þrasaðu yfir illa brenndum baunum, en já, alveg rétt, fólk nennir ekki heldur að tala við þig þar.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Kaffinörd | 17. maí '15, kl: 19:45:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég var að yrða á þig að gefnu tilefni. Nenni ekki neinum leiðindum en mér finnst leiðinlegt hvernig þú ert að haga þér á þessum þræði. 

Helvítis | 17. maí '15, kl: 19:46:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Æ, yrtu á einhvern annan en mig, ég nefnilega nenni þér ómögulega.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Allegro | 17. maí '15, kl: 19:27:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég tel lögregluna síður en svo hafna yfir gagnrýni. En tel að öfgar í báðar áttir séu hættulegar. 

randomnafn | 18. maí '15, kl: 04:10:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sýnist þú ekki vera að tala um aðstæðurnar lengur.
Hann er að mynda rútuna og lögregluþjóninn.
Engan og ekkert annað.

Það sést varla í bíljstórann heldur.
Hann er að mynda rútuna og síðan lögregluþjóninn því hann kemur askvaðandi til hans.

tóin | 18. maí '15, kl: 07:46:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Má ég taka vídeó af þér í sólbaði á þinni lóð - ef ég er til dæmis á minni lóð?

Kaffinörd | 17. maí '15, kl: 19:47:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Tryggingarfélagið þakkaði Halldóri sérstaklega fyrir að taka upp þetta myndband því ef rútan hefði farið inn um stofugluggan hjá honum að þá hefði þetta myndband skipt sköpum

Felis | 17. maí '15, kl: 16:04:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Löggunni er ekkert endilega treystandi til að segja satt og rétt frá. Mín litla reynsla af löggunni er að hún gerir það sem hentar henni sjálfri best, hvort sem það passar við raunveruleikann eða ekki.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

ert | 17. maí '15, kl: 16:06:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að löggan gæti skrifað í skýrslu út af þessu útkall: "Vorum kallaðir út af rútu sem var föst. Þegar við komum á staðinn var enginn rúta."?  Finnst þér það ekki einum of ótrúlegt? Af hverju ætti löggan að ljúga slíku, hvað græðir hún á því?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Felis | 17. maí '15, kl: 16:09:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ég sé bara ekki af hverju viðkomandi ætti ekki að mega taka vídjó.
Þar fyrir utan er mín reynsla að löggur eru óheiðarlegir tækifærissinnar - hvernig það passar við aðstæður þarna veit ég ekki, ég myndi bara ekki treysta því að þeirra skýrsla væri sönn og rétt t.d. ef kæmi upp tryggingamál vegna þessa atviks.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

ert | 17. maí '15, kl: 16:11:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Líklegasta ástæðan er að það trufli bílstjórann. Svo má alltaf spyrja sig hvort fólk megi ekki trufla annað fólk við keyrslu.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

randomnafn | 18. maí '15, kl: 04:17:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En bíljstórinn var í ruglinu því alveg hægt að færa rök fyrir því að myndatakan gæti sannað tjón af bílstjórans hálfu.
Má alveg svo sem segja að hann væri mögulega að auka líkur á tjóni með þvi að taka mynd og trufla bílstjórann þ.e.a.s. ef bílstjórinn tæki eftir því að hann væri að mynda.

En hann var að reyna gulltryggja að hafa sannanir fyrir mögulega tjóni og lætur það skilkjanlega ganga fyrir.

ert | 18. maí '15, kl: 09:38:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já í þessu samband er vert að minna á að aldrei eru greiddar út bætur fyrir skemmdir án þess að fyrirliggi mynd af aðilanum að framkvæma tjónið. Auk þess getur tjónþoli aldrei aldrei orðið ábyrgður fyrir tjóni ef hann trufla bílstjóra í þessari aðstöðu.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Triangle | 18. maí '15, kl: 09:41:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hættu nú þessari rökleysu. Það var enginn að halda neinu af þessu fram.

ert | 18. maí '15, kl: 09:45:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, málið er að það þarf ekki myndir til að sanna tjón. Lögregla má biðja fólk um að yfirgefa svæði ef lögreglan telur þess þurfa til að tryggja öryggi. Ef  fólk truflar bílstjóra í þessari aðstöðu þá getur það verið bótaskylt.

