Hjálp

Þegar þú lendir í vandræðum með bland.is þá viljum við gjarnan hjálpa þér. Segjum að það komi upp einhver spurning þá er hægt að athuga hvort að við höfum svarað henni áður. Ef þú finnur ekki svar við spurningunni þá væri best að hafa samband við okkur og við finnum út úr þessu.

Notkunarleiðbeiningar fyrir sölutorg

 • "Færa auglýsingu efst“ (Uppa)

  Nú getur þú „uppað“ 10 sinnum á viku í stað 7 sinnum. Það sem meira er, þú ræður hvenær.

  Þú getur fært auglýsinguna þína efst á sölutorgi Blands 10 sinnum yfir vikutíma. Þar að auki getur þú nýtt þessi 10 skipti þegar þér hentar og þarft því ekki að bíða í sólarhring áður en þú uppfærir auglýsinguna á nýjan leik.

  Fyrir hverja keypta viku færðu 10 skipti sem þú getur notað til að færa auglýsinguna þína efst á sölutorgið. Kaupir þú 2 vikur, færðu 20 Skipti, sem þú ræður alfarið hvenær þú nýtir, og svo framvegis. Sem fyrr er hægt að kaupa þjónustuna fyrir tímabil sem spannar 1-4 vikur í senn.  

  Hvernig virkar „færa auglýsingu efst“ (Uppa)? 

  Þjónustuleiðin „færa auglýsingu efst“ (uppa) gerir þér kleift að færa auglýsinguna þína efst á sölutorg Blands. Til þess að færa auglýsinguna efst á sölutorgið, velur þú annað hvort auglýsinguna sjálfa, eða ferð inn í „auglýsingar og tilboð“ sem er staðsett undir "Mitt bland" efst í hægra horni. Sé þjónustan virk birtist gulur hnappur sem hægt er að smella á. Á hnappnum getur þú einnig séð hvað þú átt mörg skipti eftir. Sýni hnappurinn „9/10“ þýðir það að þú átt 9 skipti eftir af 10. Ath. auglýsingin fer ekki ofar en þær auglýsingar sem hafa keypt þjónustuna „Auglýsing er efst í mínum flokki“. Smelltu hér til að fara í auglýsingar og tilboð.

 • Hvernig breyti ég heimilisfangi ?

  Til að breyta heimilisfangi ferðu í "Mitt Bland" upp í hægra horninu, velur þar Stillingar og þar undir Upplýsingar geturðu sett inn nýtt heimilisfang.

 • Auglýsing ekki í birtingu

  Ef auglýsingin þín er ekki í birtingu, þá er líklegast að hún hafi verið tilkynnt vegna þess að hún er í röngum flokki. Til að birta auglýsinguna þín skaltu fara í "Auglýsingar og tilboð" og inn í "óvirkar auglýsingar" og smella á "birta auglýsingu". 

  Ef þú finnur ekki auglýsinguna þína í óvirkum auglýsingum, þá getur þú líka haft samband við þjónustuver.

 • Mínar auglýsingar

  Þínar auglýsingar finnur þú undir "Mitt bland" efst í hægra horninu undir "Auglýsingar og tilboð". Þar er listi yfir þær auglýsingar sem þú hefur birt, hvort sem þær eru í birtingu eða ekki. Þar getur þú séð þau tilboð sem borist hafa í vöruna og samþykkt þau eða hafnað. Einnig getur þú aukið sýnileika, breytt,  óvirkjað eða birt auglýsingu aftur.

 • Er ég alltaf varinn kaupendatryggingu Blands?

