Þyngdartap

Zwandyz8 | 16.9.2010 09:56:01 | 0

Jæja nú er ég ad reyna ad léttast, er í rádgjöf hjá lækninum mínum og fer vikulega í vigtun og svona.

Hún segir ad markmidid sé ad missa ekki meira en hálft kíló á viku en mér finnst tad svo lítid. Tad týdir ad tad muni taka mig 10 mánudi bara ad léttast um 20 kg.

Er tad óraunhæft ad ná ad léttast um tessi 20 kg á 5 mánudum til dæmis?

Arel | 16.9.2010 09:58:46 | 0

Það er bara ekki sniðugt að léttast hraðar. Bæði gætirðu gengið á vöðvana og þegar þú hættir/gefst upp, þá er meiri hætta á að það komi tvöfalt hraðar á þig. Eðlilegt viðmið er 2 kíló. Gætir misst meira til að byrja með, þegar auka vökvasöfnun fer úr líkamanum.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Medister | 16.9.2010 10:00:22 | 0

Kíló á vikur er alveg raunhæft.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Medister | 16.9.2010 10:00:32 | 0

Viku.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Táldís | 16.9.2010 10:02:26 | 0

Fer eftir því hvernig ásigkomulagi þú ert í.
Ég er t.d. nýbúin að eiga (2 mán)og er algjör hlussa með fullt af bjúg. Ég er alveg að léttast um tæp 2 kg á viku. En hluti af því er auðvitað vatn og svo auðvitað spik sem ég safnaði á mig á methraða.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

zingiber | 16.9.2010 10:03:06 | 1

það fer dáldið eftir því hvað þú ert feit fyrir.

En ég myndi ekki stefna á meira en að meðaltali 1/2 kg á viku. Stundum meira, stundum minna.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

andi8 | 16.9.2010 10:03:33 | 1

mér finnst nú 20 kg á 10 mánuðum bara mjög flott :) góðir hlutir gerast hægt

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Arriba | 16.9.2010 10:31:58 | 0

Athugaðu að þetta er meðaltal. Oft léttist fólk um mun meira fyrstu vikurnar en svo dregur úr svo 0,5 kg er bara ágætis meðaltal.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

stress stelpa | 16.9.2010 10:34:56 | 0

Einbeittu þér bara að hollum mat og hollri hreyfingu, þá léttistu á heilbrigðan hátt. Það er ekkert slæmt að léttast hratt ef þú gerir það rétt, heldur ekki slæmt að léttast hægt. Aðalatriðið er að hugsa um heilsuna.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

syr | 16.9.2010 10:39:42 | 0

hvað varstu lengi að bæta á þig þessum 20 kílóum?

ef þú vilt vera viss um að kílóin haldist af þér myndi ég ekki fara í eitthvað voðalegt prógram í stuttan tíma svo kílóin hrynji því þá er mun líklegra að kílóin setjist aftur á þig þegar átakið er búið..

það er mun betra að fara rólega í þetta, þ.e. ofgera sig ekki og gera æfingar og matarprógram sem maður getur hugsað sér að halda áfram með út ævina..

að vera í formi er ekki eitthvað sem maður gerir á örfáum mánuðum.. Þú kemur þér í form jú en þarft svo að halda þér við. Ef þú ferð of hratt af stað og ætlar þér of mikið eru miklar líkur á að maður gefist upp og fái ógeð þegar takmarkinu er náð, en þá er bara hálfur sigur unnin því maður þarf að hafa úthald og nennu í að halda sér við eftir það..

svo 20 kíló á 10 mánuðum væri bara frábær árangur, myndi samt alveg reikna með að þetta yrði ca 1 ár og þá er bara plús ef þú nærð því aðeins fyrr..

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

Zwandyz8 | 16.9.2010 17:58:39 | 0

Þarf að léttast um meira en 20 kg, fyrsta markmiðið er bara 20 kg, annars þarf ég að missa 35 kg til að komast í kjörþyngd.

Búin að bæta á mig ca 15 kg frá því ég átti yngra barnið, sem er um eitt og hálft ár:(

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

eintak87 | 16.9.2010 10:42:36 | 0

vil líka benda á að betra er að horfa á þessa tölu sem viðmiðunar tölu. Þú munt líklegast missi meira fyrst þegar þú ert að byrja og getur þá verið ánægð þegar vikan er búin að þú hafir lést meira en markmiðið var :)

Allavega peppaði þetta mig rosalega mikið upp þegar ég var að reyna að létta mig áður en ég var að ólétt. Var þá að léttast um 1-1,5 kíló á viku og vá hvað þetta var mikið búst að halda áfram á þessari braut :)

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

olivia | 16.9.2010 18:31:50 | 0

ég er núna búin að missa 28 kg síðan í janúar....með hjálp danska

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá