vinnuveitandi - aðlögun á leikskóla

allskonar83 | 13. apr. '15, kl: 18:56:18 | 1198 | Svara | Er.is | 0

Hæhæ. Var að pæla hvort það sé allt gott og gillt við að vinnuveitandi synji foreldri um frí frá vinnu til að vera með dóttir sinni í aðlögun á leiksólanum? Sameiginleg forsjá og sameiginlegt forræði. Mamman ætlar að taka helming í aðlögun og ég helming. Fékk svar frá minum yfirmanni áðan sem sagði " eins og staðan er núna er svarið nei ". Er þá málið bara dautt og mamman þarf að taka allt á sig eða??

 

sellofan | 13. apr. '15, kl: 19:03:02 | Svara | Er.is | 0

Getur þú ekki tekið sumarfrísdaga eða launalaust leyfi? Efast um að margir vinnuveitendur gefi frí á launum... 

allskonar83 | 13. apr. '15, kl: 19:23:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er að biðja um lanalaust leyfi

fálkaorðan | 13. apr. '15, kl: 19:04:35 | Svara | Er.is | 0

Þú verður að taka þér launalaust frí. Alveg eins og mamman.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

allskonar83 | 13. apr. '15, kl: 19:23:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En það er ekki í boði.... Er að biðja um launalaust frí

fálkaorðan | 13. apr. '15, kl: 19:39:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þegar þú getur ekki mætt í vinnuna getur þú ekki mætt í vinnuna. Vinnuveitandi getur í raun ekki bannað þér að geta ekki mætt. Ekki frekar en þú værir veikur.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Ruðrugis | 13. apr. '15, kl: 23:26:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá tekur þú sumarfrísdaga til þess að sinna þessu. Það er ekki hægt að ætlast til þess að mamman taki þetta allt á sig.


En ef barnið þitt veikist, segir þá yfirmaðurinn þinn þá bara nei og segir þér að drullast í vinnuna?

ert | 13. apr. '15, kl: 23:29:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvort byrjar sumarleyfistímabilið í maí eða júní?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Ruðrugis | 13. apr. '15, kl: 23:50:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað ertu að spá? Þú getur tekið sumarfrí hvenær sem er. En orlofstímabilið er frá maí-apríl

ert | 13. apr. '15, kl: 23:52:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Í alvöru getur maður tekið sumarfrí hvenær sem er? Þarf ekki samþykki atvinnuvinnuveitanda?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Ruðrugis | 14. apr. '15, kl: 00:00:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú, hann þarf að samþykkja það en gegn því að það er ekki álagstími í vinnunni eða eitthvað þá hefur hann fátt með sér í það að neita þér lögbundnu sumarfríi. Ef þú átt frídaga inni þá áttu rétt á að taka þá út.

Steina67 | 14. apr. '15, kl: 00:05:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Kanski er álagstími í vinnunni hjá manninum núna? Og þá getur hann væntanlega ekki tekið sumarfrí heldur

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Ruðrugis | 14. apr. '15, kl: 00:12:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já en við vitum það ekki og þess vegna var ég að velta þeim möguleika upp.

Steina67 | 14. apr. '15, kl: 00:30:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ef hann getur ekki tekið launalaust frí núna að þá getur hann væntanlega ekki heldur tekið sumarfrísdag.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

allskonar83 | 14. apr. '15, kl: 07:21:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það skiptir ekki máli í hvaða mynd ég tek þessa tvo daga. Sumarfrí, launalaust eða vetrarfrí. Svarið var nei.

ert | 14. apr. '15, kl: 00:07:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

En það meikar ekki sens að starfsmaður komi og segi mig vantar frí brot úr degi launalaust og fái svar "Nei, það er hægt" en svo komi starfsmaðurinn utan orlofstíma og segi ég ætla að taka sumarfrí í nokkra dag og fái svarið: "Ekkert mál".

Vandamálið er varla hvernig fríið er tekið heldur viðhorf atvinnurekandans til frísins.

