Farartæki Bílar Honda Pilot 2007
skoðað 856 sinnum

Honda Pilot 2007

Verð kr.

945.000 kr
1

Fjöldi

 

Bíllinn fundinn?

Góð ráð og eyðublöð
Frágangur
Bland mælir með öruggum ökutækjaviðskiptum á netinu með Frágangi
 
Við mælum með
  • 14 vaxtalaus greiðslufrestur
  • Raðgreiðslur mögulegar
  • Kaupendatrygging Blands
Nýskrá á Netgíró

Rennur út

miðvikudagur, 21. ágúst 2024 16:53

Staður

105 Reykjavík

 
Framleiðandi Honda Undirtegund Pilot
Tegund Jeppi Ár 2007
Akstur 168.000 Eldsneyti Bensín
Skipting Sjálfskiptur Hjóladrifin Fjórhjóladrifin
Skipti Engin skipti Fjöldi sæta 8
Fjöldi dyra 5 Fjöldi strokka 6
Skoðaður Litur Svartur

HONDA PILOT STÓR JEPPI
2007 Honda Pilot EX-L· Jeep · Driven 168,000 kilometers ( - 8 person.
Ný yfirfarinn í maí og svo SKOÐAÐUR júní 2024 - ÁN ATHUGASEMDA.

(A Honda Pilot good jeep for up to 8 persons, good condition and price. Lot of extra items and was newly annually checked. A lot of bills incl. for repair last two years. Great tires).

Einn eigandi, TEJ30.
Bíll sem hefur verið haldið mjög vel við. Mikið af nótum fylgir með.
V6, 3,6L vél, 256 hestöfl, 6 cyl.
Leður í sætum, Topplúga, Frábær ferðabíll.
Bíll sem ætti að eiga alveg 150.000 km. eftir ekki síst vegna mikið endurnýjaður / viðhald. Þessir bílar eru keyrðir alveg upp í um eða rúmlega 300.000.

Bíllinn er að mörgu leyti áþekkur Landcruiser, í stærð og fleiru og ekki síðri bíll, a.m.k. mun betra virði fyrir peninginn. Landcruiser 2007 kosta yfirleitt á bilinu 2 milljónir – 3 milljónir og keyrðir hátt í 300.000 km sjá hér t.d. https://bilasolur.is/SearchResults.aspx?id=aa4b1724-5e1c-4b10-9e76-af8e75c7cfad

AUKAHLUTIR:
Fjarstart (á 2 lyklakippum)
Bakkskynjari.
Dráttarkrókur, Topplúga og fleira.
Hægt að breyta í 8 manna bíl með að taka upp niðurfellanleg sæti í skotti. Hefur verið skráður sem bíll sem má keyra með ferðamenn (fyrirtæki mitt er m. ferðaþjónustu leyfi - á góðum degi hægt að sofa í honum á vindsæng í skotti). Fjarlægð frá framsætum að afturenda bíls nærri 2 metrar.

Lakk er ágætt í heildina og ekkert ryð, en stöku litlar rispur. Er á nýjum og mjög góðum heilsársdekkjum nóta fylgir (140 þús). Einstaklega góður ferðabíll, sem er mjög rúmgóður og sést einstaklega vel útúr.
Skottið er líka mjög stórt og rúmgott og það kemst eiginlega allt inn í það við flutninga og bíllinn er frábær í alla flutninga.

VIÐHALD:
Í hitteð fyrra var bílnum komið í toppstand með nýjum Dempurum að framan og aftan,
- Stýrisendum, Bremsudælum, Vatnsdælu, Handbremsubörkum, nýjum Rafgeymi o.fl.
- Skipt um Headpakkningu líka, ventlar slípaðir og allt tekið í gegn. Nóta fyrir vinnu kr. 990 þús. fylgir (Bifreiðaverkstæði Kópavogs), auk varahluta sem keypti fyrir um 150 þús.

- Bíllinn var heilmassaður í vetur.
- Ný framrúða maí 2024.
- Nú í maí bíll yfirfarinm, m.a. bremsur og legur að framan yfirfarnar, smurðar og skipt um bremsuklossa að framan (kr. 50.000)
-Við skoðun í lok maí fékk bíllinn athugasemd lélegar bremsudælur að aftan en ekki annað. Það voru settar nýjar í hann (viðgerð kr. 70.000). Svo skoðaður 18.júní.
- Ef vantar varahluti þá er best að kaupa þá frá Usa – sem kosta c.a. 1/3 eða helming af verði hjá umboði. AB Varahlutir og Stál og stans eiga stundum eitthvað til eða geta pantað.
Sjá https://www.rockauto.com/ vegna frá USA og þeir eru fljótir að berast.

Hér er hægt að lesa um 2007 bíl á Usa síðu https://www.kbb.com/honda/pilot/2007/

Eftir skipti á headpakkningu er gult ljós í mælaborði, sem kemur ekki að sök, búið að tölvulesa. Eina sem virkar ekki í bíl er að festa millikassa / drifið. Eitthvað sem maður notar nær aldrei. Hann helst bara í því í nokkrar mínútur en nógu lengi til að keyra í gegnum snjóskafl ef þarf.

-Eyðsla innanbæjar ca. 14,5 lítrar en tæplega
- 13 lítrar úti á landi, bæði miðað við að keyrt sé skynsamlega.

Bíllinn stendur fyrir utan Sigtún 45, skammt frá Grand hótel uppá að skoða að utan.
Verð er aðeins kr. 945.000 miklu minna en hef lagt í hann síðustu 2 ár.
Ath. Ég er að leita að beinni sölu ekki skiptum.

Ég er að selja bílinn þar sem kominn á rafbíl og Hondan er of stór fyrir dóttur mína.
Hákon s. 698 2727