Vantar ráðleggingu varðandi manninn minn

kisukrútt | 1. mar. '15, kl: 18:30:45 | 1570 | Svara | Er.is | 0

Hvað finnst ykkur um þetta..

Maðurinn minn rekur fyrirtæki með vinkonu sinni og fjölskylduvini og þau þurfa sökum starfs síns og fjölskyldutengsla að vera í miklum samskiptum. Mér finnst erfitt hvað þau fara oft út í hádegismat í vinnunni og stundum fara þau í drykk eftir vinnu en samt ekki alltaf. Auk þess finnst mér hann tala fulloft um hana utan vinnu en það gæti skýrst af því að þau eyða miklum tíma saman og hún er fjölskylduvinur hans fjöskyldu. Hún hefur einstaka sinnum hringt á kvöldin útaf persónulegum málum sínum sem eru ekki tengd honum.

Ég hef minnst á það við hann að ég sé leið yfir þessum miklum samskiptum og honum finnst þetta fullkomlega eðlilegt og segir að þau þurfi að vera í miklum samskiptum eðli málsins samkvæmt.

Ég veit ekki hvað ég á að gera með tilfiningar mínar er ég með óþarflega frekju eða hef ég rétt á að gera athugasemdir?

Með fyrirfram þökk

 

Helgust | 1. mar. '15, kl: 18:37:05 | Svara | Er.is | 6

tja ef hann er ekki að fela samskiptin við hana þá myndi ég ekki æsa mig yfir þessu. 

T.M.O | 1. mar. '15, kl: 18:41:05 | Svara | Er.is | 5

mér finnst eiginlega bara vera ein spurning í þessu. Er hann að fela eitthvað í samskiptum sínum við þessa konu? Ef ekki þá átt þú að ræða um hvort hann geti valið fjölskylduna frekar en vinnuna oftar en hann gerir, að fara og fá sér í glas eftir vinnu er yfirleitt þróun sem vindur upp á sig. Þú getur ekki farið fram á að hann skeri á samskipti við samstarfaðila og greinilega vin en auðvitað gert kröfur á að hann fjarlægist ekki heimilið á meðan.


Ef þér finnst eitthvað meira vera að gerast þá þarftu að ræða þetta á allt öðrum forsendum

fálkaorðan | 1. mar. '15, kl: 18:44:09 | Svara | Er.is | 8

Óþarfa frekja.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

tjúa | 1. mar. '15, kl: 18:45:47 | Svara | Er.is | 1

væri þetta allt saman í lagi ef hún væri karlmaður? Eða findist þér hann samt vera að eyða of miklum tíma eða orku í aðra manneskju en þig?

ÓRÍ73 | 1. mar. '15, kl: 19:17:59 | Svara | Er.is | 1

myndirðu hugsa svona ef þett væri karlmaður? má hann ekki eiga vinkonu/samstarfsaðila sem er kona? 

Máni | 1. mar. '15, kl: 19:29:16 | Svara | Er.is | 3

þetta er eðlilegt fyrir fólk sem rekur fyrirtæki saman. þú ættir að vinna með þessar tilfinningar því þetta getur ekki gert þér gott.

kisukrútt | 1. mar. '15, kl: 19:39:33 | Svara | Er.is | 2

þessar tilfinningar létu mig efast um dómgreind mína og það er gott að heyra svörin ykkar ég vil þakki ykkur fyrir það

QI | 1. mar. '15, kl: 20:57:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

dómgreind þín er í lagi,,, þó að ekkert sé að ske er kannski eitthvað í gangi.

hef samt enga töfralausn á réttu viðbragði við svona.

.........................................................

kauphéðinn | 3. mar. '15, kl: 20:22:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig faðmar hana?  Faðmar hana hana bless eða er hann sifellt með handlegginn utan um hana? Það er þarna munur

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

Alli Nuke | 1. mar. '15, kl: 20:10:46 | Svara | Er.is | 1

Drykk eftir vinnu? Nota þau líka lestina og það er alltaf dramatísk tónlist í gangi í kringum þau?

Trolololol :)

Dafuq | 2. mar. '15, kl: 04:50:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þó að ræstiteymi Bónus verslana fari ekki í drykk eftir vinnu, þá er mikið um að fólk í álagsvinnum fari saman í drykk og afslöppun eftir vinnu.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 3. mar. '15, kl: 02:13:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

....af hverju heldurðu að ræstingafólk fari yfirleitt ekki neitt saman eftir vinnu?

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

choccoholic | 1. mar. '15, kl: 20:44:33 | Svara | Er.is | 0

Óþarfa frekja.

