Hjálp

Þegar þú lendir í vandræðum með bland.is þá viljum við gjarnan hjálpa þér. Segjum að það komi upp einhver spurning þá er hægt að athuga hvort að við höfum svarað henni áður. Ef þú finnur ekki svar við spurningunni þá væri best að hafa samband við okkur og við finnum út úr þessu.

Algengar spurningar

Aðgangur hjá Bland

  • Hvernig vista ég lykilorð fyrir notendanafn?

    Þegar þú ferð inn á vefsíðu og er spurð um lykilorð, þá birtist box sem hægt er að haka í "Muna eftir mér". Þú hakar í þetta box og vistar. Þá man vefurinn lykilorðið fyrir þig og þú þarft ekki að slá lykilorðið aftur inn.

    Nauðsynlegt er að vera skráð(ur) inn ef þú vilt að vefurinn geymi lykilorðið 

  • Breyta netfangi (email)

    Til að breyta netfanginu þínu opnar þú "Stillingar" undir "Mitt bland" og þar velur þú flipann "Upplýsingar" þar getur þú breytt netfanginu þínu með að skrá það inn í stað þess netfangs sem fyrir er. Að því loknu mundu að smella á "Vista".  

  • Kostar að vera notandi á Bland.is

    Það kostar ekkert að vera með notandanafn á Bland.is. 

    Með notandanafninu geturðu...

    • Sett inn smáauglýsingar
    • Svarað auglýsingum
    • Stofnað þræði í umræðunni hjá okkur
    • Sent notendum skilaboð

    þér að kostnaðarlausu

  • Hvernig breyti ég notendanafni ?

    Til að breyta notendanafni skaltu fara í "Stillingar" sem er undir "Mitt bland", því næst flipann "Upplýsingar". Þá getur þú ritað inn nýtt notendanafn. Mundu að smella á "Vista" neðst til hægri. 

  • Hvað er Auðkenning?

    Til að tryggja öryggi notenda okkar verða allir að vera auðkenndir. Alltaf reyna einhverjir aðilar, erlendir og innlendir að svindla á öðrum notendum með allskonar gylliboðum. Eftir að Bland tók upp auðkenningu notenda hafa þessi málið horfið algjörlega. Leiðin sem við förum er að kanna hvort að kennitala og bankanúmer passi með því að leggja inn 1 krónu á hvern notanda. Ef það gengur eftir þá verður viðkomandi aðili auðkenndur. Það er ókeypis að auglýsa hjá okkur.

    Bland er framarlega í upplýsingaöryggi hvað varðar notendaupplýsingar og við erum alltaf að auka það öryggi. Allar upplýsingar um notendur Bland eru dulkóðaðar og aðeins þjónustustjóri og vefstjóri Bland hafa aðgang að þeim upplýsingum dulkóðuðum.

  • Búin að gleyma lykilorðinu mínu

    Ef þú hefur gleymt lykilorðinu þínu skaltu smella á "innskrá" og svo "Hefurðu gleymt lykilorðinu þínu?". Þú getur einnig smellt hérna og þá getur þú slegið inn netfangið þitt, þá færð þú senda slóð til að endursetja lykilorð þitt. 

    Ef þú ert ekki lengur með sama netfang og þú skráðir hjá okkur þá getur þú smellt á "Hafa samband" hér neðst á síðunni, við svörum fyrirspurnum alla virka daga kl. 11-14. 

  • Ég get ekki skráð mig inn

    Hugsanlega ert þú að nota rangt notendanafn. Ef þú manst ekki notendanafnið þitt farðu þá neðst á síðuna í "hafðu samband" og sendu okkur línu. 

  • Get ekki staðfest notendanafnið

    Ef þú færð ekki póst frá okkur þá þarftu að byrja á því að athuga ruslpóst síuna. Hjá Hotmail notendum er það undir Junk Mail. Stundum kemur það fyrir að pósturinn fari þangað

    Ef þú færð upp að gögnin séu gömul þá þarftu að passa að smella á tengilinn í nýjasta póstinum frá okkur. Ef þú hefur látið vefinn senda þér mörgum sinnum staðfestingu þá þarftu að vera viss um að nota aðeins nýja póstinn því eldri gögnin ógildast í hvert skipti sem sent er póstur.

  • Hver er á bakvið notendanafn

    Við gefum aldrei upp hver er á bakvið notendanöfn hjá okkur. Ef viðkomandi notendanafn er að setja inn eitthvað saknæmt um einstakling þá er best fyrir þig að tilkynna þráðinn til okkar. Það er gert með því að fara í þráðinn sem þetta er að gerast og smella á gula þríhyrninginn hægramegin í færslunni.

    Við tökum ekki út færslur sem eru almenn gagnrýni eða sem er ekki sammála viðkomandi