Verðtryggt eða óverðtryggt?

lilly1234 | 30. jún. '16, kl: 19:51:01 | 489 | Svara | Er.is | 0

Hæ!

Við erum að skoða íbúðir, á fullu einsog örugglega margir. Buðum í, vorum yfirboðin og fólk að gera tilboð án fyrirvara. En ég er að reyna að velja lán?

Með hverju mælið þið? Hvað er sniðugast að gera? Eigum við að taka blandað lán, eða verðtryggt eða óverðtryggt?

Ég er að skoða hérna inni http://www.vextir.net - og það virðist vera best að taka lán hjá lífeyrissjóðunum frekar en bönkum. Er einhver með reynslu af því?

 

MadKiwi | 1. júl. '16, kl: 03:07:03 | Svara | Er.is | 0

ég myndi fá mér óverðtryggt lán. 


Bíddu er ekki hægt að fá það til lengra en 60 mánuði? Ef það er rétt þá er verið að þjappa rækilega í íslendingum. Maður ætti að eiga rétt á óverðtryggt, fastir vextir til 30 ára einsog annað fólk. 

noneofyourbusiness | 1. júl. '16, kl: 03:21:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekki hægt að fá óverðtryggt lán með föstum vöxtum á Íslandi nema til örfárra ára. Vextirnir eru breytilegir, þ.e. bara bundnir í nokkur ár og svo geta þeir breyst.

sakkinn | 2. júl. '16, kl: 11:13:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já so? þá bara skuldbreytir þú... held það kosti ekkert hjá Lífeyrissjóðunum

noneofyourbusiness | 3. júl. '16, kl: 01:18:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vextirnir geta verið orðnir hærri þá og þá er skuldbreyting ekki endilega hagstæð.

sakkinn | 4. júl. '16, kl: 12:20:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

verðtryggð lán eru ALLTAF hagstæðari. In theory and in reality.

presto | 3. júl. '16, kl: 23:36:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hægt að tapa slatta við það ef allir vextir hafa hækkað í millitíðinni.

12stock | 1. júl. '16, kl: 11:12:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

„Þjappa rækilega í Íslendinga“. Um hvað ertu að tala?

Það er mjög óskynsamlegt að taka lán á föstum vöxtum til margra ára, hvað þá 30! Ef að einhver er tilbúin(n) að lána þér óverðtryggt með föstum vöxtum til tugi ára að þá verða vextirnir gríðarlega háir.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

MadKiwi | 2. júl. '16, kl: 01:45:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Byrjar þú, ég og þú erum á öndverðu meiði þegar kemur að verðtryggingu. Í öðrum löndum er það standard og lánin eru um 3.6% verðtryggð til 30 ára. Það vill svo til að ég var að byrja skoða lán í dag og ætla mér að kaupa hús svo þetta er staðan í öðrum löndum. Já mér finst ílla farið með Íslendinga að bjóða þau bara uppá slæm lán. 

MadKiwi | 2. júl. '16, kl: 01:46:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég meina 3.6% óverðtryggð til 30 ára, það var mér boðið í dag erlendis. 

Triangle | 2. júl. '16, kl: 20:08:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Í öðrum löndum hækka ekki allir um helming í launum á hverjum áratugi.

12stock | 4. júl. '16, kl: 18:22:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú hefur engan skilning á þessu. Svo einfalt er það. Enginn heilvita maður fer að lána á 3-4% óverðtryggðum föstum vöxtum til 30 ára. Umhverfið hér er allt allt annað en í öðrum löndum. Verðbólga er að jafnaði mikið hærri hér. Allt hækkar mikið meira, þar með talið laun.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

MadKiwi | 2. júl. '16, kl: 01:48:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er semsagt rant hjá þér 12stock, það er langskynsamlegast að taka lán á föstum vöxtum til 30 ára og vextirnir eru lágir, nema þú kallar 3-4% háir vextir. 

12stock | 4. júl. '16, kl: 18:19:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég myndi heldur betur taka lán á föstum 3-4% óverðtryggðum vöxtum til 30 ára. Jafnvel þó að ég þyrfti alls ekki á peningunum að halda. Það væri draumur. En enginn lánveitandi væri svo vitlaus að lána á þessum vöxtum.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

noneofyourbusiness | 1. júl. '16, kl: 03:20:18 | Svara | Er.is | 1

Verðtryggt lán er með lægstu afborganirnar, en lækkar hægast og hækkar til að byrja með í krónum talið, nema það sé núll verðbólga. Eignamyndun er hæg, en sveiflur minni.

