Veggjöldin, rafbílar og fleira

Júlí 78 | 20. sep. '19, kl: 10:56:15 | 425 | Svara | Er.is | 0

Þá vitum við það, allt þessum rafbílum að kenna að við hin sem erum á bensínbílum þurfum að fara að borga veggjöld. Ekki misskilja samt. Er ekkert á móti rafbílum en tel að bíleigendur borgi nóg til ríkisins eins og er.
Bjarni Ben:  „Ég sé ekki bara fyrir mér að við gætum tekið upp ný gjöld heldur sé ég fyrir mér að við séum nauðbeygð til að gjörbreyta allri gjaldtöku af ökutækjum, eldsneyti og samgöngum í landinu. Það er út af orkuskiptunum,“ sagði fjármálaráðherra.  
Lítil sem engin gjöld væru innheimt í dag af rafmagnsbílum til að hvetja til notkunar þeirra og þar með fengi ríkissjóður engar tekjur af þeim.

„Þessir bílar fara um göturnar án þess að leggja nokkuð til vegna þess að þeir fara aldrei á dæluna. Þeim er að fjölga, þeim er að fjölga og þeim er að fjölga næst hraðast í heiminum á Íslandi. Umhverfisvænum bílum og rafmagnsbílum,“ sagði Bjarni."
Fyrir venjulega manneskju er þetta bara enn einn skatturinn (veggjöld). Og hvernig er það með fólk sem vinnur á höfuðborgarsvæðinu, á til dæmis heima í Hveragerði/Selfoos/Akranesi eða á Suðurnesjum? Segjum að hjón búi þar og þurfi að fara á sitt hvorum bílnum því vinnutími er ekki eins hjá báðum. Á þetta fólk að borga veggjöld fyrir að komast inn á höfuðborgarsvæðið og svo líka veggjöld innan höfuðborgarsvæðisins?


Gleymir ekki Bjarni Ben hvað það er dýrt að búa á Íslandi? Þó að það séu einhver veggjöld erlendis þá er líka annað verðlag þar oftast nær. 
DV í júlí 2019:
"Neysluverð á Íslandi voru að meðaltali 56% hærri en annars staðar í Evrópu árið 2018 sem gerir Ísland að dýrasta landinu í Evrópu. Þetta kemur fram í frétt frá AFP.

Samkvæmt gögnum frá Eurostat voru lönd eins og Sviss, Noregur og Danmörk öll með lægra neysluverð að meðaltali. Sviss var með 52%, Noregur með 48% og Danmörk var með 38%."

Hvað svo með húsnæðisverð hér? Jú í hæstu hæðum. Fyrir marga fer að verða ekki líft á Íslandi. Ég spái því að margir flytji úr landi. Reyndar þegar byrjað, einhverjir ættingjar mínir eru farnir, jafnvel vel menntað fólk. Það sér fram á bjartari tíma erlendis og ekki mikið mál að kaupa sér húsnæði þar á góðum kjörum. 


Núna þegar á að leggja á þennan (auka) skatt (veggjöld) hvað gerir ríkisstjórnin svo fyrir þá sem lægstar hafa tekjurnar/bæturnar? Ég get ekki séð að það sé neitt verið að gera raunhæft fyrir örorkuþega eða ellilífeyrisþega. Var meira að segja að lesa það að atvinnuleysisbætur eru hærri en örorkubætur og að stefnt sé að hafa bilið meira samkv. frumvarpinu! Bíddu, er fatlað fólk eða veikt fólk í betri stöðu en þessir atvinnulausu? Þarf það ekki oft að kaupa sér dýr lyf eða vera í alls konar sjúkraþjálfum og fl. sem kostar sitt? Og hvað hækka bætur þeirra mikið, eitthvað var ég að lesa um 3,5% sem er sjálfsagt einhver lögbundin hækkun. Gerir nánast ekki neitt fyrir þetta fólk hvað þá þegar allt hækkar. Stefnan virðist svo vera að þetta fólk loki sig inni (þau sem geta farið eitthvað á bíl a.m.k. þegar heilsan leyfir), því hefur þetta fólk efni á að borga veggjöld ofan á allt annað? Nei. og aftur nei. Þó að margir hafi það kannski gott og eru á góðum launum þá má ekkert gleyma svona hópum. Nær væri að bæta kjör þeirra umtalsvert. Þeir betur stæðu eins og t.d. alþingismenn/ráðherrar mega alveg fá á sig meiri skatta ef það þarf að finna peninga í að bæta kjör þessara hópa.

https://www.visir.is/g/2019190918623/sam-komu-lag-um-stor-fram-kvaemdir-i-sam-gongum-a-hofud-borgar-svaedinu-i-faedingu

 

kaldbakur | 20. sep. '19, kl: 18:00:11 | Svara | Er.is | 0

Ég botna ekkert í þessu varðandi veggjöld.
Er virkilega verið að tala um að þú greiðir veggjald ef þú ferð útá Miklubraut eða Sæbraut ?
Ég hélt að svona myndi bara verða tekið fyrir t.d. einhverja mjög langa leið eða gong eða brú ?

Kingsgard | 20. sep. '19, kl: 23:11:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hugmyndin er að setja upp skynjara á stofnbrautir í borginni s.s. Miklu og kringlumýrarbraut og líklega aðrar stofnæðar. Í hvert sinn sem þú ekur hjá skynjara tikkar veggjald inn. Verðið á að vera breytilegt eftir tíma dags. Hluta af innheimtum veggjöldum er fyrirhugað að nota í uppbyggingu á borgarlínu !!!!

Það er því víðar en í borginni sem er gefið veiðileyfi á bíleigendur. Því í ósköpunum eiga þeir sem kjósa að ferðast með einkabíl að borga fyrir almannasamgöngur sem þeir hafa kosið að nota ekki ? Væntanlegir og núverandi notendur almannasamganga virðast ekki þurfa að leggja neitt í eigin ferðamáta á meðan bíleigendum verði gert að gera út strætisvagna samhliða margfaldri skattlagningu á einkabílnum.
Það er siðlaus lýður sem við höfum kosið yfir okkur. Látum vera að allir myndu taka á sig enn einn skattinn til að sligast undan í stað þess að velta blýinu þerra á einn afmarkaðan hóp sem í þokkabót vill ekki og kýs ekki að nota vagnanna. Spurning hvort ánauðin þerra standist lög.

Júlí 78 | 22. sep. '19, kl: 08:33:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En ef fólk býr nálægt stofnbraut og kemst ekki einu sinni í matvörubúðina eða lággjaldaverslanir nema að fara út á stofnbrautina fyrst. Á það þá að þurfa að borga veggjöld í hvert sinn sem það kaupir sér í matinn? Það er ekki hægt að kalla þessi veggjöld neitt annað en skatt, meira að segja ósanngjarnan skatt sem leggst misjafnlega á landsmenn. Fólki er mismunað eftir því hvar það býr. 

ert | 22. sep. '19, kl: 10:19:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Getur fólk ekki sleppt því að fara sérferð í matvörubúð á þeim tíma sem fara í og úr vinnu og farið á öðrum tíma. Þurfa allir að fara í Bónus frá 8-9 eða koma heim 16-17:30 og fara svo strax í Bónus?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 22. sep. '19, kl: 10:48:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað ertu að blanda tímasetningu inn í þetta? Fer ekki fólk í búð á ýmsum tímum dagsins? Jafnvel lágvöruverslunin Krónan er opin nokkuð lengi dags eða flestar búðir þeirra til 20 eða 21. Svo versla ekki allir í Bónus eða bara í Bónus þó þú gerir það kannski, það eru fleiri lágvöruverlanir en Bónus. Svo heldurðu greinilega að Bónus opni kl. 8, já endilega farðu í Bónus þá, svona áður en þú skreppur í vinnuna þína ef þú ert í vinnu! Gangi þér vel að fá vörur í matinn þar á þeim tíma. Svo ef þú varst að beina þessu til mín sérstaklega eða heldur að ég sé yfirleitt alltaf að tala um mig hér þá er það misskilningur hjá þér.

