Vatnstjón og tryggingar

Steinar Arason Ólafsson | 6. jan. '20, kl: 16:03:30 | 194 | Svara | Er.is | 0

Ég held ég sé í vandræðum.

Ég bý á Akureyri og er að leigja þar íbúð á efstu hæð. Þar eru svalir en ekkert þakskyggni og þegar snjóar þá þarf að moka svalirnar. Og stundum myndar hláka og frýs í niðurfallinu.

Fyrir jólin þegar óveðrið skall á þá kom mikill snjór hér fyrir norðan. Það var rugl og maður átti ekki við að moka. Svo einn daginn þá bankaði móðir nágranna míns á hurðina hjá mér, sonur minn kom til dýra 8 ára gamall en þá bað hún um að fá að tala við foreldra. En hún sagði mér að það er að leka vatn frá svölunum okkar og niður í stofu hjá þeim.

Ég fékk að sjá og það var mikið vatn að leka úr loftinu hjá þeim á gólfið og það var parket þar. Þau voru búin að dreifa handklæðum um allt gólf til að þurrka úpp vatnið og hún hringdi í tryggingafélagið sitt.

Í dag var ég beðinn um að fara að tala við starfsmann hjá Vís og fylla út form sem tjónvaldur.
Er að vonast til þess að Húsfélags tryggingin falli undir þetta.

En þetta gæti lent á mér. Og þetta er talsvert tjón.

En er rétt að leigjandinn ber ábyrgð á þessu tjóni?
Í fyrsta lagi er ekki hægt að vera að moka 24/7 á svölunum og öðru lagi var skemmd í loftinu fyrir neðan. Það lak í gegnum sprungu í loftinu. Ætti ekki eigandi íbúðarinnar fyrir neðan að passa upp á sprungur í lofti. Svo það komi ekki vatn inn?

Ætti maður að leita réttar síns í þessu?

Ég hafði ekki hugmynd um að þetta gæti komið fyrir að það leki vatn inn frá svölunum að ofan. Er það ekki galli á húsinu sjálfu?

 

Vantar þig vefsíðu? Hafðu samband. Núverandi verkefni. www.arasonphotos.com

Júlí 78 | 6. jan. '20, kl: 16:21:53 | Svara | Er.is | 1

Þetta kemur þér ekkert við ef þú ert leigjandi. Íbúðareigandinn á að skoða þetta mál (tryggingar). Eitthvað að húsinu sjálfu ef vatn fer inn til þeirra á neðri hæðinni. T.d. getur verið illa kíttað undir glugga og svalahurð að utanverðu á efri hæðinni og þá getur komið leki á neðri hæðina. Það þarf að athuga með húseigendatryggingu. Húsið að utanverðu er mál húsfélagsins þannig að ég myndi halda að þetta væri mál húsfélagsins. 

Steinar Arason Ólafsson | 6. jan. '20, kl: 16:30:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég er stór hissa. Ég spurði fyrst þegar ég kom í VÍS og var beðinn um að fylla út tjónaskýrslu hvort að eigandinn ætti ekki að gera þetta? Ég er leigjandinn. Hann sagði, já því þú mokaðir ekki af svölunum þá er þetta á þinni ábyrgð. Ég btw mokaði alveg en það dugði ekki því það var ekkert smá mikill snjór. Ég var að reyna að nota fötu til að taka vatnið og fleygja því af svölunum. En þetta er heimskulegasta hönnun á blokk sem ég veit um, ekkert skyggni fyrir ofan svalirnar þannig að það fyllist strax af snjó ef það snjóar. Svo frýs vatnið og niðurfallið frýs og ekkert vatn rennur í gegn.

Vantar þig vefsíðu? Hafðu samband. Núverandi verkefni. www.arasonphotos.com

Júlí 78 | 6. jan. '20, kl: 16:34:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekkert hægt að gera peninga kröfu á þig þegar þú ert leigjandi. Ræddu málið strax við eigandann að íbúðinni. Hann þarf að athuga hvort að húsfélagið sé ekki með húseigendatryggingu.  

Júlí 78 | 6. jan. '20, kl: 16:28:28 | Svara | Er.is | 0

Þú spyrð hvort íbúðareigandinn á neðri hæðinni eigi ekki að passa upp á sprungur í lofti. Það þarf að athuga af hverju eru sprungur í lofti. Allt sem er inní veggjum er húsfélagsins mál. Greinilega þarf matsmann til að skoða þetta. Það eina sem þú þarft að gera er að tilkynna eiganda um þetta strax. Þú ert enginn sökudólgur í málinu, það á að vera allt í lagi að moka ofan af svölunum hjá sér.

ert | 6. jan. '20, kl: 16:40:30 | Svara | Er.is | 0

Skoðaðu þetta  til að fá ráðleggingar

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Steina67 | 6. jan. '20, kl: 18:52:15 | Svara | Er.is | 0

Myndi halda að þetta félli undir tryggingu húsfélagsins. En vatn getur vel lekið inn um sprungu sem er efst upp undir þaki og inn í íbúð á 2 hæð. Sprungur geta legið alveg ótrúlega um allt og þó að það sé sprunga í loftinu á 2 hæð að þá er ekkert hægt að gera við hana ef það lekur og því þarf að finna upptökin þar sem vatnið kemur inn.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Steinar Arason Ólafsson | 6. jan. '20, kl: 19:11:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef nú sjálfur unnið við viðgerð á sprungum á húsveggjum í múrvinnu og það er vel hægt að gera við sprungurnar.

