Viðgerð á blokk, kostnaður og ráð?

tjúa litla | 8. jún. '16, kl: 20:16:14 | 847 | Svara | Er.is | 0

Ok nú á að gera við blokkina og kostnaður er C.a. 4-5 millj á kjaft,,,hvað gera menn?
Æi ákvað bara að sjá hvort þið allra klárustu yndislegu konur og menn hefðu lent í svipuðu, ráð osfrv.

 

alboa | 8. jún. '16, kl: 21:06:54 | Svara | Er.is | 1

Ef þú átt þær ekki og húsfélagið ætlar ekki að taka lán og dreifa kostnaðinum þá þarft þú að taka lán.

Þetta hefur væntanlega verið rætt á fundum og því vitað í smá tíma.

kv. alboa

tjúa litla | 8. jún. '16, kl: 21:32:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í raun er þetta nýtt og Allir í sjokki osfrv. Sjálfsagt tekur einmitt húsfélagið lán, og fundur er ákveðinn.  Ég er bara að ath hvort þið hafið einhverjar hugmyndir um svona, meina ég er eins græn og hægt er, í raun aldrei tekið lán nema einmitt fyrir íbúðinni. Æi langaði bara að ath hvort einhver hefði lent í álíka og hver þróunin er, og já ég er alveg að fara framúr mér og auðvita kemur þetta allt í ljós ( einsog með sjúkdómsgreiningar hér þá virðist maður bara þurfa að Sjá fleiri álit en hjá doksa)

alboa | 8. jún. '16, kl: 21:46:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég lenti ekki í þessu, ég mætti á fundi og tók þátt í ákvörðuninni að fara í framkvæmdir. Það var reyndar töluvert minni upphæð en samt upphæð sem ekki allir réðu við. Einhverjir seldu, aðrir tóku lán og enn aðrir áttu upphæðina. En húsfélagið tók ekki lán fyrir þessu nema til að borga upphaflega reikninginn. Svo var sendur einn reikningur á alla og hver íbúð varð að fjármagna þetta.

Þróunin er að það þarf að halda löglegan fund, það fer eftir framkvæmd hversu stór hluti eigenda þarf að samþykkja framkvæmdina. Ef það á að breyta útliti húss þarf að samþykkja það. Svo ákváðum við að fá verkfræðistofu til að halda utan um útboð og framkvæmdina á verkinu. Það voru svo reglulegir fundir um framkvæmdina.


kv. alboa

Kaffibætir | 13. jún. '16, kl: 15:44:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bankarnir lána ekki til húsfélaga eins og var. Enda var það galið, oftar en ekki greiddu íbúar 1-2 íbúða ekkert og ströglið og kosnaður við að fá greiðslur var mikill og tímafrekur. Auk þess að lenda á hinum eigendunum sem höfðu nóg með sitt.

tóin | 14. jún. '16, kl: 00:16:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þar sem bankarnir sjá um innheimtu á hússjóði plús framkvæmdasjóði hafa þeir einnig veitt yfirdráttarlán vegna framkvæmda - alla vegana í þeim þremur fjölbýlishúsum sem ég hef haft einhver afskipti af.

Splæs | 8. jún. '16, kl: 21:36:50 | Svara | Er.is | 0

Ég hef nú bara ekki hugmyndaflug til að ímynda mér hvað hægt sé að gera við sem kostar "4-5 mill á kjaft" eins og þú skrifar. Ertu viss um að þú skiljir þetta rétt? Hvað þarf að gera við?

Splæs | 8. jún. '16, kl: 21:39:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og hvað eru þetta margir "kjaftar" sem þurfa að borga, þ.e. hversu margar íbúðir?

tjúa litla | 8. jún. '16, kl: 22:10:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er gróflega áætlað, en 30 millj á stigaganginn og 8 íbúðir og það þarf að gera við Allt, þetta er gegnumgangandi martröð í bæjarfélaginu :(

Gale | 9. jún. '16, kl: 02:11:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu nokkuð í stórri blokk í 105?  ;-)

Það var húsfundur hjá okkur fyrir rúml. 2 vikum og það þarf að gera við blokkina fyrir rúml. 100 milljónir.

Það fengu allir hálgert sjokk á fundinum og það var fremur þungt í fólki hljóðið. Flestir virðast ekki eiga pening fyrir þessu. Hússjóðirnir hafa ekki safnað í framkvæmdsasjóð og eru því galtómir. Það á halda annan fund bráðum, þegar fólk er aðeins búið að melta þetta og hugsa málið.