ert | 22. sep. '19, kl: 10:50:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

af því að veggjöld verða tímasett.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 22. sep. '19, kl: 10:53:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér hefur nú skilst að það verði hærra gjald á einum tíma dags (kannski á háannatíma) en lægra gjald á öðrum tíma. En enginn veit samt nákvælega hvað þetta fólk er að hugsa með útfærsluna á þessu. Samt óréttlátur "skattur" á fólk.

ert | 22. sep. '19, kl: 10:58:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Þannig að þú telur að umferð verði beint um íbúðargötur á nóttunni og um helgar með svona stýringu til að valda ónæði og og auka slysahættu á börnum.OK

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 22. sep. '19, kl: 11:02:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Snúðu bara útúr, ég svara þessu ekki nema á þann hátt að fólk getur keyrt eins og það vill eftir sem áður. Fáránleg athugasemd en þér finnst greinilega gaman að fíflast í fólki, það er ekki nýtt.

ert | 22. sep. '19, kl: 11:03:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þér finnst þetta vera útúrsnúningu þá áttu bágt en það er svo sem ekkert nýtt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Kingsgard | 22. sep. '19, kl: 21:03:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ætlunin, borga hverja ferð á götum með skynjara. Það er mikið til í örvæntíngu Kaldbaks varðandi orrustuna gegn einkabílum í höfuðborginni og borgarstjórnarliðar gangast við að það sé stefna þerra að skapa ekki aðstæður fyrir fjölgun bíla en torvelda aðgengi er þeim betur að skapi.
Að elta okkur um göturnar með sjálvirkri skattaálagningu af nálægt ótilgreindri tíðni og upphæðum er einn liður í stærri keðju til að þvinga okkur í vagnana og stunda holla útiveru.
Þótt bíleigendur séu ófúsir í vagnana, þá virðast einmitt þeir af öllum vera eini þjóðfélagshópurinn sem mest muni mæða á við fjármögfnum almannasamganga.
Í skjóli alls þessa benda allar spár til fjölgunar einkabíla líkt og undanfarna áratugi. Þjónusta strætó við farþega sína hefur árlega farið versnandi í áratugi.
Stoppistöðum hefur fækkað samhliða hækkun fargjalda og þaulþjálfaðir göngugarpar finna sig í úthverfunum. Þeir reynast frekar einvíðir á sýn sinni fyrir fjöldan í borgarstjórn.

Þú nefnir réttilega ósanngjarnan skatt sem hittir misvel. Í fljótu bragði dettur mér í hug brot á markaðs hagfræði þegar einum markhópui er gert skilt að niðurgreiða uppbyggingu einkarekins fyrirtækis í samkeppni í samgöngum. Mér finnst skrýtið bragð af þessu.

ert | 22. sep. '19, kl: 23:19:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Skrýtið að þjónusta strætó hafi versnað - mér finnst hún einmitt vera að batna. Mig munar mikið um auknar ferðir númer 1. 
Fyrirtækið mitt borgar strætókortið þannig að samgöngukostnaður minn er aðeins leigubílar, flugrúta og flug innanlands og til útlanda.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 23. sep. '19, kl: 17:12:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þó að þú kjósir Strætó þá er bara mikill meirihluti sem kýs annan ferðamáta. Einungis 4% ferða ´höfuðborgarsvæðinu er með Strætó jafnvel þó búið sé að henda tug milljarða í þetta apparat á undanförnum árum. Eftir sem áður vill folk ekki Strætó, Unglingar og útlendingar nota Strætó aðallega.
Venjulegt folk kýs að eiga sinn fjölskyldubíl til að geta lifað nokkuð þægilegu lífi. Þó að einhverjir nördar og nýskupúkar kjósi Strætó þá vill venjulegt folk ekki þann samgöngumáta. Eins mun fara fyrir Borgarlínu engu fleiri faþegar fmunu fara með Borgarlínu.
Tapið verður bara meira og að lokum verður þessu strætókerfi lagt fyrir fullt og allt.

ert | 23. sep. '19, kl: 17:13:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Nei, það er hægt að hafa áhrif á hvað fólk vill.
En geturðu gefið mér upp númerin á þessum tómu vögnum þínum og hvenær á daginn þeir eru að keyra því ég er orðin voðalega þreytt á því að standa?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Kingsgard | 23. sep. '19, kl: 23:26:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það kann að vera að þjónustan hafi batnað í náinni fortíð eftir að ég skipti um samgöngumáta en fram að því mátti kalla leiðinar ; niðurleið 1, niðurleið 2,,,,,,,,,,,,!
Það er gott að leiðin liggur uppávið.

ert | 24. sep. '19, kl: 00:14:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er sammála því að þjónustan var skelfileg á tímabili en hún hefur batnað að mínu áliti.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 23. sep. '19, kl: 00:12:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ari Trausti (VG) sagði reyndar í Silfrinu í dag að það yrði daghámark, að ekki yrði rukkað mörg þúsund á dag. Jæja kemur í ljós en svo er líka viðbúið að þegar einhver gjöld (skattur) er komið á að sá skattur eða veggjöld sé bara hækkað eftir geðþótta. Getur það ekki alveg eins orðið? Svo talaði hann um landsbyggðina, það yrði gert stórt átak þar og sennilega yrði þetta þannig þar að það yrði svona Hvalfarðarmódel á ákveðnum stöðum að það yrði hægt að fara aðrar leiðir eins um um brú eða fjallveg en einnig svona ruðningsáhrif úti á landi bæði með stofnæðar og tengivegi og annað slíkt. En ég spyr, er eitthvað verið að hugsa um að borgarbúar geti alltaf farið aðrar leiðir? Mér sýnist nú lítð spáð í það. Þetta kallast mismunun.

ert | 23. sep. '19, kl: 08:17:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú auðvitað verður ekkert hámark. Ef fólk nær upp í 100 þús á einum degi þá verður það bara að borga það.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 23. sep. '19, kl: 08:41:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert alltaf jafn fyndin. Ein og ég var búin að heyra áður þá stóð a.m.k. ekki til að rukka tvisvar á sama degi á sömu götu.

ert | 23. sep. '19, kl: 08:49:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já en þessi ákvörðun er slæm. Rök skipta ekki máli. Fólk mun svelta út af þessu

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 23. sep. '19, kl: 08:58:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rök skipta nefnilega máli. Lestu það sem Stefán Ólafsson prófessor hefur að segja um málið.
https://blog.dv.is/stefano/2019/09/20/veggjold-eru-orettlatur-skattur/

ert | 23. sep. '19, kl: 11:10:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er óréttlátt að fólk sem hefur ekki efni á að eiga bíl skuli sleppa við skattlagningu

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 23. sep. '19, kl: 11:10:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stefán ætti að skreppa til Singapore

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 23. sep. '19, kl: 11:23:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er viss um að Stefán Ólafsson hefur efni á að eiga bíl og jafnvel nokkra nýja bíla. Hann líka starfar hjá Eflingu og veit alveg að það er ekki á bætandi að leggja meiri skatta á þá sem eru lægra launaðir. Alveg óþarfi að reyna að gera lítið úr fólki sem er ekki á háum launum með því að gefa í skyn að það hafi ekki efni á að eiga bíl.

