Að rækta plöntur af ávaxtasteinum, fræjum o.s.frv.

Pandóra | 28. mar. '10, kl: 18:14:50 | 4564 | Svara | Er.is | 1

Dóttir mín er skyndilega mjög áhugasöm um að rækta plöntur úr allskyns ávaxtasteinum - t.d. úr eplum, appelsínum, mangó, papriku..

Er eitthvað spes trikk við að rækta þetta? Þarf að þurrka fræin eða undirbúa þau á annan hátt - eða potar maður þeim beint ofaní mold? Hvernig er með stóra steina eins og mangó?

 

boogiemama | 28. mar. '10, kl: 18:16:12 | Svara | Er.is | 1

Á ekki að láta fræin spíra í vatni fyrst?

Pandóra | 28. mar. '10, kl: 18:16:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit ekki?

Pandabug | 28. mar. '10, kl: 18:18:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég setti þetta alltaf á milli tveggjra blautra bómullaskífa í 1-2 dag, þá komu góðar spírur.

Pandóra | 28. mar. '10, kl: 18:19:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alla svona steina - skiptir stærð og tegund ekki máli?

Pandabug | 28. mar. '10, kl: 18:20:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

prófaði nú aldrei neitt hjúgess. mest appelsínu og eplasteinar og tómatafræ.

Pandóra | 28. mar. '10, kl: 18:20:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Prófaðirðu papriku?

bananana | 28. mar. '10, kl: 22:51:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Papriku er auðvelt að rækta; taka fræin úr, láta þau þorna í nokkra daga, setja niður og vökva. Tekur eina til tvær vikur að spíra. Tómatar eru fljótari, gerir eins.

Honey Bee | 28. mar. '10, kl: 22:56:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég hélt þau væru sett beiont niður og mættu EKKI þorna?

*******************

bananana | 28. mar. '10, kl: 23:36:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Breytir kannski engu en ég hef allavega prófað að láta þau þorna og sá þeim síðan.

Pandóra | 28. mar. '10, kl: 18:18:10 | Svara | Er.is | 0

Hei - umræða um mangó neðar á síðunni! Var ekki búin að sjá það :)

Bannsett Drusla | 28. mar. '10, kl: 18:23:54 | Svara | Er.is | 1

Fer dáldið eftir tegund. Tómata ræktar maður af fræum úr tómat sem er búinn að vera geymdur útí glugga í sólinni þar til hann er orðinn illa hrukkaður og rauður, er að tala um sveskjustigið.

Eplasteinar og þess háttar er látið spíra í blautu bréfi eða bómull í ísskáp i um það bil viku eða svo...eða þar til fræið spírar. Þarf að gæta þess að bréfið þorni ekki.

Þetta ______________ er . sem fór í göngutúr!

Pandóra | 28. mar. '10, kl: 18:27:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Paprikufræ - gildir það sama um þau og tómata?

Ekki veistu um sniðuga síðu með svona tipsum?

Bannsett Drusla | 28. mar. '10, kl: 18:28:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit ekki með paprikur en afi minn er garðyrkjumaður og kenndi mér þetta með tómatana.

Þetta ______________ er . sem fór í göngutúr!

evitadogg | 28. mar. '10, kl: 21:02:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

set ég tómatinn út í glugga og læta hann vera krumpaðann, sker hann svo upp og set fræinn í mold?

Steina67 | 29. mar. '10, kl: 09:38:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú kryfur hann já he he he

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Honey Bee | 28. mar. '10, kl: 22:31:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

heyrði það af garðyrkjumanni að þegar maður væri að rækta sjálfur úr paprikum þá vantaði yfirleitt alltaf karlplöntu á móti því af kvennkynsplöntu sem gefur ávexti koma yfirleitt bara kvennkynsplöntur. (s.s vaxa en gefa ekki af sér paprikur því það vantar karlplöntu á móti)

*******************

MissJ | 29. mar. '10, kl: 09:23:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

dóttir mín kom með papriku tré heim úr leikskólanum í fyrra og innann 3 mánaða var komin paprika á það

MissJ

Steina67 | 29. mar. '10, kl: 09:39:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og hvernig veit maður hvað er hvað?

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Pabbi þinn | 28. mar. '10, kl: 18:35:42 | Svara | Er.is | 1

Það getur verið erfitt að fá fræ úr innfluttum ávöxtum til að spíra því það er yfirleitt búið að geisla þá ávesti og drepa allt sem var lífandi í þeim. Það er ástæða að það getur tekið margar vikur til þess að þeir rotni.

Gismó | 28. mar. '10, kl: 18:51:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

ég er með 150 cm metra hátt eplatré hérna hjá mér, sem ég græjaði bara með að setja eplastein beint í mold...

Paprikur forræktaði ég aðeins.. setti í svona sáðbakka og fékk 15 plöntur sem sáu minni fjölskyldu fyrir paprikum allt síðasta sumar.. er að fara að setja niður meira fyrir sumarið...

tómata reyndi ég að setja niður en fékk plöntu upp en það komu engir tómatar þó..
Keypti mér því bara fræ og fékk helling af rosalega góðum kirsuberjatómötum...

það er bara gaman að rækta svona sjálfur....

°°°°°°°°°
° Gismó °
°°°°°°°°°

Shabúmm | 28. mar. '10, kl: 20:48:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vá :) geymiru þetta allt inni?

evitadogg | 28. mar. '10, kl: 21:03:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nammi namm :) ég var að setja niður basil, kóríander, chili, graslauks og myntufræ - er svaka spennt því ég hef ladrei gert svona áður :)

boogiemama | 28. mar. '10, kl: 22:25:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í alvöru? Kúúúúl! Vaxa epli? :)

tura | 28. mar. '10, kl: 23:51:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Geisla þá með hvernig geislum ?

Hygieia | 28. mar. '10, kl: 20:01:07 | Svara | Er.is | 0

Hef bæði lagt ávaxtasteina í bleyti og sleppt því, hvoru tveggja gefist mjög vel. Fræ úr papriku og chili má bara setja beint niður - mjög auðvelt í ræktun. Er búin að setja niður hörfræ, þau spírahratt og vaxa mjög vel. Koma falleg blá blóm á þau. Er líka búin að setja niður sólblómafræ sem vaxa með ógnarhraða! Verður gaman að sjá hvort ég fái blóm á þau :)

Grjona | 29. mar. '10, kl: 07:08:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef sett niður sólblómafræ, plötunar urðu risastórar og báru blóm (yfirleitt eitt hver)!

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Hygieia | 29. mar. '10, kl: 09:41:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Frábært alveg, er með 8 sem spíruðu og vaxa á ofurhraða. Hlakka til að prýða garðinn minn með þeim í sumar :)

Hayabusa | 28. mar. '10, kl: 20:05:04 | Svara | Er.is | 0

Ég hef gert tómatatré, setti þá bara steininn beint í moldina, ekkert ves áður.

Paprikusteinn fer líka bara beint í moldina.

Eplasteinn líka beint í mold, en mjöööög litlar líkur á að það komi epli á tréð því eplatré þarf að græða á rótarstofn.

Um að gera að prófa hvað sem er!

minstrels | 27. apr. '14, kl: 23:44:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvað meinaru með rótarstofn ?

lofthæna | 27. apr. '14, kl: 23:47:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er oft notuð rót af annarri tegund og grætt saman. 

minstrels | 27. apr. '14, kl: 23:55:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahaha ein sem er ekki með grænar fingur.. hvað meinaru hvernig þá ? ;) er ekki hægt að hafaa 2-3 tré saman í risa potti :p

lofthæna | 28. apr. '14, kl: 00:01:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, myndi nú varla gera það :) Tré þurfa pláss.

En þetta er rosalega algengt með ávaxtatré, sérstaklega þegar verið er að leitast eftir sérstöku eiginleikum hjá plöntunni, það er t.d. hægt að kaupa eplatré sem er með sterka rót af einni tegund og svo 2-4 mismunandi tegundum af ágræddum greinum, svo vaxa greinarnar og bera blóm sem geta frjóvgað hvert annað.

