Vasapeningar og heimilisstörf

Gulleggið | 25. júl. '16, kl: 23:14:30 | 464 | Svara | Er.is | 0

Hvað finnst ykkur um að borga börnum fyrir að hjálpa til á heimilinu? (taka úr uppþvottavél, ryksuga osfrv.)

Eruð þið að láta börnin ykkar hafa vasapening? Hversu gömul eru þau, hvað verk felast í vasapeningunum og hversu mikið fá börnin á viku?

 

Petrís | 26. júl. '16, kl: 15:24:53 | Svara | Er.is | 1

Mér finnst það slæmt uppeldi

krola90 | 26. júl. '16, kl: 19:55:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst það frekar góð leið til að kenna krökkum að vinna fyrir peningum.

Petrís | 26. júl. '16, kl: 20:26:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Að fá borgað fyrir að aðstoða við heimilisstörf á eigin heimili? Það finnst mér ekki.

krola90 | 26. júl. '16, kl: 22:01:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En það finnst mér.

Petrís | 26. júl. '16, kl: 22:02:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gjörðu svo vel

krola90 | 26. júl. '16, kl: 22:04:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk sömuleiðs ;)

Felis | 26. júl. '16, kl: 16:01:58 | Svara | Er.is | 2

Sonur minn, tæplega 11 ára, fær 2500kr á viku ef hann gengur frá öllum þvotti (og brýtur saman sokka).
Þat að auki gerir hann ýmislegt og er duglegur að passa bróður sinn þegar þarf. Hann fær ekkert aukalega fyrir það.

Eftir að hann fór að fá pening fyrir þvottinn þá varð miklu auðveldara að biðja hann um að gera allskonar aðra hluti. Eins kann hann betur að fara með peninga.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

logndrífa | 28. júl. '16, kl: 15:50:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Tæplega 11 ára barn með 10.000 á mánuði (4 vikum) í vasapening.  Til hvers í ósköpunum?

Felis | 28. júl. '16, kl: 16:38:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er reyndar ekki alveg klippt og skorið. Stundum detta dagar út og svona.

En af því að þetta hentar okkur ágætlega. Hann sparar hluta og notar rest í hluti sem honum langar í.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Pelops | 26. júl. '16, kl: 20:15:46 | Svara | Er.is | 2

Það á að vera sjálfsagt að börnin hjálpi til inni á heimilinu. Ekki nota vasapeninga sem gulrót eða verðlaun. Svo er hitt, ef þau hafa aldur til, er best að leyfa þeim að finna sér alvöru vinnu. Þau læra meira á því en af því að taka til á heimilinu fyrir vasapeninga.

eira | 26. júl. '16, kl: 22:31:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það ætti að vera það en margir foreldrar geta ekki fengið börnin til að gera heimilsverk.  En það virðist oft krefjast mikils tuðs af foreldrum sem er oft mannskemmandi fyrir alla aðila og ég veit um foreldra sem nota vasapeninga sem gulrót að börnin sjái um ákveðin verkefni geng vasapeningum í staðin fyrir tuð.. Reyndar hafa þessi börn í kringum mig verið að duglega að ganga í alls konar önnur störf á heimilinu án greiðslu. Annars finnst mér unglingar í kringum mig gera alveg merkilega lítið af heimilsstörfum og jafnvel fólk sem komið yfir tvítugt og býr heima virðist vera einhvers konar þjónustuþegar.  En það er ekki ein uppeldisaðferð sem hentar öllum.

Kaffinörd | 28. júl. '16, kl: 22:20:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það á bara að láta börnin gera eitthvað eitt í 5-10 mín á dag(fer eftir aldri minna og styttra þegar þau eru yngri og svo eykst það bara) og það er þeirra framlag í saltinn í grautinn og allt uppihaldið. Þess fyrir utan gera foreldrar fullt fyrir börnin s.s. bjóða þeim út að borða,útilegur,afmælis og jólagjafir o.s.frv.


Vasapeningar tíðkuðust ekki á mínu heimili og þegar ég kláraði 10.bekk og var farinn á almennan vinnumarkað í sumarvinnu að þá átti ég að nota allan peninginn í skólabækur og sem vasapening yfir veturinn sem kenndi mér mikið um það að allar smáferðirnar í sjoppuna í menntó í allskonar óþarfa var fljótt til þess að peningurinn fuðraði upp og ég lærði að fara mun betur með peninginn árið á eftir.


Minnir þó að fyrsta árið í menntó hafi pabbi borgað skólagjöldin en ég borgaði þau plús skólabækur öll árin þar á eftir.

safapressa | 27. júl. '16, kl: 01:13:16 | Svara | Er.is | 0

Hér er tölvutími umbun fyrir vel unnin húsverk. Engir fastir vasapeningar, barnið er 7 að verða 8. 