  Kaupendatrygging Blands á við um nánast allar vörur á sölutorginu, en aðeins ef greitt er með Netgíró. Kynntu þér skilmála Kaupendatryggingar hér

 • Stjörnugjöf og umsagnir

  Við hjá Bland mælum eindregið með því að notendur nýti sér stjörnugjafakerfið, annars vegar með því að skoða stjörnugjöf notenda fyrir viðskipti og hinsvegar með því að gefa stjörnur eftir hver viðskipti. Eftir að viðskipti hafa átt sér stað geta kaupendur gefið seljendum stjörnur og umsögn fyrir viðskiptin eftir því hversu ánægðir/óánægðir þeir voru með viðskiptin. Seljendur geta líka gefið kaupendum stjörnur og umsögn. Hægt er að breyta stjörnugjöf og  umsögn með því að fara aftur inn í mínar pantanir, velja vöruna og smella á skref nr. 4 sem er stjörnugjöfin. Þá er einfaldlega gefið stjörnur og umsögn uppá nýtt en þá hverfur gamla umsögnin og nýja kemur í staðinn.

   

 • Fá kvittun fyrir keypta þjónustu
  Ef þig vantar kvittun fyrir þjónustu sem þú hefur greitt fyrir þá getur þú opnað "Stillingar" (Smellir á Mitt bland > Stillingar) Því næst velurðu flipann "Keypt þjónusta" og velur svo viðkomandi þjónustu til að opna kvittun.
 • Fyrirspurn um vöru

  Ef þú hefur fyrirspurn um vöruna getur þú send viðkomandi notenda skilaboð í gegnum vefinn. Smelltu á "Senda skilaboð" takkann sem birtist inn í auglýsingunni

 • Eyða auglýsingu
  Til að fjarlægja auglýsingu sem þú hefur skráð á sölutorginu, þá smellir þú á "Mitt Bland" uppi í hægra horninu þegar þú ert skráð/ur inn og smellir svo á "Auglýsingar og tilboð". Við auglýsinguna smellir þú á hnappinn "Óvirkja" og þá opnast fyrir þér tveir valmöguleikar, "Eyða" og "taka auglýsingu úr birtingu". Ef þú smellir á "taka auglýsingu úr birtingu" þá getur þú birt auglýsinguna aftur síðar með því að fara í "óvirkar auglýsingar" og smella á "birta auglýsingu".
 • Ferilskrá bílsins

  Það er nauðsynlegt að skoða sögu bílsins áður en hann er keyptur. Ferilskrá geymir upplýsingar um greiðslustöðu, tryggingar, veðbönd, eigendaupplýsingar og feril eigenda, tjóna, skráninga, umráða og slysa. Gæta skal sérstaklega að því hvort veðbönd hvíli á bílnum. Ef seljandi skráir bílnúmeri bílsins er hægt að sækja ferilskrá bílsins neðst í auglýsingunni fyrir 350kr.

 • Mínar pantanir

  Í mínum pöntunum getur þú séð yfirlit og stöðu keyptra og seldra vara. Þegar þú hefur skráð þig inn á Bland.is getur þú fundið „Mínar pantanir“ undir „Mitt Bland“ í efra hægra horninu.

 • Merkja (Bookmark) auglýsingu

  Með því að merkja auglýsingu vistar þú hana hjá þér og auðveldar þér að finna hana aftur seinna. Til þess að merkja auglýsingu þarft þú að skrá þig inn á Bland.is.

  Að því loknu smellir þú á hjartað hægra meginn hjá auglýsingunni. Hjartað er með plús áður en auglýsing er merkt sem verður að mínus þegar þú hefur merkt viðkomandi auglýsingu. Til að af-merkja smellir þú aftur á hjartað og þá kemur aftur plús á hjartað.

  Til að skoða merktar auglýsingar smellir þú á "Mitt Bland" í efra hægra horninu og velur „Merktar síður“

 • Öryggi á bland

  Öryggi seljanda og kaupanda í viðskiptum þeirra á milli er okkur mikilvægt. Lestu þér til hér.

   

  Til að tryggja öryggi notenda okkar verða allir að vera auðkenndir. Alltaf reyna einhverjir aðilar, erlendir og innlendir að svindla á öðrum notendum með allskonar gylliboðum. Eftir að Bland tók upp auðkenningu notenda hafa þessi málið horfið algjörlega. Leiðin sem við förum er að kanna hvort að kennitala og bankanúmer passi með því að leggja inn 1 krónu á hvern notanda. Ef það gengur eftir þá verður viðkomandi aðili auðkenndur. Það er ókeypis að auglýsa hjá okkur.

