Yfirgangur í borgarstjórnarmeirihluta

Júlí 78 | 6. maí '22, kl: 16:25:46 | 76 | Svara | Er.is | 0

Ég las frétt í mogun þar sem sagði: 

"Átök urðu á fundi borgarráðs Reykjavíkur í dag um þá tillögu borgarstjóra að úthluta fimm þúsund fermetra lóð og byggingarrétti fyrir allt að 140 íbúðir við Einarsnes 130. Lóðin er núna innan flugvallargirðingar í svokölluðum Nýja Skerjafirði á svæði sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lýsti yfir í gær að borgin fengi ekki afhent meðan ekki væri kominn betri flugvallarkostur í stað Reykjavíkurflugvallar. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum meirihlutans, fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna, gegn þremur atkvæðum minnihlutans, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Áheyrnarfulltrúar Sósíalistaflokksins og Miðflokksins lýstu einnig andstöðu í bókun en málið fer núna til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar."

Hvers lags yfirgangur er þetta í þessu meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur? Þó að Reykjavíkurborg eigi kannski landið þá geta þeir ekkert hunsað samkomulag sem gert var við ráðherrann sjálfan! Ekki hægt að byggja þarna nema að búið sé að finna aðra flugvallarstaðsetningu! 

Þetta eru orð að sönnu: „Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands telur ekki tímabært að selja byggingarrétt á landi sem liggur að Reykjavíkurflugvelli eða undir Reykjavíkurflugvelli á meðan hann er í fullri notkun og jafn stór hluti af neyðarúrræði landsbyggðarinnar og nú er. Þegar um alvarleg slys er að ræða skipta mínútur sköpum.

Alveg er þetta týpískt með þetta lið þarna í þessum borgarstjórnarmeirihluta, bara valtað yfir allt og alla og ekki horft á önnur sjónarmið en sín eigin. Rétt eins og gerðist með Laugaveginn, þar var ekki tekið tillit til neins þó að kaupmenn mótmæltu eða vildu hafa samráð um málið eins og fulltrúi Miðflokksins hefur t.d. bent á. Samráðið var ekkert, bara einstefna. Svo vill nú þessi Pawel hafa göngustíg allan Laugaveginn og áfram Austurstrætið og alveg að Ingólfstorgi. Hvað þá, stendur þá til að bílar geti ekki keyrt Lækjargötuna? Vilja Reykvíkingar svona stjórnun, einstefnustjórnun þar sem ekkert tillit er tekið til þess hvað íbúar vilja? Eða hvað ráðherrann og meirihluti þjóðarinnar vill varðandi þessi flugvallarmál? 

https://www.visir.is/g/20222258098d/tokust-a-um-lodaruthlutun-a-landi-innan-flugvallargirdingar

 

_Svartbakur | 6. maí '22, kl: 18:05:10 | Svara | Er.is | 0

Manni sýnist þessi innviðaráðherra Sigurður Ingi vera frekar slappur og huglaus.
Ráðherrann á að láta heyra í sér og mótmæla þessari lögleysu borgarstjóra.

Júlí 78 | 6. maí '22, kl: 19:43:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sigurður Ingi lét reyndar í sér heyra, talaði um minnir mig að í sinni sveit þá skulu samningar halda. Og eitthvað heyrðist mér hann vera þreyttur á að þurfa að tala um þetta aftur og aftur þetta samkomulag. Já það er eins og þetta lið þarna í borgarstjórn sé búið að gleyma samkomulaginu! En ég segi eru engin lög til sem geta komið í veg fyrir það sem þessi borgarstjórnarmeirihluti ætlar sér þ.e. að byggja þarna? Ógnar það ekki öryggi fólks ef þrengt er mjög að þessum flugvelli? Er þetta ekki bráðnauðsynlegur flugvöllur? Flugmenn hafa sagt það fyrir löngu að ekki má leggja niður einhverja ákveðna flugbraut þarna, er alveg nauðsynleg við viss veðurskilyrði.