Vantar þig vefsíðu? Hafðu samband. Núverandi verkefni. www.arasonphotos.com

Steina67 | 6. jan. '20, kl: 19:23:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki ef að vatn heldur áfram að leka inn um sprungur utan á húsinu. Þær finna sét þá bara aðra leið og þetta gæti endað á 1 hæð með leka.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Steinar Arason Ólafsson | 6. jan. '20, kl: 19:30:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En aðal málið er það að leggja sökina á leigjandann. Ég mundi borga tjón ef að ég hellti óvart helling af vatni á stofugólfið sem er parketlagt og þyrfti að skipta um parket. En ef það lekur inn í íbúð fyrir neðan frá svölunum þá er ég ekki tilbúinn að taka það á mig.

Vantar þig vefsíðu? Hafðu samband. Núverandi verkefni. www.arasonphotos.com

adaptor | 7. jan. '20, kl: 09:46:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég skil það vel tryggingarfélög svífast einskins og nota öll trixin í bókinni til að skella skuldinni á aðra ég myndi fara varlega og neita öllu

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Steina67 | 7. jan. '20, kl: 13:59:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef vatn rennur upp úr baðkarinu hjá þér að þá fellur það á þig og þínar tryggingar en þetta fellur undir gúseigendatryggingu.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

amazona | 8. jan. '20, kl: 16:05:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, utanaðkomandi leki er aldrei tryggingatækur, það er húsfelagsins að sjá til að ytra byrði húsa haldi vatni, ekki einstöku eigenda, ef að einhver er að glíma við sprungur í lofti eða veggjum í sinni íbúð ber honum að láta stjórn húsfélagsins vita svo að hægt sé að fara í viðunandi viðhaldsaðgerðir

darkstar | 8. jan. '20, kl: 12:44:39 | Svara | Er.is | 0

húseigendatryggingin dekkar þetta, það er ekki þinn hausverkur að það leki frá svölum inn í næstu íbúð fyrir neðan, enda hvað ef þú ferð í nokkra daga þarftu þá að skilja eftir mann á svölunum til að moka?.

þetta á að vera í lagi og þú sem leigjandi getur ekki borið ábyrgð á því að kofinn leki eða eitthvað sé að honum að utan.

spikkblue | 8. jan. '20, kl: 12:47:37 | Svara | Er.is | 0

Ekki fylla út neitt form hjá VÍS þar sem kemur fram að þú sért tjónvaldur!

VÍS er algjört drullusokkarfyrirtæki sem svífst einskis og mun örugglega reyna að koma sér undan þessu.

Ég endurtek, ekki fylla út neitt form hjá þeim. Þetta er mjög svo ósvfíið af þeim að boða þig á fund með einhverjum starfsmanni til að fylla út form sem gerir þig ábyrgan.

Steinar Arason Ólafsson | 8. jan. '20, kl: 13:37:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er alveg satt, þetta var einhver drullusokkur hjá VÍS, þessi blokk sem ég bý í á Akureyri er svo fáranlega hönnuð, ekkert þak yfir svölum á efstu hæð, leigusalinn sagði mér að það þarf annað slagið að moka svalirnar, sem ég hef gert oft. Samt virðist eins og svalirnar hjá nágrönnunum sem búa við sömu aðstæður ekki moka neitt. Svalirnar margar fullar af snjó.

Þetta er bara þvílíkt bull þetta mál. Ég var einu sinni að hugsa um að fara til VÍS með mínar tryggingar en geri það ekki núna.

Vantar þig vefsíðu? Hafðu samband. Núverandi verkefni. www.arasonphotos.com

isbjarnaamma | 8. jan. '20, kl: 16:36:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég varð fyrir vatnstjóni þar sem vatnslögn sprakk í götunni, Vís átti að bæta tjónið þeir mátu tjón ið á 250,000 ég lét meta það af verkfræðistofu og fékk 2,500,000 útborgað fyrir ca.20 árum þeir lögðu fyrir mig þrjár gildrur til að fella mig með greiðslu bóta, ðassaðu þig á þeim

isbjarnaamma | 8. jan. '20, kl: 16:50:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

passaðu

TheMadOne | 8. jan. '20, kl: 12:54:30 | Svara | Er.is | 0

Kannaðu þetta hér. Þessi nefnd virkar eins og umboðsmaður alþingis eða málskotsnefnd lín. Kostar ekkert en úrskurður er endanlegur. Þetta eru bara lögfræðingar sem fara eftir lagabókstafnum en svara ekki til neinna hagsmunaaðila. https://www.stjornarradid.is/raduneyti/nefndir/kaerunefnd-husamala/#Hvad-er-hagt-ad-kara-til-karunefndar-h%C3%BAsamala