   

  Bland er framarlega í upplýsingaöryggi hvað varðar notendaupplýsingar og við erum alltaf að auka það öryggi. Allar upplýsingar um notendur Bland eru dulkóðaðar og aðeins þjónustustjóri og vefstjóri Bland hafa aðgang að þeim upplýsingum dulkóðuðum.

Hvernig kaupi ég á Bland.is

 • Fá kvittun fyrir keypta þjónustu
  Ef þig vantar kvittun fyrir þjónustu sem þú hefur greitt fyrir þá getur þú opnað "Stillingar" (Smellir á Mitt bland > Stillingar) Því næst velurðu flipann "Keypt þjónusta" og velur svo viðkomandi þjónustu til að opna kvittun.
 • Senda tilboð

  Bland.is leyfir þér að senda þitt eigið tilboð, sem þér þykir sanngjarnt, í vöru. Seljandi getur samþykkt tilboð þitt, hafnað eða gert móttilboð.

  Tilboðið þitt gildir í 7 daga. Hafi því ekki verið svarað innan 7 daga fellur það sjálfkrafa úr gildi. 

  Einnig getur þú valið "bæta við skilaboðum", þá sendir þú viðkomandi einkaskilaboð með tilboði þínu sem einungis viðtakandi sér. 

  Ef seljandi samþykkir tilboðið þitt ert þú skuldbundin til að kaupa vöruna og við hvetjum þig til að hætta við þau tilboð sem þú hefur gert í aðrar svipaðar vörur, svo þú verðir ekki bundin við að kaupa margar eins vörur.

Hvernig sel ég á Bland.is

 • Fá kvittun fyrir keypta þjónustu
  Ef þig vantar kvittun fyrir þjónustu sem þú hefur greitt fyrir þá getur þú opnað "Stillingar" (Smellir á Mitt bland > Stillingar) Því næst velurðu flipann "Keypt þjónusta" og velur svo viðkomandi þjónustu til að opna kvittun.
 • Auka sýnileika auglýsingu

  Til að uppfæra auglýsinguna þína skaltu opna "Auglýsingar og tilboð" í valmyndinni og velur "auka sýnileika". Þá opnast listi með þeim valmöguleikum sem í boði eru til að gera auglýsinguna þína sýnilegri á vefnum. Með því að auka sýnileika auglýsingarinnar eykur þú líkurnar á skjótri sölu gegn vægu gjaldi. 

 • Stórnotendaafsláttur

  Ef þú ert stórnotandi á bland færðu 50% afslátt af öllum gjöldum hjá okkur. Þ.e. skráningargjaldi og þjónustugjaldi. Til þess að verða stórnotandi verður þú að kaupa þjónustur fyrir að lágmarki 10.000 kr. eða meira á 30 daga tímabili. Eftir að 50% afsláttur er kominn á, þarf stórnotandi að viðhalda afslættinum með því að kaupa þjónustur fyrir 5.000 kr. eða meira á 30 daga tímabili. Ef stórnotandi kaupir ekki þjónustur fyrir 5.000 kr. eða meira á 30 daga tímabili dettur afslátturinn út. 

   

 • Betri árangur í sölu
 • Breyta auglýsingu
  Þú getur breytt auglýsingu á tvo vegu:
  1. Þú smellir á „Mitt Bland“ uppi í hægra horninu, þar smellir þú á „Auglýsingar og tilboð “ og ýtir á „Breyta“ við viðkomandi auglýsingu. Þú gerir viðkomandi breytingar og virkjar auglýsingu aftur. Ath. þú þarft að vera skráður inn til að geta breytt auglýsingu. 
  2. Þú finnur auglýsinguna þína á sölutorginu og smellir á “Breyta“ sem er ofarlega hægra meginn. Ef þú smellir á pennan þá breytir þú auglýsingunni ef þú smellir á ruslafötuna þá eyðir þú ayglýsingunni.
 • Hvernig leyfi ég Netgíró sem greiðsluvalmöguleika

