Vanræksla á fæðingardeild Landspítala

Fabriela | 30. ágú. '16, kl: 21:11:32 | 1752 | Svara | Er.is | 1

Er að fara fæða á Lansanum eftir nokkrar vikur og er mega stressuð eftir Kastljós þátt kvöldsins. Finn mikið til með foreldrunum,get ekki ímyndað mér hvernig er að ganga í gegnum svona. En svo virðist sem bæði ljósur og læknirinn séu öll ennþá þarna, ekki mjög traustvekjandi. Eru einhverjar fleiri hér í sömu sporum og ég að vera hræddar um að lenda svo kannski á þessum ljósmæðrum/lækni á fæðingardeildinni?

 

ert | 30. ágú. '16, kl: 21:14:15 | Svara | Er.is | 5

Biddu um að fá að tala við ljósmóður um þetta og ef það er heilbrigðisstarfsmaður í þínu nær umhverfi talaðu við viðkomandi og segðu að þú hafir áhyggjur og viljir ræða þetta. Það er mjög eðlilegt að þú sért kvíðin en best er að ræða við heilbrigðisstarfmann um þetta.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Eppló | 30. ágú. '16, kl: 21:33:40 | Svara | Er.is | 2

Ég er í sömu sporum með fyrsta barn. Mér líður hreint ekki vel eftir að hafa horft á þennan þátt. Það er ekki eins og við getum valið okkur annan spitala, þetta er það skásta sem er í boði.

Haffibesti | 30. ágú. '16, kl: 22:48:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Getur örugglega valið um að koma hingað uppá Akranes. Snilldar fæingardeild þar.

elinnet | 30. ágú. '16, kl: 23:03:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

þar var nú ekki tekið neitt sérstaklega vel á svipaðri vanrækslu
http://www.ruv.is/frett/alvarleg-laeknamistok-a-akranesi
þar voru sönnunargögnin til á video og ég heyrði að viðbrögðin hefðu verið að banna video upptökurí fæðingum!

Haffibesti | 30. ágú. '16, kl: 23:37:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það breytir því ekki að allflest starfsfólkið þar er til fyrirmyndar og til að mynda er tíðni keisara hærri hér en í bænum.

elinnet | 30. ágú. '16, kl: 23:54:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Mér finnst það ekki vera meðmæli ef keisaratíðnin er hærri... 
Þekki líka nokkra starfsmenn á Landspítalanum (kvennadeildinni) og það eru allt fagmenn fram í fingurgóma.
Ég hef sjálf aldrei fætt á spítala á Íslandi og mun ekki koma til með að gera það þ.a. ég hef ekki persónulega reynslu. Finnst hræðilegt að heyra af þessu atviki sem var í fréttunum í dag, en sem óbreyttur leikmaður þá finnst mér Landspítalinn bregðast töluvert betur við þessu atviki en var gert á Akranesi á sínum tíma.

Allegro | 31. ágú. '16, kl: 16:44:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Allflest starfsfólkð á landspítalanum er til fyrirmyndar og það telst ekki til tekna að hafa hærri keisara tíðni.

Haffibesti | 31. ágú. '16, kl: 20:27:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju er það verra að það sé mikið um keisara?

Felis | 31. ágú. '16, kl: 23:14:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þar sem er of há tíðni keisara aukast líka líkurnar á mæðra- og/eða ungbarnadauða í fæðingu.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Haffibesti | 31. ágú. '16, kl: 23:54:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig getur það staðist? Þegar það lyggur mest fyrir að ná barninu út ef eitthvað ber uppá sem truflar eðlilega fæðingu hefði ég haldið að keisari væri skásti kosturinn. Úr hverju er fólk að deyja þegar keisari er gerður?

Hedwig | 1. sep. '16, kl: 08:23:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ef að keisarar eru gerðir óvenjulega oft er verið að gera þá án þess að þörf sé á í einhverjum tilvikum.

Finnst líka hugsunin oft vera hjá fólki að þetta sé bara keisari en fólk kannski áttar sig ekki á hvað þetta er sjúklega stór aðgerð þar sem konur eru skornar á hol og þetta er aðgerð og öllum aðgerðum fylgir alltaf áhætta þar að auki.

Svona eins og fólk átti sig ekki á að þetta er ekki bara smá aðgerð til að koma barni í heiminn heldur risa aðgerð með áhættu.

Felis | 1. sep. '16, kl: 17:44:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er ein stærsta skurðaðgerð sem fólk getur lent í.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Felis | 1. sep. '16, kl: 17:43:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Allskonar.
Þetta er major skurðaðgerð.
Keisari eykur svo líkur á vandkvæðum í næstu meðgöngu einsog að fylgjan vaxi inn í legvegginn.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

hrökkbrauð | 3. sep. '16, kl: 11:25:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eykur einnig líkur á legrofi, sérstaklega ef keisarar eru fleiri en einn. Þá þynnist legveggurinn í hvert sinn og eykur áhættu á legrofi á seinni meðgöngum. Ef það gerist er það lífshættulegt bæði móður og barni

daggz | 2. sep. '16, kl: 13:28:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað í ósköpunum heldur þú að keisari sé? Eitthvað sem er ekkert mál og gert bara af því bara?


Keisari er gerður ef það er eitthvað að. Ef eitthvað er að hljóta líkurnar á slæmri úkomu að aukast er það ekki? Konum getur blætt út og alls konar aðrir fylgikvillar geta fylgt keisara. Þetta er ekkert eins og að láta taka nefkirtlana úr sér.


Skásti kosturinn fyrir móður og barn er að fæðingin gangi vel fyrir sér, að hún sé með sem fæstum inngripum. Ekki þörf á keisara.

--------------------------------

Brindisi | 2. sep. '16, kl: 19:41:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

kommon þetta er smá skurður þvert yfir magann í gegnum mörg vöðvalög og leg og barninu kippt út.......pís of keik :)


samt hefðirðu frekar átt að nota aðra kaldhæðnissamlíkingu en kirtlatöku því því getur fylgt mikið bras og veikindi, hefðir frekar getað notað að kreista bólu :)

Silaqui | 3. sep. '16, kl: 11:57:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert vonandi að spauga.
Holskurðir eru alltaf stórmál. Það skiptir ekki máli hvort þeir séu gerðir til að ná í barn, eða til að laga líkamlega  (aðra) kvilla.
Ástæðan fyrir að það er litið svona hvers dagslega á keisaraðgerðir væri fróðlegt að skoða því engum dettur í hug að tala svona um neina aðra stóraðgerð.
Svona fyrir utan hvað keisari er mikið dýrari í framkvæmd heldur en eðlileg fæðing.

daggz | 3. sep. '16, kl: 12:56:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er augljós kaldhæðni hjá manneskjunni.