ert | 23. sep. '19, kl: 11:56:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ha? Er maður að gera lítið úr fólki ef maður minnist á að það hafi ekki efni á að eiga bíl? Af hverju er það? Hvernig er ég að segja að það fólk sé verri eða minna virði en aðrir? Er ég að segja það sama um almenning í Singapore eða á þetta bara við Íslendinga?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 23. sep. '19, kl: 13:21:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er betra að nota "Fjölskyldubíll" í stað "Einkabíll".
Meirihluti bíla á götum borgarinnar eru fjölskyldubílar sem eru að þjónusta fjölskylduna. Fjölskyldubíllinn er notaðu til að ferja fjölskyldumeðlimi í hinum ýmsu hlutverkum, eins og t.d. til og frá íþróttaiðkun, verslunar og innkaupa, vina heimsókna, utanbæjarferða , snatt með t.d. dót í sorpu og svo auðvitap til að keyra fyrirvinnur á atvinnustað og þarna er ofast um tvo aðila að ræða.
Að ætla sér að þetta sé allt hægt að framkvæma í strætó og á hjóli eða gangandi er fjarstæða.
Fjölskyldubíllinn þarf að fá aukna þjónustu svo hann komist klakklaust um borgina.
Dagur B og Co hafa gert allt til að eyðileggja gatnakerfið fyrir fjölskyldubílinn og nú er svo komið oð það eru umferðarteppur útum allan bæ á öllum tímum. Þetta er allt tilbúinn vandi sem Dagur B og Co hefur tilreitt fyrir okkur sem erum með fjölskyldubíl.

kaldbakur | 23. sep. '19, kl: 13:33:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fjölskyldubíll er notaður til svo ótal margra hluta eins og allir vita:
Til og frá vinnu fyrir kannski tvær fyrirvinnur.
Til og frá óttaiðkun útum allan bæ - fótbolti eða handbolti í Grafarvogi, Hafnarfirði, Garðabæ,Valssvæði eða KR svæði. og stundum utanbæjar.
Snatt og innkaupp allskonar fyrir fjölskyldu um helgar og aðra daga.
Liðveisla við eldri borgara - foreldra eða aðra til að komast í búðir til innkaupa, eða bara á sjúkrahús eða til læknis.
Ferðir t.d. í sumrhús eða bara í sumarfrí með tjald eða tjaldvagn.
Tiltekt á lóð og að koma rusli í sorpu er ekki gert með ferð í Strætó.
Þannig mætti endalaust tala.
Herferð Dags B og Co gegn venjulegu fólki er auðvitað bara glæpur sem við þurfum að refsa þeim fyrir í næstu kosningum.

Júlí 78 | 23. sep. '19, kl: 13:48:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já sérðu þetta ekki alveg í anda þegar fjölskyldan fer t.d. í matvörubúðina og svo heim með nokkra fulla matarpoka og þetta stætó heim? eða að fara að henda ýmsu í Sorpu. Drösla þá draslinu í strætó til að komast með það í Sorpu? Ekki vandamálið eða þannig ;) 

ert | 23. sep. '19, kl: 15:50:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Maður fær sér zip.car eða lánaðan bíl eða álíka.
Ég þarf að fara til útlanda nokkrum sinnum á ári. Það þýðir ekki að ég þurfi að eiga flugvél.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 23. sep. '19, kl: 15:57:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fer líka alveg til útlanda með flugvél en ekki nokkrum sinnum á ári, ég þarf ekki heldur að eiga flugvél. Katrín Jakobs er líka alltaf í útlöndum eins og þú. Svo prédikið þið eins og ég veit ekki hvað. Býst við að ég hugsi meira um umhverfið en þið þó ég sé á bensínbíl og taki varla strætó. 

ert | 23. sep. '19, kl: 16:01:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já en af hverju þarftu ekki að eiga flugvél?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 23. sep. '19, kl: 16:02:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Döhh..

ert | 23. sep. '19, kl: 16:05:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


ef fólk fer út í búð þá er bíll lífsnauðsynlegur og því þurfa allir í heiminum að eiga bíl
af hverju þarf fólk þá ekki að eiga flugvél til komast til útlanda?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 23. sep. '19, kl: 16:12:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Getur fólk ekki átt heima við hliðina á matvörubúðinni? Þarf það þá að fara á bíl í búðina? Fólk getur sjálfsagt líka farið í strætó eftir búðarferð (matvörur) ef það kaupir ekki mikið. En það hefði verið skrautlegt að vera með nokkra poka úr matvörubúðinni þá daga sem var yfirfullur strætó (álagstími) þegar ég var á leið heim úr vinnu þegar ég notaði strætó um tíma. Hefði líka verið mjög þægilegt eða þannig að passa upp á matvörupokana í kjaftfullum strætó.

ert | 23. sep. '19, kl: 16:14:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Maður getur líka tekið leigubíl aðra leiðina. Miðað við að 3000 kr þá kostar það 156 þús á ári að taka leigubíl einu sinni í viku. Hvað kostar að reka bíl á ári? 50 þús á ári með bifreiðagjöldum, bensíni og viðhaldi? 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 23. sep. '19, kl: 16:25:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ætli það sé nokkuð hagstætt að vera með einka-driver nema hjá þeim ráðherrum sem fá svoleiðis þjónustu frítt. Þú talar um kostnað við að reka bíl, hann er mismunandi hjá fólki ef þú veist það ekki. Fólk keyrir misjafnlega mikið og aldur bílanna á götunni er misjafn. Sumir eyða meira í viðhaldskostnað en aðrir.

ert | 23. sep. '19, kl: 16:31:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Hvað heldurðu að meðtalskostnaður af bíl sé á ári. Er eitthvað óeðlilegt að áætla það 15.600 kr eða rétt rúmar 1000 kr á mánuði að meðaltali? 
Bensín fram og til baka í vinnuna 750 kr á mánuði, 250 kr í viðhald viðgerðir og drekk og svo rest í stöðumæli. 
Þá er bara 10 sinnum dýrara að taka leigubíl einu sinni í viku. 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 23. sep. '19, kl: 13:45:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Já umferðarteppur er tilbúin vandi. Það skiptir engu mál hvað eru margir bílar á gatnakerfinu. Ef vel er að staðið þá þarf bara eina akgreina í hverja á átt. Þannig eru engin takmörk á því hversu mikinn bílafjölda gatnakerfið í Reykjaík getur borið. Við getum útilokað bílafjölda sem vandamálið. Það væri hægt að hafa milljón bíla á hverjum morgni í Reykjavík og engar umferðateppur. Bara stilla ljósin rétt.
Og er enginn hlýnun jarðar.
Og geimverurnar eru að koma

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 23. sep. '19, kl: 15:19:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Strætó er nauðsynlegur en þú veist alveg sjálf að það koma aldrei allir til með að nota hann. Sumir reyndar nota hann stundum. Aðalatriðið er það að fólk á að hafa val og mun hafa val hvort það notar bíl eða fer í strætó. Ég hef meira að segja talað fyrir því að skólafólk fái frítt í strætó eða á mjög lágu gjaldi sem ætti að vera hvati fyrir að nota strætó. En þetta með geimverurnar sem þú minnist á, gott ef að þig hefur dreymt það að þær séu að koma. Það bendir til að þú hefur fjörugt ýmindunarafl. 

ert | 23. sep. '19, kl: 15:23:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gætirðu útskýrt af hverju maður gerir lítið úr fólki með að telja það ekki hafa efni á því að reka bíl?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 20. sep. '19, kl: 18:06:26 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst mest af þessu sem er hugsað fyrir samgöngur eitthvað líklegt til að mistakast og vera ófullnægjandi.
Það sjá það t.d. flestir að ef gerð er brú yfir fossvog frá Nauthólsvík yfir í Kópavog Kársnes þá verður það auðvitað að vera bru fyrir all umferð, bíla, gangandi, hjólandi og almenningsvagna. Annað er bara hálfkák. Eins verður þessi Sundabraut að geta tekið sem flest ökutæki úr miðbænum ekki nóg að hafa brú yfir Elliðaárvoginn, það er engine lausn.