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Kulnun í starfi - varúð langt :( Ásta76 16.2.2020 22.2.2020 | 15:31
kynlífsmiðstöð hefur einhver prufað terrorist 21.2.2020 22.2.2020 | 13:22
Byltingin étur börnin sín. Solla í Eflingu jarðar Samfylkinguna í Reykjavik. kaldbakur 18.2.2020 22.2.2020 | 11:45
Komin pàskaegg? túss 22.2.2020
Klám og karlmenn, strákar Steinar Arason Ólafsson 17.2.2020 21.2.2020 | 23:47
Ben & Jerry's Honeycomb??? Hr85 21.2.2020
Eru allir sofnaðir hérna? Twitters 21.2.2020
Skrifstofulaun maximax 19.2.2020 21.2.2020 | 13:41
auglýsingar á bland terrorist 21.2.2020 21.2.2020 | 12:51
Flutnngskassar Frú1 21.2.2020 21.2.2020 | 11:14
Ferðaþættir Íslendinga Hr85 20.2.2020 20.2.2020 | 20:29
Algjör geðveiki ? Flactuz 20.2.2020 20.2.2020 | 19:38
Lífskjarasamningurinn að renna útí sandinn. kaldbakur 6.2.2020 20.2.2020 | 16:22
Online atvinna? KatAsta 17.2.2020 20.2.2020 | 16:02
gras notandi50 16.1.2019 20.2.2020 | 03:00
Mennta sig á eldri árum Svonaerthetta 19.2.2020 19.2.2020 | 23:43
Selja ný föt á netinu. kristmg 19.2.2020
Spilað á tilfinningar fólks í gegnum fjölmiðla Hr85 18.2.2020 19.2.2020 | 19:55
Hvar er best að selja frimerki sín og vita verð? kolmag 6.2.2020 19.2.2020 | 16:23
Pakkaferð innanlands fyrir 10.bekk kristmg 18.2.2020 18.2.2020 | 21:37
Ferming - Ráð vel þegin! Mjoggottnotendanafn 17.2.2020 18.2.2020 | 19:17
Gott hótel á Tenerife? amina5 7.2.2020 18.2.2020 | 15:44
úrslit 29 feb söngvakeppninn agga42 18.2.2020
Hvað er sanngjarnt verð? begzi 16.2.2020 18.2.2020 | 11:14
Húðlæknir fyrir ungling Logi1 18.2.2020
Fjárnám - ferlið? kannan 17.2.2020 18.2.2020 | 00:00
Axlarvesen tuni007 17.2.2020 17.2.2020 | 17:53
Eru Ríkisbankarnir óseljanlegir ? kaldbakur 12.2.2020 16.2.2020 | 21:18
Hvaleyrarskóli krissi200 15.2.2020 16.2.2020 | 16:51
Eigendur Land Rover Hjödda171 13.2.2020 16.2.2020 | 16:17
Hvernig skiptir maður um heimilislækni b82 15.2.2020 16.2.2020 | 08:32
Hvað var lögreglan í Borgarnesi að brenna? iceshera 12.2.2020 16.2.2020 | 05:43
grísakjöt í ofni? THE princess 26.4.2011 15.2.2020 | 23:50
Gleðilegan Laugardag Twitters 15.2.2020 15.2.2020 | 23:48
Hvernig skiptir maður um nef ? kaldbakur 15.2.2020 15.2.2020 | 23:42
Hvað kostar að berja einhvern til ábóta með kylfu? BjarnarFen 6.2.2020 15.2.2020 | 23:25
Andvaka..... kirivara 11.2.2020 15.2.2020 | 14:11
Skipt um h-lækni? b82 15.2.2020
Konur með dökka hringi í kringum augun Göslin 20.1.2007 15.2.2020 | 00:34
Reykingafordómar Hr85 6.2.2020 14.2.2020 | 23:42
Ráðleggingar með fasteignakaup boojaa 14.2.2020 14.2.2020 | 20:36
Hvað er Oat Fiber á íslensku? Emper 14.2.2020 14.2.2020 | 20:27
LÍOL dong 14.2.2020 14.2.2020 | 19:45
Engar áhyggjur, þetta reddast spikkblue 8.2.2020 14.2.2020 | 17:51
Feitir puttar 0911 9.2.2020 14.2.2020 | 13:48
Tinder bakkynjur 11.2.2020 14.2.2020 | 11:36
Skera gat á tvöfalt gler atv2000 8.2.2020 14.2.2020 | 11:29
Erfitt að fara úr húsi :/ tégéjoð 10.2.2020 14.2.2020 | 11:27
Alveg lost! Leki eða mygla hjá "féló" hvaðerþað 8.2.2017 13.2.2020 | 22:09
Hvað var lögreglan í Borgarnesi að brenna? iceshera 12.2.2020 13.2.2020 | 11:12
Síða 1 af 20193 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, Coco LaDiva, vkg, TheMadOne, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, Gabríella S, mentonised, Krani8, anon, MagnaAron