vill ekki hafa maka i fæðinguni

froskavör | 1. nóv. '15, kl: 22:58:42 | 323 | Svara | Meðganga | 0

Hvernig er það með að vilja ekki hafa maka sinn með sér í fæðinguni? ég veit ekki hvernig mér á að líða til að koma þessu á framfæri eða hvernig ég á að segja það en málið er að mér kvíður fyrir að fæða fyrsta barnið okkar aðalega útaf makinn minn er mér enginn stuðningsaðili. Mér kvíður meira fyrir því að hafa hann þarna en að gera þetta nánast ein, þó mamma mín verði þarna, en ég veit að honum verður ekki á sama að fá ekki að vera í fæðingu dóttur sinnar. þetta byrjaði sem vangavelta útfrá hversu illa hefur gengið í sambandinu hjá okkur á meðgönguni, ég hef veirð að kljást við mikinn kvíða og þunglyndi á meðgönguni útfrá sambandinu okkar, höfum sett allt vesen á hold og erum að reyna að halda sambandinu okkar uppi, eða mér finnst ég vera aðallega að því, eg er ekki nógu sterk til að ganga i gegnum sambandsslit a meðgöngu og veit ekki einu sinni hvort eg geti það eftir meðgönguna, en sambandið okkar er nánast ónýtt, það er ekkert traust vegna endalausra lyga hans megin , brotin traust og vanvirðing. Mér finnst honum vera skít sama um mig. Hann vorkennir mér ekki þegar eg græt eða líður illa eða er í miklum sársauka. Hann spyr varla hvað er að, ef hann gerir það þá gerir hann það afþvi hann nennir ekki að hlusta á það. Hann situr frammi i tölvuni og hunsar mig næstum öll kvöld, hef grátið siðustu 3 nætur , hann rétt kemur spyr hvað se að nuna , ef eg svara ekki lokar hann bara a eftir ser og lætur mig vera. Er með grindagliðnun og einn daginn þurfti eg að sitja fra 9-17 kom heim i svo miklum sársauka að ég eymsist um og gret gat ekkert gert en legið þarna og grátið, hann nennti þessu svo engan vegin svo hann sagði mer bara harka þetta af mer , endaði með að moðir min kom heim til okkar til að nudda mig og hjalpa mer syna mer stuðning og gera eirrhvað handa mer að borða. Litil sem engin umhyggja lengur, sef nànast alltaf ein og hann i sófanum , sofum sjaldan saman orðið. Veit að sambandið gerir andlegan liðan minn ennþa verri a meðgöngu en eg get ekki gengip i gegnum sambandsslit , eg þrái ekkert meira en sð liða eins og hann elski mig og vilji vera með mer og sé til staðar fyrir mig en eg veit ekki hvað eg get gert, er hja salfræðing hja mæðravernd , hef eitthvað nefnt þetta en hef ekki talað um að vilj ekki hafa hann i fæðinguni er hrædd um að liða verr i fæðinguni með hann hja mer þvi hann er siðasti klettur sem eg myndi halla mer að nokkurn timan , frekar myndi eg vilja hafa vinkonu mina þarna en hann nokkrun timan. ekkert verra en að vera einmanna , brotin i hjartanu , ástlaus , við hliðina á makanum sinum. betra finnst mer að hafa engan til staðar og gráta ur mer hjartað og engin heyri i mer en að vita af einhverjum hlusta á það en gerir ekkkert i þvi , þannig er staðan ég veit að ef eg nefndi það við hann að ef eg vildi ekki hafa hann þarna að hann myndi segja eg væri eigingjörn og með óþarfa leiðindi, hann sér nefnilega ekki það sem hann geirr , skilur ekki tilfinningar annarra. svo eg veit ekki hvernig ég að segja honum það.. 33vikur

 

barn2016 | 2. nóv. '15, kl: 09:05:46 | Svara | Meðganga | 1

Mitt álit er að það ert ÞÚ sem ert að fara að fæða barnið og ef þér líður illa með að hafa hann þarna þá myndi ég sleppa því.
Ég sjálf var í hræðilegu sambandi en fannst allt í lagi að hafa hann þarna í fæðingunni. Ég hætti svo með honum stuttu eftir fæðinguna, gat ekki þessar lygar lengur! Ég get loooofað þér því að betra er að vera einn og ganga í gegnum sambandsslit heldur en að vera í svona sambandi. Maður platar sig endalaust um það að þetta eigi eftir að lagast og ekkert gerist. Þegar ég tók skrefið þá var eins og þungu fargi væri af mér létt þótt það hafi tekið sinn tíma að jafna sig.
Eftir á hugsa ég að ég hefði viljað hafa systur mína og vinkonu í fæðingunni og sleppa honum.
Gangi þér alveg super vel og ef það er eitthvað þá skaltu senda mér póst :)
Oftast breytist fólk ekki svona kviss bang. bara spurning um hvort þið getið unnið úr þessu eða ekki.