Auk þess má benda á það að ef myndbandið er svona örugg heimild um ofbeldi þá er kærir maðurinn ofbeldið og vinnur málið. Þegar skýrar sannanir liggja fyrir um ofbeldi eins mynbandstökur þá eru lögreglumenn dæmdir fyrir slíkt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Triangle | 18. maí '15, kl: 09:47:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og þú þarft ekki bílbelti til að lifa af bílslys.


Ég kýs samt að taka ekki sénsinn.

ert | 18. maí '15, kl: 09:48:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að þú myndir frekar valda slysi en að vera myndalaus?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Triangle | 18. maí '15, kl: 09:50:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ef að þessi bílstjóri höndlar ekki einn kall með síma, þá á hann ekkert erindi í stórtækum fólksflutningum.

ert | 18. maí '15, kl: 09:54:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þannig að þú myndir alveg trufla óvanan mann og valda slysahættu af því að óvanir menn eiga ekki að keyra. Bara vant fólk á að keyra.

Mér finnst reyndar að það eigi setja lög sem banna fólki að keyra nema það hafi 2 ára reynslu af því að keyra hérlendis. Við gætum á endanum farið á hestum milli húsa.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Triangle | 18. maí '15, kl: 09:56:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þvílíka slysahættan sko. Það alveg dóu næstum 30 manns.

ert | 18. maí '15, kl: 09:58:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

OK. Það var engin slysahætta. Það gat ekkert slæmt gerst. Maðurinn sem tók myndirnar var einfaldlega hysterískur og að ímynda sér hættu.  

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Triangle | 18. maí '15, kl: 09:58:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það var samasem engin slysahætta af því að maður tók upp síma, nei.

ert | 18. maí '15, kl: 10:00:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að bílstjórinn þurfti ekki að einbeita sér við að koma rútunni út. Hann er þaulvanur og þolir truflun. Af hverju kom vanur maður sér í þessa aðstöðu? Og af hverju segir rútufyritækið að hann sé ekki vanur?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Triangle | 18. maí '15, kl: 09:59:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og þessi blessaði sími var nú ekki meira áfall en það að rútan var mætt aftur hvað, næsta dag, eða hvenær sem það var nú.

ert | 18. maí '15, kl: 10:00:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þekki lítið hvernig rútur upplifa hluti.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Triangle | 18. maí '15, kl: 10:01:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Jæja, þetta er alveg orðið þreytt hjá þér, eins og vanalega.

ert | 18. maí '15, kl: 10:03:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, þegar röksemdarfærslan er orðin : það var ekki slysahætta af því að síminn olli ekki meira áfalli en svo að rútan mætti aftur

þá setur mann hljóðan.  Þarna er ansi mörgu ruglað saman.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Triangle | 18. maí '15, kl: 10:09:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það bara eru engin rök í því sem þú segir. Ekki einn dropi.


Þú hefur ekki gert neitt nema röflað yfir því að lögreglumenn séu stundum dæmdir fyrir brot þó að þeir náist ekki á filmu, og að það þurfi ekki alltaf myndir til að sanna tjón.


Það vita þetta allir, og enginn hélt öðru fram. En þú sérð ekki lengra en það. Svona eins og þú skiljir ekki.


Þú færð samt stig fyrir leiðindi og útúrsnúninga.

ert | 18. maí '15, kl: 10:12:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þakka þér fyrir hrósið.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Felis | 18. maí '15, kl: 10:05:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mögulega var það ástæðan og þá hefði verið lítið mál fyrir lögguna að segja "hey, geturðu nokkuð hætt að taka vídjó - það truflar bílstjórann" frekar en að láta svona. 


Löggan í vídjóinu virtist bara vera á einhverju valdatrippi, að rífa kjaft því að hann er í búning sem gefur honum leyfi til að rífa kjaft. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

ert | 18. maí '15, kl: 10:07:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef aldrei mótmælt því að lögreglumaðurinn hefði mögulega átt að fara öðruvísi að þessu. Ég get ekki haldið því fram að þetta sé besta leiðin til að vísa fólki af svæði.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Allegro
Allegro | 17. maí '15, kl: 16:19:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þ.e skjúlstæðinga hennar en ekki þess ;)

randomnafn | 18. maí '15, kl: 04:19:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Læknar og hjúkrunarfólk eru ekki í sömu valdastöðu og lögregla.
Þú getur neitað meðferð, neitað aðgerð, labbað af sjúkrahúsi o.s.frv. og þarft ekki að treysta á þau frekar en þú vilt.

En ef þú hlustar ekki á lögregluna aftur á móti geturðu átt á þá hættu að verða handtekinn og jafnvel færður í fangageymslur.
Þar liggur eðlismunurinn sem gerir þetta ósambærilegt.

randomnafn | 18. maí '15, kl: 03:45:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mælistu þá til að fólk segji já og amen við bókstaflega öllu sem lögreglan segjir og gerir?
Jafnvel þó það stríði gegn lögum aðeins í þeim tilgangi að halda friðinn?

"Ekki standa uppi fyrir þér og þinum réttindum, það skapar vesen".?

randomnafn | 18. maí '15, kl: 04:14:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mælistu þá til að fólk segji já og amen við bókstaflega öllu sem lögreglan segjir og gerir?
Jafnvel þó það stríði gegn lögum aðeins í þeim tilgangi að halda friðinn?

"Ekki standa uppi fyrir þér og þinum réttindum, það skapar vesen".?

Helvítis | 17. maí '15, kl: 12:43:10 | Svara | Er.is | 0

Lögrugluríkið Ísland.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Guppyfish | 17. maí '15, kl: 12:44:51 | Svara | Er.is | 3

Venjan hefur nú verið að smala fólki í þessu hverfi á sprinterum eða álíka minirútum og skila þeim svo þar sem stór rúta bíður eftir hópunum. Svona hvalur á ekkert erindi í svona þröngar götur.


Þessi lögga var að búa til vandamál sem hefði ekki þurft að eiga sér stað. Eru ekki allir "í beinni" niðrá lækjatorgi fyrir tilstillan lögreglunnar án þess að vera látnir vita?

Norðurbui | 17. maí '15, kl: 14:07:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar samþykkti í janúar  á síðasta ári að mælast til þess að hópferðarbílar lengri en átta metrar væru ekki að keyra um götur í Þingholtunum og miðborginni.  Gert var sérstakt kort þar sem umræddar götur sjást - gatan sem Halldór býr við er á meðal þeirra.

Allegro | 17. maí '15, kl: 14:50:35 | Svara | Er.is | 3

Burt séð frá þessu þá finnst mér alveg að það mætti gera oftar athugasemdir þegar fólk er að rífa upp símana sína við öll tækifæri, til að taka upp video eða myndir af ókunnugu fólki í vanda. 


Ég kom að ungri stúlku fyrir rúmu ári síðan sem hafði komið sér undarleg vandræði á bílnum sínum. Aðstæður voru ekki góðar og stúlkan bar þess augljós merki að líða mjög illa og ráða ekki við aðstæður. Þegar ég kom að var lögreglan að mæta á staðinn og nokkrir vegfarendur ákafir í að ná videoi af atburðinum.  Mér fannst ekkert annað en sjálfsagt þegar lögreglan bað fólk um að halda áfram að sinna sínum málum, hætta upptökum og gefa rými þeim sem væru að hjálpa. Persónulega finnst mér sjálfsagt að sýna smá virðingu. Það sýst ekki allt um hvort maður hafi rétt til einhvers eða ekki. 


Í þessu máli hér að ofan þá sé ég ekki alveg þessa þörf á að taka upp video af atburðinum til að hafa einvherja sönnun fyrir tryggingafélagið. Það eru fullt af vitnum þarna og lögreglan komin í málið. Hver var ástæða til að halda áfram að taka upp videoið þegar búið var að biðja um að hætta því.

Triangle | 17. maí '15, kl: 14:52:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Fínt sönnunargagn ef eitthvað hefði skemmst. Það allavega gefur auga leið að þessi lögreglumaður er ekki starfi sínu vaxinn, og þar með ekki áreiðanlegt vitni.


Flott hjá honum að halda áfram að taka upp.

Allegro | 17. maí '15, kl: 14:56:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Persónulega finnst mér þetta dæmigert fyrir einstakling sem hugsar þetta eingöngu út frá sjálfum sér. Honum er alveg sama þó að hann sé að trufla, hann ætlar ekki að láta undan.

Triangle | 17. maí '15, kl: 14:57:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þessi myndataka var ekki að trufla eitt né neitt.


Ef hann að labba þar sem hann mátti ekki labba þá hefði löggan bara átt að benda honum á það.

Triangle | 17. maí '15, kl: 14:57:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef hann var*

QI | 17. maí '15, kl: 14:55:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Aðalatriðið sem ég er ósáttur við að lögregla skipti sér af myndartökum yfir höfuð, sérstaklega á eigin lóð.

