Vantar hjálp

CF40 | 6. feb. '19, kl: 15:40:23 | 293 | Svara | Er.is | 0

Ég er búin að eiga maka í +10 ár. Hann hefur alltaf verið skapstór og skapvondur satt að segja. Ég var svo head over heals í byrjun sambands að þetta fór ekki í taugarnar á mér og ég lét mig hafa það. Margoft hefur hann komið illa fram með hreitingum og bara skítaviðmóti en aldrei nokkurntímann kallað mig illum nöfnum, gengið um og brotið og bramlað eða beitt líkamlegu ofbeldi.
Maður veit aldrei hverju er von á þegar kemur að viðmóti eða dagsformi ef svo er hægt að segja. Hann nöldrar og kvartar rosalega mikið yfir öllu, það er td ömurlegt að vera með honum í bíl þar sem pirringurinn fer á flug og allir eru asnar í umferðinni.
Oft kom hann illa fram þegar hann drakk en hann hefur stórkostlega minnkað það svo það er ekki issue lengur. Atvik sl ára sitja alltaf fastar og fastar í mér, þe ég get ekki fyrirgefið honum það sem kemur upp. þá er ég að tala um að hann jafnvel skemmir eitthvað skemmtilegt sem er um að vera bara með hreitingum og ömurlegri skap uppákomu sem hann svo nb sér alltaf eftir en oft líða dagar þar sem ég bara get varla talað við hann og hann biður mig ekki afsökunnar fyrr en seint og síðar meir.
Hann er fullur iðrunar marga daga á eftir og ég finn hvað hann er að passa sig, þekki hann það vel að ég finn hveru vel hann er að tipla á tánum til að halda sér niðri. Ég er orðin svo rosalega viðkvæm fyrir þessu að minnsta uppþot sendir mig niður í svarthol í vanlíðan. Við rífumst aldrei fyrir framan börnin og þau taka ekkert eftir því þegar dagar líða án þess að við varla iðrum á hvort annað. Allt þar til ég gef undan og fyrirgef.
Núna er ég farin að efast um sjálfa mig, er farin að halda að ég sé að gera of mikið úr hlutunum og orðin ofurviðkvæm en þessar uppákomur sitja bara svo rosalega fast í mér.
Allt okkar samband hefur verið fullkomið fyrir utan skapið hans. Ég er mjög glaðlynd að eðlisfari og þetta á rosalega illa við mig og ég er bara að gefast upp. Hann hefur ekki viljað leyfa sér hjálpar þar sem ég hef margítrekað stungið upp á því.

Æææ ég veit ekki hvað ég er að biðja um, þurfti bara að segja frá held ég. Finnst ég ekki eiga vin í honum, hann er ekki minn "Haukur í horni" þar sem ég veit aldrei hvernig hann bregst við því sem ég segi. hann elskar mig, það fer ekkert á milli mála en þetta sem virðist vera lítið atriði er að drepa allt.

 

TheMadOne | 6. feb. '19, kl: 16:06:42 | Svara | Er.is | 2

Ég myndi halda að sambandsráðgjöf gæti hjálpað ykkur, meðferðaraðilinn gæti jafnvel ráðlagt ykkur hvort maðurinn þinn þyrfti aðstoð við að stjórna skapinu. Þetta er ekkert lítið atriði, þetta litar allt ykkar líf og veldur þér kvíða og öryggisleysi. Ef hann vill að þið séuð saman þá þarf hann að vera tilbúinn að vinna vinnuna.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Júlí 78 | 6. feb. '19, kl: 17:31:06 | Svara | Er.is | 0

Getur verið að pabbi hans hafi alltaf verið svona oft úrillur meira og minna? Það læra sem að börnunum er haft fyrir þeim. Alls ekki víst að svo sé í tilfelli mannsins þíns en ég myndi í þínum sporum ræða við hann um hans nánasta skyldfólk, hvernig það kom yfirleitt fram við aðra. Ekki til að fara að kenna þeim um eitthvað núna því fullorðið fólk ber auðvitað ábyrgð á sinni hegðun. En ef hann er að hegða sér eins og aðrir ættingjar eða einhver ættingi þá ætti hann kannski að spyrja sjálfan sig hvort hann vilji að sín börn verði eins og hann og kannski barnabörn líka. Svo auðvitað þarftu að ræða almennilega við hann hvaða áhrif þetta hefur á þig sjálfa. Sambandsráðgjöf getur örugglega hjálpað eitthvað ef það er þá ekki orðið of seint þannig að þú sért hætt að sjá nokkuð jákvætt við manninn þinn.

Sessaja | 11. feb. '19, kl: 22:12:25 | Svara | Er.is | 0

Losaðu þig við hann ef hann vill ekki breyta sér. Ef hann elskar þig þá mun hann reyna breytast. Þú getur ekki breytt öðrum aðeins sjálfri þér sama á við um alla. Ég Ólst upp með svona nöldrara og ofbeldissjúkum einstakling og þetta er svo mannskemmandi helvíti best að fara ef staðan breytist ekki hjá honum. Ekki leyfa börnunum ykkar að smitast af honum.

leonóra | 12. feb. '19, kl: 08:37:51 | Svara | Er.is | 0

Svona landvarandi stríð finnst mér ekki vera neitt annað en stjórnun.  Þreytandi langvarandi vandamál segja mest um vanmátt og viljaleysi viðkomanda að taka á þeim.  Held að svona líðan sé líka mjög óholl heilsunni.

leonóra | 12. feb. '19, kl: 16:01:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

...langvarandi..

kannan | 12. feb. '19, kl: 08:49:32 | Svara | Er.is | 0

leiðinlegt að heyra en gott að þú ert að opna þig með þetta og leita leiða. Þið þyrftuð bæði ráðgjöf, því eflaust hafið þið þetta bæði úr æsku, hann skapið og þú undanlátssemina. Gangi þér vel.