Villikrydd | 2. nóv. '15, kl: 11:39:47 | Svara | Meðganga | 1

Elsku þú!
Það er skelfilegt að líða svona, en þetta tími þar sem þú þarft stuðning og ég mælist til þess að þú ræðir þetta við sálfræðinginn og ljósmæður.
Ræddu þetta við móður þína og vinkonur. Og hlustaðu á sjálfa þig. Ef þú vilt ekki þetta samband eða hafa hann hjá þér í fæðingu þá átt þú rétt á því! Hann getur bara setið frammi og beðið þar til dýrið er komið í heiminn og komið beint inn þá.


Hringdu strax í ljósmóður/sálfræðing. Ekki bíða þar til þú eigir tíma(nema að það sé á eftir/morgun)

litlaF | 2. nóv. '15, kl: 12:03:21 | Svara | Meðganga | 1

Það er náttúrulega ömurlegt að líða svona illa á meðgöngunni.
Er ekki möguleiki að flytja heim til foreldra þinna restina af meðgöngunni? Ekki endilega að hætta saman bara að þú komist út úr þessu eitraða umhverfi á meðan þú ert ólétt, þá bæði færð þú smá svigrúm til að anda og hugsa hlutina upp á nýtt og hann líka. Get ekki ímyndað mér að líða eins og ég hefði engan stuðning frá maka á þessum tíma.
En til að svara spurningunni með fæðinguna, gerðu það sem þér líður best með, ef það er að hafa hann ekki með þá er það bara þannig. Það ert þú sem ert að fara að nota allan þinn vilja og orku í að koma barninu í heiminn og ef einhver er á staðnum sem dregur úr þér ætti hann auðvitað ekki að vera viðstaddur.
Hann kannski hugsar þetta öðruvísi ef þú segir honum bara nákvæmlega það sem þú ert að hugsa, að þú viljir ekki hafa hann með. Þó hann kalli þig eigingjarna þá held ég að það sé betra að koma þessu frá þér.
Myndi líka tala um þetta við sálfræðinginn hjá mæðravernd.

Gangi þér rosalega vel.

froskavör | 2. nóv. '15, kl: 15:47:34 | Svara | Meðganga | 0

Takk fyrir svörin

Sprakk í dag og sagði honum þetta í dag og hann sagði að skýringin væri að honum fyndist eg bara gráta of mikið og vera bara over reacting (y) frá bært að heyra eða þannig , svo sagðist hann eiga mjög bágt með að sýna öðrum samúð og umhyggju og huggun af persónulegum ástæðum , var tilbúinn til þess að reyna laga það ( hef litla trú að það gerist) vildi alls ekki að ég ÿtti ser i burt i sambandi með fæðinguna og sagði að það yrði ekki þannig þá og eitthvað , ég veit ekki hvað eg á að segja eða
gera en eg veit að þetta lagast liklega ekki , en eg get ekki flutt heim , myndi liða verr þar :/
ég næ að halda mér ágætri á daginn mep þvi að hugsa litið um þetta en vanliðin hrynur yfir mig a kvöldin þegar eg er ein i ruminu og liður svo einmanna :/ þá byrja eg að gráta en enginn kemur þrátt fyrir að einhver heyri :(

ladym | 3. nóv. '15, kl: 00:10:39 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Viltu að hann komi og taki utan um þig og huggi þig? Kannski þarftu að segja honum það. Sumir eru bara þannig..

En afhverju heldur þú að þér líði betur að halda áfram í þessu sambandi en að ljúka því? Mér sýnist vanlíðanin vera ansi mikil :(

everything is doable | 10. nóv. '15, kl: 16:20:33 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ég er ekki ólétt enn sem komið er en ég kannast við svona maka, maðurinn minn var svona svo einn daginn sprakk ég og sagði að hann yrði bara að sýna mér samúð, umhyggju og nánd og að hann mætti aldrei gera lítið úr því þegar ég græt til dæmis af sársauka og þegar ég segi ég er að drepast þá eigi hann að spyrja hvar og hvort það sé eitthvað sem hann geti gert til að láta mér líða betur eða bara jafnvel að segja æji það er ekki gott er eitthvað sem ég get gert? 


Það tók svona 2-3 mánuði að þvinguðum spurningum en eftir það  þá er umhyggjan og samúðin orðin alvöru en ekki uppgerð. Þetta lagaði heilmikið hjá mér og hann talar alveg um það í dag að fjölskyldan hans hafi ekki verið svona hlý fjölskylda heldur átti maður bara að harka af sér og hætta að væla svo hann sá ekki alveg tilgangin í að breyta því fyrren ég kveikti á perunni hjá honum með þetta. Kannski er þetta allt öðruvísi en bara svona hugmynd að það gæti verið það sem er að. 


En með fæðinguna þá myndi ég ekki hika við að taka einhvern annan með þér þetta er tími þar sem þú þarft 100% stuðning og hann getur þá frekar setið frammi og komið inn með eitthvað sem þig vanntar af og til en ef það eykur stressið hjá þér þá ættiru alls ekki að bjóða honum uppá það að vera viðstaddur. 

silly | 10. nóv. '15, kl: 10:00:29 | Svara | Meðganga | 0


Leiðinleg staða sem þú ert í en þú ert að fara að fæða barnið og það er best fyrir þig að hafa þá sem að þú vilt hafa við hlið þér á meðan á fæðingunni stendur svo hún gangi sem allra best.

