Elva Dögg Hafberg Gunnarsdóttir

Engjaseli 67 , 109 Reykjavík
Aldur 37
Stutt lýsing Hæ hæ!!! Ég er hress, næstum miðaldra, mjög léleg húsmóðir í Breiðholtinu. Ég er námsmaður og uppistandari og alltaf í leit að auka pening. Mér finnst börn almennt yndislegt, sérstaklega fá í einu (gæti aldrei unnið á leikskóla) og hef áhuga á að taka að mér tilfallandi barnapössun.
Reynsla Hef víðtæka reynslu í að sjá um börn, sú helsta sennilega móðurhlutverkið, en ég á einn 10 ára snilling. Fyrir utan þetta passa ég hin ýmsu börn í kringum mig og hef gaman að. Ég var í skátunum í mörg ár, var foringi í mörg ár, vann í sumarbúðum tvö sumur, hef unnið á leikskólum og grunnskólum og margt fleira.
Námskeið Er með mjög úrelt skyndihjálparskírteini (þyrfti að endurnýja það).
Ég get passað á þessum tímum Tími er umsemjanlegur en aðra hvora viku er strákurinn minn hjá mér. Get samt alveg passað eitthvað í mömmuvikum.
Um mig Ég er barngóð og elska að knúsast og hafa kósý með litlu fólki. Ég er með Tourette, ADHD og áráttu og þráhyggjuröskun (væg) og hef alla tíð náð mjög vel til barna með ýmsar raskanir, sennilega vegna þess að ég skil þau svo vel :) Ég er á bíl svo ég get passað hvar sem er á stórhöfuðborgarsvæðinu.