_Svartbakur | 6. maí '22, kl: 18:17:10 | Svara | Er.is | 0

Það sjá það allir að á Hvassahrauni verður ekki byggður flugvöllurnæstu 100 árin.
Reykjanesið allt er áhættusamt vegna kviksöfnunar, eldgosáhættu og jarðskjálfta að sögn helstu jarðfræðinga og vísindamanna á þessu sviði.
Við erum heppin að hafa Reykjaíkurflugvöll þar sem hann er.
Reykjavíkurflugvöllur er vara flugvöllur Keflavíkurflugvallar ef illa fer vegna eldsumbrota á Reykjanesi,

Júlí 78 | 6. maí '22, kl: 19:48:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru bara draumórar að halda að hægt sé að byggja flugvöll í Hvassahrauni. Það gæti orðið eins og að henda peningum á glæ, já eldgosaáhætta og jarðskjálftar. Og Ómar Ragnarsson varaði mjög við flugvelli þarna og sagði meðal annars:

"Í sam­tali við mbl.is seg­ir hann að hug­mynd­ir hafi verið uppi fyr­ir um 55 árum um flug­völl í Kap­ellu­hrauni, skammt frá Hvassa­hrauni. Sú hug­mynd hafi hins veg­ar verið sleg­in af borðinu eft­ir að menn höfðu prófað að fljúga flug­vél­um til skipt­is að og frá Reykja­vík­ur­flug­velli í hvassri aust-suðaustanátt, sem er al­geng­asta vind­átt­in á höfuðborg­ar­svæðinu, og jafn­framt að og frá hugs­an­legu flug­vall­ar­stæði við Hvassa­hraun.

„Hef­ur Reykja­nes­fjall­g­arður­inn fjar­lægst og lækkað síðustu 55 árin og hef­ur vind­ur­inn minnkað?“ spyr Ómar."

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/06/25/verid_ad_vekja_upp_gamlan_draug/Júlí 78 | 6. maí '22, kl: 19:57:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já Kolbrún Baldursdóttir hjá Flokki fólksins tekur þó upp hanskann fyrir íbúana þarna og talar um þetta mál. Meira að segja leyfðir skemmtistaðir í eldgömlum húsum sem halda engu hljóði. Íbúar fá engan svefnfrið þarna og ekki einu sinni túristarnir. Var kannski gerð göngugata þarna við Laugaveginn og í bígerð að lengja göngugötuna alla leið að Ingólfstorgi til þess að skríllinn fái meira næði til þess að láta þarna eins og vitleysingar um miðjar nætur?

AlanEmpire | 6. maí '22, kl: 20:31:43 | Svara | Er.is | 0

Þetta er svipað og með þessa forræðishyggju hjá borgarstjórninni. Þau vita best sjáðu til. Hef enga trú á öðru en að þessi stjórn verði felld. Ástandið í húsnæðismálum er orðið grafalvarlegt.

Júlí 78 | 7. maí '22, kl: 01:21:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er nú ekkert viss um það að þessi stjórn verði felld. Píratar t.d. virðast ætla að bæta við sig 2 mönnum þó að skipulagsmálin hafa verið slæm hjá þeim. 
ruv.is 28. apríl:
"Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík mælist 19,4 prósent í skoðanakönnun Prósents fyrir Fréttablaðið og hefur ekki mælst lægra á þessu kjörtímabili. Verði úrslit kosninganna í þessa veru tapar flokkurinn þremur borgarfulltrúum. Fylgi Framsóknarflokksins eykst hins vegar verulega, og fær hann þrjá menn kjörna samkvæmt þessu. Meirihluti Samfylkingar, Pírata, Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Viðreisnar heldur naumlega velli samkvæmt þessari könnun.

Samfylkingin yrði stærst flokka með 23,4 prósent atkvæða á bak við sig. Það er þó heldur minna fylgi en í síðustu kosningum og verði þetta niðurstaðan tapar flokkurinn einum borgarfulltrúa. Viðreisn tapar líka einum manni en Píratar auka fylgið og bæta við sig tveimur fulltrúum. VG bætir við sig fylgi en ekki manni og heldur sínum eina fulltrúa.

