Varðandi BMI stuðulinn.

Megamix2000 | 25. jan. '20, kl: 17:23:55 | 337 | Svara | Er.is | 0

Hæ bland fólk.
Er fólk virkilega ennþá að taka mark á þessu BMI rugli?
Kona sem vinnur með mér var að tala um þetta og að hún þyrfti að missa nokkur kíló. Konan lítur mjög eðlilega út.
Ef við tölum bara um mig þá er ég 7,4 kg yfir kjörþyngd samkvæmt þessum BMI stuðli. Fituprósentan mín er í kringum 14-15% sem er bara fullkomlega eðlilegt. Ef við tökum mig bara sem dæmi þá er BMI ekki eitthvað sem neinn á að taka mark á.
Maður heldur oft að þetta sé dautt og fólk sé hætt að taka mark á þessu. En það er bara fullt að fólki sem virðist taka mark á þessu.
Það er meira vit í að taka þrekpróf og mæla fituprósentu. Og þó svo þú værir eitthvað aðeins yfir eðlilegum mörkum í fituprósentu en ert að skora mjög vel í þrek prófi þá ertu bara í góðum málum.
En já líklega deyr þetta aldrei. Fólk er enn að taka mark á þessu BMI rugli 2020.
Mæli frekar með að fólk styðjist við þetta--
https://www.shrinkinguy.com/uploads/2/5/6/2/25627565/9031456_orig.jpg

 

Wilshere19 | 25. jan. '20, kl: 19:11:58 | Svara | Er.is | 2

Við ættum bara að hætta að spá svona mikið í kílóunum og samþykkja okkur eins og við erum og einbeita okkur að heilsuhegðun en ekki þyngd. Að hreyfa sig reglulega, að borða hollan og góðan mat og hæfilega af honum, og hvíla sig vel. Þetta allt óháð holdarfari. Kannski færist holdarfarið til fyrir vikið en það þarf ekki að vera. Af hverju njótum við ekki bara lífsins óháð fituprósentu ef líkamanum líður vel?

Ég náði sjálfur aldrei tökum á minni heilsu fyrr en ég fór að hætta að leyfa fituprósentunni að skilgreina í hvernig formi ég er. Núna samþykki ég mig nákvæmlega eins og ég lít út og held áfram að leggja hart að mér að bæta mig í þeim markmiðum sem ég set mér sem tengjast heilsunni. Ég hef grennst örlítið síðan en það sem er hvað mest frelsandi er: Að mér er svo drullusama þó ég hafi grennst því það eru lífsgæðin sem skipta máli en ekki þyngdin. Hjartað er að styrkjast vegna æfinganna og mataræðið og svefninn er að styðja það að ég geti lagt að hart að mér í vinnu, námi og æfingum.

Gleymum því ekki að fitumagn líkamans hefur eingöngu fylgnisamband en ekki orsakasamband við lífsstílssjúkdóma. Við getum ekki leyft okkur að dæma heilbrigðið út frá einni tölu á blaði. Það kallast fitufordómar og þeir hindra marga í að ná fram raunverulegum bætingum á heilsunni.

Megamix2000 | 25. jan. '20, kl: 21:50:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég tek undir margt af þessu hjá þér. Þetta með fitufordóma á mjög við um lækna. Ég er ekki að tala um að læknar megi ekki segja mjög feitu fólki að grenna sig. Heldur þá horfi læknirinn framhjá hlutum sem hann myndi ekki gera ef manneskjan væri grönn. Sumsé að fólk sem er mjög feitt þarf stundum að fara oftar til læknis til að fá þá lausn sem það þarf. Þetta hef ég oft heyrt. Og þetta eru raunveruleg dæmi um fitufordóma. En auðvitað eru aðrir með fitufordóma líka, ég meina ef maður sér manneskju sem er mjög feit þá veit maður ekkert hvort það sé útaf þunglyndislyfjum, leti eða einhverju öðru. Margir gefa sér svarið án þess að vita það.
Ég veit að fólk er oft að lesa of mikið í þessar tölur. En fituprósenta er samt eitthvað sem er alveg hægt að lesa eitthvað útúr um leið og hún er komin mjög mikið yfir eðlileg mörk. Bara grínistinn Ralphie May er gott dæmi. Engin með hans fituprósentu sefur vel eða líður vel.
En það sem ég er að reyna að koma inná með þessu innleggi er það að fólk hendi vigtinni. Þyngd er ekki það sem meðalmanneskjan á að vera fókúseruð á. Almennt heilbrigði og þrek ætti að vera markmiðið. Ef fituprósenta er mjög hátt yfir eðlilegum mörkum þá á það alveg að geta sagt okkur eitthvað. Eitthvað sem á aldrei að mæla bara í þyngd og hæð.
Ég sé engan tilgang með vigtum fyrir fólk nema bara fyrir fólk sem er að keppa í ákveðnum þyngdarflokkum. Fólk er sumt að vigta sig einu sinni í viku og þyngist svo kannski um 3 kg. Þetta brýtur fólk niður og ég hef séð það gerast. En þetta segir manni ekki neitt. Líkaminn sveiflast til í þyngd útaf vatnsmagni, mat í kerfinu og vöðvamassa.

