Vatnstjón og tryggingar

Chromecast84 | 6. jan. '20, kl: 16:03:30 | 260 | Svara | Er.is | 0

Ég held ég sé í vandræðum.

Ég bý á Akureyri og er að leigja þar íbúð á efstu hæð. Þar eru svalir en ekkert þakskyggni og þegar snjóar þá þarf að moka svalirnar. Og stundum myndar hláka og frýs í niðurfallinu.

Fyrir jólin þegar óveðrið skall á þá kom mikill snjór hér fyrir norðan. Það var rugl og maður átti ekki við að moka. Svo einn daginn þá bankaði móðir nágranna míns á hurðina hjá mér, sonur minn kom til dýra 8 ára gamall en þá bað hún um að fá að tala við foreldra. En hún sagði mér að það er að leka vatn frá svölunum okkar og niður í stofu hjá þeim.

Ég fékk að sjá og það var mikið vatn að leka úr loftinu hjá þeim á gólfið og það var parket þar. Þau voru búin að dreifa handklæðum um allt gólf til að þurrka úpp vatnið og hún hringdi í tryggingafélagið sitt.

Í dag var ég beðinn um að fara að tala við starfsmann hjá Vís og fylla út form sem tjónvaldur.
Er að vonast til þess að Húsfélags tryggingin falli undir þetta.

En þetta gæti lent á mér. Og þetta er talsvert tjón.

En er rétt að leigjandinn ber ábyrgð á þessu tjóni?
Í fyrsta lagi er ekki hægt að vera að moka 24/7 á svölunum og öðru lagi var skemmd í loftinu fyrir neðan. Það lak í gegnum sprungu í loftinu. Ætti ekki eigandi íbúðarinnar fyrir neðan að passa upp á sprungur í lofti. Svo það komi ekki vatn inn?

Ætti maður að leita réttar síns í þessu?

Ég hafði ekki hugmynd um að þetta gæti komið fyrir að það leki vatn inn frá svölunum að ofan. Er það ekki galli á húsinu sjálfu?

 

ert | 6. jan. '20, kl: 16:40:30 | Svara | Er.is | 0

Skoðaðu þetta  til að fá ráðleggingar

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Steina67 | 6. jan. '20, kl: 18:52:15 | Svara | Er.is | 0

Myndi halda að þetta félli undir tryggingu húsfélagsins. En vatn getur vel lekið inn um sprungu sem er efst upp undir þaki og inn í íbúð á 2 hæð. Sprungur geta legið alveg ótrúlega um allt og þó að það sé sprunga í loftinu á 2 hæð að þá er ekkert hægt að gera við hana ef það lekur og því þarf að finna upptökin þar sem vatnið kemur inn.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Chromecast84 | 6. jan. '20, kl: 19:11:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef nú sjálfur unnið við viðgerð á sprungum á húsveggjum í múrvinnu og það er vel hægt að gera við sprungurnar.

Steina67 | 6. jan. '20, kl: 19:23:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki ef að vatn heldur áfram að leka inn um sprungur utan á húsinu. Þær finna sét þá bara aðra leið og þetta gæti endað á 1 hæð með leka.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Chromecast84 | 6. jan. '20, kl: 19:30:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En aðal málið er það að leggja sökina á leigjandann. Ég mundi borga tjón ef að ég hellti óvart helling af vatni á stofugólfið sem er parketlagt og þyrfti að skipta um parket. En ef það lekur inn í íbúð fyrir neðan frá svölunum þá er ég ekki tilbúinn að taka það á mig.

adaptor | 7. jan. '20, kl: 09:46:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég skil það vel tryggingarfélög svífast einskins og nota öll trixin í bókinni til að skella skuldinni á aðra ég myndi fara varlega og neita öllu

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Steina67 | 7. jan. '20, kl: 13:59:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef vatn rennur upp úr baðkarinu hjá þér að þá fellur það á þig og þínar tryggingar en þetta fellur undir gúseigendatryggingu.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

amazona | 8. jan. '20, kl: 16:05:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, utanaðkomandi leki er aldrei tryggingatækur, það er húsfelagsins að sjá til að ytra byrði húsa haldi vatni, ekki einstöku eigenda, ef að einhver er að glíma við sprungur í lofti eða veggjum í sinni íbúð ber honum að láta stjórn húsfélagsins vita svo að hægt sé að fara í viðunandi viðhaldsaðgerðir

darkstar | 8. jan. '20, kl: 12:44:39 | Svara | Er.is | 0

húseigendatryggingin dekkar þetta, það er ekki þinn hausverkur að það leki frá svölum inn í næstu íbúð fyrir neðan, enda hvað ef þú ferð í nokkra daga þarftu þá að skilja eftir mann á svölunum til að moka?.

þetta á að vera í lagi og þú sem leigjandi getur ekki borið ábyrgð á því að kofinn leki eða eitthvað sé að honum að utan.

spikkblue | 8. jan. '20, kl: 12:47:37 | Svara | Er.is | 0

Ekki fylla út neitt form hjá VÍS þar sem kemur fram að þú sért tjónvaldur!

VÍS er algjört drullusokkarfyrirtæki sem svífst einskis og mun örugglega reyna að koma sér undan þessu.

Ég endurtek, ekki fylla út neitt form hjá þeim. Þetta er mjög svo ósvfíið af þeim að boða þig á fund með einhverjum starfsmanni til að fylla út form sem gerir þig ábyrgan.

Chromecast84 | 8. jan. '20, kl: 13:37:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er alveg satt, þetta var einhver drullusokkur hjá VÍS, þessi blokk sem ég bý í á Akureyri er svo fáranlega hönnuð, ekkert þak yfir svölum á efstu hæð, leigusalinn sagði mér að það þarf annað slagið að moka svalirnar, sem ég hef gert oft. Samt virðist eins og svalirnar hjá nágrönnunum sem búa við sömu aðstæður ekki moka neitt. Svalirnar margar fullar af snjó.

Þetta er bara þvílíkt bull þetta mál. Ég var einu sinni að hugsa um að fara til VÍS með mínar tryggingar en geri það ekki núna.

isbjarnaamma | 8. jan. '20, kl: 16:36:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég varð fyrir vatnstjóni þar sem vatnslögn sprakk í götunni, Vís átti að bæta tjónið þeir mátu tjón ið á 250,000 ég lét meta það af verkfræðistofu og fékk 2,500,000 útborgað fyrir ca.20 árum þeir lögðu fyrir mig þrjár gildrur til að fella mig með greiðslu bóta, ðassaðu þig á þeim

isbjarnaamma | 8. jan. '20, kl: 16:50:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

passaðu

T.M.O | 8. jan. '20, kl: 12:54:30 | Svara | Er.is | 0

Kannaðu þetta hér. Þessi nefnd virkar eins og umboðsmaður alþingis eða málskotsnefnd lín. Kostar ekkert en úrskurður er endanlegur. Þetta eru bara lögfræðingar sem fara eftir lagabókstafnum en svara ekki til neinna hagsmunaaðila. https://www.stjornarradid.is/raduneyti/nefndir/kaerunefnd-husamala/#Hvad-er-hagt-ad-kara-til-karunefndar-h%C3%BAsamala

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 30.3.2024 | 06:22
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024 29.3.2024 | 16:52
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 22.3.2024 | 03:41
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Er haegt ad eyda Helloyou 28.2.2024
Síða 2 af 47928 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Kristler, Paul O'Brien, Hr Tölva, tinnzy123, annarut123, paulobrien, Guddie