Hvað er stemmandi og hvað er losandi ??

langalína | 17.10.2007 08:33:30 | 0

Var að velta því fyrir mér með mat, hvað er stemmandi matur og hvað er losandi matur??
Getið þið nefnt dæmi?

Takk takk

acc | 17.10.2007 09:35:15 | 0

Epplasafi er losandi en eppli eru stemmandi, svo held ég að allt gróft sé stemmandi.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

miss sunshine | 17.10.2007 09:51:26 | 0

er eplasafi losandi ?? hef aldrei heyrt það áður ;P

en bananar, epli og allar mjólkurvörur eru stemmandi

svo eru til dæmis perur og sveskjur losandi

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

EvaSveins | 17.10.2007 10:11:54 | 0

http://www4.landspitali.is/lsh_ytri.nsf/htmlpages/index.html
hérna er eitthvað um þetta...

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

krúsý | 17.10.2007 10:28:40 | 0

Samkvæmt því sem ég lærði eru epli og allt sem viðkemur þeim stemmandi svo og mjólkurvörur þar sem prótein eru frekar stemmandi. Svo eru það sveskjur og rúsínur sem eru losandi og passa það að vínber eru rúsínur þannig að þau eru losandi. Þegar minn var með hægðatregðu var mér bent á að gefa honum LGG og vítabix í morgunmat og það virkaði mjög vel.

Kveðja Krúsý

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

heosgu | 17.10.2007 13:09:05 | 0

Hrísmjölsgrautur og bláberjasúpa er stemmandi, það var mér allavega ráðlagt að gefa af barnalækni þegar litli minn var með niðurgangspest.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Sunnasól | 17.10.2007 13:20:38 | 0

Ég hef líka heyrt að eplasafi sé losandi...en epli stemmandi !

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Húllahúbb | 18.10.2007 12:18:17 | 0

Ég líka. Fékk að heyra það hjá 2 læknum á barnaspítalanum þegar mín fékk heiftarlega magapest. Mátti semsagt alls ekki gefa henni epla eða aðra ávaxtasafa ...

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

gesta | 17.10.2007 20:00:39 | 0

Varðandi mjólkurvörur þá hef ég það frá barnalækni að ef barn er með mikinn niðurgang, þá er ráðlegt að sleppa öllum mjólkurvörum í smá tíma og ath hvort lagast (t.d. 2 daga). Þetta hefur eitthvað með laktósann að gera, held að geri það að verkum að þau skili mjólkurvörunum beint út.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

krukkan | 18.10.2007 16:43:37 | 0

vel þroskaður banani er losandi á meðan banani sem er enn pínu óþroskaður er stemmandi.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá