Vilja ekki búa út á landi...

umraeda | 14. apr. '19, kl: 13:10:27 | 286 | Svara | Er.is | 0

Við maðurinn minn og börn búum út á landi vegna vinnu hjá manninum mínum, og tek fram að það er ekki möguleiki fyrir hann að hætta í starfi (skuldbundinn í nokkur ár í starfi). Við áttum heima á höfuðborgarsvæðinu og ég alltaf átt heima þar og líður best þar. Starfið var bara tækifæri sem ekki var hægt að hafna þannig mér datt ekki í hug hans vegna að neita að flytja. Ég er í háskóla í fjarnámi afþví ég get ekki verið í staðnámi eftir að við fluttum og þekki engann hérna og það er voðalega lítið hægt að gera hérna (lítill staður). Börnin okkar eru einnig mjög lítil og bara annað þeirra nógu gamallt til að vera í leikskóla og enginn dagmamma á staðnum. Ég er mikið ein útaf starfinu hjá manninum mínum. Málið er að ég er orðin mjög leið og óhamingjusöm útaf þessari breytingu og veit ekki hvernig ég get lagað það. Ég er 24/7 annað hvort að læra eða hugsa um heimili og ungabarn + annað lítið barn, á enga vini hérna og á erfitt með að kynnast nýju fólki og hef ekki neinn tíma fyrir sjálfa mig. Mér finnst ég einhvernveginn vera föst og komast ekki áfram með mitt líf..geta ekki klárað háskólanám á réttum tíma útaf álagi og get ekki verið í þeim skóla sem mig langar afþví hann býður ekki upp á fjarnám. Það er ekki í spilunum að fara að skilja bara svo það komi fram.. ég elska manninn minn mjög mikið. Hefur einhver reynslu af því að búa á sitthvorum staðnum helming tímans? Var bara að hugsa að EF ég myndi búa í bænum og fá dagmömmu þar fyrir stelpuna og vera í staðnámi í háskóla og maðurinn minn og strákurinn okkar sem er á leikskóla myndu búa annarsstaðar. Þá viku og viku, þannig ég myndi síðan vera út á landi 2 vikur í mánuði og læra heima og 2 vikur í bænum. Hljómar fáranlega kjánalega en ég er orðin svo ráðþrota og sakna þess að vera með vinkonum minum og geta rölt um kringluna með kaffi og skoðað í búðum og hitt ættingja og farið í world class... bara svona eins og lífið var skiljiði. Æj kannski er þetta bara væl í mér en ætli það sé einhver lausn eða þarf maður bara að sætta sig við þetta.

 

kaldbakur | 14. apr. '19, kl: 13:43:58 | Svara | Er.is | 0


Nei örugglega ekkert væl - þetta er alvöru mál. 
Snjöll hugmynd held ég sem þú nefnir um skipt umhverfi. 
En auðvitað verður þetta að vera ykkar samkomulag og skilningur beggja á aðstæðum.

peppykornelius | 14. apr. '19, kl: 15:06:23 | Svara | Er.is | 0

Það er alveg spurning hvort þetta sé ekki tímabil sem þú bara verður að þrauka í gegnum, þar til þetta starf sem maðurinn þinn sinnir er ekki lengur nauðsynlegt og þið fjölskyldan getið flutt aftur í borgina. Lífið breytist eftir börn, allt sem þú gast gengið að sem vísu, er allt í einu ekki eins auðfengið - eins og hinn dýrmæti " me - time " . En þetta er bara tímabil, sem lýkur svo áður en maður veit af. Vertu þolinmóð ?? Ég myndi hafa þann möguleika alltaf opinn að flytja aftur í borgina - þið öll - þá meina ég að panikka ekki og fara í einhverjar aðgerðir og breytingar byggðar á heimþrá, heldur skoða þann möguleika að kannski er starfið hans ekki aðal atriðið, heldur það að öll fjölskyldan sé ánægð og sátt við lífið. Ef þið hafið rætt það að þetta sé bara ákveðið tímabil úti á landi, og þú sérð eftir því að hafa samþykkt það - ræddu þá við hann, segðu að þú sjáir eftir þessum flutningum og svo vinnið þið ykkur saman út úr því. En ég vil alveg ítreka það að þolinmæði er gríðalega öflug í svona aðstæðum.

ert | 14. apr. '19, kl: 15:12:51 | Svara | Er.is | 0

Eru fjárráðin þannig að þið getið rekið tvö heimili?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ÓRÍ73 | 14. apr. '19, kl: 15:35:20 | Svara | Er.is | 1

Ertu buin aðprofa felagslif i bænum,er kor,kvenfelag,mommuhittingar og annað?