--------------------------------

Brindisi | 3. sep. '16, kl: 18:34:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

takk, ég gleymi stundum að fyrir suma þarf maður að skrifa DJÓK GRÍN SPAUG

Brindisi | 3. sep. '16, kl: 18:36:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

samt setti ég broskall

daggz | 3. sep. '16, kl: 12:57:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nefkirtlataka er nú minna inngrip en hálskirtlataka, því nota ég það sem dæmi. Það er aðgerð en samt sem áður frekar auðveld. Amk miðað við keisara og slíkar aðgerðir.

--------------------------------

Brindisi | 3. sep. '16, kl: 18:35:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

æi veit bara um eitt nefkirtlakeis sem að var horror þess vegna sagði ég þetta en jú jú vissulega er það töluvert minna inngrip og er ekkert mál í langflestum tilvikum

mars | 3. sep. '16, kl: 18:26:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef keisarar eru algengari á einum stað en öðrum þá getur það t.d. mögulega stafað af þeim vinnubrögðum sem á undan eru gengin.
Barn nr 2 hjá mér var tekið með bráðakeisara, þá var ekkert annað í stöðunni, ég var gengin um 33 vikur og það blæddi gríðarlega mikið. Í ljós kom að um fylgjulos var að ræða og var bráðakeisari eina leiðin.
Ég vildi hins vegar allt til vinna til að sleppa við keisara með börn nr 3 og 4 og var því mjög meðvituð í undirbúningi fyrir fæðingu.
Ég kaus t.d. að sleppa alveg mænudeyfingu og í raun öllum deyfingum þar sem ég vissi að slíkt getur hægt á ferlinu og þar af leiðandi aukið líkur á keisara.
Ég var afskaplega heppin með ljósmæður sem voru mjög meðvitaðar um mínar þarfir og hugmyndir.

hallon | 1. sep. '16, kl: 09:03:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Vinkona mín var í lífshættu eftir planaðan keisara vegna vandamála sem komu upp í aðgerð.  Keisari er í raun meiri áhætta en venjuleg fæðing þó keisari sé að sjáflsögðu oft nauðsynleg aðgerð  

Húllahúbb | 3. sep. '16, kl: 14:09:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég og barnið mitt vorum í lífshættu eftir venjulega fæðingu. Það getur líka gerst. Og barnið mitt í annarri fæðingu (þá slapp ég betur).

Allar áhættufæðingar fara fram á LSH svo það kemur alls ekki á óvart að það séu hlutfallslega fleiri keisarafæðingar þar. Liggur beint við að mínu mati. Fólk gleymir að setja það í jöfnuna.

Finnst þetta hræðilegt sem þetta fólk gengur í gegnum og þetta á að sjálfsögðu aldrei að viðgangast. Munaði engu að mín fjölskylda væri í þessum sporum. Lít upp til þeirra að leita réttar síns og finn óendanlega til með þeim.

Ég á mjög erfiðar fæðingarreynslur að baki en myndi velja LSH allan daginn! Ef eitthvað kemur upp á í fæðingu (eins og í tveimur af mínum) þá vil ég vera á stað sem getur komið mér í akút keisara og barninu mínu á nýburagjörgæslu strax!

Finnst svo í hvaða aðstæðum sem er í fæðingu og á hvaða fæðingardeild sem er: Alltaf, alltaf, hlusta á móðurina!!!! Það má starfsfólk LSH og eflaust mikið fleirri stofnana bæta til mikilla muna.

hallon | 3. sep. '16, kl: 16:05:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það var verið að segja að tíðni keisara væri hærra á Akranesi en í bænum og þess vegna væri betra að fæða þar. Ég veit ekki hvort það sé satt en eðlilegra væri að tíðnin væri hærri á lsh þar sem eins og þú segir áhættufæðingar fara fram.

Húllahúbb | 3. sep. '16, kl: 18:16:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok! Ég misskildi ?? Var alveg viss um að tíðnin væri hærri á LSH.

rosewood | 2. sep. '16, kl: 20:02:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

myndi ALDREI fæða á Akranesi.

pacmann | 31. ágú. '16, kl: 00:10:43 | Svara | Er.is | 0

Ég myndi ráðleggja þér að biðja ekki um mænudeyfingu. Hún tekur drá þér getuna til að rembast og er langt því frá að vera hættulaus að svo mörgu leyti.
Ekki hafa áhyggjur þetta er fagfólk. Þó það komi upp mistök öðru hverju. Líklegra að þú lendir í bílslysi á leiðinni upp á deild en í svona atviki.

Nói22 | 31. ágú. '16, kl: 00:50:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Fæst af því sem gerðist í þessari fæðingu var faglegt. Bara það eitt og sér t.d að neita konunni um lækni ætti að vera ástæða áminningar og jafnvel uppsagnar.

LaRose | 31. ágú. '16, kl: 06:45:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Held það sé erfitt að segja upp læknum á Íslandi með læknaskortinn.

Margir góðir læknar eru bara í því að lækna aðra Skandinavíu búa.

alboa | 31. ágú. '16, kl: 09:00:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Held hún hafi átt við ljósuna sem neitaði fólkinu um lækni.

kv. alboa

Nói22 | 31. ágú. '16, kl: 09:41:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég var ekki að tala um að segja upp læknum heldur ljósunum sem neituðu konunni um lækni.

Felis | 1. sep. '16, kl: 17:46:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er sammála en ég er samt viss um að það er tiltölulega algengt að konum sé neitað að hitta lækni þegar þær biðja um það :-(

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

kria123 | 31. ágú. '16, kl: 08:35:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Kom nú hvergi fram að mænudeyfingin hefði nokkuð með þetta að gera. Farðu varlega í að ráðleggja fólki eitthvað sem þú veist ekkert um, mænudeyfing getur alveg hjálpað og verið mjög góð fyrir margar konur. Hver og ein konar velur það sem hún vill i sinni fæðingu.

pacmann | 31. ágú. '16, kl: 22:24:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í fyrsta lagi ætti þetta ekki að vera valkvætt. Heldur ætti læknir eða sérfræðingur að ákveða þetta.
Í öðru lagi veit ég alveg hvað ég er að tala.