Ég held þar að auki að reglur um sumarfrí séu ekki það rúmar að starfsmaður eigi rétt til töku sumarfrís nema ef vinnuveitandi geti sýnt fram á að það sé ekki fært að veita honum það.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Steina67 | 14. apr. '15, kl: 00:27:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bingó

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Grjona | 14. apr. '15, kl: 06:43:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju ætti það eitthvað frekar að virka?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

allskonar83 | 14. apr. '15, kl: 07:17:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama hvaða tegund af fríi ég bæði um væri svarið nei.
Hef nokkrum sinnum verið með dóttir mína veika heima og hefur það aldrei verið vesen.

Grjona | 14. apr. '15, kl: 08:25:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gaf hann ástæðu? Brjálað að gera í vinnunni?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

allskonar83 | 14. apr. '15, kl: 13:54:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að ég væri meira frá vinnu vegna veikinda minna og veikinda barnsins míns en gengur og gerist. Hef samt aldrei verið beðinn um vottorð og öll frávera frá vinnu á sér eðlilegar skýringar. Btw buinn að vinna í 9 ár hjá þessu fyrirtæki.

Grjona | 14. apr. '15, kl: 15:16:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að hann (eða hún) er beisikklí að vera leiðinleg(ur). Ömurlegt.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

presto | 14. apr. '15, kl: 10:11:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tekur þá bara veikindadag vegna barns. Varstu að sækja um foreldraorlof? slikt þarf að skipuleggja í samráði með vinnuveitanda, er hægt að.fresta aðlögun á hentugri tíma? (Ss. Í lok sumarleyfis)

allskonar83 | 14. apr. '15, kl: 13:26:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það gefur augaleið að ég hringi mig eða barnið mitt veikt til yfirmanns míns þegar hvorugt okkar er veikt og yfirmanninum kunnugt um stöðuna. Er fólk almennt í alvöru að taka foreldraorlod fyri 2 saga með barninu sínu á nýjum leikskóla? Sorry enmér finnst það commonsense að fáþetta frí sem beðið er um með mjög góðum fyrirvara.

fálkaorðan | 14. apr. '15, kl: 14:57:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta á bara ekkert að vera vandamál hvorki fyrir mömmur né pabba. Ég hef bara tilkynnt það að ég geti ekki mætt vegna hluta í kringum mín börn og engum hefur dottið í hug að banna mér að sinna börnunum.


Ég er alveg bit með þetta.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

ert | 14. apr. '15, kl: 15:01:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei, það gerir það ekki almennt því almennt á fólk skilningsríka yfirmenn. En þessi réttur til foreldraorlofs er til að tryggja fólki sem á ekki slíka yfirmenn einhverja úrlausn sinna mála.

Ef einhver er yfir yfirmanni þínum þá gæti verið ráð að tala við hann. (við hvað vinnurðu eiginilega sem er svona mikilvægt - bráðaaðgerðir á LSH?)

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

presto | 15. apr. '15, kl: 19:25:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Réttur til foreldraorlofs er lögvarinn.

Silaqui | 13. apr. '15, kl: 19:14:36 | Svara | Er.is | 1

Í gegnum tíðina hef ég annars vegar beðið um frí ef það hefur verið einhver svegjanleiki í boði, eða hreinlega sagt yfirmanni að ég þurfi frí, ef fríið hefur verið algerlega nauðsynlegt (yfirleitt alltaf tengt barninu). Það hefur alltaf orðið til þess að ég hafi fengið fríið, enda verið algjörlega skýrt að það sé ekki neitt val með það. En ég er auðvitað kona.
Þú verður bara að vera harður á því að þetta sé ekkert val fyrir þig, þú sért að sinna þínu barni og það sé eðlilegt. En ekki gera ráð fyrir öðru en launalausu fríi.

dekkið | 13. apr. '15, kl: 19:38:51 | Svara | Er.is | 8

Virkilega lélegt af vinnuveitenda að hafa ekki skilning að þetta er eitthvað sem foreldrar þurfa að gera.

Andý | 13. apr. '15, kl: 19:52:13 | Svara | Er.is | 2

Hvers konar andskotans fólk er þessi vinnuveitandi eiginlega? Oj hvað ég væri ekki að vinna fyrir svona gaur

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

ert | 13. apr. '15, kl: 20:21:35 | Svara | Er.is | 3

Þú átt rétt á foreldraorlofi ef þú hefur starfað þarna í 6 mánuði eða lengur. En þú þarft aðsækja um með 6 vikna fyrirvara.