Sósíalistaflokkurinn bætir við sig og fengi tvo borgarfulltrúa samkvæmt þessari könnun, en fylgi Miðflokksins hefur hrunið og verði þetta úrslitin fær hann engan mann kjörinn í maí." 

Já og þó að fulltrúi Miðflokksins hafi bent á óréttlætið t.d. vegna Laugavegar að ekkert hafi verið hlustað á kaupmenn (ekkert samráð) þá virðist hann ekki ná kjöri. Ég myndi miklu frekar vilja halda Vigdísi Hauksdóttur inni heldur en marga aðra borgarfulltrúa. Það er töggur í henni og hún lætur í sér heyra! En helst vildi ég hafa Sigmund Davíð sem skipulagsfulltrúa í borginni, hann hefur miklu meira vit á skipulagsmálum heldur en allt þetta lið þarna í þessum borgarstjórnarmeirihluta.

Júlí 78 | 7. maí '22, kl: 08:45:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ástandið í húsnæðismálum er orðið grafalvarlegt. Ríkið ber líka sína sök. Leigjendur t.d. borga oft mjög stóran hluta sinna tekna í leigu. Við ættum endilega að rifja upp hvað Katrín Jakobsdóttir sagði ÁÐUR en hún fór í þessa ríkisstjórn. Kjarninn.is  13. ág. 2015: " Katrín segir að í á liðnu vori hafi hún beint fyr­ir­spurn til félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra hvort ekki væri rétt að setja þak á leigu­verð þannig að leigu­sölum sé leigu­verð ekki í sjálfs­vald sett. "Slík lög hafa lengi verið í gildi í Sví­þjóð og nú nýlega voru slíkar reglur settar í Berlín því að borg­ar­yf­ir­völdum finnst mik­il­vægt að tryggja að borgin sé fyrir alla, ekki ein­ung­is el­ít­una." 


Þetta er samt greinilega ekkert mikilvægt í huga Katrínar að leigjendur þurfi ekki að borga okurleigu, ekkert hefur skeð í þessum efnum! Ef þetta væri henni mikilvægt þá færi hún úr þessari stjórn ef ekki semst um málið við samstarfsflokkana!


Sigurður Helgi Guðjónsson hjá Húseigendafélaginu " lagðist gegn því að sett verði þak á leiguverð. Hann sagði að vandi leigumarkaðarins væri fyrst fyrst og fremst skortur á framboði og hann mætti leysa með því fella niður skatta á leigjutekjur einstaklinga." Ég er ekki viss um að það dugi a.m.k. ekki eitt og sér. Nauðsynlegt er að setja þak á leigutekjur eins og ástandið er núna. https://kjarninn.is/frettir/katrin-jakobsdottir-vill-thak-a-leiguverd-ibudahusnaedis/

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2019/06/18/barattan_vid_himinhaa_leigu/

https://www.ruv.is/frett/deila-um-hvort-setja-eigi-thak-a-leiguverd

_Svartbakur | 7. maí '22, kl: 16:50:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Leiguverð endurspeglar oftast kostnað,
Reykjavíkurborg sem er á hausnum hefur þurft að hækka húsaleigu í félagsbústöðum.
Aææat skattprósentur Reykjavíkur eru í hæstu hæðum.
Fasteignaskattar eru í hæstu hæðum.
Enginn hagnast mikið af því að leigja húsnæði. Fasteignafélög sem leigja á almennum markaði og eru
á markaði með hlutafé eru ekki hátt skrifuð. Hagnaður er lítill sem enginn.
Húsnæðisskortur er því mikill því húsnæði er dýrt í byggingu m.a. vegna hás lóðarverðs frá Reykjavíkurborg.
Að setja þak á leiguverð með það að markmiði að lækka leiguverð mun bara auka húsnæðisvandann,

Júlí 78 | 7. maí '22, kl: 18:51:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það þarf að gera eitthvað NÚNA vegna leigjenda. Ef ekki þak á leiguverð þá eitthvað annað. Það er ekki boðlegt að fólk þurfi að borga meirihluta tekna sinna í leigu! Aðrar þjóðir hafa þó gert eitthvað! mbl.is 18. júní 2019: " Him­in­hátt leigu­verð er eitt af því sem fólk kvart­ar und­an í stór­borg­um heims­ins. Víða hafa borg­ar­yf­ir­völd gripið til aðgerða til að stemma stigu við hækk­un­um á húsa­leigu og í dag munu borg­ar­yf­ir­völd í Berlín kynna sitt út­spil í þess­ari bar­áttu.