Hefuru eitthvað skoðað að hafa doulu með í fæðingunni?  
Getur skoðað hér hvað doula gerir fyrir þig www.hondihond.is

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
kvennsi flokid 10.10.2006 28.3.2024 | 07:57
Meðgönguhópar? asadrottning4 15.2.2024
Búa inni á foreldrum með nýfætt barn Kosy Kisan 29.8.2023 15.2.2024 | 04:03
magaspeglun á meðgöngu? jallo 24.11.2008 26.1.2024 | 10:33
JANÚAR 2023 bumbuhópur❤️ Kitt Kat 25.5.2022 2.10.2023 | 18:32
Rifbeinsbrot á meðgöngu Flöffy 6.1.2005 29.9.2023 | 07:06
Hópar fyrir ófrjósemi/Erfiðleika að geta barn lemonsherbert 16.7.2020 20.9.2023 | 02:52
Desember 2022? Villa3 19.4.2022 25.8.2023 | 04:42
Nafnalisti?? momsí 17.8.2011 18.8.2023 | 20:32
Hreiðurblæðing ímyndun 4.2.2008 17.7.2023 | 03:43
Desemberbumbur 2023??? bull123bull 2.4.2023 4.7.2023 | 02:10
Maíbumbur 2022 Erla89 5.10.2021 22.6.2023 | 04:27
Eggjarauður sumarást 28.11.2012 22.6.2023 | 03:26
Maíbumbur 2021 eplii 23.9.2020 5.4.2023 | 09:04
Maibumbur????? NalaMax 24.9.2005 5.4.2023 | 09:02
Maíbumbur!! MissWorld75 10.3.2005 29.3.2023 | 18:37
Ágústbumbur 2023 runa20 21.12.2022 29.3.2023 | 18:33
google helsenki 22.2.2023
ótillitssamur yfirmaður happytime 26.2.2009 8.2.2023 | 17:48
Júní bumbur 2023 Birth 18.10.2022 20.12.2022 | 07:29
Maíbumbur !! centrino 15.5.2006 11.10.2022 | 01:59
Maíbumbur 2023 frettir 3.10.2022 9.10.2022 | 16:51
Nóvemberbumur 2022 birgittafjola 22.3.2022 7.10.2022 | 02:28
Magaspeglun á meðgöngu? obbossí 11.1.2008 12.9.2022 | 07:29
tvíburar, hvenar uppgötvaðist? Myslalitla 21.2.2012 13.8.2022 | 09:47
Hvenær er hægt að greina tvíbura tomasina3 27.5.2009 13.8.2022 | 09:44
Fylgjupæling Rust 2.5.2022 7.7.2022 | 10:03
Sorbitol seint á meðgöngu Ofurkindin 8.10.2008 28.6.2022 | 18:14
Sjúkraþjálfari vegna hnémeiðsla seo 16.11.2020 18.5.2022 | 07:39
Septembermömmur 2022 Mimimosa 24.1.2022 19.4.2022 | 13:20
Snemmsónar allian 17.11.2021
Júníbumbur 2022 Vilborg8 2.10.2021
Apríl 2021 Apríl21 9.8.2020 7.9.2021 | 05:40
Marsbumbur 2022 mussla 13.7.2021 5.8.2021 | 18:28
Janúarbumbur 2022 appelsínatalandi 24.5.2021 3.6.2021 | 19:54
Desember bumbur 2021 Bumba2021 25.4.2021 28.4.2021 | 18:23
Nóvemberbumbur 2021 gauja123 5.4.2021
Októberbumbur 2021 sukkuladiast 7.2.2021 16.3.2021 | 21:31
langaði að deila þessu fallega myndbandi:-) mjasa13 17.10.2012 26.1.2021 | 11:38
Desember 2020 Cs1914 5.4.2020 10.12.2020 | 08:47
Júníbumbur 2021 Mjaaaalm 3.10.2020 9.12.2020 | 14:55
Ágústbumbur?????? gitarstelpa 26.11.2020 29.11.2020 | 11:37
Meðgöngu eitrun !!ATH!! bananananana 27.8.2020 11.10.2020 | 18:01
Maxi cosi lila XP Hanna95 29.9.2020
Aprílbumbur 2021 facebook hópur Apríl21 10.8.2020 1.9.2020 | 09:03
FebrúarBumbur 2021 viktoriaa95 5.6.2020 13.8.2020 | 15:48
Janúarbumbur 2021 beeeebe 26.5.2020 23.7.2020 | 12:15
Marsbumbur 2021 Vilborg8 8.7.2020 9.7.2020 | 14:43
Viltu selja nýru þína? Elviswhyte 13.8.2019 20.6.2020 | 08:57
fyrir ykkur sem eigið svipaðan barnsföður.... *BlueLight* 15.6.2020 15.6.2020 | 13:11
Síða 1 af 8007 síðum
 

Umræðustjórar: paulobrien, Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, Kristler, Guddie