Wilshere19 | 26. jan. '20, kl: 07:22:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

,,Engin með hans fituprósentu sefur vel eða líður vel" Þessi setning er fitufordómar því við getum engan vegin fullyrt neitt án þess að hafa fyrir því sannanir. Eflaust eru meiri líkur á þessum kvillum en það þarf ekki að vera svo. Það hlýtur að vera sjúklega pirrandi að vera feitur en líða vel og finnast maður vera hraustur en fá þessa gusu sífellt í andlitið að fólk sé að efast um mann og manns eigin heilbrigði. Sérstaklega þegar maður kíkir til læknis eins og þú segir. Þá er alltaf eins og fitan útskýri allt án þess að gera á því rannsóknir. Mörgum læknum hefur yfirsést krabbamein vegna þess að einstaklingurinn var feitur og þess vegna settur í kolrangt inngrip sem miðaði að því að létta sig en ekki að ná tökum á krabbameininu. En það sem er algengast að sé að fara með heilsuna okkar er einkum þrennt: 1) Áherslan er lögð á holdarfar og útlit framyfir að láta sér líða vel og hafa gaman af því að hreyfa sig 2) Óþolinmæði. Fólk gefst of auðveldlega upp ef árangurinn kemur ekki bara á nùll einni. 3) Fara alltof geyst af stað og halda að öll hreyfing eða allar æfingar bókstaflega þurfi að vera erfiðar. Sustainability er lykillinn, bæði í mataræði og þjálfun. Því meiri byrjandi sem maður er, því hægar þurfum við að fara af stað og fólk hefur almennt ekki þolinmæðina í það.

Megamix2000 | 26. jan. '20, kl: 11:20:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

**Engin með hans fituprósentu sefur vel eða líður vel" Þessi setning er fitufordómar því við getum engan vegin fullyrt neitt án þess að hafa fyrir því sannanir. Eflaust eru meiri líkur á þessum kvillum en það þarf ekki að vera svo**

Afsakið en þarna ertu bara að bulla. Ralphie May deyr 45 ára gamall. Það er staðreynd að karl í þessari fituprósentu er ekki heilbrigður. Það sést bara á því hvað þetta fólk lifir stutt. Þannig það eru fáir sem tækju undir þetta með þér. Og endilega ekki ofnota orðið fitufordómar því þá missir orðið alla merkinggu. Fólk getur verið í of hárri fituprósentu. Að halda öðru fram er bara rugl og hjálpar engum.
Við eru alls ekki á sama blaði sýnist mér.

Wilshere19 | 26. jan. '20, kl: 12:29:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það má vel vera að hann hafi verið óheilbrigður. Það þýðir ekki að bókstaflega ALLIR í hans fituprósentu séu óheilbrigðir. Það eru fitufordómar, 110% að halda því fram því við höfum engar sannanir fyrir því. Höfum við yfir höfuð sönnun fyrir því að þessi maður hafi látist vegna fitumagns? Nei er svarið. Það eru alveg miklar líkur á að það hafi spilað inn í, en það þýðir alls ekki að hann geti ekki bætt heilsuna án þess að svarið sé að grennast. Fáir tækju undir þetta af því að fitufordómar eru allsráðandi allsstaðar í heiminum. En gott og vel, ef maður er óheilbrigður, þá þarf maður að gera eitthvað í því, alveg sama hvað fituprósentan segir þér. Við þurfum bara að halda áfram að sinna heilsunni alveg sama hvað þessar bjánalegu tölur eru að segja okkur. Þær skilgreina okkur ekkert. Það er einmitt óþolandi fyrir þetta fólk að þurfa að hlusta á þessa tuggu aftur og aftur um að þeir séu ekki heilbrigðir vegna útlits og það brýtur fólk niður og motiverar þau ekki neitt til að efla heilsuna sína. Fitufordómar hafa líka slæm áhrif á granna, sem halda stundum að þeir þurfi ekki að sinna heilsunni af því að einhver fituprósenta eigi að segja þeim að þau séu heilbrigð.

Sledgewick | 26. jan. '20, kl: 22:00:49 | Svara | Er.is | 1

BMI er upprunið í lýðtölfræðivinnu til að meta stóra hópa af fólki. Í því samhengi hefur það reynst ótrúlega gagnlegt og nákvæmt, sérstaklega miðað við hvað það þarf lítið af gögnum. En frá einstaklingi til einstaklings segir það lítið.

Líttu á það svona: Í hópi fólks þar sem allir eru 30 BMI væri flestir augljóslega of feitir og meðaltíðni offitutengdra sjúkdóma væri hærri en í hópi fólks þar sem allir væru 25 BMI (og þetta er raunin skv. öllum rannsóknum). Hins vegar væru alveg einstaklingar í 30 BMI hópnum sem væru í góðu lagi, stórbeinóttir eða massamiklir frá náttúrunnar hendi.

BMI er einfaldlega verkfæri sem of margir eru að nota vitlaust

Megamix2000 | 2. feb. '20, kl: 19:41:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

**BMI er upprunið í lýðtölfræðivinnu til að meta stóra hópa af fólki.**

Prófaðu að googla **am I fat**

Þá færðu helling af síðum eins og þessari.
https://www.calculator.net/overweight-calculator.html

Þarna er ekki verið að skoða neina hópa. Ég er að tala um einstakling sem eru að taka þetta inná sig og þetta er oftast notað þannig. Sem þetta ætti aldrei að vera.
Persónulega myndi ég frekar taka úrtak af fólki og mæla fituprósentuna til að sjá hvar íslendingar eru staddir. En þó svo við notuðum BMI, er búið að vikta og skoða alla íslendinga? Nei? Okei þá vitum við ekkert hvar við erum.

BjarnarFen | 30. jan. '20, kl: 05:40:31 | Svara | Er.is | 0

Samkvæmt WHO eru 50% íslendingar feitir og 25% offeitir.

Eru offitusjúklingar með sama komplex og anorexíusjúklingar. Anorexíusjúklingar eru að detta í sundur af því að borða ekkert, samt gera þau sér ekki grein fyrir því þegar þau skoða sig í spegli. Sér offitusjúklingurinn ekki of feita manneskju þegar skoðað er í spegil? Er þetta vandamálið með offitu á Íslandi í dag? Allavega virðast þessir 50% halda að þeir séu bara fit.

Nei, nei, BMI stuðullinn hlítur bara að vera rangur, eða tölfræðin hjá Sameinuðu þjóðunum hlítur að vera röng. Nei, ég er með það ... Ég er bara með fitufordóma og þarf helst að hætta að skrifa núna áður en bollurnar koma með hatrið.

Ekki gleyma að gefa þumalinn niður á þetta ef þú ert feit/ur.

Wilshere19 | 30. jan. '20, kl: 22:30:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er í flokki með þessum 50% þá. En ég hef aldrei verið í betra standi. Heilsan mín er margfalt betri en hún var þegar ég var í kjörþyngd. Lífsgæðin mín eru margfalt betri eftir að ég hætti að spá í þessu og leyfa þessu að skilgreina mig á nokkurn hátt. Ég náði aldrei tökum á heilsunni fyrr en ég virkilega tók mig á með því að hætta að spá í þyngd og henti þessari fjandans vigt á haugana og hætti að fara í fitumælingar. Hvers vegna? Jú, af því ég hætti að leyfa tölu á blaði að skilgreina mig fór ég að taka ákvarðanir sem stuðla að bættum lífsgæðum en ekki minni þyngd. Mun ég lifa skemur fyrir vikið? Veit það ekki. Er mér drullusama þó èg myndi lifa skemur fyrir vikið? Já, klárlega, því ég vil frekar lifa svona eins og ég geri í 50 ár en að fara aftur í "kjörþyngdina" og lifa í 80 ár. Klárt mál!

BjarnarFen | 31. jan. '20, kl: 00:13:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef verið bæði yfir og undir kjörþyngd. Ég sé mig í speglinum og veit hvenær mér líður of grannur eða of feitur. Baðvogin staðfestir grun minn. Í dag er ég 78kg og 181cm, geng í gegnum snjóinn allavega klukkutíma á dag, er stundum að drepast í löppunum en kardíóið er super, svo er náttúran svo falleg þegar maður hefur fyrir því að sjá hana. Ég sé ekki marga aðra, sem eru komnir yfir fertugt, sem nenna því að keyra sig út. En fokk hvað það er awesome tilfinning að finna hvað maður hefur gott þrek ennþá.

Kannski ekki nákvæmlega svona, en samt alveg nákvæmlega 1000% svona. hahahaha

https://www.youtube.com/watch?v=wVP1wO_E4yk

Wilshere19 | 31. jan. '20, kl: 06:58:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Við skilum frekar fara að hugsa út í hvað það er sem motiverar fólk til að lifa heilbrigðum lífsstíl til lengri tíma óháð líkamsþyngd, frekar en að ætla okkur að þröngva öllum ifan í einn og sama kassan og úthrópa þá "aumingja" sem geta ekki haldið sér inni í þessum þrönga kassa (Ath: Er ekki að segja að þú sért að saka neinn um aumingjaskap). En málið er að endalausar þráhyggjuhugsanir um þyngd fara illa með líkamsímyndina og veldur óheilbrigðu sambandi við mat. Fólk verður að finna hreyfingu sem það hefur gaman af því annars er það aldrei að fara að stunda hreyfinguna til lengri tíma. Mér er skítsama hvað talan á vigtinni segir. Hún segir þér ekkert um þitt heilsufar. Líkaminn okkar er frábær í því að láta okkur vita þegar við erum ekki hraust og heilbrigð. Lærum að hlusta á líkaman framyfir helvítis vigtina.

BjarnarFen | 31. jan. '20, kl: 15:01:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála því sem þú skrifar. Ég reyni að mótivera fólk til að hreyfa sig. En, ég gef samt engum sénsa á að afsaka hreyfingarleysi, þar dreg ég línuna. En geri mér samt grein fyrir að það er erviðara fyrir suma en aðra.
Ég fór út að labba með klemmda taug í mjóhrygg í fleiri vikur á hverjum degi, sem leiddi niður alla löppina. Djöfulsins sársauki að labba þannig, en læknirinn sagði að það væri gott fyrir mig þannig að ég harkaði það af mér. Geri enn 2 árum seinna, verkurinn verður minni og minni.
Hreyfing getur verið erfið og sársaukafull, en hún borgar sig alltaf.

Megamix2000 | 2. feb. '20, kl: 19:47:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

**hætti að fara í fitumælingar.** Þarf samt að fylgjast með hvort þú sért með of háa fituprósentu þó þú hendir vigtinni. Það er hægt að vera of feitur.
Ég vil frekar tala um of feita en of þunga.

Wilshere19 | 3. feb. '20, kl: 08:26:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og hvað í ósköpunum á ég að gera við niðurstöðuna? Ég er ekki að fara að reyna markvisst að grenna mig, sérstaklega ef líkamanum líður vel, alveg sama hvaða tala kemur upp á blaðinu og alveg sama hvað þér finnst um það. Ég hef margsinnis reynt en það virkar ekki. Mér fór ekki að líða betur í eigin skinni og sýna jafnara effort fyrr en ég hætti að setja mér markmið um líkamssamsetningu.

krilamamma | 2. feb. '20, kl: 10:50:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en ef að anorexiu sjúklingurinn er í réttri kjörþyngd miðað við bmi en sér það sjálf að hún er augljóslega mjög vannærð og langt undir réttri þyngd.. alveg að detta í sundur og beinin stingast út en má ennþá missa nokkur kíló áður en hún er komin niður í "undir þyngd" flokkinn .. hvað þá ?

BjarnarFen | 3. feb. '20, kl: 01:03:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þegar þú ert í vafa, þá er alltaf best að spyrja heimilislækninn þinn.

krilamamma | 3. feb. '20, kl: 09:12:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig það er í góðu að vera með alvarlega anorexiu af þvi heimilislæknirinn segir það gott að maður sé loksins í réttri þyngd miðað við bmi?

BjarnarFen
Megamix2000 | 2. feb. '20, kl: 19:45:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Bjarnar svosem alveg hægt að nota þetta yfir hóp af fólki. Þó svo ég myndi ekki gera það. Ég er að tala um þetta út frá einstaklingum. Svo sé ég ekkert sem ég gæti kallað fitufordóma hjá þér í þessu. En orðið fitufordómar er misnotað þannig að það mun fljótt hafa enga merkingu. Og mér sýnist Wilshere19 vera einn af þessum sem vilja að það missi alla merkingu.

Wilshere19 | 2. feb. '20, kl: 19:55:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef stúderað orðið fitufordómar og veit alveg hvað það þýðir. Þú vilt ekki sjá það eða skilur ekki hugtakið sjálfur. Það eru fitufordómar að halda því fram að þú getir horft á fólk og ákvarðað heilbrigði þeirra út frá því. Við erum öll með mismunandi þyngdarpunkta sem líkamanum líður vel í og hann getur breyst. Þetta er eini samfélagshópurinn sem er samfélagslega viðurkennt að sýna fordóma og það stundum jafnvel andstyggilega fordóma. Afleiðingar þess eru aukin tíðni átraskana og verri hegðun tengda heilsufari fólks. Átraskanir eru ekki bara hjá grönnum einstaklingum. Það getur líka komið upp hjá feitum einstaklingum af því þeir rembast of mikið við að vera í megrun og eru að reyna að þröngva líkama sínum inn í BMI kassa sem hann passar ekki í. Svo eru líka fitufordómar að halda að eina svarið við óheilbrigði feitra sé að grenna sig. Það er hægt að gera ótrúlega góða hluti fyrir líkama sinn með góðu og næringarríku mataræði í bland við góða þjálfun og hvíld, hvort sem vigtin ákveði að hreyfa sig eða ekki. Það eru líka fitufordómar að halda að óheilbrigði einstaklings sem er feitur sé sjálfkrafa vegna fitunnar. Óheilbrigðið gæti hafa kviknað frá einhverjum allt allt öðrum hlutum.

BjarnarFen | 3. feb. '20, kl: 01:18:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Við höfum öll gott af því að vera með auka kíló ef ske kynni að við lendum inná spítala í einhverjar vikur. En spurning hve mörg auka kíló, hvort það er fita eða vöðvar og hvernig það dreyfist á líkamann er eitthvað sem hver má eiga við sig. En, þjóð sem er uppfull af fólki sem verður 17 ára, keyrir út í sjoppu og gengur ekkert aftur nema kannski hring í kringlunni og stundar enga líkamsrækt. Það fer stundum að halda að það sé bara normal, þótt að það sé normið. Eða allavega virðist vera normið. Ef þú skilur hvað ég á við.

Annars þá fara alltaf einhverjar fitubollur hérna á bland í fílu þegar ég mynnist á að offita sé vandamál sem þurfi að leysa, fæ oftast kveðjur um fitufordóma. Sumum finnst bara í lagi að vera pínu feitir, en verða svo æfir þegar einhver kveikir í sígarettu nálægt húsinu þeirra. Við Íslendingar erum svo klár í að sjá flísina í auganu á nágunganum og finna ekki bjálkann í eigin auga. ;)

krilamamma | 2. feb. '20, kl: 10:48:23 | Svara | Er.is | 0

ef ég er í réttum ramma í bmi stuðlinum er ég sjáanlega komin langt af stað í átröskun.. hef ekki orku mikið, viðbeinin standa út, rifbeinin teljanleg og það sést úr langri fjarlægð..
en ef ég er í flokknum fyrir ofan og er því komin í "yfirþyngd" þá er ég heilbrigð..

þegar læknar eða aðrir benda á að ég meigi missa 5-10 kg svo ég fitti í þeirra bmi ramma þá læt ég þá alveg heyra það og sýni þeim svo myndir af því hvernig ég er í "fullkomnu þyngdinni" miðað við bmi, því það er triggerandi og passar ekki við alla..

BjarnarFen | 3. feb. '20, kl: 01:19:38 | Svara | Er.is | 0

Fann þessa fínu grein á RUV. Alltaf gaman að fá að heyra álit frá menntaðasta fólkinu okkar.

https://www.ruv.is/frett/offita-ad-medaltali-tjaning-a-lelegri-heilastarfsemi?itm_source=parsely-api

ert | 3. feb. '20, kl: 01:32:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það hefur tekið óskapartíma að setja allt þetta fólk í greindarpróf. Það merkilega er að enginn sem ég hef talað við sem tók þátt í þessari rannsókn fór í greindarpróf. Kári talar líka um vandamál í gáfnaprófum. Í fyrsta lagi er það úrelt orð eins og greindarpróf og merkilegt að mennaðist maður á landinu skuli ekki vita hvað þessi próf eru kölluð. Auk þess er alls ekki ljóst hvað þessi vandamál í gáfnaprófum eru að mæla. Maður gæti haldið að Kári hafi aldrei lagt vitmunaþroskapróf fyrir neinn 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

BjarnarFen | 3. feb. '20, kl: 04:49:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu að segja að það sé gáfulegt af manneskju sem að er feit, að halda áfram að borða einsog vanalega og hreyfa sig einsog vanalega. Eða eru það gáfur að fatta það að hegðun manns sé sjálfum sér skaðleg. Eða að maður þurfi að breita um lífsstíl? Þeim sem finnst allt í lagi að lifa fíkni lífstíl t.d. eiturlyfja, áfengis, tóbaks, sykur og matarfýkn eru ekki beint þeir gáfuðustu. Nema að um sé að ræða fíkn, en þá er gáfulegt að leita sér hjálpar.

Ég held að það er ýmislegt til í þessu hjá Kára. Það þarf kannski ekki neinar sérstakar gáfur til að leita sér hjálpar. En kannski er það ákveðin heimska að gera það ekki.

ert | 3. feb. '20, kl: 08:45:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef við gefum okkur að gáfur felist í því að stunda heilbrigða lifnaðarhætti þá að mæla gáfur með því að mæla hvort fólk stundar heilbrigða lifnaðarhætti, ekki á neinn annan hátt. Sé þetta skilgreiningin á gáfum þá voru gáfur aldrei mældar í þessari rannsókn.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

BjarnarFen | 5. feb. '20, kl: 03:37:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einungis verið að benda á tíðnishlutfall feitra er almennt lakara á greindarprófum. Hver ástæðan fyrir því er eða hvort að það sé tengin er annað. Þetta segir okkur að það sé líklegra að feitt fólk sé vitlausara en þeir grennri. En líkurnar segja ekki allt, annars töpuðu menn ekki í póker með 90% hendi. Þetta er svona einsog að segja að ef þú sérð svartann mann á Íslandi, þá segja líkurnar að hann tali ekki íslensku. En hann gæti samt alveg verið fæddur og uppalinn á Íslandi og tali reiðbrennandi íslensku.

ert | 5. feb. '20, kl: 08:08:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei það var ekki að því. Til þess hefði þurft að leggja staðlað vitmunaþroskapróf fyrir fólkið. WAIS var ekki lagt fyrir þetta fólk. Þar með geta niðurstöður þessa prófs ekki sagt neitt um IQ út frá BMI stuðli.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Wilshere19 | 5. feb. '20, kl: 11:42:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Alveg nákvæmlega eins og offita tengist meiri líkum á sjúkdómum. Það er sem sagt ekkert víst að það muni leiða af sér sjúkdóm :)