Felis | 1. sep. '16, kl: 17:47:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Læknirinn getur ekki ákveðið hvort konan þurfi mænudeyfingu. Hann veit ekki hvað hún er að upplifa og hann getur því ekki ákveðið hvort hún eigi að fá mænudeyfingu eða ekki.

Hann getur hinsvegar neitað henni um mænudeyfingu ef hann vill.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Allegro | 1. sep. '16, kl: 21:40:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Endilega útskýrðu þá af hverju fæðandi kona ætti ekki að hafa þetta val? 

bogi | 1. sep. '16, kl: 22:59:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Læknirinn ber ábyrgð á lyfjagjöfinni -

Felis | 2. sep. '16, kl: 09:34:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Hann ber ábyrgð á lyfjagjöfinni en móðirin ræður yfir líkama sínum og hvað er gert við hann. Hún getur ekki fengið lyfjagjöf þvert á vilja læknisins en hann má svo sannarlega ekki gefa henni lyf án samþykkis hennar.

Það á ekki bara við um mænudeyfingu heldur allt.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

bogi | 2. sep. '16, kl: 10:15:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rétt - var að svara afhverju konan ætti ekki að fá mænudeyfingu ef hún vill. Læknirinn hlýtur að meta hvert tilfelli og ef hann segir nei þá ætti að vera rík heilsufarsleg ástæða fyrir því.

Allegro | 2. sep. '16, kl: 12:53:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eimitt. Mér finnst mikilvægt að fæðandi konur, sjúklingar og aðrir sem leita til heilbrigðiskerfisins hafi val um meðferð sem það hlýtur, sé slíkt í boði og brjóti ekki gegn velferð sjúklings eða vinnureglum stofnunarinnar. 

daggz | 2. sep. '16, kl: 13:35:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er bara alltof algengt að það er ekki hlustað á mæður í fæðingu eða bara á meðgöngu.


Ég á aldrei eftir að gleyma ljósmóðurinni sem reif í brjóstið á mér af því hún ætlaði sko að vera viss um að barnið væri að sjúga rétt (hún gerði þaðog ég vissi alveg hvað ég var að gera, ég vildi ekki hjálp enda engin þörf á þess konar hjálp) af því hún var orðin gulleit. Enda ældi hún öllu.


Þarna var ég ekki kona með val, kona með vit, kona með skoðanir. Nei, mér leið eins og kjötstykki á færibandi. Og þetta er hugsun og framkoma sem mér finnst alltof algeng. Og ég fékk svo sannarlega að kynnast í minni fæðingu.


Vil samt taka það fram að ég kynntist líka æðislegum ljósmæðrum sem bara liggur við björguðu lífi mínu. En það breytir ekki þessum upplifunum.

--------------------------------

Felis | 2. sep. '16, kl: 15:59:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var líka kjötstykki á færibandi í fyrri fæðingunni.
Það er ömurleg tilfinning.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

daggz | 2. sep. '16, kl: 18:05:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, það er það. Og það er alltof algengt að konur upplifi þetta. Sorglegt en satt.

--------------------------------

Allegro | 2. sep. '16, kl: 12:47:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún ætti að hafa valið svo framarlega sem að það séu ekki læknisfræðilegar ástæður til annars. Læknir getur neitað en konan ætti að hafa valið á meðan ekkert er sem mælir gegn því. 

bogi | 2. sep. '16, kl: 12:48:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda ætti læknirinn ekki að neita nema það séu læknisfræðilegar ástæður sem mæla gegn því, því er ég sammála.

Allegro | 2. sep. '16, kl: 13:01:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það á alltaf við. Heilbrigðisstarfsfólki ber aldrei skylda að gera eitthvað sem talið er geta valdið skjólstæðing meiri skaða en hitt. Enda er oftast þá ekki talið að slík meðferð sé í boði fyrir viðkomandi. Ég t.d get ekki valið um að fá  sömu meðferð og flestir aðrir hafa valu um þar sem ég er með ákveðið ofnæmi. Þess vegna bíðst mér einfaldlega ekki sú meðferð. Annars ætti ég auðvita að hafa val.

ert | 1. sep. '16, kl: 21:45:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að læknir á að geta mænudeyft konur gegn vilja þeirra?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

hostahrygla | 1. sep. '16, kl: 23:02:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei

keltnesk | 3. sep. '16, kl: 21:03:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég vildi alls ekki mænudeyfingu í mínum fæðingum. Með strákinn tók það 26 tíma frá því að ég fékk activar hríðar (fór af stað 3 mánuðum fyrir tímann en það var stoppað með lyfjum en voru alltaf einhverjar hríðar af og til) og 3 tímar í að koma honum út. Með stelpuna var ég sett af stað 3 vikum fyrr, sprengdur belgur og dripp í æð. Ég hefði orðið alveg brjáluð ef það hefði verið reynt að þröngva mænudeyfingu upp á mig nema ef þess hefði þurft fyrir keisara með strákinn. Ég hlýddi í einu og öllu að öðru leyti en mænudeyfing var aldrei möguleiki í mínum huga nema rétt í um hálfa mínutu þegar verst var með stelpuna. Ég er alls ekki sammála um að það eigi ekki að vera val fyrir mæðurnar. Sérstaklega þar sem ég fékk aldrei rembingsþörf með hvorugt þeirra og það þurfti að segja mér eftir línuriti hvenær ég ætti að rembast.  Tilhugsunin um að vera dofin og hafa ekki stjórn var bara hræðileg í mínum huga, að þurfa að liggja allann tímann var ekkert ség mkárri tilhugsun og svo er ég logandi hrædd við nálar. 

Gulrót | 4. sep. '16, kl: 08:31:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú verður ekkert endilega dofin og getur ekki gengið með mænudeyfingu eða missir rembingsþörf og hægist á ferlinu.