Sjá 24-28 gr. hér http://www.althingi.is/lagas/nuna/2000095.html

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

xlnt | 13. apr. '15, kl: 21:33:26 | Svara | Er.is | 0

Ertu búinn með allt fæðingarorlofið? Við höfum yfirleitt geymt hluta af því í leikskólaaðlögun fyrir okkar kríli...

bogi | 13. apr. '15, kl: 21:52:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vinnuveitandi þarf að samþykkja tímasetninga fyrir fæðingarorlof líka.

xlnt | 13. apr. '15, kl: 22:32:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Auðvitað, en upphafsinnlegg er að tala um launalaust frí þessvegna er ég að benda á þann möguleika ef ekki er búið að fullnýta fæðingarorlofið þá má nýta það í svona í stað launalauss frís...

allskonar83 | 13. apr. '15, kl: 22:52:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já búinn með það allt og hafði ekki hugsað mér að nota það fyrir c.a 2 daga íaðlögun með dóttir minni.

kauphéðinn | 13. apr. '15, kl: 21:50:09 | Svara | Er.is | 0

Getur mamman fengið frí alla aðlögunina, ef svo er verður hún að gera það nema þú hafir störf á bið til að grípa í ef þú verður rekinn

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

allskonar83 | 13. apr. '15, kl: 22:51:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit það ekki. Finnst samt mjög líklegt að yfirmaður hennar hafi skilning á því og veiti henni 3-5 daga frí.

kauphéðinn | 13. apr. '15, kl: 22:53:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá er þetta ekki spurning.  Leiðinlegt að hafa svona ósanngjarnan vinnuveitanda samt.

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

staðalfrávik | 13. apr. '15, kl: 23:01:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ömurlega leiðinlegt. Þú hefur kannski hlakkað til að taka þátt í þessu og það er svo gráupplagt að báðir  foreldrarnir kynnist leiksólanum sem svona aðlögun augljóslega býður uppá og er í raun einstakt tækifæri. Ertu viss um að þú sért ekki að fá flensu sem er að ná hámarki akkúrat á þessum tíma (blikk blikk:)).

.

allskonar83 | 13. apr. '15, kl: 23:07:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

hehe nei ég ætla ekki að tilkynna mig veikann þegar ég ér ekki veikur :)

staðalfrávik | 14. apr. '15, kl: 00:47:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei auðvitað er það ekkert ideal. Þetta er bara svo gott tækifæri fyrir þig að kynnast nýja vinnustað barnsins þíns og fólkinu sem er að fara að taka þátt í að þroska það.

.

fálkaorðan | 13. apr. '15, kl: 23:35:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hefur mamman störf til að grípa í ef hún verður rekin?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

kauphéðinn | 13. apr. '15, kl: 23:37:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sú staða hélt hann að kæmi ekki upp þar sem hennar vinnuveitandi er sanngjarnari en hans

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

T.M.O | 13. apr. '15, kl: 23:58:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

það er af því að hún er kona og hann er karlmaður. jafnrétti í framkvæmd.

kauphéðinn | 14. apr. '15, kl: 07:20:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já þarna hallar heldur betur á karlmenn en við tölum ekki um það

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

Silaqui | 14. apr. '15, kl: 07:51:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Og allur þessi þráður eins og hann leggur sig fjallar um....?
Ah ég veit! Dekkjaskiptingar!!!
Alls, alls ekki um ósanngirnina hjá vinnuveitanda karlmannsins við að veita ekki frí vegna þarfa barnsins, eitthvað sem hann fengi örugglega ef hann hefði verið kvenkyns.
Af því við tölum ekki um svoleiðis.

Grjona | 14. apr. '15, kl: 08:26:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Nei, það er enginn að svara þessum þræði nema þú.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

T.M.O | 14. apr. '15, kl: 08:27:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hahahahaha

Carrie Bradshaw | 14. apr. '15, kl: 08:31:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Thad hallar á thau bædi i thessu tilfelli.

