Verkaskipting á heimili

rjominn19 | 21. maí '20, kl: 21:38:40 | 201 | Svara | Er.is | 0

Sæl öll, mig langaði til þess að forvitnast. Þið sem eruð í sambúð, hvernig er verkaskiptingin á ykkar heimili og finnst ykkur hún sanngjörn? Finnst ykkur verkaskiptingin hafa neikvæð áhrif á sambandið ykkar við maka?

T.d. á mínu heimili finnst mér ég bera megin ábyrgð á þvotti og þrifum þó að maðurinn minn sé alveg duglegur að hjálpa til. Mér finnst þetta einhvernveginn meira íþyngjandi fyrir mig en hann, enda ég mikið uppteknari af því að hafa hreint og fínt.

 

Splæs | 22. maí '20, kl: 09:25:35 | Svara | Er.is | 0

Getið þið ekki bara rætt þetta og skipt með ykkur verkum, skipt með ykkur rýmum á heimilinu og gert áætlun sem bæði samþykkja? Orðalag þitt, að hann sé "duglegur að hjálpa til" hljómar sérkennilega, eins og að þú sjáir um að græja og gera en hann hjálpi svolítið til. Svo þarf nú líka að gera fleira á heimili en að þrífa og þvo. Það er matseld, uppvask, viðhald, ýmsar útréttingar, að hver gangi frá eftir sig. Gerir hann ekkert af þessu? Sér hann ekki um sjálfan sig, t.d. að þvo fötin sín, halda sínum hlutum snyrtilegum og ganga frá því sem hann notar?

Júlí 78 | 22. maí '20, kl: 21:33:06 | Svara | Er.is | 0

Dr. Phil segir nú að fólk þyrfti nú að semja um verkaskiptinguna á heimilinu áður en farið er í sambúð. Mér finnst ananars ekkert endilega atriði að skipta öllum verkum, sumt gætir þú gert og hann annað. Ég meina ef þú sérð til dæmis um þvott og þrif og eitthvað fleira, getur þá maðurinn ekki til dæmis séð um ýmsar viðgerðir á heimilinu, mála þegar þarf að mála, sjá um bílinn eða bílana, fara með í dekkjaskipti smurningu og fleira og kannski eitthvað annað. Þú þarft bara að setjast niður með manninum og ræða málin og þið þurfið að komast að samkomulagi.

T.M.O | 23. maí '20, kl: 01:48:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Dr. Phil í sjónvarpinu...


https://www.youtube.com/watch?v=ioZdMnDj3Oc

Hr85 | 22. maí '20, kl: 23:33:52 | Svara | Er.is | 0

Tjah það er ekkert endilega sjálfgefið að verkaskipting sé 50/50. Það eru auðvitað allskonar faktorar sem spila inn í. T.d. ef þú ert með miklu hærri standard á hreinlæti en hann þá skiljanlega vill hann ekki gera helming af því sem honum finnst meira en nóg. Svo skiptir auðvitað líka máli hvernig aðrir þættir í lífinu spila inn í dæmið, t.d. vinnustundir og tekjuöflun. Hvernig er skiptingin á milli ykkar þar? 


Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Tilboð í íbúð Teralee 27.11.2020 28.11.2020 | 09:03
Black Friday bylgjan ? _Svartbakur 27.11.2020 28.11.2020 | 08:35
Júní 2021 bumbur OlettStelpa11111 17.10.2020 26.11.2020 | 23:30
Júlíbumbur 2021 Tvisturinn2021 19.11.2020 26.11.2020 | 22:34
Júlíbumbuhópur leyndarmál89 4.11.2020 26.11.2020 | 21:43
Passið ykkur á tilboðum "Svartur föstudagur" _Svartbakur 24.11.2020 26.11.2020 | 21:30
Þvo í Reykjavík Boxi 30.5.2011 26.11.2020 | 19:08
Söluhagnaður vegna íbúðar rokkari 19.11.2020 26.11.2020 | 16:45
Mer langar að verða smiður Kisumamma97 11.11.2020 26.11.2020 | 16:41
Samningur í húsgagnasmíði bark 6.11.2020 26.11.2020 | 16:32
Dagur B þakkar sér góðan árangur í baráttu við Covid. _Svartbakur 25.11.2020 26.11.2020 | 15:16
70 mínútur Sigurjon01 18.11.2020 26.11.2020 | 01:53
Á einhver skothelt ráð við blöðrubólgu ? hagamus 22.11.2020 26.11.2020 | 00:07
Hvernig á að þrífa fitu af sturtugleri Gleðileg jól 2020 25.11.2020 25.11.2020 | 23:30
Utanlegsfóstur leyndarmál89 25.11.2020 25.11.2020 | 19:33
Ertu einmanna um jólin? KollaCoco 16.11.2020 25.11.2020 | 12:36
Uppruni táknmálsins :) Halakarta34 24.11.2020
Könnun fyrir Háskóla Íslands HaftorK 24.11.2020
Júní bumbur 2021 (bumbu hópur) OlettStelpa11111 13.10.2020 24.11.2020 | 10:20
Þrífa þurrkara? lovelove2 19.11.2020 23.11.2020 | 22:36
Ísland að ná bestum árangri gegn Covid19 _Svartbakur 22.11.2020 23.11.2020 | 21:52
Sotware Of Life - mRNA - Gleðifregnir _Svartbakur 17.11.2020 23.11.2020 | 20:30
Hæ, ég var að fá skilaboð en get ekki svarað Andý 22.11.2020 23.11.2020 | 16:58
Kippir!! Hjálp glóbangsi 19.11.2020 23.11.2020 | 15:19
Ekkert grunsamlegt ? Kristland 15.11.2020 22.11.2020 | 21:04
Star Wars eða Star Trek? YulBrynner 18.9.2012 22.11.2020 | 20:21
Óska eftir stórum blendingshvolp helst tík Elskadýr99 21.11.2020 22.11.2020 | 18:26
Bjór Gudrun1971 22.11.2020 22.11.2020 | 16:36
Bjóða í notaðan bíl (á bílasölu) rokkari 7.11.2020 22.11.2020 | 15:33
Jólasveinar silkibudda 22.11.2020
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 22.11.2020 | 14:12
Einhver sem getur aðstoðað? Focus20112012 16.11.2020 22.11.2020 | 12:58
Konur segja satt ! Kristland 22.11.2020
ólöglegur hundur í blokk og stjórn bregst ekki við Hjödda171 10.11.2020 22.11.2020 | 10:55
Líður okkur vel ? Opin umræða. _Svartbakur 20.11.2020 22.11.2020 | 02:41
Trúið þið miðill ? Stella9 19.5.2018 21.11.2020 | 22:11
er BRITA vatnsíur eða eitthvað sambærilegt til á íslandi? bjartursg 11.11.2020 21.11.2020 | 22:09
Síminn minn njósnar um mig. Get ég sett hann í steypuklump og drekkt honum - dugar það ? _Svartbakur 12.11.2020 21.11.2020 | 22:07
Nespresso 0206 13.11.2020 21.11.2020 | 22:01
Gat í naflann? mialitla82 14.11.2020 21.11.2020 | 21:59
Köttur í stræto Kisumamma97 21.11.2020 21.11.2020 | 21:55
Atkvæði úr andaheimum ? Kristland 21.11.2020
Nice Frakkland eða Rom Italia.. Stella9 20.11.2020 21.11.2020 | 13:11
Paypal og gjaldeyrir lakkgrísinn 11.11.2020 21.11.2020 | 02:01
Jólabakstur Sörur2020 20.11.2020
Sleppa mús svartasunna 20.11.2020 20.11.2020 | 18:37
Hvar fær maður stjörnuþoku náttljós? lolwhat 18.11.2020 20.11.2020 | 18:05
Sykurlaus marzipan Davidlo 19.11.2020 20.11.2020 | 16:56
GG lagnir esj 23.10.2020 20.11.2020 | 00:59
Trygging og ráđgjöf Nessihressi 20.11.2020
Síða 1 af 36195 síðum
 

Umræðustjórar: Coco LaDiva, vkg, krulla27, flippkisi, Gabríella S, Krani8, aronbj, rockybland, anon, joga80, MagnaAron, ingig, tinnzy123, superman2, Bland.is, mentonised