Hjálp

Þegar þú lendir í vandræðum með bland.is þá viljum við gjarnan hjálpa þér. Segjum að það komi upp einhver spurning þá er hægt að athuga hvort að við höfum svarað henni áður. Ef þú finnur ekki svar við spurningunni þá væri best að hafa samband við okkur og við finnum út úr þessu.

Notkunarleiðbeiningar fyrir umræðusvæði

 • Eyða út umræðu

  Aldrei hefur verið hægt að eyða út umræðum á vefsíðu Bland.is en einstaka þræðir eru teknir út óski notendur eftir því

 • Tilkynna óviðeigandi umræðu eða auglýsingu

  Ef þú sérð óviðeigandi umræðu eða auglýsingu þá mælum við með því að þú tilkynnir hana til okkar með því að smella á  "Tilkynna" takkann sem er í umræðunni og auglýsingum. Það hjálpar okkur að fylgjast með og taka út óviðeigandi efni af síðunni.

  Með því að smella á "Tilkynna" takkann þá tökum við fyrr eftir umræðunni og fylgjumst með henni eftir að hún er kominn inn til okkar. Ekki eru allar umræður eða auglýsingar teknar út sem eru tilkynntar en það hjálpar okkur mikið að halda umræðunni og sölutorginu á eðlilegum nótum.

  Tilkynna takkinn er gulur þríhyrningur með upphrópunarmerki á, jafnan ofarlega hægramegin á umræðum og auglýsingum. 

 • Að svara umræðu

  Til að taka þátt í umræðunni og skrifa svar við umræðuþræði skaltu smella á "Svara" í viðkomandi umræðu.

  Þá birtist box þar sem þú getur skrifað svarið þitt og birtist það um leið og smellt er á "Senda" takkann. 

Almennar upplýsingar