Ég fékk mænudeyfingu með dóttur mína en hún er mitt þriðja barn. Með tvö eldri þurfti ég aldrei neina deyfingu en með hana stoppaði allt í 6 og hún þrýsti alltaf til hliðar. Fékk deyfingu þegar búið var að prófa allt til að auka útvíkkun og fór þá úr 6 í að hún fæddist á 48 mín. Deyfingin varð til þess að það slaknaði á öllu og hún fann réttu leiðina :D

Gat labbað um allt, fann fyrir fótunum og meiri rembingsþörf en nokkurn tímann í hinum tveimur :)

Mammzzl | 4. sep. '16, kl: 09:26:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég held að stundum sé verið að rugla saman mænudeyfingu og mænurótardeyfingu, sem eru tveir ólíkir hlutir. 


Mænudeyfing er notuð fyrir keisara, og þá missa þær flestar alla tilfinningu, því þær eiga jú ekki að finna fyrir því að vera skornar. Ég fékk mænurótardeyfingu í mínum fæðingum og hafði alveg tilfinningu, en það tók sársaukan í burtu...

Hedwig | 4. sep. '16, kl: 10:45:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er gefin mænurótadeyfing til að deyfa sársauka og hún á ekki að valda miklum dofa eða álíka og ég fann fyrir öllu og gat hreyft mig og svona með deyfinguna en sársaukinn varð varla merkjanlegur en fann alveg þrýsting þegar hríðarnar voru.

Mænudeyfing er svo það sem er gefið fyrir keisara og þá er efnið sett á annan stað og í mænuna sjálfa minnir mig og veldur það algjörum dofa í neðri part líkamans enda eiga konur ekki að finna fyrir skurði.

Brindisi | 31. ágú. '16, kl: 09:49:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

mænudeyfing þarf ekkert að taka í burtu getuna til að rembast, mænudeyfing er það besta sem ég hef fengið

pacmann
Brindisi | 31. ágú. '16, kl: 22:28:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

ekki hjá mér eða nokkrum sem ég þekki

pacmann | 31. ágú. '16, kl: 22:42:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

http://www.todaysparent.com/pregnancy/giving-birth/should-you-have-an-epidural/
Þetta er ss ekki tæmandi list um alla langtímagallana sem fylgja þessu.
Þarna er líka talað um 38 % og sumir segja ×2 aðrir ×3. Í mínum glósum var talað um 80 %.
Sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Brindisi | 31. ágú. '16, kl: 22:50:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nenni ekki að lesa þetta og ég get alveg selt mína sögu og vinkvenna minna dýrara en við keyptum það en ég veit alveg að hjá sumum finna þær ekki rembingsverki, en ég þekki bara til mænudeyfingar og remingsverkja

Felis | 31. ágú. '16, kl: 23:17:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fékk fína rembingstilfinningu þegar ég var mænudeyfð, en í fæðingunni sem ég fékk engin lyf þá fékk ég enga rembingstilfinningu.

Ég mæli samt ekkert sérstaklega með mænudeyfingu en það er rangt að hún taki alltaf burtu rembingstilfinningu. Vandamálið með mænudeyfingu er að það er ótrúlega random hvernig hún virkar á konur.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Brindisi | 1. sep. '16, kl: 08:27:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

my drug of choice, langar í mænudeyfingu núna bara að gamni

Pinja | 2. sep. '16, kl: 07:43:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

svo sammala. Ég elskaði mína mænurótardeyfingu- enda er ég lengi að fæðingum. 1. tók 40 tíma, 2. 11 tíma. Björguðu mér eftir að hafa verið að með hríðar án pásu í fleiri tíma. Fékk að vísu ekki rembingstilfinningu- en það er vel hægt að rembast án þess að hafa rembingstilfinningu- gerði það bara í samráði við ljósmóður og allt gekk vel.

Fæðing hjá mér með þriðja barn eftir 4 vikur.... hef deyfinguna bak við eyrað ef fæðingin verður jafnlöng og hinar.

alveg í ruglinu

Gulrót | 4. sep. '16, kl: 08:32:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alls ekki, fékk langmestu rembingsþörfina þegar ég fékk deyfingu. Fékk ekki einu sinni rembingsþörf með fyrsta en var ekki með neina deyfingu þá.

Allegro | 31. ágú. '16, kl: 16:50:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það ætti að varast að hræða konur frá því að biðja um mændeyfingu án þess að þekkja ástæðu eða tilvik. Mænudeyfing hefur sína filgikvilla og því þarf einmitt að vera vakandi fyrir þeim og bregðast við í tæka tíð.

lykilorð123 | 31. ágú. '16, kl: 18:53:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er nú misjafnt hvernig mænudeyfing fer í konur Svo er hægt að fylgjast með í ritanum hvenær hríð er ef þú finnur ekki remingsþorf . Það er ekkert að því að fá mænudeyfingu þar sem fæðing er aldrei þægileg. Fékk mænudeyfingu og það bjargaðí mér alveg. Konur eiga bara að fara inn í fæðingu með opnum hug og ekki gera ráð fyrir neinu.

Brindisi | 31. ágú. '16, kl: 22:32:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

nkl. það eru mistök að ákveða eitthvað fyrirfram með þá hugsun að það megi ekki klikka og lifa svo í vonbrigðum, ég valdi mér geisladiska til að hlusta á....þeir fóru aldrei uppúr töskunni, ég ætlaði ekki í mænudeyfingu en það bjargaði mér svo alveg, fæðingar eru misjafnar og eftirleikurinn líka, og plis stelpur ekki brotna niður þó þið getið ekki framleitt nóga mjólk, shit happens, eigiði bara góða stund með barninu og pelanum

Hedwig | 1. sep. '16, kl: 10:02:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stundum bara þarf mænurótadeyfingu. ég ætlaði sko alls ekki að fá mænurótadeyfingu og var það örugglega eina sem ég ætlaði að segja nei við. Þegar á hólminn var komið og ég búin að kveljast í margar klst án þess að neitt gerðist í útvíkkun þá var sett upp dripp til að herða hríðarnar og ég bara sá ekki að ég myndi lifa af harðari hríðar án deyfingar og fékk því mænurótadeyfingu. Það gekk mjög vel að setja hana upp og ekkert vesen eftir að dofinn úr annarri löppinni fór nokkrum klst eftir fæðinguna. Fékk ekki rembingstilfinningu en það hefði kannski gerst án deyfingarinnar og barnið komst samt út þrátt fyrir það þó það hafi verið svolítið erfiðara.