Ég held að það fyrsta sem þarf að gera og hefur í för með sér mikið jarðrask (og ég býst þá við að það sé ekki hægt að gera það í vetur, eða þegar möguleiki er á frosti), verði ekki gert fyrr en næsta sumar, þar sem allir vertakar hljóta að vera búnir að skipuleggja sumarið hjá sér, og hitt tvennt sem þarf að gera verði gert saman á eftir því (þarf að setja upp stillansa sem er mjög dýrt, þannig að það borgar sig að gera bæði þessi verk saman svo ekki sé farið að borga 2x fyrir stillansana).

Ef við höfum þennan tíma þá hugsa ég að þetta verði 50/50 sparnaður og lán hjá okkur.


Helgenberg | 9. jún. '16, kl: 12:35:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það virðist vera kominn tími á flestar blokkir í 105 og 101, er sjálf í 105 í parhúsi og það þarf að taka múrhúðina alveg núna


stundum getur 1 vetur í viðbót í bið gert illt verra, ef um er að ræða raka eða leka

Louise Brooks | 12. jún. '16, kl: 23:30:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mamma besta vinar sonar míns býr í þessari blokk sem þú ert að lýsa og hún var að reyna að selja íbúðina sína sem var sett á 32 millur en hún endaði á að selja hana á 28 m vegna þess hvað það þarf að gera mikið þarna. Hún sagði mér að það væru til ca 9 milljónir í sjóð í sínum stigagangi en hún er guðslifandi fegin að vera að losna út úr þessu dæmi en hún kemur því miður mjögg  illa út úr þessari sölu.

,,That which is ideal does not exist"

stjarnaogmani | 13. jún. '16, kl: 13:39:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hver kaupir sér íbúð í ónýtri blokk

Gale | 13. jún. '16, kl: 19:29:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Blokkin var glæný þegar íbúðin var keypt árið 1960.




(og þetta er alveg hrikalega vel byggð blokk, mikið af steypu og steypustyrktarjárni í henni og hefur mjög lítið þurft að gera við. Ekkert skrýtið að það þurfi að fara í ýmist viðhald eftir 55+ ár)

stjarnaogmani | 13. jún. '16, kl: 20:32:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er þá greinilega mikil vanræksla á þessari blokk og skrítið að það sé svona lítið í hússjóði

ingbó | 10. jún. '16, kl: 19:41:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tja, ef það þarf að klæða blokk - skipta um glugga - drena.

Mae West | 8. jún. '16, kl: 21:39:25 | Svara | Er.is | 0

Á að fara klæða hana eða hvað getur kostað svona rosalegan pening? Er þetta bara lítið fjölbýli?

habe | 8. jún. '16, kl: 21:51:13 | Svara | Er.is | 6

Sæl tjúa litla.
Í fyrsta lagi, þá þarf að samþykkja allar svona framkvæmdir á löglega boðuðum húsfundi, mjög mikilvægt annars geta íbúar mögulega neytað að borga í framkvæmdunum.
Í öðru lagi þá er mun betra að íbúar fjármagni framkvæmdina, en að húsfélagið taki lán.  Ástæðan er að framkvæmdir sem húsfélagið stendur fyrir njóta fremsta veðréttar, en það er bara í eitt ár frá útgáfu reiknings.  Þannig að ef húsfélagið tekur lán og rukkar svo eigendur, þá missir húsfélagið þennan fremsta veðrétt, svo að ef íbúi verður gjaldþrota þá getiði lent í að þurfa að borga hans hluta líka í framkvæmdunum.
Svo er bara að undirbúa vel framkvæmdirnar fá nokkur tilboð og gæta vel að taka hagstæðasta tilboðinu, ekki endilega því lægsta.
Kveðja habe.

tjúa litla | 8. jún. '16, kl: 21:58:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Takk kærlega habe, svaraðir ákkúrat því sem þurfti :)

Tomas1948 | 9. jún. '16, kl: 11:30:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Athugaðu það að þú borgar eftir stærð íbúðarinnar þinnar ( % ).

Splæs | 8. jún. '16, kl: 22:00:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Tek undir þetta, Sem íbúðareigandi í blokk myndi ég aldrei samþykkja að húsfélagið tæki lán. Það er eðlilegra að hver íbúðareigandi fjárnagni sjálfur sínar skuldbindingar við húsfélagið.

orkustöng | 9. jún. '16, kl: 23:14:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvernig er þá hægt að framkvæma ef einn neitar að borga...krefja um að selji , hvað tekur það langan tíma, þá gæti mögulega annar neitað , dregist í mánuði ár.

T.M.O | 9. jún. '16, kl: 23:26:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

það er bara sett í innheimtu.