Á fundi borg­ar­ráðs Berlín­ar síðar í dag verður vænt­an­lega samþykkt að frysta húsa­leigu í fimm ár til þess að koma í veg fyr­ir að fleiri flytji á brott þar sem fólk er ein­fald­lega að gef­ast upp og flytja annað. Berlín er ekki eina borg­in sem hef­ur gripið til aðgerða að und­an­förnu því yf­ir­völd í New York-ríki samþykktu á föstu­dag setn­ingu laga sem er ætlað að verja lág­tekju­fólk á leigu­markaði.  Sam­kvæmt nýju lög­un­um sem tóku gildi í New York-ríki er felld út heim­ild eig­enda húsa til þess að hækka leigu þegar nýir leigj­end­ur flytja inn. Eins er lög­un­um ætlað að koma í veg fyr­ir að þeir sem eru að taka íbúðir á leigu þurfi að greiða kostnaðarsam­ar fram­kvæmd­ir á íbúðum." 

Bjarg leigufélag er með leiguhúsnæði og er rekið án hagnaðarmarkmiða: Félaginu er ætlar að tryggja tekjulágum einstaklingum og fjölskyldum á vinnumarkaði sem eru fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Um er að ræða svokölluð leiguheimili að norrænni fyrirmynd. Þeir segja að félagið hefur hafist handa við uppbyggingu íbúða víða um land. En þetta eru íbúðir fyrir tekjulágt fólk "á vinnumarkaði". Reykjavíkurborg þarf sjálfsagt að eiga eitthvað leiguhúsnæði, ekki boðlegt að hafa endalausan biðlista eftir "félagslegu húsnæði" Í Svíþjóð þar sem ég þekki til í einum bæ sýnist mér bæjarfélagið eiga húsnæði (leigufélag) sem er svo leigt út á sanngjörnu verði. Það geta allir sem hafa greiðslugetu sótt um húsnæði hjá þeim. Mér finnst trúlegt að fólk fái svo sérstakan stuðning hjá bæjarfélaginu sem eru mjög tekjulágir og að þeir hafi forgang með húsnæði hjá þeim, ég held það a.m.k.  

Húsnæði eru mannréttindi og á að vera fyrir alla en ekki bara suma sem geta borgað himinháa leigu. Ég las inn á síðu obi.is :

„Sjálf brenn ég helst fyrir því að sjá réttindi fólks og stuðning verða samræmdan milli sveitarfélaga og að sjá aukningu í félagslegu húsnæði en mér finnst galið hvaða augum sveitarfélög virðast líta á sitt húsnæði í dag. Hér ætti auðvitað að rísa mun meira af félagslegu leigu- og kaupleiguhúsnæði í takt við hin Norðurlöndin og á pari við gamla verkamannabústaðakerfið. Það að búa í félagslegu húsnæði á svo sannarlega ekki að vera einhver fátækrastimpill eins og nú loðir við. Sjálf er ég alin upp í gamla Verkó og veit að það kerfi gagnaðist ansi fjölbreyttum hópi á árum áður.“

https://www.bjargibudafelag.is/

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2019/06/18/barattan_vid_himinhaa_leigu/

