Bland.is er stærsta markaðstorg á Íslandi

Við höfum átt gríðarlegum vinsældum að fagna í árabil og  erum í dag komin með yfir 200.000 skráða notendur. Við erum þakklát þeim mörgu sem hafa skipt við okkur í gegnum tíðina. Hægt er að kaupa og selja allt milli himins og jarðar á Bland.is

Stefna og markmið 

Markmið og stefna okkar er mjög skýr. Við ætlum okkur að þjónusta notendur okkar eins vel og unnt er með því að hlusta á kröfur þeirra. Við viljum bjóða seljendum og kaupendum upp á framúrskarandi vettvang til að stunda kaup og sölu á vörum á þjónustu. 

Saga Bland.is

Vefurinn Barnaland.is fór í loftið árið 2000. Barnaland.is var fyrsti vefur sinnar tegundar á Íslandi og var um árabil rekinn áfram af hugsjóninni einni saman. Barnaland var einn vinsælasti vefur landsins og árið 2004 hlaut hann íslensku vefverðlaunin sem besti íslenski afþreyingarvefurinn. Á árunum 2005 - 2009 var vefurinn í samstarfi með mbl.is, árið 2006 fékk Barnaland styrk frá Útflutningsráði til að vinna að uppbyggingu og þróun sambærilegra vefsetra á Norðurlöndum. Í mars 2011 var Barnaland.is, Dyraland.is, Er.is og Bloggland.is sameinað undir einn vef, Bland.is . Árið 2012 keypti netfyrirtækið Móberg Bland.is með það að markmiði að endurhanna síðuna, stórbæta viðmót og gera hana aðgengilegri. Í dag er Bland.is í eigu Magna verslana sem eignast vefsvæðið á haustmánuðum árið 2016.

Wedo ehf
Smáratorg 3
200 Kópavogur
Kt. 430910-0190
VSK 105982