ég lagfærði aðeins uppskriftina þar sem mér fannst vera fallegri úrtaka með því að hafa hana breiðari.
Ullarsokkar með totuhæl. (totan er gerð á sama hátt og þumall á vettlingum)
Garn fyrir prjónastærð 5,5 (t.d aran-alfa-lopi eða Efsun eða ragggarnið frá tinnu)
Stærð S-M-L (medium er ca skóstærð 38/9)
Fitja upp 28-32-36 lykkjur, prjónið stroff í hring , eins langt og þú vilt hafa það. T.d 5-20 cm.
Síðan er prjónað slétt 5-6-7 umferðir og þá er gert ráð fyrir hæl.
Prjónið HELMING lykkjanna (14-16-18) yfir á aukaspotta í öðrum lit -sjá mynd 1. , og prjónið þær svo aftur með hnyklinum, (þá kemur lína af litnum, en svo heldurðu áfram að prjóna með sokkagarninu-
prjónið þar til sokkurinn mælist 12,5-14-15,5 (eða styttra eða lengra eftir því hversu fóturinn er stór)
og þá er byrjað á úrtökunni á tánni:
1. prjónn: prjónið eina slétta, takið eina óprjónaða, svo 1. slétt og steypið óprjónuðu lykkjunni yfir sléttu lykkjuna. prjónið svo út prjóninn.
2. prjónn. Prjónið slétt þar til 3 l. eru eftir á prjóninum. Pjónið þá 2 l.saman.
3. prjónn eins og 1. prjónn.
4. prjónn eins og 2. prjónn.
prjónið eina ufmerð og gerið svo aðra úrtökuumferð. Svo aðra slétta umferð.
Svo er úrtaka í hverri umferð þar til um það bil 8 lykkjur eru eftir á prjónunum, slítið þá frá og þræðið bandið í gegnum lykkjurnar og herðið að. Saumið endann vel niður. (
Þá er komið að hælnum.
Takið aukabandið úr og skiptið lykkjunum sem myndast jafnt niður á 4 prjóna. Þær eiga að vera jafnmargar og fitjað var upp: 28-32-36 lykkjur, prjónið 2-3-4 umferðir slétt og svo er úrtaka á hælnum gerð alveg eins og úrtakan á tánni.
Gangið vel frá endunum, oftast myndast smá göt þar sem hællinn byrjar og því er gott að nota spottana til að loka þeim í leiðinni.
sýnishornið sem ég gerði og myndaði, er úr Efsun Himalaya garni frá tinnu. og ég fitjaði upp 40 lykkjur og slétti hlutinn er 16 cm og þeir passa á mig sjálfa (skóstærð39)
mynd1: hér er búið að prjóna aukaspotta í þar sem hællinn kemur.
ég kalla svona hæl helgu hæl..emda var kona sem hétir/hét Helga sem kendi mér þetta..þegar ég var um 20 ára og var að byrja að prjóna aftur eftir grunnskóla..núna kann ég reyndar allat tegundir líklega..en þetta er frábært fyrir byrjendur ;)
----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -
ABHG | OMG í alvöru er þetta hægt svona???? Ég er svo vanaföst að mér datt ekki í hu...
já þetta er nefnilega skítauðvelt. ég gerði svona sokka fyrir mörgum árum og var eiginlega búin að gleyma þeim. en svo rifjuðust þeir upp fyrir mér með nyju sokkar og fleira bókinni. svo ég bjó til mína eigin uppskrift til að deila hér. er í raun samt alveg eins og sokkarnir í þeirri bók. enda svosem bara til "ein aðferð" við þá. maður ræður svo bara alveg hvað stroffið er hátt. en stelupurnar mínar nota svo mikið svona stutta ullarsokka til að vera í inni í skólanum. (nenna ekki með inniskó- taka of mikið plásss í töskunni)
Kolþerna | Þetta er eins hæll og eina tegundin af hælum sem eg kann. Nema ég geri hælin...
Þetta er eins hæll og eina tegundin af hælum sem eg kann. Nema ég geri hælin fyrst prjóna svo totuna fram. Sem í sjálfu sér skiptir ekki máli hvernig maður gerir.
hugmyndalaus | já. það einmitt skiptir engu hvort maður gerir fyrst, jafnvel væri þægilegra...
já. það einmitt skiptir engu hvort maður gerir fyrst, jafnvel væri þægilegra að gera hælinn fyrst. því þá er auðvelt að máta til hvað hann á að vera langur.