https://www.obi.is/is/moya/news/2021-oruggt-husnaedi-mannrettindi-okkar-allra

Júlí 78 | 10. maí '22, kl: 00:31:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta finnst mér áhugaverð orð sem ég var að lesa í frétt inn á mbl.is Sólveig Anna segir: "Ein stærstu svik ríkisstjórnarinnar við vinnandi fólk í kjölfar Lífskjarasamninganna 2019 voru að standa ekki við loforð um leigubremsu."  Ekki vissi ég að ríkisstjórnin hefði lofað þessu en greinilega gerði hún það sem hún síðan sveik. Svo heldur Sólveig Anna áfram og segir: " Búið var að smíða drög að frumvarpi sem hefðu sett takmarkanir á hækkanir leiguverðs.  Það kom í Samráðsgáttina  [...] en var svo svæft af sérhagsmunaöflunum eins og tíðkast á okkar góða landi og liggur nú dautt inni á gólfi í einhverju ráðuneyti,“
https://www.visir.is/g/20222259528d/segir-frumvarp-um-thak-a-leiguverd-hafa-verid-sett-a-salt

Júlí 78 | 10. maí '22, kl: 00:32:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki inn á mbl.is heldur visir.is fréttin

_Svartbakur | 7. maí '22, kl: 16:38:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Reykjavik og Samfylking hefur spilað inná að allt skuli rekið an hagnaðarsjórnarmiða.
Hagnaður er af hinu illa í augum Dgs B og Samfylkingar í Reykjavík.
Verkin tala allar framkvæmdir fara framúr áætlun og gífurlegt tap á flestu sem borgarstórn tekur fyrir.
Skuldir hlaðast upp með lántökum. Skuldir Reykjavíkurborgar eru nú vel yfir 450 milljarða.
Skuldasöfnun eykst ár frá ári.
Það kemur að því fyrr en síðar borgarsjóður nær ekki að borga af lánum.
Borgarlínu vitleysan mun sennilega sprengja vitleysuna. Þar eru áætlaðar framkvæmdir uppá hundruð milljarða sem engu skila til baka. Nýjar strætó götur á miðjum akvegum munu kosta tugi eða hundruð milljarða.
Nýir langir strætisvagnar kosta mjög mikið. Enginn sem hefur skoðað þessi má sér hvernig farþegum muni fjölfa. Strætó ekur nánast tómur 96% ferða sinna. Það sama mun gerast með borgarlínu.
Tapið er mjög fyrirsjánlegt.

darkstar | 8. maí '22, kl: 14:05:43 | Svara | Er.is | 0

borgin á landið mikið rétt en flugvöllinn þurfa þeir að greiða vilji þeir færa hann, kosti um 20 milljarða ef ekki meira að byggja svona flugvöll upp annarstaðar, hefur borgin efni á því miðað við skuldastöðu?

dagur ætlast til að ríkið taki þetta á sig, ríkið getur alveg gert það, tekið allt fjármagnið sem á að fara í borgarlínu og lagt í þetta þar sem þetta yrði að vera forgángsverkefni að byggja völl upp á flugöryggi við landsbyggð, þetta myndi þá klárlega endanlega jarða samfylkinguna á landsvísu því henni yrði kennt um það að völlurinn væri farinn og fjármagnið fyrir borgarlínu sömuleiðis og myndi hún trúlega tefjast um 20 ár ef ekki lengur.

held að það sé engin lausn til á þessu vandamáli og þetta verði aldrei leyst, við getum sagt að borgin eigi landið undir kringlunni þannig að núna eiga þeir sem eiga kringluna að hypja sig í burtu því þarna eigi að byggja blokkir og borgin ætli ekki að borga neitt fyrir kringluna og ríkið eigi að byggja nýja upp á hólmsheiði því allt sem kostar borgina eigi ríkið að greiða, dagur er frekar einfaldur aðili satt að segja.

hvað varðar laugarveginn þetta er túristagata í dag, talar varla nokkur maður orðið íslensku í búðum þarna lengur, kannski væri best að rífa þetta allt og færa bara á hólmsheiði líka.

