Veit einhver - fasteignakaup

Maríalára | 7. mar. '18, kl: 22:22:47 | 446 | Svara | Er.is | 0

Er einhver hér sem veit (en er ekki að giska) hvort hægt er að kaupa húsnæði með yfirtöku á láni og fá lán hjá banka fyrir afgangnum, án þess að koma með 20% sjálfur?

 

amazona | 7. mar. '18, kl: 23:47:31 | Svara | Er.is | 0

Ekki hægt

bfsig | 8. mar. '18, kl: 01:58:17 | Svara | Er.is | 0

Það ætti að vera hægt. Þú færð bara ekki íbúðarlán. Þ.e.a.s vextirnir verða brutal. Mæli ekki með því, það er allskonar hlutir sem geta gefið þér skell, svosem veikindi, uppsögn í vinnu, viðhald osfrv. Safnaðu þér upp innborgun, ef þú ert ekki fær um það þá ertu ekki fær um að kaupa.

bfsig | 8. mar. '18, kl: 02:00:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú getur alltaf labbað frá svona kaupum með skuldaslóðina á eftir þér, búin að tapa öllu sem þú lagðir inn. Auðveldara að höndla öll högg ef þú ert með minna lán. Kauptu þér minnstu íbúð sem þú finnur, jafnvel ósamþykkt og fókusaðu á að borga niður lánið, getur stækkað við þig í skrefum.... (my two cents)

kleenex | 8. mar. '18, kl: 16:44:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


ef hún leggur ekkert inn allt á láni þá er hún ekki að tapa neinu og skulda slóð hún væri stick free eftir 2 ár annar er engin banki að fara að lána svona nema geta læst klónum í eithvað að því gefnu að viðkomandi stæðist greiðslumat
ég myndi halda að aðili sem þarf að taka 100 % lán standist ekki greiðslumat nema hann sé svona mikill fáráður í fjármálum og eyði milljón á mánuði í skó

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

bfsig | 8. mar. '18, kl: 22:12:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Öll borgun inn á höfuðstól myndi hverfa. Hvað meinar þú stick free eftir 2 ár ? Það er hægt að halda skuld gangandi endalaust. Aðilinn getur sjálfur farið fram á gjaldþrotaskipti til að komast út úr skuldum sem kostar pening (furðulegt) og ég held þú sért free eftir 7 ár.

Medister | 8. mar. '18, kl: 22:37:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fólk sem fer í þrot er laust eftir tvö árfrá skiptalokum, þá fyrnist allt. Og ekki hægt að halda neinu lifandi eftir það.

bfsig | 8. mar. '18, kl: 22:44:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Voru þetta ekki sérlög eftir hrun ? Er ekki búið að afnema þau ? Svo fer engin sem á skuld á þig fram á gjaldþrotaskipti ef aðilinn sér ekki neinar eignir sem hægt er að ganga í. Aðilinn viðheldur kröfunni þangað til þú eignast eitthvað. Þannig þú þyrftir að fara fram á gjaldþrotaskipti sjálf, minnir að það kosti um 300.000

bfsig | 8. mar. '18, kl: 22:48:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er reyndar að gefa mér að þú getir gengið að veði í íbúð ef skuld er til staðar án gjaldþrotaskipta. Ég held að það sé rétt hjá mér, en þarf ekki að vera.

Medister | 8. mar. '18, kl: 22:53:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eftir því sem ég best veit er þetta enn svona. En fólk getur farið fram á þetta sjálft og gerir það ef það sér ekki aðra leið út. Geta verið est lána eftir uppboð t.d, getur hlaupið á milljónum.