Frábært, takk fyrir þetta. Ég er búin að liggja fleiri klukkutíma yfir þessum blessaða Halldóruhæl og öllum hælum sem ég hef fundið, og mér er bara fyrirmunað að læra þetta. Nú get ég loksins prjónað ullarsokka! ;-)
hugmyndalaus | heheh frábært.
sé það að ég hefði átt að vera löngu búin að henda þessari ...
Ég er að prjóna fyrstu ullarsokkana fyrir utan einn spíralsokk sem ég gerði en fannst hann ekki nógu flottur :)
En ég er að vandræðast með hvort að ég eigi að slíta frá þegar ég prjóna aukabandið fyrir hælinn eða hvort að ég haldi bara áfram eftir aukabandið... kannski einhver vanur hælaprjónari geti svarað mér :)
Olof Lilja | Ég fann út úr þessu sjálf :) Greinilega engir vanir hælaprjónarar hér :)
þú átt ekki að slíta frá. heldur prjóna AFTUR yfir lituðu lykkjurnar þannig að það á heldur ekkert að koma neinn aukaspotti af sokkagarninu. fattarðu hvað ég meina? þannig að það sé óslitinn þráður.
Olof Lilja | Ég sleit frá... ég sem sagt prjónaði auka band og svo þegar ég ætlaði að hald...
Ég sleit frá... ég sem sagt prjónaði auka band og svo þegar ég ætlaði að halda áfram eftir bandið þá fannst mér alltof langt á milli þannig að ég sleit... og svo kom ég auðvitað að aukabandinu og prjónaði yfir það :) Æji nú er ég að vandræðast með tánna... er ekki alveg að skilja úrtökuna... er hún þá bara á annari hliðinni? hehehe
hugmyndalaus | nei. beggja megin. ef þú ert að nota magic loop, gerirðu í byrjun prjóns og...
nei. beggja megin. ef þú ert að nota magic loop, gerirðu í byrjun prjóns og enda prjóns (framan og aftan) annars í byrjun fyrsta prjóns, enda annars. byrjun þriðja og enda fjórða..
ef þú slítur frá, í hælnum þá þarftu að fela endann. þú átt að prjóna lykkjurnar með öðrum lit. færa þær svo aftur til baka á prjóninn og nota sokkagarnið og þá á ekki að koma nein lína á milli... eða aukaspotti eða neitt. semsagt ekki hald áfram EFtir bandið....heldur fara til baka og prjóna þær aftur... skilurðu mig?
Olof Lilja | Já ég skil ... ég sá ekki að ég ætti að færa þær upp á prjóninn og prjóna aft...
Já ég skil ... ég sá ekki að ég ætti að færa þær upp á prjóninn og prjóna aftur strax... ég hélt bara áfram eftir bandið :)
Ég þoli ekki sokkaprjóna þannig að ég nota magic loop... er greinilega að vanræðast með í byrjun og enda prjónst... fyrir mér er byrjunin þar sem bandið kemur og endinn þá á sama stað hehehe
Er ekki enn að skilja þetta :) Kannski verð ég bara að hekla ullarsokkana ;)
hugmyndalaus | heheh . nei nei... snúran kemur væntanlega út úr stykkinu miðju. (lykkja-loop...
heheh . nei nei... snúran kemur væntanlega út úr stykkinu miðju. (lykkja-loop) þannig að þú sérð fram og afturstykki á sokknum, (rist og sóla) _Þar- beggja megin er úrtakan.
sérð það nokkurnvegin á þessari mynd hvernig úrtakan kemur sitthvorum megin á sokknum.
getur í raun líka sleppt því að tala um fyrsta og annan prjón. hvað ertu með margar lykkjur? kannski 40. þá myndi úrtakan byrja í lykkjum 1-3 og 17-20. og svo 21-23 og 37-40.
fattarðu núna?? ( ég hætti ekki fyrr en þú skilur þetta..heheheh)
Olof Lilja | já ég skil... eða ég held það hehehe.... sitt hvorum meginn við hælbandið ;) ...
ég geri bara 3-4 eða5 umferðir og svo úrtökuna. held það þurfi ekkert að hafa hann neitt langan. bara rétt þannig að hann myndi nokkurn vegin rétt horn- eða örlítið lengri. ég skoðaði nokkrar uppskriftir áður en ég bjó til þessa og miðaði bara við upplýsingar úr þeim.
RakelÞA | Glæsilegt hjá þér og takk fyrir þetta. :)