Ef allt hefði gengið vel og ég náð að höndla verkina án deyfingar þá hefði ég gert það (gat engan vegin glaðloftið) en stundum verður maður bara að fá smá hjálp.

fólin | 1. sep. '16, kl: 22:41:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er einmitt málið stundum er mænurótardeyfing alveg bráð nauðsýnleg, ég er ekki viss um að ég gæti gengið í gegnum aðra fæðingu án þess að fá deyfingu
É
g var með hræðilega sterkar hríðar og búin að reyna remba út barninu í altof langan tíma og áður en ég fékk deyfinguna var ég farin að fá hríð ofan í hríð ofan í hríð og hélt ég mundi hreinlega ekki geta þetta lengur, ég var deyfð svo hægt væri að snúa barninu og gefa mér smá hvíld þvílik himnasæla.

Húllahúbb | 3. sep. '16, kl: 14:12:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það biður enginn um mænudeyfingu eða keisara að ástæðulausu! Í sumum tilfellum er þetta nauðsyn. Finnst ekki rétt að ráðleggja svona þar sem engin fæðing er eins. Hef fætt með mænudeyfingu sem gekk vel en án og með deyfingar sem gengu báðar skelfilega.

Felis | 3. sep. '16, kl: 20:03:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég veit um fullt af konum sem hafa ákveðið fyrirfram að fá mænudeyfingu, algerlega án þess að vita hvernig fæðingin myndi fara.
Mér finnst það rugl en þetta er samt ekki óalgengt.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

unnurem | 31. ágú. '16, kl: 07:18:38 | Svara | Er.is | 0

Það sem ég skil ekki alveg er að það kemur fram í einhverjum gögnum að þær hafi ennþá verið að reyna að vinna Sigríði á sitt band? Hvað eiga þær við?

Eppló | 31. ágú. '16, kl: 08:13:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt, ég skil það ekki heldur. Það er líka alveg ótrúlegt að vera neitað um að fá lækni! Ég svaf lítið í nótt útaf þessu máli.

alboa | 31. ágú. '16, kl: 09:03:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það sem ég skildi út úr þessu var svipað og það sem ég lenti í. Ég lenti í rifrildi við mína ljósu því hún vildi að ég gerði eitt en hún vildi annað og ég átti bara að hlýða.

Minn skilningur er því að það var verið að reyna fá hana til að skilja að það væri ekkert að þrátt fyrir hennar tilfinningu og fleiri vísbendingar.

kv. alboa

alboa | 31. ágú. '16, kl: 09:03:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En ég vildi annað átti þetta að vera.

kv. alboa

Nói22 | 31. ágú. '16, kl: 09:43:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ég held að það sé einhver togstreita á milli ljósmæðra og lækna. Að þær vilji ekki blanda læknunum í þetta af því að þær telja þá vera að fara inn á þeirra svið eða eitthvað svoleiðis kjaftæði. Að fæðing sé náttúrulegt ferli og þar eigi læknir ekki að vera heldur bara þær.


Mér finnst eins og það sé eitthvað svoleiðis bullshit í gangi.

HonkyTonk Woman | 3. sep. '16, kl: 20:28:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held það sé rangt..ég gat ekki fundið neina togstreitu á milli þeirra í þau 3 skipti sem ég var þarna með nýja ljósmóður í hvert skipti..allar kölluðu þær til lækna án þess að við óskuðum eftir því.

dumbo87 | 31. ágú. '16, kl: 09:46:58 | Svara | Er.is | 0

ég er einmitt bara nýorðin ólétt og ákvað að horfa ekki á þáttinn né lesa neinar fréttir um þetta. Myndi fríka mig út og ég væri stressuð yfir þessu alla meðgönguna.

------------------------------------------------------------------------------------------------
Er í Pollýönnuleik allan daginn, 7 daga vikunar, 52 vikur á ári.

Blandverjapepp og blandverjaknús eru æðisleg :)

Bragðlaukur | 31. ágú. '16, kl: 10:09:34 | Svara | Er.is | 1

Ég átti mitt fyrsta barn á Landspítalanum. Það eru reyndar komin rúm 14 ár síðan. En mér fannst það ömurleg upplifun.
Fæðingarferlið var alltof langt.
Ég var gengin einhverjar vikur fram yfir, vatnið var orðið grænt og það voru erfiðleikar bundnir fæðingunni.
Ég hafði ekki átt barn áður, svo ég vissi ekkert um rembings tilfinningu. Ég fékk hana aldrei. En var látin bíða og bíða, með endalausar hríðir. En það gerðist ekkert.
Ég fékk aldrei rembingstilfinningu.
Í fleiri tíma gekk þetta þannig.

En svo loksins eftir margar klukkustunir  er farið að tala um að senda mig í keisara. En það var ákveðið að prófa með sogklukku fyrst. Og eftir þrjár tilraunir tókst að ná barninu út með klukkunni.
Barnið var mjög máttfarið þegar það fæddist. Og það var enginn grátur, Ég fékk ekki barnið í fangið. En ég sá að það var eitthvað vesen og svo var farið með barnið.

Sjálf var ég gersamlega útjöskuð og útslegin eftir þetta.

Barnið var haft í kassa í viku.

Eins og ég segi, þá hafði ég aldrei fætt barn áður, þannig að ég þekkti ekki ferlið fyrir. Annars hefði ég örugglega sjálf reynt að hafa meiri áhrif á ferlið fyrr.
En ... þetta er fagfólkið jú. Ég vildi einmitt fæða á spítala - til að vera örugg.

En vá hvað ég hugsa um núna hvernig þetta hefði getað endað með dauða hans.

"Fagfólkið" sem svo var í kringum mig, þegar ég var að venja barnið á brjóst og sem "hlúði" að mér og barninu á meðan ég lá þarna var ömurlegt í framkomu. 
Mér fannst þetta fólk og þá sérlega konurnar, vera algerar og helberar truntur. 
Það var talað svo niður til mín. Og bara framkoman öll...

En þarna... inni á milli var virkilega yndislegt starfsfólk. En það var sjaldséð.

En það eru sem sagt liðin 14 ár. Og bara vonandi er þetta öðruvísi í dag.

----------------------

Ég flutti svo til Danmerkur og átti næstu tvö börn þar. Þar varð líka vesen. En í heildina litið fannst mér frábært að eiga börn 
á þeim tveimur spítölum sem ég var á.

Það voru sem sagt líka erfiðleikar í fæðingu nr 2.
Ég var gengin næstum þrjár vikur fram yfir, sem mér finnst gagnrýnivert. Það er - að ég skildi ekki vera sett í gang fyrr.