Maríalára | 8. mar. '18, kl: 18:27:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sko á leigumarkaðnum í dag er vonlaust fyrir mig að safna, en ég myndi frekar vilja setja peninginn upp í íbúðarlán (afborganir væru lægri en leiguverð)

bfsig | 8. mar. '18, kl: 22:17:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú getur ekki safnað á leigumarkaðnum þá myndi ég ekki kaupa.

askjaingva | 9. mar. '18, kl: 14:58:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ert þú sjálfstæðismaður?

bfsig | 10. mar. '18, kl: 01:51:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, það er seinasti flokkurinn sem ég myndi kjósa. Hvað kemur það málinu við ?

askjaingva | 10. mar. '18, kl: 13:08:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú hljómar þannig, algjörlega blindur á leiguverð og lágmarkslaun og ástandið í húsnæðismálum. Sannur sjálfstæðismaður þenur kassann og segir hátt.. já hagvöxtur hefur aldrei verið meiri og laun aldrei eins há.. og heldur að það sé raunveruleikinn af því hann segir það.
Þegar ég keypti fyrir tveimur árum fór ég úr 220,000 í leigu á mánuði niður í 120,000 með öllum kostnaði, tryggingum og fasteignagjöldum.

bfsig | 11. mar. '18, kl: 00:26:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað kemur það málinu við hvað þú fórst úr leigu og niður í ? Hvar vorum við að ræða hagvöxt og laun ? Hrikalega ertu fáranlegur karakter :D

thobar | 8. mar. '18, kl: 20:29:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekki hægt. Allir sem kaupa verða að standast greiðslumat. Og svo er þessi svokallaða yfirtaka lána þannig að lánið er borgað með nýju láni sem viðkomandi fær ekki nema að standast greiðslumat.
Amen.

bfsig | 8. mar. '18, kl: 22:14:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Spurningin snéri ekki að greiðslumati, auðvitað verður að standast greiðslumat. Spurningin snéri að því hvort þú þyrftir að koma með eigið fé eða ekki. Þú getur tekið lán til að fylla upp í skarðið, bara ekki íbúðarlán.

lillion | 14. mar. '18, kl: 00:58:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er rangt ég hef reynslu af þessu ég tók yfir gamalt lán. Mér bauðst að búa til nýtt lán úr því gamla en ég kærði mig ekki um það.
En að sjálfsögðu þurfa allir að standast greiðslumat.

lillion | 14. mar. '18, kl: 00:52:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er bara alls ekki rétt hjá þér bfsig.
Í mínu tilfelli td yfirtók ég lán á íbúð fyrir 4 árum að upphæð 20 millj. ég greiði af þessu láni 95 þús á mánuði fyrir íbúð sem er 150 fm (ég gæti leigt hana út fyrir amk 200 þús á mánuði. Líklega um 400 þús ef ég leigði hana á airbnb).
Ég fékk fasteignasala í heimsókn um daginn til að fá verðmat. Vildi vita hversu mikið hún hefði hækkað vissi að það væri umtalsvert en vildi fá fá álit frá fagaðila. Samkvæmt honum er þessi 20 milljóna króna íbúð núna 4 árum seinna verðmetin á 36 milljónir og það er þó svo að ég hafi ekki tekið hana í gegn enþá að nokkru einasta leyti.

bfsig | 14. mar. '18, kl: 22:15:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Núna ert þú að flækja þetta. Íbúðarvísitala hefur hækkað þvílíkt, langt umfram aðrar vísitölur. Ef spurningin væri, áttu að gíra þig í botn fyrir fjórum árum síðan til að kaupa íbúð vitandi að hækkunin yrði þessi, þá já auðvitað, þú gætir aldrei tapað á því....

lillion | 15. mar. '18, kl: 01:27:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Allir spár benda til áframhaldandi hækkunar íbúðaverðs og það er ekkert sem bendir til þess að það sé ekki rétt spá.

bfsig | 15. mar. '18, kl: 05:07:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þarf ekki annað að ske en að eitt fjárfestingafélag á íbúðarmarkaði ákveði að hæstu hæðum er náð og fer af stað að losa sig við eignir. Þá munu hin fylgja enda mun það hafa áhrif á markaðinn. Það er rétt að það bendir allt til að þetta haldi áfram í það minnsta 3 ár í viðbót, en verðið er komið langt yfir byggingarkostnað og verið er að redda lóðum út um allt höfuðborgarsvæðið.... Ef þú telur þetta eitthvað öruggt og gefið þá ættir þú einfaldlega að taka lán út á eignina þína og fjárfesta í fleirri eignum. Ef þú sérð það ekki sem áhættu það er að segja.