Ég keypti mér tvö ágrædd tré, plómu og eplatré og þau drápust reyndar bæði en mörg hafa reynst vel. Ég myndi ekki gera þetta sjálf heima en flest ávaxtatrén sem hægt er að kaupa hérna á Íslandi eru ágrædd á aðra rót en sína eigin.

Alliat | 28. mar. '10, kl: 20:13:16 | Svara | Er.is | 0

Er ekki hægt að kaupa svona fræ tilbúin í Blómavali? Man að það var hægt að kaupa nánast hvað sem er innan löglegra marka í Eden þegar það var og hét.

Ræktiði þetta úti í glugga eða? Ég er aðallega að spá í útfjólubláa ljósið sem plönturnar nota til að ljóstillífa. Venjulegt gler sigtar meirihlutann af UV ljósinu í burtu (þess vegna er erfitt að fá brúnku innandyra) svo það gæti verið með svona hitabeltisplöntur að þið þurfið að hafa UV ljós yfir þeim líka.

Það er hægt að fá svona Repti-Glo UV ljós í Fiskó í Kópavoginum sem eru eins og sparperur og passa í venjuleg perustæði, en gefa samt frá sér alveg gommu af þessum geislum.

Hygieia | 28. mar. '10, kl: 20:26:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta takmarkaða magn útfjólublárra geisla nægir samt flestum plöntum, sbr inniblóm og plöntur sem vaxa í heima-gróðurhúsum. Það er hægt að forrækta nánast hvað sem er í stofuglugganum hjá sér.

Alliat | 28. mar. '10, kl: 20:58:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ókey. Ég hélt kannski að svona hitabeltisplöntur væru frekari á þetta sbr. allar flúorperurnar sem kannabisræktendurnir eru að setja upp. :P

Hygieia | 28. mar. '10, kl: 21:04:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fæstar plöntur bera ávexti á veturna, því er þetta ljós oft notað til að "plata" plönturnar. Svo efast ég um að kannabiræktendur kæri sig um að hafa plönturnar úti í glugga :)

Alliat | 28. mar. '10, kl: 21:55:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha, satt! :)

Honey Bee | 28. mar. '10, kl: 22:35:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

færð gróðurperur í venjjulegt perustæði bæði í garðheimum og glóey

*******************

Alliat | 28. mar. '10, kl: 22:46:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svona er maður út á þekju. Hélt að almennt væru UV perurnar bara fáanlegar sem svona bölký flúorperur.

Honey Bee | 28. mar. '10, kl: 22:55:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hélt það líka :) en það eru stórar 400w flúorperur sem eru þannig og þurfa sér unit.
en þessar ljósaperur passa alveg fyrir örfáar plöntur (til 25w 40w og 60w í glóey minnir mig)

ég keypti svona peru undir kryddjurtirnar og paprikurnar minar keypti perustæði með og langa snúru lét þetta hanga c.a 0,5-1m frá plöntunum ein 60w pera ætti að duga fyrir c.a 1-1,5m*1-1,5m

*******************

JólaSveinki | 28. mar. '10, kl: 20:13:41 | Svara | Er.is | 0

Ég hef sett bæði tómata og papríku fræ beint í moldina og fengið plöntur upp.

Ef þú ætlar að fá plönturnar til að bera ávöxt þá er gott að vera með eyrnapinna og fara létt inn í öll blómin þegar þau eru komin og farin að blómstra. Þá ert þú að gegna sama hlutverki og flugurnar í náttúrunni. Það eykur líkurnar á að þú fáir papríkur/tómata

Hef líka sett niður appelsínu fræ. Það var komin stór og flott planta inn í stofu hjá mér en það komu aldrei blóm á hana, plantan var orðin held ég 7 ára gömul þegar ég varð að farga henni.

Honey Bee | 28. mar. '10, kl: 22:36:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

var þetta ekki bara karlynsplanta eða kvenkyns og vantaði kk á móti ?

