Stjörnuhekl

akd | 25.3.2010 10:33:35 | 0

Sælar dömur, getur einhver ykkað gefið mér upp aðferðina við að hekla stjörnuhekl? Ég fann video á youtube sem var fínt, en þar er bara sýnd fyrsta umferðin, ekki hvernig á að snúa við og gera til baka.

mixer | 25.3.2010 10:55:44 | 0

Hæ hæ ég lærði einmitt hér á þessum þráð að hekla teppi með stjörnuhekli , en held að það sé afbrigði af stjörnuhekli , kemur alveg svakalega flott út :)

http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=17147456&advtype=59

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

akd | 25.3.2010 12:01:42 | 0

takk kærlega :)

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

nei hae | 8.4.2010 23:22:03 | 0

Æ, en gaman að sjá gamla þráðinn minn hér :O)
Sá núna að það eru fullt af "commentum" sem ég sá aldrei, eftir leiðbeiningarnar, en þetta er alls ekki tímafrekt. Ég hef verið um 1-2 vikur að gera barnateppin.

Munurinn á þessu munstri og stjörnuheklinu er sá að þessi aðferð er eins fram og til baka, gamla aðferrðin er gerð þannig að þú gerir munstrið eina umferð og svo stuðla til baka.

Ég gerði svona teppi úr lopaafgöngum, blandaði þá saman einföldum plötulopa og einbandi í einn litinn, einfaldan léttlopa í annan lit... annars nota ég yfirleitt tvöfaldan plötulopa en að sjálfsögðu er hægt að nota hvaða garn sem er. Mér finnst lopateppin þó alltaf verða þynnri þegar ég er búin að þvo þau, finnst þau virka svo þétt fyrir þvott sem breytist - þá gisnar munstrið aðeins.

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá

daja | 8.4.2010 01:22:30 | 0

ég held að uppskrift af stjörnuhekli sé í bókini kúr og lúr

Þú ert sem stendur ekki búin/nn að innskrá þig. Þú ert ekki innskráð/ur. Innskrá