.........................................................

veg | 17. maí '15, kl: 14:56:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Það er heimilt að taka upp á almannafæri og í þessu tilfelli fékk maðurinn nánast rútuna inn um stofugluggann heima hjá sér, í götu sem rútum er ekki heimilt að keyra um, þar að auki var þessi rúta eða önnur alveg eins frá sama fyrirtæki mætt aftur fyrir utan hjá honum örfáum klukkutímum síðar.

Allegro
veg | 17. maí '15, kl: 15:00:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Er það?

Allegro | 17. maí '15, kl: 15:00:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er hvað? 

veg | 17. maí '15, kl: 15:02:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ertu viss um að lögreglan hafi verið þarna vegna þess að rútan var að þvælast þar sem hún hafði ekki heimild til að vera?

Allegro | 17. maí '15, kl: 15:06:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei auðvita er ólíklegt að lögreglan geri eitthvað í málinu þegar einstaklingur býr til ákveðið hættuástand með athæfi sínu sem þar að auki er ólöglegt. 

Triangle | 17. maí '15, kl: 15:10:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hvað af þessu var ólöglegt?

Allegro | 17. maí '15, kl: 15:31:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

geri ráð fyrir að rútur af þessari stæð sé ekki heimilt að aka við aðstæður eins og eru þarna. 

Triangle | 17. maí '15, kl: 15:33:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Já, en samt mætir hún aftur. Ég veit ekki.

Allegro | 17. maí '15, kl: 15:37:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

annars hef ég ekki neina sönnun fyrir því. Las bara í þessari umræðu að það væri bannað.
En já því miður eru sumir ótrúlega þverir og finnst þeir geta hunsað reglur og fyrirmæli.

veg | 17. maí '15, kl: 15:10:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Miðað við að rútan er mætt aftur skömmu síðar, finnst mér ekkert ólíklegt að lögreglumaðurinn telji sig vera í umferðarstjórnun, að aðstoða ökumann í vanda.

Allegro | 17. maí '15, kl: 15:17:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún hefur vissulega verið að því líka. 

She is | 17. maí '15, kl: 15:25:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

fyrir nokkru kviknaði í hér í húsinu sem ég bý í, þar sem við stóðum úti að vetri til flest illa klædd (bara í innifötum) þá bendir ein í hópum á nágranna okkar sem eru farnir að taka myndir af okkur, slökkviliði og lögreglu. Persónulega fannst mér þetta ekkert myndaefni, á tímabili vissum við ekki hvort fólki færi etv meðvitunarlaust inn í brennandi íbúð.

blur | 17. maí '15, kl: 16:39:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Alveg óþolandi þegar fólk er með síma á lofti að taka myndir af hinu og þessu kannski kærir fólk sig ekkert um að vera myndað af hinum og þessum dúdda út í bæ... skil alveg sjónarmið löggunnar hún er bara að vinna sína vinnu ekki dónaleg á neinn hátt hann er marg búinn að biðja manninn að taka ekki myndir af sér

neutralist | 17. maí '15, kl: 18:16:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er ekki ólöglegt að taka myndir á almannafæri.

randomnafn | 18. maí '15, kl: 04:31:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Halldór er að tryggja sannanir fyrir mögulegu tjóni.
Ekkert annað.

Myndband er áreiðanlegra en vitni.
Vitni er vísbending, myndband er sönnun (á þeim forsendum að hún sýni atburðinn eiga sér stað sem í þessu tilfelli er mögulegt hústjón).

randomnafn | 18. maí '15, kl: 04:30:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í þessu tilfelli er atvinnubílstjóri (þeas með rútupróf og ráðinn í vinnu hjá rútufyrirtæki) og bílstjóri og lögregluþjónar þeir einu sem Halldór myndar.
Bílstjórinn ætti að hafa vit á því að koma sér ekki í þessar aðstæður og þar sem mögulegt tjón var vændum er skiljanlegt að Halldór vilji hafa sönnun á því.
Myndband vegur meira en vitni. Vitnum geta misminnt eða jafnvel logið (seinna atriðið finnst mér þó ólíklegt svo það sé tekið fram) en myndbandið lýgur ekki eða misminnir.

Ung saklaus stúlka v.s. rútubílstjóri er ekki það sama.
Það er hægt að leggja meiri kröfur á rútubílstjórann og hann á ekki að fá samúð því hann jú kom sér í þessar aðstæður.
En með því er ég ekki að draga úr því að þetta sé óþægileg staða fyrir bílstjórinn en hann kom sér í hana en hann á að vita betur en stelpa sem er nánast nýkominn með bílpróf.....

Dalía 1979 | 17. maí '15, kl: 18:08:50 | Svara | Er.is | 1

þetta hlítur að vera ógeðslega pirrandi fyrir lögguna þegar fólk er hætt að bera virðingu fyrir henni hann var beðinn að hætta enn hélt áfram að mynda hefði vilja sjá hann mynda í usa hann hefði farið beint i steininn og það i járnum islendingar eru bara orðnir klikkaðir 

blur | 17. maí '15, kl: 18:28:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála þessu, finnst sá sem tekur videoið frekar dónalegur!

Helvítis | 17. maí '15, kl: 18:45:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er nú bara ekkert hissa, enda á hann hagsmuna að gæta þarna, og aðvífandi kemur einn sá hrokafyllsti og dónalegasti lögrugluþræll sem hægt er að hitta á götum úti!

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

kauphéðinn | 17. maí '15, kl: 18:39:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Lögreglumaðurinn í þessu tilviki fer langt út fyrir þær valdaheimildir sem löggjafinn setur honum, þetta er ekki spurning um virðingu við lögregluna heldur virðingu við almenn réttindi borgara hvort þau eru pirrandi fyrir einhvern einstakling í búningi eða ekki

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

Helvítis | 17. maí '15, kl: 18:45:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Skilur þú ekki hvers vegna fólk er hætt að bera virðingu fyrir þessum fautum?

Í fúlustu alvöru?

Já, Íslendingar eru klikkaðir að vera ekki fyrir löngu búnir að koma á óháðu innra eftirliti innan valdníðslunnar.

Hvers lags háttur er það þegar lögreglumaður sem brýtur af sér í starfi er svo rannsakaður af félögum sínum og hvernig endar það? Hvaða sönnunargagn? Nei, það var ekkert svoleiðis hér, þig hlýtur að misminna.

Akkúrat þess vegna á fólk að nýta sér tæknina sem það hefur og mynda í bak og fyrir og birta það sem kallast yfirgengileg valdníðsla og dónaskapur.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Nói22 | 17. maí '15, kl: 19:14:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Jammm. Ég hugsa t.d til þess með hryllingi ef það hefði ekki náðst á myndband hvernig lögreglumaðurinn fór með fullu konuna sem var slengt utan í bekk. Held að sá maður hefði alveg örugglega komist upp með þetta.

Helvítis | 17. maí '15, kl: 19:17:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þeir komust upp með svipað þegar þeir brutu mig, plain and simple.

Ég þekki líka heilan helling af fólki sem hefur lent ansi alvarlega í mörgum þessara fauta en ekkert hægt að gera því atvikið náðist ekki á teip.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

randomnafn | 18. maí '15, kl: 04:33:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þó að USA hefði hent honum í jailið réttlætir það ekki hegðun lögregluþjónsins.
Lögreglan í USA er sko ekki saklaus kettlingur.

Auk þess eru fangelsins einkarekin og því reynt að fangelsa sem flesta til að mynda sem mestan hagnað.

Felis | 18. maí '15, kl: 08:30:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

well... Ef að löggan myndi bara heilt yfir sinna starfi sínu þannig að það væri virðingarvert þá myndi það kannski bæta stöðu þeirra ansi mikið.....




Annars er ég alls ekki á því að lögreglan sé óþarfi, ég er bara á því að það þurfi að gera eitthvað stórfenglegt til að koma í veg fyrir að þessi stétt sogi að sér allskonar skíthæla, hálfvita og fífl. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

bubbinnn | 17. maí '15, kl: 19:15:02 | Svara | Er.is | 0

Það þarf ekkert að búa til eitthvert drama úr þessu.
Borgari (rútubílsstjóri) lendir í vandræðum
Löggan kemur að aðstoða
Borgari (Halldór) fer að forvitnast um málið
Löggan metur það svo að hann sé að trufla og biður hann að hætta.
Hvert er dramað?..

neutralist | 17. maí '15, kl: 19:17:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvernig nákvæmlega var hann að trufla?

Helvítis | 17. maí '15, kl: 19:30:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu ekki að meina þegn?