Barnið fór i axlaklemmu í fæðingunni.
Ljósmóðirin reyndi að eiga við þetta sjálf í smátíma (ég vissi ekkert hvað var að gerast), en ýtti svo á neyðarhnapp og ég sá lækna og ýmist fagfólk storma inn til okkar um leið.
En þá akkurat í sömu andrá tókst ljósmóðurinni að fá barnið út.

Framkoma fagfólksins var frábær. Mér leið eins og hótelgesti. Það var hlýleiki og virðing út í gegn...
Ekki þessi ógeðslegi hroki sem ég upplifi of oft í heilbrigðisstéttinni hér.

----------------------

Ég átti svo barn nr 3 á öðru spítala í Danmörku. Og ég var búin að heyra einhverjar leiðinlegar sögur af þeim spítala.
En ég hef ekkert annað en gott að segja um hann eftir  fæðinguna mína nr 3.

Það var hafður læknir inni hjá mér allan tímann, vegna sögu um erfiðleika í fæðingunum mínum. 
Það var ákveðið að setja mig í gang tveimur vikum fyrir settan tíma vegna þess að börnin þóttu stór í hinum tilfelllunum.

En ... aftur voru erfiðleikar. Barnið kom ekki.
Læknirinn mat það svo að ég ætti að fara í bráðakeisara.
En fyrst var kallaður inn yfirlæknir til að meta ástandið.
Og hún sagði... "Bíðið aðeins... Ég hef séð þetta gerast áður" Og ákvað að ég fengi eitthvað til að auka við hríðarnar.

Og þá gerðist eitthvað - ég fór að rembast og barnið kom út.

Og mér fannst starfsfólkið alúðlegt í framhaldinu...


bogi | 31. ágú. '16, kl: 19:53:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fæddi fyrsta barn á Íslandi og hin tvö í Danmörku - lenti svo sem ekki í neinum vandræðum í neinni fæðingu en sú fyrsta var mjög langdreginn, það er mjög algengt.


En allaveganna, ég þekki nokkur dæmi frá Danmörku frá ömurlegum fæðingum og dónaskap / fyrirlitningu starfsfólksins. Ein pólks sem ég þekkti úti lenti í því að barnið festist í öri frá fyrri keisara og var að rífa hana upp að innan - læknirinn leit bara á ritið og svo hana og sagði "þú ert bara að leika, þetta getur ekki verið svona vont". Þannig að ég er ekki viss um að þetta sé endilega eitthvað betra þar - 

Allegro | 31. ágú. '16, kl: 21:31:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Nákvæmlega. Það er frekar langsótt að ætla íslendingum það einum að geta verið dónar eða vanrækja starfið sitt. 


Eins og þetta er ofboðslega sorglegt mál og erfitt fyrir þessa foreldra að ræða það á opnum vettvangi, þá skulum við frekar sýna samstöðu, læra á því og reyna að gera allt til að koma í veg fyrir að svona komi fyrir aftur. Ég ætla að leyfa mér að efast um að við verðum nokkru bættari með að rakka niður íslenskt heilbrigðisstarfsfólk. 

bogi | 31. ágú. '16, kl: 22:24:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Þetta er hörmulegur atburður og saklaust barn lét lífið. En ég held að þessi refsigirni í garð heilbrigðisstarfsfólks sem gætir stundum sé ekki vænleg til vinnings. Hver myndi vilja vinna í þessum geira ef mistök kostuðu þig allt og þú gætir fengið á þig dóm? Eins og lélegu launin og álagið séu ekki nægur þröskuldur.


Vonandi notar LSH tækifærið og lærir af þessu, og gerir allt í sínu valdi til að sjá til þess að þetta gerist aldrei aftur.

Bragðlaukur | 1. sep. '16, kl: 00:10:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit líka um einhver ömurleg dæmi frá Dk. En svona var MÍN reynsla.

fólin | 31. ágú. '16, kl: 10:23:52 | Svara | Er.is | 0

Þetta er alveg hræðilegt og bara aumingja fólkið en svona aðeins til að hughreysta þig þá átti eg fyrr á þessu ári uppá lansa og var það rosalega erfið fæðing en fagmennskan var mikil, það var vel gætt að barninu allan tímann, ljósan vék ekki frá mér og einnig voru 2 fæðingarlæknar til taks. Þetta er auðvitað hryllilega sorglegt og einstaklega ófagmannlegt að virða ekki óskir foreldrana.

Lilith | 31. ágú. '16, kl: 11:00:58 | Svara | Er.is | 0

Ég á þrjú börn, í tvö fyrri skiptin þurfti inngrip, annað endaði í rbáðakeisara, hitt sem betur fer ekki, en barnið þurfti mikla örvun til að fara að anda og hressast. EN í öll skiptin var fagmennskan í fyrirrúmi, ljæosmóðirin mjög fær og yfirveguð og kallaði eftir sérfræðiáliti um leið og hana grunaði að eitthvað væri ekki sem skyldi, það var vel fylgst með barninu í fóstursírita og mér leið alltaf eins og við værum örugg og í góðum höndum og aldrei nokkurn tíman fannst mér valtað yfir mig. Það eru allar líkur á að allt gangi vel og við á Íslandi höfur eftir sem áður eina lægstu tíðni burðarmálsdauða barna á heimsvísu. 

Það er skelfilegt að Karl og Sigríður hafi lent í þessari hræðilegu lífsreynslu, en ég efast ekki um að þetta hafi orðið til þess að samskipti á milli fagaðaila og skjólstæðinga hafa batnað sem og samskipti á milli fagaðila.