Júlí 78 | 9. maí '22, kl: 11:02:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Allir ættu að lesa þessa frétt inn á mbl.is í dag (tengill). Þar sjáum við alveg afstöðu fólks sem eru í framboði hjá flokkunum. Reyndar stendur þarna: Ekki náðist í dag B. Eggertsson oddvit Samfylkingarinnar, Dóru Björt Guðjónsdóttir oddvita Pírata og Kolbrúnu Baldursdóttur oddvita Flokk fólksins. En einhvern tímann las ég að Kolbrún væri fylgjandi að halda flugvellinum í Vatnsmýrinni. En við vitum alveg afstöðu núverandi meirihluta í borgarstjórn. Þau vilja byggja þarna innan flugvallargirðingar þó ekki hafi fundist ný staðsetning fyrir nýjan flugvöll.  
En annars:

Hildur í Sjálfstæðisflokki segir:  „Það þarf heild­stætt að end­ur­skoða þetta og íbú­ar eru veru­lega ósátt­ir við bygg­inga­magnið sem er kynnt. Þótt það megi sann­ar­lega byggja meira í Skerjaf­irði og skapa for­send­ur fyr­ir skólastarf þá er gengið ansi langt í þess­um til­lög­um.“ 
Einar Þorsteinsson hjá Framsókn segir: " Tel­ur hann mik­il­vægt að borg­in virði samn­ing­inn sem hún gerði við ríkið árið 2019 um að fara ekki í frek­ari upp­bygg­ingu á svæðinu þar til ný staðsetn­ing fyr­ir völl­inn sé ákveðin."


"Ómar Már Jóns­son, odd­viti Miðflokks­ins í Reykja­vík, seg­ir Miðflokk­inn al­farið á móti frek­ari upp­bygg­ingu við flug­vall­ar­svæðið." "Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir odd­viti Sósí­al­ista­flokks­ins seg­ir eðli­leg­ast að Reykja­vík­ur­borg fari með skipu­lags­valdið í sínu sveit­ar­fé­lagi en það þurfi að tryggja nýja staðsetn­ingu fyr­ir flug­völl­inn áður en upp­bygg­ing hefst á svæðinu."En ég las t.d. í einni frétt inn á stundin.is í des. 2020: "F jöldi sveitarfélaga á landsbyggðinni styðja þingsályktunartillögu sem gæti falið í sér að skipulagsvald yrði tekið af Reykjavíkurborg með lögum.  Þetta má lesa úr þeim umsögnum sem borist hafa vegna þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar."  Greinilega vill fjöldi fólks á landsbyggðinni hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni.