Því bara þegnar sjá þetta svona, ekki borgarar.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Kaffinörd | 17. maí '15, kl: 19:31:30 | Svara | Er.is | 0

Hörður Torfa benti á hérna á fésinu að oft hefðu lögreglumenn fullyrt allskonart og vísaði í einhver lög og svo þegar farið er að kanna málið betur að þá er engin einasta stoð fyrir þessum fullyrðingum.

Helvítis | 17. maí '15, kl: 19:34:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bara fyrstur með fréttirnar...

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Kaffinörd | 17. maí '15, kl: 19:37:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða tilganginn átti þessi athugasemd að þjóna ?

Helvítis | 17. maí '15, kl: 19:38:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Til að benda þér á hvað þetta er á allra vitorði - allra sem hugsa eitthvað út í málin.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Kaffinörd | 17. maí '15, kl: 19:39:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok takk

kauphéðinn | 17. maí '15, kl: 19:51:28 | Svara | Er.is | 1

Ég er rosalega ánægð með Pírata í dag, ég vona að Jón Þór setji kraft í að fá skilgreiningu á valdheimildum lögreglunnar til að áreita borgarana.

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

Equalizer | 18. maí '15, kl: 02:55:35 | Svara | Er.is | 0

Hver er fréttin..?? Vá frétt um ekki neitt.. athyglisþörf myndatökumannsins kannski.. algjörlega stormur í vatnsglasi..

ræma | 18. maí '15, kl: 03:42:25 | Svara | Er.is | 0

Það er alveg merkilegt hvað íslenska þjóðin er agalaus og ber enga virðingu fyrir lögreglunni.
Þegar lögreglan biður þig um eitthvað þá áttu að hlýða því en ekki vera eins og óþægur krakki.
Þess vegna heitir hún LÖG regla!!!!

randomnafn | 18. maí '15, kl: 04:39:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þetta kallast að beyja sig undir kennivald án frekari hugsunar.
Þetta hugarfar býður upp á misnotkun valds hjá lögreglunni og hún hefur gert það.
Getur farið t.d. afglapaskrá lögreglunnar á facebook eða heyrt í fólki sem hefur lent í Lögreglunni á Suðurnesjum og þá ætti þetta að horfa öðruvísi við þér.

Ef lögreglan bannar þér eitthvað sem þú ehfur fullan rétt á, brýtur gegn réttindum þínum á e-n hátt eða misnotar vald sitt í einum eða öðrum skilningi þessa orðs þá á fóllk að sjálfsögðu að standa uppi fyrir sjálfum sér og segja lögreglunni það hafi ekki lagaheimild til gera þetta.

Lögreglan á að framfylgja lögum ekki reyna að finna ástæðu til að skipa fólki eða reyna hafa hemil á því eins og þetta séu einhverjir óþekkir skólakrakkar.

Mér finnst mjög sorglegt og takmörkuð sjálfsvirðing ef þér finnst að það eigi að hlýða lögreglunni SAMA hvað hún segjir.
Þetta býður upp á misnotkun valds sem lögreglan hefur svo sannarlega gert.
Lögreglan er ekki alskynsöm og því miður ekki hægt að treysta alltaf hennar ályktunum.

Triangle | 18. maí '15, kl: 09:11:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, er haggi? Ef lögreglumaður segir þér að girða niður um þig buxurnar, þá segir þú auðvitað bara já herra.

Lallieee | 18. maí '15, kl: 11:17:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Vá, ég er nú bara frekar löghlýðin og rólynd manneskja sem spáir mikið í tillitsemi við samborgara mína en ef lögreglumaður/kona talaði svona við mig í þessum aðstæðum þá myndi ég ekki taka því rólega. Punktur. Hans framkoma er í ENGU SAMRÆMI við aðstæður.

neutralist | 18. maí '15, kl: 13:55:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lögreglan hefur enga heimild til að banna myndatökur á almannafæri. Enga.