Kentár | 1. mar. '15, kl: 21:48:47 | Svara | Er.is | 15

Ég myndi líklegast svara eins og allar hinar hafa gert ef ég hefði ekki verið í nánast nákvæmlega sömu stöðu. Maðurinn minn átti sérstaklega náið samband við vinkonu sína, þau voru reyndar bara tvö í sínum rekstri. Þau ræddu saman oft á dag í síma eða í gegnum Faceboo/sms. Ég vissi alltaf að þetta væri ekki framhjáhald, allavega ekki eins og sú hugmynd sem maður hefur um framhjáhald. En mér fannst þetta samt sem áður mjög erfitt, fannst eins og ég væri ekki lengur í fyrsta sæti, að þetta væri á margan hátt andlegt eða félagslegt framhjáhald. Ég ræddi þetta samt ekki við neinn, vissi að ég fengi svör eins og þessi sem þú ert að fá "má hann ekki eiga kvenkyns vinkonu?" "þú ert að vera með frekju og stjórnar/treystir ekki manninum þínum." "Myndiru bregðast eins við ef þetta væri annar karlmaður?" - En málið er að við höfum bæði átt allt okkart samband vini af báðum kynjum sem hefur aldrei áður verið vandamál. Besta vinkona hans var svaramaðurinn í brúðkaupinu okkar t.d.

Nú er þessu tímabili lokið, þau hættu með sinn rekstur og við þurftum að flytja. Ég hef rætt þetta við manninn minn og hann er alveg sammála mér að þetta gekk of langt. Hann skilur alveg að mér fannst ég vera orðin þriðja hjólið í okkar sambandi og þannig viljum við ekki hafa það. Ég vildi bara óska að èg hefði hlustað á sjálfa mig, talað við hann fyrr og þ.a.l hlíft sjálfri mér.

eradleita | 1. mar. '15, kl: 21:56:40 | Svara | Er.is | 0

Úff ertu nokkuð að tala um viðskiptafélaga minn?  Við borðum yfirleitt saman í hádeginu, sitjum hlið við hlið í vinnunni, erum mikið saman á fundum og viðburðum á kvöldin, förum saman  á ráðstefnur og fundi erlendis og eigum það til að vera að spjalla um vinnuna í síma eða á facebook um miðjar nætur.. en það er bara vinna og ekkert annað.   Ég myndi ekki hafa neinar áhyggjur.  Auðvitað talar maður mikið um þá sem maður eyðir stórum hluta dagsins með, það er bara eðlilegt. 

______________________________________________________________________________________________

vinyl | 1. mar. '15, kl: 22:03:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

einmitt það sem ég hugsaði.. "vonandi er kisurkútt ekki dulnefni mannsins míns"

Andý | 1. mar. '15, kl: 22:05:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 28

Eruð þið á fb um miðjar nætur að ræða vinnuna? Á fólk ekki að vera að ríða mökum sínum á þeim tíma sólarhringsins? Átt þú mann?

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

eradleita | 1. mar. '15, kl: 22:13:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hehe nei ég á ekki mann, við sofum bæði mjög lítið og tökum vinnuna allt of oft heim.  Konan hans er góð vinkona mín líka og hún hefur engar áhyggjur. 

______________________________________________________________________________________________

úlfsa | 2. mar. '15, kl: 10:23:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Ertu að hringja í giftan vinnufélaga um miðja nótt til að tala um vinnuna, spurning um að finna sér eitthvað líf. Finnst þér þetta virkilega vera í lagi? Og þú ert ekkert hrifin af honum, hum hum....

eradleita | 2. mar. '15, kl: 23:43:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég hringi nú ekki um miðjar nætur nema við séum að vinna í einhverju verkefni og höfum verið að ræða það online áður en annað hvort okkar hringir.  Það þarf að vinna þessi verkefni og kærastan hans vill örugglega frekar að hann sé heima hjá sér á nóttunni en á skrifstofunni með mér. 

______________________________________________________________________________________________

bogi | 3. mar. '15, kl: 20:23:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég bara næ ekki svona vinnustöðum sem eru að láta fólk vinna á nóttunni - nema þá ef um einhverjar sérstakar næturvaktir er að ræða.

Felis | 2. mar. '15, kl: 10:28:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

haha vel orðað :-D

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

ræma
Ananus | 2. mar. '15, kl: 01:44:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 22

Já hver þarf almenna skynsemi þegar vafasamur gaur frá texas hefur skrifað heila grein?

lillion | 2. mar. '15, kl: 03:48:48 | Svara | Er.is | 1

Ef þú treystir ekki manninum þínum þá er það vandamálið.
Þeirra samband er núverandi birtingarmynd þess en það verða alltaf aðrar gellur eða aðstæður rót vandans er vantraustið sem þú berð til hans.
Spurðu þig frekar hefur hann gert eitthvað til að sýna þér að hann sé ekki traustsins verður. Ef svarið er nei þá segi ég get over your self EN ef svarið er já þá er spurning um að ná einhvers konar sátt ráðlegg ykkur að fá hjónabandsráðgjafa til að ná þeirri sátt.