Orgínal | 15. apr. '15, kl: 22:44:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það þarf ekki að vera að það sé endalaust umburðarlyndi með því að mamman taki frí en pabbinn ekki. Ég amast ekki við frítöku vegna barna hjá starfsmönnum nema þegar ég verð vör við að mamman taki allt en pabbinn ekkert og þá án gildra skýringa.

kauphéðinn | 15. apr. '15, kl: 22:45:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er ömurleg aðstaða en fjölskyldan er engu bættari með að pabbinn missi vinnuna. Hvaða skýring er gildari en að pabbinn fái ekki leyfi því hann á ömurlegan yfirmann?

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

Orgínal | 15. apr. '15, kl: 22:46:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hefði tekið þá skýringu gilda.

allskonar83 | 14. apr. '15, kl: 07:23:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mamman er með 6 ára háskóla menntun í heilbrigðisgeiranum. Alls ekki hlaupið að því að smella fingri og fá aðra vinnu.

Felis | 14. apr. '15, kl: 08:23:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

það er fáránlegt að ætlast til þess - hann ætti amk fyrst að leita réttar síns því að svona framkoma er bara alls ekki í lagi. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

T.M.O | 13. apr. '15, kl: 22:49:14 | Svara | Er.is | 1

ég myndi spyrja stéttarfélagið þitt.

allskonar83 | 13. apr. '15, kl: 22:50:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ætla að gera það. Takk

ert | 13. apr. '15, kl: 22:53:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

minntu þá á rétt til foreldraorlofs ef þeir minnast ekki á það að fyrra bragði - menn gleyma þessu oft

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Felis | 14. apr. '15, kl: 08:22:42 | Svara | Er.is | 7

ég veit ekki hver réttur þinn er í þessu máli - en þetta er ömurlegur yfirmaður og vinnustaður. 
Endilega hafðu samband við stéttarfélagið þitt og fáðu svart á hvítu hver er réttur þinn, einnig fyndist mér full ástæða til að nefna þetta við trúnaðarmanninn í fyrirtækinu. 


Ef þú færð svo á endanum ekki frí fyrir þetta þá myndi ég örugglega fara að horfa í kringum mig eftir annarri vinnu, ég hefði ekki áhuga á að vinna á vinnustað sem að styður ekki það að starfsmennirnir eigi fjölskyldur og sinni þeim. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

saedis88 | 14. apr. '15, kl: 15:01:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

tek algjörlega undir þetta. 


Ég er svooooo viss um að viðkomandi starfsmaður væri kona væri þetta ekkert mál. 


hljómar frekar sexist að gefa ekki frí, nema hafa góðar ástæður fyrir því sem virðist ekki vera í þessu tilfelli.

Felis | 14. apr. '15, kl: 15:04:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

einmitt
það er bara þannig að þegar maður á börn (og vinnustaðir eiga að taka tillit til þess að fólk á börn (að mínu mati)) þá koma upp hlutir sem maður verður að sinna jafnvel þó að það lendi á vinnutíma og fólk á að geta sinnt því hvort sem það er með typpi eða píku. 
Það eru svona aðlaganir, svo eru foreldraviðtöl og tannlæknaheimsóknir osfr. osfr. 


Það er enginn svo mikilvægur að hann geti ekki verið fjarverandi nokkrar stundir 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

snsl | 14. apr. '15, kl: 15:25:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála

nefnilega | 14. apr. '15, kl: 10:38:26 | Svara | Er.is | 1

Ertu að biðja um fríið með stuttum fyrirvara?

allskonar83 | 14. apr. '15, kl: 17:13:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei mjög góður fyrirvari.

choccoholic | 14. apr. '15, kl: 16:10:32 | Svara | Er.is | 1

En glatadur yfirmadur.

Þegar strákarnir mínir byrjudu í skólanum þá baud yfirmadurinn minn mér frí á fullum launum í heilan dag, og þeir voru samt ad byrja í ödrum bekk! (Í nýjum skóla samt).

Myndi prófa ad tala vid hann aftur.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Að mála götur og flagga fyrir venjulegu fólki ? jaðraka 10.8.2023 14.8.2023 | 03:50
Síða 8 af 47901 síðum
 

Umræðustjórar: paulobrien, Hr Tölva, tinnzy123, annarut123, Paul O'Brien, Kristler, Bland.is, Guddie