Óverðtryggt lán er með hærri afborgun af hverri milljón, en það hækkar ekki heldur lækkar frá fyrstu afborgun. Sveiflur geta verið meiri, þar sem vextirnir eru bara bundnir til örfárra ára.

Ef þið þolið háar afborganir og meiri sveiflur er óverðtryggða lánið hagstæðast, en þið verðið að gera ráð fyrir því að vextir geti hækkað þegar binditímabili lýkur, t.d. ef verðbólga fer af stað aftur.

12stock | 1. júl. '16, kl: 11:17:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála þér að nánast að öllu leiti og vel sett upp en ég er ósammála þér að óverðtryggt lán sé (alltaf) hagstæðast. Þetta fer allt eftir vöxtunum og nær alltaf í sögunni hefur verðtryggðu lánin verið með betri vexti. Aftur á móti eru eiginleikarnir mjög ólíkir og oft eru verðtryggðu lánin mikill baggi þegar fram líða stundir.

Ég segi bara hvað ég geri nánast alltaf. Tek verðtryggt lán frá lífeyrissjóði. Ráðlegg að borga mjög reglulega aukalega inn á það. Jafnvel eins mikið og sem nemur afborgunum á óverðtryggðu láni.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

Fuzknes | 2. júl. '16, kl: 09:55:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þetta, það virðist vera skást að taka verðtryggt og borga það niður aukalega, jafn hratt og óverðtryggt amk, - verðtryggða lánið hefur minnsta áhættu séð frá sjónarhóli lánveitanda þannig að það er rökrétt að það kosti minna. það er greiðslustruktúrinn sem gerir þess lán leiðinleg

12stock | 4. júl. '16, kl: 18:23:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

sakkinn | 2. júl. '16, kl: 11:14:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvernig færðu það út að óverðtryggða sé hagstæðast? koddu með rök

noneofyourbusiness | 3. júl. '16, kl: 01:19:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er hagstæðara að því leyti að eignamyndun er meiri og það greiðist hraðar niður.

bogi | 1. júl. '16, kl: 09:12:15 | Svara | Er.is | 2

Þetta er auðvitað misjafnt - en til að koma mér á þann stað sem ég vildi vera og losna við kostnað upp á margar milljónir við að skipta um húsnæði innan þriggja ára þá tók ég 40 ára jafngreiðslulán, verðtryggt. Ég tók hjá lífeyrissjóð því það var hagstæðasta lánið. Bæði voru vextir með því lægsta sem gerist og ekkert uppgreiðslugjald.

Það hentar mér betur að vera með lægri afborgarnir á meðan ég er með lítil börn - og við að vinna okkur upp í launum. Það getur vel verið að seinna meir verði hagstæðara að taka eitthvað annað lán og þá má alltaf breyta. Eins þá er það hagstæðara fyrir mig að nota umfram peningana (hærri afborgun-lægri afborgun = afgangur) í aðra hluti - þannig verður fjárfestingin betri.

ruttla10 | 2. júl. '16, kl: 21:05:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað eru fólk almennt tilbúið til að skulda mikið í dag? Er bara forvitin, hvað ert þú að hugsa um hátt lán?

Bragðlaukur | 1. júl. '16, kl: 16:53:30 | Svara | Er.is | 0

Við erum með óverðtryggt lán, jafnar afborgani og fasta vexti.
 Við erum með tvö lán, þar sem vextirnir eru eilítið hærri á öðru þeirra. Við tókum lánið fyrir tæpum tveimur árum síðan og erum að horfa á höfuðstólinn lækka smám saman.
Við viljum hafa þetta fast, þó vextirnir séu mun hærri en á verðtryggðu láni.
En auðvitað vitum við svo ekkert alveg hvað bíður okkar þegar þessi 5 ár eru búin (því það er ekki hægt að hafa óverðtryggt lengur en 5 ár (minnir að það séu 5 ár))