Júlí 78 | 20. sep. '19, kl: 20:40:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég botna heldur ekkert í þessu með veggjöldin, ekkert er kynnt almennilega fyrir almenningi. Hvar verða þá gjaldahliðin? Hversu dýrt og hvenær dagins ódýrara? Hvað mikið? Hvað með fjölskyldu til dæmis á Selfossi sem fer yfir heiðina segjum á tveimur bílum. Gjald yfir heiðina?  Ef gjaldið væri kr. 600 þá væri það kr. 2.400 bara yfir heiðina fram og tilbaka fyrir þau tvö þar sem þau nota 2 bíla. Svo líka veggjöld innan höfuðborgarsvæðisins, hvað ætli myndi þá bætast miklu meiri kostnaður við? Og hvar  innan höfðuborgarsvæðisins verða gjaldahliðin?Svo kom í fréttum að það á að skrifa undir eitthvað samkomulag næsta fimmtudag varðandi veggjöldin. Fær almennigur ekkert um þetta að segja eitthvað áður? Hvernig væri að hafa kynningu og leyfa almennigi að koma með athugasemdir? Það er svo mikið hringlandaháttur í þessu öllu saman. Mig minnir nú að Sigurður Ingi hafi talað um að það ætti bara að koma veggjöld ef önnur leið væri í boði. Til dæmis veggjald vegna Sundabrautar af því að líka er hægt að fara þá Ártúnsbrekkuna keyrandi. Og manni heyrðist þá að það ætti ekki að koma á veggjöldum til dæmis á Reykjanesbraut (til og frá Suðurnesjum) því engin önnur leið er í boði. Suðurstandarvegur er ekki sambærileg leið á milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. En allar fyrri hugmyndir fyrir kosningar jafnvel eru slegnar af. Nú þegar umferðin þyngdist þegar skólafólkið fór á göturnar og fólk er óánægt með umferðarteppur þá er allt í lagi að rukka fólk sem mest, næstum alveg út í það óendanlega með einhverjum veggjöldum!!! En bera þessir stjórnmálamenn enga ábyrgð. Hefur ekki bara til dæmis verið hugsað mest um hjólafólkið í borginni? Og í hvað hafa skattpeningar farið? Allt í góð málefni? Ég held nú ekki, ég gæti örugglega talið upp mjög margt þar sem peningum hefur verið sóað í tóma vitleysu.

Júlí 78 | 20. sep. '19, kl: 21:04:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það getur vel verið að það sé skynsamlegt að hafa brú á milli Nauthólsvík yfir í Kópavog/Kársnes fyrir bíla, gangandi hjólandi og almenningsvagna en ég held að þeir sem búa þarna Kópavogsmegin á Kársnesbrautinni myndu ekkert verða ánægð með það, það yðri alveg rosalega mikinn og aukin umferð um götuna þar. Svo er nú íbúðarhverfi líka fyrir neðan Kársnesbrautina..Ég segi þeir sem eru að spá í að byggja sér hús, vandið valið vel. Reynið að fá ykkur lóð þar sem er nokkuð tryggt að göturnar þar sem þið komið til með að búa breytist ekki allt í einu í rosa umferðaræðar þar sem verður mikil hávaðamengun!

kaldbakur | 21. sep. '19, kl: 00:54:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þetta er alveg rétt en brúin er líka á vitlausum stað hún á að fara yfir Skerjafjörð frá Suðurgötu yfir í Álftanes.
En því miður þá hugsa þessir menn hér í Reykjavík bara lítið vilja bara ekkert gera sem kemur fjölskyldubílnum og venjulegu fólki vel.

Júlí 78 | 21. sep. '19, kl: 05:33:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannski dettur þeim í hug að gera brú á milli Skerjafjarðar yfir á Álftanes eftir 20 ár.


Held að þessi ríkisstjórn ætti að ráða Stefán Ólafsson sem sérstakan ráðgjafa hjá sér. Hann sagði þetta, í DV í gær 20. sept.:

"Veggjöld eru óréttlátur skattur

Nú virðast stjórnvöld ætla að fjármagna nauðsynlegar vegaframkvæmdir með veggjöldum, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Það er í senn óréttlát og óhagkvæm leið til tekjuöflunar.

Veggjöld eru óréttlát vegna þess að þau leggjast með mestum þunga á lágtekjufólk, sem þarf að nota bíl til að sækja vinnu og koma börnum á leikskóla og í frístundastarfsemi.

Veggjöld eru flöt krónutala sem er mun hærra hlutfall launa hjá 350 þúsund króna launamanni en hjá hálaunafólki, þar sem það er hverfandi.

Hálaunamenn (stjórnendur, atvinnurekendur og fjárfestar) aka oft á fyrirtækjabílum og þurfa þá ekki sjálfir að greiða slík gjöld.

Láglaunafólk sem flytur í úthverfi til að komast í ódýrara húsnæði mun tapa ávinningi af ódýrara húsnæði þar með því að veggjöldin leggjast með miklum þunga á þau, þegar þau aka til vinnu á álagstíma (ekki síst ef gert er ráð fyrir hærri gjöldum á álagstímum).

Í lífskjarasamningunum 2019 var samið um 10 þúsund króna skattalækkun til lágtekjufólks. Veggjaldaálagning gæti falið í sér 20 til 40 þúsund króna kostnaðaukningu á mánuði (skv. mati FÍB).

Það tæki þá umsamda skattalækkun til baka – og vel það. Slík niðurstaða hlyti að teljast gróf svik á lífskjarasamningnum, jafnvel hnífstunga í bakið!

Veggjaldaleiðin flytur í reynd byrðar af fjármögnun innviðaframkvæmda af hátekjufólki yfir á lægri og milli tekjuhópa.

 

Aðrar leiðir til að fjármagna átak í vegaframkvæmdum

Veggjöld eru einnig óhagkvæmari tekjuöflun en notkun tekjuskattskerfisins. Veggjöldum fylgir mikill stofnkostnaður eftirlits- og rukkunarkerfis, auk umtalsverðs nýs rekstrarkostnaðar á hverju ári.

Fjármögnun í gegnum tekjuskattskerfið felur hins vegar ekki í sér neinn viðbótarkostnað.

Þannig væri bæði hagkvæmt og eðlilegt að fjármagna vegaumbætur með t.d. hækkun fjármagnstekjuskatts (sem er óvenju lágur hér á landi).

Þá eru ónefndir miklir tekjuöflunarmöguleikar ríkisins með hærri auðlindagjöldum, komugjöldum á ferðamenn (sem eru mjög fyrirferðamiklir á vegunum), auðlegðarskatti og loks með því að taka duglega á skattaundanskotum, sem nema um 100 milljörðum á ári hverju.

Loks má einnig nefna að ef ríkið myndi til dæmis selja lífeyrissjóðunum Íslandsbanka gæti það losað allt að 200 milljörðum króna – meira en nóg til að fjármagna fyrirhugaðar auka vegaframkvæmdir á næstu 10-15 árum.

Það er því engin sérstök þörf fyrir veggjöld innan höfuðborgarsvæðisins eða annars staðar.

Ástæða er einnig til að vara stjórnvöld við þeirri leið, því hún verður óhemju óvinsæl.

Auk þess getur almenn álagning veggjalda leitt til uppsagnar lífskjarasamningsins strax á næsta ári, því hún myndi fela í sér umtalsverða kjaraskerðingu launafólks og bein svik á loforðum stjórnvalda um skattalækkun til lágtekjufólks."

Auk þess segir hann: " Fjármagnstekjuskattur á fyrst og fremst að greiðast af miklum fjármagnstekjum eða eignatekjum."  

kaldbakur | 21. sep. '19, kl: 09:35:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég held ég sé sammála Stefáni.
Þeir fátækustu og folk með marga í heimili sem þurfa að fara vítt og breitt er verst til komið með þessum vesæla vegaskatti.
Það mætti reyndar kalla skattinn vesalingaskatt !
Veggjöldin eru auðvitað í anda þessa fólks sem hatar einkabílinn. Dagur B sem þykist fara hjólandi um í 101 dásamar auðvitað þessa vitleysu alla. Hjólandi gangandi eða þeir sem fara með Strætó koma ekki til með að greiða þessi veggjöld.
Mér list illa á hvað þessir stjórnmálamenn eru mikið sammála um þessa vitleysu, jafnvel stjórnendur í nágrannabyggðarlögum Reykjavíkur láta Dag B og Co draga sig útí Borgarlínu fenið og samgönguráðherra er líka eitthvað að skipta sér af þessu sem virðist ekki bæta þetta.