Orgínal | 2. mar. '15, kl: 04:44:01 | Svara | Er.is | 7

Ég væri ekki til í að maðurinn minn ræktaði samband sitt við vinkonu svona án mín.

shithole | 2. mar. '15, kl: 05:43:02 | Svara | Er.is | 0

Fàðu að fara með ef drykkja eftir vinnu.
Og líka kannski í hàdegismatin.
Eða bara treysta jallinum og vona besta.

shithole | 2. mar. '15, kl: 05:43:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

*kallinum:+

úlfsa | 2. mar. '15, kl: 10:20:06 | Svara | Er.is | 7

Það fer alveg eftir því hvað þú lætur bjóða þér mikið, það fer eftir því hver þú ert. Ef þér finnst þetta ekki í lagi þá er þetta ekki í lagi. Kannski er þessi kona að reyna að ná kallinum, hvað á hún sér ekkert líf nema með kallinum þínum? Maðurinn minn fer ekki með ´meðeigendum sínum að fá sér drykk eftir vinnu heldur fer hann heim að slappa af og fær sér drykk ef þess þarf. Konur´láta bara bjóða sér misjafnlega mikið. Sumir karlar eiga tvær kærustur í lengri tíma, hvað segir það um kærusturar, of kröfulitlar? Ef þetta væri karl þá færi þetta jafnmikið í taugarnar á þér, þetta er manneskja sem er að stela af fjölskyldutíma og það er aldrei í lagi.

alboa | 2. mar. '15, kl: 10:24:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Stela fjölskyldutíma? Má fólk ekki eiga sér neitt líf utan fjölskyldunnar?


kv. alboa

úlfsa | 2. mar. '15, kl: 10:25:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 20

Má kona ekki búast við manninum sínum heim eftir vinnu?


alboa | 2. mar. '15, kl: 10:27:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Jújú. En þetta orðalag "stela fjölskyldutíma" finnst mér undarlegt. Eins og maðurinn megi ekki gera neitt annað eftir vinnu nema vera með fjölskyldunni. Fólk heldur áfram að vera einstaklingar, eiga sín áhugamál, sína vini og vilja til að eyða tíma í það þó það eignist fjölskyldu.


kv. alboa

snsl | 2. mar. '15, kl: 11:24:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

sannarlega. konan hans er þó einnig einstaklingur sem væntanlega þarf að pick up his slack á meðan hann er í bjór og kósí.

alboa | 2. mar. '15, kl: 11:42:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Auðvitað þarf að vera millivegur. Fólk þarf að gera þetta í samvinnu og finna hvað hentar því.


Ég var bara að setja út á þetta orðalag "stela fjölskyldutíma". Svo kemur í raun ekkert almennilega fram hversu oft þetta er. Kannski er þetta einu sinni í viku eða tvisvar í mánuði sem þetta "bjór og kósí" er en hennar upplifun er svona.


kv. alboa

Máni | 2. mar. '15, kl: 12:39:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fólk er varla á börunum á hverjum degi. Ég hafði allavega ekki hugmyndaflug í slíkt.

eradleita | 2. mar. '15, kl: 23:46:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Og svo getur líka verið að það sé verið að byggja upp rekstur og það er ekkert gert bara frá 9-5 á daginn. 

______________________________________________________________________________________________

Felis | 2. mar. '15, kl: 10:26:07 | Svara | Er.is | 0

þetta hljómar meira sem issue hjá þér en að hann sé að gera eitthvað rangt - útfrá því sem kemur fram. 


Ég veit samt ekki alveg hvað ég á að ráðleggja þér þar sem að ég var í svipaðri stöðu með minn fyrrverandi. Hann átti vinkonu í skólanum, þau náðu vel saman og unnu vel saman. Ég hafði enga ástæðu til að efast neitt um að þetta væri bara gott vináttusamband, ég meina ég á alveg mína strákavini og ræð alveg við mig í kringum þá. Maðurinn flutti samt inn beint inn til vinkonunnar þegar hann flutti út frá mér og þau eru enn saman nokkrum árum seinna. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Felis | 2. mar. '15, kl: 10:30:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

anyways samt - ef allt annað er í lagi í sambandinu ykkar á milli þá er sennilega enn minni ástæða til að hafa áhyggjur. En þú mátt samt hafa þínar tilfinningar og þú þarft að vinna úr þeim. Það er ekkert auðvelt að ýta svona tilfinningum til hliðar. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

LadyGaGa | 2. mar. '15, kl: 11:18:20 | Svara | Er.is | 0

Ég þarf ekki að fá mér reglulega í glas með samstarfsfólkinu mínu.  