Í Dk er hægt að fá lán með föstum vöxtum (held þeir séu um 2% núna, en er ekki viss) til 30 ára.
Þetta er það sem ég fann í fljótu bragði allavega ... www.brf.dk/aktuelt/to-pct-i-fast-rente-over-30-aar

fálkaorðan | 2. júl. '16, kl: 22:16:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er eitt ár í elsta lánið okkar, pikkaðu í mig þá og spurðu hvað gerðist.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

everything is doable | 1. júl. '16, kl: 18:00:17 | Svara | Er.is | 0

Sjálf tók ég óverðtryggt mál og hugsaði það þannig að ég vildi vita hvaða skít ég væri í í staðin fyrir að vera að veðja á að verðbólgan væri stöðug og lág. Þegar upp er staðið þá borgaru jafn mikið til baka miðaða við allan útreikning hjá bankanum svo af tvennu illu valdi ég skárri möguleikan að mínu mati en við höfðum líka efni á því að gera það þannig

MadKiwi | 2. júl. '16, kl: 01:47:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nákvæmlega, var það 2009 þegar það fór uppí 12%? 

everything is doable | 2. júl. '16, kl: 18:35:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég tók nú bara óverðtryggt lán núna 2015 með 7.25% föstum vöxtum í 5 ár =) 

noneofyourbusiness | 3. júl. '16, kl: 01:20:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Spáðu samt í það að yfir sjö prósent vextir eru gríðarlega háir vextir á húsnæðisláni. Erlendis eru þessi lán kannski með 2-3% vöxtum og enga verðtryggingu.

everything is doable | 3. júl. '16, kl: 22:05:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

alveg fáránlegt :/ Frændfólk okkar er með lán í svíþjóð fyrir svipaða íbúð á 1.1% vöxtum svona til að bera það saman 

Ljufa | 1. júl. '16, kl: 22:05:21 | Svara | Er.is | 1

Í stað þess að endurfjármagna, eins og ég hugðist gera fyrir 3 árum og fara úr verðtryggðu í óverðtryggt lán var mér ráðlagt (hjá Sparnaði) að gera það ekki þar sem ég er einstæð og ekki hátt launuð. Hins vegar að nota mögulegt umframfé mitt ( þá og ef ég ætti það hverju sinni) til þess að greiða inn á höfuðstól lánsins. Eftir þessu hef ég farið síðan næstum mánaðarlega 20 þús kr pr mán en ef ég hef staðið tæpt þá hef ég sleppt því í það skiptið. Þetta hefur hentað mér vel og ég er byrjuð að sjá höfuðstólinn lækka, þótt lítið sé.

Kv. Ljúfa

lilly1234 | 2. júl. '16, kl: 00:17:06 | Svara | Er.is | 0

Já, frábært, takk fyrir allt inputtið.

Við erum nefnilega á báðum áttum, erum að gæla við að taka blandað lán, þ.e. verðtryggt og óverðtryggt. En þá sýnist mér vera erfiðara að taka það hjá lífeyrissjóðum.

Hefur einhver reynslu af því að gera eitthvað þannig?

Eru lífeyrissjóðirnir næs að díla við eða er betra að vera í bönkunum?

krikrikro | 2. júl. '16, kl: 15:16:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Við erum með 50/50 verðtryggt og óverðtryggt. Tókum það verðtryggða til styttri tíma en hitt (25 ár) og höfum jafnar afborganir í staðinn fyrir jafnar greiðslur á því. Sjáum bæði lánin lækka svipað mikið um hver mánaðarmót. Hvað svo gerist þegar næsta efnahagslægð kemur, veit ég ekki.

alboa | 2. júl. '16, kl: 09:41:29 | Svara | Er.is | 1

Eftir mína reynslu af verðtryggðu myndi ég taka slíkt aftur. Höfuðstóllinn hefur lækkað um nokkrar milljónir á þessum árum sem ég hef átt eignina (nær ekki 10 árum) og afborganir hafa verið viðráðanlegar og fyrirsjáanlegar.

kv. alboa

noneofyourbusiness | 3. júl. '16, kl: 01:21:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ertu þá að tala um lán sem þú tókst eftir hrun?

svartasunna | 3. júl. '16, kl: 12:02:40 | Svara | Er.is | 1

M.v. verðbólgu í dag eru verðtryggðu hagstæðari.

En ef verðbólgan fer upp þá gætu óverðtryggðu orðið hagstæðari. M.v. að þú borgir það sama inná þau mánaðarlega.

Þetta er bara áhættumat í raun.

______________________________________________________________________

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
New York Ròs 18.4.2024
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 30.3.2024 | 06:22
Síða 1 af 47550 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Bland.is, paulobrien, Hr Tölva, Kristler, annarut123, Paul O'Brien, Guddie