http://www.visir.is/loggan-a-i-vok-ad-verjast-a-facebook/article/2015150519140

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
"Leikum okkur á leiksvæðum" í nýrri upptöku Pedro Ebeling de Carvalho 6.6.2023
Íslebdingar skola mjólkurfernur með vatni og flokka sem pappír - Sorphirðan brennir _Svartbakur 5.6.2023 6.6.2023 | 15:14
Ferret sýklar 21.2.2013 6.6.2023 | 07:55
Skrýtið typpi? bernes 4.12.2007 5.6.2023 | 21:53
Vinnutíma stytting úr 40 klst á viku í 36 klst er nærri 10% kauphækkun _Svartbakur 26.5.2023 5.6.2023 | 15:00
Barna roleplay Prinsessan93 5.6.2023
Þvagprufa Noname8 3.6.2023 3.6.2023 | 23:02
Að selja mat Auddio 3.6.2023 3.6.2023 | 15:03
jakkaföt til leigu, veit einhver? looo 3.6.2023
Ísland úr Nató herinn burt ! _Svartbakur 2.6.2023 3.6.2023 | 01:12
Sorphirða og flokkun - og svo er öllu blandað saman !! jaðraka 2.6.2023 2.6.2023 | 23:45
Heimilistekjur - Fátækt _Svartbakur 2.6.2023
Lífskorn, 5 kjarna rúgbrauð frá Kristjáns uppskrift. Milly76 2.6.2023
Umsókn í háskóla synjað :( Fudge 1.6.2023
Eru Prairie Dogs leyfðir sem gæludýr á Íslandi Sigglindur 31.5.2023 1.6.2023 | 20:28
Vextir hækka - fólk þarf að greiða hundruð þúsunda vegna íbúðarhúsalána _Svartbakur 31.5.2023 1.6.2023 | 06:25
Ógeðslegt þjóðfélag Hauksen 29.5.2023 31.5.2023 | 09:25
En tad rugl a Islndi... kmarus21 30.5.2023 30.5.2023 | 19:56
Allir að vesenast yfir verðbólgu á Íslandi. _Svartbakur 30.5.2023 30.5.2023 | 14:58
NORNIN : leiðinleg comment Nornin 31.1.2006 29.5.2023 | 01:23
Wellbutrin Yfirhamsturinn 28.5.2023
veit einhver um kjólasaumakonu og fataleigur? looo 28.5.2023
ristarbrot torhallur9 6.2.2013 27.5.2023 | 11:04
Meðmæli með góðu strípu-hárgreiðslufóki ? ólöfkristins 26.5.2023
Er hægt að fá gert við sprungið dekk á rafmagnsvespu? hermannhermit 24.5.2023 26.5.2023 | 13:37
skiptinám í uppeldis- og menntunarfræði dagbjortosp 24.5.2023 24.5.2023 | 22:02
Anna Birta miðill theburn 24.5.2023
Nudd fyrir konur Silja64 14.3.2023 24.5.2023 | 10:13
Fiskur Forbidden 17.2.2010 22.5.2023 | 10:00
Komið skotleyfi á Putin ? jaðraka 4.5.2023 21.5.2023 | 16:28
Verð á Parketlögn oliorn1 11.4.2023 21.5.2023 | 16:19
Ógleymanleg dægurlög á íslensku Pedro Ebeling de Carvalho 21.5.2023
17 að leiga Jojodulla00 20.5.2023
Spákonur með 900 númer Lakeside 19.5.2023
Kattarlúga hestakona 11.5.2023 19.5.2023 | 04:25
Krydd Tipzy 31.12.2007 19.5.2023 | 03:16
Barnabrandarar shania 28.9.2007 19.5.2023 | 03:13
Húsklæðningar bthor 29.4.2023 16.5.2023 | 23:32
Lífeyrir áin 16.5.2023
Miðill hjálp theburn 16.5.2023 16.5.2023 | 20:20
Námslán og eignir. bfsig 24.6.2013 16.5.2023 | 03:49
Verð hunda litlahundin 15.5.2023
Íbúðaverð og leiguverð _Svartbakur 11.5.2023 15.5.2023 | 21:32
Skellur á skell ofan... xxxilli 1.2.2006 14.5.2023 | 23:50
Hækka bílprófsaldur? SilverQueen 28.2.2006 13.5.2023 | 17:07
gardar bloggland 20.3.2023 13.5.2023 | 15:08
VOIP sími Squidward 27.11.2008 13.5.2023 | 15:06
Ódýrast að hringja til útlanda ? krunk 12.3.2009 13.5.2023 | 15:05
Fatasnið leonóra 11.5.2023
Vantar ,,comment'' um leikskóla. OceanOcean 1.9.2005 10.5.2023 | 19:33
Síða 10 af 46360 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Kristler, Paul O'Brien, annarut123, Guddie, Hr Tölva, Bland.is, paulobrien