Blah!

birkirbjork | 31. ágú. '16, kl: 12:17:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég átti mitt fyrsta barn á Landsspítalanum fyrir 20 árum. Það var ömurleg lífsreynsla. Eftir 15 tíma hríðir mátti ég byrja að rembast. 4 tímum seinna var ekkert að gerast, barnið haggaðist ekki. Ég var þreytt og sagði að eitthvað væri að, að ég gæti ekki meira. Lkósmóðirin sagði mér að vera ekki aumingji. Fullt af konum hefðu verið miklu lengur að þessu en ég. Ég hélt áfram að rembast og var farin að grenja úr þreytu. Allt í einu kom yfirlæknirinn inn. Hann spurði hvernig gengi og ég sagðist vera uppgefin að ég væri búin að rembast svo lengi. Hann vildi skoða mig. Ég man ennþá eftir svipnum á honum þegar hann fór úr hönskunum og kallaði á alla viðstadda fram, kom svo inn sallarólegur aftur og sagðist ætla að snúa barninu og nota svo sogklukku til að hjálpa. Þá var barnið ekki skorðað og öxlin sem var að koma fyrst en ekki höfuðið.
Allan þennan tíma var ekkert athugað með það.

malata | 31. ágú. '16, kl: 12:42:40 | Svara | Er.is | 0

Ég finn rosa mikið til með þetta fólk lika.
En ég sjálf var mjög ánægð með þjónustuna á Landspítalanum. Átti þar drenginn minn í september 2015. Þetta gekk mjög vel og ljósan var yndisleg, það var einnig læknanemi með og maður fann alltaf fyrir örryggi. Eftir fæðinguna vorum við um 24h í viðbót, ljosmæður voru mjög oft að kíkja til okkar til að tékka að allt væri í góðu lagi og hjálpa með brjóstagjöfina, barnalæknirinn kom einnig að tékka á drenginn og við vorum hæstánægð.
Vonandi gengur eins vel hjá ykkur :)

snæfríður80 | 31. ágú. '16, kl: 12:45:09 | Svara | Er.is | 1

Þetta er hræðilegt atvik, og mikið skil ég að þú sért kviðin fyrir að fæða barn í ljósi þessarar umræðu. Sjálf fæddi ég á LSH í maí og átti erfiða, en samt góða fæðingu. Ég er þó almennt þeirrar skoðunar að það er of mikið treyst á að allt gengi vel í heilbrigðiskerfinu á Íslandi - sem það gerir kannski í 98% tilfella, en það hjálpar ekki hinum 2%. Veit um tvö tilfelli þar sem konur fæddu börnin sín í kringum 24 vikur, þar sem enginn gerði sér grein fyrir styttingu leghálsins / byrjandi útvíkkun - það hefði geta komið í veg fyrir sliku með fleiri/nákvæmari skoðunum en gengur og gerist hér. Sjálf lendi ég einu sinni í því á meðgöngu að finna fyrir töluvert minna hreyfingum og bað ljósmóður í mæðraverndinni um að senda mig í rit - hún ranghvolf augunum og eiginlega bara neitaði mér um það, þurfti að standa hart á mínu til að fá að fara upp á LSH (þar sem móttakan var reyndar allt önnur, þær sögðu allar að koma frekar einu sinni of sjaldan).

En svona til að hughreysta þig, þá held ég að það hafi sennilega aldrei verið jafn öruggt að fæða á LSH en núna, þar sem allir eru á taugunum eftir þessari umræðu og gera örugglega frekar of mikið en og lítið.

BlerWitch | 31. ágú. '16, kl: 13:32:06 | Svara | Er.is | 8

Það eru nánast engar líkur á mistökum sem þessum á fæðingardeildinni. Þetta er einangrað tilvik og hræðilegt fyrir þessa foreldra að ganga í gegn um. En að vera stressuð yfir því af því að þú ert að fara að fæða er eins og að þora ekki út í umferðina af því að maður las um umfreðarslys á mbl.is. Á Landspítalanum eru háar gæðakröfur og starfsólk er sérmenntað- og þjálfað. Ég efast um að þú gætir verið í betri höndum annars staðar í heiminum.

ingbó | 31. ágú. '16, kl: 14:56:50 | Svara | Er.is | 0

Það var verulega vont að hlusta á þennan þátt.  En við lesum og heyrum af og til um hræðileg bílslys, trassagang, óvarkárni, fífldirfsku jafnvel þeirra sem setjast undir stýri en við látum það ekki hindra okkur í að fara í bíl út á þjóðvegina.

Nói22 | 31. ágú. '16, kl: 15:43:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er allt annað enda eru hundruðir þúsunda úti á vegunum. Það er allt annað en þegar fólk á lítill deild á landspítalanum haga sér svona og aðrar konur þurfa svo að leita til þeirra til að fæða.

Eppló | 31. ágú. '16, kl: 17:38:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er einmitt það sem mér finnst verst við þetta, það virðast allir vera áfram í sömu stöðum þarna og get alveg sagt fyrir mig að mig langar ekkert að lenda í þessum ljósmæðrum (miðað við þennan hrylling sem fólkið þurfti að ganga í gefnum).

unnurem
Hedwig | 31. ágú. '16, kl: 17:00:12 | Svara | Er.is | 0

Ég átti stelpuna mína í nóvember 2015 á lsh og hef bara jákvæða reynslu þaðan. Hún var að stríða okkur með að falla í hjartslætti við hríðarnar og ljósmæðurnar kölluðu strax á lækni sem skoðaði ritið og í framhaldi var ákveðið að taka blóð úr kollinum til að athuga ástandið betur sem kom vel út og því engin hætta á ferðum :). Lenti bara í veseni að fá aldrei rembingstilfinningu en barnið komst þó út að lokum :).

Þetta er alveg hryllilegt sem gerðist hjá þessu fólki í kastljósinu en að svona gerist er held ég mjög sjaldgæft sem betur fer :).

Miðað við mína reynslu hafa þau líka kannski tekið sig á að skoða fósturritann betur enda var mikið pælt í honum hjá mér út af ruglinu sem var hjá stelpunni með hjartsláttinn :).

diddad | 1. sep. '16, kl: 00:49:46 | Svara | Er.is | 0

Nú fyrst getur þú verið róleg. Nú er umræðan á fullu og ég get lofað þér að það eru allir á tánum ákkúrat núna.

Mzj | 1. sep. '16, kl: 09:21:53 | Svara | Er.is | 0

Ég átti í ágúst 2016 og mig grunar það sé mikið búið að breyta vinnureglum þarna. Ég var gangsett og endaði í bráðakeisara en það kom oft læknir og skoðaði mig án þess að ég þurfti að biðja um það og þær fylgdust vel með fósturritanum líka. Tóku nokkrum sinnum svona ph gildi til að athuga hvernig barninu leið. Allir sem ég talaði við þarna voru æðisleg ekki stressa þig of mikið fyrir fram einbeittu þér bara að einum degi í einu.

hostahrygla | 1. sep. '16, kl: 20:11:31 | Svara | Er.is | 14

Áður en ég skrifa mitt innlegg í þessa umræðu vil ég senda innilegar samúðarkveðju til foreldranna sem urðu fyrir þessu hræðilega atviki.  