*******************

evitadogg | 28. mar. '10, kl: 21:05:33 | Svara | Er.is | 0

ef ég fæ að troða mér hérna inn þá er ég með eina spurningu: virka svona skammdegislampar eitthvað á kryddjurtir og inniblóm?

svartbakur
lofthæna | 29. mar. '10, kl: 00:43:06 | Svara | Er.is | 1

Ég setti niður fræ úr granateplum í fyrra og það er svaka flott planta. Það spratt mjög hratt og vel og það er gaman að sjá hvernig hún er. Ég tók bara fræin beint úr, hreinsaði vel af þeim og þurrkaði aðeins í pappír áður en ég setti þau niður. Lét þau ekkert spíra.

Ég er líka með plöntur af hindberja og brómberjasteinum sem voru í kuldaörvun í ísskápnum í 3-6 mánuði. Frekar seinlegt :)

Baby H | 29. mar. '10, kl: 04:50:39 | Svara | Er.is | 0

Sonur minn skellti avaókadó stein í mold (pott) sem var svo geymdur í gróðurhúsi.
ÁRI seinna byrjaði að koma upp úr honum og í dag er það að vera myndarlegasta tré :P Er enn í gróðurhúsi. Hlakka til að sjá hvað úr verður lol :)

When life hands you lemons, make lemonade.

Grjona | 29. mar. '10, kl: 07:10:15 | Svara | Er.is | 0

Þokkalega merkt!

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Hygieia | 29. mar. '10, kl: 09:43:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hmmm, er ekki búið að taka út "merkt" fídusinn?

Grjona | 29. mar. '10, kl: 09:45:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nibb, það er stjarnan vinstra megin við fyrirsögnina.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Hygieia | 29. mar. '10, kl: 09:50:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk mín kæra!

óðhalaringla | 29. mar. '10, kl: 09:33:52 | Svara | Er.is | 0

Ég hef einmitt oft komið upp avocado tré, og það er rosa gaman, þá hef ég steininn í vatni þar til hann fer aðeins að opnast, þá í mold og vökva reglulega og það kemur mjög flott blóm...

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Have you ever played dino game? Nanasi121 04:03 26.4.2024 | 04:04
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024 | 17:28
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 | 08:34 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 | 11:28 24.4.2024 | 12:47
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 | 10:33 25.4.2024 | 22:01
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024 | 19:07
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 | 18:25 26.4.2024 | 17:37
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024 | 03:03
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024 | 13:39
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 | 03:24 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 | 16:19 19.4.2024 | 16:11
New York Ròs 18.4.2024 | 09:19 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024 | 03:42
packers and movers rehousingindia 17.4.2024 | 06:31
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 | 03:27 17.4.2024 | 21:20
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 | 09:44 13.4.2024 | 23:39
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 | 16:08 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 | 15:20 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 | 13:20
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 | 07:24 13.4.2024 | 07:34
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024 | 19:03
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 | 20:22 11.4.2024 | 09:19
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 | 17:20 8.4.2024 | 07:56
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024 | 00:15
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 | 14:42 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 | 14:41 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 | 14:40 5.4.2024 | 19:37
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024 | 01:15
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 | 09:15 5.4.2024 | 14:33
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 | 07:49 4.4.2024 | 14:48
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024 | 15:53
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 | 21:55 1.4.2024 | 20:57
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 | 12:56 5.4.2024 | 21:33
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024 | 23:21
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 | 14:32 28.3.2024 | 09:52
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 | 13:03 28.3.2024 | 10:44
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 | 11:49 1.4.2024 | 18:50
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 | 11:09 1.4.2024 | 21:02
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024 | 10:47
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024 | 12:40 29.3.2024 | 16:52
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 | 13:23 27.3.2024 | 18:01
Berlín Ròs 25.3.2024 | 08:25
Tinder olla2 23.3.2024 | 14:52 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024 | 18:39
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 | 21:43 22.3.2024 | 03:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024 | 17:22
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 | 16:27 22.4.2024 | 09:36
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 | 16:37 24.3.2024 | 20:53
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024 | 16:21
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 | 13:29 11.3.2024 | 19:57
Síða 1 af 48027 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Paul O'Brien, Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, annarut123, paulobrien, Guddie