Vatnstjón og tryggingar

Chromecast84 | 6. jan. '20, kl: 16:03:30 | 260 | Svara | Er.is | 0

Ég held ég sé í vandræðum.

Ég bý á Akureyri og er að leigja þar íbúð á efstu hæð. Þar eru svalir en ekkert þakskyggni og þegar snjóar þá þarf að moka svalirnar. Og stundum myndar hláka og frýs í niðurfallinu.

Fyrir jólin þegar óveðrið skall á þá kom mikill snjór hér fyrir norðan. Það var rugl og maður átti ekki við að moka. Svo einn daginn þá bankaði móðir nágranna míns á hurðina hjá mér, sonur minn kom til dýra 8 ára gamall en þá bað hún um að fá að tala við foreldra. En hún sagði mér að það er að leka vatn frá svölunum okkar og niður í stofu hjá þeim.

Ég fékk að sjá og það var mikið vatn að leka úr loftinu hjá þeim á gólfið og það var parket þar. Þau voru búin að dreifa handklæðum um allt gólf til að þurrka úpp vatnið og hún hringdi í tryggingafélagið sitt.

Í dag var ég beðinn um að fara að tala við starfsmann hjá Vís og fylla út form sem tjónvaldur.
Er að vonast til þess að Húsfélags tryggingin falli undir þetta.

En þetta gæti lent á mér. Og þetta er talsvert tjón.

En er rétt að leigjandinn ber ábyrgð á þessu tjóni?
Í fyrsta lagi er ekki hægt að vera að moka 24/7 á svölunum og öðru lagi var skemmd í loftinu fyrir neðan. Það lak í gegnum sprungu í loftinu. Ætti ekki eigandi íbúðarinnar fyrir neðan að passa upp á sprungur í lofti. Svo það komi ekki vatn inn?

Ætti maður að leita réttar síns í þessu?

Ég hafði ekki hugmynd um að þetta gæti komið fyrir að það leki vatn inn frá svölunum að ofan. Er það ekki galli á húsinu sjálfu?

 

ert | 6. jan. '20, kl: 16:40:30 | Svara | Er.is | 0

Skoðaðu þetta  til að fá ráðleggingar

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Steina67 | 6. jan. '20, kl: 18:52:15 | Svara | Er.is | 0

Myndi halda að þetta félli undir tryggingu húsfélagsins. En vatn getur vel lekið inn um sprungu sem er efst upp undir þaki og inn í íbúð á 2 hæð. Sprungur geta legið alveg ótrúlega um allt og þó að það sé sprunga í loftinu á 2 hæð að þá er ekkert hægt að gera við hana ef það lekur og því þarf að finna upptökin þar sem vatnið kemur inn.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Chromecast84 | 6. jan. '20, kl: 19:11:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef nú sjálfur unnið við viðgerð á sprungum á húsveggjum í múrvinnu og það er vel hægt að gera við sprungurnar.

Steina67 | 6. jan. '20, kl: 19:23:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki ef að vatn heldur áfram að leka inn um sprungur utan á húsinu. Þær finna sét þá bara aðra leið og þetta gæti endað á 1 hæð með leka.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Chromecast84 | 6. jan. '20, kl: 19:30:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En aðal málið er það að leggja sökina á leigjandann. Ég mundi borga tjón ef að ég hellti óvart helling af vatni á stofugólfið sem er parketlagt og þyrfti að skipta um parket. En ef það lekur inn í íbúð fyrir neðan frá svölunum þá er ég ekki tilbúinn að taka það á mig.

adaptor | 7. jan. '20, kl: 09:46:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég skil það vel tryggingarfélög svífast einskins og nota öll trixin í bókinni til að skella skuldinni á aðra ég myndi fara varlega og neita öllu

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Steina67 | 7. jan. '20, kl: 13:59:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef vatn rennur upp úr baðkarinu hjá þér að þá fellur það á þig og þínar tryggingar en þetta fellur undir gúseigendatryggingu.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

amazona | 8. jan. '20, kl: 16:05:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, utanaðkomandi leki er aldrei tryggingatækur, það er húsfelagsins að sjá til að ytra byrði húsa haldi vatni, ekki einstöku eigenda, ef að einhver er að glíma við sprungur í lofti eða veggjum í sinni íbúð ber honum að láta stjórn húsfélagsins vita svo að hægt sé að fara í viðunandi viðhaldsaðgerðir

darkstar | 8. jan. '20, kl: 12:44:39 | Svara | Er.is | 0

húseigendatryggingin dekkar þetta, það er ekki þinn hausverkur að það leki frá svölum inn í næstu íbúð fyrir neðan, enda hvað ef þú ferð í nokkra daga þarftu þá að skilja eftir mann á svölunum til að moka?.

þetta á að vera í lagi og þú sem leigjandi getur ekki borið ábyrgð á því að kofinn leki eða eitthvað sé að honum að utan.

spikkblue | 8. jan. '20, kl: 12:47:37 | Svara | Er.is | 0

Ekki fylla út neitt form hjá VÍS þar sem kemur fram að þú sért tjónvaldur!

VÍS er algjört drullusokkarfyrirtæki sem svífst einskis og mun örugglega reyna að koma sér undan þessu.

Ég endurtek, ekki fylla út neitt form hjá þeim. Þetta er mjög svo ósvfíið af þeim að boða þig á fund með einhverjum starfsmanni til að fylla út form sem gerir þig ábyrgan.

Chromecast84 | 8. jan. '20, kl: 13:37:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er alveg satt, þetta var einhver drullusokkur hjá VÍS, þessi blokk sem ég bý í á Akureyri er svo fáranlega hönnuð, ekkert þak yfir svölum á efstu hæð, leigusalinn sagði mér að það þarf annað slagið að moka svalirnar, sem ég hef gert oft. Samt virðist eins og svalirnar hjá nágrönnunum sem búa við sömu aðstæður ekki moka neitt. Svalirnar margar fullar af snjó.

Þetta er bara þvílíkt bull þetta mál. Ég var einu sinni að hugsa um að fara til VÍS með mínar tryggingar en geri það ekki núna.

isbjarnaamma | 8. jan. '20, kl: 16:36:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég varð fyrir vatnstjóni þar sem vatnslögn sprakk í götunni, Vís átti að bæta tjónið þeir mátu tjón ið á 250,000 ég lét meta það af verkfræðistofu og fékk 2,500,000 útborgað fyrir ca.20 árum þeir lögðu fyrir mig þrjár gildrur til að fella mig með greiðslu bóta, ðassaðu þig á þeim

isbjarnaamma | 8. jan. '20, kl: 16:50:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

passaðu

T.M.O | 8. jan. '20, kl: 12:54:30 | Svara | Er.is | 0

Kannaðu þetta hér. Þessi nefnd virkar eins og umboðsmaður alþingis eða málskotsnefnd lín. Kostar ekkert en úrskurður er endanlegur. Þetta eru bara lögfræðingar sem fara eftir lagabókstafnum en svara ekki til neinna hagsmunaaðila. https://www.stjornarradid.is/raduneyti/nefndir/kaerunefnd-husamala/#Hvad-er-hagt-ad-kara-til-karunefndar-h%C3%BAsamala

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Síða 1 af 47914 síðum
 

Umræðustjórar: annarut123, tinnzy123, Bland.is, Hr Tölva, Kristler, Paul O'Brien, paulobrien, Guddie