-------------------------------------------------
“If they respect you, respect them. If they disrespect you, still respect them. Do not allow the actions of others to decrease your good manners, because you represent yourself, not others.”

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ég er kynseginn spikkblue 18.3.2019 19.3.2019 | 23:16
Listi yfir topp 10 stríðshrjáð lönd (ásamt trúarbrögðum sem þar eru ríkjandi) spikkblue 19.3.2019 19.3.2019 | 23:14
Hvenær "má" barn vera eitt heima? Móðirjörð 23.2.2019 19.3.2019 | 22:58
Barnsmóðir er bæjarhóran Wowww 19.3.2019 19.3.2019 | 22:54
Spakmæli um barneignir til að tí ilkynna óléttu? Fudge 18.3.2019 19.3.2019 | 22:16
Innflytjendavandamál í t.d. Svíþjóð spikkblue 19.3.2019 19.3.2019 | 22:16
Hvar fæst hveitigras? garfield45 18.3.2019 19.3.2019 | 20:55
Skríllinn á Austurvelli kaldbakur 16.3.2019 19.3.2019 | 20:27
Ofnæmislæknir asta76 19.3.2019
Hvatning til Garðbæjinga! BjarnarFen 19.3.2019
Eurovision - Hatrið mun sigra Sessaja 16.3.2019 19.3.2019 | 17:30
Barn í jarðaför Skrattastrumpur 18.3.2019 19.3.2019 | 11:57
Hvaða ryksugu róbót mælið þið með? filifjonka 19.3.2019 19.3.2019 | 09:51
Vinna með atvinnuleysisbótum rwg 18.3.2019 19.3.2019 | 00:37
Vændisþjónustu þarf að lögleiða - að minnsta kosti í einhverri mynd spikkblue 27.12.2018 18.3.2019 | 23:59
nintendo wii Twitters 13.3.2019 18.3.2019 | 23:36
Þegar tveir leigja saman, námslán og skatraskýrsla rokkari 12.3.2019 18.3.2019 | 21:36
Evrópu dómstóllinn Mannréttindadómstóll Evrópu ESB og yfirgangur þessara aðila kaldbakur 14.3.2019 18.3.2019 | 20:44
Öryrki sem vinnur hoppaskoppa 16.3.2019 18.3.2019 | 20:31
Er í lagi að lögreglan hegði sér svona? BjarnarFen 16.3.2019 18.3.2019 | 18:22
Albufeira - Portugal Anna 18.3.2019 18.3.2019 | 16:32
Baðlínan eða baðverk hhdis 17.3.2019 18.3.2019 | 16:16
GERLAUSAR PIZZUR kollagb 18.3.2019
Champix í póllandi sumarfugl 17.3.2019 18.3.2019 | 12:07
Modafinil við ADHD bjarkihb 7.3.2015 18.3.2019 | 11:47
Bílamyndavélar sig2 18.3.2019
Útskriftarveisla - Vantar hugmyndir! bryndiselsa 17.3.2019 18.3.2019 | 09:40
Hvað er mest borgaðasta starf á íslandi Eldur Árni Eiríksson 15.3.2019 18.3.2019 | 08:53
Er hægt að fela GSMnúmer þegar maður sendir SMS? GullaHauks 17.3.2019 18.3.2019 | 03:37
flóttamenn omaha 16.3.2019 18.3.2019 | 00:05
góður heila og taugalæknir Jósafat 20.3.2009 17.3.2019 | 22:07
Má leigjandi vera gjaldkeri húsfélags láv 17.3.2019 17.3.2019 | 15:59
Góður húðsjúkdómalæknir? Ljufa 16.3.2019 17.3.2019 | 13:08
Bílvelta -Túrrist Sessaja 17.3.2019
Reglur fyrir Verðbréfaspilið! nar0z 31.1.2012 17.3.2019 | 10:35
Hjálparinn janefox 12.3.2019 17.3.2019 | 08:13
Bílaþrif hinna útvöldu ! Wulzter 12.3.2019 16.3.2019 | 20:19
veigur93 16.3.2019 16.3.2019 | 20:16
Að láta sér nægja það sem náttúran gefur okkur til lífsviðurværis. kaldbakur 15.3.2019 16.3.2019 | 17:07
Gunnar Nelson stream landakort 16.2.2013 16.3.2019 | 15:15
Mun hatrið sigra að lokum? spikkblue 16.3.2019 16.3.2019 | 14:49
Einhliða áhyggjur ! Dehli 16.3.2019 16.3.2019 | 09:20
Mislingar bakkynjur 15.3.2019 16.3.2019 | 08:24
Ólétt af fyrsta barni-bugun. magnea90 11.3.2019 16.3.2019 | 00:25
Föstudagskvöld - hvað eru þið að gera? Twitters 15.3.2019
Af - hommun ? Dehli 6.3.2019 15.3.2019 | 22:22
Er vefverslun Nettó ekki að virka hjá fleirum? Andrea02 15.3.2019 15.3.2019 | 19:10
Sertral Laubba 09 4.2.2019 15.3.2019 | 16:14
WowAir Vínber 13.3.2019 15.3.2019 | 15:24
survivor aðdáendur Twitters 14.3.2019 15.3.2019 | 14:55
Síða 1 af 19691 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, MagnaAron