Farartæki Bátar / flugvélar Targa skemmtibátur
skoðað 609 sinnum

Targa skemmtibátur

Verð kr.

1.234 kr
1

Fjöldi

 

Bíllinn fundinn?

Góð ráð og eyðublöð
 
Við mælum með
  • 14 vaxtalaus greiðslufrestur
  • Raðgreiðslur mögulegar
  • Kaupendatrygging Blands
Nýskrá á Netgíró

Rennur út

sunnudagur, 16. júní 2024 19:44

Staður

203 Kópavogi

 
Tegund Bátur

Til sölu skemmtibáturinn Arna Björg, einn flottasti bátur á Íslandi í sjósportið.
Þetta er dekkaður 25 feta Targa bátur smíðaður 1986 í Finnlandi, www.targa.is.
Lengd 7,53m og breidd skv. haffæriskýrteini er 2,55m en skv. skráningu framleiðanda er báturinn 2,85m breiður og er því mjög stöðugur. Þessi bátur hentar vel í sjóstöng þar sem hann er með löngu dekki, menn geta raðað sér með sjóstengur/handfærarúllur frá skut og fram í stefni. Einnig er hann einstaklega hentugur til skotveiða, þar sem stýrishús er afturbyggt. Hentugur í skemmtiferðir svo sem hvalaskoðun. Rennihurðir beggja megin á stýrishúsi. Bekkur með sætisplássi fyrir þrjá í stýrihúsi og aftan á brú er „Flybridge með tveim stólum,og 2 nýir stólar til vara. Í lúkar er borð, tvær fullorðins kojur (sitthvoru megin við vélina) og tvær minni kojur.
Nánari upplýsingar:
Er með 200 Hp Volvo Penta árgerð 1998, vélin aðeins keyrð 1750 tíma frá upphafi og vél og drif fengið gott viðhald.
Gengur max 25 hnúta en er venjulega keyrður á 18-20 hnúta hraða á c.a 3000 sn.
Vélarrúmið er einstaklega vel einangrað og lítill hávaði er frá vélinni.
6 manna ISO björgunarbátur (Seago) og laus GME neyðarendir.
6 x björgunarvesti.
Webasto 2 KW olíumiðstöð auk vatnsmiðstöðvar frá vél.
Útvarp/CD með tveimur hátölurum í stýrishúsi og fjórum hátölurum á dekki.
VHF talstöð af gerðinni RayMarine.
Nýtt Garmin GPS kortaplotter ( íslandskort ) með dýptarmæli.
Nýtt botnstykki að auki hægt Garmin ClearVü fylgir með
AIS tæki
Flapsar.
Tveir fastir 220V ofnar, bæði í vélarúmi og stýrihúsi.
12V/220V spennubreytir.
Vinnsluborð/flökunarborð úr plasti og smúll með úttaki bæði fyrir framan og aftan brú.
Stæði í kópavogshöfn