Siðareglur

Eru einhverjar reglur sem ég þarf að fylgja

Já, almennar samskiptareglur. Skrifaðu eins og þú værir að tala beint við annað fólk. Þegar þú skráir þig inn til að taka þátt í umræðunni þá birtast helstu atriði og mynd um hvernig á að haga sér á netinu. Þetta birtist reglulega. Endilega lestu yfir þessi atriði.Það er stranglega bannað að dreifa eða vísa í aðrar vefsíður sem innihalda efni sem sært getur blygðunarkennd fólks. Hér er m.a. átt við klámfengið efni,  limlestingar og fleira

Bland/bland.is er ekki ábyrgt fyrir efni heimasíða og vefsvæða sem vísað er til af heimasíðu/umræðu eða úr
auglýsingaþræði vefsins.

18+ umræður. Vörn fyrir börn!

Ef þú býrð til umræðu sem þú telur að sé ekki fyrir yngri en 18 ára hvetjum við þig til að læsa umræðunni þannig að aðeins áskrifendur bland.is (sem flestir eru 18 ára eða eldri) hafi aðgang að henni. Það er gert með því að haka í "Þessi umræða er fyrir 18+" þegar umræðan er stofnuð. Ef þú ert notandi sem ekki hefur greitt fyrir áskrift og stofnar umræðu fyrir 18+ þá hefurðu þú aðgang að henni en ekki að þeim 18+ umræðum sem aðrir stofna.

Af hverju 18+?

Þessi valmöguleiki 18+ er hugsaður til þess að reyna að koma í veg fyrir að börn og unglingar séu að fara inná umræðuþræði sem innhalda efni sem ekki er við þeirra hæfi. Við hvetjum því alla notendur að nýta þennan valmöguleika ef þeir telja að innleggið þeirra sé ekki við hæfi barna. Það skal tekið fram að það er með öllu óheimilt að setja inn efni, bæði myndefni eða texta, sem sært getur blygðunarkennd fólks og getur á einhvern hátt talist óviðeigandi inn á vefnum. Við treystum á dómgreind notenda í þessum efnum en áskiljum okkur rétt til að bregðast við og fjarlægja efni sem okkur þykir ósæmilegt. Vefstjóri getur læst umræðum að eigin frumkvæði ef svo ber undir og ber notendum að virða þá ákvörðun. Verði notendur uppvísir að því að virða ekki læsingu vefstjóra geta þeir átt von á lokun.

Umræðan mín birtist ekki lengur. Af hverju?

Það geta verið fjórar ástæður fyrir þessu.

Notendur hafa tilkynnt umræðuna það oft að hún dettur sjálfkrafa út. Slíkar umræður eða svör eru lesin af stjórnendum vefsins og birt aftur eða fjarlægð, allt eftir mati vefstjórnar.

Stjórnendur vefsins hafa eytt færslunni út ásamt öllum svörum.

Titill á umræðu var slóð á fyrirtækis og metin sem auglýsing og því flutt yfir í auglýsingadálk.

Umræðan var til þess gerð að skaða hagsmuni vefsins / fyrirtækisins

ATHUmræður eru ekki teknar út eftir pöntunum. Mundu því vel, að þú ert ábyrg/ur orða þinna á vefnum og ekki er hægt að eyða út allri sögu notanda.

Til hvers er tilkynningartakkinn?

ATH ! Tilkynningartakkinn er táknaður með upphrópunarmerki í umræðunni

 Á vefnum birtast nokkur hundruð umræður á hverjum degi, við hverja umræðu koma svör og eru nokkur þúsund svör send inn á daglega. Þá er alltaf hætta á því að einhverjir svartir sauðir komi inn til skemma fyrir öðrum.

Verðir þú var/vör við umræðu eða svar sem ekki á heima í umræðunni þá hvetjum við þig til að smella á Tilkynna tengilinn. Þú getur aðeins tilkynnt hverja umræðu einu sinni og þú getur aðeins tilkynnt umræður á 30 mínútna fresti.

Ekki hafa áhyggjur af því að þú getir bara tilkynnt umræðu einu sinni eða á 30 mínútna fresti, venjulega eru nokkur hundruð manns á vefnum í einu sem eru að fylgjast líka með.

Þarf virkilega þennan tilkynningartakka?

Já, hann hjálpar vefstjóra að vakta vefinn og hefur þegar gefið góða raun.

Stundum detta út góðar umræður, sem ættu ekki að detta út. Við vitum af því. Þetta kerfi er ekki fullkomið en það hjálpar okkur. Við erum alltaf að vinna í því, reyna að finna betri lausnir. Ef þú ert með góða hugmynd sendu okkur þá endilega línu.

Hvað þarf að tilkynna oft til að umræða detti út?
Það getur verið misjafnt, þetta fer eftir mörgum atriðum, t.d. karma þeirra notenda sem tilkynna (sjá neðar).
Notendanafn sem hefur skrifað lítið uppá síðkastið og er nýtt hefur lágan karma stuðul. Sé umræða hjá notanda tekin út, þá missir hann karma.

Geta þá áskrifendur ekki bara komið sér saman og tilkynnt alltaf einn notanda?
Jú þeir geta það en þeir notendur sem ítrekað misnota tilkynningartakkann eiga á hættu að missa karmastig og hafa því minni áhrif. Þeir notendur geta einnig átt á hættu að fá á sig lokun. Hafi notandi verið tilkynntur að ástæðulausu fær hann sín karmastig aftur.