Júlí 78 | 21. sep. '19, kl: 10:48:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér fannst ágætt þetta komment sem ég sá í einni fréttinni þegar talað var um veggjöld:


"Ætli þetta anti-bílalið hafi einhverntíma unnið verktakavinnu. Verktakar og iðnaðarmenn þurfa að taka með sér til og frá vinnu allskonar verkfæri og græjur sem þeir fengu aldrei að böðlast með í strætó og ekki er hægt að komast með á milli staða á reiðhjóli."Stundum er látið eins og allir geti tekið strætó eða vilji taka strætó. Samkvæmt minni reynslu þá er það martröð a.m.k. á álagstímum. Svo voru snjóbungarnir jafnvel á gangstéttum sem voru ekki hreinsaðar jafnvel þar sem strætóinn stoppaði og ekki alls staðar skýli. Þá var það bara að vaða snjóinn upp að hnjám! Nei takk held ég taki ekki strætó nema þegar ég neyðist til þess! Ég er samt á því að það eigi að vera hvatar til að fleiri noti strætó. Til dæmis með því að leyfa skólafólki að fá frítt í strætó eða á mjög lágu gjaldi. Reyndar finnst mér að börn a.m.k. innan við fermingaraldur eigi að fá frítt í stætó. Það getur verið öruggara fyrir þau að fara með strætó heldur en að labba t.d. í skóla eða í frístundastarf og heim aftur ef það þarf að fara yfir umferðargötur.


Runólfur Ólafssson hjá FÍB sagði í des. 2018 meðal annars:
"Það á að  byrja á því að setja skattinn á Suðurlandsveg, Vesturlandsveg og Reykjanesbraut, vegi sem almenningur hefur fram af þessu borgað og eru í raun eigu almennings en þá að taka þetta einhverju eignarnámi og búa til vegtollavæðingu þarna,“ segir Runólfur í samtali við Vísi.

„Við höfum bara sagt að það er þegar búið að innheimta fyrir þessum vegum langt umfram það sem hefur verið varið til framkvæmda og það er viðurkennt af stjórnvöldum, sérstaklega í kjölfar hrunsins þá grotnaði vegakerfið niður vegna þess að menn töldu sig ekki hafa efni á því að setja þá peninga í sem var nauðsynlegt bara til að halda í horfinu. Þá er mjög einkennilegt að í ljósi þessarar miklu skattheimtu þá eigi að setja nýja skatta, viðbótarskatta, á umferðina ofan á þá skatta sem þegar eru innheimtir.“"En ég veit svo sem ekkert hvort þeir eru hættir við vegtolla eða veggjöld á þessum vegum og ætli sér í staðinn að hafa bara veggjöld á höfuðborgarsvæðinu eða hvort veggjöld eigi að vera á þessum vegum og líka höfuðborgarsvæðinu því ekkert er þetta almennilega kynnt fyrir almenningi! 

kaldbakur | 21. sep. '19, kl: 14:58:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég er sammála að Strætó á að vera gjaldfrjáls fyrir ungmenni kannski upp til 17 ára aldurs.
En mér finnst að það vanti algjörlega einhverja heildræna hugsun um vegakerfi Reykjavíkurborgar og höfuðborgarsvæðisins.
Þetta að hugsa eing-ngu um gangandi hjólandi og þá sem vildu hugsanlega nota Strætó en blokkera fjölskyldubílinn algjörlega af er það ástand sem við upplifum í dag. Umferðin og umferðarstjórnin í Reykjavík er í miklum vandamálum.
Þetta er fyrst og fremst heimasmíðað vandamál borgarstjórnar Reykjavæikur.
Afleiðingarnar eru þær helstar að 60-70% Reykvíkinga eyða nærri klukkustnd á "Degi" hverjum í umferðarteppum vegna þessa stjórnleysis.

túss | 22. sep. '19, kl: 13:52:25 | Svara | Er.is | 0

Ef veggjöld yrðu sett á, færi fólk kannski að nota almenningssamgöngur eða carpool’a sem þýðir minni mengun af bílum. Sorglegt að sjá megnið af bílum með einni manneskju í.

kaldbakur | 23. sep. '19, kl: 16:57:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst nú meira skrýtið að sjá Strætó hringsóla og keyra á forgangsakrein með engan farþega.
Strætisvagnar eru gerðir fyrir yfir 70 farþega þannig að sóunin, mengunin og slit gatnakerfisins er langtum meira með Strætó heldur en fjölskyldubíl.
Það er búið að henda yfir 10 þúsund milljónum í Strætó og ætlast var til að fleiri faregar kæmu en folk kýs ekki strætó og því eru far.egarnir engu færri í dag en fyrir 10 árum.

ert | 23. sep. '19, kl: 17:07:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Strætó var pakkfullur í morgun. Setið í öllum sætum og c. 10 manns standandi.
Geturðu gefið upp númer á þessum tómu vögnum og klukkan hvað þeir eru tómir svo við getum setið í þessum vörnum.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 23. sep. '19, kl: 17:16:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú getur séð þessa tómu strætisvagna á hverjum degi keyra um götur borgarinnar, á öllum helstu stofnæðum t.d. Miklubraut, Suðurlandsbraut, Hringbraut og bara allstaðar í bænum. Oftast tómir vagnar og mest 3-5 farþegar. Enda er strætó á hausnum og þeir sem kosta þetta apparat eru að gefast upp.

ert | 23. sep. '19, kl: 17:17:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sé þá ekki og finn þá ekki á morgnanna og ég þarf yfirleitt að standa. Geturðu tekið dæmi um vagn sem er tómur á morgnanna?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 23. sep. '19, kl: 17:38:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég nenni ekkert að vera að senda þér einhver dæmi. Horðu bara á vgnana sem keyra um stofnæðar höfuðborgarsvæðisins.
Það er reyndar augljóst að .etta er mikið feimnismál fyrir Strætó að vagnarnir eru oftast tómir. Vegna þessa hafa verið settar skyggðar rúður í alla strætisvagnana hér til að fólk sjá ekki eins vel tilgangsleysið með þessum akstri með tóma vagna.
Það eru hvergi skyggðar rúður í strætisvögnum nema hér. Rútubílar sem keyra með farþega og rútubílafélög sem fara bara á hausinn ef engir farþegar hafa ekki skyggðar rúður. Flestar rútur sém é keyri framhjá eru nærri fullar af far.þegum
Farðu nú niður í bæ t.d. á Miklubraut við Kringlu eða þar í kring og sjáðu þessa tómu strætisvagna og gefðu mér upp nr vagns og hvenær var á ferðinni og auðvitað fjölda farþega ef ekki núll.

ert | 23. sep. '19, kl: 17:48:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er í þessum vögnum á morgnanna standandi. Hvaða Vagn get ég tekið á morgnanna sem er tómur? 1, 3 og 6 eru fullir. Finndu tóman Vagn fyrir mig.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 23. sep. '19, kl: 17:58:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það má vel vera að það séu einhverjir vagnar fullir á vissum tímum á morgnana og þá sérstklega værntanlega í Breiðholti eða Grafarvogi. Það breytir því ekki að þessir vagnar eru að keyra tómir á flestum leiðum á öðrum tímum daginn út og inn.
Umferðin er mest um kl 8-9 og svo 4-5 ætli þessir vagnar sem þú ert að nota séu ekki á þessum tíma eða nærri því. ?
Strætó þarf að gefa upp nýtingu á vögnum sínum en þeir þora því auðvitað ekki.
Nýtingin yfir heildina er afar slök sennilega um 2-5 % sætanýting yfir daginn. Vonlaust og dauðadæmt dæmi en það þarf samt að hafa strætisvagn á þessum álgagstímum sem þú nefndir og þá í úthverfum Reykjavíkur. Á öðrum tímum m´tti nota einhverjar aðrar lausnir t.d. bara mini bus eða bara litla sendibíla. Engin þörf á sérstökum akreinum fyrir stóra strætisvagna sem keyra tómir um 97% af leiðum sínum.
Með því að keyra tóma strætisvagna erum við að menga mörg hundruð falt á við litla fjölskyldubíla.