kaldbakur | 8. mar. '18, kl: 13:20:59 | Svara | Er.is | 0

Já þetta ætti að vera hægt. En þetta fé 20% af kaupverði verður þú að afla þér með einhverjum hætti.
Hvort það er perónulegt lán frá einhverjum sem þú þekkir eða annað skiftir ekki máli. En svo þarftu að komast gegnum greiðslumat.

stjarnaogmani | 8. mar. '18, kl: 16:03:03 | Svara | Er.is | 0

ertu að kaupa í fyrsta skipti og ertu yngri en 35?

Maríalára | 8. mar. '18, kl: 18:24:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já og nei

stjarnaogmani | 8. mar. '18, kl: 19:35:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Too bad. Það er 90% lán fyrir fyrstu kaup og yngri en 35 í Íslandsbanka

kaldbakur | 9. mar. '18, kl: 14:48:23 | Svara | Er.is | 0

Þetta fer auðvitað líka eftir því hvar á landinu þú ert að kaupa.
Getur fundið flottar eignir t.d. á Vestfjörðum og þyrftir ekki endilega að hafa áhyggjur af útborgun.

Orgínal | 9. mar. '18, kl: 23:40:23 | Svara | Er.is | 0

Landsbankinn lánar 85% þá þarft þú ,,bara" 15%.

Yxna belja | 10. mar. '18, kl: 19:14:56 | Svara | Er.is | 0

Það er alveg fræðilegur möguleiki, ef einhver lánastofnun er til í að lána þér þessa upphæð án veðs eða nokkurra trygginga. Þetta yrði þá að öllum líkindum venjulegt bankalán sem þýðir að lánstíminn yrði stuttur og vextir mjög háir. Þetta lán (afborganirnar af því) færu svo inn í greiðslumatið hjá þér. Þannig að þú yrðir að hafa nokkuð háar tekjur til að komast í gegnum greiðslumat.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

BlerWitch | 12. mar. '18, kl: 11:02:53 | Svara | Er.is | 0

Ég hef verið að skoða þetta líka og sýnist þessi möguleiki vera nánast ómögulegur. Það vantar tilfinnanlega úrræði fyrir fólk sem er að borga himinháa leigu og getur ekki lagt fyrir - en gæti verið að greiða af afborgunum. Ég er sjálf á þessum stað, það er vonlaust fyrir mig að safna fyrir útborgun þó ég myndi standast greiðslumat af afborgunum húsnæðisláns.

lillion | 14. mar. '18, kl: 00:39:18 | Svara | Er.is | 0

Ég keypti fyrir nokkrum árum íbúð með yfirtöku á lánum. Greiddi stimpilgjöld og þinglýsingu minnir að þetta hafi verið um 150 þús í heildina og það var allt og sumt.