https://www.mbl.is/frettir/kosning/2022/05/09/oddvitar_takast_a_um_skerjafjordinn/
_Svartbakur | 10. maí '22, kl: 15:49:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hildur frambjóðandi Sjálfstæðisflokks er alltaf á b´ðum áttum og svíkur félaga sína í Sjálfstæðisflokki óhikað.
Hildi er bara alls ekki hægt að treysta.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ísland fær falleinkunn sem velferðarríki Júlí 78 1.7.2022 3.7.2022 | 08:44
nissan xtrail eða toyota rav4 stubban 24.6.2022 2.7.2022 | 12:00
NATO eflist með inngöngu Finna og Svía _Svartbakur 28.6.2022 2.7.2022 | 00:13
Tengjast þessir atburðir? Tryllingur 1.7.2022 1.7.2022 | 18:43
Barnalagið "Lífið í túni" Pedro Ebeling de Carvalho 28.6.2022
Fjallkonan, hvernig endar þetta? Júlí 78 17.6.2022 28.6.2022 | 16:59
Framsýni _Svartbakur 27.6.2022 28.6.2022 | 10:45
Tjaldsvæði bara fyrir tjöld? svartasunna 2.6.2022 28.6.2022 | 07:48
Teenage Mutant Ninja Turtles á íslensku? bman 9.11.2013 27.6.2022 | 22:42
Afsakanir Tryllingur 26.6.2022
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 26.6.2022 | 14:19
Reykjavíkurflugvöllur og flugöryggi _Svartbakur 25.6.2022
Nokkur lög Þursaflokksins í flutningi mínum Pedro Ebeling de Carvalho 24.6.2022
klausturbleikja toggaaa 24.6.2022
Land víkinga til sölu í pörtum Tryllingur 20.6.2022 24.6.2022 | 02:03
Bestellen Sie Ihre amtlichen Dokumente auf unserer Website (https://www.sprachexperte.com/) Rei jjk007 23.6.2022 23.6.2022 | 21:56
Bestellen Sie Ihre amtlichen Dokumente auf unserer Website (https://www.sprachexperte.com/) Rei jjk007 23.6.2022
Lítil þvittavél? prjonadyrið 18.6.2022 21.6.2022 | 22:35
Hvernig fer maður á heimabanka? Chromecast84 21.6.2022
Alltaf eru færri ferþegar í Strætó _Svartbakur 9.6.2022 21.6.2022 | 18:07
Fangelsin á Íslandi? Thorbjorgkj1985 21.6.2022 21.6.2022 | 16:55
Kalinigrad áður Köngsberg yfirgangur Rússa. jaðraka 21.6.2022 21.6.2022 | 16:52
Helvítis frekjuhundar Tryllingur 20.6.2022 20.6.2022 | 21:14
Góður sjúkraþjálfari vegna vefjagigt Selja2012 20.6.2022
Inneign á gjafakorti arion banka? Sarabía 28.12.2013 20.6.2022 | 07:11
Tekjulítill Tryllingur 19.6.2022 20.6.2022 | 02:43
Lag á táknmáli Myken 9.11.2015 19.6.2022 | 13:30
"Vegna Covid" tímabókanir Geiri85 16.6.2022 18.6.2022 | 11:13
Frumsýning: lag frá mér fyrir þjóðhátíðardag Íslendinga Pedro Ebeling de Carvalho 17.6.2022
Bílapartasölur - kaupa þær af manni bíl? chichirivichi 5.5.2007 16.6.2022 | 19:39
Platan "Áfram Ísland!" er gefin út Pedro Ebeling de Carvalho 16.6.2022
Rússar geta ekki unnið stríðið við Ukraínu ! _Svartbakur 15.6.2022 16.6.2022 | 09:04
Pósturinn - kæra abtmjolk 15.6.2022
Flytja eldra fólk 55 - 95 ára til Spánar ? _Svartbakur 14.6.2022 15.6.2022 | 16:49
Sjúkdómar Tryllingur 13.6.2022 15.6.2022 | 15:17
sjálfboði í sveit í vanda v þunglyndis á reddit orkustöng 7.4.2015 15.6.2022 | 01:51
Keflavíkurflugvöllur og Hvassahraun _Svartbakur 10.6.2022 14.6.2022 | 15:52
Samtal við mig um tónlistina mína á Twitter Pedro Ebeling de Carvalho 13.6.2022
Miklir verkir við samfarir Notandi1122 13.6.2022 13.6.2022 | 10:30
Falleg alþjóðleg stelpunöfn sem passa við millinafnið Sólveig Girlmama 11.6.2022 13.6.2022 | 00:25
Nudd! Fyrstir koma, fyrstir fá! Arnidm 11.6.2022
Frumsýning á YouTube-rásinni minni Pedro Ebeling de Carvalho 11.6.2022
Therabreath munnskol Bella2397 10.6.2022
Bráðamóttakan, hverjir bera ábyrgð á ástandinu? Júlí 78 4.6.2022 10.6.2022 | 10:56
Hvað ertu að gera í kvöld? Twitters 20.7.2018 9.6.2022 | 21:25
Hrátt hunang toggaaa 7.6.2022 9.6.2022 | 16:53
Viðhorf fólks til kannabisneyslu - hvað finnst þér? Heiðlóan ♫♬♪ ♩ 18.9.2014 9.6.2022 | 14:37
Góður Sálfræðingur fyrir 18 ára Janef 3.6.2022 8.6.2022 | 11:53
hvar er hægt að kaupa? Dreamdunker 7.6.2022
Afrit af sjúkraskrá Ilmati 7.6.2022
Síða 1 af 72380 síðum
 

Umræðustjórar: tj7, Óskar24, MagnaAron, Anitarafns1, joga80, krulla27, superman2, karenfridriks, ingig, tinnzy123, Bland.is, mentonised, barker19404, aronbj, rockybland, Gabríella S, Atli Bergthor, RakelGunnars