ert | 23. sep. '19, kl: 18:07:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ekki þar. Ég nóta strætó frá 7 á morgnanna til 11 á kvöldin. Oftast 6-8 ferðir á dag - ég tel skiptingu úr einum vagni yfir annan ekki sérferð. En getur farið upp í 10-12. Í dag eru bara 4 fjórar ferðir nema ég geri eitthvað í kvöld. Þó svo ég sé oftast að fara fram og til baka á þeim tíma sem þú nefnir þá ferðast nær hvern dag á öðrum tímum. Á þriðju og fjórðu ferð eftir í dag. En hvernig kemst ég frá Lækjartorgi á Hlemm á morgnanna í tómum vagni?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 23. sep. '19, kl: 18:19:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

'Eg býst við að það sé ekkert öðruvísi fyrir þig að fara inní tóman vagn á Lækjartorgi ef vagnstjórinn aftrar þér þá ekki aðgang. Þeir eru víst sumir svoldið dyntóttir blessaðir að maður hefur séð í blöðum.

ert | 23. sep. '19, kl: 19:16:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já en ég finn ekki þennan tóma Vagn. Þú hins vegar veist af tómum vögnum. Ég þarf ekki einu sinni tóman Vagn, bara vagn með lausu sæti

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 23. sep. '19, kl: 18:24:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú segir fulla vagna frá 8-9 að morgni osvo síðdegis frá 4-5 .
Hvað eru margir farþegar yfirleitt á hinum tímum dagsins sem þú ert að nota þessa vagna. ?
Það er stórfurðulegt ef þessir tómu vagnar sem ég sé um allan bæ eru aldrei að rtaa til þín.

ert | 23. sep. '19, kl: 19:14:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á öðrum tímum er þægilegt að vera í vögnunum.en troðfullir vagnar eru sem á að stefna að. Og hvaða Vagn get ég tekið á morgnanna?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

T.M.O | 23. sep. '19, kl: 19:17:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvernig væri að þú segðir hvaða vagna þú ert að tala um og á hvaða tíma frekar en að halda áfram þessu órökstudda rugli við fólk sem er að reyna að tala við þig eins og þú værir fullorðinn?

kaldbakur | 23. sep. '19, kl: 19:33:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er bara að segja ykkur frá reynslu minni varðandi skoðun á farþegafjölda æi íStrætó sem ég sé á götum Reykjavíkur oftast stofnbrautum. Þetta er ekki kl 8 að morgni. Kannski um hádegisbil og eftir hádegi. Þið getið bara mælt þetta sjálfar og gefið okkur hér niðurstöðurnar.

ert | 23. sep. '19, kl: 19:48:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í fyrsta lagi hefurðu ekki mælt neitt því þú hefur ekki gefið upp neinar tölur. Í öðru lagi þarf ég ekki að mæla neitt af því að ég er í strætó á milli 7 og /11

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 23. sep. '19, kl: 20:13:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er að gefa upp tölur. Ég er að segja að mér sýnist farþegafjöldi vera að meðaltali á bilinu 0 til 5,
ég hef aftur á móti ekki séð neinar tölur frá þér.

Það er aftur á móti mest sláandi hve lélegar mælingar koma frá fyrirtækinu sjálfu þ.e. Strætó.
Þeir gefa aldrei upp neina nýtingu. En nýting sæta er auðvitað nákvæmasta mælingin.
Strætó er að gefa upp tölur sem þeir kalla "uppstig" sem á að merkja hve margir farþegar koma uppí vagninn.
En þeir eru ekki að bera þessar tölur um uppstig við t.d. ekna kílómetra sem myndi gefa betri hugmyndir um nýtingu miðað við ekna kílómetra.

kaldbakur | 23. sep. '19, kl: 20:20:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Strætó ætti auðvitað að gefa upp tölur um hve margir farþegar fara inní vagninn og svo einnig að telja hve mrgir fara út og gætu þannig séð hve margir far.egar pr. ekina kílómetra.
En Strætó virðist vita að þessar tölur eru skelfilegar og sýna hræðilega nýtingu fjármuna.
Þeir setja dökkar rúður í vagnana til þess að það verði ekki eins áberandi hve fair farþegar eru í vögnunum og oft eru þeir tómir að aka á forgangsakreinum. Fjölskyldubíll með tvo um borð þ.e. bílstjórann og farþega er með mörg hundruð % betri nýtingu en strætó sem er með 1 farþega.

ert | 23. sep. '19, kl: 20:30:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hver var mæling 1? 1,2,3,4 eða5 Hver var mæling 2? 1,2,3,4 eða 5 O.sv.frv.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 23. sep. '19, kl: 20:43:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hver var mælingin þín fullur vagn og 10 þurftu að standa ?

ert | 23. sep. '19, kl: 20:46:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég mældi ekki neitt. Þú mældir. Hver var fyrsta mæling þín? Gefðu mér upp allar mælingar þínar svo ég geti reiknað meðaltal, miðgildi og staðalfrávik.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 23. sep. '19, kl: 21:06:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú mælir aldrei neitt bara fullyrðir.
Hvort sem þú villt kalla könnun mína mælingu eða eitthvað annað skiptir mig engu máli.
Ég hef sagt ykkur að í ferðum mínum um bæinn undanfarin 2-3 ár hef ég að gamni mínu kíkt á Strætó sem á vegi mínum verður og talið farþega. Niðurstaðan er þessi: oft eru vagnarnir tómir eingöngu bílstjóri. Það er algengast að 2-3 farþegar séu um borð örsjaldn fleiri en 5.

ert | 23. sep. '19, kl: 21:08:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Geturðu þá gefið upp mælingarnar hjá þér? Hvað taldirðu marga í fyrstu mælingu?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 23. sep. '19, kl: 21:17:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er bara allt önnur manngerð en þú.
Ég er ekkert að eltast við allskonar smáatriði í lífinu og að skrá allt niður eins og þú virðist gera.
Svoleiðis að þú verður bara að taka þessu eins og ég segi. Ég kannaði þetta lauslega á ferðum mínum um bæinn í 2-3 ár. Tók hvorki niður tíma né dagsetningu og mun ekki gera það.

 
ert | 23. sep. '19, kl: 21:21:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannaðir lauslega er allt annað en að mæla!

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 23. sep. '19, kl: 21:24:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já já endilega hafðu það bara þannig.
Ég vil alls ekki að þú missir svefn útaf þessu.

ert | 23. sep. '19, kl: 21:34:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að ég held að verðbólga sé á bilinu 1-3% þá er það mæling á verðbólgu - svona eins og Seðlabankinn gerir. Það er ekki í lagi með þig.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 23. sep. '19, kl: 21:21:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannaðir lauslega er allt annað en að mæla!

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

T.M.O | 23. sep. '19, kl: 22:09:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mælt hvað? Það sem þú sérð?

kaldbakur | 23. sep. '19, kl: 22:50:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þið umpólist algjörlega kerlingarnar vegna þessara mælinga eða ekki mælinga.

