Fylling í kjúkling :)

RedBird | 14.4.2011 23:13:21 | 0

Hæhæ, er ekki einhver sem lumar á rosa gómsætri fyllingu til að setja í kjúkling? :) Yrði rosa þakklát ef þið nenntuð að deila henni ;)

lalía | 15.4.2011 08:46:02 | 0

Meinarðu í heilan kjúkling eða í fylltar bringur??

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

RedBird | 15.4.2011 08:47:57 | 0

Er að leita af í heilan kjúkling, má samt alveg koma með líka í kjúklingabringur:)

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

lalía | 15.4.2011 09:03:52 | 0

Uppáhaldið mitt í heilan kjúkling eftirfarandi (er því miður ekki með hlutföllin því ég er slump-kokkur :/ )

Sýð villihrísgrjón (set kjúklinga- eða grænmetistening út í vatnið)
Steiki rauðlauk og sveppi á pönnu, krydda vel yfir með pipar, basil (ekki verra ef það er ferskt basil) og örlitlu chili dufti, bara til að gefa smá 'edge'. Mér finnst koma nóg salt úr teningnum með hrísgrjónunum en það má alveg bæta salti við :) Þú getur svo notað hvaða krydd sem þú vilt, ég hef líka bætt hvítlauk við sem mér fannst gefa gott bragð.
Ríf niður brauð (franskbrauð eða heilhveiti)
Blanda öllu saman í skál og treð inn í kjúklinginn!

Ef þig vantar bara bragð í kjúklinginn en ert ekki að leita að fyllingu sem er hægt að borða með er geggjað að setja nokkrar greinar af rósmarín plús 1-2 sítrónuhelminga inní kjúklinginn og krydda hann bara að utan...

Uppáhalds fylltu bringurnar eru svona:
Steikja lauk og hvítlauk í smá olíu, krydda með salti og pipar eða því sem þú vilt (basil, rósmarín.. whatever!), setur slatta af furuhnetum með (gott að vera búinn að rista þær aðeins fyrst), þvínæst spínat og bíður þangað til það er allt blautt og mjúkt, hræra aðeins í því á meðan það er að mýkjast. Mokar þessu inn í bringurnar og setur svo nokkra teninga af fetaosti með. Lokar með tannstönglum og inn í ofn.

Vona að eitthvað af þessu gagnist!

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

RedBird | 15.4.2011 09:14:23 | 0

Nammi! Takk fyrir :) Prófa þetta:D

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá