Erlendsína

Fjörubraut 1225 , 235 Reykjanesbær
847 5827
http://www.facebook.com/#!/dagmommurasbru.erlendsinaogaldis
Dagforeldri
Vinnuaðstaða Jöklaborg er 3 herb. íbúð á uppá Ásbrú, Keili eða Vallarheiði eins og sumir kalla það en þetta eru háskóla garðar fyrir fólk sem er á háskólabrú eða í háskólanum. Við erum tvær saman með Skemmtilega stórt húsnæði eingöngu fyrir krílin okkar, þar sem við njótum dagsins og svo förum við auðvitað líka út að leika á leiksvæðinu í kring.
Er með leyfi 25.8.2008
Hóf störf 1.9.2008
Dagurinn byrjar kl. 08:00
Deginum líkur kl. 16:00
Næst laust hjá mér 20.8.2012
Sumarfrí
Er reykt á heimili Nei
Gæludýr Nei
 

Matseðill

Við höfum alltaf grænmeti og vatn með hádegismatnum.   Heimabúið barnamauk fyrir litlu krílin sem geta ekki tuggið. Áður en þau fara út í vagn að sofa fá þau mjólk í glas að drekka.     Mánudagar : soðinn fiskur, kartöflur . Þriðjudagar : kjötmeti, kartöflur Miðvikudagar : súpa eða grautur og brauð. Fimmtudagar : fiskur ofnbakaður eða steiktur. Föstudagar : Léttmeti (t.d. Samlokur, skyr, jógúrt   eða heimabakaða pizzu.)   Morgunhressing : Í morgunhressingu eru ávextir! ( Á föstudögum fáum við saltstangir eða ósætt kex og ávaxtasafa.) kaffitími : Brauð með álegg, ávexti, kex og mjólk

Annað

Stefna Okkar Barnæskan er eitt af mikilvægustu skrefum lífs okkar, við lærum og mótum persónuleika okkar sem gerir okkur einstök. Vinna okkar fullorðna felst í því að aðstoða börnin við að læra nýja hluti og mikilvægt er að þau séu hamingjusöm. Stefna okkar er að hér verði alltaf fyrst og fremst gaman, notarlegt, fræðandi og hvet börnin til þess að leika og læra með skemmtilegri dagsáætlun sem við munum veita í hverri viku. áætlun okkar mun saman standa af daglegri útivist, frjálsum leik og skipulögðum leikjum, föndri, lestri, tónlist, dans og flr. Við munum einnig bjóða uppá hollar máltíðir og kaffitíma og hvetjum börnin til þess að sýna hreinlæti og almenna mannasiði.