Mammzzl | 27. júl. '16, kl: 11:49:10 | Svara | Er.is | 1

Hér eru engir fastir vasapeningar,en börnin geta unnið sér inn stig fyrir allskonar heimilisstörf. Þeir fá þó ekki stig fyrir að ganga vel um eigið herbergi eða ganga frá eftir sig sjálfa.


Stigin geta þeir svo notað með margskonar hætti, tölvutími, kósýkvöld, tölvuleikir og ýmslegt annað, serm kostar mismörg stig. Hefur hentað okkur mjög vel.

Svala Sjana | 28. júl. '16, kl: 17:52:19 | Svara | Er.is | 2

Ég veit að það er algengt að börn og ungmenni fái pening fyrir að taka þátt í heimilisstörfum en sjálfri finnst mér alltaf eitthvað rangt við að greiða börnum til að taka til og aðstoða á sínu eigin heimili.
Aðalástæðan er einfaldlega sú að mér finnst eðlilegt að allir heimilismeðlimir hjálpist að við að halda heimilinu gangandi og rangt að borga börnum fyrir taka þátt í einhverju jafn sjálfsögðu. 



Ég hef aldrei borgað mínum börnum fyrir heimilisstörf og hef reyndar ekki heldur látið þau hafa vasapening. En þau hafa öll byrjað snemma að vinna, blaðburð og annað. Ég hins vegar aðstoða þau við blaðburðinn.

Kv Svala

gruffalo | 28. júl. '16, kl: 17:54:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sammála. Sé ekki af hverju börn eiga að fá pening fyrir að sinna einhverju sem er svo sjálfsagt að þau geri. 

Brindisi | 28. júl. '16, kl: 18:37:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég er að pæla í að fara heimta minn eigin vasapening frá maka og krakka, á það sko alveg skilið, langar alltaf til að prófa að hætta að ganga frá eftir þau og athuga hversu langan tíma það tæki að þau myndu ganga frá hlutunum en ég þekki mig og ég myndi aldrei endast eins lengi og þau

gruffalo | 28. júl. '16, kl: 18:39:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég segi það, hver á að borga mér fyrir heimilisverkin?! Ég set sko mjög oft í þvottavél og skúra og ryksuga ALLTAF gólfin.

Brindisi | 28. júl. '16, kl: 18:40:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

makinn og krakkinn, geta kannski fengið sér saman blaðburðavinnu sem rennur beint í okkar vasa

Svala Sjana | 28. júl. '16, kl: 19:12:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

humm.. hvernig datt blaðburðarvinnan inn í þetta dæmi?

Kv Svala

Brindisi | 28. júl. '16, kl: 18:34:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég hef prófað allskonar, límmiðaverðlaunakerfi, gaf einhverja upphæð þegar vissum fjölda var náð, það gekk aldrei lengur en tvær vikur, hef aldrei samt haft fastan vasapening, hef einstaka sinnum borgað þegar henni hefur vantað pening og boðist til að þrífa alla íbúðina :) myndi samt ekki borga fyrir hluti eins og að ganga frá, setja í þvottavél og þannig en einhvern tímann fannst mér alveg þess virði að láta hana hafa 2000 kr fyrir að þrífa alla íbúðina......ég hefði hvort eð er endað með því að láta hana hafa peninginn hvort eð er 

Felis | 28. júl. '16, kl: 19:43:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

svona er fólk misjafnt og það gerir það sem hentar þeim. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Kaffinörd | 28. júl. '16, kl: 22:23:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta finnst mér gott og svo læra börnin þegar þau bera út blöðin hversu mikið þurfti að hafa fyrir peningnum sem blaðburðurinn gaf og læra þá vonandi að fara vel með peninginn.

Bakasana | 28. júl. '16, kl: 20:15:39 | Svara | Er.is | 0

Það er ekki beinlínusamband milli vasapeninga og heimilisverka hér á bæ. Hins vegar eru vasapeningar það fyrsta sem fýkur ef ungviðið stendur ekki við sínar skyldur. Í þeim felst reyndar fleira en húsverk. 

karamellusósa | 29. júl. '16, kl: 01:18:15 | Svara | Er.is | 0

Aldrei borgað vasapeninga, bærnin hafa tekið þátt í heimilishaldi síðan þau voru lítil og hafa fengið peninga ef þau hafa þurft hann. Aldrei verið vandamál og aldrei vælt yfir að þau vanti pening, en heldur aldrei dælt í þau.

..................................................................................


https://www.facebook.com/icelandcottage

nibba | 30. júl. '16, kl: 17:20:07 | Svara | Er.is | 0

Minn fær 1000 kr á viku, vinnur smá í staðinn. Bað sjálfur um þetta, næstum 10 ára

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Síða 1 af 47893 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Guddie, Hr Tölva, paulobrien, Kristler, Paul O'Brien, Bland.is, annarut123