stjarnaogmani | 15. mar. '18, kl: 07:27:55 | Svara | Er.is | 0

Þú getur þetta ef þú færð 20% með veði í annari eign.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Hvaðan eruð þið? baldurjohanness 17.3.2018 20.3.2018 | 17:24
Shiba Inu kissycat 26.1.2012 20.3.2018 | 15:23
Barnaklipping- verð? heklah10 4.3.2018 20.3.2018 | 15:14
Hæ! Andý 13.3.2018 20.3.2018 | 14:42
Örorkulífeyrir - greiðsla framávið eða eftir á Splæs 14.3.2018 20.3.2018 | 12:38
Ódýrt logo +salur baldurjohanness 20.3.2018
Kynlíf á meðgöngu espoir 18.3.2018 20.3.2018 | 11:16
Beauty bar sealaft 19.3.2018 20.3.2018 | 11:14
Ekki skemmtilegt, ekki girnilegt - what to do!! SystirÞín 3.12.2007 20.3.2018 | 11:07
Axlarspeglun RiceAndCurry 15.3.2018 20.3.2018 | 10:24
Klámríkið california (clampornia) Dehli 10.12.2017 20.3.2018 | 10:00
Ný forysta fyrir verkalýðsfélög - Verkföll framundan ? kaldbakur 7.3.2018 20.3.2018 | 09:46
AUDI A5 610000 kr geirSagmyr 20.3.2018
Rúm úr Rúmfó - Sleep well I.P. Freely 18.3.2018 20.3.2018 | 00:12
Heilsugæsla RauðaPerlan 19.3.2018 19.3.2018 | 23:45
Norröna atv2000 19.3.2018 19.3.2018 | 22:12
Teiknimyndin um Kark (Quark) ini 18.3.2018 19.3.2018 | 22:08
Veit ekki hvert ég á að snúa mér neyðogskömm 15.3.2018 19.3.2018 | 22:02
Bílar sem eyða litlu H258 17.2.2018 19.3.2018 | 19:20
skrýtin nöfn reynaselja 14.11.2008 19.3.2018 | 19:03
Kósíkvöld Kóríander77 13.3.2018 19.3.2018 | 17:05
stúdentastjarnan Tóga 19.6.2007 19.3.2018 | 16:49
Hvar fæst ílangt trampólín? regazza 17.3.2018 19.3.2018 | 16:49
Ljósmæður Seltjarnarnesi Kóríander77 19.3.2018 19.3.2018 | 15:27
Halló, geirSagmyr 19.3.2018 19.3.2018 | 13:57
Brjóta saman þvott Bollebof 15.3.2018 19.3.2018 | 08:27
3 stigs feministi dolli19 18.3.2018 19.3.2018 | 03:17
20 þús. kr. gjald fyrir að nota nagladekk Júlí 78 14.3.2018 19.3.2018 | 02:39
Heimilisþrif happhapp 17.3.2018 19.3.2018 | 01:26
Útbrot á likama lovelove2 18.3.2018 18.3.2018 | 22:07
Innflutningsleyfi frá Asíu. hettumáfur 14.3.2018 18.3.2018 | 22:06
Ráð við frjósemi? Kúld 16.3.2018 18.3.2018 | 21:45
Fólk sem vill hafa áhrif á samélagið/alþingismenn... kirivara 18.3.2018
Kjánaleg spurning. Kartöflur jsg80 18.3.2018 18.3.2018 | 16:15
þykknun í slímhúð rajon 18.3.2018
hvert fer 35 ára fólk þegar það er að djamma Rakindel 4.2.2018 18.3.2018 | 15:36
Gjöf ásar 18.3.2018
Chiari malformation. asdis 8.3.2018 18.3.2018 | 11:42
Hraðlán einarn 14.2.2018 18.3.2018 | 02:44
Feministafréttirnar kl 19 HE1985 17.3.2018 17.3.2018 | 23:44
Octavia bolero útvarp update strongman0811 17.3.2018
Hvert eru hlutverk karlar og konur í fjölskyldu og í samfélaginu'???? john87007 17.3.2018 17.3.2018 | 21:47
lasið 2 ára barn miss jay 17.3.2018 17.3.2018 | 18:09
tölur og hnappar Pasima 17.3.2018 17.3.2018 | 15:23
Meining nafna? buttadbangsakrutt 2.1.2010 17.3.2018 | 13:31
Hvert eru hefðbundið hlutverk karlar og konur? john87007 17.3.2018 17.3.2018 | 13:28
kveiknað í bíl camella 6.3.2018 17.3.2018 | 13:17
hvað er i glasinu/dollinu og hvað er planið i kvöld kjulla 16.3.2018 17.3.2018 | 04:01
Ring dyrabjalla GummiAnna 17.3.2018
Hvað ertu að gera í kvöld? Twitters 16.3.2018 16.3.2018 | 23:28
Síða 1 af 19643 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, katasig@msn.com, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, MagnaAron