Splæs | 14. apr. '19, kl: 16:00:59 | Svara | Er.is | 1

Ef þú ert 24/7 að læra og annast börn og heimili svo þú hefur ekki tíma fyrir neitt annað þá breytist það svo sannarlega ekki ef þú flytur í bæinn með smábarn. Ég get ekki séð að þú getir neitt frekar farið í kringluna og líkamsrækt, sötrað kaffi, hangið með vinkonum og hitt ættingja.
Geta þessar vinkonur ekki komið af og til að heimsótt þig?
Geturðu ekki skroppið af og til ein suður yfir helgi?
Koma ættingjar aldrei í heimsókn til ykkar, afar og ömmur að kíkja á krílin?
Er maðurinn þinn í vinnunni 24/7? Getið þið ekkert gert saman til afþreyingar?
Geturðu ekki sótt félagslíf í landfjórðungnum? Það er mjög öflugt félagslíf á landsbyggðinni og það yrði tekið vel á móti þér hvert sem þú færir hvort heldur væri leikfélög, kvenfélög, kórar, slysavarnardeildir og hvað eina. Um að gera að banka upp á hjá nágrönnum, bjóða þeim í kaffi og fá upplýsingar um möguleikana, spjalla við fólkið sem vinnur í búðum og fyrirtækjum og spyrja það hvaða félagslíf er í boði. Startaðu prjónaklúbb í þorpinu, jafnvel þó þú prjónir ekki, eða eitthvað annað.
Íhugaðu að minnka við þig námið á meðan þetta strembna tímabil gengur yfir. 
Geturðu fengið au-pair til ykkar?

umraeda | 14. apr. '19, kl: 16:15:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æj ég sagði bara svona afþví þetta voru allt hlutir sem ég gerði þegar ég bjó í bænum á meðan strákurinn var hjá dagmömmu. Að sjálfsögðu ekki allir í einu, en gat skutlað henni til dagmömmu og farið í ræktina fyrir skóla ef tími gafst. Og í eyðum uppí skóla gat maður skroppið og gert það sem manni langaði þess vegna ef það var ekki álagstími. Það er síðan bara 4 klst ferðalag að skreppa fyrir mig eða vinkonurnar/ættingjana og allir með sinn pakka og fjölskyldu líka. Þetta er annars bara mikið ég ein heima eins og er, þ.e. maðurinn minn er jú nánast alltaf í vinnunni. Ég vildi óska þess að ég væri þessi opna manneskja sem ætti auðveld með að kynnast en ég fæ kvíðahnút bara við tilhugsunina að banka uppá hjá nágranna. Hef alltaf bara kynnst fólki í gegnum skóla og vinnu. Langar svo innilega ekki að minnka meira við námið (búin að þurfa að gera það nú þegar).. það skiptir mig miklu máli.

En ætli þetta sé ekki tímabil sem eg þarf að þrauka eða jafnvel skoða þetta þegar bæði börnin eru komin inn í leikskóla hér að þá gæti ég frekar farið og tekið master í staðnámi.. væri auðveldara en að taka barnið með nuna

Sessaja | 14. apr. '19, kl: 20:02:07 | Svara | Er.is | 0

Kostir og gallar og tímabundið að búa þarna. Gott að setja upp svona lista Kostir: Eyðir minna í áhugamál .... Gallar:finnst þú of ein ....... Þú talar um of mikið álag að vera 24/7 að hugsa um börnin og læra. Spáðiru í tímann sem fer í að sinna áhugamálunum. Þekki einstæða móður í skóla og með barn og kemst ekkert út í ræktina eða sinna synum áhugamálum og hun byr á höfuðborgasvæðinu. Annars væri ekki svo vitlaust að komast eina helgi frá umhverfinu þinu og hlaða batteríinn með að fara í bæinn og gista eina helgi einu sinni eða tvisvar í mánuði ef það er hægt.

amazona | 15. apr. '19, kl: 00:38:15 | Svara | Er.is | 0

Það er mjög þekkt erlendis að fólk pendli, sé í fjarbúð, ekkert að því, ef að þu heldur að það rústi ekki hjónabandinu

vediamo | 23. apr. '19, kl: 09:58:27 | Svara | Er.is | 0

Ég myndi prófa að finna eitthvert félagsstarf á staðnum eins og einhver var búinn að nefna samanber kvenfélag, kórar eru td frábær félagsskapur

