Öryggi á bland

Hvernig er best að forðast svik:

 • Þekkið vöruna og seljandann
 • Notið örugga greiðsluleið

Öryggi kaupenda

Flestir seljendur á Bland.is eru heiðarlegir en það eru því miður einhverjir svartir sauðir sem misnota heiðarleika annarra. Þetta er gott að hafa í huga við kaup á vörum til að forðast svik og auka öryggi.

 • Verðið of gott til að vera satt ?  Hafðu varan á, það eru líkur á að það sé einmitt þannig og seljandinn ætli að hafa af þér pening. Ekki borga vöruna fyrr en þú hefur skoðað hana og tryggt að hún sé í raun til.
  • Einkenni slíkra auglýsinga eru:
   • Verð of gott til að vera satt
   • Texti bjagaður og oft þýddur með google þýðingakerfinu
   • Erlendur bankareikningur gefin upp
 • Er verið að selja þýfi ? Því  miður eru einhverjir sem gera sér gott af gæðum annarra og selja hluti sem ekki eru í þeirra eigu. Það sem þú getur gert, gruni þig að vara sé þýfi, er að spyrja um kvittun eða nótu fyrir kaupunum á vörunni. Borið saman verðlagningu við gæði vörunar. Þetta á sérstaklega við um:
  • Raftæki
  • Designer húsgögn
  • Hjól
 • Seljandinn hefur svindlað á mér ! Hafi seljandinn ætlað að senda vöruna strax að greiðslu lokinni en ekki gert það, skaltu hafa samband við hann strax. Ef seljandinn svarar ekki skaltu hafa samband við Þjónustuver Bland.is og við sendum honum áminningar um að senda vöruna sem greitt hefur verið fyrir. Ef margar kvartanir berast vegna notandans verður hann gerður óvirkur á Bland.is
  • Bland.is getur ekki birt upplýsingar um seljendur með vísan í persónuverndarlög. Því þarft þú að hafa samband við lögregluna og gefa skýrslu. Lögreglan getur þá haft samband við okkur og beðið um upplýsingar um viðkomandi gegn dómsúrskurði.
  • Við mælum með því að þú hittir seljandann þegar gengið er frá greiðslu.

 

Öryggi seljenda 

 • Kaupandi hefur svindlað á mér. Ef Kaupandi hefur ekki borgað eins og um var samið og þú hefur þegar sent vöruna, skaltu hafa samband við kaupandann og biðja hann um að borga undir eins.
  • Ef kaupandi hefur enn ekki svarað, hafðu samband við þjónustuver Bland.is svo við getum sent viðkomandi áminningu. Ef margar kvartanir berast vegna notandans verður hann gerður óvirkur á Bland.is
  • Hafir þú grun um að kaupendur séu ekki í raun þeir sem þeir segjast vera skaltu hafa samband við þjónustuver Bland.is og við komumst að því.
  • Bland.is getur ekki birt upplýsingar um kaupendur með vísan í persónuverndarlög. Því þarft þú að hafa samband við lögregluna og gefa skýrslu. Lögreglan getur þá haft samband við okkur og beðið um upplýsingar um viðkomandi gegn dómsúrskurði.
  • Við mælum með því að þú hittir kaupandann þegar gengið er frá greiðslu.