  Þegar þú hefur merkt kaupanda af vörunni þinni, þá geturðu valið að leyfa Netgíró sem greiðslu valmöguleika undir "Mína pantanir" þar sem þú smellir á söluna þína. Þar undir greiðslumáti geturðu leyft Netgíró

 • Fá sent tilboð

  Þá skráir þú almenna auglýsingu og velur í „sölumáta“ - "fá sent tilboð". Þú getur skráð verðhugmynd en notendur geta sent þér tilboð, sem þeim finnst sanngjarnt, í vöruna þína. Þú getur svo ákveðið að taka tilboði, hafna tilboði eða gert móttilboð.

Lausn á vandamálum sem geta komið upp

 • Að merkja vöru afhenta

  Ef þú færð meldingu um að merkja vöru afhenta þá hefur einhver notandi verið skráður sem kaupandi. Þú finnur upplýsingarnar um notandann inn í "mínar pantanir" og þar getur þú sett inn upplýsingar um hvar megi nálgast vöruna og hvernig sé best að klára viðskiptin. Þar getur þú ýmist valið "vara afhent" eða "hætta við eftir því sem við á. Ef þú merkir við "hætta við" þá fer auglýsingin þín sjálfkrafa aftur á sölutorgið. 

 • Samskipti milli kaupenda og seljenda þegar vandamál koma upp

  Lykillinn að farsælli sölu eru áhrifarík samskipti milli seljanda og kaupanda. Stundum getur þó komið upp misskilningur en það er stór hluti af samskiptunum að leysa þann misskilning á góðan hátt.

  Hér eru nokkur ráð til að finna góða lausn á vandamáli sem koma upp á milli kaupanda og seljanda.

  1.       Einblíndu á vandamálið, ekki einstaklinginn.

  Byrjaðu á því að álykta að viðskiptafélaginn sé að reyna að gera sitt besta. Oftast eru léleg samskipti valdur að vandamáli. Hafðu í huga að hver sem er getur lent í neyð eða greiðsluvandræðum sem ekki er þeirra sök.

  Gerðu viðskiptafélaga þínum það ljóst að þú viljir ná góðri lausn á vandamálinu. Vanalega svara þeir samviskusamlega og lausn er fundin fljótt og örugglega í kjölfarið.

  Talaðu um vandamálið og hugsanlegar lausnir á því. Forðastu að tala um innræti viðskiptafélagans. Hverslags móðgun gerir illt verra þegar unnið er að lausn vandamálsins.

   

  2.       Horfðu á heildarmyndina   

  Hugsum í lausnum, í stað þess að festast í neikvæðu hlið vandamálsins. Mundu að þetta er aðeins eitt skipti. Reyndu að setja þig í spor viðskiptavinarins. Þegar allt kemur til alls, kýstu að leysa vandamálið fljótt og örugglega, fá bestu mögulegu úrlausn og forðast neikvæð viðbrögð.

   

  3.       Einblíndu á að finna lausn sem gagnast báðum aðilum         

  Vertu liðlegur og finndu lausn sem gagnast báðum aðilum. Til dæmis, ef kaupandi er í greiðsluvandræðum, í stað þess að opna mál umhverfis vangreiðslu, getur seljandi íhugað að hætta við sölu og skrá hana á ný.


  4.       Forðastu að nota ummælin sem hótun

  Allir notendur Bland.is eru háðir ummælum frá viðskiptafélögum sínum. Að hóta einhverjum í formi neikvæðra ummæla hefur aðeins í för með sér minni samvinnuþýðu. Það stríðir einnig gegn ummæla skilyrðum okkar og getur valdið enn meiri skaða fyrir þig.

  Þegar máli er lokið skalt þú aðeins gefa neikvæð ummæli ef þú ert óánægð/ur með útkomuna og finnst sem viðskiptafélagi hafi hagað sér á ósanngjarnan hátt.