Ég vil bara endurtaka það sem ég hef sagt að ég hef fylgst með strætó á leið minni um bæinn undanfarin 2-3 ár reynt að telja hve margir farþegar eru í vagninum þegar ég fer framhjá honum.
Niðurstaða min er ennþá þessi:
mjög oft er enginn farþegi og svo er algengt að það séu um 2-3 farþegar og sárasjaldan fleiri en 5.
Hvort þið viljið kalla þetta mælingar , talningu, könnun eða athugun er mér bara alveg sama um.

ert | 23. sep. '19, kl: 23:02:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


En þessi athugun þín á sér stað að þinni sögn " Kannski um hádegisbil og eftir hádegi." Það er ljóst af umfjöllun þinni að með eftir hádegi áttu ekki við frá 4-5. Þú ert þannig að mæla farþegafjölda frá 10/11-16 á stofnbrautum. Það er mjög takmarkað og skekkt úrtak.
Ég reyndar skil ekki hvernig þú færð þetta út því ég hef verið að ferðast í númer 1 í hádeginu undanfarið og það hafa verið nokkur skipti þar sem ég hef ekki getað setið.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 23. sep. '19, kl: 23:06:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hversu margar af mælingum þínum voru á leið 1?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

T.M.O | 24. sep. '19, kl: 00:33:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert að reyna að nota fagleg orð til að upphefja eitthvað sem er ekkert. Þú horfðir á strætó og hugsaðir "hmm, það er enginn í strætó!" Og það er bara staðreynd að enginn notar strætó og svo dregurðu heilan helvítis helling af því. Ef þú veist ekkert um það sem þú ert að segja þá eru þrjár aðferðir. Fyrsta er að bulla bara eins og þú gerir oftast, annað að þegja og þriðja að vinna vinnuna og leita að raunverulegum upplýsingum

Júlí 78 | 24. sep. '19, kl: 01:43:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bæði hafa kannski eitthvað til síns máls (ert og kaldbakur). Alveg rétt hjá ert, leið 1, 3 og 6 eru/hafa verið með mjög marga farþega sérstaklega á álagstíma a.m.k. þegar ég tók sem mest strætó. Og ég hef varla séð hálftóma vagna á stofnæðum eins og um var rætt a.m.k. ekki háltómir á Miklubraut og  Suðurlandsbraut, Kringlumýrarbraut..veit ekki með Hringbraut. Þó man ég að ég átti eitt sinni erindi upp í Mosó frekar snemma morguns. Tók leið 15 eftir að hafa skipt um vagn og hann var með mjög fáa farþega þó að fyrri vagninn sem ég tók hafi verið kjaftfullur á sama tíma. Skýrist kannski af því að miklu fleiri áttu erindi niður í bæ (kannski til vinnu eða skóla) en upp í Mosó snemma morguns. Eins hafa sumir hverfisvagnar sem ég hef tekið oft verið með mjög fáa farþega.

kaldbakur | 24. sep. '19, kl: 09:17:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vandamál Strætó eru fyrst og fremst það að folk vill ekki nota Strætó.
Um 4% af faþegaflutningum hafa farið með Strætó undnfarin 10-15 ár. 96% fólks kýs sér annan ferðamáta og eru um 80% að nýta sér fjölskyldubílinn hin 16% hjóla eða ganga.

Það hefur engu breytt þó að það hafi verið lagðar serstaklega um 10 þúsund milljónir króna til að styrkja leiðakerfi
Eknir kílómetrar Strætó fjölgar og kostnaður eykst en farþegum fækkar pr. ekinn kílómetra - hehe :)
Augljósara gjaldþrot er vart hægt að hugsa sér.

Einn og einn strætisvagn nr 1, 2 eða 3 eða með eitthvað annað númer er að ykkar sögn sæmilega nýttur á helsta álgastíma en keyri síðan hálftómur meiri hluta dagsisns

Þetta bara endurspeglar vanda strætó hann er nærri tómur alla daga því að 96% fólks vill ekki nota þennan flutningsmáta.

Þetta eru nú bara staðreyndirnar sem ég hef verið að segja ykkur og þið máttuð auðvitað vita en vitið allavegana núna.

ert | 24. sep. '19, kl: 10:25:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sagði að 1 hefði svo troðinn í nokkur skipti í hádeginu að ég hefði þurft að standa og ég hef aldrei séð 1 tóman. Ég veit ekki hverju ég á að svara 4% því þú talar ýmist um 4% farþegaflutninga (fjölda ferða) eða um að 4% fólks velji þennan ferðamáta. Þetta er tvennt ólíkt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 24. sep. '19, kl: 11:23:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Strætó slefar í að halda 4% hlut sínum í fólksflutningum á höfuðborgarsvæðinu þó að markmiðið hafi verið sett fyrir 7 árum að vera búnir að ná 12% í dag og 10 þúsund milljónum hefur verið eytt í vitleysuna og ekkert gengur.
Þú mátt alveg æpa þig hása um hvernig þessi 4% eru reiknuð.
En ég get þó glatt þig með einni mælingu í viðbót vagn nr 15 var um kl 11:17 í dag að aka Hjarðarhaga með 1 stk farþega :)

ert | 24. sep. '19, kl: 15:17:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var að ekki að tala um hvernig þessi 4% eru reiknuð heldur hvað þau mældu. Takk fyrir mælinguna. Þetta er einmitt mæling. Sú fyrsta sem ég sé hjá þér. Næst þarftu bara að læra um úrtök og úrtaksgerð. Það gæti verið gott að prófa að taka áfanga í framhaldsskóla um slíkt

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 24. sep. '19, kl: 17:43:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert bara eins og maurarnir borar þig inní allskonar aðstæður - ertu bara svona sjálfskipaður siðgæðisvörður eða hefur nokkrum manni dottið í hug að fela þér einhverja ábyrgð ?

ert | 24. sep. '19, kl: 18:33:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað í ósköpunum kemur aðferðafræði vísinda siðgæði við?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 24. sep. '19, kl: 18:48:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Auðvitað þú ert nánast siðlaus manneskja.
Siðleysi þitt kemur fram í svörum þínum hér á þessum vef.

ert | 24. sep. '19, kl: 19:16:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ók fólk sem aðhyllist vísindalega aðferðafræði er siðlaust.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 24. sep. '19, kl: 19:36:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu bara ekki meira siðlaus en vísndaleg ?

ert | 24. sep. '19, kl: 20:06:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá Atli húnakonungur blikknar í samanburði við mig!

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 24. sep. '19, kl: 20:28:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sálfræðingur gæti hjálpað held ég.

ert | 24. sep. '19, kl: 20:32:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ó þeir telja siðblint fólk mjög erfitt í meðferð og þar sem ég slæ flest met í siðblindu þá gæti það orðið erfitt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 25. sep. '19, kl: 09:17:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Klukkan 9:15 og ég fann sæti!

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 25. sep. '19, kl: 14:28:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lélegar mælingar þykir mér. Hálfur bill fullur bill hversvegna ertu ekki með tölur sem fullnægja mælingarskyldu ?
Og ekki batnar það núna 9.15 fann ekki sæti ? Þetta eru lélegar mælingar .. ertu sjónlaus og finnur ekki sæti eða hvað ?

ert | 25. sep. '19, kl: 21:54:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þegar er troðið þá get ég ekki talið. Talningin verður því óáreiðanleg. Mat á breytunni get ég setið eða ekki er mun áreiðanlegra. Og svo er gott að kunna að lesa - þar stendur nefnilega fann sæti.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 24. sep. '19, kl: 19:06:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Klukkan 19 og 1 troðinn

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 24. sep. '19, kl: 20:05:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Klukkan 8 og 1 ekki troðinn og hægt að sitja

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

niniel | 25. sep. '19, kl: 21:42:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef farið allra ferða með strætó, á öllum tímum dags, í 2-3 ár. Ég hef tvisvar sinnum á þessum tíma verið í tómum vagni, einu sinni í 11 frá Seltjatnatnesi að Eiðistorgi, um kl.9 á laugardagskvöldi, og einu sinni í 16 frá Hlemmi út að Sundahöfn um hálf 7 á miðvikudagskvöldi. Fimm ára dóttir mín sem var með mér í seinna skiptið rifjar enn upp (10 mánuðum síðar) þegar við vorum aleinar með bílstjóranum í strætó. Svona eru tómu vagnarnir algengir.

