Ingibjörg Njarðvík

Fjörubraut 1225 , 235 Reykjanesbær
8578149
Dagforeldri
Vinnuaðstaða er með gott leikherbergi og frábært útisvæði.
Er með leyfi 1.8.2008
Hóf störf 1.9.2008
Dagurinn byrjar kl. 08:00
Deginum líkur kl. 16:00
Næst laust hjá mér
Sumarfrí búin í sumarfríi
Er reykt á heimili Nei
Gæludýr nei
 

Matseðill

Dagurinn byrjar á morgunmat sem er gamli góði hafragrauturinn og lýsi Í hádegismat er skipst á fisk og kjöti og er meðlætið ekkert slor, grænmeti og kartöflur, hrísgrjón með hýði og hollustan höfð í fyrirrúmi. Ég er svo með ávexti á milli mála og þegar þau eru að vakna er svo gott að sitja og narta í epli, peru eða melónu. Kaffitíminn er svo brauð með áleggi og mjólk, ég ætla svo að vera með eitthvað bakað og gott 2 í mánuði.

Annað

Ég er fjögra barna móðir með mikla reynslu af börnum. Vann í nokkur ár á leikskóla og lærði alveg rosalega mikið á þeim tima. Ég er mjög heimilisleg og legg upp úr því að börn læri að umgangast húsgögn og heimili. Þeirra staður er stofan mín ,svo eru þau með sitt svæði líka. Ég er að bjóða upp á fjarsjóðskistu og þroskandi leikföng. Ég ólst upp á músik heimili og er ég að fara læra á gítar til að hafa það með ásamt því að vera mikið náttúrubarn og listakona og verður málað litað og leirað mikið í vetur þegar veðrið er slæmt annars er alltaf ein útivera og fleirri ef veður leyfir.