Verðlaust

DorkMachine | 2. mar. '05, kl: 13:46:25 | 585 | Svara | Er.is | 0

Þegar ég fæddist tók afi minn saman svolítið sem hann taldi vera fjársjóð. Hann tók saman öll fyrsta-dags umslögin sem afi hans hafði safnað og gefið honum og setti í kassa merktann mér. Í gegnum árin keypti hann svo alltaf fyrsta-dags umslögin þegar þau komu og setti í kassann. Áður en hann dó gaf hann mér kassann og sagði mér að það sem í honum væri, væri mjög verðmætt og að ég ætti að koma fram við þetta eins og sparireikning. Ennfremur sagði hann mér að þegar ég þyrfti á peningum að halda ætti ég að taka úr kassanum og selja.

Nú er ég að fara í skóla í haust og vantaði smá pening. Ég tók mig til og veiddi nokkur fyrsta-dags umslög frá árunum 1943, 1953 og 1959 upp úr kassanum. Ég fór með þau til safnara og þar fékk ég að vita að þetta væri verðlaust. Svona seldist ekkert í dag. Sem sagt sparireikningurinn minn er verðlaus!!! :(

 

Forsetinn | 2. mar. '05, kl: 13:47:22 | Svara | Er.is | 0

Hvað eru fyrsta dags umslög?

DorkMachine | 2. mar. '05, kl: 13:50:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þegar ný frímerki eru gefin út á Íslandi eru þau sett á sérstök umslög og svo stimpluð með dagsetningunni sem þau voru gefin út (sem sagt fyrsta daginn sem þau eru í umferð). Þetta er í raun bara eins og frímerkjasöfnun nema þetta þótti einu sinni voða merkilegt og fínt.

Emma Dís | 2. mar. '05, kl: 13:47:51 | Svara | Er.is | 0

þú gætir prófað að selja þetta á ebay

Frú Dinda | 2. mar. '05, kl: 13:48:07 | Svara | Er.is | 0

ömurlegt... Hvert fórstu? það er alltaf verið að selja eitthvað svona í kolaportinu, það hlýtur að seljast eitthvað þar....

amazona | 25. maí '19, kl: 22:14:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei það hlýtur ekkert að seljast þar, það voru bara svo rosalega margir sem að keyptu þetta í kring um 1950 -1970, allt of mikið framboð af þessu

R E D | 2. mar. '05, kl: 13:49:06 | Svara | Er.is | 0

já svona gerði afi minn líka, bara með frímerki og aðra hluti. Fyrir honum var þetta fjársjóður en í dag er þetta svo til "verðlaust". Hins vegar sé ég þetta sem verðmætan fjársjóð vegna fallegu hugsunarinnar á bakvið gjöfina.

----------------------------------------------------------------------
..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-..,-

DorkMachine | 2. mar. '05, kl: 13:51:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það mun að sjálfsögðu enginn taka frá mér hvað mér þykir vænt um afa minn fyrir að hafa gefið mér þetta þó að safnarar í dag telji þetta verðlaust. Ég hélt samt að það væri enn sterk söfnun í gangi á frímerkjum en svo virðist ekki vera.

Emma Dís | 2. mar. '05, kl: 13:50:13 | Svara | Er.is | 0

Kannski hafa bara margir hugsað eins og afi þinn. Ef þetta er til á öðru hverju heimili þá er auðvitað eðlilegt að þetta sé ekki mikils virði.

DorkMachine | 2. mar. '05, kl: 13:52:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já kannski það. Og svo ef enginn vill kaupa í ofanálag er þetta ekkert skrítið svo sem.

minx | 2. mar. '05, kl: 13:53:17 | Svara | Er.is | 0

Prófaðirðu að fara með þetta til Magna?
Ég held að hann sé ennþá að kaupa og selja svona umslög.

DorkMachine
minx | 2. mar. '05, kl: 13:58:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok, en leiðinlegt.

Mér detta því miður ekki fleiri staðir í hug, nema þá kannski Ebay eins og einhver nefndi.

stebbikarl | 25. maí '19, kl: 18:12:38 | Svara | Er.is | 0

Ég sá mig tilneyddan til að svara þessu þar sem ég lenti í ekki ósvipaðri reynslu. Ég safnaði frímerkjum sem krakki og var einnig áskrifandi af fyrstadagsumslögum. Þó ég muni ekki alveg formálann af því að ég gerðist áskrifandi af þessum umslögum. Mér var hins vegar sagt að þetta yrði mjög verðmætt einhvern daginn. Ég átti stórt frímerkjasafn og ég gerði mér ferðir í frímerkjahúsið reglulega til að kaupa frímerki í safnið. Þetta var áður en hvolpavitið mætti.
Þó mér finnist þetta frekar fyndið, þá má það alveg fylgja að við vorum plötuð sem börn til að kaupa tóm umslög með stimpluðu frímerki. Ég held að fullorðið fólk haldi stundum að börn hafi ekkert minni. Mér var líka sagt af foreldrum mínum að afi og amma hefðu alltaf lagt inn pening í reikning hjá sparisjóð Norðfjarðar þegar ég átti afmæli eða um jólin. Mér var líka sagt að þegar tvö núll voru tekin af krónunni 1980 hefði spariféð orðið að engu. Þetta er nú meira bullið.

Kingsgard | 27. maí '19, kl: 01:05:07 | Svara | Er.is | 0

Þetta er líklega ekki nógu gamalt fyrir safnara. Kannski fá barnabörn þín eða þerra niðjar sæmilegt verð fyrir þetta.

túss | 27. maí '19, kl: 09:35:13 | Svara | Er.is | 0

Þekki svona tilvik líka. Því miður eru gömul frímerki verðlaus í dag og fyrsta dags umslög líka, kannski útaf því að svo margir eiga þau. of margir af eldri kynslóðinni héldu að þetta yrði að einhverju :(

adaptor | 27. maí '19, kl: 20:08:45 | Svara | Er.is | 0

já þetta er ömurlegt ég átti sem samsvarar milljónum sem var búið að safna inn á lokaðan reikning frá því að ég fæddist svo kom myntbreytingin og allt inn á reikningum varð verðlaust 

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

lorya | 27. maí '19, kl: 21:25:46 | Svara | Er.is | 0

ææ og ég sem á fullan bananakassa af svona umslögum og fleira frá sviss og öðrum löndum líka :(

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 29.3.2024 | 12:48
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 28.3.2024 | 10:53
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 22.3.2024 | 03:41
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 20.3.2024 | 13:10
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 19.3.2024 | 19:14
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 17.3.2024 | 11:21
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 17.3.2024 | 10:54
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 16.3.2024 | 14:36
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 16.3.2024 | 12:12
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Síða 1 af 46401 síðum
 

Umræðustjórar: Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, Bland.is, tinnzy123, Kristler, annarut123, paulobrien