BjarnarFen | 5. feb. '20, kl: 19:31:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nákvæmlega! Gaman að sjá að einhver skildi þetta. :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
helsta verslun fyrir verkfæri í USA Felgulykill 30.12.2010 26.2.2024 | 09:38
Herinn !? officerdick 20.9.2010 24.2.2024 | 20:45
The main source of entertainment! Annarose1 23.2.2024 24.2.2024 | 18:16
The Desert Flower Tipzy 5.4.2010 23.2.2024 | 10:33
Hvaða skemmtistaða saknið þið? (0-99 ára) Golda Meir 13.8.2006 22.2.2024 | 17:14
Hvar get ég fengið frítt fiskinet? Isabella2690 13.2.2024 21.2.2024 | 03:28
Stofna rokkhljómsveit Lepre 13.2.2024 21.2.2024 | 03:26
Stuðlun og hljóðangreining austurland1 20.2.2024 21.2.2024 | 03:05
Dagvaktin og fangavaktin mikaelvidar 30.4.2023 20.2.2024 | 22:11
Kristrún Frostadóttir segir hælisleitendakerfi okkar og opin landamæri gangi ekki upp. jaðraka 18.2.2024 20.2.2024 | 16:57
Gefa sæði Danni95 18.2.2024 20.2.2024 | 14:15
Skattframtal DB.art 19.2.2024 20.2.2024 | 11:34
BERK þvottavél Flower 19.2.2024
Samfylkingin að bjóða Sjalfstæðisflokki uppí dans. jaðraka 19.2.2024 19.2.2024 | 14:51
Millinafn sem passar fyrir nafnið Gígja 200-kopavogur 18.1.2024 19.2.2024 | 13:40
Samfylkingin farin að sjá til Sólar ? jaðraka 15.2.2024 18.2.2024 | 18:27
Sniðganga vïfilfell panam 10.3.2011 18.2.2024 | 14:41
Does Bland Charge a fee to sell a car? natto3000 16.2.2024 17.2.2024 | 12:39
ókurteisi hjá afgreiðslufólki... rosa87 22.8.2008 15.2.2024 | 22:51
húfarew Thecandyman 15.2.2024
September bumbur og Október bumbur 2023 OlettStelpa11111 24.1.2023 15.2.2024 | 16:41
Leiga b82 13.2.2024 15.2.2024 | 14:09
Sala á bíl - skattur tur79 1.11.2014 15.2.2024 | 00:12
Finnska....Og Ruv.. kmarus21 13.2.2024
Getur einhver lagað parketið mitt TheMindPrisoner 13.2.2024
Bland.is - HAFIÐ SAMBAND! gullisnorra 26.11.2022 13.2.2024 | 00:40
Hverju er verið að mótmæla í Gaza og á Austurvelli ? jaðraka 4.2.2024 12.2.2024 | 14:09
Echo flower shawl lillakitty 27.9.2010 12.2.2024 | 11:37
Valentinusar kort - hjálp ekkibenda 12.2.2024 12.2.2024 | 10:42
Gallsteinar Belgingurinn 1.2.2024 12.2.2024 | 07:57
flytja ísskáp emina 15.9.2009 11.2.2024 | 22:46
Íslendingar virðast ekki skilja hvað er að spara og fresta kaupum á óþarfa. jaðraka 14.9.2023 11.2.2024 | 13:59
Sölutorg Bland.is Björn 7913 9.8.2023 11.2.2024 | 11:07
Barnaefni 1985-1990ish Pro kemon55 8.2.2024 10.2.2024 | 20:42
Innviðir - Innviða ráðherra hvað gerir hann fyrir okkur ? jaðraka 10.2.2024 10.2.2024 | 19:31
Adolf Hitler wannabe Hauksen 7.2.2024 9.2.2024 | 15:30
Nýr flugvöllur í Hvassahrauni - ? jaðraka 8.2.2024 8.2.2024 | 17:13
"Horfðu aftur" með Páli Óskari! Eeyore 22.4.2005 7.2.2024 | 23:54
Maður sem nauðgaði mér (Ég er KK) johnsg 29.1.2024 6.2.2024 | 22:18
Adhd sambönd Lady S 6.2.2024 6.2.2024 | 22:06
Eiga eignalausir að greiða í sjóð fyrir eignafólk t.d. vaxtabætur ? _Svartbakur 30.12.2023 6.2.2024 | 16:28
Mastersnám jak 3 5.2.2024
Perluprjón missmama 11.11.2009 5.2.2024 | 10:34
Járnsprey - verða tennurnar gular? Gunna stöng 4.2.2024 5.2.2024 | 04:18
Viðhorf fólks til kannabisneyslu - hvað finnst þér? Heiðlóan ♫♬♪ ♩ 18.9.2014 3.2.2024 | 16:46
Aumingjavæðingin heldur áfram. _Svartbakur 16.12.2023 3.2.2024 | 15:31
Kulnun janefox 22.10.2022 2.2.2024 | 21:13
Að gefa úr læðingi kraftinn í ChatGPT: Nýstárlegar vinnuaðferðir ElysiaElysia 19.1.2024 2.2.2024 | 20:50
Reglur fyrir Verðbréfaspilið! nar0z 31.1.2012 2.2.2024 | 15:26
Borgarlínan og gjaldþrota bogarsjóður Reykjavíkur _Svartbakur 1.2.2024 2.2.2024 | 02:23
Síða 3 af 47603 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Paul O'Brien, Guddie, tinnzy123, annarut123, paulobrien, Hr Tölva, Kristler