Af hverju var lokað á mig í 24 klst eða lengur?
Það geta verið nokkrar ástæður fyrir þessu, má þar t.d. nefna:

Munnsöfnuður

Endurinnsending á umræðum sem hafa verið teknar út

18+læsing vefstjóra ekki virt og spam á umræðun

Kynþáttarfordómar

Tilraun til að búa til múgæsing

Tilraun til að eyðileggja umræðu

Innsendar auglýsingar á umræðunni án þess að fara eftir leiðbeiningum frá stjórnendum

Alvarlegur níðskapur gagnvart öðrum notendum.

Umræðan til þess gerð að skaða hagsmuni vefsins / fyrirtækisins

Hvert mál er skoðað fyrir sig. Það er ekkert eitt orð sem gerir það að verkum að lokað sé á þig.

Þeir sem velja að vera á gráu línunni eiga alltaf á hættu að lokað sé á þá. Þeir sem skrifa málefnalega þurfa aldrei að hafa áhyggjur.

Við getum líka lokað á notendanafn lengur en í 24 klst, en það gerist bara í undartekningartilfellum þar sem um alvarlegt brot er að ræða.

Hvað á ég að gera þegar lokað er á mig?

Biðin er ekki löng, aðeins 24 klst. Við mælum með því að einbeitir þér að einhverju öðru en að það sé lokað á þig, það er ekki heimsendir.
Við áskiljum okkur rétt til að loka algjörlega á notendur fyrir síendurtekin brot og einnig ef við teljum notanda skaða hagsmuni vefsins með einhverjum hætti.

Ef þú veist ekki ástæðuna fyrir því að lokað var á þig þá geturðu sent okkur póst. Við munum svara þér en gefðu okkur a.m.k. 48 klst á virkum degi til að svara eða framyfir helgi ef þetta gerist á föstudegi.

Ekki fara með það í umræðuna að það hafi verið lokað á þig, mínútuna sem þú kemst aftur inn og krefjast svara þar. Við munumekkisvara þér í umræðunni. Sendu okkur endilega póst og þér verður svarað eins fljótt og hægt er.

Hvað er karma?

Karma vísar í það hvernig aðrir notendur taka þínum umræðum og þeim svörum sem þú hefur sent inn. Notendur með lítið karma hafa minna þolstig en þeir sem hafa hátt karma. Þannig þarf minna af tilkynningum á þann sem hefur lágt karma til að umræðan detti út heldur en á þann sem hefur hátt karma. Þeir sem skrifa málefnalega hafa því hærra karma en þeir sem eru á gráu svæði og lenda oft í því að umræðan þeirra er tilkynnt.

Fyrir utan tilkynningar þá hefur fleira áhrif á karma, má þar nefna fjölda innsendra umræðna, fjölda svara, o.fl.

Þetta þýðir samt ekki að þú getir sent inn fjölda svara á stuttri stundu til að hækka þig í karma því það tekur tíma að safna karma.

Get ég unnið upp karma stig?

Já, með því að tilkynna skynsamlega. Ekki tilkynna vegna þess að þér finnst notendanafnið leiðinlegt, eða þú ert ekki sammála skoðunum annarra. Tilkynntu þegar þú sérð augljósa ástæðu eins og að verið sé að vega að mannorði, senda inn auglýsingar, setja inn óviðeigandi efni eða verið með óþarfa dónaskap.

Get ég séð mitt karma?
Þú getur séð Karma stigin þín hérna

Þetta svarar ekki spurningunum sem ég var að leita að
Sendu okkur póst í gegnum "e;Hafðu samband"e; hérna á síðunni og við munum reyna að svara þér eftir bestu getu.

 Ýmislegt er varðar smáauglýsingarnar á bland.is

Þýfi:

bland.is hvetur fólk til að vera á varðbergi gagnvart þýfi sem kann að rata inn á vefinn í smáauglýsingarnar og hafa samband strax við lögreglu ef grunsemdir vakna. Ennfremur er minnt á ábyrgð þess sem kaupir þýfi.

Kaup og sala: 

Að gefnu tilefni viljum við hvetja fólk að greiða ekki vörur fyrirfram og ganga úr skugga um uppruna og ástand vörunnar áður en greiðsla fer fram. Sé fólk svikið með einhverjum hætti þá hvetjum við kaupanda/seljanda til að tilkynna öll slík mál til lögreglu.

Lyf og fæðubótarefni :
Ef um löglegt lyf/efni er að ræða og ekki þarf sérstakt leyfi fyrir að selja það þá biðjum við þig um að setja inn innihaldslýsingu á vörunni sem þú ert að selja (óska eftir).

Bannað er með lögum, að selja lyfseðilsskyld lyf án tilskilins leyfis !
Það sama á við um áfengi og tóbak !

Í reglugerð um lyfjaauglýsingar segir meðal annars í 3.gr:
"e;Lyfjaauglýsing skal veita réttar og faglegar upplýsingar um lyf. Upplýsingar í auglýsingum skulu ætíð vera greinilegar og auðlesnar og í samræmi við samantekt á eiginleikum lyfs."e;

Við viljum benda á að Lyfjastofnun ríkisins kærir allar sölur ólöglegra lyfja.

Matvara:
Bannað er að versla með matvöru á netinu nema að fyrirtækið, einstaklingurinn á bak við auglýsinguna hafi starfsleyfi frá heilbrigðiseftirliti þess svæðis sem höfuðstöðvar eru til húsa.

Nánari upplýsingar um reglur er varðar sölu á matvöru:

www.heilbrigdiseftirlit.is

Spam og yfirgangur

Vinsamlegast  ATH að það er bannað að marg endursenda sömu auglýsinguna. Hámarks fjöldi á auglýsingum eru 8 auglýsingar

Bland áskilur sér einnig rétt til þess að breyta eða uppfæra skilmála og reglur vefsins fyrirvaralaust.