                 

  5.       Mundu að ef vipskiptavinurinn er ánægður hefur þú gert góð viðskipti

  Rannsóknir sýna að kaupendur eru 10 sinnum líklegri til að tala um neikvæða reynslu þeirra af kaupum en jákvæða reynslu þeirra af kaupum.

  Seljendur geta komið í veg fyrir vandamál með því að skapa áhrifaríka og áreiðanlegan sölur, svara fljótt spurningum kaupenda og senda vöru fljótt og örugglega eftir að hafa innheimt borgun. Þetta getur valdið jákvæðum ummælum og kaupendur leita aftur til seljanda til að kaupa meira.

  Ef upp koma vandamál varðandi sölu, skaltu bregðast fljótt við og á sanngjarnan hátt. Oft myndast sterkari tengsl milli seljanda og kaupanda eftir að þeir hafa leyst vandamál á farsælan hátt. 

 • Ég keypti vöru, en ég er óánægður með hana

  Ef vara stenst ekki það sem stóð í lýsingu vöru í auglýsingu, hún gölluð á einhvern hátt eða seljandi beitt blekkingum við söluna, ættir þú að hafa samband við seljanda og semja um endurgreiðslu

  Ef vara hinsvegar stenst þær lýsingar sem um hana voru ritaðar í auglýsingu en kaupandi sér eftir því að hafa fjárfest í vörunni, er seljandi ekki skyldugur til að endurgreiða vöruna. 

  Kaupandi ber einnig hallann af því ef hann tekur við hlut án þess að hafa skoðað hann nægilega vel eða spyrja spurninga sem skipta máli í kaupferlinu. 

 • Ég samþykkti tilboð, en kaupandi lætur ekkert í sér heyra

  Kaupandinn fær áminningar frá Bland.is reglulega þangað til varan er merkt afhent. Vinsamlegast reyndu að senda viðkomandi einkaskilaboð til að semja um afhendingarmáta. 

  Ef hann svarar ekki getur þú farið í "mínar pantanir" og valið "hætta við" þá fer auglýsingin þín sjálfkrafa aftur á sölutorgið. Einnig getur þú gefið viðkomandi stjörnur og umsögn eftir upplifun þinni. Þannig geta aðrir notendur séð hvernig sá aðili hagar sér í viðskiptum. 

 • Stolin vara auglýst

  Ef þú telur að notandi sem er að auglýsa inn á bland.is sé að vöru sem stolin var af þér þá er best að hafa samband við lögregluna í þínu umdæmi. Þú skalt taka niður slóðina(link) á vörunni og hvaða notendanafn þetta er og hvenær þú sérð auglýsinguna. Þú kemur þessum upplýsingum til lögreglunar sem hefur svo samband við bland.is. Bland.is má ekki gefa upp upplýsingar um aðra notendur til aðra notenda.

 • Afhverju datt 50% afsláttur út?

  Til að 50% afsláttur haldist inn á notendum, verða þeir að versla fyrir vissa upphæð eða kaupa visst magn af auglýsingum á mánuði. Notendur þurfa að viðhalda afslættinum á sama hátt og þeir unnu sér hann inn. 

 • Hætta við sölu

  Til að hætta við sölu skráir þú þig inn, smellir á „Mitt bland“ í hægra horninu og velur „Mínar pantanir“. Undir „Mínar sölur“ finnur þú viðkomandi auglýsingu og smellir á „Skoða nánar“. Þar finnur þú rauða línu sem á stendur „Hætta við sölu“ sem þú ýtir á.

 • Ég get ekki uppað

  Það eru þrjár mögulegar ástæður fyrir því að þú getur ekki „uppað“:

  1) Þú hefur ekki greitt fyrir þjónustuna.
  2) Gildistíminn á þjónustunni er útrunninn.
  3) Þú hefur nýtt þau skipti sem þú keyptir.

  Ef eitt af eftirtöldu á við, smelltu hér og finndu hnappinn „Auka sýnileika“

  Ef ekki skaltu hafa samband við þjónustuver.

