Ég var að kíkja á síðuna þar sem öll þessi Black Friday tilboð eru á einni síðu hér á landi. Verð að segja að ég er ekki mjög hrifin. Stundum bara 20% afsláttur sem er nú reglulega hjá verslunum og ég er nokkuð viss um að verslanir hafa hærra verð til að geta sett þennan 20% afslátt með reglulegu millibili. En margar verslanir segja 10 eða 20-50% afsláttur eða eitthvða svipað. Hvað þýðir það? Ég hef frarið á útsölu þegar það er auglýst svona, er hætt að nenna því þar sem það sem er mest á afslætti er oft ekkert spennandi vara! En ég hrósa þó þeim verslunum á þessari síðu þar sem að maður getur klikkað á þar sem stendur Skoða tilboð. Ekki allir gefa kost á því þarna. Einnig þegar afsláttur er ríflegur að þá sé tiltekið hvaða vara sé á svo miklum afslætti. Samt betra að sjá vöruna. Þegar sagt er 20% afsláttur en við erum með valdar vörur á 40-50% afslætti þá segir það mér ekkert. Ég vil helst fá að sjá þessar vörur á netinu fyrir og eftir verðið!! Svo ég segi við verslunareigendur sem segja svona, standið ykkur betur þegar þið setjið inn verð á Black Friday degi!!
Var svo að kíkja á nokkrar netverslanir erlendis eins og í Bandaríkjunum. Ég bara þarf ekkert að leita að neinu þar lengi þegar ég kíki á þetta. Jafnvel 40% afsláttur af öllu! Eða 50% afsláttur af fatnaði, fylgihlutum og náttfötum. Ekkert óljóst þar, heldur er maður viss um hver afsláttur er og af hvaða vöru. Og alveg ótrúleg tilboð eins og 50-60% afsláttur af flottum vörum. Ekkert drasl þar eða eitthvað sem flestir vilja ekki. Verð að segja að eftir þessa skoðun bara í svona kortéri þá hafa erlendar vefverslanir vinningin á Black Friday degi. Veit ekki hvað ykkur finnst, svo það er bara að skoða þetta.
Jú en þú þarft ekki að borga skattinn (tax) sem fólkið borgar sem býr í landinu þarf að borga ef varan fer erlendis, það er a.m.k. mín reynsla. Skatturinn leggst ofan á vöruna í lokin en Svo er oft free shipping ef þú kaupir fyrir t.d. 100 dollara eða meira sem þýðir að þá kostar flutningur innanlands ekkert. Ég t.d. var að panta jólagjöf sem ég sendi til ættingja sem býr erlendis og þurfti þá að borga shipping, flutning innanlands þar sem að það sem ég keypti náði ekki 100 dollurum og þurfti líka að borga skatt (tax - kannski 8% eða minna) þar sem varan átti að fara innanlands en ekki erlendis.
Sumar netverslanir erlendis senda til Íslands. Ég keypti t.d. af einni sport verslun í Bretlandi ekki fyrir svo löngu síðan. Á þeirra síðu segja þeir manni hvað kostar að senda til Íslands og til annarra landa (gjaldið getur verið mismunandi eftir löndum), mjög þægilegt það. Aðrar verslanir erlendis senda ekki til Íslands. Þá geturðu séð heildarverð inn á shopusa (reiknivél) eða látið senda með myus. (Bandaríkin) Það þarf að ská sig á svoleiðis síðum og fara í gegnum ákveðið ferli. Best að kynna sér málin, hvað kostar, þarft að vera í áskrift hjá myus sem kostar eitthvað. Getur þá keypt frá nokkrum aðilum úti og látið senda þarna til myus úti og eftir ákveðinn tíma senda þeir þá alla pakkana heim. Hef ekki prófað það en hef heyrt þetta. Svo eru einhverjir íslenskir aðilar í Bretlandi á FB sem senda til Íslands gegn einhverri þóknun.
Júlí 78 | Ég held að allar þessar verslanir sendi til Íslands og mér sýnist bara allur...
Ég held að allar þessar verslanir sendi til Íslands og mér sýnist bara allur skattur inní gjöldum þarna, staðfest verð við komu, engin viðbótargjöld við afhendingu. Yfirleitt stendur svona þegar farið er inn á þessar síður:
Öll verð eru í evrum
Tollar og VSK reiknast við útskráningu
Lágur sendingakostnaður milli landa
staðfest verð við komu (Engin viðbótargjöld við afhendingu)
Já frábært ef fólk er ánægt með þessar póstverslanir yfir netið. En þegar maður les þessa pósta þá finnst manni að fólk sé nánast að kaupa allar sínar helstu nauðsynajar í gegnum netið og versla við einhverskonar birgja rrétt eins og var hér fyrir tugum ára. Allt keypt frá Reykjavík og sótt í póstinn. Nú kemur pósturinn með vörurnar en viðskiptin eru í gegnum erlenda birgja. Þetta grefur auðvitað undan verslun og þjónustu í nærbyggð. Hálf hallærislegt þegar þokkalega stór pláss á landsbyggðinni eru núna háð birgjum erlendis. Þeir missa með þessu verslun og þjónustu ásamt atvinnumöguleikum til erlendra aðila.
Júlí 78 | Þetta er bara nútíminn kaldbakur. Verslunareigendur verða bara að vera með g...
Þetta er bara nútíminn kaldbakur. Verslunareigendur verða bara að vera með góðar netsíður ef þær ætla að halda velli. Lítið gagn í síðu sem segir bara til um opnunartíma og hvar búðin sé staðsett. Fólk vill sjá vörurnar og verðin og geta pantað og sent heim. Meira að segja hægt að senda matvörurnar heim. Ég hef nú ekki tekið upp á því ennþá en örugglega gott að hafa möguleika á því að fá matvörurnar heim. Ég sé ekkert hallærislegt við þessa þróun, hlýtur líka að vera þægilegt fyrir þau á landsbyggðinni að geta pantað vörur t.d. fatnað ef það eru kannski ekki mikið um fatabúðir í plássinu. Alveg hægt líka að versla við íslenskar netverslanir, mér finnst bara að sumar þeirra þurfi að standa sig miklu betur. En ég sé á einni þeirra stendur: Nú styttist í nýja og betri síðu. Þannig að verslunareigendur eru farnir að gera sér grein fyrir því að nú þýðir ekki lengur að vera með lélega netsíðu.
Júlí 78 | Mér finnst líka gott þegar ég skoða föt á netinu að það sé sagt til um hvers...
Mér finnst líka gott þegar ég skoða föt á netinu að það sé sagt til um hversu síð flíkin er. T.d. sé ég á einni erlendri netsíðu. Þar stendur Show measurements. Síðan sér maður yfir toppa: Bust - málin yfir brjóstin eftir stærð. Og svo Hip - málin yfir mjaðmir eftir stærð og síðan Top/shoulder to centrally behind - Síddin á toppnum/flíkinni frá öxlum og niður eftir stærð. En ef um er að ræða buxur þá kemur fram bæði Waist (mitti), mál eftir stærð og Hip málin eftir stærð og þar er líka Inside leg málin, síddin á buxunum frá klofi og niður. Meira að segja kemur þar fram Foot width eftir stærð. Sem sagt hægt að sjá hvað buxurnar eru með breiðar skálmar niðri! Þetta kalla ég frábæra þjónustu við kúnnann að geta séð þetta allt ;)