asdew21 | 3. mar. '15, kl: 00:16:20 | Svara | Er.is | 6

mér finnst þú hafa fullan rétt á að hafa tilfinningar yfir þessu og finnst asnalegt að fólk segir að þetta sé óþarfa frekja... sumir eru bara óöruggari en aðrir yfir svona málum og þú gerir bara það sem þér finnst rétt, mér myndi persónulega ekki líka vel við þetta :)

BlerWitch | 3. mar. '15, kl: 10:52:56 | Svara | Er.is | 2

Ég gæti aldrei sætt mig við svona mikil samskipti utan vinnutíma. Og jú, það skiptir máli hvort viðkomandi er kvenkyns eða karlkyns. Það er fásinna að halda öðru fram.

Felis | 3. mar. '15, kl: 11:18:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

af hverju skiptir það máli? 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

assange | 3. mar. '15, kl: 13:30:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

I alvoru?

Felis | 3. mar. '15, kl: 13:33:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

já í alvöru? 
ég hef unnið á vinnustað þar sem voru bara konur og núna vinn ég á vinnustað þar sem ég er eina konan (amk á þessari skrifstofu) og ég sé bara ekki muninn á samskiptum mínum við samstarfsfólkið. 


Ég hef amk ennþá ekki lent í að stunda bara óvart kynlíf með einhverjum í vinnunni, jafnvel þó að ég hafi hitt vinnufélaga utan vinnutíma. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

krepill | 3. mar. '15, kl: 15:40:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En ef að maki þinn væri tvíkynhneigður?

Nói22 | 3. mar. '15, kl: 16:24:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Akkúrat. Fólk lætur hér eins og þetta sé algjörlega sambærilegt en það er það ekki. Ef minn maður færi að hanga mikið með annari konu að þá myndi mér finnast það óþægilegt.

krepill | 3. mar. '15, kl: 17:52:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nú ætla ég að spyrja þig líka.
Ef að maki þinn væri tví-eða pankynhneigður mætti hann þá ekki hanga mikið með neinum öðrum en þér?

dreamcathcer | 3. mar. '15, kl: 14:07:36 | Svara | Er.is | 3

Ég  hef verið í svipaðri stöðu og þú , maðurinn i rekstri með öðrum einstakling , að vísu karlmanni . En þeir voru bestu vinir per´sonulega lika óháð rekstrinum , ég var þriðja  hjólið og það var ótrúlega ömulegt  Hann var alltaf heima í mat , alltaf að hringja , alltaf að koma , eða minn maður hjá honum  ,
Þetta endaði bara í ósköpum og maður þarf að fara mjög vandlega í að fara í rekstur með vinum sínum . Þetta var bara orðið OF mikið .
Þessi maður var fjölskylduvinur líka og við vorum vinir löngu áður en eg kynntist mínum manni.

 Hann hefur líka verið í rekstri með vinkonu sinni , þau voru vinir mörugm árum áður en ég kynntist þeim . Hún hringdi samt aldrei á nætunar þó þau töluðu mikið saman alltaf , oft á dag , tengt rekstrinum og ekki . Hún virti mörk og þessvegna leið mér aldrei óþæginlega í kringum hana , þau voru oft saman á daginn og hann hékk hjá henni fram á kvöld stundum , stundum við bæði , þessi kona er okkar kærasti vinur enn þann dag í dag þó löngu sé flosnað uppur rekstrinum .
Held þú þurfit abra að setja skír mörk um hvar þín takmörk lyggja .

I may have alzheimer's but at least I dont have alzheimer's

.dreamcathcer

qetuo25 | 3. mar. '15, kl: 16:16:16 | Svara | Er.is | 4

Afbrýdisemi er hluti af öllum samböndum. Thad er thví midur rosalega mikid tabú í kringum thad og kallast oft frekja og jafnvel ofbeldi af skilningslausu fólki. Víst getur afbrýdisemi farid í rugl og ordid frekja og ofbeldi, en thad er mjög vont ad hafa thetta tabú í kringum fullkomlega edlilegar tilfinningar. Thetta eru thínar tilfinningar og thær eru ekki frekja. Thær eiga algjörlega rétt á sér. Veit samt ekki hvad er hægt ad gera... Thú tharft ad geta sagt honum hvernig thér lídur og hann tharf ad vera skilningsríkur og opinn vid thig med thetta.

Blandpía | 3. mar. '15, kl: 19:19:47 | Svara | Er.is | 3

"Hún hefur einstaka sinnum hringt á kvöldin útaf persónulegum málum sínum sem eru ekki tengd honum."  þar finnst mér farið yfir mörk.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 18.4.2024 | 16:32
New York Ròs 18.4.2024
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
Síða 1 af 47571 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, annarut123, Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, Kristler, Bland.is, paulobrien