kaldbakur | 25. sep. '19, kl: 21:48:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Málið er að vissar leiðir aðallega í úthverfin eru nokkuð vel nýttar en leiðir strætó eru held ég yfir 40 og megnið er tómir vagnar eða mjög fair í þeim. Þetta hef ég bara séð á ferðum mínum um Reykjavíkurborg vissulega ekki í úthverfin og ekki kl 8-9 á morgnana.

kaldbakur | 25. sep. '19, kl: 21:55:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú nefnir tóma vagna. Hvað kemur oft fyrir að það eru ca 4-5 í vagninum sem er mjög léleg nýting t.d. langtum verri nýting en ef bílstjóri í fjölskyldubíl (5 manna) fer einn í vinnu í bíl sínum. Sá sem er einn í fjölskyldubíl nýtir bílinn um 20% en 4-5 farþegar í strætó eru að nýta strætó vel innan við 7%.

ert | 25. sep. '19, kl: 22:10:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það verður að hugsa um báðar leiðir. Tökum sem dæmi vagn sem fer frá Miðbænum til Hafnafjarðar að morgni. Það er léleg nýting á honum en hann er troðfullur til baka. Það þarf að koma vagninum til Hafnarfjarðar - spurningin er bara á að keyra þangað tóman eða á taka farþega.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 25. sep. '19, kl: 22:29:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það verður bara að miða við nýtingu sæta í strætó. Ég reikna með að það séu um 75 sæti fyrir farþega.
Svona stórir strætisvagnar menga mikið og skemma götur langtum meira en léttir fjölskyldubílar.
Án þess að ég viti það nákvæmlega þá held eftir því sem maður sér að 10% nýting á Strætó svona heilt yfir daginn sé raunhæf ágiskun.
Fimm manna fjölskyldubíll eru aldrei minna nýttur en 20% (bara bílstjórinn). Ég gæti giskað á að nýting fjölskyldubíla yfir allan daginnn væri í kringum 30 til 35%
Fjölskyldubílar eru því langtum hagkvæmari , vistvænni og betri kostur en strætó með einungis 10% nýtingu fyrir utan það að fjölskyldubíllinn skilar þér á þann áfangastað sem þú kýst sjálfur.

ert | 25. sep. '19, kl: 22:32:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, það eru 250 sæti fyrir farþega. Hefurðu ekki komið í strætó nýlega?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 25. sep. '19, kl: 22:34:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ég hef ekki komið í Strætó í mörg ár. Nú ef sætin eru fleiri en 75 hvað þá yfir 200 sem ég trúi ekki , en ok þá er nýtingin bara langtum minni og verri en ég hélt.

ert | 25. sep. '19, kl: 22:37:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Já og í stóru vögnunum eru þau 500 hundruð.
By the way, hvað ertu að drekka? Mig langar í það.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
fatamerkimiðar 3stelpur 23.8.2012 27.10.2020 | 21:36
Drasl vefur og drasl stjórnendur? Hr85 24.10.2020 27.10.2020 | 09:14
Fjölmenning í Frakklandi Hr85 18.10.2020 26.10.2020 | 22:10
"Vetrarhátíðin" jólin Hr85 23.10.2020 26.10.2020 | 21:48
Eyðilegging á vefnum bergma 25.10.2020
Mósesbók Kingsgard 15.4.2020 25.10.2020 | 11:44
Umingja Reykjavíkurborg. kaldbakur 13.4.2020 25.10.2020 | 11:43
Jarðgöng út í Vestmannaeyjar. Svarthetta 24.7.2020 25.10.2020 | 11:38
Trúið þið miðill ? Stella9 19.5.2018 25.10.2020 | 11:36
Svo sem vér og fyrirgefum.... Júlí 78 4.12.2018 25.10.2020 | 11:34
Skemmd umræða... einhver...??? KollaCoco 24.10.2020 25.10.2020 | 03:02
Þrif á fúgum milli flísa bergma 25.10.2020
Er Bland.is treystandi? Hauksen 24.10.2020
Litlar ferkantaðar pönnur Dr K 24.10.2020 24.10.2020 | 18:52
Piratar - rýtingurinn í bakinu á Birgittu ? kaldbakur 16.7.2019 24.10.2020 | 18:32
ESB og bræðrafélag eru ekki að vermda sem sem eru öðruvísi æ kaldbakur 4.6.2020 24.10.2020 | 18:24
bland dautt eða ekki ?? tlaicegutti 24.10.2020
fæðingarstund - skráning bjork77 24.10.2020
Bake 100 septillion cookies in one ascension. galvin 24.10.2020
GG lagnir esj 23.10.2020 24.10.2020 | 00:29
Kaupa út meðeiganda engifer7 22.10.2020 24.10.2020 | 00:29
123dekk.is þekkir einhver þessa síðu og reynslu ? hallsorh 9.7.2018 23.10.2020 | 18:26
Vöðva æxli í maga janefox 23.10.2020 23.10.2020 | 17:42
Vatnsskemmdir í vegg Dannibjorn92 22.10.2020 23.10.2020 | 11:04
Getur eh frætt mig um að vinna með atvinnuleysisbótum? nunan 23.10.2020
Innanhússarkitekt/hönnuður/ráðgjafi krisskrass 30.6.2019 22.10.2020 | 23:12
Breyta húsnæði. Hefur einhver reynslu Mayla 20.10.2007 22.10.2020 | 22:40
Sýnataka mugg 22.10.2020 22.10.2020 | 13:05
Seroxat Gunnhildur Joa 22.10.2020
Maki þarf umönnun engifer7 22.10.2020 22.10.2020 | 07:28
Test hmmm joning 21.10.2020
Umræðan í steik Hauksen 21.10.2020 21.10.2020 | 20:06
Júní bumbur 2021 (bumbu hópur) OlettStelpa11111 13.10.2020 21.10.2020 | 09:04
Leigusalar Eitursnjöll 7.7.2011 20.10.2020 | 21:31
Járn fyrir hansahillur kolbeinnk 10.6.2015 20.10.2020 | 18:38
það er blessuð blíðan víðsvegar um heim ert 19.10.2020 20.10.2020 | 14:42
Hjálp...teikniborð fyrir Grunnteikningu. Púllarinn 28.8.2007 20.10.2020 | 13:34
Lífskjör hvergi betri í Evrópu en Íslandi. kaldbakur 21.9.2018 19.10.2020 | 17:15
Júní 2021 bumbur OlettStelpa11111 17.10.2020 19.10.2020 | 01:59
1984 email geislabaugur22 19.10.2020 19.10.2020 | 01:47
Bland? ert 18.10.2020
Eignast barn með gjafasæði Lavender1 25.9.2018 18.10.2020 | 17:08
Að merkja föt og dót fyrir grunnskólabarn.. HonkyTonk Woman 13.8.2013 18.10.2020 | 12:47
Merkimiðar í föt YAY 10.3.2011 18.10.2020 | 11:34
merkimiðar á föt es3 14.4.2010 18.10.2020 | 11:34
Leiguskjól - Reynsla? samdpol 18.10.2020
Hvað er fólk að borga i hùssjòð kristján30 18.10.2020 18.10.2020 | 11:23
Nafnamerkingar á barnaföt haustsala 15.11.2018 18.10.2020 | 11:16
Getið þið uppfrætt mig hvað fólk borgar í hússjóð ? isbjarnamamma 10.5.2019 18.10.2020 | 11:11
merkimiðar í föt á leiksóla ? miss sunshine 20.8.2008 18.10.2020 | 11:01
Síða 1 af 34193 síðum
 

Umræðustjórar: Coco LaDiva, vkg, tinnzy123, rockybland, Krani8, ingig, joga80, superman2, MagnaAron, krulla27, aronbj, Bland.is, flippkisi, Gabríella S, mentonised, anon