Það er gaman að vera saman

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Putin eins og rotta króuuð útí horn. _Svartbakur 11.10.2022 8.1.2024 | 13:09
Vantar smá hjálp... krili76 29.10.2008 8.1.2024 | 07:56
Er góður Rolfer hér á Íslandi? atv2000 5.1.2024
Kostnaður við dagforeldri eftir bæjarfélögum? 15marlei 5.1.2024
Hvað eru þið að borga i bifreiðagjald a husbil kolmar 4.1.2024
Ukraine alex21321 27.11.2023 3.1.2024 | 21:46
OCD aleidheim 28.10.2011 3.1.2024 | 08:40
draumur lólómó 17.10.2005 3.1.2024 | 01:27
Vegna jólagjafir akvosum 3.12.2023 2.1.2024 | 11:40
Einkaskólar Púkalú 1.9.2009 1.1.2024 | 08:44
Saumlausar(seamless) sokkabuxur unadis99 30.12.2023
Aldursbil í samböndum Throwaway2920 25.11.2023 30.12.2023 | 09:55
Hælisleitendur ofl reyna að taka Alþingi í gíslingu ? Hver leyfir að tjalda á Austurvelli ? jaðraka 29.12.2023 30.12.2023 | 00:24
er megastore hætt eða flutt? ny1 11.10.2016 29.12.2023 | 03:02
Dachshund KuTTer 20.7.2009 28.12.2023 | 12:40
UMRÆÐA ???? sælll1 1.6.2007 28.12.2023 | 10:56
Lyf notað í heilbrigðisgeiranum sem hefur áhrif á skammtímaminnið Kalishi 2.7.2014 28.12.2023 | 09:43
Bílasölur agustab 25.4.2004 28.12.2023 | 00:11
Búa á Selfossi Lovlyrose75 27.11.2023 27.12.2023 | 23:57
Plaströr sem verður til úr sjó-laxeldunum hér á landi KolbeinnUngi 27.12.2023
Nýja vínbúðin Inngangur 24.11.2021 27.12.2023 | 22:35
Aumingjavæðingin heldur áfram _Svartbakur 27.12.2023
Endajaxlar Sardína 25.3.2011 27.12.2023 | 13:34
Lögreglan að mæla black_star 26.12.2023 27.12.2023 | 01:29
Death at a funeral.... icyspicy 24.1.2008 25.12.2023 | 12:39
aroma therapy maur 27.1.2005 25.12.2023 | 12:37
Íslensku vigtarráðgjafarnir maíbumba 4.6.2012 25.12.2023 | 07:51
Málarar mugg 19.11.2023 25.12.2023 | 03:06
Dagatöl bankarnir henrysson 23.12.2023 23.12.2023 | 21:33
Eldgos á Reykjanesskaga og vara flugvöllur í Reykjavík. jaðraka 23.12.2023
Staðgöngumóðir PolyCatzz 23.12.2023
Reykjavík Sterling silfur armband Dagnybirg 21.12.2023
Hár og litun heimaþjónusta Madurinn00 19.12.2023
Hangikjöt hdfatboy 10.12.2023 17.12.2023 | 23:32
húðsjúkdómalæknir Aura Pain 16.12.2023 17.12.2023 | 23:30
Herbergi til leigu DB.art 16.12.2023
INNA sboh 13.11.2012 13.12.2023 | 18:54
Rafhleðslustöðvar Dísar 11.12.2023 12.12.2023 | 10:22
Heimta að lífeyrissjóðir breyti stefnu og styrki ýmislegt sem reglur sjóðsins leyfa ekki jaðraka 11.12.2023
Skólp skessa60 18.5.2018 11.12.2023 | 09:22
Perluprjón í staðinn fyrir stroff í hálsmál ! brussann 7.5.2010 9.12.2023 | 09:22
Perluprjón fram og tilbaka fancy pants 10.11.2012 9.12.2023 | 09:20
Katrín Jakobsdóttir væri frábær formaður Sjálfstæðisflokksins jaðraka 8.12.2023 8.12.2023 | 13:49
fallegt ljóð/texti í fermingarkort... hvellur 27.3.2010 7.12.2023 | 22:20
Er einhver að flosa. Lydía 24.2.2009 7.12.2023 | 22:19
Vöðvakippir Kakóland 27.11.2013 7.12.2023 | 14:32
Vmst dvdrom 21.1.2012 7.12.2023 | 13:36
FEÐRADAGURINN blómsturbarn 12.11.2006 6.12.2023 | 02:50
Silfurskottur milky way 18.2.2015 5.12.2023 | 04:40
Skyldmenni Krystal Carey 20.7.2006 5.12.2023 | 04:39
Síða 5 af 47843 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, Paul O'Brien, Kristler, paulobrien, Bland.is, annarut123, Guddie