Ms Hellfire | 9. jún. '16, kl: 23:53:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef sýnt hefur verið fram á að framkvæmdir séu nauðsynlegar og meirihluti hefur samþykkt að fara í þær á ákv tíma þá getur minnihlutinn ekki neitað að greiða sinn hluta. Þeirra hluti fer þá vara í innheimtu.

ingbó | 10. jún. '16, kl: 19:45:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það getur tekið tíma en húsfélagið getur já, þá krafist þess að viðkomandi íbúðareigandi selji. Það þýðir um leið að aðrir verða að fjármagna hlut þess sem ekki borgar á meðan á ferlinu stendur, sem því miður getur tekið tíma, alla vega mánuði.

ingbó | 10. jún. '16, kl: 19:43:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað meinarðu með að framkvæmdir sem húsfélagið standi fyrir njóti fremsta veðréttar?   Húsfélagsgjöld eru forgangskröfur en einungis í eitt ár frá því að þær gjaldfalla og þess vegna er mjög mikilvægt að "leyfa" ekki íbúum í fjölbýli að trassa greiðslur til húsfélagsins. 

glundur | 12. jún. '16, kl: 11:05:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta virkar þannig að ef húsfélagið tekur lán þá er það einn fyrir alla allir fyrir einn. Ef húsfélagið stendur ekki í skilum með lánið þá er gengið á þá íbúð í húsinu sem er mest virði, þeas sú íbúð sem ber minst af lánum og er því verðmest lendir í lögtaki vegna vanskila láns húsfélagsins. Því er best að hver íbúð borgi sinn hlut í verkinu ekki húsfélagið.

glundur | 12. jún. '16, kl: 11:05:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta virkar þannig að ef húsfélagið tekur lán þá er það einn fyrir alla allir fyrir einn. Ef húsfélagið stendur ekki í skilum með lánið þá er gengið á þá íbúð í húsinu sem er mest virði, þeas sú íbúð sem ber minst af lánum og er því verðmest lendir í lögtaki vegna vanskila láns húsfélagsins. Því er best að hver íbúð borgi sinn hlut í verkinu ekki húsfélagið.

fálkaorðan | 8. jún. '16, kl: 22:01:46 | Svara | Er.is | 0

1. notar peningana í framkvæmdasjóðnum
2. húsfélag tekur lán
3. framkvæmdir bíða þar til til eru peningar í framkvæmdasjóði húsfélagsins
4. hver og einn sér um að greiða sinn hluta hvort sem er af sparnaði eða taka lán.


Mér dettur ekkert fleira í hug en efast um að þetta sé tæmandi listi.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

fálkaorðan | 8. jún. '16, kl: 22:06:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú og eitt enn. Það sem er í gangi hjá okkur.


5. greiðslur í framkvæmdasjóð tvöfaldaðar og framkvæmdum forgangsraðað næstu 3 árin.


Þetta eru svipaðar upphæðir og hjá þér allt í allt sem við erum að fara í en gerum þetta á þeim hraða sem framkvæmdasjóðurinn ræður við.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Gulleggið | 9. jún. '16, kl: 00:58:44 | Svara | Er.is | 0

Ættir að geta sótt um framkvæmdalán? 4-5 milljónir á kjaft er hrikalega mikið, hef ekki heyrt svona tölu áður :( Hvað er þetta stórt fjölbýli og hvað á eiginlega að gera?

Vasadiskó | 9. jún. '16, kl: 10:28:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér dettur í hug klóakið, það getur verið ótrúlega dýrt í viðgerð.

Helgenberg | 9. jún. '16, kl: 12:33:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

múr og húð á blokk er mjööög dýrt, og ef svona steinun eða málun bætist við er þetta algerlega eðlileg upphæð

ingbó | 10. jún. '16, kl: 19:40:48 | Svara | Er.is | 0

Eðlilegast er að hver og einn fjármagni sinn hlut.  Ef húsfélagið tekur lán og einhverjir standa svo ekki í skilum við húsfélagið lendir það e.t.v. í vanskilum og skilvísir eigendur þurfa þá að taka þátt í dráttarvöxtum vegna slóðanna. Það er hægt að fá framkvæmdalán hjá Íbúðalánasjóði - að vísu held ég að það sé ennþá það furðulega ákvæði að menn þurfi að vera með lán hjá sjóðnum fyrir.  

tóin | 12. jún. '16, kl: 12:02:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvað er furðulegt við að skilyrða viðbótarlán við húsæði sem ÍBL er með veðrétt í fyrir? ÍBL er að tryggja aukið verðmæti eignar sem þeir hafa veðrétt í - ekki aukið verðmæti eignar sem einhver annar á veðrétt í.

ingbó | 13. jún. '16, kl: 11:23:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hm -jú, það meikar sens, játa það.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Beinverkir Gunsmoke 17.9.2023 17.9.2023 | 08:15
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Síða 8 af 47934 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, annarut123, Guddie, Kristler, Paul O'Brien, paulobrien