Að mínu mati eru nokkur atriði sem mætti íhuga í þessari umræðu:
1.  Hver er ábyrgð landsspítalans og þeirra sem stjórna honum?  Það er mannekla á landspítalanum, á hverjum degi er starfsfólk að vinna lengur en góðu hófi gegnir og á fleiri stöðum en hægt er að sinna 100%.  Það eru starfandi læknar sem þurfa að manna 2-3 stöðugildi á mismunandi deildum sinnar sérgreinar.  Hver er það sem ber ábyrgð á því? Og enn fremur hver er sá sem ber ábyrgð þegar ofurkeyrð manneskja gerir mistök?
Er hægt að ætlast til þess að læknir eða annar starfsmaður neiti að hjálpa til á annarri deild vegna manneklu?  Það er erfitt að standa frammi fyrir fjölda sjúklinga sem fá enga hjálp ef þú neitar að "hysja upp um þig" og sinna fleiri stöðum. Væri réttara að krefjast þess að stjórnendur heilbrigðiskerfisins manni spítalann almennilega?


2. Hvenær gerðir þú seinast mistök í starfi?  Fyndist þér réttlátt að þú yrðir rekinn fyrir þau eða dæmd af alþjóð sem vanhæf? Skipta allir hinir dagarnir sem þú gerðir enginn mistök og varst framúrskarandi engu máli?
Það er hættulegt að heilbrigðisstarfsfólk megi ekki vera mannfólk lengur.  Það gera allir mistök, langflest mistökin náum við að koma í veg fyrir með endalausri þróun á góðum verkferlum og með því að fylgjast með störfum hvors annars en stundum falla þau samt í gegn.  
Það er líka umhugsunarefni að taka upp ákærur gegn mistökum í heilbrigðisgeiranum því það gæti stuðlað að því að heilbrigðisstarsfólk freistist til að láta ekki vita af mistökum og þal getum við ekki fyrirbyggt að þau komi fyrir aftur.  Hvað er rétt og rangt varðandi það get ég ekki dæmt um en þetta er amk einn póll til að huga að.


3.  Við erum með frábært mæðraeftirlit á íslandi.  Við erum með þeim löndum þar sem fæstar konur og börn deyja á meðgöngu eða við ogstuttu eftir fæðingu! Hversu magnað er að búa að slíku?  Þetta er erfiður tími í lífi konu þegar hún eignast barn og stundum upplifa konur fæðingar á slæma vegu þrátt fyrir að allt hafi farið vel.  Og það má alveg hafa bakvið eyrað að fyrir hverja hryllingssögu eru hundruðir frásagna um fæðingar sem heppnuðust alveg eftir bókinni en eru ósagðar.  Það er ekki fréttaefni þegar vel tekst til.
Það virðist vera í tísku að flagga í fjölmiðlum öllu sem miður fer í heilbrigðiskerfinu - kannski er það gott upp á að þrýsta á stjórnvöld að bregðast við manneklu og lélegum aðbúnaði og gert í þeim tilgangi.  En það hræðir líka ansi marga og ég vona að fólk geri sér líka grein fyrir hvað við búum að þó góðu kerfi miðað við allt og allt.


Þetta allt breytir samt ekki því að það urðu mistök þennan dag sem höfðu hræðilegar afleiðingar sem verða aldrei bættar fyrir foreldra þessa barns.  Og starfsfólkið sem þarna kom að er ekki vont fólk og mun þurfa að búa með þessu hvern dag það sem eftir lifir og það er heldur ekki öfundsvert.  Það er bara mín von að þetta verði til þess að deildin og spítalinn og sérstaklega stjórnmálamenn og stjórnendur horfi í sinn barm og reyni sitt allra besta að fyrirbyggja að svona komi fyrir aftur.

Nói22 | 2. sep. '16, kl: 15:51:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þegar læknar og hjúkrunarfólk gerir mistök getur það haft alveg hræðilega alvarlegar afleiðingar, verri en í flestum öðrum störfum. þess vegna já eins ljótt og það er að segja það mega þau varla gera mistök. Mistök geta kostað líf eða örkumlað fólk.


Fyrir utan að það eru ekki mistök að neita manneskju um lækni.

hostahrygla | 2. sep. '16, kl: 19:36:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Þá þarf bara að finna eitthvað annað en mannfólk til að sinna þeim störfum

adaptor | 2. sep. '16, kl: 19:45:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þá væri kannski komin tími til að borga í samræmi við ábyrgð

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Nói22 | 2. sep. '16, kl: 20:19:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það sem gerðist þarna voru ekki mistök. Það að hnerra í miðri aðgerð og skera á mikilvæga æð, það eru mistök. Það að neita manneskju um lækni þrátt yfir að manneskjan margbiðji um það eru ekki mistök og það er ástæða fyrir því að landlæknir notar orðið vanræksla.

ert | 2. sep. '16, kl: 20:35:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1


Væntanlega viljandi vanræksla - ef vanræsklan var ekki visvítandi þá hefur hún verið mistök.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Umræðan hefur verið tekin úr birtingu.
adla | 3. sep. '16, kl: 10:52:19 | Svara | Er.is | 0

Þetta er hið hræðilegasta mál. En engu að síður ætti þessi tími að vera öruggari en sá sem á undan var.. Því eftir þessa umfjöllun munu allir verða á tánum og meðvitaðir um að ekkert fari úrskeiðis.. Myndi ég halda.
Í langflestum tilfellum er fæðing eðlilegt ferli sem þarf ekki inngrip í. Ég er viss um að þetta verði yndislegt hjá þér. Ræddu þetta við ljósmóðurina þína, þá veit hún hvernig þér líður. Gangi þér vel :)

HonkyTonk Woman | 3. sep. '16, kl: 20:23:45 | Svara | Er.is | 1

Nú hef ég átt 3 börn á landsspítalanum og lenti aldrei á sömu ljósmóðurinni en allar stóðu þær sig vel..allar mjög athugular og nærgætnar.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 18.4.2024 | 16:32
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Síða 1 af 47589 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Bland.is, Hr Tölva, annarut123, paulobrien, Kristler, Guddie, Paul O'Brien