Netgíró á milli einstaklinga

 • Hvernig sel ég með Netgíró?

  Til þess að geta selt vöru eða þjónustu með Netgíró þá þarf viðkomandi að vera skráður Netgíró notandi.Netgíró setur ákveðið þak, sem ákvarðar hversu háum greiðslum viðkomandi söluaðili getur tekið við með Netgíró. Vörur seljandans mega því ekki kosta meira en sú upphæð segir til um. Hægt er að vinna sér inn hærri upphæð samhliða viðskiptum sem ganga upp án vandkvæða. Netgíró svarar öllum frekari spurningum varðandi þessi mál.Við skráningu á auglýsingu er hægt að haka í „leyfa greiðslu með Netgíró“ á allar auglýsingar sem eru undir því þaki sem Netgíró ákveður hverju sinni. Ef þú ert ekki skráður Netgíró notandi gefst þér færi á að nýskrá þig þegar þú skráir inn auglýsingu á Bland.

  Til að seljandi fái upphæð greidda inn á Netgíró reikning sinn,  þarf kaupandi að hafa smellt á hnapp í sölukerfi bland.is „borga með Netgíró“ þá fer samlestur af stað á milli Bland.is og Netgíró að greiðsla hafi farið í gegn á viðkomandi aðila fyrir umrædda vöru. Seljandi fær senda kvittun á tölvupóstinn sinn frá Netgíró um leið og kaupandi hefur staðfest greiðslu með Netgíró og fær svo greitt inn á reikninginn sinn 14 dögum eftir að kaupandi hefur staðfest greiðslu.Eins og í öllum viðskiptum á Bland.is skal fara varlega í öll viðskipti með Netgíró. Við mælum sterklega með því að kaupendur og seljendur kynni sér reglur, skilmála og virkni vel áður en haldið er út í viðskipti með Netgíró.

   

   
   
 • Get ég keypt hvað sem er með Netgíró?

  Þú getur aðeins greitt með Netgíró hafi seljandi vörunnar heimilað Netgíró greiðslur. Í þeim tilfellum er merki Netgíró sjáanlegt í auglýsingunni. Sérhver notandi fær þak sem ákvarðar hversu háum greiðslum hann getur tekið við, eða borgað með. Netgíró ákveður þetta þak, en hægt er að vinna sér inn hærri upphæðir samhliða viðskiptum sem ganga upp án vandkvæða. Einnig er hægt að hafa samband við þjónustuver Netgíró í s: 430-0330 og biðja um hækkun söluheimildar.  Þá er hver og einn notandi metinn út frá viðskiptasögu á Bland.is og fyrri viðskiptum með Netgíró.

 • Er Netgíró ókeypis?

  Allar færslur undir 3.000 eru gjaldfrjálsar fyrir kaupendur. Færslur yfir 3.000 bera með sér 195 kr. færslugjald. Seljendur borga 4.95% þjónustugjald ef varan selst. Til að kynna þér skilmála Netgíró betur vinsamlegast smellið hér

 • Er ég alltaf varinn kaupendatryggingu Blands?

  Kaupendatrygging Blands á við um nánast allar vörur á sölutorginu, en aðeins ef greitt er með Netgíró. Kynntu þér skilmála Kaupendatryggingar hér

 • Hvernig kaupi ég með Netgíró?

  Einungis er hægt að greiða með Netgíró hafi seljandi vörunnar heimilað Netgíró greiðslur. Allar þær vörur sem um ræðir eru merktar Netgíró merkinu. Þú gerir tilboð, líkt og venjulega, og samþykki seljandinn tilboðið ferð þú í „mínar pantanir“ og finnur viðkomandi viðskipti. Þar gefst þér kostur á að greiða með Netgíró. Hafir þú þegar skráð þig hjá Netgíró þarftu að skrá þig inn, ef þú ert ekki skráður notandi þarftu að nýskrá þig áður en þú getur samþykkt greiðsluna.