Barnsmóðir og maki

Margret45 | 17. nóv. '19, kl: 11:16:13 | 615 | Svara | Er.is | 0

Hæhæ, mig langaði að fá ykkar álit.
Ég er í nýju sambandi, og ég hef svo sterka tilfinningu að kærasti minn og barnsmóðir séu ekki over. Ég vona innilega að ég hafi rangt fyrir mér samt.

En ég fann ástarbréf í símanum hans sem hann skrifaði og vildi fá hana til baka, (það var skrifað 2 mán fyrir okkar samband).
Ekki fyrir svo löngu er ég inní herbergi og hann frammi að fá sér í glas með félaga sínum, og hún er í símanum drukkin. Það er kvöld og eru þau að ræða allt annað en barnið heldur þau sjálf og það var klárlega ennþá biturleiki í henni og hún ætlaði sko ekki að virða okkar samband. En hann ítrekaði að hann væri komin í nýtt samband og hvort hún gæti virt það. En svo sagði hún að hann hefði sagt við hana að hann elskaði hana ennþá (þá áttum við að hafa verið saman) en hann neitar því og þykist ekkert vita hvað hún var að tala um.

Síðan þá hefur verið allskonar drama í gangi þangað til ég fékk nóg og hafði samband við hana til að settla málin og við ræddum og allt er í góðu. (eða þannig ég finn ennþá fyrir sterkum tilfinningum að þetta sé ekki buið hja þeim)
En þau tala saman á hverjum degi á snapchat, mér finnst það pínu óþæginlegt, eru að senda myndir og video og ég sé aldrei samtölin þvi þau eyðast. Ég hef líka beðið hann að opna snapchat fyrir framan mig og þá er hún að senda video af sjalfum sér tala með filter, en um barnið. Hann vill aldrei opna snapchat fyrir framan mig eða neitt sem tengist henni fyrir framan mig, því ég bregst svona og svona við. En ég hef útskyrt fyrir honum að hann sé að gera þveröfugt, þvi þetta líti út eins og hann hafi eitthvað að fela. Hann segir að ég eigi bara að treysta sér og þetta sé bara um barnið.

Ég komst að því bara núna, að þau eru buin að vera hittast alveg áður en við byrjum saman, fara í bio saman og eins og þau hafi verið að reyna aftur, áður en ég kom inn í myndina.

Hann tekur yfirleitt alltaf hennar hlið þegar við þrætum, ég þarf bara að lúta höfði og sætta mig vita hlutina eins og þeir eru og þeir munu ekkert breytast því hún er barnsmóðir hans. Sem ég virði, en finnast samskiptin svo mikil og kannski tek ég því illa vegna það sem á undan hefur gengið, sem hefur ekki verið eðlilegt. Hlutirnir væru kannski öðruvisi og ég ekki svona paranojuð ef t.d þetta símtal hefði ekki att sér stað.

Hvað finnst ykkur, er ég bara ein paranoja og þarf aðeins að slaka á ?

 

saedis88 | 17. nóv. '19, kl: 11:37:12 | Svara | Er.is | 4

Það tekur tima að koma jafnvægi a eftir samband. Mundi sjalf ekki nenna þessu. Kanski getið þið reynt aftur þegar lægir

musamamma | 19. nóv. '19, kl: 22:47:45 | Svara | Er.is | 1

Þetta hljómar ekki góð byrjun á sambandi, ég myndi hugsa mig um tvisvar áður en þú dembir þér í þetta af öllum hug. Drama byggir ekki upp traust. Vonandi eru þau bara að halda vinasambandi (sem er jú besta útkoman fyrst þau eiga barn saman) en það hljómar flóknara en svo. Ég myndi bakka aðeins, það getur samt enginn sagt þér hvað þú átt að gera. Ég myndi ekki reyna að stoppa samskiptin þeirra á milli, láttu krakkann ganga fyrir. Annað á alltaf eftir að snúast gegn þér. Gangi þér vel.


musamamma

cambel | 25. nóv. '19, kl: 18:51:04 | Svara | Er.is | 0

Nei mér finnst þú ekki paranoja. Þetta er ömurleg og leiðinlega staða. Líklegast eru einhverjar leifar eftir hjá þeim en það bitnar á þér og örugglega á barninu því börn eru næm. Hvað þú ættir að gera er ekki svo gott að ráðleggja. Hvað vilt þú ? Ertu ástfangin ?
Ertu tilbúin að stíga til hliðar og segja honum að þú gefir honum breik svo hann geti ákveðið sig ? er hann ástfanginn af þér ?
Þú getur líka látið þetta yfir þig ganga og vona að þetta hætti smán saman.

fólin | 3. des. '19, kl: 10:25:10 | Svara | Er.is | 0

Hlustaðu á innsæið þitt, það er mjög skrítið ef snapchat samtölin séu svona rosalega mikið leyndarmál að engin megi sjá þau, ég mundi ekki nenna þessu 

Splæs | 3. des. '19, kl: 10:47:03 | Svara | Er.is | 0

Þessi maður er ekki tilbúinn í nýtt samband. Forðaðu þér.

Mjóna | 3. des. '19, kl: 20:41:48 | Svara | Er.is | 0

Myndi ekki nenna þessu, það er nóg til af mönnum sem eru í alvöru tilbúnir í samband.

Kveðjur
Mjóna

vediamo | 3. des. '19, kl: 23:40:10 | Svara | Er.is | 0

Ertu búin að ræða þetta við hann og spyrja hann sjálfan út í þetta og hvernig þér líður? Þá á ég við án drama og reiði, heldur undir tvö augu? Spyrja hann beint út, og fá hann að horfa í augu n á þér. Ég myndi sjálf ekki líða að kærastinn minn færi í bíó með fyrrverandi, og setja stolinn fyrir dyrnar

Það er gaman að vera saman

Walkin | 4. des. '19, kl: 20:52:46 | Svara | Er.is | 0

Hljómar eins og fyrrverandi sé afbrýðissöm og vilji fá hann aftur. En að byrja í nýju sambandi eftir 2 mánuði er ekki skynsamlegt. Það tekur tíma að vinna úr því gamla ..

jak 3 | 6. des. '19, kl: 16:54:19 | Svara | Er.is | 0

því miður þá held ég að hann sé ekki tilbúinn í annað samband, þar sem að þau eru greinilega ekki búin að gera upp sitt samband. Ég persónulega myndi ekki láta bjóða mér upp á þetta.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Vantar odyrann hjólastól Prinsessan93 11.5.2024
Afmælisgjafir 13 og 15 ára BRAUT39 10.5.2024
Besta naglaþjölin og hvar fæst hún? Gunna stöng 10.5.2024
Kubbasteik asthildureir 8.1.2012 10.5.2024 | 10:05
Halla Hrund Sætúnið 3.5.2024 9.5.2024 | 16:50
Mjög hættulegur frambjóðandi ! Zjonni71 9.5.2024 9.5.2024 | 16:49
Ávaxtaflugur icyspicy 20.8.2010 9.5.2024 | 09:16
Ökuskírteini Burgerman 8.5.2024
New York Ròs 18.4.2024 8.5.2024 | 07:17
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 8.5.2024 | 07:15
Halla Hrund??? Sætúnið 3.5.2024 7.5.2024 | 22:53
matvandur/matvondur villemo 6.3.2014 7.5.2024 | 14:09
Rjómasprautur tennisolnbogi 26.12.2015 7.5.2024 | 02:39
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 7.5.2024 | 02:34
Veisla-party-game Catalyst 23.10.2010 7.5.2024 | 00:12
Fríhöfnin nonnih 6.5.2024
Fun supermarket Laurakuhlman 6.5.2024
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 6.5.2024 | 07:11
Af hverju er ég svona mikill meistari? R2 D2 3.5.2024
Hvar get ég fengið frítt fiskinet? Isabella2690 13.2.2024 3.5.2024 | 09:08
Nuddskóli Íslands í FÁ Superliving 30.4.2024
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 30.4.2024 | 20:54
Alvarleg ógn sem engin vill ræða. Zjonni71 30.4.2024
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 30.4.2024 | 18:49
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 30.4.2024 | 18:35
Sjónin komaso 28.10.2008 28.4.2024 | 07:19
Simi ingimars 27.4.2024
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 27.4.2024 | 11:06
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
Síða 1 af 48836 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, annarut123, tinnzy123, Bland.is, paulobrien, Guddie, Paul O'Brien